Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. JANÚAR, 1950
7
DR. JÓN STEFÁNSSON
Tilraunir Danakonunga til að selja Island
UUM ÞAÐ LEYTI, er Hinrik
áttundi kom til ríkis, var
ófriðaröld á Islandi. Tyche
Vichent, sendih. Dana, segir í
bréfi til Jakobs IV. Skotakon-
ungs, dags. London 11. okt. 1507
að hann hafi kvartað munnlega
við Hinrik sjöunda, sérstaklega
yfir þvi, að fyrir 6 árum hafi
Englendingar brotið upp læsta
kirkju á íslandi og rænt konungs
skatti, sem var geymdur þar.
Tyche virðist enga rétting mála
sinna fengið hafa, því í janúar
1508 ritar Hans konungur mjög
hart bréf frá Helsingjaborg til
Englakonungs um þetta.
Hinrik áttundi byrjar ríkis-
stjórn sína með því að nema úr
lögum’ 21. janúar 1510, fiski- og
verzlunarbann gegn Englending-
um við Island, sem -faðir hans
hafði gengið að. Er auðséð á
orðalaginu, að Englaþingi þótti
þetta mikils vert. Jókst nú verzl-
un og fiskiveiðar Englendinga
við Island svo mjög, að 3—400
Englendingar komu við í Hafn-
arf. árlega. Færðu þeir sig upp
á skaptið, tóku sér bólfestu í
landinu og reistu virki. Segir
Hvítfeld í sögu Kristjáns ann-
ars, Kh. 1596, bls. 34—39, að þeir
hafi slegið eign sinni á ísland,
svo bændur vildu ekki borga
Dönum skatta og skyldur. Hann
getur um virki (Fæstning) þeir-
ra, og að þeir hafi rænt naut-
gripum og sauðfé frá landsmönn
um. Kristján var þá undirkon-
ungur föður síns í Noregi, og
sendi hann Hans Rantzow til ís-
lands að stökkva þeim úr landi.
— Tókst það, og var eitt skip
tekið af þeim en öðru sökkt.
Hugðu þeir til hefnda og komu
liðfleiri næsta ár. George King
og Yarmouth var helzt fyrir
þeim, og Richard Tomasson frá
Norwich o. fl. Létu þeir greipar
sópa um skip það, er konungs-
skattur var á, og mikið af vör-
um, en drápu konungsskrifara
Svein Þorleifsson og 8—10 af
mönnum hans. Hvítfeld segir
reyndar, að þeir hafi drepið hann
við tólfta mann (selff tolffte*)
Það voru Danir, dönsk yfirvöld,
sem þeir áttu í sífelldum brös-
um við. Danir mátu tjón sitt á
10,000 pund sterling, en þorðu
ekki vegna uggs við Svía og
Hansastaðina, að styggja Hinrik
áttunda, og gengu lint eftir
skaðabótum.
Kristján annar kom til ríkis
1513. Hann vildi vingast við
Hinrik áttunda og hafa aðstoð
hans til að brjóta verzlunarok
Hansastaðanna af Danmörku.
Sendi hann Hans Holm og Ditlev
Smither til Englands að semja
um þetta.
Kvaðst láta sér nægja, ef ensk-
ur maður á Islandi hefði farar-
bréf frá yfirvaldi sínu heima fyr-
ir, og borgaði tolla. Hinrik fór
undan í flæmingi, og lét John
Backer semja fyrir sína hönd í
Höfn. En er hann hafði gert frið
við Frakka og unnið Skota, kvað
hann upp úr með, að skaðabæt-
urnar væru bæði of háar og ó-
rokstuddar. Skaut hann skuld-
mni á embættismenn Dana, er
vildu banna þegnum sínum við-
skipti við Islendinga, sem væru
þeim til góðs. Sendi þá Kristján
Sören Norby, til að berja á Eng-
lendingum og skyldi reisa virki
gegn þeim bæði í Vestmannaeyj-
um og á Bessastöðum.*
Árin 1517—18 var Kristján í
peningaþröng og tekur hann þá
það til bragðs, að hann sendi
Hans Holm, er áður er getið, og
var bæjarstjóri í Holstein, kaup-
maður og skipaútgerðarmaður,
til Hollands og Englands í þeim
erindum að selja eða veðsetja
Island.
Hið lágþýzka bréf, er Holm
* Sbr. Björn á Skarðsá, sem
kallar hann Svein Þortleifsson;
Hvítfeld: Sven Thorsson.
* Sbr. Jón Egilsson um bar-
daga í Vestm.eyjum 1514 (Safn
til s. ísl. I. — 45 bls.)
Grein sú, sem hér fer á
eftir, er tekin úr Tímariti
Bókamenntafélagsins árið
1889. Höfundurinn er dr. Jón
Stefánsson, sem lengstum
hefir dvalizt á Bretlandi og
starfað að vísindaiðkunum í
British Museum. Hann er nú
rúmlega hálfníræður og er
fyrir skemmstu fluttur hing-
að til lands. — Hefir hann
ritað ævisögu sína í sumar
og má fara nærri um, að þar
verður um fróðlega og
skemmtilega bók að ræða,
því að jafnframt því sem dr.
Jón er með fróðustu núlif-
andi íslendingum, er hann
einnig í hópi hinna víðförl-
ustu. Kom ævisaga dr. Jóns
út fyrir jólin.
hafði meðferðis til minnis, er
svo merkilegt ,að ég set það hér:
Erindi Hans Holms viðvíkj-
andi íslandi.
„Fyrst á hann að bjóða Holl-
endingum í Amsterdam og Wat-
erlansche (norðurhollenzku)
bæjunum, líka Antwerpen, eins
og erindisbréf hans sýnir, land-
ið ísland að veði fyrir 30.000
gyllinum eða að minnsta kosti
20.000. Ef Hollendingar vilja alls
ekki taka þessum boðum, þá skal
hann, er hann kemur til Eng-
lands, bjóða konungi þar landið
fyrir 100,000 gyllini eða að
minnsta kosti 50,000. Hann á
ekki að bjóða það, fyrr en rætt
hefur verið um önnur erindi
hans. Á konungur að gefa Dana-
konungi sannarlegt skuldarskjal,
svo að hans hátign nái aptur tál-
málaust landi sínu með öllum
réttindum og kvöðum, óskertum
og helium, þegar féð er endur-
borgað honum eða erfingjum
hans, Englandskonungum, á á-
reiðanlegum stað í Amsterdam
eða Antwerpen, og bréf það, er
hann hefur upp á landið skal
leggja fram þar og skila Dana-
konugi aftur. Ef Englakonungur
vill eignast landið, skal hann
borga drottni (konungi) mínum
féð á áreiðanlegum stað í Ant-
werpen eða Amsterdam, og þar
mun konungur hafa til taks slík
skýrteini, er nægja.“
„Hans Holm.“
Vorið 1518 fór Holm til Holl-
ands og gekk illa að koma út
íslandi. Auðséð er að Kristján
vildi heldur selja hollenzkum
borgum ísland en Englakonungi,
enda var hægara að ná því aftur
frá þeim. Vildi hann því láta
þá fá það fyrir minna verð en
England. Holm hélt áfram til
Englands, en samkvæmt bréfi
frá Frantsis Cobel til Kristjáns
annars, dags. í Haag 25. ágúst
1519 (Fasc. Chr. secundi, Rigsar-
kivet), hefir hann samið við
borgirnar við Oberyssel, auk
fyrrnefndra bæja, um íslands-
kaupin. Fer Cobel til Hafnar að
semja við konung fyrir hönd
þessara bæja. Segir hann, að bæ-
ir þessir vilji fegnir standa við
það, sem hefir samizt með þeim
í Höfn, og ljúka njiálinu, konungi
til gagns og heiðurs. En Kristján
var þá allur í Svíum. Svo virðist,
sém sendiherra Dana við Niður-
landshirðina, Jörgen Scotborgh
hafi tekið við málinu af Holm.
Hann ritar í bréfi til Kr. 2. frá
Amsterdam 27. júlí 1519: „Um
ísland hef ég engu framgengt
fengið, því hér er ekkert sam-
lyndi milli borganna. Amsterdam
borgarar vilja fegnir, en skortir
efni til þess.“*
Aftur ritar hann frá Antwerp-
en 13. september 1519 til Krist-
jáns annars: S. st. II. 123. „Við-
víkjandi boðum yðar hátignar
um Island hef ég lagt mig í líma
og framkróka að megni, bæði í
Amsterdam og hér. John Benn-
insk hefir hjálpað mér og verið
við. Hef ég þó engu á leið komið.
* Heinrich Belrmann: Kong
Kristian den Andens Historie.
Khavn, 1815 2 Dele II. bls. 108.
Amsterdamsborgarar berja við
fátækt sinni og vilja þó fegnir,
með öðrum borgum, en geta ekki
komið sér saman um það, eins
og áður er ritað. — Hér vilja
borgarar heldur ganga að því.
Mundi ég nú fara til Hollands
aftur að semja við þá, en má
ekki fara úr Brabant, og veit
Jens hvað því veldur. Hef ég rit-
að Jóhanni Benninck ýtarlega
um málið, hvernig bezt fer á að
að semja við þá enn á ný. Hann
mun efalaust gera það, sem unnt
er að gera í því máli.“
Johan Benninck var ráðherra
í' Haag, merkiskaupmaður, sem
Niðurlandsstjórn oft leitaði til í
peningaefnum. Amsterdam var
eini bærinn í Hollandi, sem hafði
snefil af verzlun á íslandi 1518,
svo ekki var von að Antwerpen
vildi eiga við kaupin. En minni
bæirnir voru hræddir um að
Amsterdam bolaði þá út, þó þeir I
væru með í kaupunum. Ráða má
af bréfunum, hve fast Kristján
sótti kaupin.
Nú víkur sögunni til Englands.
Erindisbréf Kristjáns til Hinriks
áttunda, sem Holm hefir með-
ferðis, er dagsett 4. marz 1518.
Segir í því að hann eigi að semja
viðvíkjandi spellvirkjum Engl-
endinga á Islandi. Auk þess hafi
hann skjal meðferðis, og eru þar
nefnd mál þau er hann, „vor
elskaði Jóhannes Holm“, á að
semja um á Englandi. Englend-
ingar hafi farið með ránum á
íslandi í langan tíma. „Það er
alkunnugt að Englendingar, með
fyrirlitningu fyrir tign vorri,
hafi valið sér stað á landi voru
Islandi (Iszlandia) og víggirt
hann móti vilja vorum til þess
þeir ættu hægara með að kúga
þegna vora og skorast undan vor-
um konunglegu sköttum og
skyldum.“ Átti Holm að heimta
100,000 pund í skaðabætur fyrir
dráp Sveins skrifara og ýmsar
gripdeildir. Kristján kveðst
mundu láta rannsaka gagnkærur
Englendinga. Skjalið er oflangt
til að setja það hér, en ekki er
minnst á íslandskaupin í því. Á
það er ritað með annari hendi:
non sortiebanur effectum (hlotn-
aðist eigi fram að ganga). Það
er auðséð, að íslandskaupin áttu
að fara leynt, því þau eru að eins
nefnd í „prívat“ minnisbréfi
Holms.
En það er að segja frá Hinrik,
að hann dró allt á langinn mán-
uðum saman. Wolsey kardínáli
var að semja við Frakka, og átti
að bíða þess að þeim samningum
lyki. I bréfi dagsettu í Green-
wich 6. nóv. 1518, ritar Hinrik
Kristjáni með mestu vinsemd og
alúð. Minnist hann á, að Holm
hafi auk erinda sinna þýðingar-
mikið mál gravioris momenti),
sem hann Hinrik, hafi ráðgast
um við ráðgjafa sína. Hafi hann
gefið Holm sum svör skrifleg, en
beðið hann að segja Kristjáni
munnlega í trúnaði frá öðru. —
Hann ritar á huldu, en að hann
meini Islandskaupin, má sjá af
nafnlausu bréfi í Rigsarkivet, í
skjölum Holms, er hljóðar svo:
„Vér Hinrik etc. lýsum yfir
með bréfi þessu, að vér höfum
með samþykki ráðgjafa vorra
lofað bandamanni vorum Krist-
jáni etc. og lofum og skuldbind-
um oss með skjali þessu gagn-
vart honum og eftirmönnum
hans Noregskonungum.* að þeg-
ar hann eða eftirmenn hans ríkj-
andi í Noregi, vilja kaupa aftur
ísland, sem er selt oss í hendur
að veði fyrir ákveðinni upphæð
í gulli, silfri og fé, þá skulum
vér og erfingjar vorir, jafnskjótt
og þessi upphæð er útborguð oss
og goldin að fullu, sleppa viljug-
ir og skila aptur áðurnefndri ey,
íslandi konungi eða eftirmönn-
um hans, án nokkurrar tafar,
tálma eða hindrunar, með öllum
réttindum og eignum. Lofum vér
með vorri tign að vér og erfingj-
* ísland talið norskt, en ekki
danskt.
ar vorir munum eigi rjúfa þetta
né brigða, og sl lu öll svik og
undirferli vera fjarri málinu.“
Það komst ekki svo langt, að
Hinrik setti nafn sitt undir þetta
skjal, því hann varð að þiggja
Island, áður en hann gat gefið
skuldbindingu um að skila því
aftur. Hefði Hinrik ritað undir,
þá hefði farið um ísland, eins og
um Hjaltaland og Orkneyjar. —
Þeim hefir ekki verið skilað aft-
ur enn í dag.
Hinrik sá, að Danmörk var að
liðast sundur, að Svíar voru að
ganga undir Dönum, og hefir
víst haldið, að haxm mundi eign-
ast ísland ókeypis. Hann hafði
líka ástæðu til að halda það, sem
nú skal greina.
Týli (Þulr) Pétursson hét
maður. Hann var lénsmaður á
norður- og austurlandi 1518—21,
en Hannes Eggertsson á vestur-
og suðurlandi (Espólín, Hist.
Eccles.) Þeir deildu og fór Týli
til Danmerkur að verja mál sitt.
Skrifar hann Kristjáni frá Flens
borg 27. marz 1521, (Diplomatar-
ium Flensborgense bls. 1047) að
hann hafi heyrt að Sigbrit hafi
gefið „Fúsa“ Erlendssyni, lög-
manni, bréf „upp á“ ísland, og
hann hafi fest það 4 Hamborgur-
um, sem hafi gert út 4 fógeta til
íslands að stýra landinu með
Fúsa, sinn í hverjum fjórðung,
Fúsi sé gamall og veikur, og bið-
ur hann koung að rita Hamborg-
arráðherrum að lofa ekki „ís-
landsförum“ að senda fógetana
eða að gera á hluta sinn, biður
konung að hlýða ekki rógburði
Hannesar Eggertssonar. Týli var
Flensborgari, en Hamborgurum
var illa við hann, því hann dró
taum Englendinga, og veitti þeim
lið í öllum skærum og róstum á
íslandi, þegar hann gat því við
komið. Og er mál þeirra Hannes-
ar var fyrir rétti í Höfn lagði Týli
fram ýms meðmælingarbréf frá
Englandi. Er því engin furða, þó
Laurids Bruun, skipstjóri .Krist-
jáns, í bréfi dagsettu 23. marz
1521, (Fasc. Chr. Secundi) beri
Týla á brýn, að hann hafi ætlað
að svíkja ísland undan konungi
í hendur Englendinga. — Espól-
ín segir (Árb. II. 64), að Ög-
mundur biskup hafi borið fram
bréf frá Englandi til liðsinnis við
Týla. Hannes fékk hirðstjórn yf-
ir öllu íslandi 6. okt. 1521. Nú
segir Espólín (III. 72, 80), að Týli
hafi þá gerst víkingur, rænt á
Bessastöðum 1523, handtekið
Hannes og haldið hálfan mánuð,
en farið síðan til Svíþjóðar með
herfang sitt, komið svo aftur
1524 og rænt á Bessastöðum, en
þá hafi Hannes safnað að sér Is-
lendingum og þýzkum kaup-
mönnum og handtekið Týla og
afhöfðað. Finnur biskup fer
ekki mörgum orðum um um
Týla (Hist. Eccles. II. 255—6,
258). Nú er Týli, samkvæmt
dönskum og lágþýzkum bréfum
frá og til og um hann, oftast í
Flensborg frá því haustið 1521
til vorsins 1523, og er í metum
hjá Kristjáni. Kristján hefir, um
leið og hann flýði land, gert Týli
aftur höfuðsmann á íslandi. Týli
fer þá til íslands að vinna land-
, ið frá Hannesi Eggerssyni, sem
hann telur uppreistarmann, af
því hann fylgir Friðriki fyrsta,
móti hinum lögvalda konungi.
Hann rekur erindi herra síns og
er enginn víkingur. Ekki hefir
hann heldur getað gert áhlaup á
Bessastaði 1524, því hann er ekki
á lífi í desember 1523. Hann hef-
ir þá gert áhlaupin, eða áhlaup-
ið, á Bessastaði sumarið 1523. Má
ráða það af bréfi frá Nikulási
Péturssyni kansellera, til Krist-
jáns annars, dagsettu í Mecheln
12. des. 1523.* Segir hann Hans
Herold, sendihehrra flytja þau
skilaboð frá Englandi, að Hinrik
konungur vilji ekki eiga neitt
við Island, síðan Englendingar
færðu honum fréttir þaðan um
aftöku Týla Péturssonar og ann-
ara Kristjánsmanna, og vilji
hann því ekki lána fé upp á Is-
land. Hinrik hefir ætlað sér að
ná íslandi með aðstoð Týla, með-
an allt var í uppnámi í Dan-
mörku, en Þjóðverjar og höfuðs
maður komu honum í hel, áður
til þess kæmi, og Hinriki varð
ekki kápan úr því klæðinu. Týli
á betra eftirmæli skilið en hann
hefir fengið hjá íslendingum.
Finnur Magnússon hefir sýnt,
(Tidsskrift for nordisk Oldkyn-
dighed II. 124.) að verzlun Engl-
endinga var landsmönnum hag-
stæðari en annarra þjóða, og nið-
urdrep landsins af siðbótarinn-
ar völdum hefði ekki átt sér stað
hefði Týli haft sitt fram, því hin
enska kirkja breyttist lítið við
siðabótina. En Islands óham-
ingju verður allt að vopni.
Framhald
* Allen: Breve og Aktstykker
til Chr. II. Hist. 1854, 1. 121.
JOHN J. ARKLIE
Optometrist and Ovtician
(Eyes Examlned)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
LOFSÖNGUR
til vizkunnar. Jobsbók kap. XXVIII.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
Sannast er að silfrið hefir
sinn stað djúpt í rótum fjalls.
Gullið, sem menn hreinsa, hafa
hetjur sótt í árfar dals.
Járnið menn úr námum nema
ná, þá grjót er brætt, í eir —
Máttkar eru manna hendur —
myrkrum jarðar sundra þeir.
Og til jarðar yztu marka
öllum stundum kannar þjóð
steina, þar sem násvalt nætur
níðamyrkur felur sjóð.
Námagöng menn grafa, þar sem
grúfir myrkur feigðarranns —
svífa þar í lausu lofti —
lifa gleymdir fótum manns.
Brauðkorn jörðin ótal elur,
iðrum hennar bylta menn,
eins og hafi eldar geysað
allt úr skorðum — fellur senn.
Mitt í bergi móður jarðar
maður lítur safírstein.
Sá er eftir gulli grefur,
gullkorn blika sér við flein.
Ekki ratar öm á staðinn,
og hann vals er dulinn sjón.
Dramblát rándýr veg þann varast,
velur ekki stiginn Ijón. —
Tinnusteinar, sterkir, harðir,
standast eigi mannsins hönd.
Fjöllin hann að rótum rífur,
rannsakar — og leysir bönd.
Göng hann leggur gegnum björgin
grefur sundur jarðarhlein.
Auga hans sér allskyns furður —
undra margan fagran stein. —
Æðar vatns hann böndum bindur,
bresta ekki fram þess tár —
lyftir hulu leyndra hluta,
litið fá þeir morgunsár.
12. En hvar er spekin í alheimi falin,
og á ekki vizkan sér heimkynni neitt?
13. Aldrei finnst hún á lifenda landi,
og leiðsögn á fund hennar engum er veitt.
14. Úthafið segir: „í sæ er hún ekki“ —
og sædjúpið: „Framhjá mér hefir hún sneitt“
15. Eigi til skýragulls yrði hún metin,
né andvirði hennar í gangsilfri reitt.
16. Gullinu Ófírs hún goldin er eigi,
við gimsteinum dýrum hún er ekki föl.
17. Hvorki er gullið né glerið við hæfi,
þótt gullker sé boðið er hennar ei völ.
18. Eigi má nefna þar kristal né kóral,
og kemst ekki perlan í samjöfnuð neinn.
19. Tópasa Blálands ei tjóar að bjóða,
hún talin er betri en gullsandur hreinn.
20
21
Já, og hvar í heim kom spekin —
hvar á vizkan samastað?
Hún er allra augum falin —
al]t sem lifir viti það. .
Falin er hún fuglum himins,
22. fá oss Hel og dauði tjáð:
„Aðeins hefir eyrum vorum
orðrómur um hana náð“.
23. Guð einn veit um hennar heima,
hann einn þekkir leiðir þar.
24. Hann sér fram til yztu unna,
undir himni, jörð og mar. —
25. Þá hann veitti vindum styrkinn,
vötnum fékk á jörðu leg,
26. sagði: „Regnið lögum lúti“ —
leiftri himins ruddi veg:
27. Þá í veröld hann sá hana,
heimi kunnugt.varð um það.
Og hann gaf þá gaum að henni —
göfgan henni fékk þá stað. —
28. Sjá, við manninn sagði hann þá —
sígild standa boðorð hans:
Speki Guð er œ að óttast,
illt að forðast: vizka manns.
ATH. Innskot, rfms vegna, eru ef nokkru nema frá þessu merki — og út að
næsta greinarmerki þar fyrir aftan. Ekkert atriði textans er niðurfellt. 28/12 ’49
ÁSGEIR MAGNÚSSON