Lögberg - 26.01.1950, Síða 2

Lögberg - 26.01.1950, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JANÚAR, 1949. Fréttir frá Betel Það er nú orðið alllangt síðan að nokkuð hefir sést í íslenzku blöðunum um viðburði eða á- stæður heimilisins. Væri því má- ske ekki fjarri, að geta þess helzta af því tagi, sem til tíðinda má teljast og skeð hefir, síðan seinast var skrifað héðan, til þess að almenningur verði var lítilsháttar lífsmarks. Viðburðir hér eru auðvitað ekki margir, en þess helzta -mun reynt að geta í þessum línum. — Fyrst er þess að geta, að síð- ast í okt. f. á. heimsótti okkur Mrs. Lauga Jóhannesson frá Argyle. Hún hafði fyrir nokkru komið heim úr kynnisför til vina og vandapianna á íslandi. Sagði hún okkur undan og ofan af, viðtökum, ferðalögum og áhrif- um þeim, er hún varð fyrir í þeirri för. Sagði hún vel frá og til ánægju fyrir gamla fólkið, og jafnvel til fróðleiks fyrir þá hér, sem kunnugir voru, að fornu, á þeim slóðum, er hún heimsótti. Framkoma Mrs. Jóhannesson var til mikillar ánægju, og stór- lega þakkarverð. — í öðru lagi: Það sem af er vetri, hefir hér vérið með meira móti lasleiki meðal vistfólks, mest auðvitað eðlileg ellimörk og afleiðingar þeirra. Hefir það reynt á fórnfýsi og þolinmæði húsmóður og hjúkrunarkvenna, en hvorttveggja hefir verið ríku- lega úti látið, og af alhuga reynt að láta hinum hjálparþurfandi líða sem bezt. — I þriðia lagi: Þegar hér fór að líða að jólunum, virtist það vera áhugamál umsjónarkonu, og jafnvel alls þjónustu fólks, að láta jólahátíðina verða eins á- nægjulega og unnt væri. Þótt það kosti ætíð allmikla auka vinnu, að skreyta og laga fyrir Einu sinni a öld Á sunnudaginn var vígði bis- kup Islands, herra Sigurgeir Sig- urðsson, Laugnarneskirkju. Þar með var vígð fyrsta fullgerða kirkjan innan þjóðkirkjunnar í höfuðstaðnum um rúmlega ald- ar skeið. Má því segja, að þörf hafi verið nýrrar kirkju því að 1846, þegar Dómkirkjan var vígð, voru aðeins um 1000 manns í Reykjavík. Var mjög hátíðlegt að sjá 16 kennimenn í fullum skrúða ganga til kirkjunnar með bisk- up og vígslubiskup í broddi fylk- ingar. Fóru þar prestar Reykja- víkurprófastsdæmis og nokkrir úr Kjalarnesprófastsdæmi að auki. í ræðu sinni kvað biskup hafa verið ánægjulegt að veita því athygli, hve mikill vinarhugar hefir staðið um það mál, að koma hinni nýju kirkju upp. Má segja, að þarna sé Laug- arneskirkja endurborin, því að ekki eru nema um 150 4r síðan kirkja var seinast í Laugarnesi. Hinn 13. des. 1936 eða fyrir rösk- um 13 árum, hóf sér Garðar Svavarsson, sóknarprestur, guðs þjónustur í Laugarnesskóla á vegum Dómkirkjunnar og undir yfirumsjón presta hennar. Þar fóru messugjörðir fram þar til um jólin 1943, að kjallarasalur hins nýja húss var tekinn í notk un. í þessu sambandi sagði sókn- arpresturinn í ræðu sinni. „Til- beiðslurúmið þarf ekki að vera stórt, hjarta einstaklingsins er nógu stórt.“ Valdi hann að einkunnarorðum ræðu sinnar þessi orð úr sálm- um Davíðs: „Ef drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis“.----„Því að ég trúi því sagði séra Garðar, „ að hér hafi verið að verki hans andi, hans kraftur, því að kirkja verður ekki reist af einum saman steini. — Hún er líf af lífi margra ein- staklinga." Auk ræðu biskups og sóknar- prestsins, þá lásu 4 prestar upp úr heilagri ritningu. öll var víg- sluathöfnin hátíðleg og var kom- inn saman múgur og margmenni, svo að sumir urðu frá kirkjunni að hverfa. Mbl. 20. des. hátíð þá, heyrðist hvergi kvört- un, ^né sást hik í því efni. Auð- vitað var þar ekki beint stórt í borið, en sá er þetta ritar, og hefir nú verið hér vistfastur í nokkur ár, minnist naumast jafnfagurs jólaútlits. Sérstak- lega var jólatréð og skreyting þess fögur og ánægjuleg. I fjórða lagi: Jólakvöldið hafði Rev. Dr. Rúnólfur Marteinsson tekið af tíma sínum, til þess að fórna heimilinu. Prédikaði hann á jólanóttina, og las upp og minntist hins gamla — síunga — jólaviðburðar í Belehem, og einn ig messaði hann á jóladag. Var það með þakklæti þegið, sérstak- lega, þar sem nú er hér prests- laust og guðsþjónustur því fá- ar. Þess er vert að geta, áð fyr- verandi prestur hér, Rev. Skúli Sigurgeirsson og kona hans sendu heimilinu bréf, með jóla- kveðju og hamingjuóskum. Var það bréf lesið upp á jólakvöldið, og mun hlýhugur margra af vist- fólkinu hafa svifið til þeirra með þökk. í fimmta lagk Margir hér Gimli, og víðar að, sendu vist- og þjónustufólki gjafir, mest ýmiskonar góðgæti, bæði hópar og einstaklingar. T. d. komu til allra á heimilinu snotrir smá- pakkar, frá Sunnudagaskóla- börnum. Var í hverjum pakka einhver lítill, nytsamur hlutur, og svo góðgæti. Var sú gjöf með tekin með stórri gleði og þökk af öllum. Fleiri einstakir hér á Gimli sendu fólkinu einnig á- nægjulegar gjafir. Nöfnin þýðir ekki að greina, en þökk sé þeim öllum! Og eins verður að minn ast, sem einnig má teljast til góðfýsi og gjafa. — Um jólin kom hingað, sem víðar, afar mikill póstur, pakkar og bréf. Gamla fólkið á víða ættingja og vini, sem minnast þess, um jól- in ekki síst. Það er hlutverk næt- urhjúkrunarkonu að deila út póstinum til gamla fólksins, en þau kvöld, er það var þyngst og erfiðast, unnu þjónustustúlkur, sem sjálfboðaliðar, við að út deila, svo allir gætu sem fyrst og reglulegast notið ánægju af bréfum og sendingum. Sýnir það alúð og hugulsemi, sem er þakkarverð. í sjötta lagi: Til skemmtunar komu hingað eitt kvöld, allmarg ir karlar og konur' úr söngflokk- um beggja kóranna, undir stjórn Miss önnu Nordal. Sú stund þótti flestum of stutt! Milli jóla og nýárs urðum við fyrir því láni að fá heimsókn söngvarans Óla N. Kardal, konu hans og lítillar dóttur. Skemmti Mr. Kardal um stund með sín- um yndæla söng. Mrs. Kardal var við hljóðfærið, en litla stúlk- an útbýtti góðgjörða gjöf til fólksins. Mr. Kardal er allvel þekktur fyrir sína ágætu söng- rödd og Mrs. Kardal er listfeng, bæði við Harmoníum og Píanó. Það var sajmarleg unaðsstund! Ritari þessara lína minnist ekki að hafa séð jafn almennan ánægjusvip á heimilisfólki, eins og þegar það var auglýst, að þeirra Kardals væri von. íslend- ingar eru söngelskir, og Betel- búar eru engin undantekning þess. — Að kvöldi þrettánda dags, kom til okkar Mrs. Clifford Stevens, með hóp kvenna, æfðan af henni. Skemmtu þær um stund með fjörugum söng, en Miss Þórunn Pálsson las upp nokkur ljóð til skemmtunar. Var alment gjörð- ur góður rómur að framkomu þeirra. — Hið eina sem dró úr almenn- um unaði um jólin og nýárið var að Mrs. Ásdís Hinriksson, sem eina tíð var hér forstöðukona, varð rétt fyrir jól fyrir því ó- happi, að detta og handleggs- brotna, en hún er nú á góðum batavegi. Samúð og vinátta milli vistfólks og milli gömlu barn- anna og þjónustufólks er í góðu lagi, og húsmóðirin nýtur verð- ugrar virðingar allra. Vistmaður Íslenzki fræðimaðurinn í British Museum f> AÐ KANN AÐ þykja heldur ótrúlegt, að bekkjarbróðir Niels R. Finsen og maður- inn, sem Jón Hjatalín, landlækn- ir, studdist við á troðningum Reykjavíkur á efri árum sínum, hlaupi enn við fót meðal okkar í dag, á malikuðum götum höf- uðborgarinnar. En samt er þetta satt og maðurinn er dr. Jón Stefánsson, aldraður er hann að árum, en ungur í anda og athöfn- um, kvikur á fæti og léttur í lund. Rúmlega 6 ár eru milli dr. Jóns og George Bernard Shaw og hefur Shaw þetta betur. Er þeir ræddust við fyrir skömmu, gaf Shaw í skyn, að Jón hefði sennilega getað náð háum aldri, ef hann hefði ekki verið „mann- æta“, það er neytt kjöts, um æv- ina. Shaw lifir hinsvegar ein- göngu á jurtafæðu og ætlar að verða 1Ö0 ára að minnstakosti. En þrátt fyrir mismuninn í mat- arræði er óvíst enn hvor annan grefur. Víðförlasti fræðimaður á Islandi I vikunni sem leið komu út æviminningar dr. Jóns Stefáns- sonar hjá Bókfellsútg. Er það stór bók, á fjórða hundrað blað- síður, en þó er þar ekki skráð, nema lítið brot af því, sem Jón hefur frá að segja af ferðum sín- um til þriggja heims álfa og ótal landa, viðkynningu sinni af kunnustu fræðimönnum og stjórnmálamönnum, innlendum og útlendum, serh uppi hafa ver- ið s.l. 60—70 ár. 1 67 ár hefur hann dvalið utan íslands og þar af „átt heima“ í British Museum í hálfa öld. Hann segir svo sjálf- ur frá: „Eg tel mig hafa átt heima í British Museum, þótt ég hafi sofið annarsstaðar“.— Bók sína skrifaði dr. Jón á þremur mánuðum í sumar og vann að henni aðallega kl. 5—6 árdegis daglega. Það þyrfti stóra bók til að rúma alla þá visku og lífsreyn- slu, sem dr. Jón hefur til að bera. En í bók hans „Úti í heimi“ eru skínandi frásagnarperlur, sem þeir einir geta á borð borið fyr- ir lesendur sína, sem hlutu frá- sagnargáfuna í vöggugjöf. Jón hefur ekki farið varhluta í þess- um efnum. Dr. Jón Stefánsson segir frá 67 ára dvöl sinni erlendis Ætlar að hjálpa Churchill við næstu kosningar Á dögunum hitti ég dr. Jón í Elliheimilinu Grund, þar sem hann nú er búsettur, til að ganga eftir gömlu loforði um viðtal, er bók hans kæmi út. Svo hafði ver- ið um talað okkar í milli, í Þing- vallaför í fyrrasumar, er við kynntumst fyrst að nokkru ráði. Áður hafði ég að sjálfsögðu vit- að nafn hans og að hann var „ís- lenski fræðimaðurinn í British Museum“. Eg sá hann skjótast milli strætanna í rústum Lund- únaborgar 1941 og var þá vitni að því, að hann labbaði einn heim til sín um myrkvuð stræti, seint um nótt, eftir gleðifund nokkra íslendinga. Neitaði gist- ingu, sem í boði var þótt von væri á sprengjuárás þýskra á hverri stundu. En þeir, sem yngri voru kúrðu sig þar sem þeir voru komnir. Og nú, er við höfðum kveikt í sígarettum okkar, í bókaher- berginu á Elliheimilinu, og ég ætlaði að hefja viðtalið um bók- ina, þurfti dr. Jón fyrst að segja mér frá framtíðarfyrirætlunum sínum. „1 febrúarlok ætla ég til Lund- úna. Eg þarf að koma í British Museum til að safna fleiri gögn- um um Hróðólf í Bæ. Hann var af ætt Rúðujarla og var uppi á 11. öld. Normannar rituðu sögu á undan íslendingum. „En í leiðinni vonast ég til að geta komið því við að hjálpa Churchill til að vinna kosning- arnar. Eg á marga vini í London, t.d. meðal ítala, sem nú hafa unnið sér kosningarétt í Bret- landi. Þeir kusu hinn flokkinn síðast, en eru nú búnir að sjá yfirsjón sína og kjósa flokk Churchills. Eg get líklega útveg- að 50—60 atkvæði að minnsta kosti. Á heimboð hjá Churchill eftir kosningar Er ég spurði hvort hann væri viss um sigur Churchills, kvaðst dr. Jón tilbúninn að taka veð- máli um það. „Annars á ég heimboð hjá Churchill eftir kosningarnar. Við höfum skrifast á og ég hefi fund- ið uppruna nafns hans. Kirkju Ullr hét forfaðir hans.—En hvað eigum við að tala um fleira? Kannski British Museum?“ Þeir eru ekki á hverju strái, menn, sem þekkja þá miklu og merku stofnun, eins vel og dr. Jón Stefánsson, því sennilega hefur enginn núlífandi maður dvalið jafn lengi innan um þann vísdóm, sem þar er að finna og Jón. „Þar koma margir merkir fræðimenn, söguritarar austan frá Kína, sem eru að skrifa sögu þjóðar sinnar, sækja þangað heimildir og Indverjar grúska þar í gömlum ritum. Þegar gesti bar að garði vísuðu yfirmenn safnsins oft á mig, sem leiðsögu- mann. En þar voru líka skrítnir menn innan um meðal safngesta, eins og t.d. írinn O’Connor. Hann átti það til, að kalla safngesti á eintal og láta, sem hann ætti við þá mikilvægt erindi. „Talaðu við mig í eina, eða tvær mínútur“, sagði hann stundum, en sú mín- úta gat orðið að hálftíma, eða klukkutíma, eftir atvikum. Er- indi hans var jafnan, að segja hvernig hægt væri að vinna auð- veldar, að því, sem þessi eða hinn var að rannsaka. Og játa skal ég það, að ég vann betur og skjótar eftir ráðleggingar O’Connors. Hann gerði þetta að gamni sínu og eyddi stundum peningum í veitingar handa þeim, sem hann kallaði á eintal, til að gefa góð ráð“. Ekki kvað Jón styrjöldina og loftárásirnar á London hafa vald- ið neinni verulegri truflun á á rannsóknum og vinnu manna í British Museum. Þótt sprengja og sprengja hitti safnabyggingar. „Það brunnu rúm 200,000 bindi bóka í loftárásum, en það var eins og dropi í hafinu og flestar bækurnar hefur safnið aflað sér á ný.“ Ljótur landstjóri Frakka og undraeyjan Mauritíus. Og nú berst talið að fjarlæg- um löndum, sem dr. Jón hefur gist. Atlasfjöllunum, þar sem cedrusviður og skrautblóm vaxa í 4000 metra hæð, en f jallkollarn- ir eru þakktir eilífum jökli. Undraeyjunni Mauritius í Ind- landshafi, þar sem Jón bjó með konu sinni, sem var af göfugum frönskum ættum. „Sú eyja er svo gróðursæl og þar vaxa ilm andi blóm í slíkri mergð“, segir Jón, „að sigli maður á skipi að eynni, þegar aflandsvindur er, þá finnur maður blómaangan áð- ur en maður fær landsýn af eyj- unni. — Þar er Paradís á jörð. í Capetown talaði dr. Jón við bróðurson Botha Búahetju, sem sigraði hversveitir Breta æ ofaní æ. Hann fullyrti, að Vasco da Gama og Columbus hafi hittst við hirð Portugalskonungs, skömmu áður en þeir gerðu sína merku landafundi, sitt í hvorri áttinni. 1 Marokko kyntist Jón Lyaut- ey, landsstjóra, sem hann segir að kalla mætti Ljót á íslenzku, vegna nanfsins. Hann átti í stríði við Araba, en fór með þá eins og sigurvegara, er hann hafði sjálf- ur sigrað þá í orustum. Lytautey, landsstjóri verndaði siði og venj- ur Araba. Hann lét af hendi her sinn er Frakkar þurftu á hon- um að halda heima fyrir, í heims- styrjöldinni fyrri. „Gegn mér gera þeir ekki uppreisn“, sagði landsstjórinn, er hann var að því spurður, hvort ekki væri hættu- legt, að senda herinn úr nýlend- unni. Þegar hann war gerður að hermálaráðherra Frakklands, lét hann af því starfi eftir tvo mán- uði, er hann komst að því, að þingmenn og aðrir valdamenn ætluðu að nota hann til að koma vinum og ættingjum í góðar stöð- ur, en kærðu sig kollótta um hag landsins. En um þetta og ótal margt fleira, má lesa í bók Jóns „Úti í heimi“ og verður því ekki meira af þessum hluta samtalsins end- urtekið hér. Andlegur skyldleiki með ítölsku skáldi — og Jónasi Hallgrímssyni Einn af yfirmönnum British Museum, Ellis að nafni, er skáld. Hann sýndi Jóni kvæði sín og varð það til þess að Jón lét hann sjá og heyra kvæði, sem hann hafði sjálfur ort og þýtt úr sænsku, ítölsku og frönsku á enska tungu. Ellis bað um kvæði þessi vélrituð og hefur haft á orði að gefa þau út. Jón tekur þátt í kostnaðinum „ þótt ekkert sé upp úr kvæðabókaútgáfum að hafa“, segir hann. Dr. Jón sendi Ellis nýlega 100 kvæði eftir sig, 40 frumort og 60 þýdd. I sambandi við þetta sagði Jón mér frá ítalska skáldinu Leo- pardi. Hann var samtíðamaður Jónasar Hallgrímssonar. Þá var ítalíu skipt í yfiráðasvæði marg- ra þjóða. Leopardi orti, um sama leyti og Jónas, sem minnti Jón á „Island farsældar frón“, svo að hann undraðist stórum, þann andlega skyldleika, sem var milli þessara tveggja stórskálda, sem hvorugt vissi af hinu. Leo- pardi segir: „Hver er þín forn- aldarfrægð? Frelsið og mann- dáðin best? — Sömu orð.“ Blindi maðurinn, sem ætlar að kaupa „Úti í heimi“ Þegar talað er við dr. Jón Stefánsson í ró og næði gleymist stund og staður og eins er þegar farið er að færa í letur eftir hon- um. En alt verður að taka enda, jafnvel viðtal við Jón Stefánsson og því tilfæri ég að lokum aðeins eina sögu, sem hann sagði mér og honum þótti vænt um. Það var núna á dögunum, eftir að „Úti í heimi“ kom á markaðinn, að Jón mætti samvistarmanni einum á gangi í Elliheimilinu. —Hann er blindur. „Eg ætla að kaupa bókina þína“, sagði blindi maðurinn. „Hvað ætlar þú að gera við hana, sem ekki getur lesið á bók“, spurði Jón. „Eg ætla að láta lesa hana fyrir mig“, svaraði maðurinn. Meiri viðurkenningu getur bókarhöfundur varla fengið. En dr. Jón Stefánsson á hana skilið. Í.G. —Mbl. 18. des islendingur lýkur kennaraprófum við tónlistarskólann í Zurich Tónverk eftir Hallgrím Helgason verða gefin út í 4 löndum á næstunni Hallgrímur Helgason tónskáld hefur nýlega lokið kennarapróf- um, annarsvegar í kontrapunkti og tónlistarfræðum, en hinsvegar í fiðluleik. Báðum þessum prófum lauk hann í Zurich í Sviss og á miklu skemmri tíma en venja er til. Hið fyrra próf sitt, þ. e. í kon- trapunkti og tónlistarfræðum tók Hallgrímur s.l. vor eftir skemmsta námstíma sem yfir- leitt er leyfður, en það er 1 ár. Prófverkin í tónsmíði doppelfúga við eigin stef fyrir strokkvartett og mótetta fyrir blandaðan kór. Lauk hann báð- um á þremur mánuðum. Mótett- una samdi hann við gamalt þjóð- lag úr sálma bók Guðbrands biskups Þorlákssonar „í Jesú nafni hefjum hér“. Annars var prófið margþætt með formgrein- ingu, hlj ómgreiningu, útsetningu á continuo-rödd, kennsla , hljóm- fræði, þrískipt heyrnarprófun, skrifleg lausn á tvíradda kanon með frjálsum bassa, partitur-spil í gömlum lyklum, generalbassa- spil, prima-vista-útsetning á ó- tölusettum bassa, hljómferð við gefna laglínu, söngur eftir göml- um lyklum og formgreining á fúgu. Síðara prófið, diplom-próf í fiðluleik tók Hallgrímur í sumar með helmingi styttri undirbún- ingi en venjulega tíðkast, sex vikum (annars þrír mánuðir). Verkin, sem uppgefin voru til undirbúnings, voru eftir Bach, Mozart, Lalo og Bruch. Auk þess var óundirbúið samspil með píanói, kvartettleikur og undir- leikur við fiðlu (á píanó) ásamt hljóm- og forma-annalýsu. Á árinu 1949 hefir Hallgrímur lokið átta handritum til prentun- ar, sem bráðlega munu koma á markaðinn. Eru þessi verk prent- uð í Oslo, Kaupmananahöfn, Milano, Torino, Basel og St. Gallen. Eru það tónsmíðar fyrir píanó, (íslenzkur dans við gam- alt rímnalag, önnur sónata (arctica) í þremur köflum, blandaðan kór (madrigal, föður- minning Guðmundar á Sandi og mótetta við þjóðlag síra Sig- tryggs á Núpi „Svo elskaði guð auman heim“), einsöng (Smala- stúlka Matthíasar og Nú afhjúp- ast ljósin eftir Jón Helgason) og söng og hljóðfæri (alþýðulegt safn með 55 lögum, er Hallgrím- ur hefir safnað heima á styrjald- arárunum víðsvegar um landið; heitir hefti þetta „Vakna þú, ís- land“ og er fyrsta hefti í safn, er ber nafn fyrstu fjölröddunar Islendinga, tvísöngsins, nefnilega „Organum“. Að lokum má geta þess að voru Hallgrímur hefir tvívegis hald- ið fyrirlestra um land og þjóð og jafnframt flutt íslenzka tón- list. Annað þessara erinda flutti Hallgrímur á þingi tónlistarkennara að Herzberg í Aargau, en hitt hjá alþjóða æsku lýðssamtökum í Zurich <(cercle internationale de jeunesse). Hallgrímur dvelur enn við tón listarskólanám í Zurich og legg- ur þar stund á stjórn kórs og hljómsveitar. Hann vinnur einn- ig að undirbúningi frekari út- gáfna tónverka sinna. Vísir, 19. des. JOHN J. ARKLIE Optometrigt and. Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE NÝ MONT ROSA STYRK OG STÁLHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Avextir frá fyrsta árs frœl; auðræktuti, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosti eru sérlega bragðgðð og líkjast safaríkum, villijarð- berjum; þau eru mjög falleg fltlits, engu slður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, P6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þð stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 60c) pðst frítt, Vor stðra 1949 fræ og ræktunarbðk

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.