Lögberg


Lögberg - 22.12.1949, Qupperneq 2

Lögberg - 22.12.1949, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. DESEMBER, 1949 A fimtíu ára afmæli sínu var Reykjavík Torfbæjaborg Framhald. úr síðasta blaði. 63. Hákot. (Það var reist nokkru eftir aldamót 1800, rétt hjá Arabæ. Bjó þar lengi Þórður Gíslason og síðan Jón sonur hans, bæjarfulltrúi og merkur maður, d. 1902). 64. Vigfúsarkot. (Það hét fyrst Helgakot í höfuðið á Helga nokkrum Þorkelssyni, er það reisti. Seinna bjó þar Vigfús halti Pétursson vefari og þá skipti bærinn um nafn. Þar bjó seinast Þórður útvegsbóndi Torfason faðir Þorgríms læknis í Keflavík. Vigfúsarkot brann með Glasgow). 65. Hóll eða Hólkot (var nyrst í Grjótaþorpi. Þar bjó Ásmund- ur faðir Jóns, sem lengi var af- greiðslumaður hjá Sameinaða. Ásmundur var afi Árna Eiríks- sonar leikara og kaupmanns. Seinna bjó þarna Guðmundur Þórðarson, einn af Borgarbæjar- bræðrum og gerði garðinn fræg an. Hann var venjulega kallað- ur Guðmundur á Hólnum. Hann var mikils metinn borgari og bæjarfulltrúi. Nyrst á Hólslóð- inni stendur nú Vesturgata 9. Hóll var kallaður ,,Kófið“). 65. Borgarbær (var fyrir norð an Brekkubæ. Hét hann upphaf lega Marteinsbær, kendur við Martein nokkurn Högnason, sem reisti hann. Guðmundur borgari Bjarnason keypti bæinn af Mar- teini og upp frá því var hann altaf kallaður Borgarabær. Son- ur Guðmundar var Þórður hafn sögumaður en synir hans hinir kunnu Borgarabæjarbræður: Guðmundur á Hólnum, Jón í Hlíðarhúsum, Pétur í Oddgeirs- bæ, Þorkell í Grjóta og Sigurð- ur í Steinhúsinu). 66. Höltersbær. (Hann hét upphaflega Þorfinnsbær og var kendur við Þorfinn Þorbjarnar son lögréttumann, , d. 1802. Seinna keypti bæinn N. N. Mel- bye beykir og var hann þá kall- aður Melbysbær. Síðar eignaðist hann Diðrik Hölter skósmiður og þá breytti hann enn um nafn og var kallaður Höltersbær). Höltersbær og Borgarbær voru rifnir samtímis og Glas- gow bygð þar. Eru þar enn kjall ararústir hennar. 67. Höll. (Réttu nafni hét kot þetta Helluland, en var í skopi kallað Höll. Það stóð þar sem nú er vesturendinn á húsum verzlunar Geirs Zoega, andspæn is Vesturgötu 11). 68. Dúkskot (var bygt um aldamótin 1800 af Jóni Jónssyni frá Dúk í Skagafirði. Var hann alment nefndur Jón dúkur og þannig dró bærinn nafn af hon- um. Dúkskot var altaf talið með betri bæjtim. Jón var hálfbróðir séra Jónasar í Reykholti föður Þórðar háyfirdómara). 69. Gróubær (var kendur við Gróu Ingimundardóttur frá Brennu og stóð rétt hjá Dúks- koti. Gróa var móðir Margrétar seinustu konu Einars Þórðarson ar prentara. Það er ekki ýkja- langt síðan að Dúkskot og Gróu bær hurfu og endinn á Garða- stræti var lagður yfir rústir þeirra). 70. Jafetsbær. (Þennan bæ mun hafa reist Einar Jafetsson faktor og var hann þá kallaður Norðurbær. Seinna bjó Jafet Einarsson gullsmiður þar, d. 1872, og skipti bærinn þá um nafn. Hann stóð þar sem nú er Vesturgata 15). 71. Merkisteinn rifinn og þar komið steinhús. (Þessi bær stóð þar sem nú er Vesturgata 12. Þar bjó lengi Kristján Jónsson, er hafði verið leiðsögumaður á dönsku eftirlitsskipi og þá tekið sér nafnið Hagensen. Eftir það vann hann að snjómokstri á vetr um, en bikun báta á sumrin. „En •á helgum dögum klæddist Hag- ensen uniformi með gyltum hnöppum, leifum frá þeim tíma er hann var til orlofs“). 72. —78. Hlíðarhúsabœimir eru í líku formi og 1830. (Þeir voru 7 alls og stóðu þar sem nú er Vesturgata 24—26 og austurend inn af Nýlendugötu. Tún Hlíðar- húsa, Götuhúsa og Landakots náðu saman. Hlíðarhús voru sjálfstæð jörð, eign Helgafells- kirkju á Snæfellsnesi. Bæirnir þarna hétu: Sundið, Skálinn, Miðbær, Jónsbær og Austurbær. Voru þeir taldir með beztu bæj- um og þar hafa búið margir merkismenn). 79. Melur, áður kallað Þórskot. (Stóð þar sem seinna voru bygð húsin Ás. og Hof, Sólvallagata 23 og 25). 80. Landakot (var ein af beztu hjáleigum Reykjavíkur, en var lagt til innréttinganna ásamt Götuhúsum. Skömmu eftir 1800 eignaðist Petræus kaupmaður það og síðar L. M. Knudsen kaupmaður. En 1837 seldi ekkja hans Helga G. Thordarsen dóm kirkjupresti. Bygði hann þar timburhús austan við bæinn, en lét hann standa. Þar bjó þá í nokkur ár frú Guðrún dóttir Stefáns Þórarinssonar amt- manns ásamt syni sínum Gísla Brynjólfssyni skáldi, er varð háskólakennari í Kaupmanna- höfn). 81. Fjárhús þar fyrir norðan, er nú rifið. (Það var einnig nefnt Fjárhúskot og stóð í Landa kotstúni). 82. Skakkakot. Á Hlíðarhúsa- túni var Skakkakot, er nú rifið. (Beint norður af Landakoti, en á Hlíðarhúsavelli, stóð upphaf- lega kot, sem Jaðar hét. En á uppdrætti Lievogs af Reykjavík er það kallað Skakk eða Skakka kot og festist það nafn við það. Það mun hafa verið rifið 1870. Þar bjó Teitur faðir Helga hafn- sögumanns). 83. Hali utast í túninu, stend- ur enn. (Þetta var gamalt býli og stóð á holti vestan við Landa kot og Hlíðarhúsatúnin. Þar bjó seinast Eyvindur Jónsson, al- kunnur ferðagarpur og fylgdar- maður útlendinga. Sonur hans var Ólafur verzlunarmaður, sein ast umsjónarmaður í Lands- bankanum). 84. Garðhús og tveir eða þrír bæir í Ánanaustum. (Garðshús stóðu fyrir vestan mýrina sem var á milli Bakkastígs og Brunn stígs. Þar bjó lengi Bjarni hafn sögumaður Oddson). 85. —87. Ánanaust. (Það voru þrír bæir og er ekki langt síðan að sá seinasti féll í valinn. Ána- naust var hjáleiga frá Hlíðar- húsum. Þar bjó eitt sinn Pétur Píslason faðir Gísla læknis á Húsavík og Eyrarbakka. Þarna reisti Alliance fiskverkunar- stöð sína). 88.—90. Götuhús. Á Götuhúsa túninu, sem kaupm. G. Zoega á, stóðu 3 bæir, sem nú eru allir eyðilagðir. (Götuhús, altaf köll- ug Göthús, stóðu norður og vest ur af þar sem nú er hús Geirs Zoega vegamálastjóra. Var það lengi hjáleiga frá Reykjavík, en lögð til innréttinganna. Á seinni hluta 18. aldar bjó þarna einn af merkustu mönnum Reykja- víkur á sinni tíð, Sigurður Er- endsson, Brandssonar lögsagn- ara Bjarnhéðinssonar. Þarna bjó síðar um hríð Einar Jóns- son, frá Dúki, faðir Bergþóru konu Ara Magnússonar í Skál- holtskoti. Smám saman hnign- aði Göthúsum, einkum eftir að jörðin var lögð til innrétting- anna. Eftir 1800 eignaðist Pet- ræus þau og þá munu hafa ris- ið þar upp tvö tómthúsbýli í viðbót. En 1862 eignaðist Geir Zoega býlið. Þá bjuggu þar þrjár fátækar fjölskyldur. Geir lét rífa alla kofana og slétta yfir rústirnar en girða landareign- ina. Var hún upp frá því köll- uð Geirstún). 91.—93. Sauðagerði. Fyrir ut- an garðana voru 1830 tvö eða þrjú kot í Sauðagerði. (Sauða- gerði var upphaflega beitarhús frá Hlíðarhúsum. En í byrjun 19. aldar risu þar upp nokkur býli í þéttri hvyrfing og hafa líklega öll verið kölluð Sauða- gerði. Þar bjó eitt sinn Jón Þór- arinsson, faðir Þórðar úrsmiðs og þeirra bræðra). 94. Þorgrímsstaðir (voru beint vestur af Landakoti, kendir við Þorgrím Eylífsson, föður Torfa prentara. Bærinn stóð um það bil þar sem Túngata og Bræðra borgarstígur mætast). 95. Bráðræði (var upphaflega hjáleiga frá Seli og bygðist um miðja 18. öld. Þótti það lítið kot og lélegt. Seinast bjó þar Magn- ús Jónsson frá Ármóti, afi Jóns Hj, Sigurðssonar læknis. Hann reif kotið og bygði þar timbur- hús). 96. Sel (var áður kirkjujörð, en seld undan kirkjunni um miðja 19. öld. Þar bjó á síðari hluta 18. aldar Þorfinnur lög- réttumaður, er síðar bygði Þor- finnsbæ. Þá tók við séra Bryn- jólfur Sigurðsson og bjó þar einn Reykjavíkurpresta. Þar bjó seinna Magnús Magnússon hreppstjóri, fyr á Lambastöð- um, en mikil ætt er frá honum komifi. Sonardóttir hans var Þóra, er lengi var ráðskona hjá prins Valdemar). 97. Steinholt. (Þar bjó seinast Jónas Jónasson lögregluþjónn). 98. Litla-Sel. Það stóð í Sels- túni og voru þar síðar þrjú býli: Litla-Sel, Mið-Sel og Ivar-Sel. Kent við ívar nokkurn Jónat- ansson). 99. Pálshús (voru á milli Sels og Bráðræðis. Þau voru kend við Pál son Magnúsar hreppstjóra á Lambastöðum og síðar á Seli). 100. Grimsstaðir voru fyrst bygðir um 1838—40. En í Görð- unum, sem kallaðir eru að sunn anverðu og í Kaulaskjóli var engin bygging. (Samkvæmt öðr- um heimildum voru Grímsstað- ir ekki reistir fyr en 1842. Hét sá Grímur Egilsson, ættaður af Seltjarnarnesi, sem þar settist að. Við hann var bærinn kend- ur og Grímsstaðaholt við bæ- inn). Þá telur Jón prentari ennfrem ur: 101. Fúlastjörn. 102. Rauðará var þar sem hún er og 103. Goshóll rétt fyrir norðan og austan hana er fyrir löngu rifinn. Ég gat þess hér áður að ein- hverjir bæir mundu hafa fallið úr hjá Jóni og er þá helzt að nefna þessa: 104. Þingvöllur. Þegar Hoppe stiptamtmaður ákvað að rífa Arnarhólsbæinn 1828, var þar ábúandi Sveinn nokkur Ólafs- son. Hann bygði sér þá lítinn torfbæ rétt fyrir ofan Bernhöfts bökunarhús, og gaf honum þetta stóra nafn. En kotið stóð ekki nema fá ár. Þar bjuggu þó eítir hann Sigurður Benediktsson og Kristín Jónsdóttir, foreldrar Vil helmínu konu Jóns Magnússon- ar Norðfjörðs frá Sjóbúð. — Þarna er nú verzlun Hans Pet- ersen. 105. Zuggersbær stóð þar sem smiðja innréttinganna hafði áð- ur staðið. Bæ þennan bygði Jó- hannes Zoega tugtmeistari (alt- af kallaður Zugger og þar af nafn bæjarins) og seinna þjó þar Jóhannes glerskeri sonur hans faðir Geirs kaupmanns, og í þess um bæ var Geir fæddur. Um 1845 ætlaði Jóhannes að endur- byggja bæinn en fékk ekki leyfi til þess. Vildi bygginganefnd ekki hafa torfbæ þarna. Þá reif Jóhannes bæinn 1847 og lét reisa þar timburhús. Þarna stóð sein- ast veitingahúsið Tjarnarlund- ur sem brann. Brúnsbær var upphaflega beykisíbúð og vinnustofa inn- réttinganna. En 1791 keypti mad. Gristine Brun (ekkja Bruns tugt meistara) kofana og bjó þar til æviloka. Var bærinn kendur við hana. 1808—09 bjó þar Peter Malmquist beykir, sem kunnur varð af fylgi sínu við Jörund hundadagakóng, og hjá honum bjuggu þeir Jörundur og Sa- vignac fyrst er þeir komu hér, áður en þeir gerðu stjórnarbylt- inguna. Bjarni Thorarensen assessor bjó þarna í tvö ár, 1813 —1814. Talið er að bærinn hafi verið rifinn um 1830, og má vera að það hafi verið heldur fyr svo að þess vegna telji Jón hann ekki í skrá sinni. — Brunsbær stóð rétt fyrir sunnan þar sem nú er Herkastalinn. 106. Sjóbúð. Þetta hefir líklega upphaflega verið sjóbúð frá Grjóta, en seint á 18. öld er bú- ið þar. Árið 1798 byggir Árni nokkur Þorsteinsson þar bæ. Þar bjó um skeið Magnús Jónsson Norðfjörð, faðir Jóns Norðfjörðs verzlunarmanns. Seinast bjó þar Bristján kðupmaður Þor- steinsson frá Brunnhúsum. Að honum látnum lét ekkja hans, Guðrún Sveinsdóttir, rífa bæ- inn 1859 og byggja þar timbur- hús. Guðrún giftist síðar Geir Zoega kaupmanni og bjuggu þau í þessu húsi. 107. Litla Landákot var í Landakotstúni og var stundum kallað Landakotskot. Það var selt undan eigninni 1857. Árið 1862 eignaðist það Geir Zoega kaupmaður og hafði makaskipti á því og Göthúsum. Hér eru þá talin rúmlega hundrað torfbýli. Um 1840 hafa þau verið nokkru fleiri, en þá voru íbúðarhús úr timbri um 40 að tölu. Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900 og þar af áttu 300 heima í timburhúsum, en hálfu fleiri í „kotunum“. Fólkinu var altaf að fjölga og þótti sumum nóg um og svo kvað Jón gamli Hjaltalín í Tíðavísum, þar sem hann getur um flutning land- læknis og lyfjabúðar til Reykja- víkur: Áður fjöldi ýta var ærinn saman kominn þar, brjál sýndist að bera því bákkafullan lœkinn í. EKKI var torfbæjaöldin á enda um þessar mundir, því að enn voru reistir margir torfbæir. Tók Skuggahverfið aðallega að Ibyggjast eftir 1840 og svo bætt- ust við nokkrir bæir í Þingholt- unum og Vesturbænum. Mun láta nærri að milli 40 og 50 nýir torfbæir væri reistir á tímabil- inu frá 1840—1890. Upp úr því breyttist byggingarlagið algjör- lega og bar einkum tvent til þess. Árið 1874 flyst hingað fyrst þakjárn, þykt og vandað, og varð Geir Zoega kaupmaður fyrstur manna til þess að láta setja það á hús sitt. Þetta þak er enn við líði, hefir dugað öll þessi ár og má af því marka hvað það hefir verið vandaðra heldur en þakjárn það, sem flust hefir á senni árum. Þak- járnið olli byltingu í byggingar- málum Reykjavíkur. Eftir að það kom var ekki sett torfþak á íbúðarhús og menn fóru að rífa torfþökin af bæjunum og setja járnþök á í staðinn. Má því segja að næst torfbæjaöldini hefjist hér bárujárnsöldin. Menn létu sér ekki nægja að hafa járn á þaki á timburhúsum, heldur klæddu þau öll með járni og helzt þetta þangað til sements- öldin (eða steinhúsaöldin) tók við, eða 30—40 ára skeið. Önnur höfuðorsök þess að torfbæjaöldin leið undir lok, var sú, að þegar Alþingishúsið var bygt, lærðu margir steinsmíði, og upp frá því var hætt við að hafa veggi bæjanna úr grjóti og torfi. Þá komu hinir svonefndu „steinbæir", sem margir standa enn í dag, með útveggjum úr höggnu og límdu grjóti. EINS og fyr er getið samdi Jón prentari skýrslu sína 1886. Þá var liðin torfbæjaöldin, sem staðið hafði um 90 ár. Það virð- ist því svo, sem honum hefði átt að vera innan handar að telja einnig alla þá torfbæi, er risu upp eftir 1840 og gera þann- ig fullkomna skrá um alla þá torfbæi, sem reistir voru í Reykjavík. En þótt hann hafi ekki gert það, er samt mikill fengur að skýrslu hans, því að hún sýnir hvernig úthverfin voru bygð þegar Reykjavík var fimtug. „Kotin“ voru hinn ís- lenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálf- dönsku fólki. Það lætur að líkum, að mis- munandi hafi „kotin“ verið bæði um frágang á byggingu og umgengni ytra og innra. Sum hafa verið örgustu greni og sennilega hefir þar oft farið sam an sóðaskapur og hirðuleysi íbú anna. Aðrir bæir hafa verið snotrir bæði að frágangi og um- gengni, þótt ekki væri þeir há- reistir og til sannindamerkis um það höfum vér ummæli Jóns biskups Helgasonar. Hann sagði í einu riti sínu, að sér sé í barns- minni mörg heimili efnalítilla tómthúsmanna, bæði fyrir aust- an bæ og vestan, þar sem mynd- arskapur blasti við manni þegar inn var komið, þótt fátt væri þeirra innanstokksmuna, sem á vorum dögum teljast ómissandi á hverju heimili. Og hann getur sérstaklega um nokkur fyrir- myndaheimili í torfbæjunum. Þessi nefnir hann 1 Austurbæn- um: Sölvahól, Steinsstaði, Stafn Pálsbæ, Loftsbæ, Eirnýjarbæ, I. í meðvitund allra Islendinga og þá ekki hvað sízt Norðlend- inga, hefir jafnan hvílt mikill ljómi yfir Hólastað, enda ekki að undra, því að þar var bæði menntasetur og miðstöð andlegs lífs á Norðurlandi um margar aldir, og þar gætti mjög hins ver aldlega valds sem kunnugt er. Það var vel ráðið, þegar ver- aldlegir höfðingjar og kirkjunn- ar menn, norðan lands, fóru þess á leit við Gissur biskup Isleifs- son, að sérstakur biskupsstóll yrði settur á stofn fyrir Norð- lendingafjórðung, og sýnir það vel víðsýni hins mikla kirkju- höfðingja, hve vel hann tók þess ari málaleitun Norðlendinga og hve vel hann skildi allar aðstæð- ur þeirra og þörf hinnar ungu kristni hér á landi. Þá var það og mikil gæfa NorðleTidingum, hve vel réðst um val hins fyrsta biskups á Hólum, Jóns Ögmunds sonar, er hann var þar fyrstur til biskups kjörinn 1106. Var hann tvímælalaust einn hinn mesti andans maður íslenzkrar kristni, að fornu og nýju, hvorki fyrr né síðar, mun hafa verið eins mikill ljómi yfir Hólastað sem um hans daga, þó að margir ágætis og á- hrifamenn hafi setið á Hólastóli í kaþólskum og lútherskum sið. Allir kannast við nöfn þeirra biskupanna: Guðmundar Ara- sonar og Jóns Arasonar og Guð- brandar Þorlákssonar, sem hver á sinn hátt gerðu garðinn fræg- an og höfðu mikil áhrif í íslenzku þjóðlífi um sína daga. Það má með sanni segja, að á Hólum í Hjaltadal hafi um marg ar aldir staðið sá viti í andlegu lífi þjóðarinnar, sem ekki að- eins lýsti um allt Norðurland, heldur um gjörvalt landið og þó nokkurn skugga kunni að bera þar á í ölduróti aldanna og allir hinna mörgu biskupa, sem sátu á Hólastóli, hafi ekki verið jafn miklir atgerfis og andans menn, þá dregur það engan veginn úr þeirri frægð, sem hvílir yfir stað og stóli og þeirri þakkarskuld, sem við eigum að gjalda þeim leiðtogum þjóðarinnar, sem þar báru brennandi blys fyrir þjóð- inni í andlegum efnum á liðn- um öldum. Þá megum við held- ur ekki gleyma þeim höfðings- skap og fórnarlund, sem fram kom hjá Illuga presti Bjarna- syni, er hann stóð upp af föður- leifð sinni „fyrir Guðs sakir og heilagrar kirkju“ og lét jörð sína fyrir biskupssetur og leysti þannig hnút þeirrar togstreytu, sem varð um það, hvar biskups- setrið skyldi standa, togstreytu, Suðurbæ, Söðlakotsbýlin og Skálholtskot. En þessi í Vestur- bænum: Melkot, Skólabæ, Há- konarbæ, Hákot, Arabæ, Vigfús- arkot, Hól, Nýjabæ, Hlíðarhúsa- bæina, Miðsel, Garðhús. „Og svona mætti lengi telja áfram“, segir hann. REYKJAVÍK var torfbæjaborg, þegar hún var fimtug. Á hundr- að og fimtíu ára afmæli hennar voru allir torfbæirnir horfnir. En þeir eiga sinn kafla í sögu bæjarins. Það er hverju orði sannara að torfbæirnir höfðu sína ann- marka. En þótt nútíma menning- in fordæmi þá niður fyrir allar hellur, þá er ekki víst að þeir hafi verið verri mannabústaðir heldur en skúrarnir, braggarn- ir og kjallararnir eru nú á dög- um. Það er að minnsta kosti víst, að fólkið, sem bjó í torfbæjun- um og ólst þar upp, var engu óhraustara né kvellisjúkara en fólk er nú á dögum. Helzti mun- urinn á torfbæjarkynslóðinni og steinhúsakynslóðinni mun vera sá, að unglingar eru bráðgjörri nú en þá, en það stafar miklu fremur af bættu viðurværi held ur en bættum húsakynnum. Á .ó. — Lesbók Mbl. sem svo oft hefir endurtekið sig í íslenzku þjóðlífi, þegar líkt hefir verið ástatt. Það yrði of langt mál, að rekja hér frægð og þýðingu Hóla og Hólastóls í þjóðlífi Is- lendinga á liðnum öldum. Saga kristninnar og biskupsstólanna er saga þjóðarinnar sjálfrar. Saga Hóla og Hólastóls er saga Norðurlands. II. Hnignun og niðurlæging Eftir því sem aldirnar liðu urðu miklar og margháttaðar breytingar í íslenzku þjóðlífi. Þjóðin stóðst ekki ásælni er- lendra höfðingja, bæði andlegra og veraldlegra, sundrung og deilur komu upp meðal inn- lendra manna og þjóðin glataði sjálfstæði sínu. Eldgos, sóttir og harðindi gerðu þjóðinni þungar búsifjar og land og þjóð var sem vafið í dróma. Dugnaður og framtak fór þverrandi, erlend kúgun lagðist eins og mara yfir þjóðlífið. Kirkjulífi og menningu þjóðarinnar hnignaði, atvinnu- hættir breyttust og þjóðin flutti sig um set í landinu sjálfu. Bisk- upasetrin hættu að vera í þjóð- braut, skólar biskupssetranna lögðust annaðhvort niður eða voru fluttir til annara staða. Endalok þessarar óheillaþróun- ar urðu þau, að Hólastóll var lagður niður 1801 og landið var gert að einu biskupsdæmi. Voru Hólar nú sviptir öllu því, sem áður hafði gert garðinn frægan, ekki aðeins kirkjuhöfðingja sín- um og höfuðprýði staðarins, heldur einnig skóla og prent- smiðju. Loks voru svo stólseign- ir seldar og staður og kirkja síð- an rúin, eins og alkunnugt er. Var þá sögufrægð Hólastaðar lokið um sinn og hinn mikli menningarmeiður Norðurlands rifinn upp með rótum. Hvernig stóð á því að svona gat farið um þennan stað? Þjóðin hafði gleymt sjálfri sér, trúarlífi hennar hafði hnignað og tilfinningar hennar fyrir gildi sögulegra verðmæta hafði farið mjög dvínandi. Hið er- lenda kúgunarvald reyndi allt er í þess valdi stóð, til að draga úr sjálfsbjargarviðleitni og sjálf stæðisþrá þjóðarinnar og gera hana sem háðasta því óheilla- valdi, sem saug úr henni hvern einasta blóðdropa. Það má segja Norðlendingum til hróss og þá sérstaklega Skag firðingum, að tryggð þeirra við Jólastað var ekki úr sögunni, dó að biskupssetur væri þar ekki (Frh. á bls. 7) Biskupsstóll á Hólum í Hjaltadal Eftir séra Óskar Þorláksson

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.