Lögberg


Lögberg - 12.01.1950, Qupperneq 2

Lögberg - 12.01.1950, Qupperneq 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JANÚAR, 1950 Jól á Keldum 1875 — 1885 Vegna tilmæla lét ég tilleiðast að segja „eitthvað“ frá jólum í æsku minni. En það verða mest umbúðir og undirbúningur, lítt til fróðleiks eða skemmtunar. Og — að venju minni — laust við orðskrúð, skáldlegar ýkjur og hlægilegar öfgar. Hæfir slíkt ekki heldur einföldum heimilisháttum og algengum siðum, í öræfa strjálbýli — og því síður andlegri hátíð og heilagleik jólanna. Frá því síðla á 12. öld hefir ver- ið kirkja á Keldum og sóknin nokkuð stór. En 1875 og síðan er svo komið, að sóknarfólkið þarf að sækja til kirkjunnar um 5—15 kílóm. veg, um eyðihraun og sanda að mestu leyti, að undan- skildum næsta bænum (Stokka læk, 2%—3 km.). Sökum þessar- ar fjarlægðar, hættu og erfið- leika í skammdegismyrkri, þótti ekki tilltök að hafa almennan kvöldsöng eða messu í byrjun jólanætur. Messað var þá annan- hvern helgidag (hinn á Hvoli) og því jafnan jólamessa annan hvorn hátíðisdaginn. Aldrei man ég eftir messufalli á jólunum, og yfirleitt urðu þá aldrei messuföll — hjá síra ísleifi Gíslasyni — nema í hörku byljum eða sér- stökum forföllum. En í færu veðri og á hátíðum var jafnan fjölmenn kirkjusókn, oftast eitt- hvað af fólki frá öllum, þá (1875) 25 sóknar bæjum. Flest allir karlar og konur sumar, komu gangandi á veturna, en ríðandi á sumrin. Undirbúningur. Til þess að geta lýst vel kirkjuna, með nærri 40 ljósum á hátíðum, og 4 eða 6 ljósu má altarinu alla aðra embættisdaga, þurfti mikið að gera fyrir jólin. Vaxkertin þekkt ust þá ekki og kirkjur áttu ekk- ert vax, sem margar þeirra áttu þó á fyrstu öldum sínum. Varð því að notast við tólgarkerti ein- göngu og voru til þess ætlaðir, öldum saman, „ljóstollarnir“, 6 merkur (1% kg.) tólgar frá hverjum sóknarbónda. Kertasteypa. Viku fyrir jól, eða þar um bil, var hafin kerta- steypan, með þessum hætti: Rjómastrokkur stór, mjór og djúpur, var látinn standa í kláf, skorðaður með og umvafinn sauðargærum, hátt og lágt. Svo var helt í strokkinn nærri sjóð- heitu vatni, nálega til hálfs, og svo nærri því fylltur með bræddri tólg. Var þá búið að klippa lykkjur úr útlendu ljósa- garni, marga tugi og dálítið mis- langar, en flestar svo, að kertin yrðu allt að því fet á lengd. Lykkjurnar voru hengdar á 2 eða 3 samhliða hrífusköft, með svo sem þumlungs millibili. Þeg- ar hitínn í strokknum — mæld- ur á fingurs hita mæli — þótti hæfilegur, voru lykkjurnar tekn- ar eftir röð og dýft ofan í tólg- ina, með látlausri endurtekn- ingu kl.st. saman. Seinlegt var þetta í fyrstu, tólgarJaus rök gengu illa ofan í tólgin, og rétta þurfti hverja lykkju og oftar að laga, svo að kertin yrðu bein og hlykkjalaus. Lítið hlóðst á í fyrstu umferðunum, en úr því að kertin voru hálf steypt, gildn- uðu þau furðu fljótt. Ef of kalt varð í strokknum, vildu agnir eða óslétta koma á kertin, og var þá bætt á sjóðheitu vanti, til hæfis Hitinn mátti ekki heldur vera of mikill, þá gat jafnvel runnið af kertunum í stað þess að bætast við. Alltaf höfðu kerti þessi mjóan, lítinn háls efst, og urðu að öðru leyti ofurlítið gild- ust neðst. Neðan við enda raks- ins safnaðist tólgardropinn, keilulaga, sem var kallað „staup“ og skorið af. — Oftast held ég að kertin hafi sléttfyllt 2 mjólk- urtrog. Notagildi. Tólgarkertin entust ver og brunnu örar en vaxkert- in. (Þó var enn meiri þessi mun- ur á flotkercum, er einstöku sinnum voru steypt í formi, ásamt tólgarkertum). Tólgin vildi brenna örar en rakið. Kom þá stórt skar sem beygðist nið- ur, gat dottið og orðið hættu- legt, eða valdið skemmdum á sparfötum fólks eða altarisdúk o. s. frv. Vegna þess áttu víst flest- ar kirkjur skarbít (ljósasöx). Meðhjálparinn varð að hafa vak- andi auga á þessu, og kom þá fyrir í miðju embætti að hann varð að ganga með skarbítinn um kirkjuna alla, jafnvel ýta fólki úr sæti, stíga upp á bekk og kilppa skarið. Á öðrum armi skæra ,þessara var hulstur sem tók móti skarinu þegar vel var klippt, en bæði gat það mis- heppnast og ljósið slokknað, ef sá var skjálfhentur sem skariíí tók. — Sumir tóku skarið með fingrunum, og sveið þá flesta í puttana. Tilhlökkun. Allir hlökkuðu til jólanna þótt aldraðir væru og allir kepptust vié undirbúning- inn, að þvo og hreinsa kirkjuna, bæinn, ílátin, fötin og sjálfa sig. Næmust var að vonum tilhlökk- unin hjá okkur krökkunum. Byrjuðum að telja til % mán. fyrir jól: „Af er einn, ekki nema 13 eftir“ o. s. frv. Það var ekki aðeins maturinn mikli og góði jólagjafirnar og ljósadýrðin, sem vakti tilhökkunina, heldur líka — og ég held öllu fremur — andlega andrúmsloftið: Sameig- inleg hlýja og velvild, hátíða- bragur á hverju einu og hræsni- laus guðrækni allra. Ekki þurfti að hlakka til ærsla og óláta, æs- andi skemmtana og hégóma glingurs, eða heimskulegra og hóflausra jólagjafa, eins og þær tíðkast nú í kaupstöðum*). Jólagjajir þær sem við áttum von á og allir í bænum fengu, voru kerti, svolítið misstór eftir aldri barna. Nýja, bryddaða sauðskinnskó fengu allir, og eitt- hvað af klæðnaði. Oftast ein- hverja heila flík, til innri eða ytri fata. Og þá einatt líka, eða allra minnsta lagi vel gerða vettlinga, rósabarða (íleppa), ísaumaðar brjósthlífar, kross- saumuð axlabönd o. s. frv. Allir virtust ánægðir með gjafir þess- ar og voru þakklátir fyrir þær. Afhentar voru þær á aðfanga- dagskvöldið, og létu þá allir loga um sinn á kertum sínum, en flestir spöruðu þau þó til ígripa við tækifæri, fram yfir jól og nýár. —Aðfangadagskvöldið. Þá var keppst við að ljúka gegningum og mjöltum heldur í fyrra lagi, svo allir gætu verið búnir að þvo sér og fara í sparifötin, áð- ur en útbýtt var jólagjöfum og borið inn heita hangikjötið og annað góðgæti. — Drykkir voru þá engir aðrir en kaffi, mjólk og venjuleg sýrublanda. Við byrj- un máltíðar hafði hver maður yfir, hátt eða í hljóði, daglega bæn sína: „Guð blessi mig og mína fæðu,“ og að máltíð lok- inni: „Guð sé lof og dýrð.“ Þar á eftir fóru flestir, sem gátu komist út í kirkju. Kertin voru sett hvert á sinn stað og kveikt á þeim öllum og látið loga nokk- uð lengi, til að brenna af þeim mjóu hálsana. Hafði á meðan einhver einn nóg að gera, með skarbítinn í hendinni. En á með- an voru sungnir jólasálmar. — Ekki var látið loga ljós um nótt- ina í kirkjunni. Hafði þó faðir minn gert það áður, með því móti að láta kertastjatfann standa í vatnstrogi á altarinu, til öryggis gegn skarfalli og lands- skjálfta. Þegar inn var komið úr kirkjunni, var lesinn húslest- urinn og sungnir sálmar á und- an og eftir. Þar með fylgdi svo að heyrðist frá öllum: „Þakk fyrir lesturinn,“ og var það venja við sérhvern húslestur. Að lestri loknum var komið rétt að háttumálum og fóru þá flestir að sofa, en sumir lásu í bókum. En *) Sllkar jóla- og afmælisgjafir, tel ég börnunum sjálfum verstar pær orsaka öfund, ágirnd, heimtufekju og vanþakklætí og leiða huga barnsins frá andlegrí uppsprettu IffsinR, að for- arvilpu eigingirninnar og efnishyggj- unar. spil voru aldrei notuð á því kvöldi. Og síst munu menn þá hafa gleymt því að signa sig und- ir svefninn og fela sig á vald Guðs vilja. — Þá höfðu og sum- ir þann sið (sem enn er til), að segja alltaf þegar þeir lokuðu bæ sínum á kvöldin: „Guð geymi hús og menn.“ Matarœði. Heimilisfólkið var margt 18—20 manns, og þurfti því mikið í hverja máltíð, allra helst um jólin. Varð því áður að baka mikið af kökum úr rúg- mjöli (en lítið var að því gert um sláturtímann), og líka lumm- ur, úr nýmöluðu bankabyggi, sem gert var aðeins fyrir hátíð- ir, eða sérstök tækifæri. Hangi- kjötið var aðalmatur allra há- tíða, og nægði varla minna fyrir jólin en 2—3 sauðaföll og 1—2 ganglimir nautgripa. Fyrst á jóladagsmorguninn fékk hver sinn bolla, með sætu kaffi og 3 stórum, sykruðum lummum. Svo fyrir hádegi mjólkur-grjónavelling, þykkan með kanel og rúsínum, og síð- degis hákúfaðan disk eða lítið trog af mögru og feitu hangi- kjöti, með flotstykki, köku og smjöri. (T. d. var sauðalærum skipt í 2 eða mest 3 stykki milli karlmanna). Matur allur var skammtaður og hver maður sat í sínu sæti, með askinn sinn, diskinn eða trogið á hnjánum og borðaði með sínum eigin spæni eða sjálfskeiðing. Kaffi með kandíssykurs ögn, mun hafa ver- ið um hádegisbil og eftir kjöt- matinn. Kirkjugestum mörgum var og veitt kaffi eftir messu — með rjóma og sykri, en sjaldan öðru, nema þá „í staupinu“, sem sumir bændur biðu eftir. Spil. Karlmenn, konur og börn spiluðu mikið, sérstaklega á jóladags kvöldum, og karlmenn spiluðu víst nálega á hverju ein- asta helgidagskvöldi allan vet- urinn. Spilað var púkk (6—8 menn), marías og kasína, (2 m.), bónópártur, skelkur, gosi og vist (4 m.), lauma og þjófur (mis- margir). En alkort og treikort kunni þá ekki nema elsta fólkið. V. G. — Fálkinn ALÞINGI KAUS í GÆR Nýtt menntamálaráð, landskjörstjórn, trygginga, útvarpsráð Alþýðuflokkurinn fékk fulltrúa eins og áður í öllum þessum nefndum með því að hafa kosningabandalag við Sjálfstæðisflokkinn Sameinað þing kaus á fundi sínum í gær menntamálaráð, land- skjörstjórn, tryggingaráð og útvarpsráð, en nefndir þessar eru lögum samkvæmt kosnar eftir hverjar alþingiskosningar að við- hafðri hlutfallskosningu í sameinuðu þingi. Urðu úrslit kosning- anna þau, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo fulltrúa, en hinir flokkarnir einn hver um sig í hverri nefnd, eins og þeir höfðu síðasta kjörtímabil. Alþýðuflokkurinn hafði sam- eiginlega lista með Sjálfstæðis- flokknum við þessar kosningar, þar eð Framsóknarflokkurinr^ var ófáanlegur til nokkurrar þeirrar samvinnu, er hefði tryggt Alþýðuflokknum fulltrúa í öll- um nefndunum, og heimtaði tvo fulltrúa fyrir sig í flestum þeirra. Framsóknarflokkurinn hafði í kjöri tvo aðalmenn í allar þessar nefndir, en úrslit kosninganna urðu þau, að sameiginlegur listi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins hlaut 26 atkvæði og þrjá menn kjörna, en listi Fram- sóknarflokksins 17 atkvæði og einn mann kosinn og listi kom- múnista 9 atkvæði og einn mann kosinn. Úrslit nefndakosninagnna urðu sem hér segir: í menntamálaráð voru kosn- ir: Fyrir Alþýðuflokkinn: Barði Guðmundsson. Fyrir Sjálfstæð- isflokkinn Valtýr Stefánsson og Viljálmur Þ. Gíslason. Fyrir Framsóknarflokkinn: P á 1 m i Hannesson. Fyrir kommúnista- flokkinn: Magnús Kjartansson. Aðalmenn í landskjörstjórn voru kosnir: Fyrir Alþýðuflokk- inn. Vilmundur Jónsson. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Jón As- björnsson og Þorsteinn Þor- steinsson hagstofustjóri. Fyrir Framsóknarflokkinn: Bergur Jónsson. Fyrir kommúnista- flokkinn: Ragnar Ólafsson. Vara menn í landskjörstjórn voru kosnir: Fyrir Alþýðuflokkinn: Einar Arnalds. Fyrir Sjálfstæð- Félag áhugamanna um refsimál og hindrun afbrota stofnað hér Féleigsmenn í Sakfræðingafélagi íslands eru nú orðnir 40 talsins. Hinn 31. maí s. 1. var stofnað í Reykjavík Sakfræðingafélag íslands. Tilgangur þess er að efna til umræðna og samstarfs með þeim mönnum, sem sérstaklega láta sig skipta refsimálefni og aðra viðleitni þjóðfélagsins til að koma í veg fyrir afbrot. Jafnframt er félaginu ætlað að verða aðili að norrænu samstarfi á sviði refsimálefna. í félagið hafa geng- ið allmargir héraðsdómarar, lög- reglustjórar, dómarafulltrúar, yfirlögreglumenn, dómendur úr hæstarétti, skrifstofustjórar og fulltrúar dómsmálaráðuneytis- ins, prófessor í refsirétti við Há- skóla Islands, yfirlæknir geð- veikrahælis ríkisins, formaður barnaverndarnefndar Reykjavík ur, hæstaréttarlög menn o. fl. Eru félagsmenn nú 40 talsins. Félög sakfræðinga hafa verið til á Norðurlöndum um langt skeið. Eru hin elztu þeirra frá því fyrir síðast liðin 4aldamót. Hafa þau starfað hvert í sínu landi að endurskoðun og endur- bótum á refsilöggjöf, fangelsa- málefnum og öðrum skyldum málum. Félögin hafa einnig haft samstarf sín á milli og í því skyni haldiðsameiginleg þing norr- ænna sakfræðinga. Félögin höfðu nokkrum sinnum boðið íslandi að taka þátt í samtarfi þessu, en skilyrði til slíkrar þátttöku voru ekki fyrir hendi, meðan ekkert sams konar félag var til hér á landi. Varð það því að ráði, m. a. fyrir eindregna hvatningu fyrrverandi dómsmálaráðherra Svíþjóðar, dr. jur. Karl Schlyter, að efnt var til þessarar félags- stofnunar hér á landi. Ársþing Sakfræðingfélags ís- lands var háð í Reykjavík 18. og 19. nóvember s. 1. Fyrra daginn flutti Gústav Jónasson skrifstofu stjóri erindi um fangelsamálefni landsins, en síðara daginn flutti Valdimar Stefánsson sakadóm- ari erindi um afbrot barna og unglinga. Fóru fram ýtarlegar umræður á þinginu um málefni þessi. Sakfræðingafélög Danmerkur og Svíþjóðar buðu íslenzka fé- laginu að senda fulltrúa á árs- þing félaganna, sem haldin voru í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi í síðast liðnum nóvember- mánuði. Hélt danska félagið þá hátíðlegt 50 ára afmæli sitt. Til þessarar farar farar völdust þeir Árni Tryggvason hæstaréttar- dómari og Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður. í stjórn Sakfræðingafélags ís- lands eiga sæti: Þórður Eyjólfs- son hæstaréttardómari, formað- ur, Gústav A. Jónasson skrif- stofustjóri, ritari, Valdimar Stef ánsson sakadómari, gjaldkeri, Ármann Snævarr prófessor, Árni Tryggvason hæstaréttar- dómari, Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari og Svein- björn Jónsson hæstaréttarlög- maður. Félagsmenn í Sakfræðingafé- lagi íslands geta orðið allir ís- lenzkir lögfræðingar svo og aðrir sem áhuga hafa á hlutverki þess og samþykktir eru á ársþingi fé- lagsins. Alþbl. 7. des. isflokkinn: Eggert Claessen og Einar B. Guðmundsson. Fyrir Framsóknarflokkkinn: Sigtrygg ur Klemensson. Fyrir kommún- istaflokkinn: Steinþór Guð- mundsson. í tryggingaráð voru kosnir sem aðalmenn: Fyrir Alþýðu- flokkinn: Kjartan Ólafsson. Fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn Brynjólf- ur Stefánsson og Gunnar Möller. Fyrir Framsóknarflokkkinn: Helgi Jónasson. Fyrir kommún- istaflokkinn: Sigfús A. Sigur- hjartarson. Varamenn í trygg- ingaráði eru: Fyrir Alþýðuflokk inn: Stefán Jóh. Stefánsson. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Ás- geir Þorsteinsson og Ágúst Bjarnason. Fyrir Framsóknar- flokkinn: Rannveig Þorsteins- dóttir. Fyrir kommúnistaflokk- inn: Brynjólfur Bjarnason. í útvarpsráð voru kosnir sem aðalmenn: Fyrir Alþýðuflokk- inn: Stefán Pétursson. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Magnús Jónsson prófessor og Sigurður Bjarnason. Fyrir Framsóknar- flokkinn: Ólafur Jóhannessson. F y r i r kommúnistaflokkinn: Kristinn E. Andrésson. Vara- menn í útvarpsráði eru: Fyrir Alþýðuflokkinn: Guðjón Guð- jónsson. Fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson frá Mel. Fyrir Fram- sóknsóknarflokkinn: Þórarinn Jþórarinsson. Fyrir kommúnista- flokkinn: Sverrir Kristjánsson. í tilefni þessara kosninga hef- ur Alþýðublaðið átt stutt viðtal við Stefán Jóh. Stefánson, for- mann Alþýðuflokksins. Skíði hann frá því, að þingflokkur Al- þýðuflokksins hefði reynt að ná samkomulagi um nefndakosning arnar við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn með það fyrir augum að fá fulltrúa í hlut aðeingandi nefndir. Svaraði Sjálfstæðisflokkurinn því til, að hann bauð Alþýðuflokknum, að þessir tveir flokkar hefðu sam- eiginlegan lista til að tryggja fulltrúum Alþýðuflokksins kosn- ingu. Framsóknarflokkurinn bauð hins vegar, að Alþýðuflokk urinn fengi fulltrúa í tryggina- ráð, en krafðist að fá tvo fulltrúa í allar hinar nefndirnar. Fór Al- þýðuflokkurinn þá fram á það, að samkomulag yrði á þeim grundvelli, að Alþýðuflokkurinn fengi fulltrúa í sumar nefndirn- ar, en gæfi eftir fyrir Framsókn- arflokknum við kosningu í aðr- ar. Þessari tillögu Alþýðuflokks- ins var hafnað, þar eð Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn vildu hvor um sig að- eins einhliða samvinnu við Al- þýðuflokkinn. Var þá sú ákvörð- un tekin að hafa sameinginleg- an lista með Sjálfstæðisflokkn- um til að tryggja kosningu full- trúa Alþýðuflokksins í nefndirn- ar, þar eð annar samvinnugrund völlur var ekki fyrir hendi. Stefán Jóh. Stefánson tók fram, að samkomulag þetta hefði verið gert áður en nokkuð lá fyrir um stjórnmyndun, og sagði hann, að samvinna Alþýðuflokks ins og Sjálfstæðisflokksins um nefndakosningarnar stæði ekki á neinn hátt í sambandi við af- stöðu Alþýðuflokksins til hinn- ar nýju ríkisstjórnar. Stefán Jóh. Stefánsson kvaðst vilja leggja áherzlu á það, að styrkleikahlutföll flokkanna í nefndum þessum héldust óbreytt en það væri í samræmi við úrslit alþingiskosninganna, þó að ó- réttlát kjördæmaskipun leiddi til þess, að Alþýðuflokkurinn hefði ekki jafnmarga þingmenn og honum bæri. Samkvæmt kosn- ingaúrslitunum, ef miðað er við fylgi flokkanna í landinu án till- its til þingmannafjölda þeirra, á sjálfstæðisflokkurinn að fá tvo fulltrúa í allar fimm manna nefndir, en hinir flokkarnir einn fulltrúa hver um sig. Nefnda- kosningarnar á alþingi í gær eru því í fullu samræmi við fylgi stjórnmálaflokkanna m e ð a 1 þjóðarinnar. Alþbl. 6. des., SEEDTíME a/nd * HARVEST DR. F. J. GREANEY Director, Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba A Permanent Prairie Agriculture Permanency in agriculture is the goal that every farmer in Western Canada should work toward in 1950, and in the years ahead. It means an agriculture that is stable and secure for farm and farmer. It is a goal to be sought if Western Canada is to maintain its position as one of the major food-producing areas of the world. It Can Be Done. Undoubtedly the most important factor lead- ing to permanency in agriculture is the proper use and care of the soil. Our prairie soils are being depleted constantly by losses from erosion, and by crops that are being oontinually removed from them. These losses can be checked through the wise appli- cation of our knowledge about soil convservation, and through the use by western farmers of soli management and cropping practices that insure sustained production. In almost every com- munity in the Prairie Provinces, farm practices have been de- vised, and are being used suc- cessfully by individual farmers, to prevent losses from soil eros- ion. In other words, it can be done. Many Problems Solved. Tre- mendous strides have been made in recent years in bringing soil erosion under control. The farm- er of today can offset, and on some soils more than offset, the factors of soil deterioration by the factors of soil improvement. To accomplish the balance be- tween these forces he has many aids and practices: Crop rota- tion, green-manure crops, natur- al and mineral fertilizers, strip cropping, shelter belts, late cover-crops on summerfallow, the cultivation of fallows only with long blade or wide shovel culivators that leave soil- protecting crop-refuse on the surface. And, for the inclusion with all these — as part of them, in fact — he has forage crops. Around forage crops, paririe farmers can best organ- ize their grain crop production so as to permit efficient farm practices that lead to the de- sired goal — permanency in agriculture. We have enough good land left in this country to keep us prosperous if we conserve it while using it. But we must con- serve it now — not next year, but in 1950. Yes, everybody in Western Canada has a stake in a permanent prairie agriculture. JOHN J. ARKLIE Optometriirt and Optician íEye* Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD FORTAGE AT HARGRAVF

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.