Lögberg - 02.11.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.11.1949, Blaðsíða 1
Cleaning Inslilution ?HONE 21 374 ■& V XjO11 ^ A Complete Cleaning Institution 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 2. NÓVEMBER, 1949. NÚMER 44 \ Orslit Alþingiskosnmganna nýafstöðnu Lögbergi hafa nú borist í hend ur úrslit Alþingiskosninganna, sem fram fóru á sunnudag og mánudag 23. og 24. október síð- astliðinn; þingstyrkur flokkanna að kosningunum afstöðnum er á þessa leið: Sjálfstæðisflokkurinn 19 þing- sæti. Framsóknarflokkurinn 17 þingsæti. Kommúnistaflokkur- inn 9 þingsæti og Alþýðuflokk- urinn 7 þingsæti; alls eiga sæti á Alþingi 52 þingmenn. Komm- únistar töpuðu einu þingsæti og Alþýðuflokkurinn tveimur og Sjálfstæðisflokkurinn að því er virðist einu þingsæti. Framsókn arflokkurinn er sá eini flokkur, sem aukið hefir þingstyrk sinn. KREFST AÐ RÝMT SÉ TIL UM VIÐSKIPTI Paul Hoffman yfireftirlits- maður Marshalláætlunarinnar í Evrópu, sem staddur var í París í vikunni, sem leið, lagði á það stranga áherzlu í viðtali við iðju hölda og stjórnmálamenn, hve afar nauðsynlegt það væri fyrir viðreisn Vestur-Evrópuþjóð- anna, að þær skipti sín á meðal á sem allra flestum sviðum; hann kvað Marshallhjálpina hafa óneitanlega gefist vel og í flestum tilfellum fullnægt til- gangi sínum; á hitt bæri þó að líta, að hlutaðeigandi þjóðir mættu eigi ætla að slík aðstoð entist um aldur og ævi; þær yrðu að leggja sig í framkróka um að verða sjálfum sér nógar eins fljótt og framast mætti auðið verða; en þegar á allt væri litið, yrði eigi annað réttilega sagt, en viðreisn þeirri hefði mið að áfram vonum fremur. LAUSN VERKFALLS- DEILU Að því er nýjar fregnir herma, sýnist nú nokkur von um að stál- verkfallsdeilan í Bandaríkjunum verði bráðlega leyst; hafa samn- ingar tekist milli Betlehem stál- gerðarverksmiðjanna og starfs- manna þeirra; deilan snerist ein- göngu um eftirlaun; varð niður- staðan sú, að starfsmenn á- minstra verksmiðja, er verið hefðu 25 ár í þjónustu þeirra og náð 65 ára aldri, skyldu fá hundrað dollara á mánuði í eftir- laun. ÞÖRF Á AUKNUM MARAÐSSAMBÖNDUM Mr. Donald Gordon aðstoðar- forstjóri þjóðbankans canadíska og hinn nýskipaði forseti Can- adian National Railways, flutti nýverið ræðu í New York, þar sem hann lagði sérstaka áherzlu á það, hve afar áríðandi það væri, að Canada yrði aðnjótandi sem allra víðtækastra markaðs- sambanda í Bandaríkjunum. MERKUR STJÓRNMÁLA- MAÐUR LÁTINN Þann 31. október lézt að heim- ili sínu að Greenwich, Conn., Edward R. Stettinus, fyrrum utanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna x stjórnartíð Franklíns D. Roosevelts, 49 ára að aldri, frábærlega mikilhæfur maður; banamein hans varð hjartabilun; hann varð fyrst aðstoðarutan- ríkisráðherra og skömmu seinna forustumaður þessarar mikil- vægu stjórnardeildar, og var þá annar yngsti maður í sögu þjóð- ar sinnar, er slíkt embætti hafði með höndum. Fundur Icelandic Canadian félagsins Fundur Icelandic Canadian félagsins í I. O. G. T.-húsinu á mánudagskvöldið var með af- brigðum skemtilegur og bar þrent til þess: Skemtilegar myndir, hrífandi söngur og af- burða mælskusnild. Myndir þær, er Lárus Sigurd- son, læknir, sýndi, voru af þrem síðustu íslendingadögunum á Gilmi, litfagrar og sögulegar myndir. Þykir flestum gaman af að sjá þá, sem þeir þekkja og sjálfa sig á kvikmyndum. Frú Lilja Thorvaldson hefir undurfagra rödd að guðs gjöf, og eplið fellur ekki langt frá eik- inni þar sem Evelyn er. í söng þeirra mæðgna var aðdáanlegt samræmi, er threif áheyrendur. Hinn kunni píanóleikari, Mar- garet Toohey, var við hljóðfær- ið. — Eitt íslenzkt lag að minsta kosti, hefði verið vel þegið af mörgum, sem þarna voru. Á þessum tímum útvarps og kvikmynda, hefir mælskulistinni hrakað; það er því fágætt að eiga kost á að hlýða á annan eins ræðusnilling eins og Louis St. George Stubbs, lögmann og fyr- verandi fylkisþingmann. Ræða hans var pólitísk og mætti segja að hún hefði ekki átt við á fundi sem þessum, en um slíkt er ekki að fást, þegar listin er annars vegar. Hann hefir djúpstæða mentun, ótæmandi orðaval, sterk an sannfæringarkraft og áhrifa- mikinn flutning, í einu orði sagt flest það, er mikinn ræðuskör- ung má prýða. Hann tók til meðferðar þing- ræðið og benti á og r«yndi að sanna með tilvitnunum í prófes- sor Laski og aðra stjórnmála- fræðinga hve nauðsynleg sterk stjórnarandstaða væri til þess að þingræðið nyti sín og héldi velli; að samsteypustjórnir leiddu til spillingar og upplausnar innan Endurkosnir í bœjar- stjórn fyrir 2. kjördeild Jack St, John Victor B. Anderson Finnska verkalýðssambandið rekur 6 verkalýðsfélög Finnska verkalýðssambandið hefir ákveðið að víkja 6 verka- lýðsfélögum úr sambandinu vegna þess að þau stofnuðu til ólöglegra verkfalla í Finnlandi. Þó verður þessum félögum gef- inn kostur á að verða áfram í verkalýðssambandinu, ef þau samþykkja að hlýðnast í fram- tíðinni lögum þess og taka ekki slíkar ákvarðanir um verk- föll aftur án samþykktar mið- stjórnar sambandsins. Ennfrem- ur hefir stjórn verkalýðssam- bandsins vikið varaformanni mið stjórnarinnar úr embætti, en hann er kömmúnisti. ■— VÍSIR. ÚTGÁFA Á PRENTARA- TALI í UNDIRBÚNINGI Hið íslenzka prentarafélag hefir í undirbúningi útgáfu á prentaratali frá upphafi prent- listarinnar á Islandi. Til rits þessa, sem verður vandað svo sem nokkur kostur er og verður Ari Gíslason kenn- ari ritstjóri þess. í Prentaratal- inu verða myndir og æviágrip allra þeirra manna, sem prent- iðn hafa stundað á íslandi frá því er prentlistin barst hingað til lands. Vísir. HÁMARKSVERÐ KJÖTS Verðlagsnefnd landbúnaðar- afurða, hefir ákveðið nýtt há- marksverð á nýju kjöti, og er þar nokkur lækkun frá því sem var í sumarsláturtíðinni. Verð á dilkakjöti í heildsölu er nú kr. 15.30 pr. kg., en í smá- sölu kr. 17.45. Verð á nautakjöti er ákveðið kr. 11 kg. og hesta- kjöti kr. 5 pr. kg. Albþ. sept. minni flokkanna, og að lokum til einræðis. Tók hann samsteypu- stjórn Manitobafylkis til dæmis og benti á hve C C F.-flokknum — hann kvaðst fylgjandi stefnu hans — hefði stórhrakað eftir samsteypuna 1941; sundrung, vanmáttarkend og uppgjöf kom- in á svo hátt stig að flokksfor- inginn hefði þegar lýst opinber- lega yfir uppgjöf tveim vikum fyrir kosningar. Fátt hafði Mr. Stubbs gott að segja um John Bracken, er leitt hafði þennan „ófögnuð“, sam- steypuna, yfir fylkisbúa. Kvað hann Bracken lítið vita um þing- ræði, hann hefði ekki einu sinni greitt atkvæði áður en hann gerð ist formaður bændaflokksins, og það sem verra væri, hann hefði ekki lagt það á sig að læra neitt um þingræði, Bændaflokkurinn hefði skjótlega fengið aldurtila í höndum hans; hann hefði leitast við og heppnast að gera fylkis- þingið að nokkurskonar meiri- háttar hreppsnefnd. Afskipti hans af pólitík hefði haft lík áhrif á hann og afskipti Indíána við hvíta menn; þeir hefðu lært alla lesti hvítra manna en engar dygðir þeirra. — Viðkunnanlegra hefði verið, ef þessi harða ádeiia hefði verið flutt í viðurvist Mr. Brackens. Mr. Stubbs deildi mjög á kjör dæmaskiptinguna í Manittoba; kvað lýðræðinu vera harla ábóta vant meðan Winnipeg með einn þriðja kjósenda, hefði aðeins 12 þingmenn af 57. Paul Bardal, fyrverandi þing- maður, þakkaði ræðumanni fyrir hönd fundarmanna. Kvað Mr. Stubbs hafa verið mikilsvirtan á þingi, sökum hreinskilni hans og mælsku, og myndi margur sakna þessa sérstæða manns í þingsal Manitobafylkis. W. Kristjánsson, forseti félags ins, stýrði fundinum. Á eftir var stiginn dans. Or borg og bygð Gefið í Blómsveigasjóð kven- félagsins Björk, Lundar. The Th. Backman, Chapter; $8.00 í minn- ingu um eiginmann, Guðmund ísberg, frá Ólafíu jsberg, Lund- ar. $5.00 í minningu um Kristínu Eleanor Foster, Kristín Back- man og Daníel Backman, frá Mr. og Mrs. W. Foster Lundar. $2.00 frá Mrs. Sveinrún Einarson, Lundar. Með innilegu þakklæti Mrs. Helga Ólafsson ☆ Hr. Skúli Sigfússon fyrrum þingmaður St. George kjördæm- is var staddur í borginni nokkra daga í fyrri viku ásamt frú sinni. ☆ Hr. Björn Jónasson frá Silver Bay, hinn nýkosni oddviti Siglu nessveitar, kom til borgarinnar snögga ferð um miðja fyrri viku. ☆ Látið eigi undir höfuð leggjast að koma í fundarsal Fyrstu lút- ersku kirkju á þriðjudagskvöldið þann 8. þ. m., kl. 8:15. Þar verður sýnd mynd í Technicolor og kaffi selt. — Aðgangur ókeypis. ☆ Séra Sveinbjörn Ólafsson frá Minneapolis, Minn., kom til borgarinnar á fimtudaginn var í heimsókn til systkina sinna; í för með honum var Páll sonur han; þeir feðgar héldu heimleið- is kvöldið eftir. ☆ ' Dr. S. O. Thompson þingmað- ur Gimli kjördæmis var staddur í borginni á fimtudaginn í fyrri viku. ☆ Hr. Carl J. Vopni bygginga- meistari, sem starfað hefir að smíðum í Riverton síðastliðið sumar, kom til borgarinnar á fimtudaginn í vikunni, sem leið. ☆ Hr. Elías E. Vatnsdal frá Van- couver, B- C., er dvaldi að Hensel, N. Dak., nokkra mánuði í sumar og fram að þessum tíma, lagði af stað heimleiðis á föstu- daginn var. ☆ Hr. Jón Sigurðsson bóndi í grend við Eiríksdale, hefir verið kosinn oddviti héraðs síns; hann er dugnaðarmaður hinn mesti og áhugamaður um opin- ber mál. Jón er sonur hinna gagnmerku hjóna Sigurðar frá Rauðamel og Ragnheiðar konu hans, sem látin eru fyrir all- mörgum árum. ☆ Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til sölu á heimatilbúnum mat í fundarsal kirkjunnar á laugardaginn kemur frá kl. hálf þrjú til sex. Verða þar á boð- stólum margir úrvalsréttir. ☆ Mrs. Vilhjálmur Pétursson og dóttir hennar Mrs. Jónasson frá Langruth, voru staddar í borginni um síðustu helgi Stundar framhalds- nám í Bretlandi Ólafur Sigurðsson læknir hér í bæ er nýlega lagður af stað til Bretlands, þar sem hann mun stunda framhaldsnám um eins og hálf sárs skeið við British Post Graduate School of Medicine. — Læknissörfum hans hér gegna til næstkomandi áramóta læknarnir Árni Guðmundsson, Jón Geirs- son, Pétur Jónsson og Stefán Guðnason. DAGUR, Akureyri, 14. oktt. Endurkosinn gagnsóknarlaust á fylkisþing í St, George kjör- dæmi Dr. S. O. Thompson Endurkosinn gagnsóknarlaust á fylkisþing í Gimli kjördæmi FLUGVÉLAR FLUGFÉ- LAGS ÍSLANDS FLYTJA BRÁÐUM 100000. FARÞEGANN Frá því að Flugfélag íslands hóf starfsemi sína árið 1938 hafa samtals 97 807 farþegar ferðast með flugvélum þess, bæði á innanlands og utanlandsflugleið- um. Nálgast því óðum, að félagið flytji 100.000 farþegann, en það mun að öllum líkindum verða í þessum mánuði. Það sem af er þessu ári, hafa flugvélar F. í. flutt 24 557 far- þega, en á fyrstu átta mánuðum ársins 1948 voru fluttir alls 19 260 manns. Hefir því aukning- in í ár numið um 27% miðað við sama tíma í fyrra. í ágúst ferðaðist 5851 farþegi með flugvélum F. í., þar af 4949 innanlands og 902 á milli landa. í sama mánuði í fyrra var far- þegafjöldinn 5242, þar af 693 á milli landa. Flutt voru 4706 kg. af pósti á innanlandsflugleiðum og 9935 kg. af öðrum flutningi. Gullfaxi hefir farið alls 25 ferðir á milli landa og flutt 902 farþega. Þá hefir hann flutt 299 kg. af pósti og 681 kg. af öðrum flutningi. Alþb. 22. sept. Séra Philip M. Pélursson Endurkosinn í skólaráð HERLIÐ KVATT HEIM Aðstoðar utanríkismálaráð- herra Breta, Christopher May- hew, lýsti yfir því í brezka þing- inu á mánudaginn var, að stjórn in hefði ákveðið að kveðja heim setulið sitt úr Grikklandi, sem verið hefir þar í undanfarin ár; mælt er að sá mannafli næmi freklega þrernur þúsundum. Mr. Mayhew lét þess jafnframt get- ið, að Bretar myndu enn um hríð hafa nokkur herskip í ná- munda við Grikkland og skilja eftir nokkurn lögreglustyrk í landinu; hefir gríski stjórnar- herinn unnið það mikið á upp á síðkastið, að utanaðkomandi hjálp er ekki talin nauðsynleg nema þá að litlu leyti. DANIR KAUPA ÞÚSUND BÍLA AF BRETUM Kaupm.höfn (UP). — Um það hefir samizt við Breta, að Danir fái hjá þeim 1000 bíla á þessu ári. Upphaflega var ætlunin að Danir keyptu aðeins 600 bíla hjá Bretum, en 400 bættust við síð- ar. Verð bílanna er alls 647.000 sterlingspund. Bretar ætla að kaupa af Dönum, fyrir utan það, sem áður hafði samizt um, gler- varning, sagarblöð, húsgögn og íþróttatæki fyrir 35.000 pund. VÍSIR KORNBANKAR í HYDERBAD 1 ríkinu Hyderbad í Indlandi er sérstætt bankakerfi, þar sem allar greiðslur eru í korni í stað peninga. Þessu kornbankakerfi var kom ið á fyrir um 10 árum til þess að koma í veg fyrir að bændur yrðu eignalausir í viðskiptum sínum við okrara, sem lánuðu þeim fé til þess að kaupa sáð- korn fyrir, en kröfðust allt að fjórðung uppskerunnar í vexti. 1 bönkum þessum geta bænd- ur fengið allt það korn, sem þeir þurfa gegn litlu gjaldi og einn- ig lagt kornuppskeruna í þá og fengið af henni vexti. Grein um slysavarna- starfsemi íslendinga í brezku blaði Fishing News í Aberdeen birti nú nýlega ýtarlega grein um slysavarnastarfsemi Islendinga við strendur landsins. Er þar far- ið mjög lofssamlegum orðum um starf Slysavarnafélags Islands og fræknleika slysavarnadeildarinn ar á Rauðasandi, sem bjargaði skipshöfninni af brezka togaran- um Dhoon undir Látrabjargi.— Greinin er byggð á erindi, sem Mr. Longworth, einn þeirra Breta, sem komu hingað til lands í sumar með heiðursmerki handa björgunarmönnnunum, flutti í Rotaryklúbbnum í Fleetwood eftir heimkomuna. Dagur, 14. okt. Mrs. Howard Murphy Kosin í skólaráð

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.