Lögberg - 17.11.1949, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. NÓVEMBER, 1949.
5
/Ui U6AHAL
rVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
TVÆR KONUR KOSNAR Á ALÞING ÍSLENDINGA
Við nýafstaðnar kosningar til
Alþingis á íslandi, gengu tvær
konur sigrandi af hólmi; þær
eru sín af hvorum flokki, Krist-
ín L. Sigurðardóttir, kosin fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins, og
Rannveig Þorsteinsdóttir, af
hálfu Framsóknarflokksins. —
Kosning þessara tveggja kvenna
ber, að minsta kosti, vitni um
það, hve pólitískt jafnrétti
manns og konu hefir þróast örar
á íslandi en víða annars staðar;
jafnvel hér í Canada er mjög
skammt síðan að konur í Quebec
öðluðust kosningarétt og kjör-
gengi og nú sem stendur eiga
konur engan kvenfulltrúa á
þjóðþinginu í Ottawa. En það
er þó ánægjulegt að minnast
þess, að meðal þeirra fáu
kvenna, er náð hafa sæti á lög-
gjafarþingi hér, á undanförnum
árum, var ein kona af íslenzk-
um stofni, Salome Halldorson,
fyrverandi fylkisþingmaður í
Manitoba.
Báðir þessir nýju alþingis-
menn úr kvennastétt eru ókunn
ugir ritstjóra kvennadálka Lög-
bergs, en það er samt fagnaðar-
efni að óska þeim báðum og ís-
lenzku þjóðinni til hamingju yf-
Margaret R. Bowes, sem hefir
dvalið um ellefu mánuði í Hong
Kong og ferðast víða þar eystra,
ritar nýlega eftirtektarverða
grein í Saturday Night um
frelsisbaráttu kvenna í Austur-
löndum. Hér fer á eftir útdrátt-
ur úr greininni:
„Ein sú stórkostlegasta bylt-
ing, se msögur fara af, á sér stað
um þessar mundir í Asíu, þó hef
ir hennar verið harla lítið getið
í blöðum og útvarpi. — Fleiri en
575 miljónir kvenna, frá Kyrra-
hafsströnd Asíu til Arabíuhafs-
ins, hafa sagt ströngum erfða-
venjum stríð á hendur. Frá
Tókyó í Japan til Soerakarta í
Austur-Indíu; frá Shanghai í
Kína til Karachi á Indlandi eru
konur að berjast við að brjóta
af sér aldagamla hlekki, er
hnepptu þær í ófrelsi er nálgað-
ist þrældóm.
Síðan á stríðsárunum hefir
þessi eindæma uppreisn gegn
kúgun erfðavenjanna farið hrað
vaxandi. Ef til vill hefir styrjöld
in haft áhrif í þá átt að vekja
frelsiskröfur kvenna í Austur-
löndum; fjöldi þeirra tóku virk-
an þátt í baráttunni gegn hinu
japanska innrásarliði. — Kven-
frelsishreyfingin í Japan var, í
raun og veru, hafin af McArthur
hershöfðingja, sem þáttur í við-
leitni hans að gera japönsku
þjóðina lýðræðissinnaða. —
1 fylkingarbrjósti standa hin-
ar mentuðu konur Austurlanda
en forustuna hafa afburða kon-
ur eins og Madame Chiang
Kai-shek, Madame SunYat-sen
— og, vitaskuld, frú Vijaya
Lakshmi Pandit, hin gáfaða og
ýndislega systir forsætisráð-
herra Indlands, Pandit Nehru.
Meira en helmingur allra
kvenna í heiminum taka þessar
konur sér til fyrirmyndar; á-
hrifavald skoðana þeirra er svo
sterkt, að aldagamlir rótgrónir
siðir eru að upprætast og stór-
viðburðir eru að gerast í sög-
unni.
Þegar ég dvaldi í Hong Kong
varð ég fyrst vör við þessi nýju
öfl, sem voru að verki meðal
kvenna í Asíu, er fólk ímyndar
sér að séu enn auðsveipar og
niðurbældar. Ég komst að því,
að byltingin, sem hófst í Norður
Ameríku um aldamótin, hefir
ekki einungis náð hingað heldur
ir kosningasigri þeirra, vegna
þess, að einungis í lýðræðislandi
eru slík þróunarskref virt og að
makleikum metin.
Margar dætur íslenzkra frum
Herja í þessari álfu hafa fylgst
með því, sem gerst hefir í fram-
sóknarbaráttu kvenna á íslandi;
b'arátta Elínar Briem og Bríett-
ar Bjarnhéðinsdóttur er þeim
enn í fersku minni. Þær minn-
ast einnig fyrstu konunnar, sem
kosin var á Alþing, Ingibjargar
H. Bjarnason og þeirra, sem á
eftir komu, Guðrúnar Lárus-
dóttur og Katrínar Thóroddsen,
að ógleymdum þeim mikilhæfu
konum, sem sæti hafa átt í bæj-
arstjórn Reykjavíkur.
Island veitti konum stjórnar-
farslegt jafnrétti 19. júní 1915,
— fyr en flest önnur lönd; nú
skipa konur tvö af fimmtíu og
tveimur sætum á Alþingi, hlut-
fallslega fleiri en í flestum öðr-
um löndum. Það er umhugsunar
vert að ein fámennasta þjóðin í
heimi skuli verða ein allra
fyrsta þjóðin í heimi til að meta
að verðugu mæður mannkyns-
ins.
er hún komin á hátt stig, sér-
staklega í Kína. —
Umgengnisfrelsi og frelsi yfir
leitt er samfara í menningarþró-
un hverrar þjóðar. Hinn grimmi
legi siður, að fastvefja fætur
meybarna og gera þannig kín-
verskar konur að krypplingum,
var lagður niður fyrir tveimur
mannsöldrum, og nú ganga kon
ur frjálslega um, taka þátt í í-
þróttum og í sumum stórborg-
um danza þær á líkan hátt og
systur þeirra í vestrænum lönd-
um, þótt eldra fólkið hafi ýmug-
ust á slíku framferði.
Æðri stéttar konur í heims-
borgum eins og Shanghai og
Hong Kong hafa þegar öðlast
allmikið frjálsræði; þeir tímar
eru um garð gengnir þegar þær
urðu að fela sig í skugga heimila
og hallarveggja, unz foreldrarn-
ir gáfu þær þeim mökum, sem
þeim þótti bezt henta. Hinar
ungu konur taka núorðið virkan
og giftudrjúgan þátt í viðskipta-
lífinu; margar inna af hendi hjú
skapar skyldur og utanheimilis-
störf í senn, og eiginmenn þeirra
sætta sig við þessa þróun með
meiru jafnaðargeði en viðgengst
með canadíska eiginmenn.
Áður en kommúnistar komu
til Shanghai var þar banki, er
stúlkur eingöngu starfræktu, og
það bar ekki á því að karlmenn-
irnir fældust bankann fyrir það.
Áhugi kvenna fyrir mannfé-
lagsmálum er að aukast. Kven-
félag kínverskra kvenna í Hong
Kong, er samanstendur af mörg
um hæfustu og áhrifamestu kon
um þeirrar borgar, hóf hifeyf-
ingu í þá átt, að fá umboðsstjórn
ina þar til þess að láta skrásetja
allar hjákonur; stefnuskrá fé-
lagsins miðar að því að afnema
fjölkvæni. —
Ein allra áhugamesta kven-
frelsiskonan, sem ég hitti þar
eystra, var kommúnisti — Kung
P’eng, fræg um allt Kínaveldi
fyrir fegurð sína, og sem rit-
höfundur og fyrirliði í skæru-
hernaði; hún skapaði sér nafn í
kínverskri sögu með því að
skipuleggja mótþróalið í Hópei
fylkinu, fyrst gegn Japönum og
síðar gegn Þjóðernissinnum.
Hún segir að hinar mörgu mil-
jónir kvenna, er vinna baki
brotnu í þorpum og á ökrum
Kínaveldis, séu dæmdar til að
deyja fyrir aldur fram, vegna
þess, að örbyrgð, vinnuharka og
sífeldar barneignir ofbjóði kröft
um þeirra og heilsu; það eina
sem geti bjargað þeim sé aukin
mentun og iðnaðartækni í land-
inu. Hún gerir sér vonir um að
kommúnistar muni bæta kjör
þeirra; allur heimurinn hefir
vakandi auga á því hvernig
kommúnistastjórnin reynist. —
Kvenfrelsishreyfingin hefir
borist til Philippine-eyjanna.
Stúlkur þar urðu áður að sækja
mentun sína í klaustur; þær
giftust ungar og aðalhlutverk
þeirra var að eignast sem flest
börn. Þar voru „þiparmeyjar“
sjaldgæfar! Síðan á stríðsárun-
um fer þeim stúlkum fjölgandi,
sem starfa utan heimilisins — í
skrifstofum og verzlunum. Og
nú er þess sjaldan krafist að
eftirlitskona sé í fylgd með
þeim, þegar þær fara á skemt-
anir með piltum, eins og áður
var siður.
Margar konur í Mindanao
hafa krafist þess að fjölkvæni sé
afnumið þrátt fyrir það þótt trú
arbrögð þeirra, Múhamedtrúin,
leyfi mönnum það.
Á Indlandi er hreyfingin að-
eins í byrjun; fyrir utan hinar
fáu fluggáfuðu konur, eiga kon-
ur þar langt í land ennþá. En
jafnskjótt og iðnaðartæknin
kemst á hærra stig og fjárhagur
landsins á fastari fót, munu kon
urnar — 170 miljónir að tölu —
láta meir og meir til sín taka.
Ef til vill, mun hinn eldheiti
þjóðræknisáhugi Nehrus, for-
sætisráðherra, í samlagi við al-
þjóðahyggju hans, gefa frelsis-
hreyfingu indverskra kvenna
byr undir vængi.
Kennari kvenna í Japan er
ameríska setuliðið; námsgrein-
'in er lýðræði. Þær fögnuðu því
námi; það veitti þeim sjálfstæði
í hugsun og gjörðum. Á einum
degi var sem nýr heimur opnað-
ist fyrir þeim, algerlega ólíkur
hinum gamla heimi, þar sem te-
drykkjusiðir, niðurröðun blóma
og sífeldar undirgefnislegar
hneigingar og beygingar voru
sterkir þættir í daglega lífinu.
Þær greiddu atkvæði í fyrsta
skipti í síðustu kosningum þar
í landi.
Ég gleymi aldrei svipnum á
ungri japanskri stúlku; hún var
leiðsögumaður fyrir ferðafólk,
sem var að skoða þinghúsið í
Tókyó. Andlit hennar ljómaði
um leið og hún benti í áttina til
þinghússins og sagði: „Konur
mega fara þarna inn, núna!“
Það er eftir að vita hvort lýð-
ræðið heldur velli í Japan eftir
að setuliðið hverfur burt, en eitt
er víst, að hinar ungu konur
munu ekki fríviljugar sleppa
sínu nýfengna frelsi.
1 suðaustur Asíu — Síam,
Malaya, Burma og Austur-Indíu
eyjunum halda gamlar rótgrón-
ar venjur, að mestu leyti, velli,
þó frelsishreyfingin sé farin að
bæra á sér þar. Það er táknrænt
að konur þar hafa kastað blæj-
unum, sem huldu andlit þeirra.
Fimm Malaya stúlkur sækja nú
Singapore háskólann; fyrir tíu
árum hafði engin árætt það.
Fram að þessu hafa flestar
Malaya stúlkur, sem tekið hafa
að sér stöðu, stundað kenslu eða
hjúkrun; nokkrar starfa við
kvikmyndar, útvarp og blaða-
mensku en mjög fáar í skrifstof-
um og verzlunum. „Það er af því
okkur skortir sjálfstraust“, sagði
ein stúlkan mér, „Við erum
flestar of feimnar til að takast
slík stöi'f á hendur“.
Hvort sem þessar stúlkur eru
óframfærnar eða ekki, reyna
þær eftir megni að ýta undir
hina miklu kvenfrelsisbyltingu
í Asíu. Þær giftast ekki á barns-
aldri eins og mæður þeirra
gerðu; þær neita að taka sem
eiginmenn þá menn, er foreldr-
arnir velja þeim, eins og við-
gekst í gamla daga; þær bíða
nokkur ár lengur og fiftast þeim
sem þær unna og þrátt fyrir
mohammedtrú þeirra, krefjast
nú margar konur að eiginmenn
þeirra sætti sig við einkvæni“.
Mannfagnaður
Eitt allra skemmtilegasta sam
sæti, sem ég hefi verið í, er það,
sem Óla Anderson var haldið í
hinu nýbyggða húsi hans að
Sherbrooke St. í Vancouver, 17.
sept. s.l. Um 60 manns tóku þátt
í samsætinu. Það vakti sérstak-
lega eftirtekt mína sem ókunn-
ugs manns, hve samkomugestir
voru myndarlegt fólk. í því sam
bandi datt mér í hug, hvort ekki
muni vera mest táp í því fólki,
sem leggur land undir fót og
lengst fer. ,Go west young man‘
var orðtak meðan vesturland
Canada var enn í eyði. Islend-
ingar, sem fyrst komu á þessa
strönd, fóru lengst íslenzku inn-
flytjendanna, — eða eins og sagt
var um Óðinn og flokk hans:
„Þeir fóru unz sjór tók við
þeim“. Lengra varð ekki farið.
Það þarf svo traust þrek til þess
að fara svo langan veg, að það
gengur í ættir, og þess vegna
eru íslendingar á Kyrrahaf s-
ströndinni svo gerfilegt fólk.
Orsakir til samsætisins voru
tvær: Fyrst sú að Óli átti fimm-
tugs afmæli. Önnur, að stórt og
vandað íveruhús, sem hann hef-
ir verið að byggja, er fullgert.
Óli Anderson er Ný-íslend-
ingur að uppruna. Kvæntist
ungur austur þar. Þau hjón eign
uðust 5 börn, sem öll lifa. Hann
missti konuna á meðan börnin
voru í ómegð. Er ekki heiglum
hent að horfast í augu við slík
örlög. En hver sem sá hann
þetta kvöld og börn hans hvert
öðru mannvænlegra, og húsið,
sem hann hafði byggt og með
því gefið börnunum yndælt
heimili, gekk þess ekki dulinn,
að þar var maður, sem þreýtt
hafði fangbrögð við örlögin og
sigrað.
Sigurður Torfason var forseti
samsætisins. Brá hann upp
skýrri mynd af framtaki Óla í
sambandi við börn hans og bygg
ingu heimilisins. Sagðist honum
vel, enda er hann maður vel viti
borinn og listhæfur. í lok ræðu
sinnar, afhenti hann Óla, sem
gjöf, frá samsætisgestum vand-
aðann gólflampa með marglitu
ljósi í undirstöðunni.
Veitingar voru framreiddar
af mikilli rausn. Á miðju borði
stóð afmæliskaka mikil og fög-
ur, gefin af Mrs. John Indriða-
son í New Westminster. Var
hún skreytt ljósum jafnmörg-
um og ár afmælisbarnsins voru.
Lagði af þeim birtu mikla um
salinn, unz afmælisbarnið
slökkti þau og þau liðu í djúp
þess liðna eins og æviárin.
Yfir borðum skipaði kærleiks
gleði öndvegi. Sannaðist þar hið
fornkveðna:
„Á meðan þrúgna gullnu tárin
glóa
og guðaveigar lífga sálaryl
þá er það víst að beztu blómin
gróa
í brjóstum sem að geta fundið
til“.
Ræður héldu: Mrs. Pearson,
Óðinn Þorsteinsson og F. O.
Lyngdal o. e. t. v. fl., sem ég hefi
gleymt. Var mál þeirra allra
viðeigandi við tækifærið og gaf
því fjölbreytta vinsamlega lit-
auðgi.
F. O. Lyngdal afhenti afmæl-
isbarninu klukku knúða af
rafurmagni, sem gjöf frá sam-
kvæmisgestum í enda ræðu
sinnar.
Sá, sem þetta ritar mælti
fram ferskeytlur þær, sem
fylgja þessum línum og talaði
fáein orð í óbundnu máli. Leit
hann svo á, að eftir útliti Óla
Andersons og fortíð hans að
dæma, mundi honum verða leik
ur einn að kvongast í annað
sinn og koma upp öðrum 5 börn-
um með hjálp konu; fyrst hann
hefði sýnt, að hann einn gat alið
upp þau 5 börn, sem hér sætu
við borðið, hvert öðru mann-
vænlegra.
Áður en staðið var upp frá
borðum kvaddi Óli sér hljóðs og
þakkaði heimsóknina og gjaf-
irnar með hjartnæmum orðum.
Sagði að þetta kvöld yrði sér
ógleymanlegt í endurminning
um ljós og hita. Síðan voru
sungnir ísl. og enskir söngv-
ar og stiginn dans langt fram á
nótt. J. S. frá Kaldbak
Til Óla Andersonar
á fimmtugasta afmæli hans, 1949
Sjálfsskyldu á svölum vang
sá þér enginn skeika,
þó að lægi fjall í fang
fáir munu eftir leika.
Forlögin þér fólu starf
föður bæði og móður.
Þeim sem hlotnast það í arf
þarf að vera góður.
Verkin föður virðast nóg
vera flestum seggja,
en eitt er víst, að þú gast þó
þunga borið tveggja.
Ófullkomnu orðin mín
inna málið rétta,
blessuð fríðu börnin þín
bera vitni um þetta.
Heiður bæði og heill sé þér,
hjartanlega, — Óli.
Þetta vinur augljóst er
alveg fjarstætt hóli.
J. S. frá Kaldbak
Kunnur rithöf undur
á sjötugsafmœli
(Frh. af bls. 1)
og hver sem ort hefur, þá er
ekki um að villast að þú, Þ.Þ.Þ.,
hefir einmitt lifað slíku lífi, ver-
ið vaskur maður og batnandi,
eins og Snorri segir. Því miður
hefir fjarlægðin meinað mér að
kynnast þér persónulega og
fylgjast með kvæðum þeim og
greinum, sem þú hefir vísast
stráð hversdagslega í íslenzku
blöðin úr nægtahorni gáfna
þinna. En þó hef ég lesið nóg af
kvæðum þínum og sögum til
þess að þekkja og meta fjör þitt,
manndóm og drengskap. En
einkum er mér þó hugstætt hið
mikla drengskaparverk er þú
hefir unnið minningu Vestur-Is-
lendinga, bæði í Vestmönnum,
Ævintýrinu frá Brasilíu og síð-
ast en ekki sízt í Sögunni miklu.
— Þótt þar skorti nokkuð á að
takmarkinu sé náð, þá eru þess-
ar bækur allar Grettistak, er
enginn mundi hafa reynt að
lyfta, er ekki hafði stórhug þann
og starfsþrek, er skáldið lýsir
svo fagurlega hér að ofan.
Fyrir það að lyfta þessu
Grettistaki vildi ég þakka þér
í kvöld.
En óska vildi ég þér enn
langra og starfssamra lífdaga,
svo að þér entist síðasti áfang-
inn til að fylla skarðið í vör
Skíða: að safna kvæðum þínum
í eina bók, og skrifa það, sem
eftir er sögunnar. Og enn vildi
ég óska þér þess, að íslendingar
beggja megin hafsins yrðu þér
heldur innan handar en hitt til
framkvæmdar málum þessum.
Þinn
STEFÁN EINARSSON
Johns Hopkins
University
Læknar og
sálusorgarar
(Frh. af bls. 2)
aðeins á sjúkdómstilfellið, en
ekki á sálarlíf mannsins.
Það er ekki nóg að læknir
þekki lyf. Hann verður einnig að
afla sér þekkingar á öllu við-
horfi sjúklingsins til lífsins,
vegna þess að það getur staðið í
náu sambandi við þau veikindi,
sem hann hyggst að lækna.
Þegar alls þessa er gætt, ætti
mönnum að vera það ljóst, að
jafnhliða læknisþekkingu verð-
ur að vera mannþekking og sið-
fræði. — Vanheilindi manna
verða eigi læknuð með meðul-
um eingöngu. Læknisfræðin er
ekki einhlít. Jafnhliða sjúk-
dómsgreiningu verður að vera
sálgreining, því að á bak við
sjúkdóminn liggja oft andlegar
og siðfræðilegar orsakir, sem
venjulegur læknir er ekki fær
að dæma um.
EITT vandamál, sem þráfald-
lega k’emur fyrir lækna, er það
hvort segja eigi manni, sem
gengur með ólæknandi sjúk-
dóm allan sannleikann. Þar
kemur margt til greina. I fyrsta
lagi, að sá sjúkdómur, sem tal-
inn er ólæknandi í dag, verður
máske læknandi eftir nokkurn
tíma með nýjum meðulum. Enn
fremur ber þess að gæta, að það
er ekki nóg að segja sjúklingn-
um sjálfum frá þessu, heldur
verður líka að taka tillit til ást-
vina hans. Og þá getur verið
nauðsynlegt að búa þá undir ó-
heillatíðindin. En mest af öllu
er þetta þó komið undir sálar-
þroska og trú sjúklingsins sjálfs.
Það er erfitt fyrir mann, sem
aðeins hefir lært læknisfræði,
að ráða fram úr því hvað rétt-
ast sé að gera, þegar hann tek-
ur tillit til alls þessa. Það mundi
líka vera erfitt fyrir þann, sem
aðeins hefir lært guðfræði. En
sá maður, sem lært hefði bæði
læknisfræði og guðfræði mundi
vera manna bezt fær að dæma
um hvað gera skyldi og taka
ákvörðun um það. _ (Þýtt).
Lesbók Mbl.
BIRTHDAY PORTRAIT
HER ROYAL HIGHNESS PRINCESS MARGARET—
Her Royal Highness Princess Margaret celebrated her 19th
birthday on August 21st, 1949. In this birthday portrait, taken at
Buckingham Palace, the Princess wears a white tulle evening dress
covered with sequin embroidered butterflies and a tulle sash in
pink, blue, mauve and yellow. She has a five-strand pearl necklace
and a pearl bracelet.
STÓRKOSTLEG BYLTING í AUSTURLÖNDUM