Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. JANÚAR, 1950
ÁlilG/iMÁL
IWLNN/L
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Hitler æddi aftur og fram í jarðhúsi sínu, veifaði landabréfum
og útskýrði allar þær flóknu hernaðaraðgerðir, sem skyldu bjarga
þeim öllum. Stundum öskaði hann fyrirskipanir, eins og hann væri
að stjórna vörn Berlinar.
LAUGARDAGSSKÓLA STÍLAR
Ár eftir ár er íslenzka kend
við Laugardagsskóla Þjóðrækn-
isfélagsins í Winnipeg. Kenslu-
stundirnar í skólanum eru fáar,
aðeins um 26 á ári; það er stutt-
ur tími borið saman við þann
tíma, sem varið er til náms er-
lendra tungumála í alþýðu- og
miðskólunum, en þó er ekki
hægt að bera á móti því, að þeim
börnum, sem sækja skólann
dyggilega, ár eftir ár, miðar
furðanlega vel áfram í íslenzku-
námi sínu. Börn, sem lært hafa
íslenzku heima, halda henni við
og bæta við þekkingu sína, og
þau, sem ekki hafa lært íslenzku
áður, fá nokkra undirstöðu í
málinu, sem mun koma þeim að
gagni síðar, ekki sízt ef þau
skyldu stunda íslenzku við hina
fyrirhuguðu íslenzkudeild við
Manitoba Háskólann.
Foreldrar og aðstandendur
barnanna sýna frábæra rækt og
virðingu fyrir feðratungu sinni
með því að senda börn sín í
skólann, og það er ekki sízt að
stoð þeirra og áhuga að þakka
hve börnunum miðar áfram,
þrátt fyrir fáar kenslustundir. —
Það er mjög nauðsynlegt að hér
sé einnig starfræktur kveld-
skóli, þar sem unglingar ættu
kost á að læra íslenzku og kynn-
ast sögu forfeðra sinna, en það
er áríðandi að slíkur skóli héldi
stöðugt áfram, ár eftir ár, jafn-
vel þótt nemendur væru fáir.
Aðeins þannig myndi hann
koma að verulegu gagni.-------
Nemendum úr efsta bekk
Laugardagsskólans var nýlega
falið að velja stílsefni og semja
stutta stíla. Ég leyfi mér að birta
tvo þessa stíla — og ef til vill
fleiri seinna, í þeirri von að það
verði bæði þeim og öðrum ís-
lenzku nemendum til ánægju og
uppörvunar — hvöt til að sækja
námið af enn meira kappi en
áður.
Ferðalag frá fslandi
Ég fór frá íslandi þegar ég var
níu ára; mig hafði lengi langað
að fara til Ameríku. — Við fór-
um um borð í skipið klukkan
sjö um kveldið, en skipið var
ekki tilbúið að fara fyr en klukk
an átta um morguninn. Mig
^angaði til að sjá landið hverfa
þegar við fórum, en ég var sjó-
veik og svoleiðis var ég í þrjá
daga. Eftir tvo daga sagði pabbi
minn, að ef ég færi ekki upp og
fengi ferskt loft myndi ég vera
lasin alla leiðina. Ég klæddi mig
og fór upp á þilfar en átti bágt
me að standa því skipið valt
svo mikið, 0g enn fór ég að
gu a! En eftir nokkra daga var
ég orðm sjóvön.
Við vorum í skipalest vegna
striðshættunnar. Við máttum
ekki kasta rusli í sjóinn né
kveikja ljós á þilfarinu eftir að
dimt var. Sjómennirnir voru
góðir við mig; þeir fylgdu mér
um skipið, létu mig stýra skip-
lnu svolitla stund og gáfu mér
rúsínur og appelsínur. Margir
lituðu í litabókina mína, en ég
týndi henni.
Við komum til New York um
hádegi eftir tuttugu og tvo daga.
Það tók langan tíma að komast
1 iand því tollþjónarnir þurftu
að skoða allan farangurinn. —
Við vorum víst mjög heppin að
komast alla leið, því skipinu var
sökt á leiðinni til baka. —
Bára Guðlaugson
hann mætti ekki gráta. En það
var svo þungbært fyrir lítinn
dreng, sem var veikur, að vera
án mömmu. Amma, sem var svo
góð, var hjá honum, en hún var
ekki mamma.
Svo kom læknirinn. Jón hafði
verið hræddur við hann, þegar
hann kom að sjá mömmu en nú
kærði hann sig ekki um neitt,
nema mömmu, — mamma, sem
var svo góð og kysti hann og
klappaði honum á kollinn þegar
að hann var góður, og einu sinni
þegar hann var óskaplega óþæg-
ur og vildi ekki gegna henni, sá
hann tár á kinninni hennar.
Hann man þetta alt nú, og hann
grætur og kallar: „Ég ætlaði
ekki að vera óþægur!“ Og þá
sá hann mömmu, hún stóð við
hliðina á honum og var að segja,
„komdu Jón litli, Guð vill að
þú komir líka“. „Ó, mamma“,
sagði hann og brosti — og var
kyrr.
Valdína Rafnkelson
Þegar öll sund lokuðust íyrir Hitler
Hinn 28. apríl voru Rússar
komnir inn að miðbiki borgar-
innar, og ofboðsleg símskeyti
fóru í allar áttir. „Eg bið þess
að Berlin verði bjargað,“ símaði
Hitler til Keitels. Allan daginn
var beðið eftir góðum fréttum.
Hin rétta og nærtæka sönnun
var sú, að herinn sem átti að
bjarga var ekki til. En það var
í fjaðrafokið
Fimm ára telpa, hafði vanist
því að heyra lesið í Ritningunni
á sunnudögum heima hjá afa og
ömmu. Einn sunnudag hafði
slíkur lestur fallið niður fyrir
annir og lasleika. Um kl. sex um
kveldið segir litla stúlkan, sem
ekki mælir á íslenzka tungu:
„Amma, þú hefir ekkert lesið í
biblíubókinni þinni í dag“.
„The Greatest Story Ever
Told“, eftir Fulton Oursler, er
yndisleg bók.
Fjögra ára drengur kemur
með bók í höndunum á móti
ömmu sinni, sem var gestkom-
andi og segir: „Amma, kannast
þú nokkuð við þessa bók.
Mamma segir að í henni standi.
„Hann mun aldrei yfirgefa þig“.
„Árin líða fljótast þegar þau
eru miðuð við óborguð blöð“.
„Eva kvað æpa þegar eitt
barn er eftir skilið“.
Leiðrétting
1 jólagrein minni hefir fallið
úr línan sú er vera skyldi næst
þeirri síðustu, þessi. „Gleðileg
jól og farsælt nýár“.
R. K. G. S.
Síðasta stundin
„Mamma, mamma!“ kallaði
Jon litli, en mamma kom ekki,
og hann vissi að hún myndi ekki
koma. Mamma var farin, — já,
ann. Pabbi sagði að Guð hefði
Vll.iað hafa hana hjá sér, og að
Þegar pabbi hjálpar
Nýlega voru gerðar víðtækar
rannsóknir á lífi amerískra fjöl-
skyldna, og í tillögum, sem gerð-
ar voru í sambándi við þessar
rannsóknir, var lögð mikil á-
herzla á mikilvægi þess, að fað-
irinn taki sem mestan þátt í hinu
ábyrgðarmikla og erfiða starfi:
uppeldi barnanna.
Kom þetta glöggt fram í áliti,
sem fimmtíu leikmenn og sér-
fræðingar um þessi mál skiluðu,
en þeir störfuðu jafnframt sem
undirbúningsnefnd fyrir Al-
þjóða-þing um andlega heil-
brigði, er haldið var í London
fyrir skömmu.
Þingið lagði mikla áherzlu á
það, að aukin afskipti föðursins
af uppeldi barnanna væri mjög
æskileg. Það væri úrelt og gam-
aldags, að álíta að ýmislegt, er
viðkemur uppeldi barnanna,
komi föðurnum ekkert við, það
sé verk móðurinnar o. s. frv.
Samstiltir hugir og hendur for-
eldranna eigi að vinna saman
að því að ala börnin upp, og
árangurinn muni margfalt meiri
og betri er slíkt samstarf takizt
vel og giftusamlega. Foreldrarn-
ir þurfi að ræða oft og rækilega
saman um ýmis mál, er varði
barnið, og verða að vera sam-
hent við lausn málanna. Ástríki
í sambúð sé börnunum mikil-
vægara en margt annað, ekki
aðeins í sambúð við þau sjálf,
heldur og á milli þeirra, er um-
gangast það mest.
Tíu undanfarin ár hefir marg
oft verið talað um það á ýmsum
uppeldisþingum, að meiri hjálp
— raunveruleg þátttaka — af
hendi föðursins væri æskileg.
Uppeldisfræðingar hafa bent á
3að þrásinnis, enda má segja að
Detta hafi mjög breytzt til batn-
aðar hin síðari ár. Þó lifir enn
víða í fjölskyldulífinu, að móð-
irin er ávalt spurð leyfis.
„Spurðu mömmu þína“, eða
„Vill mamma þín ekki leyfa þér
þetta?“ eru setningar, sem flest-
ir kannast við og eru mun tíðari
en „Spurðu pabba þinn“ o
frv.
Fyrir nokkrum árum héldu
sérfræðingar því fram, að feð-
urnir myndu fúsir til að taka
meiri þátt í gæzlu og uppeldi
barna sinna, ef þeir aðeins
fengju möguleika til þess. Venju
lega væri það svo, þegar faðir
snerti á barni, tæki það upp eða
annað, væri venjulega einhver
kona þar nálægt til að þrífa það
af honum: „Þú kannt ekki að
halda á barni“, væri jafnan við-
kvæðið.
Sums staðar erlendis eru hald-
in námskeið fyrir væntanlega
feður, þar sem þeim eru kennd
helztu atriði í meðferð barna.
Námskeið þessi hafa átt mikl-
um vinsældum að fagna, og víða
hefir það sýnt sig, að það eina,
sem karlmennirnir þurftu, var
smávegis uppörfun. Áhuginn var
fyrir hendi og vilji til að taka
þátt í að ala upp barn sitt á
bestan hátt. Áherzla var lögð á,
að faðirinn fylgdist vel með
framförum barnsins, nyti þess
að vera með því og jafnframt
hjálpaði til við að skipta á því,
baða það og gefa mat.
Á fyrirlestrarnámskeiðum um
barnauppeldi eru feður víða nú
orðið meirihluti þátttakenda.
Feður leiða börn sín meir úti
og oftar en áður tíðkaðist, og
einn sérfræðingur í fjölskyldu-
málum segir okkur, að fyrir
hvern einn, sem fyrir fimmtán
árum fór fram úr til að velgja
pelann, muni tíu feður gera það
nú. Þetta hefir því breytzt til
batnaðar, að dómi þessara
manna, og þótt raddir kæmu
fram um það, að mikill þorri
feðra mundi seint fást til þess
að koma nálægt „pela eða bleyj-
um“, né hafa bein afskipti af
uppeldi og meðferð barna sinna,
þá beri að vinna að því að vekja
áhuga þeirra að þessum málum
og fá þá til að skilja, hve mikil-
vægt það er bæði fyrir barnið
sjálft og sömuleiðis fyrir ham-
ingju hjónabandsins og varan-
leik þess.
Samvinnan
ekki nema ein skýring, sem tek-
in var gild í jarðhúsi Hitlers:
Landráðin.
Frá áróðursráðuneytinu barst
Reuter-skeyti um að Himmler
væri að semja við Folke Berna-
do’tte. Sjónarvottum ber saman
um, að það hafi verið hræðilegt
uppnám, sem þessi fregn vakti
það getur engin vafi leikið á því,
að Hitler skoðaði þessar aðfarir
Himmlers sem hrein landráð og
teldi þetta merki þess að nú væri
fokið í öll skjól. Aðafaranótt 29.
apríl strikaði hann endanlega yf-
ir þann möguleika að Himmler
gæti orðið eftirmaður hans. Hann
skrifaði arfleiðsluskrá sína og
svo voru þau Eva Braun gefin
saman.
Hjónavígslan fór fram að álið
inni nóttu. Göbbels hafði kvatt
til Walter nokkurn Wagner, sem
hafði starfað hjá honum í Berlin
Slúðursagan
Þú sagðir mér áðan sögu —
Sögu, er kvað að ramt.
Eg neitaði að hlusta eða heyra,
en heyra ana varð eg samt.
Og svo þegar sagan var búin,
þú sagðir í ákveðnum róm:
Segðu hana, segðu hana engum,
hún setur á manninn gróm.
En alveg í einlægni talað:
Nú ánægju mína það heftir,
svo magnaða munnfylli að heyra,
og mega ekki hafa hana eftir.
G. J
og var talinn nothæfur til þess
að framkvæma athöfnina.
Göbbels og Bormann voru við-
staddir sem svaramenn. Athöfn-
in var mjög stuttt. Brúðhjónin
lýstu yfir því, að þau voru af
ómenguðum arískum kynstofni
s- og hefðu enga arfgenga sjúk-
dóma. Þegar brúðurin átti að
skrifa nafnið sitt skrifaði hún
fyrst Eva Braun, en leiðrétti það
svo í Eva Hitler, fædd Braun.
Fyrir utan biðu nokkrir hers-
höfðingjar og ritarar. Brúðhjón-
in heilsuðu öllum með handa-
bandi og drógu sig síðan í hlé
og settust að morgunverði inni
hjá sér. Skömmu síðar var Bor-
mann, Göbbles, frú Göbbels og
tv®imur riturum Hitlers boðið
inn. Þau sátu þar saman í nokkra
klukkutíma, drukku kampavín
og röbbuðu. Samtalið snerist um
brúðkaup Göbbles, en Hitler
hafði verið svaramaður hans.
Hitler talaði um sjálfsmorðsá-
formin. Hann sagði að nazisminn
væri kominn í strand og mundi
aldrei rísa upp aftur. Dauðinn
mundi verða sér bjargvættur,
eins og nú stæði á, eftir að bestu
vinir sínir hefðu svikið sig í
tryggðum og vegið aftan að sér.
En það var drungi yfir þessu
samkvæmi eftir að Hitler fór að
tala um dauða sinn. Fólk kom
og fór, því að mörgu var að
ayggja. Hitler fór ásamt ritara
sínum inn í næsta herbergi og
Dangað voru ýmsir kallaðir, einn
og einn í senn, til ráðagerða.
Hann var að lesa ritaranum fyr-
ir arfleiðsluskrá sína.
Loksins var hjúskaparstaða
Evu Braun ákveðin, eftir marg-
ra ára bið. Þegar þjónn einn,
daginn eftir, ávapaði hana —
Drátt fyrir að það var bannað —
„Náðuga fröken“, þorði Eva
Braun loksins að svara: „Þér
getið óhræddur kallað mig frú
Hitler!“
Alla nóttina var Hitler að lesa
ritaranum fyrir tvö skjöl: einka-
arfleiðsluskrá sína og hina polit-
ísku afleiðsluskrá. 1 þessari síð-
ustu auglýsingu fyrir nazis-
mann, sem átti að verða boðskap
ur til komandi kynslóða, er
ekkert nema innantómslagorð. í
fyrri heimsstyrjöld var Hitler
hermaður, og þegar sú styrjöld
mistókst, sakaði hann stjórn-
málamennina um að hafa svikið
hermennina. Þá gat hann ekki
hrósað hershöfðingjunum nóg-
samlega. — í næsta stríði var
hann stjórnmálamaður. Þegar
það stríð mistókst sakaði hann
hermennina um að hafa svikið
stjórnmálamennina og alla um
að hafa svikið sig.
Síðdegis lét Hitler depa Blondi,
uppáhaldshundinn sinn. Síðan
rétti hann stúlkunum tveimur,
sem voru ritarar hans, eiturtöfl-
ur. Hann kvað sér þykja leitt,
að hann hefði ekki annað betra
að gefa þeim að skilnaði. Svo
bætti hann því við að hann ó-
skaði þess að hershöfðingjarnir
hefðu verið sér jafn trúir og
þessar tvær stúlkur.
Þegar leið á næstu nótt var
kallað á fólkið úr hinu jarðhús-
inu, liðforingja og kvenfólk, alls
um 20 manns, sem enn voru
þarna. Hann tók í höndina á öll-
um konunum en sagði ekki neitt.
Þegar þetta fólk fór frá honum
blandaðist engum hugur um
hvað í vændum væri.
En nú gerðist dálítið óvænt.
í skálanum, sem hermennirnir
átu í, var verið að dansa. Fregn-
in um það, sem koma skyldi barst
þangað upp, en enginn lét það
spilla skemmtuninni fyrir sér.
Þá kom orðsending úr jarðhúsi
foringjans, um að fólkið hefði
ekki svona hátt, en samt var
haldið áfram að dansa. Skradd-
ari einn, sem var lokaður inni
í stjórnarráðshöllinni ásamt
fleirum, varð forviða þegar Ratt-
enhuber sveitarforingi, yfirmað-
ur lögreglunnar og hershöfðingi
í S.S. gaf honum olnbogaskot og
ávarpaði hann eins og kunning-
ja. Á eftir fékk skraddarinn
skýringuna á þessum kumpána-
skap. Hitler hafði kvatt og ætl-
aði að fara að fyýrfara sér.
Um miðjan dag hinn 30. apríl
höfðu Rússar náð undir sig öll-
um Tiergarten. Hitler varð ekk-
ert uppvægur þegar hann fékk
þessa frétt. Hann át morgunverð
sinn. Eva var ekki viðstödd og
Hitler sat með riturum sínum
tveimur. Hann var rólegur og
minntist ekkert á áform sín. Eigi
að síður var hann þá að skipa
fyrir um, að 200 lítrar af bensini
skyldu fluttir upp í hallargarð-
inn. Fjórir menn báru bensin-
brúsana upp og settu þá í varúð-
arútganginn frá jarðhúsinu, en
þá kom lögregluvörðurinn og
bað um skýringu á þessu. Þeir
svöruðu að bensínið ætti að fara
til loftræstingartækjanna. Lög-
regluþjónninn bað þá um að fara
ekki með vitleysu, því að ræsing
artækin gengu fyrir olíu. En
þjónn Hitlers bað hann vera ró-
legan. Skömmu síðar voru allir
lögregluverðir látnir fara burt.
stund. Svo kom hann út úr her-
bergi sínu og Eva Braun á eftir
honum, og enn fóru kveðjur
fram. Bormann og Göbbels voru
viðstaddir. Hitler og Eva Braun
tóku í höndina á öllum og fóru
svo til herbergja sinna. Svo
heyrðist eitt skot. Hitler lá á
legubekknum, sem var votur af
blóði. Hann hafði skotið sig í
munninn. Eva Braun lá dauð á
legubekknum. Skammbyssa lá
við hliðina á henni, en hún hafði
ekki notað hana. Hún hafði tek-
eitur. Klukkan var 15:30.
Skömmu síðar kom Arthur
Axmann, foringi Hitlers-æsk-
unnar. — Hann talaði víð Göbb-
els, sem svo fór út en Axmann
stóð eitt augnablik yfir líkunum.
Linge, þjónn Hitlers, og annars
5.5. -maður vöfðu lík Hitlers í
dúk, svo að ekki sást blóðugt og
brotið höfuðuð, og tveir aðrir
5.5. -liðsforingjar bára líkið upp
í garðinn. Bormann bar lík Evu
Braun. Hún hafði fengið hægara
andlát og það þurfti engan dúk
utan um hana.
Líkin voru lögð hlið við hlið
í garðinum og hellt yfir þau
bensíni. Skothríðin frá Rússum
undirstrikaði óhugnað þessarar
athafnar og líkfylgdin varð að
flýja í skjól. S.S.-foringi kveikti
í bensíninu. Líkfylgdin heilsaði
með Hitlers-kveðju og dró sig
svo í hlé. Tveir lögregluþjónar.
sem ekki höfðu heyrt skipunina
um að þeir ættu að fara burt,
horfðu á atburðinn. Annar þeir-
ra, sem hét Mannsfeld, segir að
sprengjugígur hafi verið þarna
rétt hjá, og að líkin hefðu verið
tekin burt. Hann efast ekki um
að líkin hefðu verið grafin þar.
Annað vita menn ekki um leifar
Hitlers og Evu.
Nú hafði Hitler lokið við að
borða. Gestir hans voru látnir
fara út, og hann var einn um
Minnist
BCTCL
í erfðaskrám yðar
Bus. Phone 27 989—Bes. Phone 36 151
Rovaizos Flower Shop
Our Speeialtles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Miss K. Christle, Proprietress
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Traininglmmediately
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21804
695 SARGENT AVE., WINNIPEG
HOUSEHOLDERS -
ATTENTION!
We can supply your fuel needs with all
the standard brands of coal and coke such
as Foothills, Drumheller, Black Nugget,
Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and
Winneco Coke.
Stoker Coals in Various Mixtures Our Specially
MC rURDY CUPPLY PO., LTD.
1 \S BUILDERS' |J SUPPLIES AND COAL
Erin and Sargenl
Phone 37 251