Lögberg - 15.09.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.09.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374 W^, vrv --dercr5 p A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 \ V>^e R'ítíSs®? 4 A Complele Cleaning Instilulion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 15. SEPTEMBER, 1949 NÚMER 37 Skipaður dómari í hæztarétti North Dakota ríkis Guðmundur Grímsson hæztaréttardómari og frú Þau góðu tíðindi bárust Lög- bergi í byrjun yfirstandandi viku, að Guðmundur Grímsson, um langt skeið héraðsréttar- dómari í Nort Dakota, hafi verið skipaður dómari í hæztarétti ríkisins; er hann þessarar sæmd ar löngu maklegur, því það er ekki einasta að hann sé glögg- skygn lögspekingur, heldur er hann og valmenni, sem alstaðar lætur gott af sér leiða. Síldveiðunum að ljúka Síldveiðunum er að ljúka. Fimmta síldarleysissumarið hef- ir bæst í hópinn. Ennþá einu sinni kemur flotinn frá Norður- landinu svo að segja slyppur og snauður. Aðeins örfá aflahæstu skipin hafa aflað fyrir lágmarks kauptryggingu sjómannanna. Erfiðleikar útgerðarinnar endur taka sig þetta haust eins og und- anfarin haust og ríkissjóður hef ir þegar orðið að ganga í ábyrgð fyrir brýnustu nauðsynjum út- gerðarinnar til þess að unt reyndist að reyna vertíðina til þrautar. Niðurstaðan af síldarvertíð þessa sumars hefir orðið verri en hinna fjögurra aflaleysisver- tíða, sem á undan eru gengnar. Heildaraflinn var nú fyrir helg- ina um það bil 440 þúsund hektó lítrar í bræðslu og rúmlega 53 þús. tunnur í salt. Heildarafli sumarsins 1948 var hins vegar 448 þús. hl. í bræðslu og 115 þús. tunnur í salt, ársins 1947 rúmlega 1.2 milj. hl. í bræðslu og 63 þúsund tunn- ur í salt, ársins 1946 tæplega 1.2 milj. hl. í bræðslu og 161 þús- und tunnur í salt og ársins 1945 463 þús. hl. í bræðslu og 95 þús- und tunnur í salt. Af þessum samanburði sést að sumarvertíðin hefir að þessu sinni orðið hvað hraklegust hinna fimm síðustu aflaleysis- vertíða. MBL., 6. sept. Reykjavík, 13. sept. Islenzkt strandgæzluskip tók til hafnar á þriðjudaginn fjögur rússnesk fiskiskip, sem voru að veiðum innan landhelgi íslands. Þetta er í fyrsta skiptið, sem ís- lenzk stjórnarvöld hafa haft hendur í hári rússneskra veiði- lögbrjóta. Guðmundur hæztaréttardóm- ari hefir um langt skeið orpið fögrum bjarma á hinn íslenzka kynstofn beggja vegna hins breiða hafs, svo að fáir hafa þar komist til jafns við. Þau hjónin eru svo að segja nýkomin heirn úr íslandsför, en þau dvöldu á Fróni nokkuð á annan mánuð sem boðsgestir íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Amerískur hershöfðingi segir meiningu sína Yfirmaður lofthers Banda- ríkjanna, Hoyt Vandenberg hers höfðingi, er tók þátt í ferð her- foringjanna til Evrópu, lét í ræðu á föstudaginn falla hin af- dráttarlausustu orð, sem sögð hafa verið um viðhorf Banda- ríkjanna til Rússlands. — Sovétríkin eru hinn eini hugsanlegi óvinur Bandaríkj- anna í nýrri styrjöld, sagði hann. Umræðurnar um kjarn- orkusprengjur til hernaðar eru hinar þýðingarmestu. B.-36 sprengjuflugvélarnar geta ráð- ist á hvaða stað Rússlands sem er — frá stöðvum í Bandaríkj- unum. Það er þýðingarlaust að tala rósamál, sagði hann ennfremur. Hin eina ógnun, sem vofir yfir Bandaríkjunum, stafar frá Rúss um. Það er ógerlegt að ná neinu samkomulagi við ráðstjórnina eftir diplómatiskum leiðum ein- vörðungu. Hinni rússnesku ógnun verð- ur aðeins svarað með raunhæf- um aðgerðum. Við verðum að eiga nægar birgðir af atóm- sprengjum og B.-36 flugvélum Jónas Jónsson hverfur af þingi I þessari viku var það ráðið að Jónas Jónsson frá Hriflu byði sig ekki fram til þingsetu í kosn- ingum þeim, sem fram fara á komandi hausti. Jónas Jónsson var fyrst kjörinn á þing sem landkjörinn þingmaður árið 1922 og hefir átt sæti á Alþingi síðan. Þingmaður Suður Þing- eyinga hefir hann verið síðan 1934. Jónas Jónsson hefir í þrjá ára- tugi verið einn af fyrirferðar- mestu stjórnmálamönnum okk- ar íslendinga. Barátta hans mót- aðist í upphafi af miklum þrótti og heitri trú á þær hugsjónir, sem hann byggði á stefnu sína og þess flokks, sem hann hóf til áhrifa. En stjórnmálabarátta hans varð mjög blandin ofstæk- isfullu hatri á einstökum and- stæðingum og hneigðin til per- sónulegra ofsókna varpar dimm um skugga á mesta athafnatíma bil ævi hans, meðan völd og mannaforráð léku enn í hendi hans. Sagan mun að sjálfsögðu dæma Jónas Jónsson og stjórn- málaafskipti hans. Hver sem sá dómur verður er þegar óhætt að fullyrða að með honum hverfur sérstæður stjórnmálamaður, víg fimur rithöfundur og óvenju- lgga frjór gáfumaður af Alþingi íslendinga. MBL. 6. sept. Skifting Marshall- hjálparinnar í ár ÍSLAND fær 7,3 miljónir doll- ara (rúml. 47,4 milj. kr) Mars- hallaðstoð næsta ár, eða frá 1. júlí þ. á. til jafnlengdar næsta ár. Hefir Efnahagssamvinnu- stofnunin í París nýlega sam- þykkt skiftingu Marshallfjárs- ins milli þátttökuríkjanna, en heildarupphæðin nemur samtals 37,6 milj. dollurum. Skiftist sú upphæð, sem hér segir milli þjóðanna: írland 47,0, Austurríki 174,1, Danmörk 91,0, Frakkland 704,0, Grikkland 163,5, Indonesia 39,2, ísland 7,3, Italía 407,0, Noregur 94,0, Holland 270,0, Portugal 33, 0, Bretland 962,0, Svíþjóð 48,0, Tyrkland 61,0, Bizonia 261,7, Franska hernámssvæðið 86,5, Trieste 14,0, Belgía og Luxem- borg 312,5. Mbl., 6. sept. til þess að fljúga með þær á ákvörðunarstað, og með því einu er hægt að koma í veg fyr- ir, að árásarfyrirætlanir Rússa nái fram að ganga. TÍMINN, 28. ágúst Eg geng við hlið þér EFTIR EDWARD LOCKTON Ég geng við hlið þér — ekki’ er íhiðin löng við Ijúfa drauma, hlóm og fagran söng. Ég tek um hönd þér — horfi’ í augu þín — Við hlið þér geng ég meðan dagur skín. Ég geng við hlið þér — gœfubarn í kvöld — er glóa stjörnur, Ijóma himintjöld. — Ég ástarorðum að þér hvísla hljótt. — Við hlið þér geng ég fram á þögla nótt. « Ég geng við hlið þér öll mín gefin ár, þó árin flytji bæði gleði’ og tár: — Er síðustu bending gefur himnesk hönd, við hlið þér geng ég inn í draumalönd. SIG. JÚL. JÓHANNESSON þýddi Gagnkvœmar ellilaunagreiðslur Norðurlandaþjóða „Mikilvægasta sporið í norrænni samvinnu á sviði félagsmála", segir fulltrúi Dana Á LAUGARDAGINN var undirrituðu fulltrúar frá ríkisstjórn- um allra Norðurlandanna fimm, samkomulag um gagnkvæmar greiðslur ellilauna til ríkisborgara, sem búsettir eru í hverju landinu fyrir sig. Eru greiðslurnar inntar af hendi eftir þeim reglum, sem gilda í hverju landi. Áskilið er þó, að ríkisborgari annars lands hafi dvalið fimm ár í því landinu, sem greiðir elli- laun hans. Þannig fær íslenzkur ríkis- borgari, sem dvalið hefir í Sví- þjóð greidd eftirlaun þar, eftir að hann hefir náð 67 ára aldri. í Finnlandi er hann er sjötugur, í Danmörku er hann er 68 ára o. s. frv. Gagnkvæmur framfærslu- styrkur. Samkomulagið var undirritað í Osló, en þar var haldinn fundur félagsmálaráðherra Norður- landa og var á fundinum einnig rætt um gagnkvæmar greiðslur framfærslustyrks á Norðurlönd- um. Samþykkti fundurinn að leggja til við ríkisstjórnir Norð- urlanda, að slíkt samkomulag verði gert hið fyrsta. Jónas Guðmundsson mætti fyrir hönd íslenzka félagsmála- ráðuneytisins. Merkasta sporið. Gustav Möller, félagsmála- ráðherra Svía lét svo ummælt er samkomulag var undirritað um ellilaunin, að það væri merk asta spor, sem Norðurlöndin hefðu til þessa stigið í samvinnu á sviði félagsmálanna. Ström, félagsmálaráðherra Dana kvaðst vonast til þess, að önnur mál, sem fyrir fundinum hefðu legið fengju jafn giftusamlega af- greiðslu og stuðla þannig að nánari vináttu bræðraþjóðanna. Jónas Guðmundsson tók það fram, að Islendingar væru fúsir til samvinnu við hin Norður- löndin í félagsmálum. Ellilaun. Aaslaug Aasland, félagsmála- ráðherra Noregs sagði að fjöldi gamalmenna um öll Norður- lönd biðu með eftirvæntingu eftir, að þetta samkomulag væri undirritað. Ýms mál voru rædd á fund- inum, þar á meðal var rætt um atvinnuleysismál og voru fund- armenn á einu máli um, að Norð urlöndin ættu að vinna sameig- inlega gegn þeim vágesti eftir fremsta megni. Næsti fundur í Helsingfors. Finnski ráðherrann, Leivo Larsson bauð til næsta fundar norrænna félagsmálaráðherra í Helsingfors 1951 og var sam- þykkt að leggja til við ríkis- stjórnir Norðurlanda, að fulltrú- ar frá fleiri stjórnardeildum verði boðnir til þess fundar. Mbl. 6. sept. Minningarorð um Gísla Sigmundsson kaupmann Mér varð orðfall eins og vafa- laust öðrum hinna mörgu vina Gísla verzlunarstjóra Sigmunds sonar, er fregnin um sviplegt fráfall hans barst mér til eyrna; fundum okkar bar síðast sam- an meðan hann enn mátti mæla á þjóðhátíðinni á Gimli 1. ágúst síðastliðinn og var hann þá al- veg eins og hann átti að sér, broshýr og spriklandi af fjöri; hann hafði heldur ekki kennt sér meins svö nokkur vissi til; ekki hafði mig órað fyrir því þá, að tveimur dögum síðar yrði hann liðið lík og af samveru- stundum okkar ætti ég það eitt eftir að fylgja honum til grafar. Dauðinn sendir ekki ávalt boð á undan sér, og svo var heldur ekki í þetta sinn. Þann 2. ágúst fór Gísli að heimsækja hættu- lega veikan bróður sinn á Al- menna sjúkrahúsinu í Winni- peg; það varð hlutskipti hins sjúka manns að sjá á bak bróður sínum, því sigð dauðans snart Gísla fyrirvaralaust; hjartabil- un varð þessum glaðsinna gæfu manni að bana. Gísli Sigmundsson var sér- stæður maður um margt; jafn- vel flest; þó ætla ég að það væri lífsgleðin, er öðru fremur auð- kenndi hann frá öðrum mönn- um; hláturmildi Gísla var eng- in uppgerð; hún fékk framrás af innri þörf, því honum fannst í rauninni ávalt að alt léki í lyndi, að veröldin væri yndis- leg og samferðafólkið svo gott að hvergi bæri á skugga; lífs- viðhorf slíkra manna stingur mjög í stúf við þá úreltu skoð- un, að jörðin sé aðeins táradal- ur, og börn hennar fæddir písl- arvottar hvers konar þrenginga. Gísli Sigmundsson var fædd- ur í Vestdalsgerði í Seyðisfirði 12. dag desembermánaðar árið 1880. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigrhundur Gunnarsson Gíslasonar fræðimanns og Jón- ína Sigmundsdóttir, og með þeim fluttist hann vestur um haf 1891. Tók fjölskyldan sér bólfestu í Nýja íslandi skammt þaðan, er nú stendur Hnausa- þorp. Árið eftir gekk Gísli, þó unglingur væri, í þjónustu at- hafnamannsins víðkunna Ste- fáns Sigurðssonar kaupmanns að Hnausum, og var meira og minna á vegum hans fram að árinu 1912., ýmist við verzlun eða margskonar störf á Winni- pegvatni, og þar var í rauninni hans aðalskólaganga framan af ævinni ,og þar naut hann brátt virðingar og trausts af hálfu yfir boðara sinna og annara sam- verkamanna; enda var hann trúr yfir hverju því pundi, sem honum var fengið í hendur til ávöxtunar. Árið 1913 kom Gísli á fót verzlun að Grund í Geysisbyggð og rak hana fram á árið 1916, er hann fluttist til Hnausa og gerðist meðeigandi og verzlun- arstjóri við Sigurðsson — Thor- valdsson verzlunina í því þorpi, unz hann seldi hlut sinn í þeirri verzlun og aðrar eignir sínar 1916, og flutti til Gimli. Þann 14. júní 1911 kvæntist Gísli og gekk að eiga Ólöfu Daní elsdóttur, glæsilega ágætiskonu, er var manni sínum ástrík og samhent um alt það, er til heilla horfði jafnt utan húss sem inn- an; enda var þar tíðum gest- kvæmt og glatt á hjalla. Börn þeirra Gísla og Ólafar, mannvænleg og vinholl, eins og þau áttu kyn til, skulu hér tal- in: Jónína, látin fyrir alllnörg- um árum; Fjóla Thorvaldson, Sigrún Hjörleifson, Guðrún Martin, Daníel, Sigmundur og Marinó; barnabörn eru 16 á lífi. Gísli var maður félagslyndur sem þá, er bezt gerist og kom mikið við sögu byggðarlags síns; hann gegndi ýmissum trúnaðarstöðum við góðan orð- stír og sívaxandi vinsældir; um aldarfjórðungsskeið átti hann sæti í sveitarráði Bifrastar, og var að minnsta kosti í sjö ár for maður Breiðuvíkursafnaðar, og munu hollráð hans þar, sem ann ars staðar, tíðum hafa komið að góðu haldi. Systkini Gísla voru þessi: Sigrún Nordal, dáin fyrir mörg- um árum, Felix bóndi í Geysis- byggð, Gunnar, dáinn á Is- landi; Helga Rannveig, gift Andrew Finnbogasyni við Hnausa, Gunnar yngri, dáinn í Nýja íslandi og frú Rósa Moore, búsett að Moose Jaw í Saskat- chewanfylkinu. Að Gísla Sigmundssyni er mikill sjónarsviptir, eigi aðeins nánustu ástmennum, heldur ó- venju fjölmennri fylkingu sam- ferðamanna, er notið höfðu bless unar af kynningunni við hann; þeim öllum er hann harmdauði; og það mun heldur ekki ofmælt, að hann sé harmdauði byggðar- lögunum öllum við Winnipeg- vatn, er virtu hann og dáðu og hann hafði tekið órjúfandi ást- fóstri við, auk fjölmeiins hóps aðdáenda og vina út um aðrar nýbyggðir okkar í þessu landi. Gísli Sigmundsson hefir vafa- laust átt marga nafna í Nýja- íslandi, en Nýja ísland átti að- eins einn Gísla Sigmundsson, er gróðurmold þess nú vefur hjarta. Eins og þegar hefir verið vikið að, varð fljótt um Gísla á sjúkra húsi hér í borg á miðvikudaginn þann 3. ágúst, s. 1. Útför hans, ein sú allra fjölmennasta, sem sögur fara af í Nýja íslandi, fór fram frá kirkju Breiðuvíkur- safnaðar í grennd við Hnausa, þar sem hann hafði um langt skeið átt sitt kirkjulega heim- ili; tveir prestar, þeir séra Bjarni A. Bjarnason og séra Sig- urður Ólafsson fluttu fögur kveðjumál, en hrífandi söng- flokkur blandaðra radda, og ein- söngur Ingu Thorarinson, jók mjög á virðuleik athafnarinnar; svo mikið var um blóm, að kirkj an líktist gróðurhúsi að innan. Kveðjuathöfnin öll var gagn- mótuð viðkvæmni og djúpum trega Lífsgleði og ljósást einkenndu skapgerð Gísla Sigmundssonar, og með umhverfið á allar hliðar baðað í sólskini, var hann lagð- ur til hinstu hvíldar. Einar P. Jónsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.