Lögberg - 02.11.1949, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. NÓVEMBER, 1949.
I
logtiErg
GefitS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
69« SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR 1 ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” ís printed and published by The Columbia Press Ltd.
696 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA
Nú líður óðum að þeim tíma, er fylkiskosningarnar
í Manitoba fara fram; kosningabaráttan er þegar vel
á veg komin og framboðum lokið; í þessu landi, og þá
vitaskuld einnig í þessu fylki, eru kosningar háðar án
þess að þær svipmerkist af illkvitni og persónulegum
skömmum; þannig á það líka að vera og ætti allsstaðar
að vera, því lítill vegsauki felst í því, að þyrla upp ó-
hróðri um menn og málefni þó skoðanamunur af skilj-
anlegum ástæðum skipti mönnum í flokka.
Síðastliðinn fimtudag rann út framboðsfrestur til
næstu kosninga í þessu fylki, og kom þá í ljós, að
hvorki meira né minna en 14 frambjóðendur stjórnar-
flokkanna náðu kosningu gagnsóknarlaust, þar á með-
al sjö ráðherrar.
Tveir íslendingar, þeir Dr. S. O. Thompson og Chris
Halldórsson, hlutu kosningu án gagnsóknar, sá fyr-
nefndi í Gimli kjördæmi, en hinn síðarnefndi í St.
George; þeir áttu báðir sæti á síðasta þingi, og reyndust
kjördæmum sínum hinir nýtustu fulltrúar, enda hvor
um sig búnir þeim hyggindum, sem í hag koma; það
er þjóðflokki okkar ómetanlegur styrkur, er ættbræð-
ur okkar afla sér virðingar og trausts, hvar svo sem
verksvið þeirra liggja.
Að því hefir þegar verið vikið hér í blaðinu, að Paul
Bardal leiti kosningar til fylkisþings í Winnipeg Centre
kjördæmi; hann hefir í fjölda mörg ár tekið virkan þátt
í opinberum málum bæði á fylkisþingi og í bæjarstjórn
og reynst nýtur og hollráður fulltrúi; hann er maður
glöggskygn og um allt hinn mesti sæmdarmaður. ís-
lendingar í Winnipeg Centre ráða yfir miklu atkvæða-
magni, og þeir mega ekki láta undir höfuð leggjast að
greiða Bardal forgangsatkvæði þann 10. þessa mánað-
ar og tryggja honum með því kosningu.
í Winnipeg Centre býður sig einnig fram menta-
málaráðhérra fylkisins, Hon. C. Rhodes Smith, þjóð-
kunnur ágætismaður og íslendingum löngu að góðu
kunnur; þriðji frambjóðandinn fyrir hönd stjórnar-
flokkanna er James H. Walker, en á honum veit Lög-
berg lítil skil.
í Winnipeg South kjördæmi fer íslenzkum kjósend-
um árlega fjölgandi; þar býður sig fram náttúrufríð-
inda ráðherrann, Hon. J. S. McDiarmid, hinn hæfasti
maður með langan og merkilegan stjórnmálaferil að
baki; er þess að vænta, að íslenzkir kjósendur í áminstu
kjördæmi greiði honum forgangsatkvæði.
Þríflokkastjórnin í Manitoba, sem Liberalar, Kon-
servatívar og Social Credit-sinnar standa að, hefir gef-
ist vel, og frá hvaða sjónarmiði, sem er, verðskuldar
hún endurkosningu þann 10. yfirstandandi mánaðar.
★ ★ ★
Þann 26. október síðastliðinn fóru fram kosningar
til bæjarstjórnar og skólaráðs í Winnipeg; voru þær
fremur slælega sóttar svo sem títt sýnist vera það árið.
sem ekki er kosið um borgarstjóra; flokkaskipting í
báðum tilfellum verður svo að segja óbreytt.
Báðir íslendingarnir, sem í kjöri voru, þeir Victor
B. Anderson og séra Philip M. Pétursson, náðu endur-
kosningu og er það vel; langhæzta tölu forgangsat-
kvæða hlaut Jack St. John, sem endurkosinn var í bæj-
arstjórn fyrir 2. kjördeild; nam atkvæðamagn hans ná-
lega 9. þúsundum.
Lánsheimildin til byggingar nýrra skóla og viðgerða
á þeim eldri, hlaut samþykki gjaldenda, en sú um lóðar-
kaup undir væntanlegt ráðhús borginni til handa, var
feld með allmiklu afli atkvæða; það má mikið vera ef
einhver nagar sig ekki brátt í handarbökin yfir úrslit-
um þessa mikla nauðsynjamáls.
Atkvæðagreiðslan um að flýta klukkunni yfir sum-
armánuðina varð jákvæð, og mega borgarbúar því vel
una.
★ ★ ★
GLÆSILEGT ÞREKVIRKI
Norrænir menn fengu snemma orð á sig fyrir það,
að vera sægarpar miklir, er sigldu sigurglaðir hin sollnu
höf og þreyttu ókvíðnir fangbrögð við Ægi.
íslenzkum sjómönnum hefir lengi verið viðbrugðið
fyrir hugprýði og þrek, enda hafa þeir vissulega þurft
á þessu hvorutveggja að halda á úfnum miðum við ís-
landsstrendur; og í þessu landi hafa afkomendur þeirra
auðsjáanlega þegið hliðstæð skapgerðareinkenni, sem
komið hafa þeim að góðu haldi, því á veiðivötnum hér
er iðulega afli að etja við risháar og krappar öldur, sem
fáu hlífa, er þeim rennur í skap.
Svo að segja alveg nýverið, intu þrír íslenzkir fiski-
menn þrekvirki mikið af hendi í glímubrögðum við bál-
reiðar öldur Winnipegvatns; menn þessir voru þeir
Stefán ísfeld, John ísfeld og Walter Einarsson, allir frá
Gimli; félagi þeirra veiktist snögglega norður á Eilkey
svo líf hans var í hættu; var rok þá svo mikið, að mælt
er að elztu menn muni naumast annað slíkt; þessir
þrír vösku menn sigldu smá mótorkænu alla leið að
norðan í fárviðrinu, og komu eftir fimm klukkustunda
svaðilför hinum sjúka manni til Gimli, þar sem hann
að vörmu spori hlaut læknisaðgerð hjá Dr. Kjartani
Johnson.
Hér er um glæsilegt þrekvirki að ræða, og er þá vel,
er menn af íslenzkum stofni reynast því betur sem
meir á reynir.
Heim að Hólum
Ejtir VALD. V. SNÆVARR
Hinn fornfrægi sögustaður
Hólar í Hjaltadal, er hvorki
gleymdur né getur gleymst
Norðlendingum. Hann er í aug-
um okkar helgisetur, umvafið
söguljóma. Okkur þykir öllum
fyrir, hvenær sem gengið er á
virðingu þess staðar, jafnvel þó
að aðeins sé í orði. Mér þótti fyr-
ir í vetur við séra Sigurbjörn
Einarsson dósent, er hann gat
Hóla að engu í ágætu erindi sínu
um endurreisn Skálholtsstaðar.
Merkustu og helgustu sögustaði
þjóðarinnar taldi hann tvo:
Þingvelli og Skálholi. Mér verð-
ur að spyrja: Hvers guldu Hól-
ar? Hvers vegna að taka þá úr
röðinni og skipa þeim að baki
Skálholts? Ég átta mig ekki á
rökum fyrir þeirri skipan. Sam-
kvæmt söguþekkingu minni og
skilningi fæ ég ekki betur séð
en að bæði fornu biskupssetrin
standi í þessu sambandi hlið við
hlið og erfitt býst ég við, að
mörgum muni ganga að gera
mun á helgi þeirra. Helgivitund
mín greinir að minnsta kosti
ekki þann mun.
Ógleymanlegan stað þrá menn
að sjá og heimsækja. Ég var einn
þeirra, sem hugsuðu sér að sækja
Hóla heim á Hóladaginn 14. á-
gúst s.l. Laust fyrir 'helgina fór
ég því að athuga um áætlunar-
ferð þangað. Móti von minni
voru þær furðánlega óhentugar.
Áætlunarferðina til Reykjavík-
ur er að vísu hægt að nota í
Skagafjörðinn, t. d. í Varmahlíð,
en þaðan ganga ekki bílar til
Hóla í fastri áætlun. Hins vegar
er hægt að komast með áætlun-
arbílum frá Varmahlíð til Sauð-
árkróks svo að segja umsvifa-
laust. En þegar þangað er komið
fæst sjaldnast áætlunarferð það-
an í Hóla. Jafnvel í sambandi við
sjálfa Hólahátíðina var föstum
ferðum ekki haldið uppi milli
Króksins og Hóla móti von okk-
ar, sem þangað vildum komast
tafarlítið. Hér vantar skipulagn-
ingu á sjálfri skipulagningaröld-
inni. Að óreyndu máli virðist
ekki ólíklegt, að takast mætti að
greiða eitthvað betur fyrir Hóla-
gestum en gert er að þessu leyti,
því að margir vilja þangað sækja
um helgar og þegar eitthvað sér-
stakt stendur til. Vonandi stend-
ur þetta til bóta. — Þetta voru
nú almennar athugasemdir, en
persónulega hafði ég ekki yfir
neinu að kvarta. Það hafði mynd-
ast einskonar hlutafélag um að
láta mér líða sem allra bezt og
gera mér ferðina sem fyrirhafnar
minnsta og ánægjulegasta. Hlut-
hafarnir voru ýmissa stéttar
menn, svo sem úr símamanna-,
bænda-, kennara- og prestastétt.
Auk þessa ágæta fólks, komu svo
veðurdísir Skagafjarðar til sög-
unnar og tjáðu okkur hollustu
sína. Fengum við sæmilega gott
veður á Hóladaginn, enda var
því lýst yfir, að svo væri það
jafnan.
Upp úr miðjum degi á laugar-
daginn 13. ágúst s.l. hófst fundur
presta hins forna Hólastiftis und-
ir forsæti vígslubiskupsins norð-
lenzka, séra Friðriks J. Rafnars
á Akureyri. En meðan þeirra
ágæti fundur stóð, reikaði ég um
fornar sögustöðvar með hinum
margfróða og ágæta leiðsögu-
manni, Karli Arngrímssyni,
föður skólastjórans á Hólum.
Þeirri stund varði ég vel. Ýmis-
legt hefi ég um Hóla lesið um
dagana og reynt að átta mig á
mörgu þar eftir bókum og mynd-
um. En, — „sjón er sögu ríkari".
Það sannreyndi ég nú sem áður.
Þegar minn gamli vinur, Karl
Arngrímsson, hafði lokið sinni
ágætu leiðsögn, buðu prestarnir
mér á fundinn og þá ég það boð
með þökkum og mikilli ánægju.
Ræddu þeir um endurreisn hins
forna biskupsdæmis á Norður-
landi. Var það hvort tveggja, að
það mál er mér mjög kært og
eins hitt, að umræðurnar voru al-
veg sérstaklega virðulegar, enda
leið mér ágætlega undir þeim.
Ég vildi mikið gefa til, að svo
mætti segja um ræður á öllum
þeim fundum, er fjalla um mál
kirkjunnar hér og annars staðar.
Seint um kvöldið voru svo kvöld
bænir í dómkirkjunni. Þá stund
vorum vér ekki einir.
Dagur rann á loft, — helgur
dagur. Fundur hófst aftur og bar
margt á góma. En upp úr há-
degi tók „fólk að þyrpast heim
að Hólum" til guðsþjónustu. Vit-
anlega voru Skagfirðingar fjöl-
mennastir í þeim hóp, en auk
þeirra gat þar að líta Seyðfirð-
ina, Eyfirðinga, Húnvetninga,
Reykjavíkurbúa, og síðast en
ekki sízt, einn prest vestan úr
Minnesota, séra Sveinbjörn Ólafs
son. Má svo sem vel vera, að fólk
víðar að hafi sótt Hóladóm í það
sinn, þó að ég sæi það ekki. Geta
má þess, að vestan úr Miðfirði
kom sóknarpresturinn, séra Jó-
hann Kr. Briem, með allmikinn
hluta kirkjukórs síns, er aðstoð-
aði við guðsþjónustuna með
söng. Guðsþjónustuna fluttu þeir
séra Ingólfur Þorvaldsson frá
Ólafsfirði, er þjónaði fyrir altari
og tók til altaris prestana, er
fundinn sóttu, ásamt nokkrum
Hólagestum, — og séra Benja-
mín Kristjánsson, er prédikaði.
Var guðsþjónustan fögur og á-
hrifarík. Munu þeir, er til altaris
gengu, trauðla gleyma stundinni
strax, er þeir krupu við guðsborð
svo að segja á gröfum norðlenzku
biskupanna gömlu. Munu fáir
hafa gengið ósnortnir frá guðs-
borði í það skiptið.
Strax eftir messu hófst athöfn
úti í kirkjugarðinum. Var þar
lagður hornsteinn minningar-
turnsins mikla, sem reistur er
þar Jóni biskupi Arasyni og son-
um hans. Verður byggingu turns
ins væntanlega lokið í 'haust að
mestu eða öllu leyti. Gengur sú
framkvæmd prýðilega og sam-
kvæmt áætlun, því að turninn
verður fullbúinn minningarárið
1950, eins og upphaflega var um
talað. Einu sinni kom það þó fyr-
ir á voru landi, íslandi, að við
urðum heldur á undan áællun
en hil±!
Nokkru seinna var svo gengið
til kirkju aftur og hlýtt þar á er-
indi, sem séra Friðrik flutti. Var
það bæði vel samið og flutt og
um hugnæmt efni. Á eftir var
sungið versið: Son guðs veriu
með sanni. Ég veitti því eftir-
tekt, að flestum varð litið til lík-
neskisins mikla af Jesú Kristi á
krossinum. Það dregur ósjálfrátt
athygli manna að sér, og fáum,
er það hafa séð gleymist það, —
að öllum líkindum. Þrátt fyrir
allt og allt: Þegar verulega reyn-
ir á og öll sund sýnast lokuð, þá
er það Jesú Kristur og hann
krossfestur, sem einn er einka-
von vor.
Degi var tekið að halla, — ó-
venjulega hugljúfum degi fannst
mér. Nú var tekið að hugsa til
heimferðar. Einhver skortur var
á farkosti, en allt leystist það á
sæmilegan hátt, — og meira en
það, að því er mig sjálfan snerti.
Var nú tekið að kveðja, en að
hafa upp á þeim, sem maður vildi
taka í hendina á, — var ekki eins
auðvelt sem ætla mætti. Það var
það eina í þessari ferð, sem mér
veittist erfitt. Það voru margir,
sem ég vildi kvatt hafa, en sem
ég gat þó ekki fundið á því
augnabliki. Ég varð að láta mér
nægja að kveðja þá í anda og
biðja þá heila að lifa. Vona ég,
að sú ósk megi sín mikils.
Ekki get ég lokið þessum
þætti svo, að ég minnist ekki með
þakklæti húsbændanna og þess
af heimafólkinu á Hólum, er ég
kynntist nokkuð. Mér virtist all-
ir vilja keppast við að gera okk-
Nýar rannsóknir
í þjórsárdalnum
Núna að undanfömu hefir
Kristján Eldjárn þjóðminjavörð-
ur haldið áfram rannsóknum á
eyðibýlum í Þjórsárdal, meðal
annars til þess að reyna að fá úr
því skorið hvernær bygðin þar
lagðist í eyði. Með honum var
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur til þess að athuga jarðlög
í sambandi við uppgröftinn.
Norður af Gjánni, líklega um
hálfrar stundar ganga frá Stöng,
voru fornar bæjarrústir, þar sem
heitir Gjáskógum. Þegar Brynj-
ólfur Jónsson á Minna-Núpi taldi
bæjarrústirnnar í Þjórsárdal og
komst að þeirri niðurstöðu, að
þar hefðu verið 16 bæir, taldi
hann þessar rústir ekki með, því
að mönnum var þá ókunnugt um
þær. — Seinna gat hann þeirra
þó í neðanmálsgrein í Árbók
Fornleifafélagsins. Og að tilvís-
an kunnugra manna skoðaði
þjóðminjavörður þessar rústir í
fyrra, og hefir nú grafið þær út.
Enginn veit hvað þessi bær hefir
heitið og verður því aðeins að
kalla hann bæinn í Gjáskógum,
eða Gjáskóga.
Húsaskipan hefir verið þarna
mjög hin sama og á Stöng, en
bærinn þó allur verið minni og
ekki haft á sér slíkan höfðingja-
brag eins og byggingarnar á
Stöng. Veggir hafa ekki verið
jafn vandlega gerðir, minna
grjót í hleðslunni, og sumir ein-
göngu hlaðnir úr torfi. Líkt er
ástatt þama og á Stöng hvað
djúpt er á bæjarrústum, um 2
metrar.
Grafinn var út skálinn og af-
hýsi nokkurt, en líkur eru til
að þar muni einnig vera stofa og
annað afhýsi, líkt og á Stöng.
Skálinn hefir verið 14 metrar á
lengd og rúmlega 4 metrar á
breidd.
Allar líkur benda til þess að
þessi bær hafi verið kominn í
eyði á undan Stöng. Hafa tópt-
(Frh. á bls. 5)
ur vistina sem allra hugljúfasta
þessa daga, sem við dvöldumst
þar að þessu sinni, enda fór á-
gætlega um okkur að öllu leyti.
Hafi þeir allir þökk, er þar áttu
hlut að máli!
- DAGUR, 14. sept.
I Stand for WINNIPEG!
SUPPORT COALITION
Keep the City Hydro for Winnipeg
while working with the Manitoba
Power Commission.
Provide adequate, low-cost trans-
portation througfya city-owned transit
system.
Negotiate increased provincial grants
to the city for welfare and education.
15 Years’ Distinguished Public Service
CENTRE WINNIPEG ELECTORS - VOTE NOVEMBER 10
BARDAL, Pau ii 1
Please Vote 2 and 3 in Order of Your Choice for
HON. C. RHODES SMITH — JAMES H. WALKER
HEAR Paul Bardal on CKRC, Thursday, 10:35 p.m., Monday, 11:20 p.m.
Published by Authority of the Paul Bardal Election Committee