Lögberg - 15.09.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.09.1949, Blaðsíða 7
UDGBERG, FIMTUDAGINIM, 15. SEPTEMBER, 1949 7 Goshverinn í Reykjadalsá byrjar að gjósa eítir 32 árs hvíld Tiltölulega litla aögerö þurfti til aö hreinsa hverinn, en þaö var gert um síöustu helgi Um síðustu helgi byrjaði gamall goshver í Borgarfirði að gjósa á ný, eftir þrjátíu og tveggja ára hvíld. Er það hverinn „VELLIR“, sem stendur út í miðri Reykjadalsá í Reykholtsdal, skammt fyrir neðan bæinn Sturlu-Reyki. Það voru þeir Jóhannes Erlendsson bóndi að Sturlu-Reykjum og bróðir hans Hannes Erlendsson, klæðskeri, sem fengu hverinn til að gjósa á ný, með því að hreinsa úr honum möl, grjót og óhreindi og láta í hann sápu. Gaus reglulega fram undir aldamót. Hverinn „VELLIR“ í Reykja- dalsá, er einstakur í sinni röð. Hann kemur upp úr stórum kletti, sem er úti í miðri ánni og eru þrjú göt á klöppinni. Tvö þeirra eru ofan í hana en eitt utan í klöppinni rétt við vatns- borð árinnar. Gaus hverinn um efri götin annað hvort eða bæði, þegar hann var upp á sitt bezta, og allt fram undir aldamót. Hækkaði vatnið þá og lækkaði í skálunum til skiptis áður en gosið kom, en þá voru gosin regluleg með um það bil 30 mín- útna fresti. En nokkru fyrir aldamótin hætti hverinn að gjósa reglu- lega og er það trú fólks í Reyk- holtsdal að ástæðan hafi verið sú, að jarðskjálfti hafi spillt hvernum. Hœtti meö öllu aö gjósa 1917. „VELLIR“ gaus þó alltaf öðru hvoru allt til ársins 1917, að hann gafst alveg upp. Síðustu árin gaus hann þó ekki nema sápa væri látin í hann, en það var oft gert. Segja Reykjabræð- ur, að algengt hafi verið að fólk hafi komið langt að, beinlínis til þess að sjá hverinn gjósa, enda er enginn goshver annar á öllu Suðvesturlandi, en árhverinn. Var þá venjulega látin sápa í hverinn og fékkst þá fallegt gos, oft um 30 m. hátt, eftir fáeinar mínútur. En eftir 1917 hefir ekki verið hægt að fá gos úr hvern- um þó að sápa væri í hann lát- in. Hverinn lífgaöur á ný. Um síðustu helgi unnu bræð- urnir Jóhannes og Hannes frá Sturlu-Reykjum, að því að reyna að fá hverinn til að gjósa á ný, sem tókst eftir nokkra vinnu. Byrjuðu þeir á því að grafa frá holunni, sem er undir yfir- an Hjónavígsla Þann 6. sept. voru gefin sam- í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. S. Ó. Bjerring 550 Bann ing St., Winnipeg, Nevilli Pren- tice, frá So. Bend. Indiana, Uni- versity student, og Valdene Sig- valdason, hjúkrunarkona, Winni peg. Brúðguminn er af enskum ættum. Brúðurin er dóttir Mrs. Láru Sigvaldason í Árborg og Björns I.Sigvaldasonar, sem nú er látinn. Við giftinguna aðstoð uðu William Welsh., og Edith Swanhili. Ríkulegar veitingar voru fram bornar ag fiftingu af- staðinni. Mr. S. Ó. Bjerring mælti fyrir minni brúðarinnar. Um 60 ættmenn og vinir voru viðstaddir. — Séra Sigurður Ólafsson gifti. ast fyrir nokkur malarkambur af framburði árinnar, sem flæð- ir allt í krfngum klettinn. Einn- ig náðu þeir grjóti og möl innan úr sjálfri holunni og breyttist vatnið í annarri holunni strax við þetta. Að þessu loknu létu þeir sápu í hverinn og leið þá ekki löng stund, þar til hverinn gaus myndarlegu gosi, sem þó var ekki sérlega fallegt, því grjót og rusl þeyttist með því í loft upp. Hverinn var nokkurn tíma að jafna sig eftir þessi átök, en áður en langt um leið var vatns- borðið í holunum komið í það lag, sem það var þegar hverinn var í fullu fjöri eftir aldamótin. Gýs hann nú myndarlegu gosi 20—30 m. ef látin er í hann sápa. Varlegast þykir þó að fara ekki borði árinnar, en þar hafði safn- of geyst af stað með gos í fyrstu, og láta hverinn ekki gjósa mjög oft og mun Jóhannes bóndi á Sturlu-Reykjum fylgjast með hvernum. TÍMINN, 13. ágúst. TIL MR. OG MRS. V. J. GUTTORMSSONAR d þeirra GullbrúÖkaupsdegi 5. febrúar 1949. Innilegar þakkir fyrir öll vinahót. Megi hin Guðdómlega gæfa halda áfram að vernda ykkur og leiða, til síðustu stunda þessa lífs og til eilífrar sælu. Frá guÖaheimi gæfan hrein á engilvœngjum sýndist svífa sorta og skýin burtu drífa elskenda bera burtu mein. Hún kom til ykkar á æskuskeiöi, unaössólin þá skeiö í heiöi baö aö þiö legöuö hönd í hönd ' hugglöð svo tengduð vinabönd. ÞiÖ reynt hafið landnemans lukku og stríö, létuÖ ei bugast á framsóknarbrautum; hikandi hvergi í hœttum né þrautum breytt gat ei stefnu hagl eða hríð. „Eldflugur“ sýna aö voruð á verði, veginn skýrari hljómlistin gerði, sem gefin var óspart á góövina fundum gleöin í hásæti ríkti þá stundum. Þið hafiö gengið gæfunnar braut gefið mörgum af nœgtasjóði; barnalán ykkar bezti gróði, og sigurvinning í sæld og þraut. Vinimir þakka verkin snilda, vœri þeim hugljúft og einnig skylda að heiöra gullbrúðkaupshjónin kær til hinstu stundar sú minning grær. Þú himinborna heilladís í heimi skapar gleði mesta, gefur vísdóm og vini bezta kraft til að sigra eld og ís. Fram til sigurs þó fjölgi sporin í friði og eining þiö verðiö borin. Gœfan skal leiöa vís er von Vigfús og Borgu Guttormsson. Svo hugsa og óska ykkar velunnandi vinir RANKA og ÁGÚST MAGNÚSSON Nýtt tímatal FREGNIR hafa nýlega hermt að nú eigi að fara að gera alvöru úr því að breyta tímatalinu. Hér er skýrt frá því í hverju þær breytingar verða sennilega fólgnar. Með því tímatali, sem vér nú höfum, falla mánaðardagar og vikudagar ekki saman og helgi- dagar og hátíðir eru á flökti fram og aftur. Þetta tímatal gild ir svo að segja um allan heim, og er undarlegt sambland af venjum aftan úr fornöld. Frá Kaldeum höfum vér haldið tylftaskiptingunni (stundir, mín útur og sekúndur), en frá Róm- verjum höfum vér erft hina mis löngu mánuði. Það má öllum vera ljóst, að grundvöllur tímatals hlýtur að vera sólarhringur og skipting hans í dag og nótt. Þess vegna svipar öllum tímatölum saman, hver munur sem kann að vera á þeim að öðru leyti. Mismun- andi hlý tímabil hafa og ráðið um skiptingu ársins í missiri (vetur, vor, sumar, haust) — Og árið er talið byrja þegar jörð in er stödd á vissum stað í hring braut sinni umhverfis sólina. * En nú er það svo, að á hring- braut sinni umhverfis sólina snýst jörðin jafnframt um sjálfa sig. En það stendur ekki heima, þannig að jörðin fari svo og svo marga fulla snúninga á einni hringbraut. Þar vantar ofurlítið upp á, eða er of mikið. Á einni göngu umhverfis sólina (einu ári) fer jörðin rúma 365 snún- inga um sjálfa sig. Þá er og sá galli á núverandi tímatali, að það er ekki ein- göngu miðað við sólina, heldur einnig við tunglið. Dagarnir eru KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. • BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík. flokkaðir niður í vikur, þannig að sjö sólarhringar eru í hverri, en fjórar vikur samsvara einni umferð tunglsins og eru kallað- ar mánuðir, en allir almanaks- mánuðirnir hafa fleiri daga, nema febrúar einn. Allt þetta veldur ruglingi, sem menn hafa lengi þráð að losna við’, þótt þad sé auðveld- legar sagt en gert. Tímatal vort er ekki eins gam alt og margur hyggur. Það hófst með því að Gregoríus páfi XIII. ákvað það að næsti dagur við 4. október 1582 skyldi vera 15. októ ber. Með því að sleppa þannig úr 10 dögum hugðist hann rétta þá tímatalsske\íkju, sem orðin var eftir júlíanska tímatalinu. Júlíanska tímatalið er kennt við Júlíus Cæsar og það byrjaði 45 árum fyrir Kristsfæðingu. Það gerði mikla bragabót á eldra tímatali, því að þá var í fyrsta skipti gerð tilraun til þess að á- kveða dagafjölda í einu ári og hið rétta sólár, sem er um 365 V\ sólarhringur’. Þá var ákveðið að fjórða hvert ár skyldi bæta við einum heilum degi (hlaupárs- degi) og þannig jafna mismun- inn, sem varð af því, að árið er lengra en 365 dagar. En höfuðókostur þessara tíma tala er, eins og áður er sagt, að mánuðurnir eru mislangir, dag- ana ber ekki upp á sama mán- aðardag, og stórhátíðar færast til. Sérstaklega á þetta við um páskana, en með samþykkt á kirkjuþinginu í Nikea, voru þeir miðaðir við tunglgang. Þjóða- bandalagið hefir nú spurt páf- ann hvort ekki megi breyta þessu, og hefir hann svarað, að ekkert sé því til fyrirstöðu að sinni hyggju. Verður því að telja að kirkjan muni ekki setja sig á móti nýju tímatali. Minnist BETCL í erfðaskrám yðar Komi nú nýtt tímatal og verði tekið upp af flestum þjóðum (og annað dugir ekki) þá má ekki aðeins hugsa um að gera það sem einfaldast, heldur verður að gæta þess að það komi ekki í bág við rótgrónar lífsvenjur manna, né rugli gamalt aldatal. Það mundi t. d. valda margskon ar vandræðum ef fella ætti nið- ur 7 daga vikuna. Fyrir Þjóðabandalaginu hafa legið 158 tillögur um tímatals- breytirigu. Aðeins tvö af þeim hafa þótt aðgengileg. Annað þeirra gerið ráð fyrir því að árið byrji alltaf á sunnu- degi og sé því skipt í fjögur miss iri. í hverju missiri eiga að vera þrír mánuðir, 30 daga, 31 dags og 30 daga, þannig að 91 dagur sé í hverjum ársfjórðungi. Þá vantar einn dag og á að skjóta honum inn á milli áranna og kallast hann Gamlársdagur og er alheimsfrídagur. Með þessu móti verða 26 virkir dagar í hverjum mánuði (en nú er það mismúnandi og mesti mismunur 13%). Hver ársfjórðungur end- ar á laugardegi. Jóladagur verð- ur alltaf á mánudegi. Páskadag- urinn á alltaf að vera 8. apríl. Eftir því fara svo aðrir helgi- dagar: Pálmasunnudagur verð- ur alltaf 1. apríl, Uppstigningar- dagur 16. maí og Hvítasunnu- dagur 26. maí. En hlaupársdag- urinn, sem bæta skal við 4. hvert ár, á að vera milli júní og júlí og verður almennur frídagur. Hin tillagan, sem hefir fengið meira fylgi, gerir ráð fyrir því að árinu verði skipt niður í 13 mánuði fjögurra vikna, og falla þá alveg saman mánaðardagar og vikudagar allan ársins hring. En um aukadagana fer líkt og áður er sagt. Þetta stafar af því, að allir virðast sammála um að halda 7 daga vikunni. Og úr því farið sé að miða við göngu mán- ans í slíku grundvallaratriði, þá sé rétt að halda þann reikning allt árið. Lesbók. Mbl „LÖGBERG“ óskar að fá keypt eftirtalin blöð Árið 1941. 2 blöð af no. 52 og 1 af no. 37. Árið 1942. No. 29, 32, 36, 37, 39, 40, 41, 44, 45 eitt af hverju. Árið 1943. No. 17, 22, 38, 41, 46, 48! tvö af no. 50 og tvö af no. 52. Árið 1944. No. 2, 8, og 38. Árið 1945. Tvö blöð af þessum No. 1, 28, 31, 32, 33, 34, 35, 41, 42, 43, 49, 50, 52, en eitt af no. 37. MINNING Mr. og Mrs. Þorsteinn K. Anderson Hjónin Mr. og Mrs. Þorsteinn K. Anderson létust með rúmra þriggja mánaða millibili. Ragn- hildur Anderson andaðist 25. marz að heimili sínu 2221 Fern- wood R.d. Victoria, B. C., en Þorsteinn ljést á sjúkrahúsi í Victoria 5. júlí s.l. Jarðarför Ragnhildar fór fram 29. marz en Þorsteins 8. júlí, við báðar jarðarfarirnar var fjöldi vina viðstatt að kveðja hin velþekktu hjón; mikið af blómkrönsum huldu kistur hinna látnu. — Séra Kolbeinn Simundsson frá Seattle flutti kveðjuorð. Eftirlifandi nánustu skyld- menni hinna látnu hjóna er ein dóttir Ragnhildur og bróðir Mrs. Andersonar, Hinrik Eiríks- son, nú búsettur í Seattle, áður bóndi um langt skeið á Point Roberts, Wast. Þeim hjónum Mr. og Mrs. Anderson varð 2ja barna auðið, Ragnhildar áður- nefndu og sonar, sem Guðmund ur hét, sem andaðist uppkominn 1939; mesti efnismaður til munns og handa. Þorsteinn Kjartansson And- erson var fæddur á Dýrastöð- um í Norðurárdal í Mýrar- sýslu, 4. nóv. 1863. Foreldrar hans voru Kjartan Einarsson og Guðbjörg Benediktsdóttir. Ragnhildur Anderson var fædd 24. sept. 1863 að Svigna- skarði í Borgarhrepp í Mýrar- sýslu. Foreldrar hennar voru: Eiríkur Ólafsson og kona hans Ragnhildur, sem lengi bjuggu rausnarbúi í Svignaskarði. Geta má þess, að Eiríkur var bróðir Þorbjarnar á Steinum í Staf- holtstungum og voru þeir bræð- ur velþekktir Sunnanlands og víðar fyrir fram úr skarandi gestrisni og höfðingsskap. Móð- ir Ragnhildar var Ragnhildur Þorsteinsdóttir frá Glitstöðum í Norðurárdal. Þorsteinn og Ragnhildur gift- ust heima á íslandi okt. 18. 1886 og voru því búin að lifa í far- sælu hjónabandi í 63 ár. Til Vest urheims fluttu þau 1887. Dvöldu í Winnipeg í þrjú ár, en fluttu þaðan til Victoria B. C. og voru búsett þar ávalt síðan. í Þau hjón Mr. og Mrs. Ander- son voru mjög vinsæl og gest- risin, á heimili þeirra var ávalt friður og eining. Ragnhildur sál. var skýrleikskona, glaðsinna og skemmtin í viðræðum. Þor- steinn var mesta ljúfmenni, sem öllum féll vel við, sem honum kynntust. Stiltur í framkomu og glaður í viðmóti við alla, sem hann átti samleið með. Hann var ágætis smiður og var sem alt léki í höndunum á honum. Ekki má gleyma að geta þess, að Ragnhildur dóttir þeirra reyndist foreldrum sínum hin elskulegasta dóttir. Móðir sína, sem var mjög þungt haldin um lángt skeið, áður en hún lézt, stundaði hún með frábærri ná- kvæmni, umhyggjusemi og þol- gæði til síðustu stundar. Og þó hún beri sáran söknuð í hjarta við ástvinamissirinn má hún hugga sig við það, að hafa gert fyllilega skyldu sína og varið kröftum sínum til þess að létta sjúkdómstríð þeirra og í einu orði sagt, fórnað ævi sinni for- eldrum sínum til heilla og á- nægju og verið þeim sannur verndarengill til hins síðasta. Okkur setur ávalt hljóða þeg- ar samferðamenn vorir og vinir hverfa af sjónarsviðinu. — En hvað skal segja, að heilsast og kveðja er saga vor. Við hinir mörgu vinir Anderson-s hjón- anna, þökkum þeim fyrir allt hið góða á liðinni tíð. — Minn- ing þeirra mun lifa í hjörtum vorum til hins síðasta. J. J. M. Daughter of Judge Lindal Wed to Douglas W. Hilland A CANDLELIGHT wedding was solemnized at St. Aidan’s Anglican church, Sept. 1 at 7,30 p.m. when Anna Ruth, elder daughter of Judge W. J. Lindal, an the late Mrs. Lindal, and Douglas Warren Hilland, son of Mr. and Mrs. J. Hilland, of Portage la Prairie, were united in marriage. íslenzkir gestir í boði Þjóðræknisfélagsins í gær bauð stjórn Þjóðræknis félagsins nokkrum Islendingum, búsettum vestan hafs, til kvöld- verðar í Valhöll á Þingvöllum. Var þar notið hins bezta beina, en ekki verður sagt að Þing- vellir hafi verið í sínu fegursta skrúði veðurs vegna. Þeir ,sem þátt tóku í förinni og hér eru nú gestir, voru: Krist inn Guðnason verksmiðjueig- andi og sonur hans Harold Guðnason, Skúli G. Bjarnason og frú hans Margrét, frú Regína Eiríksson, frú Svana Athelstan, frú Ella Pearson og Guðmundur Þorsteinsson. Stjórnendur Þjóð- ræknisfélagsins, sem þátt tóku í förinni voru forseti félagsins herra biskupinn Sigurgeir Sig- urðsson, ófeigur Ófeigsson lækn ir og Kristján Guðmundsson hrl., allir með konum. Gestir Þjóðræknisfélagsins hafa allir ferðast víða um landið að undanförnu, heimsótt æsku- stöðvar sínar eða foreldra sinna, og kynnst heimaþjóðinni nokk- uð í sveit og við sæ. Láta þeir allir vel yfir för sinni, þótt veð- urfar hefði geta verið skemmti- legra að undanförnu. Að loknum kvöldverði í Val- höll, var dvalið um stund í sum- arhúsi Ófeigs læknis Ófeigsson- ar á Þingvöllum, en því næst haldið til Reykjavíkur fyrir mið nætti. Þjóðræknisfélagið hefir sett sér það markmið, að halda uppi sambandi við íslendinga, sem Canon P. C. Bays, of Portage la Prairie officiated Harold Christie playd wedding music and Miss Lorna Stout was solo- ist. The bride wore white Gui- pure lace over taffeta, the fit- ted bodice featuring a low v-neckline appliqued with lace petals, and cuffed sleeves. A three tiered, graduated, peplum marked the waistline and the skirt had back fullness. Her fingertip veil was held with a coronet headdress of net out- lined with crystal beads, and she caried white gladioli, carna- tions and stephanotis. Mrs. Roy Youngson and Mrs. Richard Earle, of Portage la Prairie, sister of the bridegroom were bridal attendants and Miss Betty Jo Lindal, sister of the bride, was bridesmaid. Roy Youngson was best man and ushering guests were Robert Brown and Harry Scott. A reception was held at the University Women’s club. Fol- lowing a wedding trip by motor to Clear Lake and the Uuited States, Mr. and Mrs. Hilland will reside in the Millicent apts. erlendis dvelja langdvölum, greiða fyrir ferðum þeirra hing- að til lands eftir föngum og leið beina þeim, sem hingað koma, ef því verður við komið. Er þetta hin þarfasta starfsemi, sem ástæða væri að efla til muna, en það verður því aðeins gert að almenningur gefi starfseminni gaum og styðji hana með þátt- töku sinni. VÍSIR, 1. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.