Lögberg - 02.11.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.11.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. NÓVEMBER, 1949. 5 A.HUGAMAL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON SNIÐABÓKIN Eftir Herdísi Guðmundsdóttir Bókaútgáfan Garðarshólmi Kunnátta í fatasaum er sérstaklega nauðsynleg fyrir konur á Islandi; fatasaumur er þar þýðingarmikil atvinnugrein vegna þess að þar fæst ekki eins mikið úrval af tilbúnum fötum eins og í löndum og borgum þar sem fjölmennara er. Þar er ekki hægt að velja sér kjól eða föt á börnin í pöntunnarbók og fá þau eftir nokkra daga. Þar eiga konur heldur ekki eins hægt með að útvega sér allskonar fatasnið eins og hér. Það er því mjög þarflegt að fyrir þær að læra að búa til sín eigin snið svo þær geti sjálfar sniðið og saumað á sig og börn sín. Nú hefir verið gefin út í fyrsta sinn á íslenzku sniðabók með leiðbeiningum um það hvernig taka eigi mál og hvernig eigi að búa til snið. Höfundur Sniðabók- arinnar er Herdís Guðmunds- dóttir; hún rak saumastofu í Reykjavík í mörg ár við ágætan orðstýr, en er nú kennari í kjóla- s a u m v i ð Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Bókin er í stóru broti og hefir inni að 'halda fjölda sniðteikn- inga, sem eru stórar og skýrar, fyrir kjóla, kápur pils og barna- föt. Bók þessi hefir bætt úr brýnni þörf á íslandi og konur hér vestra myndu og hafa gagn af að eignast hana, því þótt hér sé auðvelt að fá tilbúin snið, þá er þó ávalt hentugra að kunna að búa þau til. Bókin hefir flogið út og mun upplagið bráðlega upp- selt. Annað hefti er væntanlegt. Herdís er dóttir Guðmundar E. Eyford, sem lesendur munu kannast við af mörgum ágætum greinum og söguþýðingum, er birst hafa eftir hann í blöðunum. ☆ SJÚKRAHÚS í ARBORG Síðasthðna viku var frú Andrea Johnson hér í borginni og sat fund heilbrigðis mála- nefndar fylkisins. Hún hefir í fjöldamörg ár innt af hendi mik- ið og áhrifaríkt starf í menta- og heilbrigsmálum Manitoba fylkis. Hún er formaður í heilbrigðis- mála nefnd sveitarinnar, í Arborg og á sæti í nefnd Mani- toba Federation of Agriculture and Co-operation. Kvennasíða Tribunes birti við- tal við frú Andreu og sagði hún meðal annars; „Ef alt gengur að óskum, verður fyrsta Red Cross sjúkrahúsið, sem reist hefir verið í útjöðrum fylkisins, tekið til starfa í Arborg fyrir áramót. Konurnar í byggðinni hafa sýnt mikinn dugnað í því að afla síns hluta af því fé, sem þurft hefir.“ ☆ HEFURÐU SMAKKAÐ „GAFFELBITERS"? í kvennadálkum National Home Monihly er sagt frá ýmsu nýstárlegu, sem fæst í verzlun- unum. „Kannastu við Gaffelbiters? Nei, þeir eru ekki sérstök tegund af flugum! Það er fiskur frá ís- landi, skáskorin og niðursoðin í vínlög, í dósum á stærð við sardine dósir. Þessi nýji kunn- ingi okkar — Gaffelbiter — er mjög saltur, en er afar lystugur á brauðsneiðum. Við fundum hann í kunnri fiskiverslun í Ottawa, en okkur skilst að þetta íslenzka lostæti hafi náð útbreið- slu um alt landið. Það er gaman að sjá hinn vandræðalega svip á andliti gesta þinna þegar þú segjir, „Má ég bjóða þér Gaffel- biter?“ Hér er átt við íslenzka síld og Gaffelbiter á sennilega að vera Gaffalbitar — smábitar. ☆ ALÞJÓÐAÞING KVENNA í AMSTERDAM Fundir alþjóðakvennréttinda sambandsins, sem haldnir eru á 3 til 4 áfa fresti, stóðu að þessu sinni í Amsterdam dagana. 15. til 23. júlí s. 1. Á þingi þessu sátu fulltrúar frá 25 þjóðum, þ. á. m. öllum Norður löndunum nema Finnlandi. Fyr- ir Islands hönd sátu þingið þær frú Sigríður Magnússon og Ást- ríður Eggertsdóttir. Þingið sátu 260 til 270 fulltrú- ar, og áttu nokkrar þjóðir þarna fulltrúa í fyrsta skipti, svo sem ítalía, Tyrkland og Libanon. Samband þetta var stofnað ár- ið 1904. Var kvennréttindafélag Islands að nokkru stofnað fyrir áhrif samtaka þessara, og gekk þegar í sambandið, er það var stofnað árið 1907. Á þinginu voru margvísleg mál tekin til meðferðar. Má þar til nefna stöðu konunnar í fjöl- skyldu og þjóðfélagi. Um lækn- ing kynsjúkdóma o. fl. Á þinginu var samþykkt ályktun um lýð- ræði. Var í ályktuninni veist að hvers konar einræði, hvort sem það er komið frá austri eða vestri. Urðu íslensku fulltrúarnir iðu- lega varir mikils áhuga á mál- efnum Islands. Var þá tíðrætt um, hve margar konur sæti á Al- þingi eða sætu fundi S. Þ. fyrir íslands hönd. I London komst frú Sigríður Magnússon í samband við félags- skap, sem lætur sig mál hús- mæðra í sveit einkum skipta. Er þetta alþjóðlegur félagsskapur, sem berst fyrir bættum kjörum sveitakvenna. Ennfremur var frúnni boðið að sitja alþjóða friðarþing kvenna, sem stóð yfir í Kaup- manna'höfn um þessar mundir. Ekki eru íslenskar konur enn aðilar að þeim samtökum. Á fundum allra þessara sam- taka kvenna var lögð áhersla á að auka þátttöku þeirra í hvers konur opinberum störfum. íslenskar konur munu og enn reyna að fá því framgengt við ríkisstjórnina, að þær fái full- trúa á þingi S. Þ. eins og konur hinna Norðurlandanna. Mgbl. 15. sept. ☆ Síða og víða tízkan er nú úr sög- unni hjá lízkuleiknurunum í Parísarborg Síða tízkan er nú úr sögunni— í París að minnsta kosti. Haust- sýningar tízkukónganna í hinni frönsku höfuðborg leiddu í ljós, að nú er það tízkan frá 1920—30, sem kemur fram á sjónarsviðið, þröng pils í staðinn fyrir víð og síð. Það má þó telja víst, að fötin, sem Christian Dior og Jacques Fath eru nú að sýna í París, nái ekki útbreiðslu um allan heim fyrr en eftir tvö ár. Þannig fór að minsta kosti með síðu tízkuna, hún kom fyrst frá sýningum þessara manna, og breiddist síð- an út um allan heim. Það eru ekki aðeins fötin, sem nú breytast, heldur svipur líkamans með þeim. Það heyrir til síðu tízkunni að spenna inn mittið með lífstykki. Þessu er nú lokið. Pilsin verða nú á ný bein og þröng, svo þröng hjá Jacques Fath, að konurnar geta varla hreyfti sig í þeim. Hins vegar er Fath með ýmis konar „segl“ eða „ugga“ á kjólunum til þess að rjúfa hinar beinu og kubbóttu línur, sem þessi endurvakta tízka byggist á. Tíszkufréttaritarar, sem við- Vígsla Elliheimilisins „Borgu að Mountain, N.D. þar í bæ seinni hluta dagsins. Var ætlað, að yfir 500 manns hafi sjálfan hátíðisdaginn og illfæra sveitavegi sökum rigninga, lágu allar leiðir úr íslenzku byggðunum í Norður-Dakota, og annars- staðar að, til Mountain á sunnudaginn þann 23. otktóber. Aðdráttar- aflið var hinn sögulegi viðburður, vígsla Elliheimilisins íslenzka þar í bæ senni hluta dagsins. Var átælað, að yfir 500 manns hafi verið þar samankomið, eigi aðeins úr sjálfum íslenzku byggðvmum, heldur einnig víðsvegar að úr Norður-Dakota, frá Winnipeg og Minnesota. Var hinn rúmgóði samkomusalur heimilisins þéttskip- aður, og gegndi sama máli um önnur herbergi og sali hússins, en gjallarhorn flutti áheyrendum utan samkomusalsins ræður og söng, svo að allir gátu notið þess, er fram fór. Stuðlaði það vafalaust mikið að hinni góðu aðsókn, að í lofti greiddi, þá er leið að hádegi, og sól skein í heiði það, sem eftir var dagsins. En jafnfraint vitnaði hin mikla þátttaka ótvírætt um það, hve víðtæk ítök Elliheimilið á í hugum almennings, enda hef- ir fólk sýnt í verki góðhug sinn til þess með rausnarlegum fjár- framlögum og öðrum gjöfum. Sóknarpresturinn séra Egill H. Fáfnis, forseti Hins Evangelisk- Lúterska Kirkjufél. Islendinga í Vesturheimi, hafði samkomu- stjórn með höndum og fórst það prýðilega. Hann framkvæmdi einnig vígsluathöfnina, sem var bæði virðuleg og áhrifamikil í senn. Tilkynnti hann, að Elli- heimilið hefði hlotið heitið „Borg“, og bæri jafnframt að skoðast sem minnisvarði ís- lenzku landnemanna á þeim slóðum. Munu allir mæla, að þeirra sé með þeim hætti minnst á verðugan og varanlegan hátt. Dr. Haraldur Sigmar, fyrrv. sóknarprestur Dakota-byggð- anna íslenzku og fyrrv. forseti Kirkjufélagsins lúterska, hélt vígsluræðuna og mælti á ís- lenzku, en hann hafði fyrstur manna flutt Elliheimilis-málið við byggðarfólk sitt, eftir að dr. B. J. Brandson hafði vakið máls á nauðsyn slíks heimilis suður ar. Voru þau dr. Sigmar og frú ans boðsgestir fyrrverandi sókn arbarna sinna á vígsluhátíðinni. Hann flutti einnig kveðjur safn- aðar síns í Vancouver, B.C. Dr. Richard Beck, er var full- trúi herra Fred G. Aandahl, rík- isstjóra í Norður-Dakota, flutti heillaóskir hans á ensku, en síð- an á íslenzku kveðjur ríkisstjórn- ar íslands og heimaþjóðarinnar, sem íslenzkur vara-ræðismaður þar í ríkinu. Aðalræðu dagsins hélt hr. Victor Sturlaugsson, frá Lang- don, North Dakota, ritari bygg- ingarnefndar, er rakti skilmerki- i lega í megindráttum sögu bygg ingar Elliheimilisins frá byrjun. ® sínum tíma sæti í Var það bæði fróðleg greinar- gerð og kröftugleg áminning um það, hvernig trú á málstaðinn, og fúsleikinn til að vinna honum og leggja mikið í sölurnar fyrir hann, fær borið hann fram til sigurs. Guðmundur Grímsson hæsta- réttardómari, sem nú er búsettur í Bismarck, North Dakota, mælti nokkur orð og árnaði öllum hlut- aðeingendum til heilla með unn- ið afrek. Fjölmennur blandaður kór, undir stjórn Theodore Thorleifs- son, söng íslenzka og enska sálma og hátíðarsöngva. Tvísöng sungu þær frú W. K. Halldórsson, Mountain, og frú G. S. Goodman, Milton, en einsöng söng séra E. H. Sigmar, frá Glenboro, Man., er jafnframt flutti kveðju safn- aða sinna; móðir hans, frú H. Sigmar, annaðist undirleik á slaghörpu. Var ágætur rómur gerður að söng, sem ræðum, enda jók hann drjúgum á fjölbreytni og hátíðleik atthafnarinnar. Allir byggingarnefndarmenn voru kallaðir fram og kynntir samkomugestum sérstaklega, sem og umsjónarmaður bygging- ar heimilisins, hr. Carl Hanson, smekklegt c byggmgarmeistan frá Wmmpeg,JEr auðsætt og var þeim óspart launað fram- tak sitt og starf með lófataki. Á það eigi síður við um formann nefndarinnar, hr. F. M. Einars- son,ríkisþingmann frá Mountain, sem, ásamt frú sinni, var hylltur í samkomulok. Afhenti séra E. H. Fáfnis honum í þakkar skyni vandað gullúr frá nokkrum vin- um hans og samverkamönnum, en frú Fáfnis afhenti frá Einars- son blómvönd í viðurkenningar skyni fjTÍr áhuga hennar og starf í þágu byggingarmálsins. Fjöldi af kveðjum og heilla- óskum höfðu borist úr ýmsum áttum, er lesnar voru upp, meðal annars símkveðja frá þjóðrækn- isfélaginu og forseta þess séra Phillip M. Pétursson og söfnuði hans, og bréflegar kveðjur frá Fyrsta lúterska söfnuði í Winni- peg og presti hans, séra Valdimar J. Eylands, vara-forseta Kirkju- félagsins lúterska ,frá Icelandic Canadian Club í Winnipeg, und- irritaðar af forseta klúbbsins hr. Wilhem Kristjánsson og frú Hólmfríði Danielson, ritstjóra ársfjórðungsrits klúbbsins, enn- fremur frá dr. Runólfi Marteins- son og frú í Winnipeg og hr. Gunnari B. Björnsson, skatt- stjóra í Minneapolis, Minn. Auk þeirra formanns og ritara byggingarnefndar og séra E. H. Fáfnis og dr. H. Sigmar, er átti nefndinni, og allir hafa þegar taldir verið, skipa þessir menn nefndina: Joe E. Peterson, féhirðir, Cavalier, Ásmundur Benson lögfræðingur, Bottineau, A. G. Magnússon, Milton, G. J. Jónasson, Moun- tain, Einar Einarsson, Hallson, og Alvin Melsted, Gardar. Starfskonur Elliheimilisins eru þær frú Guðrún Olgeirsson hjú- krunarkona, forstöðukona, Ólína Paulson, aðstoðar-forstöðukona, og Bertha Ásmundsson, matreið- slukona; voru þær einnig kynnt- ar samkomugestum og hylltar með lófaklappi. A, lokinni vígsluathöfninni voru fram bomar rausnarlegar veitingar, sem Kvenfélagskonur íslenzku safnaðanna önnuðust af alkunnum myndarskap sínum. Gafst samkomugestum síðan tækifæri til að svipast um í hin- um ágætu salarkynnum heimili- sins. Elliheimilð „Borg“ er stórhýsi, 100 fet að lengd og 50 fet á breidd, þrílyft, og stendur á fögrum stað, þaðan sem útsýni er svipmikið yfir hina söguríku, og gróðursælu byggð íslendinga umhverfis. Enginn fær heldur gengið þar um svefnherbergin 27 (en alls er þar rúm fyrir 40 vist- menn auk starfsfólksins), og aðra sali byggingarinnar, svo að hann gefi því eigi gaum, hver bjart er þar og ánægjulegt um að litast, allt með miklum myndarbrag, og af nýjustu gerð. að þar hafa bæði hagsýni og hagvirkar hendur að verki verið, og sannast þar hið fornkveðna: „að verkið lofar meistarann." Talið er, að bygging Elliheim- ilisins kosti yfir $80,000, og lagði Lúterska kirkjufélagið íslenzka fram ríflegt fjárframlag til henn- ar, en meginhluta fjársins hefir þó aflað verið með frjálsum fjár- framlögum almennings þar í ís- lenzku byggðunum og utan þeirra. Húsgögn og önnur tæki til heimilisins hafa einnig gefin verið af ýmsum félögum og ein- staklingum, íslenzkum og annara þjóða, þó eigi verði það hér nán- ar rakið, enda mun byggingar- nefndin vafalaust skýra opinber- lega frá fjárhagsástandi heimill- sins og frekari þörfum þess. Eitt er víst, að með byggingu þessa stóra og vistlega Elliheim- ilis, með nýtízku útbúnaði og þægindum, hafa íslendingar í Norður-Dakota og velunnarar þeirra unnið afrek, sem ber fag- urt vitni manndómi þeirra og vakandi mannúðaranda, og lengi mun standa og starfa þeim til sæmdar. Mest er þó um það vert, að þar munu margir þeir, karlar og kon- ur, sem helgað hafa líf sitt og starf byggðunum á þeim slóðum, eiga griðastað, friðarhöfn á ævinnar kveldi að loknu löngu og þörfu dagsverki. RICARD BECK Búnaðarþing markar stefnu sína í framfaramálum landbúnaðarins Merkileg alhliða ályktun á leið til Englands ir frá upphafi talið það hlutverk sitt að vera brjóstvörn og merk- isberi íslenskrar bændastéttar, og ávalt borið fram réttmætar (Frh. á bls. 8) staddir voru sýningarnar í París, segja, að nú sé mikið um hnappa til skrauts á kjólum. Ein segist hafa talið 30 hnappa á einum kjól, er Fath teiknaði. Litirnir, sem mest ber á, eru grátt og á móti þeim grænt, ýmis konar brúnt og fjólublátt. Þessi nýja stfena er nú orðin svo sterk í París, að konur þar eru miklu stuttklæddari en í London. I Bretlandi og ekki síð- ur í Bandaríkjunum er síða og víða tízkan enn við lýði hjá öll- um almenningi. I Ameríku er það, til dæmis, mjög í tízku, að ganga í undirkjólum, sem ná nið- ur fyrir pilsin, þá auðvitað með blúndum og öðru skrauti. Þetta fyrirbrigði má einnig sjá hér í Reykjavík. Alþýðubl. Aðalmálið á hinum nýafstaðna afmælisfundi Búnaðarþings austur í Egilstaðaskógi var álytkun sú, sem Búnaðarþingið gerði þar um landbúnaðarmál. I fréttaskeyti hér í blaðinu þaðan að austan, þar sem sagt var frá því er á þingi þessu gerð- ist, var getið um ályktun þessa eða ályktunartillögu, eins og hún var, er stjórn Búnaðarfélags ís- lands gekk frá henni og flutn- ingsmaður hennar Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri lagði hana fram. En er ályktunin hafði legið fyrir allsherjarnfund þingsins voru gerðar á henni lít- ilsháttar breytingar. I ályktun þessari er mörkuð stefna Búnaðarþingsins í land- búnaðarmálum, stefna sem ætla má, að bændur landsins aðhyll- ist í aðalatriðum og unnið verði að því, eftir því sem ástæður frekast leyfa að þessi framfara- mál landbúnaðarins nái fram að ganga. Hér er ályktunin birt eins og endanlega var frá henni gengið: Ályklunin Um leið og Búnaðarþing minn- ist 50 ára starfsemi sinnar, vill það þakka öllum þeim, er undir- bjuggu og stóðu að stofnun Bún- aðarfélags íslands og festu það skipulag um störf Búnaðarþings, sem síðan hefir í megindráttum staðið óbreytt. Búnaðarþing hef- NÝ MONT ROSA STYRK OG STÁLHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Ávextir frá fyrsta árs frœi; auðræktuð, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosti eru sérlega bragðgðð og likjast safaríkum, viiUjarð- berjum; þau eru mjðg falleg útlits, engu siður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, J>6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þö stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25o) (3 pakkar — 50c) púst frítt, C_í Vor stðra 1949 fræ og ræktunarbók Greiðið atkvæði í Winnipeg Centre með HON. C. RHODES SMITH, K.C. MENTAMÁLARÁÐHERRA MANNI, SEM KUNNUR ER AÐ ATGERFI OG VIÐSÝNI. WINNIPEG CENTRE ÞARFNAST RHODES SMITH í STJÓRN MANITOBAFYLKIS Merkið kjörseðilinn þannig: HON. C. RHODES SMITH Greiðið einnig atkvæði í þeirri röð er þér æskið með Paul Bardal og James H. Walker. Inserted by Authority of the C. Rhodes Smith Election Committee.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.