Lögberg - 16.03.1950, Qupperneq 1
Kenslustóllinn í íslenzku og
■slenzkum bókmentum
Á umliðnu ári hefir stofn-
endanefndinni miðað ágætlega
áfram í því að safna fé til stofn-
unar kenslustóls í íslenzku og ís-
lenzkum fræðum við Manitoba-
háskólann.
Eins og sakir standa, er víst
um $154,000 fjárframlög, en af
þeirri upphæð eru $132,696,08
þegar í vörzlu háskólans.
Þann 16. febrúar 1950, komst
framkvæmdarnefndin að þeirri
niðurstöðu, að nú væri tímabært
að gefa hverjum einstaklingi af
íslenzkum stofni kost á að leggja
fram sinn skerf án tillits til þess
hver upphæðin væri. Þar, sem
nefndinni var falið að safna fé
í þúsund dollara upphæðum, eða
þar yfir, hefði hún framfylgt
þeirri ráðstöfun, en breytt þó
þannig til, að auðveldara væri
að safna fé frá: (1) einstakling-
um, (2) félögum, (3) einstakling-
um, er taka vildu sig saman um
þúsund dollara fjársöfnun til
niinningar eða heiðurs við ein-
hvern ákveðinn mann, sem þann
ig yrði stofnandi, (4) allir aðrir.
1. Einslaklingsstofnendur. Þær
undirtektir, er nefndinni hafa
borist frá einstaklingum, sem á-
huga hafa fyrir þessu máli eru
þegar kunnar og nefndinni hið
mesta fagnaðarefni; án þessara
frábæru undirtekta myndi mál-
ið hafa verið dauðadæmt.
2 Félagastofnendur. Öll þau
fimm félög, sem frumkvæði áttu
að framkvæmdum málsins, hafa
þegar gerst stofnendur eða eru í
þann veginn að gerast það; auk
þeirra eru mörg fleiri samtök,
sem munu æskja þess að ljá
uiálinu lið og gerast stofnendur.
3. Viðurkenningarslofnendur.
í þessum flokki gefst þess kost-
ur, að heiðra íslendinga, lífs eða
iiðna, sem haft hafa á hendi for-
ustu í umhverfi sínu og verið
brautryðjendur í hinum ýmsu
greinum félagslegrar þróunar,
sem og raunar hverja þá, er vin-
ir og ættingjar vilja heiðra;
margir hópar í þessum flokki
hafa þegar náð tilætluðu marki,
aðrir eru í þann veginn að ná
því, og enn aðrir hafa í huga að
hefjast handa um slíkt í náinni
framtíð.
4. Hópstofnendur. Nefndin er
þeirrar skoðuna*-, «ð í þessum
flokki geti þeir allir rúmast, er
styðja vilja fyrirtækið, án þess
hún víkji frá þeirri meginreglu,
er sett var fyrir þremur árum,
að leita einungis til stofnenda
eða stofnendasamtaka; nefnd-
inni var það ávalt ljóst, að henni
Eiga viðtal í Ottawa
í fyrri viku kom landbúnaðar-
ráðherra Bandaríkjanna, Mr.
^rennan, til Ottawa til skrafs og
ráðagerða við landbúnaðarráð-
herra sambandsstjórnar, Mrs.
Gardiner, varðandi framtíðar-
horfur á hveitisölu hvorrar þjóð-
ar um sig, og þá einkum út af
vsentanlegum friðarsamningum
Vlð Vestur-Þýzkaland og Japan.
^andaríkin þóttust eiga á því
i°rgangsrétt, að selja þjóðum
þessum á sínum tíma 100 miljón-
lr mæla hveitis samkvæmt al-
þjóðahveitisamningum, en við
þetta vildu canadísk stjórnar-
vold ógjarnan sætta sig; nú
herrna nýlegar fregnir frá Ot-
tawa, að í viðtali áminstra ráð-
herra hafi alt fallið í ljúfa löð,
°g Canada megi selja 20 miljón-
lr mæla af áminstu hveitimagni.
hefði verið falið að afla fjár 1
þúsund dollara upphæðum, eða
þar yfir, og við það varð hún að
halda sér.
Nú er nefndin að svipast um
eftir sjálfboðaliðum, er eigi að-
eins leggi eitthvað af mörkum
sjálfir, heldur heldur fallist á að
beita sér fyrir fjársöfnun í hlut-
aðeigandi bygðarlögum. í þess-
um tilgangi hafa kvittanabæk-
ur verið prentaðar, er verða
sendar í pósti þeim, er þess
æskja.
Með því að háskólinn hefir
fallist á, að hefja undirbúning að
stofnun háskólastólsins, er $150,-
000.00 hafi safnast í sjóðinn, er
nefndin þeirrar skoðunar, að
slíku marki verði náð í ár, en að
fullnaðarmarkinu, $200.000.00,
verði náð ári eða svo síðar.
Bjartsýni nefndarinnar er ekki
á sandi bygð, heldur er hún
grundvölluð á hinum höfðing-
legu undirtektum fjölda manna,
sem fúslega hafa lagt fram fé og
fyrirhöfn til fullnaðarúrslita í
þessu mikla máli.
f umboði stofnendanefndarinnar
Dr. P. H. T. Thorlakson,
forseti
Margrét Pétursson,
skrifari.
Manif-obaþingið
John McDowell, íhaldsþing-
maður fyrir Ibervillekjördæmið,
fer fram á að stjórnin birti al-
menningi ársfjórðungsskýrslu
yfir tekjur og gjöld fylkisins.
George Renouf, stjórnarand-
stæðingur fyrir Swan River kjör
dæmi, kveðst sjá fram á að fylk-
ið muni þurfa að afla sér $3,000,
000 umfram það, sem núverandi
fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir;
hann tjáist engan veginn viss
um hve auðhlaupið verði að
þessu, er tekið sé tillit til þess
hve markaðir búnaðarafurða séu
nú tvísýnni en í fyrra.
Vegna fyrirspurna, sem fram
hafa komið í þingi varðandi
$20,000,000 orkuverið, sem nú er
í uppsiglingu við Pine Falls og
$10,000,000 olíuhreinsunarstöð
Imperial Oilfélagsins, sem nú er
verið að reisa í East St. Paul
skamt norðan við Winnipeg-
borg, lét náttúrufríðindaráð-
herrann, Hon. J. S. McDiarmid
þess getið, að stjórnin hefði í
hvorugu tilfelli um sig ekkert
að hylja, og þingmönnum væri
guðvelkomið að ganga að öllum
þeim skjölum og skilríkjum, er
lytu að framkvæmd beggja fyrir
tækjanna.
Fundinn sekur
J. Albert Gray í Montreal, sá
er kærður var um morð konu
sinnar með því að koma fyrir
sprengju í flugvél, sem hún, á-
samt 22 öðrum farþegum ferð-
aðist með í haust, var fundinn
sekur og dæmdur til hengingar;
allir, sem með flugvélinn voru
týndu lífi; það sannaðist á hinn
kærða, að hann hefði framið
glæpinn til að ná í 10 þúsund
dollara lífsábyrgð konu sinnar
og eins til þess að geta gifts 19
ára gamalli veitingastúlku.
RéHarrannsókn
hafin
Dómsmálaráðherra sambands-
stjórninnar, Hon. Stuart S. Gar-
son, hefir lýst yfir því, að hann
hafi fyrirskipað réttarrannsókn
gegn eldspýtnaiðnaðinum hér í
landi, er grunur liggi á að beitt
hafi verðlagsamtökum til úti-
lokunar heilbrigðri verzlunar-
samkepni.
Mr. Don Henrickson
Teksf ó hendur nýja
stöðu í Winnipeg
Mr. Don Henrickson, sem um
nokkur undanfarin ár hefir
gegnt verzlunarumboðsmanns-
störfum í Saskatchewan, hefir
nú tekist á hendur bílaumboðs-
sölu hjá Carter Motors Limited
hér í borginni.
Mr. Henrickson er góður
drengur og glæsilegur eins og
hann á kyn til; hann er fæddur
í Winnipeg 6. september 1917,
sonur þeirra Henricks heitins
Henricksonar og eftirlifandi
ekkju hans frú Þjóðbjargar Hen
rickson; hann var í fimm ár í
þjónustu Konunglega canadíska
flughersins sem flugliðsforingi.
Mr. Henrickson er kvæntur
Patriciu Mary Allan, sem er af
írskum ættum; þau eiga einn
son.
ust þeir allir, ennfremur 2 börn
er sváfu í húsinu, og maður, sem
reyndi að bjarga börnunum( dó
af hjartaslagi.
Hið mesta og ægilegasta flug-
slys, sem sögur fara af, vildi til
á sunnudaginn; 80 manns fór-
ust, aðeins 3 komust af lemstr-
aðir. Hópur fólks úr bænum
Lantarum í Wales hafði leigt
flugvél til þess að taka sig til
Dublin á írlandi, á fótboltaleik,
síðastliðinn laugardag. Wales
bar sigur úr býtum á leikvellin-
um og fólkið var í bezta skapi
þegar það lagði af stað heim á
sunnudaginn; hópur vina beið
þess á flugvellinum, en rétt þeg-
ar vélin var í þann veginn að
lenda, sá það sér til skelfingar
að hún sveigði alt í einu til jarð-
ar með ógurlegum krafti. Ekki
kviknaði í henni en líkamar
fólksins tvístruðust í allar áttir.
Veðrið var fagurt og skyggni
gott, enginn veit enn um orsök
Snjólaug Sigurdson píanisti
heldur hljómleika í New York
Miss Snjólaug Sigurdson "
Síðastliðinn sunnudag hélt
Miss Snjólaug Sigurdson píanó-
hljómleika í Times Hall við
slyssins og er verið að rannsaka mikla aðdáun hlustenda; er hún
það. Flugvélin var af Tudor
gerð, er byrjað var að framleiða
eftir stríðið; hefir lítið lán fylgt
þeim, alls nafa farist 144 manns
í flugvélum af þessari gerð.
Skipaður yfirum-
sjónar maður skóla
Dr. Herbert Mclntosh, 61 árs
að aldri, hefir verið skipaður
yfirumsjónarmaður skóla í Win-
nipeg í stað Dr. J. C. Pincocks,
er nýlega tilkynti embættisaf-
sögn sína; báðir eru menn þessir
hinir mikilvægustu, er látið hafa
mikið til sín taka á vettvangi
fræðslumálanna innan vébanda
Manitobafylkis.
Skólaráð borgarinnar hefir
skipað sex manna nefnd með
það fyrir augum, að knýja Mani
tobastjórn til ríflegri fjárfram-
laga til skóla héraða, en fram að
þessu hefir gengist við.
Alvarlegt verkfall
í París
Undanfarna daga hefir staðið
yfir verkfall þeirra manna, er
við gas og rafljósastöðvar hafa
unnið í París; hefir þetta þröngv
að tilfinnanlega kosti borgarbúa,
og getur haft í för með sér al-
varlegar afleiðingar standi það
lengi yfir; yfirvöld borgarinnar
hafa látið handtaka ýmissa af
forkólfum verkfallsmanna og á-
saka þá um samsæri gegn því
opinbera.
Ægileg flugslys
Síðastliðna viku skeðu tvö
ægileg flugslys. Á þriðjudaginn
8. marz, fórst ein af þeim flug-
vélum, sem fara reglulegar ferð-
ir milli Washington, D.C., og
Winnipeg. Hún var á leiðinni að
sunnan og reyndi að lenda í
Minneapolis, en vegna snjóbyls,
gat flugmaðurinn ekki greint
flugvöllinn; þegar hann ætlaði
að hækka flugið aftur, rakst flug
farið á 80 feta langa fánastöng,
er stóð við hermanna grafreit,
mílu frá flugvellinum, féll til
jarðar, rakst á hús og kviknaði
þegar í því og flugvélinni. 13
manns voru á flugfarinu og fór-
Úr borg og bygð
Þjóðræknisdeildin „F R Ó N“
heldur opinn fund í G. T. húsinu
kl. 8 e. h. á mánudaginn 27. marz
næstkomandi.
Séra Philip M. Pétursson flyt-
ur erindi á þessum fundi og
fleira verður þar til skemtunar,
sem nánar verður getið í næsta
blaði. H. Thorgrimson
ritari Fróns.
☆
Á föstudaginn var lézt á Al-
menna sjúkrahúsinu hér í borg-
inni frú Jóhanna Eager 59 ára að
aldri, dóttir Finns heitins Ste-
fánssonar, sem í fjölda mörg ár
var búsettur í þessari borg; frú
Jóhanna var mesta
kona, sem hvarvetna kom fram
til góðs; útför hennar fór fram
frá Fyrstu lúterku kirkju á
þriðjudaginn undir forustu séra
Valdimars J. Eylands; þessarar
mætu konu verður vafalaust nán
ar minst síðar.
■Cr
ÞAKKARAV ARP
Eg vil hérmeð votta öllum, er
veitt hafa mér bæði andlegan og
efnalegan stuðning við söngnám
mitt í Minneapolis, innilegt þakk
læti. Ber fyrst að nefna hr. Árna,
dómara, Gislason og frú, er buðu
mér hingað suður með sér síð-
astliðinn ágúst og hafa síðan
veitt mér ómetanlegan styrk; ég
er til húsa hjá syni þeirra, Rob-
ert W. Gislason og frú, og nýt
þar innilegrar góðvildar. Enn-
fremur er ég í mikilli þakkar-
skuld við hr. Valdimar Björn-
son fyrir margháttaðan stuðn-
ing; hr. Harry Lárusson og frú,
og séra Valdimar J. Eylands og
frú þakka ég alla hjálp bæði nú
og fyrr. Sönglög og uppörvandi
bréf frá hr. S. K. Hall, Wynyard,
hafa verið mér kærkomin; þess-
ir hafa og veitt mér fjárhagsleg-
an stuðning: hr. J. B. Johnson
og frú, Birkines, Gimli, Man.,
$50.00; Icelandic Canadian Club,
Winnipeg — jólagjöf $100.00;
Þjóðræknisdeildin „Gimli“,
Gimli, Man. — $55.00 og hr. Jó-
hann P. Sæmundsson, Gimli,
Man. — $55.00.
Eg vona, ef Guð gefur mér
heilsu, að síðar gefist mér tæki-
færi til að sýna ykkur, kæru vin-
ir, að hjálp ykkar á þessum tíma-
mótum ævi minnar, hefi ég virt
og fært mér í nyt eftir megni. —
Hlýhug ykkar og stuðning bið
ég Guð að launa.
Ykkar einlægur, Ólafur Kárdal
1520—6th Street S.E.
Minneapolis, 14, Minnesota.
mikilhæfur píanóleikari a
þróunarstigi.
í tilefni af áminstum hljóm-
leikum barst ritstjóra Lögbergs
svohljóðandi símskeyti á mánu-
daginn:
New York, 13. marz 1950.
116, No. 6, Ballade, Op. 118, No.
3 and Capriccio, Op. 116, No. 7;
Hindemith’s Sonata No. 2; Jeux
d’Eau and Pavane pour une In-
fante Defunte by Ravel; Debus-
sy’s L’Isle Joyeuse and Chopin’s
Fantaisie in F Minor, Op. 49.
íslenzkt
kynningarkvöld
„Þetta kveld var íslendingum
til mikils sóma“, sögðu fleiri en
einn við mig að lokinni íslenzku
samkomunni, er haldin var á veg
um Manitobaháskólans á mánu-
dagskvöldið og mun það ekki of-
mæli því þátttakendur allir
leystu hlutverk sín prýðilega af
hendi. — Erindi frú Lilju Ey-
lands fjallaði aðallega um þau
oru kynni^ er hún fékk um þróun
lista á íslandi — hljómlist, mál-
aralist, höggmyndalist, tréskurð-
arlist og handiðnaðarlist; sagði
hún svo skemtilega frá og brá
upp svo mörgum skýrum mynd-
um af því sem fyrir augu og
Einar P. Jónsson ritstjóri Lög- eyru bar að unun var að hlusta
bergs, 695 Sargent Avenue, Win-
nipeg. Hljómleikar Snjólaugar í
Times Hall með ágætum og
hlutu góðar viðtökur. Við íslend-
ingar í New York erum upp með
okkur af henni
Kveðjur
María Markan Östlund".
Hér fer á eftir skrá viðfangs-
efna:
Bach-Rummel work Jesus
Christ, the Son of God; Cesar
Frank’s Prelude Chorale and
Fugue; Brahms’ Intermezzo, Op.
Krefst dauðadóms
Sir Waldron Smithes, einn af
sæmdar- forvígismönnum íhaldsflokksins
í brézka þinginu, hefir skorað á
stjórnina að hlutast til um að
hegningarlögunum verði þannig
breytt, að dauðadómur verði
kveðinn upp yfir mönnum, er
fundnir hafa verið sekir um
njósnarstarfsemi og stofnað með
því öryggi þjóðarinnar í hættu,
þó á friðartímum sé; eins og nú
hagar til, má aðeins beita dauða-
dómi gegn slíkum ófremdar-
mönnum á stríðstímum; ekki er
enn vitað hverju stjórnin svarar
til um áminsta lagabreytingu,
en líkur taldar til, að hún muni
henni síður en svo hliðholl.
Dauðsföll af völd-
um umferðarslysa
Frá því um síðastliðin áramót
hafa umferðarslys í Winnipeg
orðið níu manns að líftjóni;
þetta er hár skattur á rúmlega
tveimur mánuðum, og bendir ó-
neitanlega til þess, að brýn þörf
sé á því, að fjölga lögregluþjón-
um við umferðaeftirlit í borg-
inni; hér er um svo mikilvægt
mál að ræða, að bæjarstjórnin
má ekki horfa í kostnaðinn við
aukið eftirlit.
á hana. Þá lék hinn kunni fiðlu-
leikari Palmi Palmason ásamt
H a r r ý Rowlin og H a r o 1 d
Jonasson lag eftir Björgvin Guð-
mundsson. Frú Pearl Johnson
söng lög eftir Árna Thorsteins-
son, Sigvalda Kaldalóns og Sig-
fús Einarsson; það var ekki ein-
ungis að hún söng vel, heldur
skýrði hún efni ljóðanna svo
yndislega að hrífandi var. Ung-
frú Sigrid Bardal annaðist undir
spil. Ungfrú Thora Ásgeirsson
lék á píanó tónverk eftir Pál
fsólfsson af snild, eins og vænta
mátti af henni.
Konurnar og hinar tvær ungu
stúlkur voru klæddar íslenzkum
búningum og jók það ekki lítið
á virðuleik samkomunnar.
Forseti háskólans, Dr. A. H. S.
Gillson stjórnaði samkomunni;
er hann eins og kunnugt er, tals-
vert fróður í íslendingasögun-
um í þýðingu William Morris.
Kvaðst hann hefði óskað að við
þetta tækifæri hefði einnig verið
upplestur úr fornsögunum eða
eitthvað atriði bókmentalegs
eðlis, en úr því myndi verða
bætt þegar kennaraembættið í
íslenzku og íslenzkum fræðum
yrði stofnað við Manitobaháskól
ann; sagðist hann vonast til að
þessi samkoma yrði upphafið að
mörgum slíkum samkomum, er
haldnar yrðu á vegum háskólans
til að kynna íslenzka menningu.
Að lokinni skemtiskrá skoð-
uðu gestir íslenzk málverk og
íslenzka skrautmuni, er til sýn-
is voru undir umsjón frú Sofíu
Wathne. Yfir hundrað manns
sóttu samkomuna og var margt
af því annara þjóða fólk.
I. J.
Síðustu fréttir
Við nýafstaðnar kosningar í
Grikklandi hlutu vinstri flokk-
arnir í sameiningu nægilegt
þingfylgi til stjórnarmyndunar.
Á sunnudaginn fór fram þjóð-
aratkvæði um það í Belgíu hvort
Leopold konungur yrði kvaddur
til valdatöku eður eigi. 57 af
hundraði greiddra atkvæða féllu
konungi í vil.
Við kosningar í Rússlandi á
sunnudaginn var fengu komm-
únistar nálega öll atkvæði, enda
aðeins flokkur þeirra í kjöri.
Nóg af lýðræði þar!
Fjórhagsóætlun
Manitobafylkis
A miðvikudaginn í vikunni,
sem leið, lagði forsætisráðherr-
ann D. L. Campbell, er um hríð
gegnir einnig fylkisféhirðisem-
bætti, fram á þingi fjárhagsá-
ætlun stjórnarinnar yfir fiár-
hagsárið frá 1. apríl 1950 til 31.
marz 1951, og gerir hún ráð fyr-
ir $2,600,000 hærri útgjöldum en
í fyrra; alls eru útgjöldin áætl-
uð 39 miljónir dollara; fjárveit-
ingar til heilbrigðismála og vega
gerða hækka að mun, og mun
slíku alment fagnað verða; fjár-
hagur fylkisins hefir sennilega
aldrei staðið á fastari fótum en
einmitt nú.