Lögberg - 15.09.1949, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.09.1949, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. SEPTEMBER, 1949 Ur borg og bygð Mountain N. D. 4. sept. 1949. Kæri Einar P. Jónsson! Ég þakka kærlega fyrir að setja línur mínar í Lögberg 1. þ. m., en nú verð ég að biðja þig fyrir eftirfarandi línur í Lög- berg, þar sem ég minnist á minn ingargjöf í minningu um Jó- hannes læknir, þá er það til að kaupa í borðsalinn í elliheimilið að Mountain, það virðist ætla að ganga vel, því strax er komið dálítið í þennan sjóð. Elliheimilið er nú nærri full- gert og verður það stórkostlega myndarlegt hús, þegar það er fullgert. Elliheimilisnefndin hef ir gert mjög mikið verk og lagt á sig til að koma þessu stóra heimili á laggirnar; hafi hún þökk fyrir það mikla verk. Allt gott að frétta frá Moun- tain, uppskera vel í meðallagi og flestir hafa mikið að gera, og allir að flýta sér og ég líka. Með þakklæti fyrir Lögberg og allt gott. H. B. Grímson ★ Fyrirtaks skyr fæst nú dag- Iega hjá Mrs. Thompson, 203 Marylan^i Street, Sími 31570. Skyrpotturinn kostar 65 cents, en mörkin 35 cents. ★ Tilkynning. Vinir þeirra Mr. og Mrs. J. M. Borgfjörð í Arborg, efna til heiðursamsætis í Arborg Hall, sunnudaginn 25. september kl. 2 e. h., í tilefni af 60 ára brúð- kaupsafmæli þeirra. — Allir boðnir og velkomnir. Frekari upplýsingar veita Arnþór Sigurðsson í Arborg og Mrs. S. O. Jónasson 370 Arling- ton Street, Winnipeg. Ef næg þátttaka fæst, fer sér- stakur fólksflutningabíll héðan til Arborgar vegna áminnsts at- burðar. Mrs. Frederickson frá Baldur, Man., var stödd í borginni í fyrri viku á leið austur í Ontario. Takið eftir! Undirritaður kaupir allar ís- lenzkar bækur, blöð og tímarit, sem eru heil og nýtandi. Látið einhvern njóta íslenzku bók- anna, sem ekki eru lengur not- aðar á heimilunum. Spyrjist fyrir um verð hjá Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ★ Á mánudaginn í vikunni, sem leið, andaðist Carl Franklin Lindal að heimili sínu í Lang ruth, 65 ára að aldri; hann hafði un langt skeið rekið kjötverzlun þar í bænum; hann hafði mikið yndi af hljómlist og gegndi söng stjórn “og organistastarfi við lút ersku kirkjuna í Langruth; hann lætur eftir sig ekkju, Hólmfríði, og fimm mannvænleg börn. Carl var mannkostamaður mikill og naut frábærra vin- sælda hvar, sem leið hans lá; útförin, sem var geysifjölmenn, fór fram frá lútersku kirkjunni þar í bænum á föstudaginn. Séra Skúli Sigurgeirsson jarð- söng. ★ Seinnipart vikunnar, sem leið', dvaldi hér í borginni hr. Jón Metúsalemsson frá Goodridge í Minnesotaríkinu; hann er út- skrifaður sem Bachelor of Sci- ence frá Minnesotaháskóla með búnaðarvísindi að sérgrein, og starfar í þjónustu Bandaríkja- stjórnar sem umsjónarmaður með búnaði heimkominna her- manna í umdæmi sínu. Jón er sonur Metúsalems Stefánssonar fyrrum búnaðar- málastjóra íslands og konu hans Guðnýjar óladóttur frá Höfða á Völlum; hann er hinn mesti efnismaður, sem gott var og gam an að kynnast. ★ Mikið úrval af íslenzkum bók- um nýkomið frá íslandi: Sögu- bækur, fræðibækur, ljóðabæk- ur, myndabækur og skemmtirit fyrir eldri og yngri. Sendið eftir bókalista og pant ið þær bækur, sem ykkur lang- ar að eignast, sem fyrst, því að- eins fá eintök eru til af sumum bókunum. Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ★ HAUSTBOÐ hefir kvenfélag- ið „Eining“ í samkomuhúsi Lundar-bæjar, sunnudaginn 25. sept. 1949. Byrjar kl. 1.30 e. h. Öllu íslenzku fólki 60 ára og eldra er vinsamlega boðið og fylgdarfólki þess og öðrum, sem vanalega hafa verið boðnir á haustboðin. Góð skemmtiskrá, og veiting- ar. Kvenfélagið óskar, að sem flest af eldra fólkinu geti komið. ★ Á föstudágskvöldið 9. þ. m. efndi Þjóðræknisdeildin „Brú- in“ í Selkirk til mannfagnaðar í samkomuhúsi Selkirksafnað- ar, og voru hinir eldri meðlimir byggðarinnar heiðursgestir. Kvöldið var yndisfagurt og fjöl- menni viðstatt. Skemmtiskráin fór fram undir stjórn Einars Magnússonar, forseta deildar- innar. Ræður fluttu þeir sókn- arpresturinn, séra Sigurður Ólafsson, um „Fegurð fjölgandi ára“, prýðilega fagurt og vand- að erindi, og séra Valdimar J. Eylands, er sagði frá ferð sinni og dvöl á Islandi. Var einnig góð ur rómur gerður að máli hans. Einnig sýndi séra Valdimar hreyfimyndir frá íslandi. Með hljóðfæraslætti og - söng skemmtu þær Mrs. G. Johnson, og Mrs. Valgerður Johnson, og Trausti ísfeld flutti kjarnort kvæði. í samkomulok flutti Sig- valdi Nordal þakkarávarp fyrir hönd hinna öldruðu heiðurs- gesta. Veitingar voru fram bornar að afstaðinni skemmtiskrá, og allir virtust fara hæst ánægðir heim. ★ Þessi ungmenni voru fermd í Mikley, 21. ágúst s.l. For Care-Free, Life-Long Heating Comfort- Install an all-steel or semi-steel GILSON FURNACE (Graviiy or Forced Air) Canada’s Finest Heating Line! • Airtight, dustproof, dependable . . . Fully guaranteed. / • Ruggedly built for life-long service and satisfaction. • Definitely your Best Buy. Come in and see for yourself! $110 and up, INCLUDING CASING We can now make IMMEDIATE DELIVERY and INSTALLATION at prices that will please you. For details, free estimates, write or phone or drop in and see us or a “Gilson” dealer today. Faciory Dislribulors: STANDARD IMP0RTIN6 & SALES (0. • (C. A. De FEHR & SONS) 78 Princess St., Winnipeg Phone 22 911 or 28 448 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja 1 Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e.h. Allir œvinlega velkomnir Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 18. sept. eftir trínitatis. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 á hádegi. íslenzk messa kl. 7 síðdegis. Sunnudaginn 25. sept. að ís- lenzku messunni aflokinni verð- ur sýnd í samkomuhúsi safnað- arins myndin „Like A Mighty Army“. Byrjar kl. 8.15 síðdegis. Samskot tekin. Allir boðnir velkomnir'- S. ÓLAFSSON Marus Muller Thomsen, Ken- neth Steingrímur Carl Jonson, Dawne Lillian Sigurgeirsson Doreen Sigurlin Sigurgeirsson, Florence Mabel Mercer. Skúli Sigurgeirsson ★ Dánarfregn Guðjón Johnson, sem legið hefir á spítölum og sjúkrahæli s.l. tvö ár, andaðist á St. Boni- face spítala s.l. fimmtudag, 8. sept., 76 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík 17. nóvem- ber 1872 og ólst þar upp til full- orðins aldurs, og giftist þar fyrri konu sinni, Gróu Julíu Magnús- dóttur. Þau fluttust til þessa lands árið 1910, en kona hans dó tveimur árum seinna, árið 1912. Hann kvæntist aftur, tveimur árum eftir það, — eða 1914, Hall fríði Ólafíu Johnson, sem var ekkja með tvö börn. Hún dó 1933. En nú lifa Guðjón þrjú börn hans af fyrra hjónabandi, Christine í Winnápeg, Árni í Winnipeg og Stefán í Maidstone, Sask., og stjúpdætur hans báðar, Mrs. McKenzie, í Vancouver og Mrs. Frain í Winnipeg. Allan tímann sem Guðjón bjó hér vestra átti hann heima í Winni- peg, nema í tíu ár, sem hann stundaði búskap við Silver Bay. En hér í Winnipeg var hann mest af tímanum gæzlumaður við íbúðarbyggingar. Jarðarförin fór fram á mánu- daginn, 12. sept. frá útfararstofu Mordue Bros. Séra Philp M. Pét- ursson flutti kveðjuorðin. Jarð- sett var í Brookside grafreit. Smíði Stórbrúar á Blöndu í þann veginn að hefjast Brúarframkvæmdir hafa tafizt í vor vegna vatnavaxta Á þessu sumri verða byggðar ýmsar brýr víðsvegar á landinu og sumar þeirra stórar. Þeirra stærst er Þjórsárbrúin, sem er annað mesta brúarmann- virki á landi hér, en frá því hef- ir Vísir skýrt nýlega. En þessa dagana er verið að hefja bygg- ingu annarrar stórbrúar, sem er brú yfir Blöndu í innanverðum Langadal. Árni Pálsson yfirverkfræð- ingur, sem gegnt hefir störfum vegamálastjóra að undanförnu, hefir nýlega skýrt Vísi frá helztu framkvæmdum í brúar- byggingum í ár. Jafnframt gat hann þess, 'að stórfelldir og lang varandi vatnavextir í vor hefðu tafið nær allar framkvæmdir á þessu sviði um þriggja vikna skeið eða meir. Fyrir þessar sak- ir hefir víða ekki verið hægt að byrja á brúarsmíði, þar sem framkvæmdir væru annars fyrlr nokkuru hafnar. Eins og þegar hefir verið tek- ið fram er Þjórsárbrúin mesta mannvirkið á sviði brúargerða í ár, en þar næst kemur stórbrú yfir Blöndu á móts við Löngu- mýri í Langadal. 72 m. löng hengibrú. Þetta verður 72 metra löng hengibrú af sömu gerð og Jökuls árbrúin hjá Grímsstöðum á Fjölum. Verður henni ætlað að standa á steyptum stöplum og eru framkvæmdir í þann veg- inn að hefjast, en hins vegar er gert ráð fyrir að brúarsmíðinni verði ekki lokið fyrr en að ári. Blöndubrúin nýja mun í fram tíðinni bæta mjög úr samgöngu þörfum innanhéraðs, en mun einnig verða hagnýtt að ein- hverju leyti í sambandi við Norð urlandsleiðina, einkum að vetr- inum, því Langidalur er miklu snjóléttari vestan Blöndu en austan. Þriðja stærsta brúarbygging- in í sumar er yfir Múlaá í Skrið- dal á Fljótsdalshéraði. Múlaá hefir ekki verið brúuð áður, en hún er vatnsmikil og oft farar- tálmi þegar vöxtur hleypur í hana. Þetta verður *32 metra löng brú úr járnbentri steypu. Á smíði hennar hefir ekki ver- ið byrjað ennþá og valda því vatnavextir. Væntanlega verður gerð brú á Laxá í Lóni í Austur-Skafta fellssýslu. Laxá er í þjóðleið, oft vatnsmikil og getur verið farartálmi. Byrjað er á brúargerð yfir Setbergsá á Skógasandi á Snæ- fellsnesi. Skógstrendingar hafa til þesa verið nokkuð afskekktir um samgöngubætur, og m. a. hafa allar ár verið þar óbrúað- ar til þessa. Með þessari brú er þo ráðin bót á einum versta farartálmanum, því Setbergsá ólgar og ryður sig til skiptis á vetrinum og verður þá með öllu ófær. Verið er að hefja brúargerð Til hinna öldnu heiðursgeála flutt á samkomu þjóðræknisdeildarinnar „Brúin“ Selkirk, 9. september 1949. Árstíð breytist, eins er lífsins gangur. Ævisumri fylgir vetur langur. En sanntrúr vinur sér ei ellimerkin, hann sér þar bara letruð „þörfu verkin“. Og verkið þarfa, þjóð og landi unnið er þel og gull í aldavefinn spunnið. og minnisvarði, gullnu letri greyptur úr grátperlum og þreytu og svita steyptur. En oss er Ijúft að loknu verki dagsins að líta yfir fegurð sólarlagsins, sem boðar frið og kyrð og hvíld þeim lúnu, og hvílustað hinum ferðabúnu. H. G. NORDAL yfir Músará í Þorskafirði. Hún er á þjóðleiðinni til Vesturlands og ísafjarðardjúps. Hún er oft illfær, ekki sízt á vorin og m. a. hefir hún í allt vor verið ófær bifreiðum vegna vatnavaxta. Álftaskálará í Vatnsdal í Húnavatnssýslu verður brúuð í sumar, að öllu forfallalausu. Fyrir bragðið verður akfært inn allan Vatnsdal, allt inn að Gríms tungu, jafnvel þótt vöxtur sé í ánni. Byrjað hefir verið á brúar- smíði yfir Laxá hjá Skíðastöð- um á Skaga. Þetta verður 20 metra brú og bætir mjög úr sam gönguþörfum Skagabúa. Fyrirhuguð er einnig bygging brúar yfir Fjarðará í Ólafsfirði, er sú á er oft illfær fram eftir öllu vori eða jafnvel fram á mið- sumar vegna snjóaleysinga. — Loks verða svo byggðar fjöl- margar smærri brýr, eftir því sem efni og ástæður leyfa. VÍSIR, 3. ágúst Hve mörgum œtlaði hún að giftast? — Ég er að velta því fyrir mér, hve marga menn ég geri óhamingjusama, þegar ég gift- ist? — Hefurðu hugsað þér að giftast mörgum? ★ Hei, ert það þú, Monty? — Ég lifi í landi, þar sem ég verð að borga 8 shillinga af hverjum 20, sem ég vinn mér inn, í skatt, en samt fæ ég ekk- ert í staðinn, sagði Montgomery marskálkur í ræðu í klúbb, þar sem hann var heiðursgestur. Enginn tæmir öskubakkann fyr- ir mig, enginn tekur bréfarusl- ið, sem ég hef ekkert við að gera og fjarlægir það. Ég verð sjálfur að fara með það út og brenna því. Síðar í ræðunni fór hann að tala um félagslyndi. Þegar ég er að aka með strætisvagni og hann stansar á gatnamótum, vegna þess, að umferðarljósið segir svo til um, lítur kannske vagn- stjórinn aftur til mín og segir: — Hei, ert það þú, Monty? Slíkan vinskap líkar mér vel við. Meðal hermanna er hann mjög tíður, og ef hann kæmist einnig á meðal óbreyttra borg- ara yrði heimurinn miklu frið- samlegri. ★ Lilla: — Þú verður að athuga það, að pabbi finnur einnig til þegar hann flengir þig. Kútur: — Já, það getur verið, en áreiðanlega ekki á sama stað og ég. Magrir menn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttur, nýtt fjör, þrek Hvllík unun, limlr styrkir, ójöfnur sléttast, hálsin verður liCugur; llkam- inn ekki framar veiklulegur; þúsundir manna og kvenna hafa komist I g68 hold; þetta fólk þakkar Ostrex töflum heálsubðt slna; vegna hins mikla nær- ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta 4 offitu, magurt fólki þyngist frá 5, 10, og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- ingalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, eem styrkja líkamann. 1 öllum lyfjahúðum. ^ThAGBORG FUELÆ£/ PHONE 21331 - Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Roválzos Flower Shop Our Specialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlimginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dxegið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. Fyrir samskotalista reiknast 50 eents á þumlunginn. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED MANIT0BA BIRDS DOUBLE CRESTED CORMORANT (Crow Duck) (Phalacrocorax Auditus) A large bird 25 to 36 inches. Long slender bill, abruptly and strongly hooked at tip, no external nostrils. Skin around eyes are bare and highly coloured. Plumage is solid black with greenish reflections. Feathers on the back are a dull bronze with black edges, giving sug- gestion of overlapping scales. Has a bare face and orange coloured gular pouch. Double crest, one over each ear, of filamentous plumes, but these ornaments are not always present, sometimes retained for only a short time. Distinctions: Large size, black edgings to dull bronze back feathers evident in all plumage. Lower line of gular pouch cut square across the throat. Field Marks: Size, yellow face and sides of bill. Black feathers about base of gular pouch. , Nesting: In bulky nests among rocks on islands, cliffs, on bare islands in the larger bodies of water, or almost any inaccessible localities. Occassionally in trees. Distribution: North America. or Crow Duck of the prairies. The common Cormorant Economic Status: All fisheaters; eels, sculpins, etc. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. M-D238

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.