Lögberg - 22.09.1949, Qupperneq 1
PHONE 21374
'issr
U>& ® A Complele
Cleaning
Inslilulion
a \Á«v'ieí
PHONE 21374
A \A*
ttsr
r*leff«veir
£*»*»
L<aUin' ■f'Vj'P- s A Complete
Cleaning
Inslitulion
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 22. SEPTEMBER 1949
NÚMER 38
Nýr hellir í Heklu heitir Karelshellir
KARELSHELLIR er ekki aðeins nýfundinn, heldur einnig ný-
skapaður. Hann er í nýja Hekluhrauninu, á þeim slóðum, sem
síðast sást í því glóð og rennsli. Tékkneskur göngugarpur og áfjáð-
ur Hekluskoðari, Karel Vorovka að nafni, fann hann í fyrrasumar
fyrstur manna, en þá var ófært inn í hann vegna hita. En Karel
varð þó einnig fyrstur til að fara inn í hellinn og var það nú í
sumar. Varð hann þá að lesa sig á reipi niður um op á hellis-
þakinu, því að aðrar dyr eru ekki. Síðar könnuðu þeir Guðmund-
ur Kjartansson jarðfr. og Ófeigur bóndi í Næfurholti hellinn, og
lýsir Guðmundur honum svo:--------------------------
bragðið af því, en fékk það efna-
greint í Atvinnudeild Háskólans,
og reyndist það vera hreint gljá-
bersalt (Glaubersalt).
Lýsing á hellinum
Karelshellir er í nýju hrauni
norðan við Höskuldsbjalla, ná-
lægt því sem gamla hestaréttin
liggur nú djúpt grafin. Hann
er því nær bein göng frá austri
til vesturs, 130 m. löng, 3—4 m.
breið og víðast um 4 m. há. Gólf-
ið er flatt, veggirnir lóðréttir
neðst, -en ganga að sér ofar, og
þakið er víðast regluleg hvelf-
ing, kröpp, en óbrotin. Veggir
og hvelfing eru úr gljáandi
hraunglerjungi og hvelfingin al-
sett dropsteinum úr sama efni.
Kveðst Guðmundur engan
hraunhellir hafa séð jafn falleg-
an. Eitt hið markverðasta í
Karelshelli er þó enn ótalið:
Hér og hvar á hellisgólfinu
óþekkjanlegir frá snjó. En við
nánari athugun reyndist þetta
vera salt, þó ekki matarsalt. Guð
mundur kannaðist ekki við
För í Karelshelli
Enn hafa ekki aðrir menn séð
Karelshelli en þeir þrír, sem að
framan getur. En um næstu
helgi efnir Ferðafélag íslands
til hópferðar í hann. — Verður
þá hafður með kaðalstigi, svo
að auðveldara verði að komast
niður um opið. Guðmundur
Kjartansson, jarðfræðingur,
verður leiðsögumaður. Ekið
verður í bílum að Næfurholti,
en þaðan er um 5 klst. gangur
upp að hellinum. — Á þeirri leið
verður að ganga yfir allbreiðar
hvíslar af nýju hrauni, og er
liggja hvítir kögglar, á að lítaJþað afar seinfarið. Fyrir Heklu
í ÞÖGN
Séð hefi‘ ég við sundin hlá,
svana vængi loftið kljúfa,
og við sönginn lista Ijúfa
lyftast fann ég hjartans þrá,
heitt ég þráði þá að rjúfa
þögn, sem innst í hug mér lá.
Fáir lesa lífsins spil,
— liggur yfir draumnum sorti:
Kvœðið, sem ég aldrei orti, •
einn ég veit, að þó er til
málað innst á andans korti,
íslenzkan við hríðar byl. —
Geisli inn í skuggann skín, —
skyggnist gegnum hríðarmekki,
svanaflugið þá ég þekki:
— Það var æsku drauma sýn,
og kvæðin, sem ég orti ekki,
enn eru beztu ljóðin mín.
PÁLMI
Ur borg og bygð
gos var að eins um 3 klst. gang-
ur frá Næfurholti á þær slóðir,
sem hellirinn er nú.
Mbl., 16. sept.
Kirkjuvígslan í
Möðrudal á Fjöllum
AKUREYRI, 6. sept.: — Bisk-
up lslands, herra~"l^igurgeir Sig-
urðsson, vígði nýja kirkju að
Möðrudal á Fjöllum, sunnudag-
inn 4. þ. m.
Kirkju þessa hefir Jón bóndi
Stefánsson í Möðrudal, reist og
kostað að öllu leyti, enda er nú
ekki nema einn bær í sókninni
auk Möðrudals, en fyrr á öldum
var þarna allfjölmenn byggð.
Kirkjuvígslan hófst um kl. 2
e. h. Auk biskups töluðu í kirkj-
unni, prófasturinn í Norður-
Múlaprófastsdæmi, sr. Jakob
Einarsson, Hofi, og sóknarprest-
urinn, séra Sigurjón Jónsson.
Auk þeirra aðstoðuðu fjórir
prestar við vígsluna, þeir séra
Magnús Már Lárusson, séra
Pétur Sigurgeirsson, séra Sig-
Sterlingspundið
fellt í verði
Fjáirmálaráðherra Breta, Sir
Stafford Cripps, sem svo að
segja er alveg nýkominn heim
af þríveldafundinum í Washing-
ton, er einkum og sér í lagi fjall-
aði um hina alvarlegu dollara-
þurð brezku þjóðarinnar, flutti
í London útvarpsræðu á sunnu-
daginn var, þar sem hann gerði
lýðum Ijóst, að stjórnin hefði
tekið þá ákvörðun, að fella ster-
lingspundið í verði; áður en ráð-
stöfun þessi var tekin, var ster-
lingspundið metið á $4.30, en
verður nú fyrst um sinn miðað
við $2.80. Með þessari ráðstöfun
er þess vænst, að brezkur verk-
smiðj uvarningur lækki svo í
verði, að hann verði samkeppnis
fær í þeim löndum, sem hafa
doljara að gjaldmiðli, og að doll-
aratekjur Breta aukist að sama
skapi í réttum hlutföllum.
í kjölfar Breta varðandi gjald-
miðilslækkun, hafa meðal ann-
ara þjóða siglt Danmörk, Noreg-
ur og ísland.
mar Torfason og sr. Sveinn
Víkingur.
Fjölmenni var svo mikið á
staðnum, að eigi rúmaðist í
kirkjunni- og stóðu mjög margir
úti fyrir henni og horfðu þaðan
á það, sem fram fór. — Munu
um 200 manns hafa verið þarna
staddir víðsvegar að af Norður-
og Austurlandi, svo sem frá
Vopnafirði, Eskifirði, Jökuldal,
Axarfirði, Akureyri og víðar.
Var athöfnin hin virðuleg-
asta og fór mjög vel fram.
Kirkjusöng annaðist kór úr Mý-
vatnssveit, undir stjórn Sigfús-
ar Hallgrímssonar í Vogum.
Kirkjan í Möðrudal mun hafa
fokið árið 1826, og hefir verið
kirkjulaust þar síðan, unz Jón
bóndi hóf þessa kirkjusmíð, og'
hefir hann unnið mest að henni
sjálfur.
Kirkjan er steinkirkja með
forkirkju og turni, einkar snot-
urt hús, og hin mesta prýði á
staðnum um leið og hún ber
vott um einstaka fórnfýsi, á-
huga, dugnað og hagleik bónd-
ans í Möðrudal.
Mbl. 13. sept.
Kol fundin í Danmörku
Frá Kaupmannahöfn bárust
þær fréttir þann 13. þ. m., að
námufræðingar, sem voru að
grafa og leita fyrir sér um olíu
í Danmörku, hafi komið niður
á kolalög, er svo séu þykkt, að
líklegt sé að vinnsla þeirra geti
haft víðtæk áhrif á efnahagslega'
þróun dönsku þjóðarinnar.
Frá Vancouver
1 6 september
Heimilisnefnd Hafnar í Van-
couver heldur upp á afmæli
heimilisins, með matarveizlu,
skemmtiskrá og dansi, 4. okt.
n.k. kl. 7 e. h. í neðri sal Hastings
Auditorium 828 Hastings St.
Vancouver.
Á skemmtiskránni, meðal
annars, verður hin góðkunna
skáldkona, Jakobína Johnson
frá Seattle, með erindi og Mrs.
Ninna Stevens, vinsæla söng-
konan frá Tacome skemmtir
með söng.
Allur arður samkomunnar
gengur til elliheimilisins Höfn.
Inngangur $1.50. — Pantið
aðgöngumiða tímanlega.
THORA ORR, skrifari
2365 W. 14 Ave.
Sambandsþing
sezt á rökstóla
Síðastliðinn fimtudag var sam
bandsþingið sett í Ottawa með
umfangsmiklum hátíðabrigðum;
var geysilegur mannfjöldi sam-
ankominn við þingsetningu.
Konungsfulltrúinn, lávarður Al-
exander áf Tunis, setti þingið.
Forseti neðri deildar var kosinn
í einu hljóði Donald Ross, stjórn
arflokksþingmaður fyrir Brant-
fordkjördæmið í Ontario; er
hann kunnur lögfræðingur 59
ára að aldri, og var varaforseti
síðasta þings.
Tvö meginmál stjórnarboð-
skaparins lúta að stjórnarfars-
legu fullveldi canadísku þjóðar-
innar; hið fyrra þess efnið, að
hér eftir verði hæztiréttur Can
ada fullnaðardómstóll þjóðar-
innar, en að áfrýjanir til hæzta-
réttar Breta leggist niður; þá
koma og gjaldeyrismálin og
utanríkisverzlunin mjög við
sögu, auk þess sem stjórnin heit-
ir fylgi við lagningu þjóðvegar-
ins, Trans Canada Highway; er
líklegt talið, að framlag sam-
bandsstjórnar til móts við fylk-
in, nemi 250 miljónum dollara.
Frú Soffía Jónsdóttir Horner
dó í svefni að heimili sínu 5936
Victoria Drive, Vancouver,
sunnudaginn 27. ágúst síðastlið-
inn, 68 ára að aldri.
Soffía heitin kom til Canada
skömmu eftir aldamótin, dvaldi
nokkur ár í Winnipeg, en fór
alfarin til Vancouver um 1911.
Þar giftist hún eftirlifandi
manni sínum, William Horner,
starfsmanni hjá C. P. R. félag-
inu. Peim hjónum varð ekki
barna auðið.
Soffía var ættuð frá Sporði í
Víðidal í Húnavatnssýslu. Hún
fór til íslands 1930 og heimsótti
þá bróður sinn, Gunnar, sem býr
í Gröf í sömu sveit. og sýslu, og
önnur skyldmenni.
Soffía Horner var prýðilega
myndarleg, vel gefin og vel lát-
in kona. Hennar verður sárt
saknað af vinum og skyldmenn-
um.
•f
Á föstudaginn var efndi fram-
kvæmdanefnd Þjóðræknisfélags
ins til dagverðar í einum af
veizlusölum Hudson’s Bay búð-
arinnar til heiðurs við Dr. Þor-
kel Jóhannesson og frú hans
Hrefnu Bergsdóttur. Forseti fé-
lagsins, séra Philip M. Péturs-
son, hafði veizlustjórn með hönd
um. Séra Valdimar J. Eylands
mælti fyrir minni heiðursgesta,
en Dr. Þorkell þakkaði með skil-
merkilegri ræðu þá sæmd, er
þeim hjónum væri sýnd með
samsætinu og árnaði Vestur-ís-
lendingum heilla.
Þau Dr. Þorkell og frú leggja
af stað í dag áleiðis til Islands.
1 för með þeim verður frú Mar-
grét Gíslason af Seyðisfirði.
-f
GOTT hlýtt hús; 2 herbergi
(með öllum húsgögnum og raf-
ljósum) til leigu á Gimli, rétt
við vatnið, hjá gosbrunni, fæst
til fyrsta júní fyrir aðeins $10
á mánuði.
JÓN ÁRNASON
323 Harcourt St.
St. James. — Sími 63153
★
25 ára giftingarafmœli
Þau Mr. og Mrs. Thomas ísford
að 728 Beverley St., áttu 25 ára
giftingarafmæli 13. sept. s.l.
I tilefni af atburðinum heim-
sótti þau hópur kunningja og
voru þeim afhentar verðmætar
gjafir. Var skemmt sér við spil
og gleðskap fram eftir kvöldi
og þvínæst sest að rausnarleg-
um veitingum. — Mr. og Mrs.
ísford eiga 5 mannvænlega syni.
•f
Junior Ladies Aid of the First
Lutheran Church, Victor St.,
will hold a regular meeting in
the church parlors Tuesday
Sept. 27th. Commencing with a
dessert luncheon at 1.30 p. m.
— Átakanlegasta harmsaga á heilli öld —
Kviknar í skemtiferðaskipi--
1 90 manns týna lífi
Brúðkaup
Á laugardaginn, 10. septem-
ber voru gefin saman í hjóna-
band* í Westminster kirkju hér
í borg þau Marion Ruth Mckee,
dóttir Mr. og Mrs. C. B. Mckee,
Regina, og Lorne Harvey Back-
man, elsti sonur Mr. og Mrs. S.
M. Backman, Winnipeg. Vígslu-
vottar voru: Miss Vera Casson
og D. P. Snidal. Brúðkaups-
veizla var haldin á heimili for-
eldra brúðgumans, 833 Garfield
Str. — Heimili hinna ungu
hjóna verður í Winnipeg.
★
Dánarfregn
Simon Johnson, 68 ára að
aldri, lézt á laugardaginn. Hann
fluttist til Winnipeg fyrir 51 ári
síðan; starfaði í þjónustu Can-
adian National járnbrautarfé-
lagsins í 48 ár. Auk ekkjunnar,
Matthildar, lifa hann dóttir,
Beatrice; tvær systur, Mrs. B.
B. Jónsson, Winnipeg og Miss
Guðrún Johnson, Vancouver og
bróðir, J. J. Johnson, Chicago.
Útförin fór fram frá útfarar-
stofu Bardals. Séra V. J. Ey-
lands flutti kveðjumál.
★
Jon Sigurdson Chapter Tea
The Jon Sigurdson Chapter,
IODE, will hold its fall tea artd
sale of home cooking Saturday,
Oct. lst, at the Tea Eaton As-
sembly Hall, from 2.30 to 4.45
p.m.
Mrs. E. A. Isfeld is general
convener, with Mrs. H. A. Berg-
man, Mrs. P. J. Sivertson and
Mrs. R. M. Vernon as table con-
veners. Mrs. S. Gillis is in
charge of home cooír.ng and
Miss Vala Jonasson looks after
the Novelty Booth.
★
Hr. Elías Elíasson frá Van-
couver, er nýlega kominn heim
eftir tveggja mánaða dvöl hér
eystra, mestmegnis á Gimli.
Canadiski dollarinn
fellur í verði
Fjármálaráðherra Canada Mr.
Abbot, flutti ræðu á mánudags
kveldið og skýrði frá því, að í
samræmi við ráðstöfun brezku
stjórnarinnar, hefði Canada
stjórnin ákveðið að lækka doll-
arinn um 10 af hundraði í verði.
Umfangsmesta og átakanleg-
asta slys, sem komið hefir fyrir
á heilli öld, skeði í Canada þann
17. þ. m., er eldur kom upp í
skemmtiferðaskipinu Noronic,
þar sem það lá við bryggju í
Toronto; um eða yfir 190 manns
létu líf sitt í bálinu, langflest
amerískt skemmtiferðafólk; um
upptök eldsins er enn eigi vitað,
því rannsóknum því viðvíkjandi
er enn hvergi nærri lokið. Nor-
onic var eign Canada Stream-
ship félagsins og var í sinni síð-
ustu áætlunarferð á yfirstand-
andi árstíð, er þetta ægilega slys
bar að höndum; með skipinu
voru alls 682 farþegar, og voru
margir þeirra í rekkjum sínum,
en aðrir við ýmis konar skemmt
anir; meginþorri farþega var frá
Cleveland og Detroit.
Slökkvilið og lögregla komu
á vettvang jafnskjótt og elds-
ins varð vart, og unnu í sam-
einingu að björgunartilraunum.
Atkvœðagreiðsla
undirbúin
Nú hefir málum þannig skipast
til, að við bæjarstjórnarkosning-
arnar í Winnipeg, sem fram fara
seinnipart næsta mánaðar, verð
ur það lagt undir úrskurð gjald-
enda, að heimila borginni kaup
á landspildunni við Portage
Avenue þar sem Wesley College
nú stendur, til þess að reist verði
þar hið væntanlega ráðhús borg
arinnar; kaupverðið nemur-
$700,000.
Þá hefir og United College ver
ið heimilað kaup á tíu bygging-
arlóðum á Wellington Crescent
til skólabygginga á því verði,
sem um semdist.
Verðhækkun á mjólk
og mjólkurafurðum
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins tilkynti í gærkveldi allveru-
lega hækkun á mjólk og mjólk-
urafurðum. Hækkun þessi kem-
ur til framkvæmda í dag, en hún
á rót sína að rekja til vísitölu-
grundvallar landbúnaðarafurða,
sem getið hefir verið um hér í
blaðinu.
Frá og með deginum í dag
kostar potturinn af mjólk 'krón-
ur 2,15, og nemur hækkunin .13
aurum. í lausu máli kostar pott-
urinn 2,05. Kílóið af skyri kost-
ar kr. 3,70. Og einn peli af rjóma
kr. 3,95. Hækkun mjólkurafurð-
anna mun láta nærri að vera
6,2%. — Mbl., 13. sept.
Um þessar mundir dvelur hér
í borginni, Lincoln Sveinson,
lyfjafræðingur, ásamt frú sinni.
Hann er á leið til Saskatoon, þar
sem hann hefir verið skipaður
í ábyrgðarmiklua stöðu.
★
Hr. Jóhanes Pétursson frá
Árborg kom til borgarinnar á
mánudaginn á leið norður til
Lundar í heimsókn til ættingja
sinna.
★
Hr. Böðvar Johnson fr Lang-
ruth hefir dvalið í borginni
nokkra undanfarna daga.
★
FUNDUR verður haldinn í
stúkunni Heklu I. O. G. T. í
kvöld (fimmtudag). Allir G. T.
velkomnir. — Fjölmennið.
★
Stúkan SKULD heldur fund
26. sept. á venjulegum stað og
tíma. — Komið templarar og
fáið ykkur kaffisopa á 61 árs
afmæli Skuldar.
★
Frost veldur stórtjóni
Um miðja fyrri viku kvað svo
ramt að næturfrosti í Alberta,
að áætlað er að uppskerutjón
af völdum þess' ncmi freklega
tveimur miljónum dollara; hefir
þessa árs uppskera þar í fylkinu,
að ógleymdum frostsvæðunum,
verið tæplega í meðallagií
■A
Gefið í Blámsveigasjóð kven-
félagsins „Björk“, Lundar. The
Th. Baékman Chapter, $3.00,
frá ónefndri vinkonu félagsins
Með kæru þakklæti.
MRS. H. ÓLAFSON
Lundar, Man.
★
Laugardagsskóli Þjóðræknis-
félagsins
hefst á laugardaginn 8. október
og verður þetta ár í neðri sal
Fyrstu lútersku kirkju á Victor
Street. Skólinn byrjar kl. 10 eins
og venjulega, og íslenzkir söngv-
ar verða æfðir frá kl. 11.00 til
11.30. Valdir kennarar starfa við
skólann eins og að undanförnu.
★
ÁRSFUNDUR íslendingadags
ins verður haldinn í Goodtempl-
arahúsinu við Sargent Ave.,
mánudagskvöldið, 3. október, kl.
átta síðdegis.
Triestebúar éta íslenzkan saltfisk
Óhagstæður verzlunarjöfnuðui
1 júlímánuði voru fluttar inn
vörur fyrir samtals 32,1 milljón
króna, en útflutningurinn nam
um 14,6 millj. kr. Var viðskipta-
jöfnuður því óhagstæður um
17,5 milljónir í mánuðinum.
Það, sem af er þessu ári, nem-
ur innflutningurinn samtals
238,1 millj. en útflutningurinn
165,6 millj. króna. Óhagstæður
viðskiptajöfnuður janúar-júlí
er því 72,5 milljónir króna. Þess
ber þó að gæta, að með innflutn-
ingnum eru talin skip fyrir 36
milljónir króna, sem ekki eru
greidd af gjaldeyristekjum árs-
ins.
1 fyrra var jöfnuður á inn- og
útflutningi okkar fyrir sama
tímabil, eða því sem næst: Inn-
flutningur nam 237,1 millj., en
útflutningurinn 237,9 milljón-
um króna
í aðalatriðum skiptist útflutn-
ingurinn í júlí þannig: Saltfisk---
ur var fluttur út fyrir um 2,4
miljónir (aðallega til Trieste. 1
ríliljón, Portugal 0,8 milj. og
Bretland 0,5 milj.). ísfiskur var
fluttur út fyrir 4,7 miljónir, þar
af fyrir 3,1 milj. til Þýzkalands
og 1,5 milj. til Bretlands.
Verðmæti útflutts fiskimjöls
nam um 0,5 miljónum króna
mjöls nam um 0,5 milj. króna
aðallega til Tékkóslóvakíu og
Israel. Aðrir útflutningsliðir
voru smærri.
VISIR, 18. ágúst.