Lögberg - 10.11.1949, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.11.1949, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 10. NÓVEMBER, 1949. Úr borg og bygð Dánarjregn Þann 26. september s.l. lézt að heimili bróður síns, Jóns Bald- vinssonar á Kirkjubæ, Hnausa, Man., Eygerður Baldvinsson 58 ára að aldri, eftir margra ára vanheilsu. Hún var jarðsungin þann 29. sept af séra Bjarna A. Bjarnason. ☆ Gjafir til Betel Halldor Sigurdson, Winnipeg, í minningu um foreldra sína Sigurð og Ragnheiði frá Rauða- mel, $250.00 for a Loud Speaker system for the Home. It has not yet been installed, but will be, it is hoped, very shortly. Mrs. Signý H. Eaton, Toronto, $100.00. Mrs. R. Hinrikson, Selkirk, Man., 6 quts. Homemade Pickles Mr. J. B. Johnson, Gimli, 1 Box Fish, 50 lbs. Whitefish, 50 lbs. Pickerel. Mr. Ólafur Bjarnason, Gimli, 100 lbs. Sunfish. Kærar þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir. Fyrir hönd nefndarinnar J. J. SWANSON, féhirðir 308 Avenue Bldg. Winnipeg. ☆ FISHERMEN! Order your net floats now. There is in stock a limited quantity of; No. 1. Sealtight: $50 per 1000. Sealtight 2nds, good, $30 - 1000. No. 2 tarred $15, per 1000. Prompt attention to orders. J. M. Gislason Float Factory Lundar, Man. ☆ The Women’s Association (Junior Ladies’ Aid) held their annual meeting November 8th, 1949. The following slate of officers was elected for the coming year: Honorary president, Mrs. B. B. Jonsson; past president, Mrs. V. J. Eylands; president, Mrs. K. G. Finnsson; vice-pres. Mrs. V. Jonasson; secretary, Mrs. A. R. Clarke; corresponding secretary, Mrs. F. Reynolds; treasurer, Mrs. L. E. Summers; assistant treasurer, Mrs. E. J. Helgason; publicity, Mrs. B. Guttormsson; membership committee, Mrs. E. Richardson, Mrs. H. Taylor. ☆ Mrs. Th. Thorsteinsson 140 Garfield Street, er nýkomin heim úr heimsókn til sonar síns í Los Angeles, Cal. The Swan Manufacturing Co. Cor. AIjEXANDER antl ICTjT.EN Phone 22 641 Halldór M. Swan eigandi Heimill: 912 Jessle Ave — 46 958 JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ —Argyle Prestakall —: Sunnudaginn 13. nóvember . 22. sunnud. eftir Trínitatis. Brú — kl. 2. e. h. Glenboro — kl. 7 p.m. Enskar messur. Séra Eric Sigmar ☆ Árborg-Riverton Prestakall 13. nóv. — Geysir, messa og ársfundur kl. 2 e. h. — Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. 20. nóv. — Víðir, ensk messa kl. 2 e. h. — Árborg, íslenzk messa kl. 8. e. h. B. A. Bjarnason ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudagur 13. nóv. 22. sd. e. tr. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir og velkomnir. S. ÓLAFSSON Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á þriðjudagskvöldið 15. nóvember að heimili Mrs. K. Oliwer, Whittier St. Kirkfield Park. — Fundurinn byrjar kl. 8. ☆ Hr. Jóhannes H. Húnfjörð skáld kom norðan frá Hnausum á þriðjudgainn. ☆ Hr. Jóhann Johnson skipstjóri frá Mikley, var staddur í borg- inni fyrri part vikunnar. ☆ Veitið athygli! HAUST-BAZAR Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður haldinn í samkomusal kirkjunn- ar á miðvikudaginn 16. nóvem- ber. Salan hefst kl. 2.30 og held- ur áfram seinnihluta dagsins og að kveldinu. Mrs. A. S. Bardal General Convener og Mrs. O. Stephen- sen forseti taka á móti gestum ásamt Mrs. V. J. Eylands og Mrs. Albert Wathne. Forstöðukonur deilda, Mrs. Fred Stephenson, Mrs. Gunnl. Jóhannson, Mrs. S. Sigurdson og Mrs. Jóna Sigurdson hafa um- sjón yfir söluborðunum. Ýmis- legir fallegir og nytsamir munir Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG Þverbrestir í atvinnulífi Sovét-Rússlands eftir stríðið Höfundur þessarar greinar heitir John Baker VV'hite og hefir verið fulltrúi Breta á mörgum alþjóðaráðstefnum eftir stríðið. Hann hefir um langt skeið fylgzt vel með þróun Sovét-Rússlands og skrifað þrjár bækur um það. — Grein þessi er þýdd úr mánaðarritnu „The Reader’s Digest“. SÁ, SEM VILL komast að raun um hvernig ástatt er í iðn- aði Sovét-Rússlands, verður að moða úr f-jölda upplýsinga, at- huga þær nákvæmlega og með ýtrustu gagnrýni, raða þeim saman eihs og gestaþraut og hafa um leið hugfast, að ekki er um neinar óskeikular heim- ildir og óvéfengjanlegar að ræða. Ráðningin á þessari gesta þraut verður sú, að enda þótt iðnaðarframleiðsla Sovétríkj- anna hafi aukizt á sumum svið- um eftir styrjöldina, og vel hafi tekizt að ýmsu leyti að ráða bót á skemmdum af völdum styrjald arinnar, hafa komið í ljós alvar- legir þverbrestir í skipulagi hins rússneska iðnframleiðslukerfis. Forustumenn iðnaðarfram- leiðslunnar í Sovétríkjunum beina athygli sinni nú sem stend ur einkum að þróun léttari iðn- aðargreina. Þegar verðgildi rúbl unnar var breytt síðastliðið ár og sömuleiðis öllu verðlagi á innanlandsmarkaði og kaup- gjaldi, sáu valdhafarnir fram á, að nauðsynlegt mundi að auka framleiðslu notkunarvara til eggjunar verkamönnunum. Sam kvæmt rússneskum fregnum fór framleiðsla notkunarvara sex hundraðshluta fram úr áætlun. Það má vel vera, en þess ber að gæta, að allverulegur hluti fram leiðslunnar reyndist ónothæfur. Á þingi iðnaðarnefnda í Moskvu í desember síðastliðn- um var alvarlega kvartað um hversu lélegar notkunarvörur væru framleiddar. Prosorov, iðn ráðsformaður, kvað margar teg- undir framleiðslunnar lítt not- hæfar. Cheprahof iðnaðarmála- ráðherra var á sama máli. Blað- ið Pravda segir þann 10. desem- ber 1948 að það sé ,,hin mesta hneisa og vandræði, að vörur, sem nema mörgum milljónum rúbla að verðgildi, liggi óhreyfð ar í verzlunum, vegna þess að enginn vilji kaupa þær“. Blaðið birtir einnig þá aðvörun til for- stjóra verksmiðjanna, að ef þeir bregðist svo hrapallega skyldu sinni, kunni þeir að sannfærast um, að til séu lagagreinar, í hinni rússnesku löggjöf, sem á- kveða refsingar fyrir fram- leiðslusvik. Svo fór að þeir fengu áminningu. Viðkomandi yfirvöld, öryggis ráðuneytið, brá skjótt við og ráðstafanir þess voru eins og bú- ast mátti við frá þeim aðilum. Hér eru nokkur dæmi um þær ráðstafanir. Málmiðnaðartœkjaverksmiðja Leningrad: Ákærð fyrir kerfis- bundna framleiðslu lélegra tækja. Meitlar, sem þar höfðu verið framleiddir fyrir aðrar verksmiðjur, reyndust ónothæf- ir. Um mælitæki frá þeirri verk- smiðju var sama að segja. For- stjórinn, Garibyan, og Glinsikov yfirvélfræðingur hlutu báðir heppilegir til jólagjafa fást þar með mjög sanngjörnu verði. Mrs. S. O. Bjerring og Mrs. C. Ólafson annast sölu á heimatil- búnum mat; en „Silver Tea“ er undir umsjón Mrs. M. W. Dal- man, aðstoðarkonur eru þær Mrs. J. Blöndal og Mrs. Frank Dalman. Dálítið safn af íslenzkum mun um verður sýnt af Mrs. O. Step- hensen, er nýlega ferðaðist um Island, meðal annars verður þar sýnishorn af vefnaði ungfrú Júlíönu Sveinsdóttur, sem nú er orðin þekkt listakona. Kvenfélagskonurnar óska að sem flestir heimsæki þær á mið- vikudaginn þann 16. — Allir boðnir og velkomnir. ☆ Þeir Kristján Guðmundsson, Haraldur Ólafsson og Valdi Hill- man frá Mountain, N. Dak., voru staddir í borginni á þriðjudag- inn. fimm ára „frelsisskerðingu“ 1 refsingu. Klæðaverksmiðja Moskvu: Framleiðsla á karlmannafötum, sem reyndust með öllu ónothæf. Forstjórinn, Taranchov, dæmd- ur í fimm ára fangelsi. Kolanámurnar í Stalínhéraði: Framleiðsla kola, sem reyndust að verulegu leyti leirblönduð. Anisimov yfirverkstjóri dæmd- ur í fimm ára fangelsi. Vélaverksmiðjurnar í Stalín- héraði: Af 7770 dráttarvélahjól- um, sem framleidd voru fyrir Mariupol vélsmiðjurnar reynd- ust aðeins 217 nothæf. Yfirvél- fræðingur verksmiðjunnar, Chodakov, og hinn tæknilegi ráðunautur, Radshenko, hlutu báðir fimm ára fangelsisdóm. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjöldamörgum, og enn standa yfir rannsóknir, varðandi þessa þverbresti í rússneskum iðnaðar málum: ónothæfa framleiðslu fjöldá verksmiðja og iðjuvera víðs vegar í Sovétríkjunum. Þetta á ekki aðeins við fram- leiðslu notkunarvara. 1 forustu- grein í Pravda er rætt um „óvið- unandi ástand“ í timburiðnaðin- um, einkum þó varðandi timb- urflutninga. Þá var heldur ekki allt í sóm- anum með baðmullaruppsker- una síðastliðið ár. I skýrslu dag- settri 18. nóvember 1948 er sagt, „að alvarleg hætta sé á því, að mikið af framleiðslunni eyði- leggist, vegna ólags á uppskeru- vinnunni. Forustumenn flokks- ins í Uzbak, Kazak og Kirgisk lýðveldunum eru ásakaðir fyrir skort á árvekni á þessu sviði. Sagt er frá því, „að í Tashkent- héraðinu hafi til dæmis fjöldi bænda ekki sinnt neitt uppskeru starfinu, en þeir, sem hafi þó að því unnið, hafi aðeins skilað hálfum dagsafköstum. Sama má segja um bændur í Ferganahér- uðunum“. Það öngþveiti, sem ó- virk mótstaða bænda virðist hafa skapað á þessu sviði, var að nokkru leyti leyst, með því að senda sérstakar vinnusveitir á vettvang, sem notaðar eru til þess að herða á starfinu, þar sem þess er álitin þörf. Slík sóun verðmæta vegna skipulagsgalla í framleiðslunni mundi ekki líðast stundinni leng ur, hvorki á Englandi né í Banda ríkjunum. Er ástandi þessu bezt lýst með því, að nú hefir verið frá því sagt, að með sérstökum ráðstöfunum hafi tekizt að forða iðnaðarefni frá eyðileggingu í iðjuverinu í Sverdlovsk, og nemi magn þess, sem sparazt hafi, 392 000 pörum af stígvélum, 168 000 plöggum af prjónavöru og frökkum og klæðnaði svo tug um þúsunda skipti. Sé athugað ástandið í járn- og stáliðnaði Sovétríkjanna, sýna opinberar skýrslur, að fram- leiðsluskipulaginu er þar mjög ábótavant. Væru teknir þar upp brezkir framleiðsluhættir, mundi aðeins þurfa við einn þriðja hluta starfsmannafjöld- ans til þess að skila sömu af- köstum. Það sýnir sig bezt, að fram- leiðsluhættir í ýmsum iðngrein- um í Sovétríkjunum eru langt á eftir tímanum, að stundum út- básúna forstöðumenn þar með miklu stolti, að þetta eða hitt hafi nú verið þar upp tekið, — sem um margra ára skeið hefir verið álitið sjálfsagt í mörgum öðrum iðnaðarlöndum. Ekki er heldur til að dreifa neinu kommúnistísku jafnrétti hvað launakjör í Sovétríkjunum snertir. Það, sem hér fer á eftir, er tekið upp úr nýjúm opinber- um skýrslum þaðan: Mánaðarlaun: Doktor í sagn- fræði við háskóla 8000 rúblur; aðalfífl við fjölleikahús í Moskvu 6000 rúblur; námuyfir- verkfræðingur 4000 rúblur; skólakennari 120(k iðnlærður smiður 900; raffræðingur 800 rúblur; óiðnlærð aðstoðarstúlka í sögunarmyllu 500 rúblur; kynd ari 260 rúblur. Þessi launakjör verða þó enn skýrari, ef aðgætt er vöruverð í rússneskum verzlunum. Lélegir skór kosta 300 rúblur, tilbúinn karlmannafatnaður 600 til 700 rúblur, kvenfatnaður 400 rúbl- ur. Kjötið kostar 100 rúblur pundið á „frjálsum markaði“, vindlingar tvær rúblur stykkið, eldspýtnastokkurinn 20 rúblur og hárnálabréfið 15 rúblur. Margir þeir þverbrestir, sem um er að ræða í framleiðslu Sovétríkjanna, orsakast fyrst og fremst af andlegri og líkamlegri þreytu verkamannanna. Átökin við örðugleikana á eftirstyrjald- arárunum hafa haft það í för með sér, frekar en nokkru sinni fyrr, síðan sovétstjórnin tók við völdum. Aðferð valdhafanna við að þvinga menn til að skila sem mestum hugsanlegum afköstum, er ákaflega frumstæð og ómann úðleg. Hverjum einstaklingi í verkamannastétt er sett ákveðið afkastalágmark, sem hann verð- ur að ná, til þess að dagkaupið nái lágmarki, en vöruverð og annar neyzlukostnaður er ákveð inn með tilliti til þess, að verka- maðurinn geti ekki dregið fram lífið, nema hann skili tilteknum afköstum dag hvern. Telji vald- hafarnir svo þörf bera til fram- leiðsluaukningar, er afkastalág- markið eða vöruverðið hækkað að því skapi. Rússneska iðnaðarhagkerfið byggist nú að verulegu leyti á fangavinnu. Aðeins öryggismála ráðuneytið veit, hversu margar milljónir manna eru hnepptar í þrældóm í Sovétríkjunum. Þeim er ekki goldið neitt kaup, og nauðsynjaskammtur þeirra er svo naumur að furðu gegnir. Þess utan hefir sovétstjórnin skipulagt starfsflokka, sem í einu og öllu svipar mjög til vinnufylkinganna í Þýzkalandi nazismans. Ungir menn og kon- >ur eru send í þegnskylduvinnu, en eru um leið látin nema undir- stöðuatriði hermennsku. Þessir vinnuflokkar eru svo látnir leysa af hendi aðkallandi störf, og einnig eru þeir sendir hingað og þangað til þess að „herða á“, þar sem vinnuafköst dæmast léleg. Framleiðslukerfi, sem byggist á slíkum vinnuþrældómi og auk þess 4 beinni þrælavinnu, getur staðist nokkra hríð, en hlýtur að hrynja um sjálft sig, þegar af- kastakröfurnar eru komnar yfir hámark. í flestum iðngreinum í Sovétríkjunum hafa kröfurnar þegar náð hámarki, og þegar þverbrestirnir eru teknir að veikja undirstöðurnar til muna, má búast þar við skjótum og óvæntum breytingum. Alþýðublaðið GERANIUMS 18 for 15c Everyone interested in houseplants should plant a packet or two or our Geranium Seed. We offer a gorgeous collection containing Dazzling Scar- let, Flame Red, Brick Red. Crimson. Maroon, Vermilion. Scarlet, Sal- mon, Cerise Orange-Red. Salmon - Pink, B r i g h t Pink, Peach, Blush Rose, White, Blotched, Varie- gated, Margined. Easy to grow from seed and often bloom 90 days after planting. (Pkt. 15c) (2 for 25c) postpaid. Plant now. SPECIAL OFFER: 1 pkt. as above and 5 pkts of other Choice Houseplant Seeds, all different and easily grown in house. Value $1.25, all for 60c postpaid. Follow “GOLDEN MODEL FAT REDUCING DIET- ARYPLAN”. Loseuglyfat (not glandular). Slenderize. Have a “GOLDEN MODEL” figure. Look and feel years younger. You may take “GOLDEN MODEL” as a dietary supplement if you feel the need of it. Men want wives, sweethearts who keep t h e i r youth, loveliness, wear flattering clothes. If you are over- weight, ashamed of your figure, don’t delay — start the “GOLDEN MODEL FAT REDUCING DIET- ARY PLAN” today. Five weeks’ supply, $5.00. MANITOBA BIRDS AMERICAN ROBIN Planesticus migratorius Dark-greyis-brown above, blackening on tail and head, extending over face to throat, where it is broken into short white dashes. All breast and abdomen pure brick red. Young birds have breast spotted with black and flecked with dull white. Distinclions— Size and full red breast distinguish the Robin too well for mistake. Nesting—Frequently in fruit or shade trees or about build- ings. Nests of coarse grasses, leaves, rootlets, etc., with an inner cup of mud, lined with fine grasses. Distribution—North America. In Canada across the Dominion, north to the limit of trees. There is no bird in North America that comes into such close and intimate relationship with man as the Robin. Its cheery voice is looked for as the harbinger of spring. When it disappears in the fall we know that winter is almost upon us. Economic status—Forty-two percent of its food is animal, mostly insects, the remainder is mostly berries and smedl fruits. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-242

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.