Lögberg - 02.11.1949, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.11.1949, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. NÓVEMBER, 1949. Úr borg og bygð Ágætt herbergi fæst til leigu nú þegar á góðum stað. Hringið upp 36 980. ☆ Hr. Grettir L. Jóhannson ræðis maður Islands og Dahmerkur, kom heim síðastliðið mánudags- kvöld ásamt frú sinni, úr þriggja vikna ferðalagi suður um Banda- ríki. ☆ Hausl- Bazar kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður hald- inn í samkomusal kirkjunnar þann 16. nóvember næstkom- andi. — Hafið þetta hugfast. ☆ Dr. Haraldur Sigmar prestur íslenzka safnaðarins í Vancou- ver, B. C., dvelur um þessar mundir í borginni ásamt frú sinni; er hann hér að leita sér læknisaðgerða hjá tengdabróður sínum, Dr. P. H. J. Thorlákson. Dr. Haraldur tók þátt í vígslu hins nýja og veglega elliheimilis að Mountain, N. Dak. ☆ FISHERMEN! Order your net floats now. There is in stock a limited quantity of; No. 1. Sealtight: $50 per 1000. Sealtight 2nds, good, $30 - 1000. No. 2 tarred $15, per 1000. Prompt attention to orders. J. M. Gislason Float Factory Lundar, Man. ☆ The Annual meeting of the Womens’ Association (Junior Ladies Aid) of First Lutheran Church Victor St., will be held in the Church parlors Tuesday Nov. 8th at 2.30 p.m. ☆ Mrs. Fredrick S. Jóhannsson frá Buchanan, Sask., var stödd í borginni í byrjun yfirstandandi viku. ☆ Hr. Ólafur Hallsson kaupmað- ur frá Eiríksdale var staddur í borginni í vikunni, sem leið. ☆ Hjálparnefnd Sambandssafnaðar efnir til sölu á heimatilbúnum mat á laug ardaginn kemur 5. nóv. frá kl. 2 til 5.30 e. h. í samkomusal kirkjunnar. - Hjálparnefndin er fyrir löngu orðin fræg fyrir þau bætiefni, sem slátrið, kæfan og rúllupylsan, er hún býr til hefur að geyma. Ágóðanum af þessari árlegu sölu er varið til þess að gleðja sjúka og gamalmenni á jólunum. Komið í tíma á laugardaginn svo þið farið ekki varhluta af því góðgæti sem er á boðstólnum. ☆ Laugardaginn 1. október voru þau Sigrún Johnson og Soffan- ías Thorkelsson bæði frá Vic- toría, B.*C. gefin saman í hjóna- band af séra H. Sigmar á heimili The Swan Manufacluring Co. Oor. ALEXANDER and ELLEN Phone 22 641 Halldór M. Swan elgandi HelmlU: 912 Jessie Ave — 40 »58 hans í Vancouver. Svaramenn brúðhjónanna voru þau Mr. og Mrs. Frank Frederickson í Van- couver B. C. Eftir hjónavígsl- una sátu þau Rev. og Mrs. H. Sigmar, Mr.og Mrs. Frank Frede rickson og nokkrir nánir ætt- ingjar brúðhjónanna ásamt með brúðhjónunum og í boði þeirra, veglega veizlu í Hotel Van- couver, var þar samtal og ræðu- höld undir borðum. Lögðu brúð hjónin síðan í stutta ferð til að heimsækja ættingja, en svo fljótt aftur til heimilisins í Vic- toría, þar sem Mr. Thorkelsson er nú að sjá um byggingu nýs heimilis á fögrum stað við sjáv- arsíðuna í Victoría. Þegar því smíði er lokið hafa brúðhjónin í hyggju að leggja í skemtiferð, sem mun vara nokkurn tíma. H. S. ☆ Hinn 1. árgangur af tímarit- ínu Árdís óskast til kaups nú þegar. Skrifið eða símið Mrs. B. S. Benson, The Colubia Press Ltd., 695 Sargent Ave., Winnipeg Manitoba. ☆ FUNDUR í Stúkunni Heklu í kvöld, (fimtudag). ☆ Notið tœkifærið Frá 1. nóvember til jóla verð- ur gefinn 25 prósent afsláttur af öllum sögubókum, fræðibókum, ljóðmælum og leikritum. Minsta pöntun $5.00. Peningar sendist með pöntun. Þeir, sem hafa bókalista geta farið eftir þeim. Bækurnar sendar póst- frítt. BJÖRNSSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg, Manitoba. Nýár rannsóknir í þjórsárdalnum Framh. af bls. 4 irnar verið farnar að falla sam- an áður en yfir dalinn kom vik- urhúðin sem lagði Stöng í eyði. Af þessum ástæðum fundust þar heldur ekki neinir forngripir — fólkið hefir flutt alt á burt með sér þegar það yfir gaf bæinn. Hið eina, sem fanst voru 2 brýnis- stubbar og nokkuð af gjalli úr rauðablæstri. — Hefir hagað þarna vel til um járnvinnslu, skógur mikill og nægur mýra- rauði rétt hjá bænum. Verður því ekki af þessu séð hvað bæjarrústirnar muni vera gamlar. En jarðvegsrannsóknir Sigurð- ar Þórðarsonar á þessum stað bentu nú til þess, að hvíta vikur- lagið, sem lagði Stöng í eyði, muni vera eldra en frá Heklu- gosinu 1300, eins og áður hefir verið talið. Kom þarna í ljós að °fan á hvíta vikurlaginu í húsa- tóftunum var annað vikurlag, stálgrátt að lit og ofan við það vikurlögin frá 1693 og 1766. Af þessu virðist mega draga þá ályktun, að stálgráa vikurlagið sé frá árinu 1300, en þá ætti hvíta vikurlagið að vera úr fyrsta gosi Heklu eftir landnám, eða frá ár- inu 1104. Fer þá að fást staðfest- ing á því sem Ólafur Lárusson prófessor hefir haldið fram um það, að byggðin í Þjórsárdal MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 6. nóv. — Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagsskóli kl. 12. Islenzk messa kl. 7 síðd. S. ÓLAFSSON ☆ — Argyle Prestakall — Sunnudaginn 6. nóvember. 21. sunnud. eftir Trínitatis. Grund kl. 11 f. h. Baldur kl. 7 e. h. Séra Eric H. Sigmar muni aðeins hafa staðið stutt. Fram að þessu hefir ekki verið unt að ákveða um aldur bæjar- rústanna í Þjórsárdal vegna þess, hve fátt hefir fundist þar fornra muna, og engir, sem benda til ákveðins aldurs. En með meiri rannsóknum, bæði á rústunum og öskulögunum, er von til þess að úr þessu verði skorið er stund- ir líða. — Og þessar nýjustu rannsóknir benda til þess að bæj- arrústirnar séu að minsta kosti 200 árum eldri en sumir hafa talið. Jafnframt þessum rannsókn- um voru grafnar út rústir bæj- arins Sandatungu, sem stendur fram undir Þjórsá, skamt frá Fossá. Menn vita með vissu, að sá bær fór í eyði árið 1693, og að bóndinn þar, Eiríkur Ingimund- arson, bjó eftir það í Haga. Þessi bær fór í eyði vegna vikurfalls úr Heklu. Það er fróðlegt að bera saman hver hefir verið húsakostur á gömlu bæjunum, og svo húsa- kostur hér. Á gömlu bæjunum hefir verið reisuleg bygging og glæsileg salarkynni, en í Sanda tungu hefir verið frámunalega lélegur og kotungslegur bær, með löngum göngum og 5 kof- um þar með talin baðstofan. Þarna hafa verið geysiþykkir veggir, hlaðnir hraunngrýti, en kofarnir hornskakkir og óreglu- legir. Stærsta húsið er baðstofan, en hún hefir verið rúmlega 3x2 metrar. Bæjardyr eru aðeins ein- ar, en inn úr baðstofu eru göng eða rangali inn í einhvern kofa, sem líklega hefir verið búr. Eng- ir hlóðarsteinar fundust, né sót- ugir steinar, og verður því ekki með vissu sagt, hvar eldhúsið hefir verið. En í minni kofanum fanst aska og gæti hún bent til þess að þar hefði verið eldað. í baðstofunni hafa verið bjálk- ,ar og þrjú rúm. Eru hellur á gólfi þar í milli og benda til þess að þar hafi verið moldargólf. Líkur eru til þess að ekki hafi verið annað timbur í bænum en mæniásar og reft á þá með skóg- viði. Eru húsin ekki breiðari en svo, að nægilega langa rafta hef- ir verið hægt að fá þar í skógi. í baðstofunni fanst hrúga af alla- vega litum steinum, sem börn hafa safnað til að leika sér að. Samanburður á húsinu á Stöng og í Sandatungu sýnir átakan- lega þá afturför, sem orðið hefir í Sandatungu. í baðstofutóftinni var grafið niður og í 80 cm. dýpi var komið niður á eldra gólf, og sýnir það að byggð hefir verið þar á 14. öld. Mbl. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG Búnaðarþing markar stefnu sína í framfaramálum landbúnaðarins (Frh. af bls. 5) kröfur hennar um stuðning ríkis- valdsins við landbúnaðinn og því að efla stórhug og félags- kenndir bændastéttarinnar til vaxandi framkvæmda og þroska. Á þessu 50 ára afmæli Búnað- arþingsins vilja þeir fulltrúar, sem þar eiga nú sæti, leggja ríka áherslu á það, að landbúnaður hefir frá upphafi íslandsbyggðar verið meginatvinnuvegur þjóðar innar, að hann hefir varðveitt tungu vora og þjóðerni. Búnaðar- þingið telur því, að einhver brýnasta þjóðarnauðsyn sé að efla landbúnað vorn þannig, að hann geti framvegis verið megin- stoð atvinnulífs þjóðarinnar, og mótað menningu vora og veitt þjóðlífi voru þá festu og það öryggi, sem þróttmikill landbún- aður ávalt og alls staðar gerir. Til þess að grundvöllur þessa þjóðfélagslega öryggis verði sem best tryggður, leggur Búnaðar- þing áherslu á að fjárframlög af hálfu þess opinbera til landbún- aðar verði aukin svo að þar sé ávalt fyrir hendi sú vinnu tækni að það fólk, sem þar starfar, geti haft sambærileg kjör um kaup- gjald og aðra aðstöðu við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Aðkallandi ráðslfanir næstu sex ár Sem sérstaklega aðkallandi ráðstafanir í þessu skyni á næstu 6 árum vill Búnaðarþing benda á eftirfarandi atriði: 1. Að ríkissjóður leggi fram þann fjárstuðning til ræktunar- framkvæmda, að allur heyfeng- ur fáist af véltæku og ræktuðu landi (tún, áveitur). 2. Að innflutningur verði leyfður á nægilega miklu af nauðsynlegum vélum og verk- færum, svo sem til þurkunar á landi, jarðvinnslu, heyskapar- starfa og heyverkunar, svo og til annara þarfa landbúnaðarins. 3. Að lánsstofnanir landbúnað- arins, byggingarsjóður og rækt- unarsjóður, verði efldir, svo þess- ar stofnanir hafi nægilegt láns- fé með þeim kjörum, er nú gilda, til þess að húsabætur, ræktunar- framkvæmdir og aðrar aðkall- andi umbætur varðandi landbún að geti orðið framkvæmdar sam- kvæmt þörfum bændastéttarinn- ar. Jafnframt verði veðdeild Búnaðarbankans gerð starfhæf og efld til þess að sinna verkefni sínu. 4. Að vega- og símalagningu um sveitahéruð verði hraðað svo, að hvert býli komist í vegasam- band við þjóðvegakerfi lands- ins og sími verði lagður á hvern bæ. 5. Hraðað verði rafvirkjun og dreifingu raforku, svo að öll byggðarlög landsins geti fengið raforku til sinna þarfa annað- hvort frá stórum orkuverum eða á annan hátt, þar sem ekki er annars úrkosta. 6. Að landnámi ríkisins og stofnun nýbýla verði haldið áfram og hraðað. Unnið verði að því að stofna til einstakra nýbýla og nýbýlahverfa, þar sem nátt- úruskilyrði og önnur aðstaða er sem best. Þess skal þó ávallt gætt, að slíku landnámi sé dreift um öll helstu 'héruð landsins. 7. Að kostað verði kapps um verndun gróðurlendis á allan hátt. 8. Að landbúnaðarfræðsla, leiðbeiningarstarfsemi og til- raunastarfsemi hverskonar í þágu landbúnaðarins, verði efld með meiri fjárframlögum, svo að sem öruggust innlend reynslu- vísindi fáist, sem grundvöllur að ræktunar- og framleiðslustarf- semi bændastéttarinnar. Áskoranir Búnaðarþings til bændasíéílarinnar Jafnhliða og Búnaðarþing ger- ir þessar kröfur á hendur Alþing- is og ríkisstjórnar um réttmætan og sjálfsagðan stuðning til efling- ar landbúnaðinum vill þingið jafnframt og sérstaklega bera fram áskoranir til bændastétttar- innar um eftirfarandi atriði: 1. Að bændur efli sem mest hin félagslegu samtök sín, á öll- um sviðum, geri þau sterk og áhrifamikil tæki, bæði til þess að mennta bændastéttina sem mest og best, svo og til þess að krefjast réttar síns gagnvart öðr- um stéttum. Félagssamtök bænda þurfa ávallt að vera vak- andi til sóknar og varnar fyrir þeim sjálfsögðu kröfum bænda- stéttarinnar að það fólk, sem við landbúnað starfar. 2. Að glæða og þroska ræktun- armenningu bændastéttarinnar sem allra mest, svo að ræktun jarða og ræktunarstörf verði talin ein virðulegasta og nauð- synlegasta starfsgrein þjóðarinn- ar. 3. Að vinna af alefli að rækt- un og kynbótum búpenings með enn meiri festu og áhuga en gert hefir verið og þroska á þann hátt hina mörgu ágætu afurðaeigin- leika, sem búfé okkar býr yfir og auka hreysti þess og þrif. 4. Að bæta fóðrun og hirðingu búfjárins í sambandi við auknar kynbætur búfjártegundanna, svo að bændur nálgist sem allra mest það takmark, að fóðra hverja skepnu svo vel að hún gefi af sér það afurðamagn, sem erfða- eðli hennar leyfir. 5. Að gæta þess vel að hafa ávallt nægilegan fóðurforða á haustnóttum fyrir allan fóður- pening, svo að ekki verði fóður- skortur, hversu harður sem vet- urinn verður. 6. Að hin faglegu félagssamtök bænda hafi nægilega marga sér- menntaða menn til þess að leið- beina bændum í hinum ýmsu greinum landbúnaðarins. Jafn- framt er skorað á bændur að afla sér sem mestrar sérmenntunar varðandi landbúnaðinn og vera vel vakandi fyrir allri leiðbein- ingarstarfsemi og hagnýta sér allra best, svo sem mest afköst hana við hin daglegu störf sem fáist eftir hvern einstakling, sem að landbúnaði vinnur. Mbl. TOMBOLU OG DANS heldur Stúkan SKULD á mánudagskvöldið þann 7. nóv., 1949 í GÓÐTEMPLARAHÚSINU. öllum arði verður varið til líknar sjúkum og bágstöddum. Þar sem þetta er eina samkoman slíkrar tegundar, sem stúkan heldur á árinu, er þess vænst að hún verði fjölsótt og njóti hins sama góðvilja og undanfarin ár. — Ágæt hljóm- sveit spilar fyrir dansinum. — Hefst kl. 7.30 e. h. Forstöðunefndin Manitoba þarfnast góðrar stjórnar „,ÓW» sógUnl!tðrnaí °* xY\ títíVð'^ ^ | Álpessu ndi Va^' I íveW'W e» óo0 % hftea6, s „ ifioaS —" ... 1 nít)"1 °®vov« é.*or . s cat"Pbe",„„„(#** V en Oouí'ae 1 ,„vS^“ðhe Ktjórnarstarfrœkslan um þessar mund- ir er margþœtt og umsvifamikil, og henni er samfara mikil ábyrgö varð_ andi löggjöf og aðra þjánustu d vett- vangi þess opinbera. Nú er vaskra manna þörf, sem fúsir eru til að takast slika ábyrgð á hendur. Starfsferill núverandi stjórnar Eins og nú hagar til eru lífskjör fólks I Manitoba í góðu ásigkomulagi. Eftirfarandi samanburðartölur leiða í ijós þær ráðstafanir, sem stjórn yðar, er nú að leita endurkosninga, hefir gert til að viðhalda velmegun I fylkinu: 1. LÆÍGSTA FYLKISSKULD A MANN 1 CANADA: Sask., $187,53; N.B., $181,00; P.E.I., $168,00; Ont., $145,87; N,S., $123,37; Alta„ $144,87; B.C., $115.54; Que., $93.59; MANITOBA, $62.84. 2. LAGIR SKATTAR: Manitobabúar greiða lægsta fylkisskatt I Canada kð undanskildu P.E.I. Benzln^kattar 9 cents á gallónu, hinn lægsti I Canada; enginn fylkissöluskattur eða álög til mentunar. 3. STARFRÆKSLA OPINBERRAR RJÓNUSTU HIN FULLKOMNASTA Vegna hins mikla landflæmis, dreifbýiis, hafa lagningar og viðhald vega, slmasambönd, rafveitur, starfræksla heilbrlgðismála, menta og ilknar- mála, haft I för með sér ærlnn vanda og krafist mikils framtaks; 1 öllum þessum greinum hafa þó stórvægilegar framfarir átt sér stað, er aukið hafa á velmegun almennings. Samstarf skapar heilbrigða stjórn Núverandi stjórn, sem samsett er af einhuga mönnum er vinna saman sem ein sál að velferðarmálum Manitobabúa, og beitir sér fyrir um allar þær framkvæmdir, er gjaldþol fylkisins framast leyfir, verðskuldar alment fylgi af hálfu kjósenda; í stjórninni eiga sæti reyndir og ráðnir menn, er kunna fylztu skil á hinni fullkomnusdtu stjórnarstarf- rækslu. Atkvæði með frambjóðendum samvinnustjórnarinn- ar tryggja framhaldsforustu. VOTE FOR YOUR COALITION CANDIDATE Published by the Authonty of The Provinclal Coðlition Election Commlttee

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.