Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. JANÚAR, 1950 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Lájóöin í þessari sögu eru þýdd af Dr. Sip. Júl. Jóhannessyni. XXXVII. KAPÍTULI Áskorun Paulette Dubois Charley fór inn til friödómarans, og þegar að hann kom inn í herbergið til lians sagði friðdómarinn, sem var í æstu skapi: „Hún er komin — Paulette er komin hingað. Konan mín er sofandi, Guði sé lof; en hún Soffía kom til mín og sagði að hún vildi finna mig. „Hamingjan hjálpi mér, hvað á ég að gjöra?“ „Viltu að ég taki á móti henni?“ „Já, í hamingjubænum, já, mon- sieur“. „Þú verður þá að gjöra eins og ég segi þér“. „Já, það skal é gvissulega gjöra“. „Jæja. Þú skalt hafa þig hægan. Eg skal tala við hana fyrst. Þér er óhætt að reiða þig á mig“, sagði Charley og fór út úr herberginu. Skrifstofa frið- dómarans var í herbergi, sem byggt var út úr húsinu og var notað bæði fyrir skrif stofu og setustofu. Þegar Charley kom þangað inn, var Paulette Dubois þar fyrir. Það logaði þar á tveimur kerta- ljósum, svo að það var ekki vel bjart í herberginu. Charley sá að Paulette hafði blæju fyrir andlitinu og að hún var niðurbeygð og óupplitsdjörf. Hann hafði séð hana nokkrum sinnum áður, og hann hafði veitt því eftirtekt, að framkoma hennar bar með sér tvenns- konar eiginleika, taugaveiklun og svarrahátt, sem virtust vera að berjast um yfirráðin í lífi hennar. Hún var svart klædd, en hafði glossarauðan borða um hálsinn. Henni brá þegar að hún sá Charley, því hún hafði átt von á Soffíu gömlu, með boð frá friðdómaranum, því orð- sending hennar til hans hafði verið á- kveðin. „Ég vil finna friðdómarann“, sagði hún þrjóskulega. „Hann getur ekki tekið á móti þér“. „Hvers vegna?“ „Ætlarðu þér að finna hann í svefn- herberginu hans?“ „Og því ekki það?“ hún var bæði stutt í spuna og ókurteis. „Þú ert hvorki læknir né ættingi“. „Ég hefi áríðandi ■ erindi við hann“. „Ég gegni störfum hans fyrir hann, frú“. „Þú ert skraddari“. „Ég lærði það; ég er nú að læra frið- lómarastörf“. „Mitt erindi er prívat“. „Ég gegni hans prívatstörfum líka — þeim sem að konan hans getur ekki gegnt. Vildurðu heldur tala við konuna hans heldur en mig? Þú verður að eiga við annaðhvort okkar um erindi þitt“. „Ég vil þá finna konuna hans —“ „Það yrði aðeins til að gjöra illt verra. Konan hans mundi ekki hlusta á mál þitt. Hún er örgeðja, og hún heldur að hún hafi góða ástæðu til þess, að vera ekki hrifin af þér“. „Hún er asni. Ég hefi ekki ávalt ver- ið varkár, en að því er Narcasse Daup- hin —“ „Hann hefir verið þér vinveittur og heimurinn segir, sér ekki að kostnaðar- lausu“. Konan átti í harðri baráttu við sjálfa sig: „Heimurinn lýgur“, sagði hún að síð ustu. „Nei, hann gjörir það ekki. Þorpsbú- arnir allir, voru þér andstæðir einu sinni. Það var þá, að friðdómarinn og signorinn tóku málstað þinn. Hann hef- ir liðið fyrir það ávalt síðan, er mér sagt. Þú hefir ekki einu sinni þakkað honum fyrir það“. „Hann hefir kvalið mig, svo árum skiptir, sá fjandans hræsnis-snígilslyg ari“. „Hann hefir verið þér sá bezti vinur, sem þú hefir átt“, sagði Charley. „Sestu niður og hlustaðu á mig í mínútu“. „Hún hikaði, og settist svo niður eins og að hann sagði henni. „Hann segir mér að hann hafi verið ástfanginn af þér fyrir nokkrum árum síðan. Hefir framkoma hans við þig, ekki verið drengilegri, en sumra annara, sem segjast hafa elskað þig?“ Paulette reis upp til hálfs og það var eins og eldur brynni úr augum hennar, en hann benti henni að hún skyldi sitja kyrr, svo hún settist aftur niður. „Hann hélt, að ef þú vissir að barnið þitt væri á lífi, að þá myndir þú líta heil- brigðari augum á lífið — og á sjálfa þig. Friðdómarinn hefir sínar góðu hliðar“. „Því hefir hann ekki sagt mér hvar barnið mitt er?“ „Friðdómarinn er í rúminu — þú skaust hann. Finnst þér ekki að hann sýni þér miskunsemi, að láta ekki taka þig fasta?“ „Það var óviljaverk — slys“. „Ó, nei það var ekkert slys. Þú gæt- ir ekki talið nokkrum kviðdómi trú um það. Og ef þú sætir í fangelsi, hvernig heldurðu þá, að þú gætir fundið barnið þitt? Þú hefir verið mjög ósanngjörn í garð friðdómarans“. Hún þagði, og eftir litla bið bætti liann við: „Hann hafði góða ástæðu til að segja þér það ekki. Það er ekki hans eigið leyndarmál, heldur komst hann að því að tilviljun, og máske ekki sam- kvæmt ströngustu viðskiptareglum. Barninu þínu líður vel og það er vel lit- ið eftir því. Hann sagði þér aðeins, að það væri á lífi — af því að hann bar vel- ferð þína fyrir brjósti. En hann hefir nú skipt um skoðun, og —“ Paulette Dubois spratt á fætur: „Hann ætlar að segja mér það — segja mér til barnsins míns?“ „Eg ætla að segja þér, hvar barnið þitt er.“ ,,Monsieur — monsieur! — Ó, Guð minn, þú er miskunsamur! En hvernig átt þú að vita það — hvað veistu?“ „Eg skal segja þér annað kvöld, hvar barnið þitt er“. Hún varð eins og utan við sig í bili, svo færðist vonar- og gleðisvipur á and- lit henni, sem mýkti hörkudrættina í því, og hún kraup niður við borðið í her- berginu, faldi andlitið í höndum sér og grét sáran. „Lambið mitt litla! litla, litla lambið mitt — elskan mín!“ stundi hún upp á milli grátkviðanna. Ég fæ að hafa þig aftur! Ég fæ að hafa þig aftur — ein!“ Hann stóð og horfði á hana alvar- lega. Hann var að hugsa um hvernig á því stæði, að slík sorg hefði aldrei fyr gengið honum svo til hjarta. Tárin stóðu í augunum á honum og þó að hann hefði margt þurft að reyna í lífinu, þá hafði hann aldrei verið haldinn eins einkenni- legri viðkvæmni, eins og hann var nú. Hann beygði sig og snerti öxlina á henni með óhönduglegri viðkvæmni. „Berðu þig ekki svona illa!“ „Þú skalt fá barnið þitt, ef Dauphin getur hjálpað þér til þess“., „Ef að hann reynir nokkurn tíma til að taka hann í burtu frá mér“, sagði hún og spratt á fætur í jötunmóð, „þá skal ég —“ í augnablik náði geðofsi hennar valdi á henni, og hún stóð ægileg og áköf; á henni; svo rann henni reiðin undir augnaráði Charleys sem var hvast og skipandi. „Ég fæ að vita þetta annað kveld, monsieur? Hvar?“ spurði hún í veikum og fjarlægum málrómi. Charley hugsaði sig um dálitla stund en sagði svo: „Heima hjá mér klukkan níu“. „Monsieur, ég verð þér þakklát eins lengi og ég lifi“, sagði hún klökk. „Ef að ég fæ barniðmitt aftur, skal ég blessa þig til daganna enda“. „Nei, nei, þú verður að blessa hann Dauphin“, sagði Charley og opnaði úti- dyrahurðina fyrir hana. Þegar að hún hvarf út úr dyrunum út í næturkyrrðina, hagræddi Charley augnagleri sínu og horfði hugsandi á eftir henni, þó að ekk- ert væri að sjá annað en skugga sum- arnæturinnar, ekkert að heyra nema froskaskvaldrið í pollum og keldum þorpsins. Hann var að hugsa um mál Josep Nadeau, og um konu, sem sat þar á áhorfendapallinum og hló. „Monsieur, mansieur“, kallaði frið- dómarinn úr herbergi sínu. XXXVIII. PAPÍTULI Presturinn og signorinn heimsækja skraddarann / Það var dásamlega fagur septem- berdagur. Skraddarinn í Chaudiere hafði verið í meiri önnum en vanalega, því veturinn var fyrir dyrum og margir af bygðarbúum voru að fá sér vetrar- föt. Presturinn og signorinn komu sam- an, báðir til þess, að fá skraddarann til að sauma sér vetraryfirhafnir úr írsku efni, sem signorinn hafði upplag af heima hjá sér. Signorinn var í bezta skapi, og það var heldur ekki að ástæðu- lausu, því að það var Mikilmessudagur. Hann var vongóður um að vonirnar, sem við þann dag voru bundnar, mundu rætast, enda leit hann allmikið á sig og hafði alltaf haft sitt fram, eins og allir vissu. Slagorð hans var, að sækja með gætni, og hann hafði oft fullvissað prest inn um, að það væru ekki önnur einkunn arorð til, sem sæmdu nútíðar aðstöðu manna. Erindi prestsins til skraddarans þennan dag var honum sérstakt áhuga- mál, því það var bundið við aðaláhuga- mál lífs hans: Það, að leiða vantrúar- manninn frá villu síns vegar. í þá daga gátu þeir ekki annað, en kallað mann villutrúarmann, sem var andstæður kenningum kirkjunnar — því orðið agnostic var þá ekki komið í almenna notkun) — leysa hann úr viðjum voð- ans, og vísa honum á sannleiksveg kirkjunnar. Presturinn hafði verið stað- fastur í þessari von sinni, sem hafði þau áhrif, að margt af safnaðarfólki hans hafði borið skraddarann á bænar- örmum fram fyrir Guð sinn og dýrð- linga. Kona Filions Lacasse bað daglega fyrir honum. Þúsund dollararnir, sem Filion fékk að ráðum skraddarans höfðu gjört henni lífið léttara, og svo hafði Filion sjálfur gjörst sparsamur og gæt- inn og hafði meira að segja skaffað henni vinnukonu. Það voru að minsta kosti sex aðrar konur, sem gjörðu það sama, og á meðal þeirra var frú Daup- hin. Signorinn vissi, þegar þeir fóru á stað, að prestinum var þetta hið mesta áhugamál, en var vantrúaður á, að missíonar áhrif hans á skraddarann, hvað andheitur sem hann yrði mundu verða varanleg eða mikil. „Kæri prestur minn“, sagði signor- inn, „það er satt, sem að skraddarinn mintist á við bróður minn. — Ég skil ekki hót í hvernig á því stendur, að á- bótinn skyldi slá undan, því þrályndari mann hefi ég ekki þekkt! Að maðurinn sé fæddur með vantrúarhneigð, eða trúarþrá, eða hvað svo sem það er kall- að. Mér sýnist að þú mundir líklegri til að hafa meiri áhrif á Gyðing, Grikkja, eða villutrúarmann, heldur en á þennan trúleysingja okkar. Hann hugsar of mik ið — til þess að vera skraddari, eða til þess að vera níu skraddarar, eða fyrir einn mann. Hann tók með þumalfingri um nef- ið á sér ánægjulega eins og honum fyndist, að hann hefði sagt eitthvað verulega smellið. Á meðan á þessu sam- tali þeirra stóð, gengu þeir í hægðum sínum inn í þorpið. Nú stansaði prest- urinn sló með göngustafnum nokkrum sinnum á lófa sér og sagði: „Ó, þú vilt hvorki sjá né skilja, að Guði er ekkert ómögulegt. Þó það væri fjandinn sjálfur í mannslíki, þá skyldi ég vinna, biðja og vona, eins og skyld- an býður mér, þó að hann léti sér ekk- ert skipast við tilraunir mínar. Hvað er ég? Ekkert. En það sem kirkjan hefir gjört, það getur enn gjörst. Hugsaðu um Pál, Ágústínus og Konstantínus!“ „Þeir voru gullaldar villutrúarmenn, sem trúin var sprottin af tilfinning hjá. Þessi maður hefir heila, sem krefst úr- lausnar“. „Ég verð að líta á hann, sem sál, er frelsast verður með aðstoð þess- ara vistmuna hans ásamt lífsframferði hans og góðverkum, sem við allir meg- um bera kinnroða fyrir. Hann gefur í burtu allar tekjur sínar til sjúkra og fá- tækra. Hann býr sjálfur við kost svo rýran, að þeir, sem allra fátækastir eru eiga ekki við betri að búa. Hann eyðir svefnstundum sínum við beð sjúkra. Dauphin hefði máske ekki lifað, nema fyrir hann. Ef að hjartalag hans væri ekki gott, þá væri þetta óhugsanlegt. Hann gæti ekki gert sér þetta upp“. „Það er nú spursmálið, prestur minn. Er þetta ekki allt leikaraskapur? Eru það ekki dutlungar? Hvað er lík- legra, en að svo sé, og að hann hafi þreyst á kjötpottunum egypsku og kom ið hingað til að leika lausum hala. Við getum ekkert um það sagt, eða vitað“. „Við vitum um það. Maðurinn hefir bæði mætt sorg og synd. Trúðu mér, að enginn okkar hefir liðið neitt líkt því, sem þessi maður hefir liðið. Ég hefi oft talað við hann, og trúðu mér, Maur- ice, að ég segi satt, þegar ég segi að hjarta mínu blæðir hans vegna. Eg held. að ég viti hvers vegna hann flúði hing- að til okkar. Það er vegna sínagandi á- stríðu, sem lætur hann aldrei í friði, og fylgdi honum hingað — já, hingað, þar sem framkoma hans öll hefir verið svo virðingarverð. Ég hefi séð hann stríða á móti henni. Ég hefi séð hann kvelj- ast og láta undan, en berjast svo með sívaxandi þreki til þess að ná haldi á sjálfum sér“. „ Það er—“ sagði signorinn og þaðn- aði. „Nei, nei! spurðu mig ekki að því. Hann hefir ekki skriftað fyrir mér, Maurice, sem ekki er heldur að búast við — ekkert þess háttar. En ég veit og vorkenni. — Ó, Maurice, ég nærri því elska hann. Þú rökræðir, en ég veit, vinur, að það var einhverju haldið til baka frá þessum manni, þegar að hann fæddist, og það er það, sem við verðum að finna, eða að hann tortýmist á með- al okkar, og minnisvarðinn hans verð- ur okkur til háðungar til daganna enda. Ef hann einu sinni gæti sannfærst um boðskap kirkjunnar. — Ef hann einu sinni gæti sagt: „Faðir, í þínar hendur fel ég minn anda“. Þá myndi ástrýðu- frystingin hverfa, og ég skyldi leiða hann inn — leiða hann heim. Signorinn horfði hissa á hann um stund, því þetta var sú hlið á sálarlífi prestsins, sem hann hafði aldrei áður þekt. „Kæri prestur minn, þú ert öðruvísi, en að þú átt að þér að vera“, sagði hann þýðlega. „Ég er ekki, eins og ég hefi átt að mér að vera — það er nú einmitt það sem er, Maurice. Ég er ekki lengur þumbaralegi presturinn, sem þú hefir þekt. Ileimurinn allur er verksvið mitt nú. Ég hefi hryggst út af syndum, sem framdar hafa verið innan takmarka Chaudiere. Nú hryggist ég út af trú- leysi þessa manns. í sambandi við hann og umhugsunina um hann, hefi ég fund- ið til út af óhamingju allra manna. Mér hefir fundist ég vera í návist við frels- arann. Vinur minn, þetta er ekki ímynd- un, og ekki heldur trú, það er virkileiki. Ég á honum mikið að þakka, Maurice. Með því, að leiða hann heim, skil ég hvað allt þetta meinar — trúin, sem við játum veit ég að þá er sönn. Þú skil- ur í hvað mikilli þakklætisskuld að ég máske verð í við hann — þennan trú- lausa skraddara. Ég vona aðeins, að ég hafi ekki brugðist honum“, bætti hann við áhyggjufullur. „Ég vil reynast hon- um trúr — já, sannarlega!“ „Ég mann bara eftir að þú segðir, að maðurinn liði, það er ekki að bregð- ast“. Þeir gengu þegjandi inn í þorpið, en bráðlega heyrðru þeir Maximilian vera að leika á fiðlu sína, sem aftur leysti um tungubönd signorsins og hann hélt áfram að tala unz þeir komu að skradd- arabúðinni. „Góðan daginn, monsieur“, sagði signorinn um leið og þeir gengu inn í búðina. „Hefurðu heita gæs handa mér?“ „Já, það hefi ég, en ég ætla ekki að þrengja henni upp á þig“, svaraði skraddarinn. „Þurftir þú að taka spurningu mína þannig — virkilega?“ „Þurftir þú að taka svar mitt þann- ig?“ Orðaleikur var signornum nýtt fyr- irbrigði, hann sneri sér að prestinum og brosti. „Heyrðirðu þetta, prestur minn! Hann er heima í klassiskum fræðum“. Og hann hló þar til honum vöknaði um augu. í nokkrar mínútur var Charley.önn- um kafinn við að taka mál af þessum herramönnum og sökum þess, að þetta var í fyrsta sinni, sem að Charley hafði saumað frakka fyrir þá, þurfti prestur- inn að skrifa niður málið á signornum, jafnóðum og skraddarinn mældi hann. Signorinn gjörði það sama í sambandi við prestinn og þeir voru allir svo upp- teknir við þetta starf sitt, að maður hefði mátt halda, að þeir væru að ráða fram úr einhverju stórvandamáli. Sign- orinn brosti drýgindalega þegar mittis- mál hans var tveimur þumlungum og brjóstmálið einum þumlungi meira en prestsins, þó þeir væru jafngamlir. Signorinn var upp með sér af líkams- byggingu sinni, en skeytingarlaus með nýmóðins snið á fatnaði, því hann var enn -í stuttbuxum, og í uppháum silki- sokkum þó sá búningur hefði fyrir löngu verið lagður niður í fylkinu. Hann hafði oft haft orð á því við prestinn, að í eina sinnið, sem að honum fyndist að hann væri trúvillingur, væri þegar að hann mætti prótistantabiskup í leggbjörg- um. Ermarnar á treyju hans voru þröng ar, en bolurinn stuttur, eins og títt var á Englandi í tíð Vilhjálms konungs sjó- ara, og svo var stafurinn gullbúni, sem ekki dró úr vegsamd hans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.