Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 4
4
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 19. JANÚAR, 1950
Hoatorrg
GefiS út hvern fimtudag af
THE CGLUMBIA PRESS LIMITED
69» SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Dtanáskrift Htstjórans:
EDITOR 1 ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG. MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg'' ls printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
MINNA MÁ NÚ GAGN GERA
Nokkur smápeð eru um þessar mundir að þyrla upp
slíku moldviðri gagnvart starfsháttum núverandi sam-
bandsstjórnar, að gerningahríð gengur næst; stjórnin
á með öðrum orðum að vera öldungis óstarfhæf vegna
yfirsjónar hennar varðandi skýrslu McGregors, er ó-
tvírætt gaf í skyn, að verðlagssamtök hefðu viðgeng-
ist í hveitimylluiðnaðinum; skýrsla þessi átti lögum
samkvæmt, að vera birt innan fimtán daga frá þeim
tíma, er hún barst stjórninni í hendur, en af einhverj-
um furðulegum ástæðum, var slíkt ekki gert fyr en
liðnir voru tíu mánuðir; þetta tiltæki vakti eins og vænta
mátti réttláta reiði jafnt utan þings sem innan, og nú
á nýafstöðnu flokksþingi hinna yngri Liberala hér í
fylkinu, voru stjórinni veittar þungar ákúrur vegna
meðferðarinnar á áminstu máli. Stjórnin getur enn,
og sennilega gerir, fyrirskipað málsrannsókn á hend-
ur áminstum hveitimyllufélögum, eins og mælt er að
hún nú hafi ákveðið að gera gegn ýmissum gleriðnað-
arfélögum, er McGregor í síðustu skýrslu sinni tll
stjórnarinnar gefur í skyn að stofnað hafi með sér
hliðstæð verðlagssamtök almenningi í óhag. —
Barnalegt er það og í alla staði óréttmætt, að áfell-
ast stjórnina fyrir það, þó Bretar, eins og aðrir menn,
vilji sitja við þann eldinn, sem bezt brennur, varð-
andi innkaup lífsnauðsynja sinna, og sjái sér ekki
fært að kaupa héðan úr landi í ár, við hliðstæðu verði,
sama vörumagn og þeir keyptu í fyrra; alþjóðaástæður,
sem Canadastjórn ræður vitaskuld ekki nema að litlu
leyti við, gera það að verkum, að framleiðsluvörur vítt
um heim lækki eitthvað í verði á þessu nýbyrjaða ári,
þó ástæðulítið sé að óttast að slíkt komi canadískum
framleiðendum á kaldan klaka; það er síður en svo að
stjórnin sofi á verðinum, því hún hefir útsendara um
allar jarðir í leit að nýjum og bættum markaðslöndum;
nú síðast austur í Asíu með von um nokkurn árangur.
Varðandi sjálfstæði þjóðarinnar, steig stjórnin það
mikilvæga skref á nýlega afstöðnu þingi, að koma því
í framkvæmd, að þjóðþing Canada gæti sjálft breytt
stjórnskipunarlögum landsins í tilefni af sambandsmál-
um, auk þess sem hæztiréttur Canada verður upp frá
þessu æðsti dómstóll þjóðarinnar, og áfrýjanir mála
til hæztaréttar Breta hverfa með því úr sögunni; fyrir
þessu hafa margar stjórnir þessa lands barist þing
eftir þing, án þess að til úrslita kæmi; þá stendur og
yfir þéssa dagana stjórnlagafundur í Ottawa, sem hef-
ir til meðferðar stjórnskipulega afstöðu fylkjanna til
æðstu stjórnar landsins; fram að þessu hefir góð ein-
ing ríkt á fundinum og munu þar af leiðandi til þess
fyllri líkur, að raunverulegur árangur náist.
Það er ekki langt síðan að núverandi sambands-
stjórn tók við völdum; hún hefir í flestum efnum reynst
vanda sínum vaxin og að láta hana gjalda nokkurra
misfellna, er firra, sem nær ekki nokkurri átt.
SKEMMTILEG UNGLINGABÓK UM ÍSLAND
New York, 1949 (Dodd, Mead and Company).
Iceland Roundabout. By Agnes Rothery,
Fyrir nokkru var hér í blaðinu getið um prýðilega
bók um ísland, lceland: New World Outpost, eftir ame-
ríska ferðalanginn og rithöfundinn frú Agnes Rothery,
er kom út árið 1948. Eigi hefir þó frúin látið þar við
lenda, því að síðar á árinu kom út eftir hana önnur
bók um ísland, að þessu sinni unglingabók undir heit-
inu lceland Rouðdabout, á kostnað annars merks út-
gáfufélags íBandaríkjunum. E3r það nýtt bindi í heilum
flokki unglingarita, sem félagið hefir gefið út á undan-
förnum árum og fjalla um ýms ríki Bandarfkjanna og
önnur lönd, meðal annars um Norðurlöndin öll, og hefir
frú Rothery einnig ritað bindið um Noreg og Svíþjóð,
en bókin um Danmörku er eftir frú Ruth Bryan Owen,
sem um skeið var í landi þar sendiherra Bandaríkjanna.
Þessi nýja bók frúarinnar um ísland er þáttamörg
lýsing á landi og þjóð, hlýlega og skemmtilega skrifuð
og ágætlega við hæfi unglinga; mælir því allt með því,
að bókin verði víðlesin og afli oss íslendingum nýrra
vina og velunnara.
Hér er lýst legu landsins og náttúrufari, landnáms-
mönnum og uppruna þeirra, höfuðborg landsins og
höfuðborg landsins bgk mf bgk h bgk bgk hrdl bgk bbg
sveitalífi, skólagöngu, sérstæðum stöðum og merkileg-
um, atvinnuháttum, auðlindum og dýralífi. Kaflaskipt-
ingin er öll hin greinabezta og fyrirsagnir þeirra, eins
og efnismeðferðin öll, við hæfi hinna ungu lesenda og
heppilega valdir með það fyrir augum að vekja athygli
þeirra. T. d. hefir kaflinn um íslenzkt stjórnarfar að
fyrirsögn „Elzta þjóðþing í heimi“, og kaflinn um fiski-
veiðar fyrirsögnina „Auðæfi hafsins“.
Sérstakir kaflar fjalla einnig um íslenzka tungu og
bókmenntir, og eru þar endursagnir úr sumum hinum
kunnustu íslendingasögum og einnig nokkrar íslenzk-
ar þjóðsögur endursagðar af Sigríði Ingimarsdóttur,
sem leyst hefir það verk sitt mjög vel af hendi. Þá er
kafli helgaður þeim hvorum um sig, séra Hallgrími Pét-
urssyni og Snorra Sturlusyni og ritum þeirra. Lýkur
bókinni svo með þætti um íslendinga og Vesturheims-
menn, og er þar sagt frá Vínlandsfundi og ferðum ís-
Söngvarar í himnakórnum
Margur söng af mjúkri list
meistari frónska Ijóða,
en sumir vildu sízt hafa misst
„Sigurð Breiðfjörð góða.“
Þung var raun er Þorsteinn fór,
þá sat vættur grátin,
en íslands sorg var allteins stór
eftir Sigurð látinn.
Ætla ég Grím i englakór
öðrum syngja fegur,
sú er röddin svæðisstór,
söngurinn dásamlegur.
Mun á himnum mikil dýrð
og margur tónninn fagur,
en syngi ei þessir, þá er hún rýrð,
þá verður langur dagur.
Ef ég heyri þessa þrjá,
þykir mér litlu að kvíða,
eilífð veit ég víst að þá
verður fljót að líða.
X/Y
PYNTINGAR
Eftir OLAV SKOGEN
Þetta er engin sólgeislasaga.
En því miður er hún of sönn og
var alltof algeng. Hún birtist í
Göteborgs Handels- og Sjöfar-
stidning og segir frá því, sem
Norðmaðurinn Olav Skogen
varð að þola í þýska vítinu á
Victora Terrasse í Osló. Það sem
lá á bak við var m. a. spellin á
þungvatnsverksmiðjunni í Vem-
ork við Rjúkan — einn liðurinn
í baráttuni um atómsprengjuna.
Eg var handtekinn um jólin
1942. Það gerðist fljótt og óvænt.
Eg kom inn um dyr, skamm-
byssuhlaup var rekið í magann
á mér og þrír menn réðust á mig.
Eg skildi strax samhengið. Fé-
lagi minn, sem hafði verið hand-
tekinn áður, mundi hafa verið
píndur og meðgengið.
Við rannsóknina á dóti mín
fannst ekkert grunsamlegt.
Fyrsta yfirheyrslan bar heldur
ekki neinn árangur. Eg neitaði
og staðhæfði að fangelsun mín
mundi byggjast á miskilningi.
Ekki trúðu þeir því. Eg var læst-
ur inni í klefa, sóttur daginn eft-
ir og fluttur til Osló. Þar var ég
settur í Möllergaten 19 (lögreglu
stöðina).
Á nýársdags var ég yfirheyrð-
ur í fangelsin. Eg neitaði og bað
um að láta mig lausan. Gestapo-
maðurinn glotti illyrmislega og
sagði: — Við höfum nægar sann-
anir gegn yður. Þér gerið bara
illt verra með því að þræta. Eins
og þér kannske vitið ganga ljót-
ar sögur um okkur Þjóðverja.
Við höfum bein í hendi til þess
að koma sannleikanum fram, og
erum kunnir að því að vera ná-
kvæmir. Nú getið þér hugsað um
þetta þangað til næst, þá verðið
þér vonandi hyggnari.
Kvöldið 12. janúar var klefa-
dyrunum lokið upp, hendurnar
á mér settur í járn fyrir aftan
bak og ekið með mig á Victoria
Terrasse til næturyfirheyrslu.
Ég vissi hvað þetta þýddi.
Fyrst var ég látinn í ískaldan
klefa í kjallaranum. Ljósið var
slökkt og þarna sat ég með bak-
bundnar hendur og skalf í meira
en klukkutíma. Að svo búnu
munu þeir hafa haldið að ég væri
í réttu hugarástandi undir próf-
in, og nú var farið með mig upp.
Þeir voru fjórir saman. Þegar
við komum inn í salinn spurði mig svo niður og skipa mér að
lendinga og frá íslendingum í Vesturheimi og landnámi
þeirra á seinni árum.
Eins og önnur bindi í ritsafni þessu er bók frú
Rothery um ísland vönduð og falleg að frágangi, prýdd
fjölda teikninga frá íslandi og varðandi land og þjóð,
eftir kunnan amerískan málara, George Gray, sem
myndskreytt hefir allmargar aðrar bækur í safninu.
Þessi bók er mjög vel til þess fallin að fá hana í
hendur vestur-íslenzkum ungmennum til fræðslu um
land feðra þeirra og mæðra og ættþjóð þeirra. En báðar
eru bækur frúarinnar um fsland þannig úr garði gerð-
ar og ritaðar af svo mikilli vinsemd í vorn garð, íslend-
inga, að vér skuldum henni miklar þakkir fyrir þær.
RICHARD BECK
sá sem stýrði prófunum einhvern
hinna hvernig J. liði. Það var
félagi minn. Hann svaraði:-
Hann er alveg búinn. Það var
víst ætlast til að ég heyrði það.
Eg var settur á stól á miðju
gólfi. Prófdómarinn tekur fram
uppdrátt og sests við skrifborðið
fyrir framan mig. Hinir sitja hjá
í hægindastólum. Prófandinn
spyr hvort ég vilji svara sann-
leikanum samkvæmt öllum
spurningum, sem máli skipti.
Fyrst svara ég spurningum við-
víkjandi ýmsum dagsetningum.
Eg hefi beðið um túlk og fæ á
þann hátt betri tíma til að hugsa
mig um. Þegar hann spyr hvaða
ólöglegum félagsskap _ ég sé í,
svara ég að ég þekki ekki neinn
slíkan félagsskap. — Það var
fyrsta lygin! hrópar hann og ber
í borðið. Svo les hann upp hrafl
af framburði félaga míns. Eg
neita og reyni að gefa aðrar
skýringar. Meðan ég að tala
öskra tveir menn í sífelldu inn
í eyrun á mér:—Þér ljúgið, þér
ljúgið!
Þeir skipa mér að setjast á
gólfið og taka af mér sokka og
skó, og svo koma þeir með tré-
klemmu. Þar eru lamir á öðrum
endanum en skrúfþvinga á hin-
um. Þeir setja hana á vinstra
fótinn rétt fyrir neðan hné og
skrúfa að. Kvalirnar fara eins
og hnífur um merg og bein. Þeir
prófa hvort ég vilji meðganga og
skrúfa svo enn fastar. Eg æpi af
sársauka. Þá segir einn:— Ef þú
meðgengur ekki þá skrúfum við
þangað til löppin dettur af þér.
Það skiptir engu máli fyrir
Þýskaland hvort þú drepst í
kvöld! Eg veit það, en svo eru
aðrir á annarri skoðun, og mér
þykir vænt um að þeir sjá mig
ekki núna. Eg svipast um kring-
um mig í salnum og er að hug-
leiða hvort ævin eigi að enda
svona — það yrði þá ekki í fyrsta
skipti, sesm norskur maður væri
myrtur í þessari byggingu. Ákær
unum rignir yfir mig — meðlim-
ur í vopnaðri sveit, undirbúning-
ur spellvirkja, vopnabirgðir, út-
varpstæki o. s. frv. Þeir herða á
skrúfunni. Fóturinn er nú orð-
inn eins og klumpur, sem engin
fótslögun er á. Þeir skipa mér að
standa á heilbrigða fætinum, slá
í skurði og var að gera við reng-
nokkrum sinum eftir gólfinu á
hárinu. Svo taka þeir fram kylf-
ur og byrja að berja. Verst er
þegar þeir slá á endann á klemm
unni, sem er um fótinn. Eg er
alveg hissa á að fóturinn skuli
ekki hrökkva sundur. Þriðji
maðurinn stendur og slær mig
á fæturna með kylfu, svo að ég
verð tilfinningalaus. Þeir reyna
nú aftur að fá mig til að gera
játningu og síðan byrjar bar-
smíðin aftur. Þeir vilja vita nöfn-
in á öllum hinum í félagsskap
mínum — en ég „þekki ekki
neinn félagsskap.“ Eg er nú að
heita má orðinn meðvitundar-
laus af kvölum. Þeir taka klemm
una af mér og segja að þeir muni
setja klemmur á báða fætur
seinna, ef ég meðgangi ekki.
Prófandinn tekur saman og fer
út, ergilegur á svipinn. Eg er
læstur niðri í kjallara og eftir
nokkra stund er ég fluttur aftur
í Möllersgötu 19.
Mig sárverkjar í fótinn og ég
get ekki stigið í hann fyrstu dag-
ana. Eftir þessa yfirheyrslu er
farið ver með mig í fangelsinu,
ég fæ ekki að vera úti í garðin-
um með hinum föngunum og fæ
ekki bað. En mér þótti vænt um
að hafa staðist fyrstu raunina
og hafði fengið trú á að Gestapo-
aðferðirnar væru ekki óvinn-
andi
Það var hart taugastríð að eiga
von á nýrri yfirheyrslu á hverju
kvöldi, þegar sparkað heyrðist
með reiðstígvélum á múrgólfinu
fyrir utan klefadyrnar, meðfang-
arnir voru kvaldir og óp þeirra
heyrðust í næturkyrrðinni, eða
þegar nábúinn barði á klefavegg-
inn og leitaði huggunar þar sem
hann beið eftir aftökunni.
Seint um kvöldið þann 1. mars
var kveikt í klefanum hjá mér,
hurðin opnuð og inn komu nokkr
ir Gestapoistar og ráku mig upp
úr rúminu. Eg varð að flýta mér
í einhverjar spjarir. Eg vissi
hvað á spýtunni hékk. Ef til vill
átti að pynta mig til bana í nótt.
Eg varð að bíða nokkra stund
á Victoria Terrasse meðan þeir
voru að fá sér vatn að drekka.
Maður situr fyrir framan mig og
heldur vörð, leikur sér að for-
ingjasverði, sem hann hefir stol-
ið og á er letrað „Pro Patria“.
Við og við horfir hann á mynd
af Hitler, sem hangir á veggnum.
Það á víst að heita svo sem hann
sé alúðlegur í viðmóti. Stundum
lítur hann fautalega til mín Hin-
ir tveir koma inn, sesgja að þeir
hafi sannanir fyrir því að ég hafi
logið við fyrrri yfirheyrsluna og
hvetja mig til að meðganga allt.
Eg svara að ég hafi ekkert að
segja umfram það sem ég hefi
þegar sagt. — Þú lýgur, svínið
þitt, og þú lýgur djarft! Þýska-
land vill fá að vita sannleikann!
—Sannleikann fyrir Þýskaland!
hrópar annar í ofsa og rekur mér
hnefahögg í andlitið svo að ég
velt útaf niður á gólfið. Síðan
taka þeir til óspilltra málanna
allir þrír. Einn tekur fyrir kverk-
ar mér og þrýstir hnjánum á
bringuna á mér, annar fer að
skrúfa klemmur á báðar fætur,
og sá þriðji fer úr jakkanum og
fer að berja mig af alefli. Kval-
irnar undan höggunum og
klemmunum eru voðalegar, og
jafnframt get ég varla náð and-
anum. Við og við losa þeir ofur-
lítið á takinu á hálsinum á mér
til að heyra hvort ég vilji með-
ganga — síðan er hert enn meira
á skrúfunum og nýjum höggum
rignir yfir mig. Loks er „réttar-
stjórinn“ orðinn svo þreyttur af
barsmíðinni að svitinn borgar af
honum. Annar maður tekur við
af honum og lemur með ýmsum
bareflum á víxl, kylfum, stöfum
og keyrum. Eg reyni eins og ég
get að hugsa ekki um kvalirnar
— reyni í staðinn að kenna sig-
urfagnaðar fyrir hvert högg sem
ég þoli. Það svíar, og þeir berja
áfram þangað til ég missi með-
vitundina.
--------Eg er búinn að fá rænu
aftur. Þeir taka klemmurnar af
fótunum og setja þær á fram-
handleggina. Þeir reyna að ógna
mér til að meðganga, og til að
gefa upp nöfn, og berja mig svo
þangað til að ég verð meðvit-
undalaus aftur. Þannig heldur
áfam góða stund. Þeir verða
þyrstir af áreynslunni og taka
sér hvíld og drekka vatn. Eg er
sárþreyttur eftir yfirliðið og bið
um vatn. Mér er réttur bolli, og
um leið og ég rétti fram skjálf-
andi höndina eftir honum er
barið á handlegginn á mér. —
Segðu sannleikann, þá skaltu fá
öl! Þeir sitja og tala saman um
spellvirki, ssem ég síðan heyri
að er sprenging þungavatnsfram
leiðslunnar á Vemork, sem hafði
gerst nóttina áður. Þeir eru æf-
ir út af sprengingunni og bölva
mér fyrir að vilja ekki segja
neitt. Réttarstjórinn: — Eg skil
þetta ekki. Hann er alveg búinn
og samt vill hann ekkert segja.
Þetta hefir aldrei komið fyrir
mig áður. Hvernig eigum við að
drepa hann? spyr einn. — Við
ættum að hengja hann upp á
vegg og láta hann hanga þar í
nokkra daga, þangað til hann
sálast. —Nei, við höggvum af
honum hausinn, segir annar.
Við höfum öxi hérna.
Svo leggja þeir höfuðið á mér
á stól, taka fram stóra öxi og
leggja hana að hnakkanum á
mér, taka fram úr og gefa mér
fimm mínútna umhugsunartíma.
En ég hefi séð eggina á öxinni
og að hún er ekki nógu beitt til
þess að höggva höfuð af manni
með. Hvernig þessar fimm mín-
útur liðu man ég ekki, því að
það leið yfir mig aftur. Það er
rétt svo að mig rámar í að mér
væri lyft upp af gólfinu, borinn
niður stigann og ekið með mig í
Möllergaten.
Svo komu nokkrir slæmir dag-
ar. Eg var svo máttfarinn að ég
gat ekki haldið á vasaklút. Missti
oft meðvitundina og kvaldist
ákaflega af þorsta. Fyrst í stað
gat ég aðeins skriðið á magan-
um í klefanum, síðar staulaðist
ég á hnjánum, en það leið hálf-
ur mánuður þangað til ég gat
staðið í fæturna. Eg gat ekki kom
ið neinuu mat niður í hálfan
mánuð. Eg hafði miklar kvalir
innvortis og kastaði upp blóði,
en útvortis var ég svartur af
mari og storknu blóði eftir bar-
sm;ðina. Mér var ákaflega kalt
—nötraði oft allur af kulda. Eg
bað um að fá læknir til að koma
til mín, en hann kom ekki fyrr
en viku síðar. Hann talaði eitt-
hvað um heilarhristing.
Tíu dögum eftir yfirheyrsluna
komu Gestapoistarnir aftur seint
um kvöld til þess að sækja mig
í 3. stigs yfirheyrslu, sögðu þeir.
Þeir ætluðu að mölva í mér hvert
beinið eftir annað, þangað til ég
meðgengi. Það var mikill brenni-
vínsþefur af þeim þegar þeir
komu inn í klefann. Þegar þeir
sáu hve veikur ég var, sögðust
þeir ætla að sækja mig seinna,
þegar ég væri orðinn dálítið
hressari og ekki liði eins fljótt
yfir mig. Og þá ætluðu þeir að
fá upplýsingar um allar leyni-
vopnasveitirnar í Rjúkan.
-------Þeir komu aldrei aft-
ur. Eg var sendur til Grini, síð-
ar sem N.N.-fangi til Þýskalands,
fyrst 11 mánuði í Natzweiler,
síðar sjö mánuði í Dacau. Við
vorum 80 sem fórum saman til
Natzweiler — fimmtíu þeirra
sáu Noreg aldrei aftur. Síðan ég
komst aftur til Noregs fyrir að-
stoð sænska Rauða Krossins hefi
ég staðið augliti til auglitis við
hina fyrrverandi böðla mína,
sem ákærandi þeirra. Þessir
menn hafa ekkert lært af því
dæmi, sem fyrrv. fangar þeirra
gáfu þeim. Það er enginn sem
skrúfar klemmur á þá eða lem-
ur þá, en framkoma þeirra er
lævísleg og smeðjuleg og þeir
eru fúsir á að segja frá syndum
félaga sinna.
FÁLKINN