Lögberg - 12.01.1950, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JANÚAR, 1950
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J. J. BiUlfell þýddi. — Ljóöin í þessari soqu eru
þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
„Turley — en það skiptir engu máli,
hélt friðdómarinn áfram. Hann var
myrtur, og þá kom lögfræðingurinn til
sögunnar. Hann bjó með Paulette í eitt
ár og átti barn með henni. Dag ein sendi
hann barnið í burtu á óhultan stað, og
sagði henni að hann ætlaði að snúa við
blaðinu, byrja nýtt líf, sækja um þing-
mensku og að hún yrði að fara. Hún
neitaði að fara, nema að hún fengi barn
ið með sér. Að síðustu sagði hann henni
að barnið væri dáið, og sýndi henni stað
fest dauðsvottorð. Þá kom hún hingað
aftur um tíma og því miður misbauð
öllu fólkinu í sveitinni með framkomu
sinni. En svo bætti hún ráð sitt allt í
einu, því hún frétti, að barnið hennar
væri á lífi og við þá frétt var eins og
að hún endurfæddist. Það var um það
leyti, sem byggðarbúarnir voru komnir
á fremsta hlunn með að reka hana úr
sveitinni, en signorinn og presturinn
mæltu henni bót — og svo gerði ég að
síðustu“. Hann þagnaði og skoðaði
sjálfan sig ánægjulega í speglinum.
Hann var nýrakaður og hann var upp
með sér af ylmnum sem hann fann
leggja af olíunni í hári sér.
Nýjar hliðar á einu eftirminnileg-
asta máli, er Charley flutti blöstu nú
við honum. Máiinu, sem hann hafði unn
ið vináttu Jó Portugais honum til handa
og sem líka varð til þess að breyta lífs-
forlögum hans sjálfs. En þó gat hann
naumast rakið þráðinn, sem knýtti
hégómlega friðdómara við þau.
„Þér fóst vel í þessu“, sagði Char-
ley til þess að segja eitthvað.
„Ó já, þú segir það af því að þú
veist svo lítið um þetta! Hvað heldurðu
að þú segir, þegar þú veist allt um það.
—Ó! Það, að ég skyldi taka ákveðna af-
stöðu, hafði einnig sínar afleiðingar.
Signorinn og presturinn voru ógiftir. Ég
hefi lengi liðið fyrir þá þátttöku. Hjóna-
bandshamingja mín hefir verið meidd
og marin — en ekki eyðilögð“.
„Þú manst eftir tvíburunum“, sagði
Charley og lygndi aftur augunum með
hinum fyrri fyndnis- og keskniskeim
sínum.
„Kaldlyndar konur krefjast meiri
sannana“, sagði friðdómarinn alvar-
lega, því háðið í orðum Charley hafði
farið alveg fram hjá honum. En sjáðu
hættuna, sem ég var í, að taka þátt í
kjörum þessarar gálausu konu! En samt
er konan þessi veikbyggða vera, eins
og þú veist, verð meiri vorkunar en vork
unsemi frá okkur, sem sterkari erum. . .
En sjáðu nú! Hvers vegna skyldi ég
hafa stofnað hjónabandsfriði mínum í
hættu og gefa ástæðu til grunsemda,
jafnvel þó að náttúran hafi verið örlát
við mig að því ér hið ytra útlit mitt
snertir!" Hann leit enn í spegilinn, með
alvörugefinni ánægju.
Charley svaraði þessu engu, svo
stæðan fyrir því að ég lét til mín heyra
friðdómarinn hélt áfram. stæðan fyrir
því að ég lét til mín heyra „Þetta var á-
í sambandi við þessa vesalings konu.
Það var ég sem skrifaði bréfin til henn-
ar og sagði henni að barnið hennar væri
á lífi. Ég gerði það í beztu meiningu —
ég sá það fyrir að hún mundi breytast
til batnaðar, ef hún vissi að barnið henn
ar væri lifandi. Skjátlaðist mér? Nei.
Ég er glöggur þegar til þess kemur að
skilja mannlegt eðli, meðfædd gáfa mér
lánuð til sigurs. Vesalings konan breytt
ist, byrjaði nýtt líf. Alltaf síðan hefir
hún verið að reyna að fá manninn —
lögfræðinginn til að segja sér hvar
barnið væri. En hann hefir ekki gjört
það. Hann hefir alltaf sggt henni að
það væri dáið. Þegar hún hefir virst
ætla að missa trúna á að barnið væri
lifandi, þá hefir hún fengið annað bréf,
sem endurfæddi von hennar og fullyrt
að barnið væri á lífi, en aldrei var henni
sagt hvar það væri, svo hún hélt áfram
að skrifa manninum og stundum fór
hún og leitaði, en fann það aldrei! Hún
fékk bréf núna fyrir nokkrum mánuð-
um, því að hún var orðin óróleg og svo
kom ungur maður og dvaldi á heimili
signorsins í gistivináttu í viku, og gaf
sig mikið að henni. Það var hætta á
ferðum fyrir hana, svo fékk hún annað
bréf“.
„Frá þér?“
„Auðvitað, monsieur. Vilt þú þegja
yfir leyndarmáli, upp á þína æru og
trú?“
„Ég get þagað yfir leyndarmáli, án
þess að setja æru mína og trú í pant“,
svaraði Charley.
„Ó, já, þú hefir þitt eigið leýndar-
mál — fyrirgefðu ég er aðeins að hafa
upp það sem aðrir segja. Jæja, þetta er
leyndarmál konunnar Paulette Dubois.
Ég á frænda í Quebec, hann heitir
Robespierri Dauphin, hann er skrásetj-
ari og umboðsmaður fyrir þennan lög-
fræðing — föður barnsins. Hann vor-
kennir konunni, en er bundinn lögfræð-
ingnum með embættislegum heiðri sín-
um að segja ekki frá, hvar barnið er
niðurkomið. Þegar ég heimsótti Robes-
pierre einu sinni, þá komst ég að sann-
leikanum af tilviljun. Ég sagði honum
hvað ég ætlaði mér að gjöra, og hann
gaf mér leyfi til að segja að barnið henn
ar væri á lífi, og ef ég þyrfti velferðar
hennar vegna, að endurtaka það eins
oft og á þyrfti að halda, en hann bann-
aði mér að segja meira“.
„Og þetta, sagði Charley og benti á
fótinn á friðdómaranum stendur í sam-
bandi við það mál“.
„Þú ert fljótur að gjöra þér grein
fyrir hlutunum! Nærri því eins skarp
hugsandi og sýslumaður. Það var vest-
ur á Fjögur fjöllum. Paulette er mjög
hjátrúarfull, svo hún fór þangað vestur
fyrir skömmu til að heimsækja kyn-
blendingskonu, sem þar býr og er sögð
vera gædd fjarskyggnisgáfu, monsieur,
og það er engum vafa bundið, að hún
á ráð á þeirri gáfu, því undir eins og að
ég kom inn í kofann til þeirra, og hún
sá mig, þá sagði hún: „Þarna er mað-
urinn, sem skrifað hefir bréfin til þín!“
Jæja, hvað skeður? Paulette Dubois
réðst að mér eins og óargadýr — mon-
sieur, eins og óargadýr! Hún trúði því,
sem kerlingarnornin sagði, og þarna
var ég og laug, árangurslaust“. — Hann
varp öndinnimæðulega. „Það lýgur eng-
inn, svo að gagni komi æfingarlaust,
því miður sá hún, að ég var að Ijúga,
svo að hún greip byssuna mína í heift-
aræði og skotið, sem í henni var hljóp
úr henni óvart og ég datt. Heldurðu að
hún hafi sefast? Nei, það var svo langt
frá því. Hún reyndar hjálpaði til að
binda um fótinn á mér, en það síðasta,
sem ég heyrði hana segja var: „Þú get-
ur kvalist og haft tíma til umhugsunar.
Ég er glöð, þú hefir haldið mér á pínu-
bekknum. Mér þykir verst ef að þú skyld
ir deyja, því þá get ég ekki kvalið þig,
unz þú neyðist til að segja mér hvar
barnið mitt er!“ Monsieur, ég laug til
þess síðasta af ótta við það. að hún
myndi koma hingað með gauragangi og
hávaða, en ég er ekki viss um nema það
hefði verið betra fyrir mig að segja
sannleikann — segja henni hvar barn-
ið hennar er, og svíkja orð mín við
Robespierre. Hvað hefðir þú gjört, mon-
sieur? Ég get ekki spurt signorinn eða
prestinn ráða — ég hefi ástæðu fyrir
því. En þú, sem nærri því ert að vera
gæddur lögfræðings glöggskyggni og
ekki háður neinum héraðsböndum hér,
né heldur persónulegum áhugamálum.
Hvað finnst þér?“
„Ég mundi segja sannleikann“.
„Hver er ástæða þín fyrir því, mon-
sieur?“
„Hún er sú, að lögfræðingurinn er
þorpari. Þín brygðmælgi í sambandi við
þetta leyndarmál er ekki einn þúsund-
asti partur sakar á móti einni lygi, sem
þessari konu er sögð og eina lífsakker-
ið er. að barnið er lifandi. Er það dreng-
ur eða stúlka?“
„Drengur“.
„Ágætt! Hvaða skaða getur það vald
ið? Olnbogabarn getur fyllilega notið
sín í heiminum. Konan þín á tvíbura —
hugsaðu um þessa konu og barnið eina,
sem hún á. Ef að þú segir henni ekki
sannleikann, þá verður ekki langt þang
að til að hún stendur hér við dyrnar
hjá þér með gauragangi og hávaða eins
og að þú orðaðir það áðan. Ég furða mig
mest á að hún skuli ekki vera komin“.
„Ég fékk bréf frá henni í dag. Hún
kemur. — Ó Guð minn!“
„Hve nær?“
Það var drepið hægt á gluggann hjá
þeim. Friðdómaranum brá við. „Ó, herra
minn, hér er hún komin!“ stundl hann
upp og færði sig nær veggnum.
Það barst rödd inn í herbergið, sem
sagði: „Á ég að leika á fiðlu fyrir þig,
Dauphin? Það er græðandi lyf!“
Friðdómarinn náði jafnvæginu undir
eins. Setti sig í hinar vanalegu stelling-
ar. Hann gat hætt að hugsa um Paul-
ette, að minnsta kosti um stund.
„Ó, það er hann Miximilian Cour,
sem er úti í garðinum“, sagði hann.
Hann brýndi röddina og kallaði út: „Já,
leiktu á fiðluna, bakari; en spilaðu eitt-
hvað, sem er hressandi, eitthvað, sem
minnir á vorið og hinar hugljúfu endur
minningar þess“.
„Hausttón, sem blandinn er blæþýði
vorsins“, svaraði bakarinn og reyndi að
teygja sig upp í gluggann.
„Já, hérna hef ég það Dauphin! Ég
skal sjá um, að þú sofir sætt og rótt í
nótt. Hann kinkaði kolli til skraddar-
ans. Monsieur, þú skalt dæma um hvort
það sem ég spila, er tilfinningarlaust og
dautt. Ég hefi lagt allt mitt til í þetta
sinn. Ég kalla það „The Baffled Quest
of love“. Dagið er eftir Alsace, við kvæð-
ið, Le Jarden d’ Amour. (Garður kær-
leikans) með dálitlum breytingum, sem
ég hefi gjört í samræmi við síðasta er-
indið. Þú kannast við kvæðið, monsieur:
Þegar að ég geng inn í garð kærleikans,
ég geng og ég hlusta eftir sporunum
hans,
og dagur er kominn að kveldi.
Ég er hrædd, og ég hefi ekki hálfan hug,
í húminu titra mín hjartaslög,
er ég geng um það guðanna veldi.
Bakarinn settist á stól, sem hann
hafði komið með sér og fór að stilla
strengi fiðlu sinnar. Friðdómarinn kall-
aði út til hans:
„Spilaðu The Foods are Green, fyrst,
svo hin lögin á eftir“, sagði friðdómar-
inn.
Garður friðdómarans var sá eini,
sem há girðing var í kringum, og þó
fólk kæmi að garðinum og segði að bak-
arinn væri að spila fyrir veikan mann,
þá var enginn inni í garðinum nema
fiðluleikarinn sjálfur. Einu sinni eða
tvisvar sást á kolla á drengjum, sem
klifrað höfðu upp girðinguna að utan
og horfðu inn í garðinn, en fóru óðar
ofan aftur þegar þeir sáu Charley
standa við gluggann á húsi friðdómar-
ans. Löngu áður en að bakarinn hafði
lokið fiðluleik sínum, tók fólkið sem fyr-
ir utan girðinguna var, undir og áð-
ur en síðasta nótan dó út á fiðlustreng
hans, höfðu tuttugu raddir út á götunni
tekið undir með honum og hljómur
þeirra allra barst á loftöldum aftansins
út í húmið.
Það dimmir fljótt í þessu landi rökk-
ursins. í gegnum kveldkyrrðina, sem
var aðeins rofin af einstaka „whippoor-
will“ raust, hljómaði frá fiðlustrengjum
Maximilian Cour, lagið við The Baffled
Quest of love.
Bakarinn var ekki í tölu hinna mikil-
hæfu músikanta, en hann var gæddur
óvanalega ríkri viðkvæmnisgáfu og í-
myndunarafli, sem hinar ósveigjanlegu
samræmis- og samningsreglur höfðu
ekki náð til. Hvað svo sem það
var, sem hann átti í leyndum tilfinninga
lífs síns, þá kom það út tárum á Nac-
casse Dauphin og opnaði hlið garðsins
fyrir stúlku, sem tilfinningarnar bloss-
uðu úr augunum á.
Maximilian Cour talaði fyrir fleiri en
sjálfan sig það kveld. Hinn ástglaði andi
hans, hafði nú um miðbik ævinnar kos-
ið sér dválarstað, þar sem gluggatjöld
lífsins urðu dregin alveg niður, og hann
fengi að njóta friðarins við hljómþýðar
minningar, og öldur sögu og söngs. Svo
hann hafði leikið á fiðlu sína betur, en
hann hafði nokkurntíma áður gjört.
Þessir hjartþýðu tónar bakarans snertu
hjartastrengi manns, sem hafði átt við
erfiðleika efasemdanna að stríða allt
sitt líf, og anda konu, sem ylur ástar-
innar var sól um daga, skyn mána um
nætur og stjörnuljómi drauma hennar.
Á bak við gluggatjaldið horfði mað-
urinn, sem þessi stúlka unni, á bana
krjúpa í garðinum fyrir utan friðdóm-
arahúsið, með upplyftum spenntum
höndum í ómótstæðilegri hrifning söngs
ins. Hann horfði á hana, þegar bakar-
inn að síðustu, yfir sinni eigin geðshrær
ingu, stalst sneyptur út af því burt úr
garðinum. Hann horfði á hana þar til
að hann sá hana fela andlitið í hönd-
um sér, þá stalst hann út úr húsinu og
til hennar, lagði hendina á öxlina á
henni og sagði um leið og hún leit upp
og þekkti hann, „Rósalie“.
XXXVI. KAPÍTULI
Höftin slitin
Rósalie spratt á fætur og ánægjan
blikaði á andliti hennar. Henni hafði
verið þungt í skapi síðan að hún kom
heim frá Quebec, því þó að Charley og
hún hefðu stundum mæst í húsi frið-
dómarans, fór ekkert nema það al-
menna og hversdagslega þeirra á milli,
sem fram fer í herbergjum sjúklinga,
nema ef að vera skyldi ábyrgðin, sem
verkum þeirra fylgdi í sambandi við
sjúklinginn, og þýðing þá, sem að falin
tilfinning gaf hugsanalífi þeirra. Tví-
burarnir höfðu verið óróir og veikir, svo
frú Dauphin hafði beðið Rósalie að koma
og hjálpa sér í tvo klukkutíma á hverju
vikukveldi. flún og skraddarinn mætt-
ust þannig daglega, sem samkvæmt öll
um reglum rökfræðinnar hefðu átt að
vera eins langt í burtu hvort frá öðru,
eins og unnt var, og drógust hvort að
öðru fyrir líknarverk sín og samúðar-
kend. Maðurinn, eins og mönnum er títt,
sá ekki neina verulega hættu á ferðinni
í sambandi við þetta, því ekkert heim-
uglegt orð hafði farið þeirra á milli, síð-
an á Vadróme fjöllunum að máli þeirra
hafði verið ráðið til lykta. Hann hafði
ekki áttað sig á hlutunum eins og þeir
voru í raun og sannleika, vegna þess, að
hún, eins og hann, hafði verið róleg og
blátt áfram eins og að hún átti að sér
að vera. Hann hafði ekki veitt eldinum
eftirtekt, sem brann úr augum hennar,
og að hún var fölari í andliti, en að hún
átti að sér að vera, og andlitssvipurinn,
þó viðkvæmari, fegurri.
Honum fannst, sökum þagnarinnar,
að öllu væri óhætt, hann var öruggur í
mótmælum huga síns, sem virtist segja:
„Jað er ekkert að óttast“. Hann sá ekki
blikandi birtuna í augum hennar, sem
sagði: „Hingað liggur vegurinn heim“.
Heim? Myndir af heimili eins og að
hann Maximilian Cour var að mála í
músik sinni, höfðu liðið um huga hans
síðan daginn eftirminnilega á Vadróme
fjöllunum. Yfirlætislaust heimili með
þokkalegum húsmunum, fáeinum bók-
um, sem hljóðuðu um landslag og skóga,
verkið óbrotna, sem hann vann með
höndunum, á meðan að hugurinn glímdi
við ráðgátur lífsins; ánægjubros konu
á vörum. — Jú hann hafði hugsað um
slíkt heimili og hann hafði hrundið því
úr huga sér, það skipti engu hversu girni
legt það væri, því að héðan af yrði hann
að ganga einn. til borðs og sængur. Hann
hafði átt sitt tækifæri á liðinni tíð og
hent því í burtu frá sér með kæruleysis
ósvífni og ófyrirgefanlegri fyrirlitningu,
á skoðunum ánnara.
En nú hafði þessi blinda ástríða grip
ið hann—ástríðan, sem ekki átti neitt
skylt við hina fyrri skarpskygni hans og
rökvissu, en aðeins var vottur um frum
lífskend. Hann gerði sér óljósa grein
fyrir, að þar sem um engin þrýstandi
handtök, engin stolin augnatillit og eng
in heitorð eða loforð væri að ræða, þá
gæti þetta flotið áfram. Með einkenni-
legri blindu á hinni fyrri skarpskygni
sinni skoðaði hann það, sem á undan
var gengið eins og það væri ekki til, að
því er það snerti hann og Rósalie — leit
á það sem lengra lág að baki hans eins
og tragidíu og hið yfirstandandi sem
draum.
En blindan eða móðan hvarf af aug-
um hans við að hlusta á Maximilian
Cour spila „The Baffled Quest“ með
svo mikilli viðkvæmni á fiðlu sína og
þegar að hann sá stúlkuna krjúpa eina
við rósarunnan í garðinum, þá rann hið
liðna og hið yfirstandandi í einn brenni
punkt „Rósalie!“ sem kom henni til að
rísa á fætur með útbreiddan faðminn.
Hún horfði á hann tárvotum aug-
um, en í gegnum tárin skein þögult á-
kall sálu hennar Viens isi (Komdu til
mín). Það liðna, hið yfirstandandi, fram
tíðin, óttinn og afleiðingarnar hvarf
allt burt úr huga Charley, eins og þegar
snjóföl hverfur fyrir geislum sólar, og
hann tók Rósalie í faðmn sér, með ó-
segjanlegum fögnuði.
„Ó, svo þér er þá ekki sama — um
mig?“ sagði hún og grúfði sig að brjósti
hans.
Það var kallað frá húsinu: „Monsie-
ur, monsieur — Ó, gjörðu svo vel að
koma, skraddari!“
Rósalie leit á hann snöggvast, með
glaðlegri sigrihrósandi eggjan í augum
sér. Hljóp svo feimin og vandræðaleg
frá honum, út að garðshliðinu, í gegn-
um það, og út í náttmyrkrið.