Lögberg - 10.11.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. NÓVEMBER, 1949.
5
ÁHUGA/HÁL
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
SKÁLDKONAN OG LISTAKONAN HEDVIG COLLIN
Eftir Rannveigu Schmidt
Ef vinkona mín Hedvig Collin vissi, að ég væri að skrifa grein
um hana, þar sem ég kalla hana skáldkonu, þá myndi hún hlæja sig
máttlausa . . . en svo myndi hún státa sig að titlinum með mikilli
ánægju. Og ég held því fram, að hún sé skáldkona . . . hún hefur
mikið hugmyndaflug og skrifar ágætlega. Það eru bapna- og ungl-
ingabækur, sem hún skrifar, en fáir kunna að setja sig inn í hugs-
analíf hinna ungu eins og hún. Hún er viðurkennd sem einhver hinn
bezti teiknari fyrir börn, bæði í
Norðurálfunni og í Ameríku og
eins nýtur hún mikils álits sem
'höfundur bamabóka. Eg þarf
ekki að fara lengra en vísa til
bókarinnar Wind Island — Vind-
eyjan — sem valin var af „Junior
Literary Guild“ í New York sem
bezta bók eins mánaðarins árið
1945. Bókin átti miklum vin-
sælda að fagna í Ameríku og er
nú að koma út í París á frönsku
í tíu þúsund eintökum.
Margir hér í Reykjavík hafa
hitt Hedvig Collin, sérstaklega á
sýningunni hennar sumarið 1946,
og enn fleiri þekkja hana af bók
hennar „Hróar og Helgi“, sem
kom út fyrir jól í hittiðfyrra og
seldist mjög; einnig af teikning-
um hennar í „Ragnari loðbrók“.
Svo eru hér margir af „eldri ár-
göngunum“, sem enn eiga dansk-
ar söngvabækur með teikningum
eftir hana frá æskuárunum.
Hedvig Collin á langan listferil
að baki. Fyrstu listmenntun sína
fékk hún á listaskóla Kaup-
mannahafnar; síðan lærði hún að
mála í París, Hún hefur ferðazt
mjög mikið um heiminn, dvalið
langdvölum á Italíu og Þýzka-
landi, verið í Grikklandi og
nokkra mánuði var hún einu
einu sini í Rússlandi með vin-
konu sinni, rithöfundinum Karin
Miohaelis. Þær skrifuðu og
teiknuðu BIBI-bækurnar saman,
en þær barnabækur hafa notið
mikilla vinsælda og hafa komið
út á tuttugu og tveim tungumál-
um.
í Bandaríkjunum d v a 1 d i
Hedvig Collin öll stríðsárin. Hún
kom til New York í heimboði
American-Scandinavian Foun-
dation um það bil að Hitler rudd-
ist inn í Danmörku. Enginn
þekkti hana í Ameríku, en þegar
hún varð peningalaus — en ó-
mögulegt var að fá peninga frá
Danmörku — fór hún að vinna
fyr-ir sér sem teiknikennari á
kvennaskóla og með því að mála
andlitsmyndir, síðar gaf Viking
Press út sögur hennar, en er
stríðinu lauk hafði hún unnið sér
frægð og frama í Ameríku.
Lengst dvaldi hún í Kaliforníu,
en einnig í Maine, Minnesota,
New Mexico og Florida.
Þegar stríðinu lauk fór Hedvig
Collin heim til Danmerkur. Þar
STYRK OG STALHRAUST
DVERG-RUNNA
JARÐARBER
Ávextir frá fyrsta árs frœi;
autirœktutS, sterk og varanleg;
þroskast ágætlega fyrripart
sumars unz þau deyja af
frosU eru sérlega bragtSgóð og
llkjast safarikum, villijarð-
berjum; þau eru mjög faijeg
fitllts, engu siður en nytsöm,
og prýða hvaða stað sem er,
pó þau séu smærri en algeng
jarðarber, sem höfð eru að
verzlunarvöru, eru þau þö
stærst sinnar tegundar og
skera sig úr, og skreyta garða,
Vegna þess hve fræsýnishorn
eru takmörkuð, er vissara að
panta snemma, (Pakki 25c) (3
pakkar — 50c) pöst frltt.
höfðu ræningjar látið greipar
sópa um eignir hennar. Hús
hennar á Fanö var að mestu í
rústum og stolið þaðan öllu, sem
hönd mátti á festa, þar á meðal
dýrmætum málverkum gamalla
meistara.
Jonas Collin, langafi Hedvig
Collin, veitti ævintýraskáldinu
H. C. Andersen hjálp og stuðning
í vandræðum hans og fátækt á
yngri árum, þegar enginn vildi
við honum líta, en Collin þessi
varð heimsfrægur fyrir. Afkom-
andi hans, Hedvig Collin, er,
meðal annars, fræg fyrir teikn-
ingar sínar í fegurstu útgáfu
Andersensævintýranna á frön-
sku . . .
Eins og oft er um listamenn er
Hedvig Collin sérvitur nokkuð.
Hún á t. d. erfitt með að muna
mannanöfn og á því til að kalla
fólkið þeim nöfnum, sem henni
finnst hæfa því. Hún veit auð-
vitað vel, að útgefandi bóka
hennar hér á Islandi heitir Jakob
Benediktsson, en henni dettur
aldrei í hug að kalla hann annað
en Benjamín — og þá oft: „hann
Benjamín minn! Eg man, að það
er eitthvað úr bilíunni“, segir
hún. — Sjálfa sig kallar hún öll-
um mögulegum nöfnum. — Þeg-
ar hún heyrði, að afkomendur
Egils Skallagrímssonar væru
margir hér á Islandi — en Egill
er uppáhald hennar úr sögunum
— útnefndi hún sjálfa sig strax
sem afkomanda Skallagríms
gamla . . . og ekki var hún fyrr
búin að ákveða þetta en hingað
fóru að berast bréf frá henni með
afsendaranafninu Heiðveig
Skallagrímsdóttir . . . jafnvel á
hún til að undirskrifa bréf sín
„S k a 11 a g r í m s a“, eða bara
„Grímsa“, þegar hún þá ekki
„fordanskar“ það og undirskrifar
sig „Skallagrimrian“!
Ást á Islandi fékk Hedvig
Collin, er hún las sögurnar í
æsku.
Hún er kona blátt áfram,
vingjarnleg í viðmóti, en hún er
einnig „elegant“ heimsdama og
samir sér hvar sem er. Hún getur
verið framúrskarandi fjörug og
skemmtileg og segist alltaf hafa
verið fallega-ljót og ef til vill er
nokkuð til í því
Þegar Hedvig Collin kom hing-
að fyrst sumarið 1946, þóttist hún
myndi læra íslenzku á þrem
mánuðum — hún talar mörg mál
— en íslenzkan veittist henni
erfið! Þegar hún var að fara héð-
an í síðara skiptið, í hittiðfyrra,
spurði ég hana, hvað hún eigin-
lega hefði lært í íslenzku . . . „nú
skaltu heyra“, sagði hún hlæj-
andi. „Kron, Síld og fiskur, Silli
og Valdi“!
Henni þótti gaman að orðinu
lislakona á íslenzkunni, en hún
heyrði það í fyrsta sinn á Akur-
eyri og sagði mér þetta sigri
hrósandi: „Veiztu, hvað ég er?
Listakona, sem lister sig op í
Lystigarðinn“!
Hedvig Collin undraðist mjög,
að enginn Islendingur vildi taka
á móti drykkjupeningum, „þetta
er stolt þjóð“, sagði hún full að-
dáunar.
Hedvig Collin hefur skrifað
unglingabók, sem heitir „Helga
Jarlsdótiir", inndæl bók, bæði að
innihaldi og teikningum. Efnið
Fréttabréf frá New York
Efiir GU»NA ÞÓRÐARSON
240 vestur í 104 stræti,—sunnudaginn 28 ágúst. —
Maðurinn, sem selur blöðin á götuhorninu fyrir framan glugg-
ann minn, sá ekki ástæðu til að kalla upp neinar sérstakar fréttir í
morgun. Þó skyldi enginn halda, að tíðindalaust væri í stórborginni
og ekkert væri að frétta af högum milljónanna, sem búa í þrengsl-
unum á Manhattan eða úthverfum New York borgar.
Hitt er sönnu nær að hin alvar-
legustu tíðindi þykja ekki stór-
fréttir, ef þau eru afleiðing lang-
varandi aðdraganda. Þannig er
það líka heima og þess vegna
senda fréttaritarar blaðanna oft
ekki frásagnir af atburðum í
heimasveit sinni, sem þeim þykja
ekki stórtíðindi eða fréttnæm, þó
merkileg tíðindi og nýstarleg
þyki í öðrum landhlutum.
Úisölur og verðfall.
Það, sem einkum setur svip
sinn á New York borg þessa dag-
ana umfram hið venjulega, er
ekki starfsemi sameinuðu þjóð-
anna í Lake Success, koma Bev-
varpið heldur heiðri þeirra svo
ríkulega uppi, að Bevin, Cripps
og Harrison er nokkur vorkun.
Blöðin hérna hafa að undan-
förnu gert sér all tíðrætt um
fjárhagsörðugleika Breta og doll-
araskort. Kennir ýmissa grasa í
þeim skrifum og sumra ekki allra
fallegra.
Bevin og Cripps eru væntan-
legir til Washington í þessari
viku, þar sem þeir ætla ásamt
fulltrúum Kanadastjórnar að
ræða dollaravandamálið. Orð-
rómur hefir einnig gengið um
það að undanförnu að Banda-
ríkjamenn væru þess fýsandi, að
nú eru sýndar hér má nefna nýja
ameríska mynd byggða á skáld-
sögunni — „Madame Bovary,“
þar sem Jennifer Jones og James
Masonn leika aðalhlutverkin, en
þau eru bæði vinsælir kvik-
myndaleikarar heima á Islandi.
Þá er sýnd hér mjög merkileg
og athyglisverð kvikmynd um
hið svokallaða svertingjavanda-
mál. Nefnist hún: „Lost Bound-
aries.“—Brezku kvikmyndirnar
Hamlet og Rauðu skórnir ganga
hér báðar enn, eftir meira en ár,
og er erfitt að fá aðgöngumiða,
nema að panta mörgum vikum
fyrirfram.
Blaðasalinn í góðu skapi.
Eg byrjaði þetta bréf með því
að minnast á blaðasalann á horn-
inu á Broadway og 104. götu, og
það hvað hann hefði verið dauf-
ur í dálkinn í morgun vegna þess
að ekkert var í fréttum. Hann hef
ir nefnileg ekki um langt skeið
komizt í jafn góða stemmningu
og um daginn, en þá kallaði hann
rosafréttina hátt og snjallt. En
er sótt í Harðar sögu Hólmverja,
margar teikningar af Hvalfirði
í bókinni, og nútíma íslendinga
hefur hún sem fyrirmyndir sögu-
hetjanna. Teikningarnar eru
bæði fallegar og mjög nákvæm-
ar, eins og henni er lagið. Það
hefði verið gaman ef þessi bók
hefði getað komið fyrst út á ís-
landi, en þess var ekki kostur.
Nú á hún að koma út í Svíþjóð.
Það er ósiður, sem algengur er
í voru landi, að forvitnast um
aldur manna. Minnst hundrað
sinnunm — og ég er ekkert að
ýkja — hef ég verið spurð, hvað
Hedvig Collin sé gömul . . . og,
svei mér þá, ég veit það ekki!
Helzt vildi ég svara: Hún er
kona, sem engan aldur hefur . . .
kannske er hún hundrað ára,
kannske þrjátíu og fimm . . . en
þó líklega hvortugt! En fjörið og
starfþrekið er einns og í tuttugu
og fimm ára stúlku. Þegar hún
ekki er að vinna, teikna mála eða
skrifa, þá er hún að ferðast. í
fyrra vetur var hún hjá systur
sinni í París, þeirri sem gift er
frægasta leikara og leikstjóra
Frakka, Louis Jouvet . . . en
kvikasilfrið í henni Heiðveigu
Skallagríms lætur hana aldrei í
friði. Hún hefur verið í Maine í
Bandaríkjunum í vetur, og
kannske kemur næsta bréfið frá
Brasilíu eða Norðurheimskaut-
inu . . .
Hér í Reykjavík er maður, sem
segist hata alla útlendinga. Hann
er þekktur fyrir gamansemi sína
og fyndni, en hann komst svo að
orði, þegar hann sá Hedvig
Collin, að hún liti út eins og
kona, sem lifað hefið villtu lífi.
Þetta var skrítið, vegna þess, að
það var svo mikil fjarstæða, enda
hló hún dátt, þegar henni var
sagt það. Hún málaði ágæta
mynd af þessum gamansama
manni, og játaði hann afbrot sitt
og vildi bæta fyrir það með því
að senda henni villiar rósir . . .
en hún fékk bara aldrei rósirn-
ar — líklega fengust þær ekki í
bænum. Jæja, síðar skrifaði
Hedvig Collin frá París: „París
er staðurinn fyrir mig, sem lifað
hef villtu lífi — án villtra rosa!
Eða hvað heldurðu . . . “
H. C. er tryggur og traustur
vinur vina sinna — og óvini sína
lætur hún engu skipta, ef hún á
þá nokkra.
Hún dvaldi á íslandi þrjá mán-
uði sumarið 1946 og átti þá heima
hjá fjölskyldu Sigurðar Hlíðar,
yfirdýralæknis og alþingis-
manns. Þá var hún heppin með
veðrið og sá töluvert af landinu,
en landslag og litir heilluðu hana
mikið. Hún hélt málverka- og
bókasýningu á Akureyri og eins
í Reykjavík. Svo kom hún aftur
árið eftir, hélt þá enga sýningu,
en vann mikið. Þær sex vikur,
sem hún dvaldi hér málaði hún
fjögur olíumálverk af fólki og
teiknaði á að gizka átján myndir,
mest af börnum — og var vel að
verið.
H. C. er hrifin af mörgum ís-
lenzkum málurum og finnst
henni mikil þörf að reisa hér
listasafn. Kjarval metur hún
mest allra íslenzkra málara, og
segir, að hann sé ekki eingöngu
mestur málari Islands heldur
mestur málari sem nú sé uppi!
Eg hef séð hana standa fyrir
framan eitt af málverkum Kjar-
vals og bókstaflega tárast af
hrifningu . . . Það geta verið
skiptar skoðanir á því, hve góður
málari hún er sjálf, en hún er
heimsfrægur teiknari og viður-
kennd sem listakona . . .
Það er enginn efi á, að hún
elskar Island og allt, sem íslenzkt
er og hún er kona, sem ber hróð-
ur Islands víða um lönd.
Það myndi ekki koma mér á
óvart, að hún Heiðveg Skalla-
grímsdóttir ætti eftir að koma til
íslands á hverju sumri héðan í
frá. Vikan
Rithöfundurinn, frú Rannveig
Schmidt, s ý n d i kvennasíðu
Lögbergs þann góðhug að láta
henni í té þessa ágætu ritgerð og
kann ég henni hjartanlegur
þakkir fyrir það. I.J.
ins og Cripps, né leikur Rex
Harrisons í leiknum um Hinrik
VIII. og Önnu Boleyn, þó að allt
séu þetta merkir atburðir, hver
á sinn hátt, heldur er það hið öra
verðfall á flestum iðnaðarvörum,
svo sem rafmagnstækjum, fatn-
aði, bílum og mörgu fleiru. Búð-
arfólkið virðist varla hafa við að
skipta um verðmiða og sums
staðar er oft búið að strika yfir
gamla verðið og nýtt og lægra
verð komið fyrir neðan. Útsölur
eru tilkynntar á stórum hvítum
spjöldum með litsterkum og á-
berandi stöfum. Ókunnugum
virðist engu líkara en söluæði
hafi gripið um sig, en fólk sé
af einhverjum orsökum ekki að
sama skapi fúst til að kaupa. Og
nú er því spáð af viðskiptasér-
fræðingum að verðlækkunin eigi
enn eftir að halda áfram í næsta
mánuði með öllum þeim afleið-
ingum, sem það hlýtur að hafa
í för með sér fyrir þjóðina.
Það er vísu fast fyrirbrigði að
mikið sé um útsölur og verðlækk
anir á haustin, en nú er þetta
hvorttveggja með langmestu
móti.
Vaxandi aivinnuleysi.
Verðlækkunin og hin minnk-
andi eftirspurn hefir í mörgum
tilfellum haft það í för með sér
að fyrirtækjum og verksmiðjum
hefir verið lokað eða verulega
dregið úr starfseminni. Þetta hef-
ir aftur í för með sér það, að hóp-
ur atvinnulausra fer stöðugt vax-
andi og er atvinnuleysið nú mun
meira en það hefir verið í Banda-
ríkjunum um langt árabil. At-
vinnuleysið hefir það svo aftur
í för með sér að færri geta keypt
þá framleiðslu, sem selja þarf og
það á aftur sinn þátt í hinum tíðu
verðlækkunum. Jafnvel fram-
boðið á nýjum bílum er orðið
svo mikið, að nýju tegundirnar
sumar eru farnar að lækka í
verði. En Bandaríkja menn hafa
til skamms tíma orðið að bíða
marga mánuði eftir því að fá
keyptan nýjan bíl á réttu verði.
Verðlag á íslandi og í U.S.A.
Verð á lífsnauðsynjum fólks,
þeim brýnustu, lækkar hins veg
ar ekki í verði. Matvæli eru yfir-
leitt tiltölulega dýr hér borið
saman við verð heima og kaup
fólks þar og hér. Þannig kostar
t. d. líterinn af nýmjólk um kr.
1.30 og tæpt pund af frosnum
fiski um kr. 2.60.
Föt eru hins vegar öll nema
barnaföt tiltölulega miklu ódýr-
ari hér en heima og þakka menn
hið lága verðlag góðri skipulagn-
ingu við framleiðslu þeirra.
Þannig kosta hér t. d. föt úr
beztu efnum um 189 krónur, sem
þykja ódýr í Reykjavík á fimm
hundruð.
Á að flytja Breta Veslur
um haf?
Eg gat áðan um Sameinuðu
þjóðirnar, Bevin, Cripps og Har-
rison. Sameinuðu þjóðirnar er
víst algjör óþarfi að kynna fyrir
íslenzkum blaðalesendum. Út-
Bretar lækkuðu gengi sterlingS'
pundsins, en í Bretlandi eru
daufar undirtektir undir það. Er
haft eftir brezkum stjórnmála-
mönnum að þeir skyldu lækka-
pundið, - ef Bandaríkjamenn
lækki dollarann og nefna máli
sínu til áréttingar að helmingi
hærra gangverð sé á gulli í
Bandaríkjunum en skráningar-
verðið er, miðað við dollar.
Annars sagði eitt af íhalds-
sömu stórblöðunum hér „The
New York Journal American“ að
fjárausturinn til Evrópuþjóð-
anna væri tilgangslítill, og ef
Bandaríkjameún ættú að halda
áfram að halda þessum þjóðum
uppi væri eins gott að kippa þeim
yfir pollinn. Blaðið segir, að Bev-
in og Cripps komi til þess að bið-
ja Bandaríkin um að „Bjarga
Englandi,“ einu sinni enn og þá
brezku sósíalistastjórninni um
leið. Segir blaðið, að það sé ekki
ánægjuleg pílagrímsferð fyrir
Cripps og Bevin, að fara til Wash
ington til að biðja ameríska
Kapitalista að bjarga brezkum
sósíalisma.
Leikhús og kvikmyndir.
Leikhúslífið í New York er nú
að byrja að færast í aukana aftur
eftir hina miklu sumarhita. Mörg
leikrit og „revíur“ eru sýndar
samtímis og fer gott orð af ýmsu.
Eg hefi ekki átt þess kost að sjá
nema eitt, en það er tilkomumik-
ið leikrit eftir Maxwell Ander-
son, sem heitir „Anne of the
Thousand Days“ og er byggt á
sögulegum atburðum úr hfi
Hinriks VIII. og Önnu Boleyn.
Kunnur kvikmyndaleikari, Rex
Harrison, leikur aðalhlutverkið,
Joyce Redman. Af öðrum merki-
legum leikritum, sem hér ganga
má nefna „Dauði sölumannsins,“
verðlaunaleikrit eftir amerískan
höfund.
Af merkum kvikmyndum, sem
Nýir prófessorar
Rektor gat þess, að þrír dós-
entar, dr. Björn Magnússon, dr.
Björn Guðfinnsson og séra
Sigurbjörn Einarsson, hefðu nú
verið skipaðir prófessorar og að
nýr franskur og norskur sendi-
kennari kæmi að Háskólanum í
stað þeirra sem áður voru.
Þá skýrði hann frá því, að
fimm stúdentar frá hinum Norð
urlöndunum (einum frá hverju
landi hefði verið boðið að stunda
nám við Háskólann í vetur og
myndu þeir sérstaklega leggja
stund á norrænu.
Náttúrugripasafn nœsta
verkefni
Af verklegum framkvæmdum
hefði nú verið unnið á Háskóla-
lóðinni á s.l. ári fyrir 700 þús-
hún Var sú, að hjónaleysi ein
höfðu þá verið dæmd til lífláts
í rafmagnsstólnum fyrir morð,
ekki eitt heldur mörg, sem þau
höfðu framið í fjárgróðaskyni.
Málaferlin gegn þeim stóðu yf-
ir í eina þrjá mánuði og morðin
sjálf áttu sér langa og merkilega
sögu. Skötuhjúin höfðu bæði
gengið á sínum tíma í félagsskap
hér í borginni, sem ætlaður er
fólki, sem orðið er einmana í líf-
inu og langar til að giftast og
binda endi á einveruna. Dregur
klúbburinn nafn af þessu og heit-
ir „Klúbbur hinna einmanalegu
hjartna.“
Það er skemmst frá því að
segja, að skötuhjúin urðu ekki
leng ieinmana í þessum félags-
skap og það vildi þannig til, að
ástir bundust við þá, sem höfðu
yfir peningum að ráða. Frömdu
þau þannig nokkur morð til fjár
og komst ekki upp um illræðin
fyr en í vetur, en þá var fórn-
ardýrið öldruð kona.
Þessi aldraða kona og glæpa
maðurinn urðu brátt hinir mestu
mátar og ákváðu að giftast. Var
hún stórgjöful á fé við manninn,
en hann launaði þannig að hitta
hana með hjálparkonu sinni
kvöld eitt og réðu þau hana taf-
arlaust af dögum. Fóru með lík-
ið niður í kjallara hjá systur
morðingjans, án hennar vitundar
og vilja og grófu það þar niður í
gólfið.
Leiðist biðin eftir
rafmagnstólnum.
Þegar líkið fannst, komst upp
um illræðið og eftir nokkra leit
komst lögreglan á sporið, náði
skötuhjúunum og batt endi á
frekari ástarævintýri. Nú bíða
þau eftir rafmagnsstólnum og
annað þeirra hefir hótað að fyrir
fara sér áður en til þess komi.
Tíminn
kr., sagði rektor, en næstu bygg-
ingarframkvæmdir skólans yrðu
náttúrugripasafn. — Sagði hann
það höfuðnauðsyn, að ekki dræg
ist lengi að sérstök náttúrugripa
deild yrði stofnuð við Háskól-
ann.
Að lokum minntist rektor á
ýmsar meinsemdir, sem væru
farnar að grafa um sig í þjóð-
lífi voru.
Prófessor Finnbogi R. Þor-
valdsson flutti því næst erindi
um hafnarmál á íslandi, en að
lokum ávarpaði rektor hina
nýju háskólaborgara og hvatti
þá til ástundunar og dugnaðar.
Dómkirkjukórinn söng á Há-
skólahátíðinni undir stjórn dr.
Páls ísólfssonar. — Mbl. 1. nóv.
Háskóli íslands var settur í gœr
HÁSKÓLI ÍSLANDS var settur í gær í hátíðasal skólans. —
Meðal gesta var forseti íslands, hr. Sveinn Björnsson. Prófessor
Alexander Jóhannesson, rektor háskólans, hélt setningarræðuna,
en í upphafi máls síns minntist hann dr. Páls Eggerts Ólasonar.
Fór hann viðurkenningarorðum um störf hans. Kvað hann hafa
unnið íslenzkum fræðum ómetanlegt gagn.