Lögberg - 12.01.1950, Síða 1
PHONE 21 374
ie^
A Complele
Cleaning
Insíitulion
64. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JANÚAR, 1950
NÚMER 2
Dapurleg tíðindi frá Islandi
Halldór E. Johnson
Vélbáturinn Helgi frá Vest-
mannaeyjum fórst í fárviðri á
rifi í höfninni síðastliðinn laugar
dag með tíu manns innan
borðs, er allir týndu lífi;
meðal þeirra var séra Halldór E.
Johnson, síðast prestur Únitara
safnaðarins að Lundar; séra Hall
dór hvarf til íslands í síðastliðn-
um júlímánuði og gaf sig að
kenslustörfum í Vestmannaeyj-
um.
Áminstan dag geisaði í Vest-
mannaeyjum afskaplegur elds-
voði, er olli eignatjóni svo milj-
ónum króna skipti; um upptök
eldsins er enn eigi Vitað; tvenn-
ar stórbyggingar brunnu til
kaldra kola, fiskgeymsluhús og
íshús. Vélbáturinn, sem fórst,
var 100 smálestir að stærð og svo
að segja nýr.
Séra Halldór E. Johnson var
63 ára að aldrei, vel gefinn um
margt og prýðilega ljóðhagur;
enda átti slíkt ekki langt að
sækja þar sem hann var systur-
sonur Símonar Dalaskálds og
náfrændi Einars Benediktsson-
ar; hann var þríkvæntur, var
þriðja konan af amerískum ætt-
um, og á heima í New Yorkrík-
inu. Séra Halldór var í nokkur
ár skrifari Þjóðræknisfélags Is-
lendinga í Vesturheimi, og lét
sér ant um íslenzk mannfélags-
mál, og var víst tíðum með hálf-
an hugann heima á ættjörð
sinni; hann fékk þá ósk upp-
fylta, að líta ísland augum eftir
langa dvöl erlendis, og hvílir nú
í hinni votu sæng, er umlykur
strendur Islands. —
Eftirfarandi símskeyti barst
forseta Þjóðræknisfélagsins hér,
séra Philip M. Péturssyni á
þriðjudagsmorguninn, frá Þjóð-
ræknisfélagi íslands í Reykja-
vík:
Séra Halldór E. Johnson fórst
í sjóslysi við Vestmannaeyjar
ásamt níu mönnum á leið frá
Reykjavík. Sendum þér og Þjóð-
ræknisfélaginu innilegar samúð-
arkveðjur út af fráfalli séra
Halldórs. Síðasta verk hans var
að flytja kveðjur frá íslending-
um vestan hafs til íslendinga
heima.
Fyrir hönd Þjóðrœknisjélags
tslands
Sigurgeir Sigurðsson,
Ófeigur Ófeigsson,
Sigurður Sigurðsson,
Kristján Guðlaugsson,
B. Theodore Sigurðsson.
Ekki batnar það enn
Mönnum er enn í fersku minni
skýrsla Mr. McGregors um verð
lagssamtökin milli ýmissa hveiti
myllu eigenda í þessu landi, er
nærri lá að öllu hleypti í bál og
brand á nýafstöðnu sambands-
þingi; eins og vitað er var þeirri
skýrslu haldið óhæfilega lengi
leyndri í stað þess að hún væri
birt á þeim tíma, er lög mæltu
fyrir; vakti þetta sem vænta
mátti réttláta reiði fjölda þing-
manna.
Nú um áramótin lét Mr. Mc
Gregor af embætti, en rétt áður
en hann .gerði það, fékk hann
dómsmálaráðherra í hendur
skýrslu, þar sem hann ber gler-
iðnaðinum í Quebec og Ontario
á brýn verðlagssamsæri, og einn
ig eldspýtnaframleiðendum.
Hvaða ráðstafanir stjórnar-
völdin kunna að taka í áminst-
um efnum, er enn á huldu.
Tvennir fundir
Þessa dagana standa yfir
tvennir fundir, sem báðir geta
haft mikilvægar afleiðingar;
hinn fyrri sitja utanríkisráðherr
ar sambandsþjóðanna brezku, og
er hann haldinn í Colombo á
eynni Ceylon; hann fjallar um
sameiginleg hagsmunamál og
sameiginlegar hervarnir; hinn
fundurinn er í Ottawa, og lýtur
að stjórnskipulagabreytingum
varðandi afstöðu fylkjanna til
æðstu stjórnar landsins; þann
fund sitja sambandsráðherrar
og forsætisráðherrar hinna ein-
stöku fylkja.
Bjartsýnn
á framtíðina
I stefnuskráryfirliti sínu til
þjóðþingsins í Washington, var
Truman forseti meira en lítið
bjartsýnn á framtíðina; hann
spáði því meðal annars, að árið
2000 yrði velmegun í Bandaríkj-
Systkinaminning
Skautaskáli tekin
til afnota
Síðastliðinn laugardag var
opnaður og tekinn til afnota með
mikilli viðhöfn hinn mikli og
veglegi skautaskáli, er Riverton
búar hafa nú nýlokið við að
reisa; margmenni var viðstatt
athöfnina þrátt fyrir kalt og ó-
hagstætt veður.
Svo er þessi nýi skautaskáli
vandaður að allri gerð, að til
fyrirmyndar má teljast; yfir-
smiður var Carl J. Vopni, sem er
kunnur snillingur í iðn sinni.
1 Riverton er margt áræðinna
°S athafnasamra manna, sem
ekki horfa í skildinginn, er heill
kæjarfélagsins á í hlut; vel sé
þeim fyrir framtak sitt.
unum komin á það stig, að meðal
vinnulaun myndu þá nema 12
þúsund dollurum á ári; hann
mælti eindregið með því, að hin
illræmdu Taft-Hartley lög, sem
mjög þrengja að samtakarétti
verkamanna, yrði tafarlaust
numin úr gildi, og að lög um
jafnrétti allra amerískra þegna
án tillits til litarháttar eða þjóð-
ernislegs uppruna yrði afgreidd
hið bráðasta; ekki kvað Mr.
Truman það koma til nokkurra
mála, að Bandaríkjastjórn sendi
herlið til Formosa til stuðnings
við Chiang Kai-shek eins og að-
stæðum nú væri háttað í Kína;
hann taldi líklegt, að skattar
yrðu eitthvað hækkaðir í nokkr-
um tilfellum án þess að slíkt
kæmi hart niður á nokkurri sér-
stakri stétt þjóðfélagsþegnanna;
að lokum taldi Mr. Truman sig
þess mjög fýsandi, að Bandarík-
in í samráði við Canada lyki St.
Lanrence skipaskurðinum og
kæmi þar upp orkuverum.
0r borg og bygð
— Argyle Prestakall —
Sunnudaginn 15. janúar.
2. sunnud. eftir Þrettánda.
Brú kl. 2.00 P.m.
Glenboro kl. 7.00 P.m.
Ársfundur Glenboro safnaðar
á eftir messu.
Séra Eric H. Sigmar
☆
Þeir Jóhannes Einarsson og
Sveinn sonur hans frá Calder,
Sask., dvelja í borginni um þess-
ar mundir.
☆
Hjálmari Gíslasyni skáldi hér
í borg barst símskeyti frá Reykja
vík á miðvikudagsmorguninn
þess efnis, að þá væri þar nýlát-
in systir hans, frú Hólmfríður
Knudsen ekkja eftir Wilhelm
Knudsen verzlunarmann; frú
Hólmfríður var gáfuð kona eins
og hún átti kyn til; hún lætur
eftir sig þrjú fulltíða börn.
☆
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurð.i Ólafssyni, að prests
setrinu’ í Selkirk þann 7. janúar,
Wallace Doll, Riverton, Man., og
Inga Pálsson, Árborg, Man. Við
giftinguna aðstoðuðu Mrs. Ró-
bert Tait, systir brúðarinnar, og
Harvey Renaud, Riverton, Man.
Ungu hjónin setjast að í River-
ton. .
☆
Mr. og Mrs. S. W. Sigurgeirs-
son frá Riverton komu til borg-
arinnar um helgina úr heimsókn
til dóttur sinnar og tengdasonar,
sem búsett eru í grend við bæ-
inn Dauphin hér í fylkinu.
tr
Athygli skal hér með leidd að
því, að bókasafn Fróns er opið
til útlána sérhvern miðvikudag
frá kl. 10—11 árdegis og frá 7
til 8.30 að kveldi. Safninu hefir
borist talsvert af nýjum og góð-
um bókum, sem gott er og gagn-
legt að kynnast; lestur íslenzkra
bóka, er mikilvægt þjóðræknis-
atriði, og þess því að vænta, að
almenningur nytfæri sér bóka-
safnið svo sem framast má
verða.
☆
Stúkan SKULD heldur hinn
næsta fund sinn á venjulegum
stað og tíma á mánudaginn þann
16. þ. m. Fjölmennið og fáið ykk-
ur vænan kaffisopa.
☆
Fundur í stúkunni HEKLU
I. O. G. T. í kvöld, fimtudag.
Þingkosingar í nánd
Forsætisráðherra Breta, Cle-
ment Attley, hefir kunngert, að
brezka þingið verði rofið þann
3. febrúar næstkomandi, og að
almennar þingkosningar fari
fram þann 23. þess sama mánað-
ar; í neðri málstofu brezka þings
ins eiga sæti 625 þingmenn;
vænta má snarprar kosninga-
rimmu milli stjónnarflokksins og
íhaldsmanna; stjórnin hygst að
vinna kosningarnar á gildi þjóð-
nýtingarstefnunnar, en íhalds-
menn leggja aðaláherzluna á ein-
staklingsframtakið.
Commúnistastjórn
víðurkend
Síðastliðinn mánudag gerðu
brezk stjórnarvöld það lýðum
ljóst að Bretar hefðu veitt komm
únistastjórninni í Kína formlega
viðurkenningu. Um sömu mund-
ir veittu og þrjú ríki, Noregur,
Indland og Pakistan áminstri
stjórn Kínaveldis opinbera við-
urkenningu.
Að vísu er það ekki ótítt, að
dauðinn vegi oftar en einu sinni
í sama knérunn með stuttu milli
bili, en svipleg varð samt sú
fregn vinum og vandamönnum,
er þau systkinin frú Anna
María Straumfjörð og bygging-
armeistari Isak Johnson, bæði
til heimilis á sama stræti í Seat-
tle, dómu með fimm daga fresti
í Október í haust. María andað-
ISAK, á áttræðisaldri
ist þann 8. mánaðarins, en ísak
þann 13. Andlát hennar var
reyndar ekki óvænt, því fyrir
tveimur árum hafði hún gengið
undir holdsskurð við krabba-
meini, sem aðeins gaf henni
stundarfrest, en enga lækningu
meina sinna. Aftur hafði Isak
ekki verið venju fremur lasinn,
svo nokkur vissi. Hann var við
útför systur sinnar að kvöldi
hins 12. og gekk snemma til
svefns. Að morgni hins 13. klædd
ist hann að vanda, en gekk þó
brátt til svefnherbergis síns
aftur. Hann talaði lengi við
Jakobínu konu sína um einka-
mál þeirra og nauðsynjamál. Þá
kom vinur þeirra í heimsókn og
ræddu þeir saman um stund,
glaðlega að vanda. Eftir að gest-
urinn kvaddi, hagræddi hann
sér í rúminu og sofnaði. Kona
hans vitjaði hans við og við, en
lét hann njóta svefns síns. En
þegar Kári sonur þeirra kom
heim frá störfum sínum um
kvöldið, fann hann föður sinn
örendan í rúmi sínu.
ísak sagði oft við þann er
þetta ritar, síðastliðið sumar, að
hann hefði fulla vissu fyrir því,
að þau systkinin mundu bæði
deyja á þessu ári með stuttu
millibili, aðeins gæti hann ekki
vitað hvort þeirra legði fyr á
vaðið.
Útför Isaks fór fram með öll-
um þeim einfaldleik, er hann
hafði óskað. Engir sálmar, eng-
inn ljóða eða biblíulestur. Að-
eins organsláttur og ein kveðju-
ræða, er sr. Albert E. Kristjáns-
son flutti og allir dáðust að. Mik-
ið fjölmenni var þar viðstatt og
kapellan hlaðin blómum. Hafði
þó ósk hans verið sú, að í stað
þeirra yrðu peningarnir lagðir í
„Cancer Research“ sjóð til minn-
ingar um systur sína, og var því
sint af mörgum.
ÍSAK JOHNSON var fæddur
að Fögrukinn í Jökuldalsheiði í
Norðurmúlasýslu 29. marz 1866.
Foreldarar hans voru Jón
Benjamínsson, er bjó allan sinn
búskap í heiðinni á ýmsum bæj-
um, lengst á Háreksstöðum, og
fyrri kona hans Guðrún Jóns-
dóttir. Isak misti móður sína 10
ára gamall og ólst upp í föður-
húsum til 18 ára aldurs.
Þá réðist hann til þeirra
bræðra Sveins og Björgúlfs
Brynjólfssona, sem þá áttu
heima á Vopnafirði, til trésmíða
náms og húsbygginga. Sveinn
hafði lært stein- og múrsmíði,
en Björgúlfur trésmíði í útlönd-
um. Fyrsta heildarbygging, sem
kak vann að, var kirkja á Sauða
nesi, í kringum 1885. Síðan hefir
hann bygt og unnið við svo mörg
íbúðarhús og stærri byggingar í
tveimur heimsálfum, að hann
hafði fyrir löngu týnt tölu á
þeim. Skömmu síðar sigldi hann
til Kaupmannahafnar á litlu segl
skipi að haustlagi og var nær
dauða en lífi, er þangað kom,
eftir margra vikna útivist og
sjóhrakninga. Þar dvaldi hann í
næstu fjögur ár og vann ýmist
við húsabyggingar eða í hús-
gagnaverksmiðju. Jafnframt
gekk hann á kvöldskóla og lærði
byggingadráttlist (Architectural
drawing) og kom honum það
oft að góðu haldi síðar. Þegar
heim kom var enga atvinnu að
fá fyrir trésmiði. Undi hann þá
ekki hag sínum og fór skömmu
síðar til Vesturheims. Næstu 15
— 16 ár var hann lengst af í
Winnipeg og bygði hús, bæði á
eiginn reikning og fyrir aðra.
Stendur enn fjöldi þeirra í
eldri pörtum bæjarins, þótt
mörg þeirra hafi orðið að rýma
fyrir nýrri stórhýsum. Sumarið
1904 gekk hann að eiga Jakob-
ínu Sigurbjörnsdóttur skálds
Jóhannssonar, sem síðar hefir
orðið þjóðkunn fyrir sínar list-
rænu ljóðaþýðingar og aragrúa
af frumsömdum kvæðum, auk
margvíslegrar menningarstarf-
semil á öðrum sviðum. Um ára-
mótin 1906—7 fluttu þau alfarin
vestur að kyrrahafi. Fyrstu tvö
árin bjuggu þau í Victoria, B.C.
Þá var Seattle í hröðum vexti,
og fluttu þau því þangað, og þar
bygði hann og starfaði til dauða-
dags.
Þau Isak og Jakobína lifðu
saman í farsælu og samúðarríku
hjónabandi í 45 ár og eignuðust
sjö börn, efnileg og vel gefin,
sem öll komust til fullorðinsára.
Voru þau eftir aldursröð þessi:
Kári, fæddur í Winnipeg, Ing-
ólfur fæddist í Victoria, Kon-
ráð, Haraldur, María, Jóhann
fsak og Stefán, öll fædd í Seat-
tle. Á síðari árum heimsótti
sorgin þau átakanlega, þegar hin
efnilega og listræna dóttir
þeirra, María, dó úr langvinnum
og ólæknandi sjúkdómi ,og
skömmu síðar Stefán, yngsti son
urinn, gáfaður, fríður og fjöl-
hæfur drengur, sem hvarf með
neðansjávarbáti í síðasta stríði.
Var þar vitanlega nærri höggv-
ið, en samt tókst ísak að varð-
veita kýmnisgáfu sína og út-
vortisgleði til hinstu stundar.
Isak auðnaðist aldrei að safna
fé, á líkan hátt og mörgum öðr-
um íslenzkum byggingarmönn-
um, og valt því á ýmsu með
efnahaginn, einkum á kreppuár-
unum, en samt var heimilið
þeirra, öll árin í Seattle, í þjóð-
braut. Kvað ekki sízt að því á
síðari árum, eftir að námsfólk
frá föðurlandinu fór að leggja
leið-sína vestur þangað. Var þar
jafnan og er enn athvarf þess
og bækistöð. Muna víst flestir
hina græskulausu glaðværð hús
bóndans og hve gott var að
heimsækja og gista þau hjón.
ísak unni föðurlandi sínu og
öllu því, sem bezt er í bók-
mentum þess og í fari íslend-
inga. En hann h.afnaði því, að
smíða utan um sig neina þjóð-
ernislega skel, og þess vegna
tók hann snemma almennan þátt
í áhugamálum þeirra þjóða, sem
hann bjó með og umgekkst. Enda
átti hann jafnan fjölda vina og
velunnara utan íslenzka félags-
lífsins.
ísak var þriðji elzti bróðir-
inn af sex albræðrum, sem kom-
ust til fullorðins ára. Lifa nú að-
eins tveir þeirra. Gunnar, síðast
bóndi á Fossvöllum, sem var
næstur honum að aldri, og Gísli,
ritstjóri tímarits þjóðræknisfé-
lagsins í Winnipeg. Auk þeirra
lifa tveir hálfbræður, Einar Páll
ritstjóri Lögbergs og séra Sig-
urjón á Kirkjubsé í Hróarstungu.
Isak varð fullra 83 og hálfs árs
gamall.
MARÍA, 62 ára
Anna María Straumfjörð,
fæddist síðasta vetrardag, 22.
apríl 1885, á Háreksstöðum í Jök-
uldalsheiðinni. Foreldrar henn-
ar voru Jón Benjamínsson og
síðari kona hans Anna Jóns-
dóttir. María var yngst barn-
anna og ólst upp í föðurhúsum
i'ram að þeim tíma, að hún flutt-
ist með fólki sínu til Winnipeg
sumarið 1904. Þar vann hún að
ýmsum störfum þangað til haust
ið 1917, að hún giftist Jóhanni
Helga Straumfjörð úrsmið og
skrautmunasala. Árið 1923 fluttu
jau alfarin vestur til strandar,
og hafa lengst um búið í Seat-
tle, þar sem Jóhann hefir rek-
ið iðn sína og verzlun við sí-
vaxandi vinsældir og uppgang.
Þau Jóhann og María lifðu
saman í ástríku hjónabandi í 32
ár og eignuðust fjögur börn:
Díönu, er dó smábarn, og Hannes
Hafstein, er fórst í bílslysi 1942,
21 árs gamal. Tvær dætur, Dí-
ana og Unnur, lifa og eru báðar
giftar Bandaríkja-drengjum.
Fyrir tveimur árum kendi
María fyrst sjúkdóms þess er
leiddi hana til bana. Var fyrst
gerður alvarlegur uþpskurður,
og síðar reyndar allar nýjustu
lækningaaðferðir, án verulegs
árangurs. Hún andaðist að heim-
ili sínu 3014 W. 59., þar sem þau
höfðu búið í allmörg ár, að
kvöldi hins 8. okt., á 65. aldurs-
ári nærri hálfnuðu. — Útför
hennar fór fram 11. s. m. að
miklu fjölmenni viðstöddu. Ræð-
ur héldu prestarnir, Albert E.
Kristjánsson og Kolbeinn Sæ-
mundsson. Einsöngva söng Tani
Björnsson. Rudolph E. Peter-
son lék nokkur lög á fiðlu. Auk
þess var organ troðið, sam-
kvæmt venju. Líkið var síðan
flutt í bálstofu.
María var fríð kona sýnum,
blíðlynd og umhyggjusöm móð-
ir og eiginkona, og virt og elsk-
uð af öllum sem kyntust henni
til muna. Hún bar sjúkdóm sinn
með miklu jafnaðargeði og þreki
og hafði ekki fram til síðustu
stundar glatað glaðværð sinni
og hláturmildi. Samt hafði hinn
sviplegi missir hins efnilega og
glæsilega sonar haft djúp og al-
varleg áhrif á sálarlíf hennar.
Tveir albræður lifa hana, Ein-
ar Páll, ritstj. Lögbergs, og Sig-
urjón prestur á Kirkjubæ, og
tveir hálfbræður, Gunnar á ís-
landi og Gísli í Winnipeg.
G. J.