Lögberg - 12.01.1950, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JANÚAR, 1950
7
Brautryðjandastarf í vísandalegum efnum
D1
. R. ÁGÚST BJARNASON,
síðar prófessor, réðist í
stórvirki mikið, er hann
tók að rita þróunarsögu manns-
andans frá upphafi vega og allt
til líðandi stundar. Engin sam-
bærileg rit fundust um slíkt efni
á íslenzkri tungu og orðfátt var
um heimspekileg hugtök, en það
vitnar um stórhug þessa fræði-
manns, að hann lét slíkt ekki á
sig fá, en lagði ótrauður á bratt-
ann. í uppháfi flutti dr. Ágúst
H. Bjarnason alþýðulega fyrir-
lestra um efnið. Upp úr þessum
fyrirlestrum urðu svo fyrstu rit-
in til, eftir að við þau hafði ver-
ið aukið, og heildaryfirlit gefið
um þróun mannsandans á hverj
um stað og tíma.
„Yfirlit yfir sögu mannsand-
ans“ heitir ritsafnið allt, en
fyrsta bindi þess „Nítjánda öld-
in“, kom út árið 1906, en því
næst birtist „Austurlönd“,
„Hellas“, „Vesturlönd“ og var
útgáfunni lokið árið 1915. í rit-
um þessum er lýst siðfræðikenn-
ingum og trúmálaþroska þjóð-
anna frá upphafi vega, en mörg-
um mun hafa opnazt ný innsýn
í þann heim, sem þeir hrærðust
í, eftir lestur ritanna, enda
höfðu menn sem við sagnaritum
fengust, hallazt að því frekar,
að rita hernaðarsögu en menn-
ingarsögu, hér á landi, allt þar
til er dr. Ágúst ruddi brautina,
þá ungur að árum.
Nú hefir útgáfufélagið „Hlað-
búð“ hafið útgáfu á ritum dr.
Ágústs H. Bjarnasonar, þeim er
að ofan greinir og farið stór-
myndarlega af stað, að því er
allan fráganga varðar. Höfund-
urinn hefir endursamið bækurn-
ar að verulegu leyti, en það er
ærið starf, en ber vitni um starfs
þrótt höfundar að hann skyldi
færast slíkt í fang á efri árum.
Fréttaritari Vísis hitti prófessor
Ágúst H. Bjarnason að máli nú
nýlega, og fór þess á leit að
hann skýrði lesendum blaðsins
nokkuð frá viðhorfum sínum og
starfi og tók prófessorinn því
ljúfmannlega.
„Því vil ég lýsa yfir í upphafi“,
sagði hann, „að ég gleðst yfir
að lifað á þessum tímum alhliða
framfara með þjóð minni. Eg er
fæddur árið 1875 og hefi fylgst
með þróuninni allt frá grútar-
lampanum og til „fluorescent-
lampans“, sem nú hefir rutt sér
til rúms. Segja má að þjóðin hafi
ráðizt í nýtt landnám á flestum
sviðum og komizt tiltölulega
langt á ekki lengri tíma, eða sem
svarar tveimur mannsöldrum.
Þegar ég kom hingað til lands
eftir tíu ára nám í Kaupmanna-
höfn og þriggja ára nám í Þýzka-
landi, fannst mér ekki annað
liggja nær, en að opna íslenzku
þjóðinni einhverja útsýn yfir
heimsbókmenntirnar. Eg byrj-
aði með fyrirlestrum fyrir al-
menning, sem styrkþegi af
Hannesar Árnasonar sjóðnum,
og hélt fyrirlestra á vegum hans
fyrri veturinn, en, síðari vetur-
inn flutti ég erindi á vegum
Stúdentafélags Reykjavíkur, að-
allega um hræringar á 19. öld í
heimspekilegum efnum og þess
vegna gekk ég fyrst frá henni
allra bóka minna. Eg varð stúd-
ent árið 1894, en lauk heimspeki-
prófi árið 1900. Eftir það dvaldi
ég mest í Þýzkalandi, en raunar
einnig í Frakklandi og Sviss við
framhaldsnám. Er ég kom hing-
að til lands réðst ég sem auka-
kennari í dönsku og þýzku að
Menntaskólanum, en vann að
ritum mínum samhliða á árun-
um 1905—1911, er háskólinn var
stofnaður og ég var skipaður
prófessor við heimspekideildina.
Áður hafði ég varið doktorsnafn-
bót við Kaupmannahafnarhá-
skóla og fjallaði ritgerð mín um
franska skáldið Jean Guyeau, en
samtímis varði dr. Guðmundur
Finnbogason doktorsnafnbót,
sem hann hlaut fyrir ritið „Den
sympatiske Forstdaelse“.
Reyndist yður ekki erfitt að
stunda í senn tímakennslu og
vísindastörf?
„Við Menntaskólann kenndi
Viðtal við prófessor
Ágúst H. Bjarnason
ég um 36 stundir á viku en auk
þess varð ég svo að leiðrétta alla
stíla, þannig, að ritstörfin vann
ég aðallega í hjáverkum áhlaup-
um. Prófessorsstörfum gegndi
ég við háskólann þar til ég varð
70 ára, eða fram til ársins 1945.
Þá fór ég til Ameríku, en hafði
raunar komið þangað áður og
flutt fyrirlestra víða í íslendinga
byggðum árið 1923. Ferðaðist ég
þá þvert yfir landið frá hafi til
hafs, en nú í síðara skiptið fór ég
þá þvert yfir landið frá hafi til
hafs, en nú í síðara skiptið fór
ég ekki um álfuna þvera, heldur
endilanga. Hafði ég mikið gagn
af síðari ferðipni. Fékk ég nýja
yfirsýn yfir heimsbókmenntirn-
ar í nýjustu bókum þeirra
vestra. Mætti þar einkum nefna
Will Durant, er hefir ritað „The
History of Civilization“, auk
SÖGN OG SAGA:
annarra merkra rita. Kynntist
ég einnig verkum annarra
merkra höfunda, sem nóg er af
vestra.“
Þér hafið svo tekið til óspilltra
málanna er. heim kom?“
„Við getum sagt að nú sé ég
setztur í helgan stein, en af því
leiðir að ég get gefið mig óskipt-
an að ritstörfunum, betrumbætt
eldri bækur mínar og komið
þeim út í nýrri útgáfu, en
„Hlaðbúð“ lætur ekkert ógert til
þess að gera ritin sem allra bezt
úr garði og er ég þakklátur fyrir
það. Örðugasti þröskuldurinn er
saga Rómverja í kristnum og
heiðnum sið, enda vandi úr að
velja. Að þessum þættinum hefi
ég unnið í mörg ár, en af miklu
er að taka og vandi úr að velja,
en að því hefi ég unnið í vetur,
þótt enn þurfi ég að fella úr og
bæta inn í, til þess að fá allt til
að falla saman og skapa heildar
mynd af rómverskri menningu,
ÞJÓÐLÍFSMYNDIR
*
I
ÞESSARI BÓK eru nokkrar
ritgerðir, sem á sínum tíma
birtust í tímariti bókmennta
félagsins.
Efni bókarinnar er þetta:
Þjóðhættir um miðbik 19.
aldar eftir séra Þorkel Bjarna-
son á Reynivöllum. Sú ritgerð
heitir í tímaritinu: Fyrir 40 ár-
um.
Síðan eru athugasemdir og
viðaukar víð þá ritgerð eftir
Ólaf Sigurðsson í Ási á Hegra-
nsei og aftur svör þeirra beggja.
Sögn og saga. 3 bók.
Þjóðlífsmyndir. Gils
Guðmundsson bjó til
prentunar. Stærð: 384
bls. 21X13 sm. Verð kr.
Iðunnarútgáfan.
Um minni í brúðkaupsveizl-
Reykvískar konur rœða áhugamál sín
á aðalfundi Bandalags kvenna
Gerðu margar samþykktir um mál
heimila og sérstaklega barnanna
Húsnæðismál, verzlunarmál,
áfengismál, sjúkrahúsmál, mál
heimilanna og mál barnanna,
voru til umræðu á aðalfundi
Bandalags kvenna í Reykjavík,
sem haldinn var rétt fyrir mán-
aðamótin. Gerðu konurnar
margar ályktanir, og er nokk-
urra þeirra getið á öðrum stað
í blaðinu, en hér fer á eftir úr-
dráttur úr þeim helztu:
Sjúkahúsmál
Konurnar skora á heilbrigðis-
stjórn, landlækni og bæjarsjtórn
Reykjavíkur, að leggja sjúkra-
húsmálunum meira lið en gert
hefur verið. Hafin verði bygg-
ing hjúkrunar kvennaskóla, þar
sem óviðunandi er, að skólinn
hafi til afnota mikinn hluta af
hæð í Landsspítalanum, meðan
fjöldi sjúklinga bíður sjúkrahús-
vistar. Skorað á bæjaryfirvöldin
að koma upp ljóslækningastof-
um í þéttbýlustut hverfum bæj-
arins og fjölga ljóslækninga-
lömpum til útlána í Líkn.
/
Mál Barnanna
Konurnar skoruðu á bæjar-
stjórn Reykjavíkur að byggja ár-
lega ekki færri en tvö dagheimili
barna, þar sem með leikskóla-
byggingum þeim, sem nú er unn-
ið að, sé ekki bætt úr þörf ein-
stæðra mæðra og alþýðuheimila
fyrir dagheimili. Enn fremur
skorað á bæjarstjórn að hafa
örugga gæzlu fyrir smábörn á
leikvöllum bæjarins einhvern
hluta dags, og á leikvöllunum
verði upphituð skýli. Loks verði
sem fyrst lokið þeim leikvöllum,
sem hálfgerðir eru nú.
Verzlunarmál
Konurnar töldu það óþolandi
ástand, að ekki sé flutt inn nægi-
leg vara fyrir skömmtunarseðl-
unum. Ástandið verður þó enn
verra vegna þess, að fullvíst má
telja, að skömmtunarvörur séu
seldar á svörtum markaði. Þá
bentu konurnar á það, að forn-
salar selji oft nýjar vörur auk
notaðra, og það án verðlagseftir-
lits. Var skorað á verðlagseftir-
litið að fylgjast með verðlagi
þessara verzlana og athuga,
hvaðan þær fá nýjar vörur.
H úsmæðraskólar
Þá minntu konurnar skólaráð
og bæjarstjórn á það, að aðkall-
andi nauðsyn sé fleiri húsmæðra
skóla í bænum og ættu þeir að
vera einn fyrir hverja 10,000
íbúa.
Áfengismálin
Þá tóku konurnar undir þær
samþykktir, sem landsþing Kí
gerði í sumar í áfengismálunum
og skoruðu á ríki og bæ að hafa
ekki vín í veizlum. Loks lýsti
fundurinn óánægju yfir því að
bílstjórar skuli óáreittir fá að
leggja bifreiðum sínum á al-
mannafæri og selja vín úr þeim,
einsog algengt er í Reyjavík.
Æsktu konurnar þess, að lög-
regluþjónar fengju víðtækara
vald til að rannsaka bíla, sem
grunur leikur á, eða full vitn-
eskja er um, að áfengi sé selt úr.
Nokkrar fleiri samþykktir
gerði fundurinn, ssem hér verð-
ur ekki getið rúmsins vegna.
Alþbl. 4. des.
sem ég er ánægður með, Þetta
er ekkert áhlaupaverk, en því til
frekari sönnunar get ég sagt, að
ég hefi búið til fleiri nýyrði en
flesta grunar. Heimspekin hef-
ir sínu hltuverki að gegna og
einu sinni hélt ég að hún myndi
leysa flest vandamálin. Þar hef-
ir eðlisfræðin orðið á undan enda
stórfelldar byltingar átt sér þar
stað, sem enginn sá fyrir.“
Mótaði enginn kennari yður
öðrum -frekar?
„Eg er þeim öllum þakklátur.
Aðalkennari minn var Harald
Höffding, og hvatti hann mig
mjög til námsins, ekki sízt er ég
hafði jafnvel í huga að hverfa
frá því. Hann ýtti stöðugt á og
sagði mér að halda áfram, sem
ég og gerði. Jafnframt mat ég
prófessorana Kroman og Leh-
man mikils, þótt ég yrði aldrei
jafnnátengdur þeim og Höffd-
ing. Eg vil að lokum geta þess,
að ég hefi verið gæfumaður og
mér hefir alltaf liðil vel. Við
hjónin erum þakklát börnum
okkar, sem eru okkur hvert öðru
betra. Get ég þannig litið yfir
langan dag í gleði og friði.“
Vísir, 7. des.
bærilegir bústaðir. Þegar mikið
rigndi, láku þær og mikið. Höfðu
menn þá á daginn trog og önn-
ur ílát á rúmunum, til að taka
á móti lekavatninu, en á næt-
urnar hengdu menn skinn yfir
rúmin eða breiddu þau ofan á
sig, en þó urðu rúmfötin ekki
varin bleytu, en geta má nærri,
hvernig moldargólfið varð af
um og helztu brúðkaupssiði á lekableytunni, því að svo mátti
íslandi á 16. og 17. öld, eftir
Sæmund Eyjólfsson.
íslenzka glíman, eftir séra
Stefán Sigfússon.
íslenzkar kynjaverur í sjó og
vötnum eftir Ólaf Davíðsson.
Síðan er í stuttu máli gerð
grein fyrir höfundum þessara
þátta allra.
Síðast er svo skrá yfir nokk-
ur atriðisorð og er það hinn bezti
fengur, því að miklu er bókin
eigulegri fyrir það, að hægt er
að grípa til hennar og slá henni
upp sem handbók og finna eftir
tilvísun hvað sagt um brúð-
hjóna bolla, flyðrumóður, hýð
ingar og þrælabrögð, svo að
gripið sé niður af handahófi.
Fyrir alla þá, sem unna þjóð-
legum fræðum, en þeir eru
margir, er góður fengur að þess-
ari bók, hafi þeir ekki aðgang að rumm
tímariti bókmenntafélagsins
sjálfu. Jafn framt má þessi bók
vera góð áminning til þeirra,
sem fróðir vilja verða um ís-
lenzka menningarsögu, að bera
sig eftir tímaritinu sjálfu og
kynna sér það.
Hér skal svo til fróðleiks grip-
ið niður í bókina á íáeinum
stöðum. Séra Þorkell segir svo
um baðstofur í Skagafirði.
„Eins og geta má nærri, voru
baðstofur margar hverjar allt
annað en skemmtilegar eða
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
Björgunarafrekið við Látrabjarg
Látrabjargið bifast eigi,
brimi vætt á nótt og degi,
ekki finnst á fold né legi
fegri saga en þar er skráð.
Greypt á háum bjargsins brúnum
bezta frægð með helgum rúnum,
þar var af höndum hreysti-knúnum
hetju fórnarsigri náð.
Berst með loftsins bylgjuhraða
brögnum frétt um mikinn skaða,
skip x strandi bylgjur baða,
baráttan við dauðann háð.
Hraustra drengja hjálparsveitin
hlustar djörf á neyðarskeytin,
undirbúin er svo leitin,
engan vantar þrek né ráð.
Leita meðan Ijós af degi
lýsir grýtta hamravegi,
þeir um síðir líta á legi
lamað skip í bygjuslag.
— Heim á bæi flyta förum.
fréttagreiðir eru í svörum,
hyggja að með huga snörum
hjálparstarfi nœsta dag.
Brimið gnýr við bjargið háa,
byrgir skyggnið nóttin gráa.
Býr sig heima á bœnum lága
brynjuð hreysti drengja sveit.
Fyrr en landsins fannavoðir
fagur skreytir morgunroði
knúin fram af kærleiksboði
kappagangan byrjar leit.
Kveðja sína kœru vini
konur, mœður, feður, syni,
enginn veit hvort hrausta hlyni
heila aftur fær að sjá.
Beðið er af heitu hjarta,
himneskt trúarljósið bjarta
í skyndi greiðir skugga svarta,
skyldxm œðsta kallar þá.
Bera á sínum hraustu herðum
hjálpartœki af ýmsum gerðum,
hrauns á vegi hraða ferðum,
hjálpin þarf að berast fljótt.
Strandað skip í heljar hrönnum,
hafsins þungu bundið spönnum,
þreyta og kuldi þjakar mönnum,
þeir hafa lifað voðanótt.
Kappar rata réttar leiðir,
roði dagsins húmið greiðir,
bylgjan þunga fellur, freyðir
fast að bjargsins köldu rót.
Eygja brátt af bröttum tindi
brotið skip af sjó og vindi,
hjálparstarfið hefst í skyndi
handtök eru traust og fljót.
Sigmenn vanir síðan falla
svarta niður hamrastalla,
hvötin æðsta knýr þá alla
hvergi hræðast brim né grjót.
Fylktu liði í fjöru standa;
farsæl átök traustra handa
draga tólf úr dauðans vanda
drengi nýju lífi mót.
Beztu hjúkrun hrjáðum veita,
heljarstríði í sigur breyta,
bróðurkærleiks höndin heita
hóf þar merkið guði vígt.
Undir bjargi hrikaháu
hinum hröktu náttstað sáu,
stóðu á verði í stóru og smáu,
starfið unnu heillaríkt.
1 dimmu nætur digna eigi,
djarfir mæta nýjum degi,
hefja á köldum hamravegi
hina þjáðu upp á brún.
—Konur þangað föngin færa
fljótt, er þjáða endurnæra,
saman fléttar sveitin mæra
sigurkrans og frægðarrún.
Fjölgar liðið fórnardjarfa,
fyrir hvem er nóg að starfa,
þessa hraustu þjóðararfa
þreytan ekki bugað fœr.
Heim á sínum hestum flytja
hrjáða menn, er varla sitja,
þar er búin þeim til nytja
þráða hvíldin, djúp og vær.
Lítum inn í Látrabœinn,
—af list er búið allt í haginn
hröktum konan hjúkrar lagin,
höndin nóg af kœrleik á.
Skipsmenn þaðan heilir halda,
hinir þrír, sem bygjan kalda
vafði í sína votu falda
vaka sínum drottni hjá.
ísland hefur öldum borið
arfa, sem að prýðir þorið.
Fórnardýpsta frægðarsporið
fölva engin tímans mein.
Þeirra nöfn, er þar að stóðu
þekjast aldrei gleymsku móðu,
af sannri hetjuhreysti hlóðu
helgan þjóðar bautastein.
Látrabjargið bifast eigi,
ber það vitni að hinzta degi
—þó að kynslóð hverfa megi—
kraftaverksins glæstu dáð.
Afreksmenn að allra dómi
eru lands og þjóðar sómi,
fslands garpa hróður hljómi
hátt, á meðan saga er skráð.
kalla að oft rynni vatnstraumur-
inn eftir því í stórrgningum. En
mikið dró það úr lekanum, að
húsin voru mjó; baðstofurnar
voru oft ekki breiðari en fjórar
álnir, en lengdin fór eftir fólks-
fjöllanum.“
Ólafur Sigurðsson segir í svari
sinu:
„Um hinn mikla leka í bað
stofum heyrði ég varla getið,
nema helzt undan gluggum, þeg-
ar vindur stóð upp á þá með
regni, en slíkt mun ekki ótítt
enn. Hinir gömlu baðstofuvegg-
ir, sem ég sá, voru flestir harðir
og þurrir, en eigi gráir af myglu
og slaga, ekki létu menn heldur-
rúmfötin liggja við þá, því þar
sem ég sá, voru þó negldar ein
eða tvær langfjalir fyrir ofan
á aumustu kot bæjum.“
1 raun og veru ber hér ekki
margt á mill, þegar þess er gætt,
að séra Þorkell segir frá af raun-
sæi en Ólafur vill haga frásögn-
inni svo, að hún verði fortíðinni
heldur til sóma.
Sæmundur Eyjólfsson segir
svo frá brúðkaupum:
„Oft mun hafa verið drukkið
í fastara lagi í brúðkaupsveizl-
unum, og siðsemin farið út um
þúfur. Boðsmenn óðu oft inn í
hús og eldhús, og hrifsuðu slíkt
er þeim leizt. Oft urðu menn
saupsáttir, og urðu tíðum af því
áflog og ryskingar. Þó mátti
kalla, að veizlurnar færu hér
spaklega fram hjá því, sem ann-
arstaðar á Norðurlöndum.“
Séra Stefán segir um glímuna:
„Með því tilfinning hjá glímu-
mönnum sjálfum og svo smá
snögg handatiltök, oft alveg ó-
merkjanleg áhorfendum, kom
hér til greina, þá er eigi frekar
hægt að lýsa þessum viðbúningi
og biðleikan eftir færi til bragðs
sem glímustígandi þessi öll mið-
ar til, en svo er biðleikan þessi
varir nokkuð lengi, sem reyndar
á ekki að vera, og hún á sér eig-
inlega stoð af og til í glímunni
milli bragða, þá fer nú líka hinn
einkennilegi glímuskjálfti að
J'ærast í limu viðfangseigenda;
er eins og allar taugar líkamans
og sér í lagi þá fótanna komist í
stæltan titring, en hann gerir
eigi all lítið til að gera glímuna
,spennandi og áhrifamikla, bæði
J'yrir glímunmennina sjálfa og
áhorfendurna, er verða eins og
snortnir af hinum einkennilega
glímutitringi, oft jafnvel hinir
eldri, er fyrrum hafa verið með,
en eru nú hættir, eigi síður en
hinir yngri, en sumir kváðu
merkja glímusjálftann jafnvel á
undan glímunni, eða áður en
nokkrum tökum er tekið og eigi
íýr góðar. Þær eru allar sægrá-
ar að lit og hafa blöðru milli
nasanna eða framan á grönun-
um.... Sækýr eru ágætar mjólk-
urkýr og góðar til undaneldis og
lafa þær stundum komizt í eigu
mennskra manna, ýmist með því
móti, að mönnum hefir tekizt að
sprengja blöðruna á sækúm
þeim, er gengið hafa á land sjálf-
krafa, eða þá að marmennlar
þeir, er dregnir hafa verið úr
sjó og fluttir til lands, hafa
sent þeim s'ækýr í þakkarskyni,
er fluttu þá aftur til heimkynna
þeirra, því þeir vilja ávalt kom-
ast aftur á sama mið sem þeir
voru dregnir á. Marmennlar eru
fáorðir og sinna lítt mönnum,
en þó eru þeir vitrir mjög, og
vita fyrir leynda hluti og óorðin
tíðindi.“
Hér af má nú sjá að mikill
fróðleikur og margbreyttur er
saman kominn í þessari bók.
H. Kr. —Tíminn