Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. JANÚAR, 1950 UM HAUSTIÐ 1947 HÉLT geitahirðir nokkur hjörð sinni á beit- í óbyggðinni norðaustur af Dauðahafi, ekki langt suður frá Jeríkó. Honum varð vant einnar geitar og fór að leita hennar vestur í hlíðar- drögunum. Fom hann þá auga á lítið, kringlótt hellisop í klettun- um fyrir ofan sig. Hann klifraði upp og sá, oð hellirinn myndi vera djúpur. — Hann kastaði inn steini til þess að kann hann. Þá heyrði hann brothljóð, og hnykkti við og hafði sig á burt. Skömmu síðar fór hann aftur upp að munnanum og hafði þá vin sinn með sér. Þeir skriðu inn um opið og komu auga á stór ker á hellisgólfinu. Eitt þeirra var nýbrotið, og umhverfis lágu gömul brot, en sum kerin voru heil. Þeir félagar hugðu, að þar myndi geymt gull og silfur og flýttu sér að athuga innihaldið. Það -var þá bókfell vafið upp, og skrifað á letur, sem þeir höfðu út með sér 8 roðla eða bókrollur og skiftu þeim jafnt á milli sín. Annar þeirra kom sínum 4 til Hebreska háskólans í Jerúsalem, en hinn sínum til Markúsarklaustursins sýrlenzka þar í borginni. Þaðan komust þrír roðlarnir til Vesturheims, og með nokkurri leynd. Þar hafa þeir síðan verið rannsakaðir eins og aðrar fornleifar frá Austur- löndum og teknar af þeim ljós- myndir. Um þessar rannsóknir var lengi hljótt. En fyrstu fregnir, sem bárust út um heiminn, voru á þá leið, að þetta væru elztu Gamla testamentishandritin, sém fundizt hefðu, rituð á hebreska Ævaforn Gamla testamentis handrit fundin verður reynt að bæta eftir föng- tungu. 1 Gyðinglandi sjálfu var lítið aðhafzt. Olli því innan- landsófriðurinn. Og ekki hafði öðrum en munkunum í Markús- arklaustri verið sagt frá því, hvar fornleifahellirinn var. Þegar um hægðist þar í landi, var hafin leit að hellinum, og tókst að finna hann aftur í feb- rúarmánuði síðast liðnum. I marz var byrjað á forminjarann- sóknum og grefti, og stóðu að þeim Biblíufræðingar og forn- fræðingar. Merkasti roðullinn af þeim 8, sem fundizt höfðu, var spádóms bók Jesaja. Hann er nær 7 metrar á lengd og óskemmdur að kalla. Annar var skýringar yfir rit Habakúks. Þriðji apokrýfbók, sem menn þekktu ekki áður, og hefir verið nefnd Stríð ljóssins barna við börn myrkursins. Þá voru sálmabók, helgisiðabók fyr- ir sértrúarflokk Gyðinga, sem menn vissu ekki um áður, Enoks- bók og síðasti bókarhluti Jesaja. En um aldur handritanna greindi fræðimennina :. Töldu sumir þau ekki geta verið eldri en frá 12. öld. e. Kr., en aðrir, að þau væru mjög forn, þótt óvíst væri, hvort þau væru skrifuð fyrir eða eftir Krists burð. Rannsóknirnar á hellinum skáru nú úr um þetta. Þrátt fyr- ir ýmsa erfiðleika urðu þær ÍLIONSKVIÐA HÓMERS Eg er hér með nýja, fallega og fína bók, það er fyrriparturinn af Kviðum Hómers, nefnilega Uionskviða — Odyssevsdrápa kom út í fyrra, sú bók var síðari partur þessa rits. Þetta er svo sem ekki ný samin bók, því meir en hálfan þriðja aldartug hafa þessi dásam- legu ljóð verið lesin, sögð og sungin um heiminn þveran og endi- langan og ekki hefi ég heyrt að neinn af þeim mörgu skáldjöfrum, ssem síðan hafa fæðst, hafi þótt taka Hómer gamla fram. Þetta eru hetjuljóð, styrjald- ar- og hrakningaljóð, afbrýðis og ástaljóð. Paris konungsson í Troju á Litlu-Asíu hafði, frá hærri stöð- um, fengið loforð um fegurstu konu heimsins og í heimsókn hjá Menelaosi, vini sínum, konungi í Spörtu þykist hann þess fullviss að hin fagra Helena, kona Mene- laosar, sé þessi fyrirheitna feg- urðardís og strýkur með hana heim til Troju. Auðvitað þurfti þá ekki að sökum að spyrja. Hin- ir grísku höfðingjar voru engin smámenni og nú reiddust þeir, sem von var, og fóru með mikið lið á hendur Trojumönnum, var Agamemnon, bróðir Menelaosar, foringi fararinnar — hann var þá koungur í Mykene, feðraleifð þeirra bræðranqa. Þessi rimma stóð yfir í 10 ár, unz þeir loks gátu unnið Troju og náð Helenu aftur og svo tek- ur síðara bindið við. Það er um hrakninga Odysseys á heimleið- inni. Við vorum svo heppnir— Is- lendingar — að eiga snilling, Sveinbjörn Egilsson að nafni, að nafni, sem fyrir rúmum 100 árum sneri þessu ódauðlega riti á okkar mál og það af þeirri list og leikni, guðmóði og glæsileik að annarra þjóða menn munu ekki hafa skákað honum í þýð- ingum sínum. Þetta fyrra bindi hefir ekki komið út nema einu sinni og það fyrir langa löngu svo meira en mál var til komið að ný útgáfa birtist og nú hafa þeir fræðimennirnir og grísku- garparnir Kristinn Ármannsson og Jón Gíslason búið þennan kjörgrip í vandaðan búning og samið fróðlega og ágæta formála svo allt liggur ljóst fyrir og les- andinn nýtur efnisins betur. Af söguljóði þessu kynnist maður Forn-Grikkjum, sem voru öndvegisþjóð heimsins á þeim tímum er saga þessi gerðist. Þeir voru meira og minna af guða- ættum því Zevs — aðalguðinn, þótti kvenhollur með afbrigðum og sumir hinna guðanna vildu koma sér vel við hinar fögru dauðlegu meyjar. Eins var það með gyðjurnar að þeim leist vel á grísku hetjurnar, að minnsta kosti var Akkilles sonur einnar þeirra. Grikkir bjuggu þarna í nábýli við guðina og urðu auðvitað að koma sér vel við þá og það er einmitt eitt af ágætum þessarar ljóðasögu hve hún lýsir skemmti lega sambandi og samvinnu guða og manna og það er von að mik- ið gangi á þegar guðirnir gengu sjálfir í bardaga með vinum sín- um og urðu jafnvel að leika hver á annan til að koma vilja sínum fram. Það er náttúrlega svo með þessa bók sem margar aðhar, að þótt þýðingin sé snilldarleg er hæpið að atburðirnir birtist í eins skíru ljósi eins og í frum- málinu, því er það að ég gæti trúað að einhverjir af þeim sem heillast af lestrinum taki upp á því að „studera“ grísku í hjá- verkum sínum til að geta skyggnst sem gerst inn fyrir tjald þessa gríska undraheims. Eg enda svo þessar línur með beztu meðmælum með bókinni. Ing. Gíslason island, Danmörk, Nor- egur í frjálsum íþróttum Boði íslendinga um millilanda keppni í frjálsum íþróttum er tekið með velvild í Danmörku. Þykir líklegt, að landskeppni þessi fari fram í Oslo að sumri, og verði sá háttur hafður á, að Danmörk og Noregur keppi sín á milli eins og venjulega í öllum venjulegum greinum, en íslend- ingar taki þátt í nokkru færri greinum. Verða stig íslendinga svo reiknuð út sérstaklega. 1 Noreigi mun einnig hafa verið tekið vel í hugmynd þessa, og er þar talið, að þetta fyrirkomu- lag muni auka áhuga almennings á keppninni. mjög nákvæmar. Allur hellir- inn var hreinsaður innan með fingrunum eða pennahnífum. Fundust þá mörg hundruð slit- ur af handritum eða tætlur. Á sumum var aðeins einn stafur, en á öðrum nokkrar málsgrein- ar. Er nú verið að reyna að raða þessum sneplum saman í vinnu- stofu í British Museum, þannig að fáist samfellt lesmál. Er það hin mesta heljaraun, ekki sízt fyrir það, hversu bókfellsblöðin hafa límzt saman. Auk hanritanna hefir fundizt allmikið af dúkum, sennilega líndúkum. Ennfremur hefir kera brotunum verið safnað saman. Hefir þá komið í ljós við ná- kvæma athugun, að brotizt hefir verið inn í hellinn áður og mörgu spillt á rómverska tímabilinu, enda segir Órigenes kirkjufaðir frá því, að á stjórnarárum Carac- alla, um 217 e. Kr., hafi fundizt roðlar af Gamla testamentis ritum vafðir í lín og varðveittir í kerum í grennd við Jeríkó. Kerin hafa upphaflega verði a. m. k. 40 að tölu og hvért um 60 sentimetrar á hæð, en 25 í þvermál. Hefir verið hægt að geyma 5 eða 6 roðla í hverju, svo að alls má gjöra ráð fyrir, að þeir hafi ekki verið færri en 200 í hellinum. Skálar eða lok hafi ekki verið færri en 200 hellinum. Skálar eða lok hafi verið fest yf- ir Tíerin með líni og roðlarnir hver og einn vafðir í líni til þess að verja þá fyrir skordýrum og áhrifum loftsins. Kerin, lokin og tveir lampar eru frá hellenska tímabilinu, á ofanverðri 2. öld f. Kr. En brot úr 2 lömpum og suðupottur eru frá rómverska tímabilinu, þeim tíma, er brotizt var inn í hellinn. Þannig mun það allt, sem upp- haflega var fólgið í hellinum, vera frá einu og sama tímabili, bókfellið eitthvað eldra en um- búðirnar. Hefir því verið komið undan þangað á óeirðartímum, öld Makkabeanna. Allir roðlarnir og flest slitrin eru skrifuð ferningsletri, sem svipar allmikið til hebresks let- urs eins og það er nú. En nokk- ur slitur eru þó skráð eldra létri. Roðlarnir, sem þau eru úr, hljóta því að hafa verið ritaðir á 4. eða 3. öld f. Kr. Má sjá, að 3. Mós hefir verið skáð á þeim tímum. Ritbrotin úr Gamla testamentinu eru úr 1., 3. og 5. Mósebók, Dóm- arabókinni og Daníelsbók. (G. R. Driver í Oxford telur þó handritin miklu yngri, jafnvel frá 5. eða 6. öld e. Kr.). Gildi þessa fornleifafundar fyrir Gamla testamentis rann- sóknirnar verður seint fullmetið. Og varðar þá allra mestu um það, að hafa fengið spádómsbók Jesaja á hebresku í heilu lagi í handriti frá 2. öld f. Kr. En elzta handrit af spámannaritunum áður, sem unnt var að árfæra ná- kvæmlega, var frá 916 e. Kr., og hafa margar villur slæðzt inn í téxta þess. Elztu handrit af grísk um þýðingum á Gamla testa- mentinu eru þó miklu eldri, eða frá 5. öld e. Kr., og hefir mátt leiðrétta með aðstoð þeirra ýms- ar villur í hebreska textanum. Þegar á 1. öld e. Kr. tóku Gyðing- ar að samræma texta Gamla testamentisins og reyndu síðar að reisa rammar skorður til tryggingar því, að einn og sami texti gengi óbreytur að erfðum öld eftir öld. Er hér nú fundinn eldri texti en erfðatextinn á ýms- um ritum Gamla testamentisins, og hljóta vísindamenn að taka hið mesta tillit til þess á kom- andi tímum og leitast við að hafa það í hvívetna, er sannast reyn- ist. Því miður hefir ekki verið í fyrstu gætt nægrar varúðar við þennan fornleifafund. En úr því um. Munu vísindamenn mörg næstu ár vinna úr því, sem fund- izt hefir, og endurskoða á ný erfðatexta Gyðinga. Má vænta þess, að yfir margt verði brugð- ið nýju ljósi. Um Jesaja handritið forna má sérstaklega geta þess, að það mun fremur auka en rýra gildi erfða- textans. Nýjasta Biblíuþýðing vor á ritinu, sem gjörð var eftir honum, stendur því vísast traust- um rótum. En allt verður að kanna á ný vandlega miðað við handrit þetta, og mun það leiða til fyllra og öruggara skilnings á einhverju allra dýrmætasta trúarriti og spekiriti heimsins fyrir daga Jesú Krists. Já, ef til vill fáum við að vita nákvæm- lega, — orð fyrir orð— hvernig textinn hefir hljóðað, sem Jes- ús valdi sér í samkunduhúsinu í Nazaret, er honum var fengin bók Jesaja spámanns, og hann fletti sundur bókinni og fann staðinn þar sem ritað var: „Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefir smurt mig til að flytja fátækum gleðilegan boð- skap.“ Allir, sem Biblíurannsóknum unna, fagna mjög þessum forn- leifafundi. Hann markar stórt og merkilegt spor í sögu rann- sóknanna. Á.G. Kirkjuritið í des. 1949 Sýnihorn aust- firzkar Ijóðagerðar 73 Ijóðasmiðir á skáldaþingi „Aldrei gleymist Austurland“ heitir safn austfirzkra ljóða eftir 73 höfunda. Helgi Vatýsson safn- aði ljóðunum en Bókaútgáfan Norðri gaf út. Hér á landi hafa áður komið út söfn þingeyskra og borgfirzk- ra ljþða, og nú bætist hið þriðja í hópinn—safn austfirzkra ljóða. Út af fyrir sig væri gaman að bera ljóða- og vísnagerð þessara ólíku byggðarlaga saman og svo mikið er víst að öll eiga þau góða hagyrðinga og skáld en út í þá sálma skal ekki farið hér, held- ur aðeins vakin athygli á hinni austfirzku ljóða- og vísnagerð. Meðal höfundanna eru ýmis landþekkt nöfn úr skálda- og höfundahópi, svo sem Gunnar Gunnarsson, Einar Páll Jónsson, Erla skáldkona, og Þ. Stefáns- son Kristján frá Djúpalæk, Lárus Sigurjónsson, Ólafur Jónsson, Richard Beck og Ríkarður Jóns- son, Sigurður Helgason og Sveinn S. Sigurðsson, svo aðeins nokkur nöfn séu nefnd. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera kröfur til að allt sé skáld- skapur í þessari bók og heldur ekki til þess ætlazt. „En allt er þetta líf og andardráttur heil- brigðrar alþýðu“ eins og safn- andi ljóðanna kemst að orði. Þannig yrkir íslenzk alþýða. Þetta er hennar íþrótt, hennar tjáning gagnvart lífsviðhorfum og lífsbaráttu. Safnandinn tekur það fram að í safni þessu birtist ljóð aðeins nokkurs hluta austfirzkra skálda og hagyrðinga — og aðeins þeirra sem enn eru á lífi. Þess má geta, að í hópi þessara ljóða- smiða er nær fjórði hlutinn kon- ur. Mynd fylgir af hverjum höf- undi og aftast er nafnskrá Bók- in er hátt á 4 hundrað bls. og prentuð á mjög góðan pappír. Vísir Það, sem hún sá. Tveir drengir voru að kenna vini sínum að hjóla. Þeir lyftu honum upp á sætið og ýttu hon- um upp á sætið og ýttu honum svo af stað niður langa brekku. Þeir stóðu dálítinn tíma upp á hæðinni en þar sem hann lét ekki sjá sig aftur, lögðu þeir af stað að leita að honum, og spurðu gamla konu, sem þeir mættu, hvort hún hefði séð dreng á reiðhjóli. „Nei,“ svaraði hún, „ ég hef engan séð, nema dreng, sem sat í skurði og var að gerði við regn- hlífar.“ Minningabók Ara Arnalds Það er vitanlega ekki annað en auðvirðilegast flatmæli að segja að sennilega vitum vér aldrei, hve mikið fer með manni í gröfina þess er vér hefðum kosið, að varðveitzt hefði. En við ber það, að vér finnum sárt og ákaft til þessa skaða. Þannig man ég það til dæmis, að ég gat ekki á heilum mér tekið í marga daga, er ég hafði spurt lát Benedikts Jónssonar frá Auðnum. Og það var ekki einungis fróðleikur hans og furðuleg þekking, sem ég harmaði, allt það, sem óskráð fór forgörð- um af því tæi. Það var framar öllu öðru vit hans, þetta fágæta töfrablik, sem stóð af persónu- leika hans og olli því, að allt, sem hann gerði að umræðuefni, fékk með einhverjum hætti nýj- an svip.— Svo hefur mér oftar farið, og aldrei sársaukalaust. Vera má, að það sé einkum þessi reynsla, sem olli því, að eftir að ég hafði lesið „Minning- ar“ Ara Arnalds, varð ég grip- inn djúpri þakklætiskennd til hans fyrir að hafa skráð þær og birt. Við höfum að vísu verið góðkunningjar í mörg ár, og ég vissi gerla, að hann bjó yfir fjöl- mörgu því, sem gaman var að og girnilegt til fróðleiks. Mér hefur alltaf fundizt að árin og reynsl- an hafi komið við hjá honum með nokkuð öðrum hætti en hjá mörgum öðrum — og þessi bók staðfesti til fullnustu þann grun minn. ]>að var aðeins eitt, sem ég fann verulega að henni. það, að ekki skyldi vera meira skráð. Frásögn Ara Arnalds er öll með þeim blæ, að maður hlustar fús- lega á hann og kýs að heyra meira. Og persónan, sem kemur til móts við mann í bókinni, er svo áreiðanleg og traust, öfga- laus og velviljuð, að við lestur- inn verður maður gripinn nota- legri kennd þess að vera í viturs manns félagsskap og góðs. Slík- ar bækur met ég mikils, hvað sem líður listatökum á efninu og mikilvægi þeirra atburða, sem frá er greint. En nú er því einmitt svo var- ið, að Ari Arnalds kann prýðis- vel með efni að fara. Hann hef- ur ekki til einskis tekið að rita blaðagreinar kornungur, eða staðið í róstum stjórnmálanna sem einarður og vígfimur rit- stjóri um mörg ár. Og engan veg- inn farið varhluta af gáfu þeirra frænda sinna, Björns Jónssonar ritstjóra og Gests Pálssonar skálds. Þess vegna er enginn við- vaningsbragur á þessari fyrstu bók Ara Arnalds. Öll ber hún vitni um sannleiksást, næma skynjan og reynslu, sem vand- lega er melt. Og yfir mörgum köflum hennar er skáldlegur blær ,sem hinir viðurkenndari spámenn á því sviði mættu vel ve^a sæmdir af. inga frá löngu og merkilegu em- bættistarfi, allt verður lifandi og ljóst og gegnumvermt af hans eigin persónulega yl. Fyrir því hefði hann vel mátt lengja bók sína og segja meira frá. En allt um það hafi hann kæra þökk íyrir það, sem þegar er komið og megi nú forsjónin lengja líf hans svo, að honum endist dagur fil annarrar bókar. Því ljóst mun honum það, að söguna hættir hann í raun og veru að segja ár- ið 1912. Sigurður Einarsson Tvær mikilvægar vélar í smíðum fyrir bátaútveginn 1 suttu yfirliti um störf Fiski- þings, sem fiskimálastjóri, Dav- íð Ólafsson, hélt í upphafi þings, gat hann tveggja merkilegra véla, sem reynt verður að smíða hér. Er önnur þeseara véla beiting- arvél. Reyndi Vísir að afla sér frekari upplýsinga um vélarnar og hvað liði smíði þeirra og átti tal við fiskimálastjóra, en hann kvað málið ekki komið nógu langt til þess, að unnt væri að skýra frá því nema í þess um höfuðatriðum, sem þegar hafa verið nefnd. Um hitt er ekki að villast, að það yrði vélbátaútveginum til hins mesta hagræðis, ef unnt yrði að finna upp slíkar vélar, sem geta uunið margra manna verk og unnið þau jafnframt hraðar en mannshöndin. Eins og hag þessarar útgerðar er háttað um þessar mundir, jnundi það vera henni mög mikilvægt, ef hún gæti tekið í notkun vélar, sem drægju til muna úr útgjöld- um. Gæti það jafnvel ráðið því, hvort útgerð báta bæri sig eða væri rekin með tapi á þeim tíma,. þegar veitt er að línu. Eftir því sem Vísir hefir heyrt, eru það tveir hagleiksmenn, sem starfa að uppfinningu véla þess- ara, en smíði þeirra mun ekki vera svo langt komið, að úr því hvort þær reynast eins og vonir verði skorið að svo komnu máli, standa til, því að vintanlega verður ekki endanlega um það sagt, fyrr en þær verða teknar í notkun. Vísir 7. des. Mér dettur ekki í hug að fara að rekja efni þessarar bókar, en það er annað atriði í sambandi við hana, sem mig fangar að drepa á. Sumum mönnum er svo farið, að þó að þeir fari um lönd og höf og leggi hálfa veröld- ina undir fót, þá hefur aldrei neitt borið til tíðinda í för þeirra. Þeir rekast aldrei á merkilegan atburð, kynnast engu merku eða athyglisverður fólki, hin skemm- tilega tilviljun verður aldrei á vegi þeirra, hið stórfenglega ber aldrei fyrir augu þeirra, og ævin týrið sneyðir hjá þeim. Allir vita þessa manngerð, sem er þessum skelfilegu örlögum háð, — mann inn, sem við kvíðum fyrir að fá í afmælið okkar, manninn, sem getur gert ferð í áætlunarbíl að drepandi plágu, manninn, sem við þorum ekki að standa hjá á hátíðlegri stundu, af því að hann er þeirrar náttúru, að hann fylt- ir alla hrifingu í kringum sig. Ari Arnalds er gagnger and- stæða slíkra manna. Fyrir hann ber alltaf eitthvað merkilegt, hin furðulega tilviljun grípur hvað eftir annað djúpt inn í líf hans, og ævintýrið eltir hann á rönd um. Slík er hans gerð. Þess vegna verður bók hans svo skemmtliegur og hugðnæmur lestur. Það er alveg sama, hvort hann lýsir æskuheimili sínu, námsbaráttu og utanför, eða hin um stórfenglegu atburðum, er Norðmenn skildu við Svía 1905, eða hann grípur til endurminn- Móðirin: „Það var orðið mjög seint, þegar Róbert fylgdi þér heim í gærkvöldi.“ Dóttirin: „Já, það var seint, mamma. Truflaði hávaðinn þig.“ Móðirin: „Nei, elskan, ekki hávaðinn, — þögnin.“ C'asUy GltcUham Sncmma prófaöar úrvals tómötur — góðar yfir alla Canada Sérstakt verðgildi I Norðri og Vestri og öðrum bygðum þar sem sumar er stutt, Agætar I öðrum héröðum líka, og bera ávexti tveim vikum fyr en aðrar tegundir, Hafa vakið undrun á Sléttunum síðan 1943, svo sem umhverfis Lethbridge og Brooks I Alberta; Indianhead og Swift Current, Sask; Brandon og Morden, Man„ og I kring um Cal- gary, þar sem þær voru nefndar “Alberta"; bændur stöðu á öndinni yfir þessu fyrirbrygði, Við Leth- bridge þroskaðist þessi tegund frá viku til tðlf dögum á undan öðrum tegundum, Við Morden varð upp- skeran frá 20% til 40% meiri en af öðrum tegundum, Pessi dverga Chatham þroskast snemma og þau má setja niður um tvö fet á hvern veg, Ávöxturinn jafn og fallega lagaður og ijúffengur, Venjulega um 2% þuml, hver um sig, en oft stærrl (pakki 15c) (únza 76c) pðst frltt, vor stóra 1949 frœ og rœktunarbók D0M1NI0N SFED HOUSE, georgftown. ont

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.