Lögberg - 15.12.1949, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.12.1949, Blaðsíða 8
16 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. DESEMBER, 1949. Séra Sveinbjörn Ólafsson ávarpaður í Akranes- kirkju, er hann predikaði þar 21. ágúst, 1949 „Ég hefi áður boðið séra Svein björn velkominn hingað, í gömlu kirkjuna hans og til bernskustöðvanna. Ég vil nú á- nýja óskir mínar til hans og biðja honum blessunar í bráð og lengd: Séra Sveinbirni hefur farið, eins og svo mörgum sönnum og góðum syni íslands, sem dvalið hefur langdvölum fjarri ættjörð inni, að hann hefur aldrei gleymt gamla Fróni og verið bundinn íslandi órofa trygðar- böndum og ástar, og þá alveg sérstaklega Akranesi, sem geym ir bernskusporin hans. Og þetta hefur séra Sveinbjörn sýnt í verki, þar sem hann hefur unn- ið að því með miklum drengskap að gera veg Islands og alls, sem íslenzkt er, sem mestan úti í hin um stóra heimi, er hann hefur starfað. Við þökkum þér, séra Svein- björn, það, sem þú hefur gjört og gjörir fyrir ísland, og bernsku stöðvarnar þínar, Akranes, þakkar þér alveg sérstaklega. Við vonum svo að heimkoma þín til íslands eftir hina löngu útivist hafi verið og verði þér gleðirík. Við höfum fagnað komu þirini hingað hjartanlega. Heill og blessaður á meðal okk- ar. Og þegar þú leggur frá land- Innilegustu óskir um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslend- inga, og góðs gæfuríks nýárs. $092, ^ÍSafle/ 'íeé^flmífeei inu þínu aftur og siglir í vestur- veg til ástvina þinna og safnað- ar, Þá signir Fjallkonan för þína móðurhendi og blessar góða son- inn sinn, og óskir og vonir þjóð- ar þinnar flétta sveig um höfuð þér. Þökk fyrir komuna, þökk fyr- ir tryggðina. Guð blessi þig. Guð blessi ísland“. Sungið var: „Island ögrum skorið“. Jón M. Guðjónsson Brautarlest með glerþaki. Milli Chicago og San Francis- co ganga nú sex járnbrautarlest- ir, sem sérstaklega eru ætlaðar skemmtiferðamönnum. Vagn- arnir eru allir úr gleri að ofan- verður, svo að hægt er að njóta fjallasýnar, en hún kvað vera dásamlega fögur á vesturhluta leiðarinnar. Að öðru leyti eru vagnarnir úr ryðfríu stáli. Og í gjallarhorni er farþegunum sagt frá stöðum er fyrir augun bera og eitthvað er frásagnavert um. ☆ Flóð og fjara Ósk mannkynsins um frið á stríðstímum er í mannkynssög- unni eins og flóð og fjara. Jólaræða Gregoríusar mikla Framhald af bls. 15 mannkyn það er farizt hafði í hinni fyrstu synd. Mikið er tákn guðs ástar og lítillætis! Maður hafnaði guði og hvarf burt frá honum, en guð elskaði mann og kom hingað til manna. Elskaði hann syndgan og gerði réttlátan. Elskaði hann sjúkan og gerði heilan. Elskaði hann ánauðgan og gerði frjálsan. Og elskaði hann svo fram arla, að hann seldi sig í dauða, að vér mættum lifa. En það er vitanda að þrjár eru tíðir heims. Ein fyrir lög, en önnur undir lögum, en þriðja undir miskunn. Tíð var fyrir lög allt frá upphafi heims til þess er Móses gaf hin fornu lög. Tíð var undir lögum frá Móse allt til burðar Krists. J5n miskunnar- tíð er frá burð Krists allt til enda heims, því að drottinn veitti miskunn í burð sínum öllu mannkyni því, er var fyrir lög og undir lögum og öllum þeim er eftir burð hans komu í heim. Þessar tíðir þrennar merkja þrjár messur þær, er þessa dags hátíð þjóna. Náttmessa merkir þá tíð, er kallast fyrir lög, því að þá var enn eigi lýst miskunn burðar Krists fyrir aldarfeðrum, svo sem náttmessu skal syngja fyrir allt dagjós. Miðmessa, er sungin er að dægramóti merkir lagatíð, því að lög spámanna lýstu nokkuð yfir burð Krists, þó að hann kæmi síðar fram, svo sem þessarar messu tíð hef- ir hlut af nótt og af degi. Dag- messa merkir miskunnartíð, því að burður drottins rak braut alla villunótt úr hjörtum trúaðra og sýndi eilíft ljós réttlátum mönn- um svo sem sálmaskáldið mælti: Upp rann ljós réttlátra eftir myrkur, miskunnsamur og rétt- látur drottinn! Göfgum vér þá, góðir bræður og systur, tákn endurbótar vorr- ar með hreinum hug og lofum vér drottin í öllum verkum mis- kunnar hans! Elskum vér drott- in, Jesúm Krist, borinn í vorum líkam, að vér megum sjá hann koung dýrðar, lifanda og ríkj- anda í sínu veldi fyr utan enda! Amen. Samvinnan Gleðileg jól og farsælt nýár... Við viljum grípa þetta tækifæri til þess að árna vinum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs. Viðskipti okkar við Islendinga hafa jafnan verið ánægjuleg, og við vonum að þau aukist frá ári til árs hlutaðeigendum til gagnkvæmra hagsmuna. x McCURDY SUPPLY COMPANY LTD. Ready-made Concrete, Coal# Wood and Builders' Supplies ERIN AND SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Phone 37 251 Hugheilar árnaðaróskir til Islendinga hvar, sem þeir eru búsettir! Gleðileg jól og gœfuríkt nýár! KEYSTONE FISHERIES LIMITED 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 277 WINNIPEG, MAN. G. F. JÓNASSON, eigandi og framkvæmdarstjóri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.