Lögberg - 06.04.1950, Side 2

Lögberg - 06.04.1950, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. APRÍL, 1950. UM NYJAR BÆKUR AÐ HEIMAN Eftir Dr. STEFÁN EINARSSON Johns Hopkins University MINNINGARORÐ: Thorleifur Thorleifsson Fæddur 8. ágúst 1899 — Dáinn 22. júlí 1949 (Framhald) Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Smiður Andrés- son og þættir. Sögunefnd Austfirðingafélagsins. Bókaútgáfan Norðri, Ak- ureyri, 1949. 202 bls. Þegar Benedikt Gíslason var að semja eða safna efni í Hall- grímssögu sína skálds frá Stóra- Sandfelli þá sagði Guttormur á Hallormsstað við hann „Þú skef- ur aldrei allt kvennafarsorð af Hallgrími langafa þínum.“ Þó er mér nú nær að halda að Bene- dikt hafi tekist það með Hall- grímssögu. Bókin um Smið Andrésson virðist af nokkuð líkum rökum sprottin: löngun til að hreinsa minningu Smiðs Andréssonar, sem munnmæli og Jón Trausti hafa gert að miklum kvenna- manni og réttlátlega sleginn af Grundar-Helgu og Eyfirðingum hennar. Og hér er ólíku saman að jafna, hve illt er viðfangs að snúa við þessum dómi eða „sleggjudómi“ sögunnar, vegna þess hve skarðar eru heimildir Cg fáorðar frá þessum tímum og ekki hlaupið í kirkjubækur eins og hægt var til að slá niður orð- róminum um Hallgrím. Benedikt gerir þó virðingarverða tilraun til að snúa við dóminum um Smið, og til þess að færa líkur að því álti sínu, sem er merki- legt í sögu íslands, ef rétt væri, að hírðstjórar hafi aldrei verið norskir menn meðan ísland laut Noregskonungum, heldur ávallt íslenzkir. Hvort sem þetta er rétt eða rangt hljóta allir sögufróðir menn að vera Benedikt þakklátir fyrir að hafa kveðið upp úr með það og þannig vakið til umhugs- unar um málið. En hvorki um það, né ættfræði Benedikts, né hinn nýja dóm Benedikjs um Smið Andrésson er ég nokkur maður til að dæma. En hitt er ekki auðvelt að láta sér sjást yfir hve vel þessi bók um Smið er skrifuð, jafn-mold- \ irðrislegt og efnið hlýtur oft og tíðum að hafa verið og illt viðureignar. Auk þess er Smiðs- saga tæplega meir en helmingur bókar. Hitt eru fjórir þættir, fyrst „Athuganir og íaukar“ við sögu Indriða á Fjalli um Þing- tyinga, þá „Beinafundurinn við Jökulsá,“ þá „Sigurður smali,“ og loks „Milli tveggja víkna.“ Og má ég sem málfræðingur spyrja: „hví ekki milli víka?“ eða er þetta Vopnfirzka? Aldrei heyrði ég það suður í Breiðdal á mín- um uppvaxtarárum og ekki finnst það á málfræðibókum. Eða er þetta nýtízkujskólamál? Mig minnir ekki betur en að ég heyrði hálærðan kvenn-stúdent, Borgfirzkan, gamlan nemanda Björns Guðfinnssonar í New York á velmagtarárum stríðsins nota svipaða orðmynd, hvort sem það var nú víkna eða tíkna, en ekki var það þá bóknasafn, en svo mundi það kunnuga orð láta í eyrum ef þessi orð hefðu að fornu haft -na í eignarfalli fleirtölu. Hér er því eitthvað nýtt á ferðum hvaðan úr skratt- anum sem það er komið. Það var aldrei ætlun mín að fara að fetta fingur út í málfræði frænda míns Benedikts frá Hofteigi, en úr því ég hef nú glappast út á þá óheillabraut, má ég geta þess, að mér þykir hann nota orði fræði stundum oftar á blaðsíðu en gott má þykja fyrir stíl hans, og mun hann sjá það sjálfur. Hitt var heldur erindi þessara lina að ég vildi votta Benedikt mínar einlægu þakkir fyrir það eigi aðeins hve geysifróður mað- ur hann er orðinn, heldur einnig fyrir það hve vel og skemmtilega hann skrifar. Mér leizt svo á Hallgrímssögu hans sem þar væri óvenjulegur maður á ferð, cnda tekur þessi bók hans af skarið um það að hér fer ritsnill- ingur, hvort sem hann er nú kannske stundum of frumlegur iyrir samtíðarmenn sína eða of mikill sérvitringur til þess að eiga samleið með mönnum. Ó- neitanlega virðist Smiðs-saga benda í þá átt. En slíkt er auð- vitað kostur ekki hvað minnstur á manninum. Ritsnilld Benedikts kemur ekki hvað sízt fram í síðustu þáttunum tveim um Sigurð smala og víkurnar tvær. Eru greinar þessar svo vel skrifaðar að mér virðist að þeir tveir frændur Benedikts, Gunnar Gunnarsson og Þórbergpr Þórð- arson, gætu verið vel sæmdir af þeim. Er þá ekki skammt jafnað, en mér finnst Benedikt kippa í kyn til þessara frænda sinna, og þó kannske einkum Gunnars enda eru þeir náskyldari og báð- ir Vopnfirðingar að uppeldi, en Héraðsmenn að ætt. Maður von- ast eftir því að Þórbergur Þorð- arson eigi eftir að skrifa sögu Unuhúss áður en hann deyr. En hver á að skrifa bókmenntásögu Vopnafjarðar og Héraðs ef ekki Benedikt Gíslason? ☆ Ferðafélag íslands: Árbók MCMXLIX. Norður-Isa- fjarðarsýsla 'eftir Jóhann Hjaltason skólastjóra. (Reykjavík), ísafoldar- prentsmiðja H/F, 1949. 231 bls. Á bók þessari er fyrst rætt um landnám, þá um lönd og leiðir innan héraðsins Norður-lsafjarð- arsýslu. Eftir það er lýst landslagi og byggðum við Isafjarðardjúp að vestan, byrjað á Skálavík yzt og endað á ísfirði (ekki bænum, heildur firðinum!) innst. Þá er lýst landslagi og byggð- tim við ísafjarðardjúp að norð- an, frá Gerfidal í suðaustri norð- vestur á Snæfjallaströnd. Þá er haldið áfram sömu leið um Jökulfjörðu, byrjað á Grunnavík og endað á Sléttu og Grænuhlíð. Þá kemur kafli um Aðalvík og Hornstrandir: byrjað á Rit og endað á Reykjarfirði. Þá kemur stutt skrá um hreppa, en eftir það síðasti hluti bókar: „Með Djúpbátnum," eftir Þorleif Bjarnason, er ritað hefur bók um Hornstrandir (einhverja beztu Héraðslýsingu, sem rituð hefur verið) og skáldsögu, sem þar er látin gerast, enda er hann íæddur og uppalin á Ströndum. Annars er árbók þessi ekki rit- uð af Þorleifi, heldur Jóhanni Hjaltasyni, bónda og kennara að Bæjum á Snæfjallaströnd. Jó- hann er ættaður úr Stranda- sýslu, en mun flestum mönnum kunnugri í ísafjarðarsýslu, því hann safnaði þar örefnum á ár- unum 1932—40. Óvíða mun geta hrikalegra landslag við sjó á Islandi en á Vestfjörðum, ef undan eru skild- ir skaginn milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og Austfirðir. Það sem gefur Vestfjörðum svip, er það að mikill hluti fjallanna hef- ur flatar brúnir vegna þess að ís, vatn og vindur hafa eigi verið svo lengi að verki sem á Austfjörðum, þar sem eyðingin hefur oft ekki látið annað eftir standa en hvassar eggjar og tinda. Oft skaga þó á Vestfjörð- um fram skarpir múlar og stund- um hafa tindar myndast í blá- grýtinu eigi síður en austan lands. Vestfirðir búa eigi aðeins yfir merkilegri jarðmyndun, heldur einnig mikilli og einkennilegri náttúrufegurð. Hafa ljósmyndar- ar Ferðabókarinnar — sumir gamalkunnir, aðrir nýir en allir ámóta góði'r — séð um það að íesta hana á pappír fyrir lesand- ann. Standa myndir þessarar ár- bókar hinum fyrri fylliglega á sporði. Auk landslýsingar og sjávar bregður Jóhann Hjaltason stund um upp myndum úr lífi og at- vinnuvegum íbúanna við Djúp- ið. Maður les um æðarvarpið í Vigur, dúnhreinsunina og fugla- tekjuna, o.fl.o.fl. Auk þess segir hann líka sögu sumri merkis- manna héraðsins. Mér var forvitni á að vita hvort hann gæti varpað nokkru ljósi á Butralda og Butralda- brekku, en svo var ekki, enda ekki við því að búast. ☆ Einar Guðmundsson, íslenzkar þjóðsögur I—V H.F. Leift- ur, Reykjavíkur, 1932—47. Sami, Fljúgðu, fljúgðu klæði, sögur. Helgafell, Unuhúsi, Reykjavík, 1948, 143 bls. Einar kennari Guðmundsson fór yfilætislaust af stað með þjóðsögur sínar, fyrsta heftið var aðeins 80 bls, en síðan hafa heft- in þykknað undir belti, svo að síðast heftið er 215 bls. í fyrsta heftinu kveðst hann ættaður úr Hreppunum í Árnessýslu og hafi verið kennari í Skaftártungu og Barðaströnd; úr þessum sveitum sé þjóðsögurnar sprottnar. Á 3. Björn Halldórsson: Atli. Ljósprentuð útgáfa, með formála eftir Þorstein Þorsteinsson sýslumann. Útgefandi: Búnaðarfélag íslands. Reykjavík, 1948. Við lestur þessarar ljósprent- uðu útgáfu af hinu mikla merk- isriti, sem hér er um að ræða, og við umhugsunina um hið hafa sótt á hug minn eftirfar- þjóðnýta starf höfundar þess, andi ljóðlínur Steingríms Thor- steinssonar: ,.Þeim, sem æfinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðar lof yfir aldanna rof, því þeir óbornum veg hafa greitt“ Vissulega má í ríkum mæli heimfæra þau orð upp á séra Björn Halldórsson í Sauðlauks- dal og áhrifaríkt nytjastarf hans í þjóðar þágu. Hann var fæddur 1724 og lést 1794, og var einn í hópi hinna mörgu mikilhæfu ágætismanna íslenzkra, sem uppi voru á seinni helmingi 18. aldar. Búnaðarfélag íslands hefir því unnið þarft verk og þakkarvert með því að halda á lofti minn- ingu hans með vandaðri ljós- prentun fyrstu útgáfu af víð- lesnasta riti hans, Atla, er var prentaður í Hrappsey 1780. Eng- um stóð heldur nær að minnast séra Björns með þeim hætti, jafn mikill frömuður og hann var í búnaðar og jarðræktarmál- um öllum. Vel var það einnig ráðið, að fá hinn gjörhugula bóka-og fróð- leiksmann, Þorstein Þorsteins- son sýslumann, til þess að skrifa formála að útgáfunni, því að bæði er hann þaulkunnugur ís- lenzkum bókum frá umræddu timabili, og hefir skrifað prýði- legt rit um samtíðarmann séra Björns, athafnamanninn og bún- aðarfrömuðinn Magnús Ketils- son sýslumann (1732—1803). Formáli Þorsteins sýslumanns er einnig, sem vænta mátti, vel í letur færður og hinn fróðleg- asti. Gerir höfundur þar grein fyrir ævi séra Björns og lýsir sonum eftir hinum beztu heim- iidum. Leggur hann að vonum mikla áherzlu á frumherjastarf hans í búnaðarmálum og fer um það þessum orðum: „Margar og margskonar voru tilraunir séra Björns. Hann mun íyrstur hafa pantað útsæðiskart- öflur hingað til lands og ræktaði þær síðan að mun. Allskonar káltegundir og rófur ræktaði hann. Hefur hann verið talinn einn allra mesti jarðræktarfröm- uður á sinni tíð.“ Þá dvelur greinarhöfundur við hin mörgu og merku búnað- arrit séra Björns, en þeirra varð Atli kunnastur, enda talinn eitt og 4. hefti telur höfundur sig til Norður-ísfjarðarsýslu. Má gera ráð fyrir að hann hafi safnað þar sem hann bjó, en auk þess hefur heimilis á Njarðargötu 37, Reyk- javík, en í 5. hefti er hann kom- inn vestur í Reykjanesskóla í hann fengið sögur aðsendar hvaðanæva, svo hér kenir ýmsra grasa í bókum hans. Er safn hans, að mér virðist hvorki verra né betra en mörg önnur þjóð- sagnasöfn, þau er séð hafa dags- ins ljós síðastliðin 20 ár eða meir. í sögubókinni eru fjórar sögur, „Plógurinn,“ „Úttektarseðill- inn,“ „Fljúgðu, fljúgðu, kvæði,“ „Heitrof“ og „Jól.“ Þær gerast allar á Suðurlandi og eru um sunnlezkt fólk, flestar frá síð- ustu öld, nema sagan um Rimar Hornstrending, sem geríst í berkhæli (Vífilsstöðum?). Sög- urnar eru dálítið einkennilegar, ekki sízt í orðavali, og bókin er alls ekki óefnileg byrjendabók. Ef höfundurinn væri yngri, væri vert að gefa honum gætur, og Jcannske hvort sem er. En fram- tiðin mun leysa úr því. hið allra merkasta rit um land- búnað, sem út hefir komið á ís- lenzku, og þó víðar væri leitað á þeirri tíð. Það er leiðbeiningarrit um landbúnað í samtalsformi, og ber þar margt á góma, því að fjöl- breyttar og víðtækar eru þær spurningar, sem Atli leggur fyr- ir hinn gamla og reynda hús- bónda sinn, sem hann á samtal- ið við, eigi aðeins um búskap, heldur einnig um sveitastjórn og barnauppeldi. Efni bókarinnar og vinsældum er annars vel lýst í þessum um- mælum Þorsteins sýslumanns: „Þar eru fjölmargar ráðlegging- ar og upplýsingar fyrir bændur og bændaefni. Þótt svo mikið til þessarar bókar koma, að Atli var þrisvar prentaður á rúmu fyrsta hálfrar aldar skeiði hans, og var það einsdæmi um bók veraldlegs efnis á þeirri tíð. Fram til þessa tíma vitnar eldra fólk í Atla og kann setningar úr honum.“ Kom önnur útgáfa hans út í Hrappsey 1783, en sú þriðja í Kaupmannahöfn 1834, ásamt Búalögum. Þó að Atli sé nú úreltur orð- inn, vegna breyttra búnaðar- hátta, á hann mikið sögulegt gildi, bregður birtu bæði á ís- lenzka búskaparháttu á 18. og fram á 19. öld, og speglar á margan hátt lífshorf manna og menningarbrag þeirrar tíðar. Jafnhliða því varpar hann að sjálfsögðu björtu ljósi á hugðar- efni höfundarins sjálfs og virka ættjarðarást hans. Eins og Þorsteinn sýslumaður bendir á, mun ýmsum þykja það nokkur ókostur á ritinu, að það er með gotnesku letri, en fróð- leikshneigðum lesendum ætti það þó ekki að verða þrándur í götu. Séra Björn var, eins og kunn- ugt er, kvæntur Rannveigu syst- ur Eggerts Ólafssonar skálds og inenningarfrömuðar; d v a 1 d i Eggert árum saman hjá mági sínum í Sauðlauksdal, eggjaði hann til stórræðanna í búnaðar- framkvæmdum og orti lofkvæði um tilraunir hans. Talið er einn- ig að Eggert hafi ort í Sauð- lauksdal hið fræga kvæði sitt „Búnaðarbálk“. Af öðrum búnaðrritum séra Björns má sérstaklega nefna „Grasnytjar“, um notkun jurta til matar, lækninga, litunar, og fleira, og Arnbjörgu, sem rituð er fyrir húsmæður, og því hlið- stæð Atla að efni. Margt annað merkilegt ritaði séra Björn, og er þess lang merk- ust hin mikla íslenzka-latneska orðabók hans, sem Rasmus K. Rask jók síðan og gaf út 1814; er hún með réttu talin hið mesta afreksverk og dýrmætt heimild- arrit um íslenzka tungu. Séra Björn var einnig skáld- I hinni íslenzku bygð Vestur- Islendinga við Garðar, North Dakota fæddist á seinasta ári 19. aldarinnar drengur að heim- ili sæmdarhjónanna, Gamaliels Þorleifssonar og konu hans Kat- rínar Tómasdóttur. Var honum nafn gefið og nefndur Þorleifur. Nafnið var íslenzkt og í því eng- in uppgjörð við hið íslenzka þótt umhverfið, landið og hættir um- hverfisins og framtíð kynni að verða enskubragðað seinna. Enda fór svo að ensk tunga átti erfitt með nafnið og gerði úr því „Jolli“ með harðri áherzlu, og undir því nafni kenndu allir drenginn. Snemma lærði hann um ís- lenzkar erfðir og ættgöfgi og gleymdi því aldrei. Æsku sína og uppvaxtarár lét hann renna inn í búskapinn með foreldrum sín- um og tókust snemma órjúfan- leg tengsli við heimilið, sveit- ina og samferðarfólkiðí þessari ágætu byggð. Skólamenntun sú er hann náði var heimaskólanna mest, en tók þó styttri námskeið á lýðskólum landsins. Ekki fannst honum að skólabekkur- inn væri sín framtíð, heldur mun honum hafa fundist „hlíðin sín fegurst" og „fór svo hvergi“ Menntun öll fannst honum ein- hvers virði ef hún flytti gleði og hamingju inn í hversdags- störfin og létti undir önn og erf- iði dagsins. Slík menntun var heldur ekki lærð á fáum árum eða einum skóla, en mátti auk- ast og efla svo maðurinn hafði mæltur vel, eins og sjá má af þessum alkunnu vísum hans: “Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langt um meir, sizt þeim lífið leiðist, sem lýist þar til út af deyr; þá er betra þreyttum fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Eg skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari; cinhver kemur eftir mig sem hlýtur; bið ég honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur.“ Er það laukrétt, sem dr. Sig- urður Nordal segir í íslenzkri lestrarbók sinni (1924), að kvæði þetta „mætti kallast stefnuskrá hins bezta í umbótaviðleitni 18. aldar.“ Jafnframt lýsir kvæðið ágætlega höfundinum sjálfum, er var, eins og þegar er gefið í skyn, einn af allra mætustu ís- lendingum sinnar tíðar, óvenju- lega auðugri að ágætismönnum á ýmsum sviðum, er brutu brautina þeim, sem báru merki framsóknar og menningar fram til nýrra sigra á fyrri hluta 19. aldar. Og ofangreindar vísur séra Björns Halldórssonar eiga það sameinginlegt öðrum sönnum skáldskap og lífrænum, að þær liafa eigi glatað gildi sínu, en eru jafn tímabærar nú og þær voru á öld hans, eggjan til þess að inna af hendi drengilega skyldu sína við lífið og samtíð- ina og skuld sína við framtíðina. vilja og löngun til. Og hann kaus sér að lifa í sveitinni sinni; lesa það sem fræðandi var að finna, og vefja það inn í störfin og starfsfúsan huga og þrek, svo sem guð gaf honum gæfu til. Það er gæfa hvers manns að vita hvað hann vill snemma í lífinu, eins og það er ógæfa hvers manns að vera að villast og vita ekki sinn eigin hug fyr en ævin er nær því á enda. Þorleifur vissi hvar hann átti heima, og hann „undi þar glaður við sitt“. Líf hans varð því líf hins starf- andi manns. Líf manns, sem al- drei sér fyrir endann á því sem þarf að gera, en á líka aldrei þær stundir að finna ekki hönd- um sínum eitthvað þarft að vinna. Slíka mannsævi getur engin talið að sé til ónýtis geng- in. Starfandi maður er jafnan heiðvirður maður. Starf helgar og göfgar lífið. Sem tilbreytni við hversdagsstörfin skoðaði Thorleifur leiki ungmenna og æskunnana. Tók hann þátt í þeim af hug og hjarta, og þá sá maður hann glaðastan, við íþróttamót eða íþróttakeppni. Það fannst honum aflýja sig eft- ir þreyttan dag. Árið 1936 tók hann að mestu við búgarði foreldra sinna, og fórst það hið bezta úr hendi. Ýms sveitastörf voru honum fal- in sem sýndu það traust, sem menn báru til hans, sem hann og aldrei brást. Hann var ekki gefinn fyrir að mögla um sinn eigin hag eða líðan. Þess vegna leitaði hann ekki til læknis fyr en svo var heilsu hans komið, að hann mátti ekki lengur dylja. Var hann fluttur til Graf- ton spítalans og lézt þar eftir stutta legu. Rólegur og án þess að æðrast mætti hann einnig síðustu leikslokunum. Hann hafði unnið sitt starf; dagurinn var á enda, nóttin var jafnan vel komin þreyttum manni, sem gjört hafði dagsverk sitt; nóttin og hvíldin eiga ljúfan friðar- faðm. Vér kveðjum hér starfandi mann, sem vissi vel að: „Allir dagar eiga kvöld, og allar nætur morgna“ . . . einnig seinasta nótt in. Auk aldraðs föður, lætur Thorleifur eftir sig tvo bræður þá: Theodore, kaupmann í Edinburg, N. Dak. og Friðjón kennara í Park River, N. Dak. svo og þrjár systur: Mrs. W. K. Halldórsson að Mountain, Mrs. D. J. Flanagan að Gardar og Mrs. Strandness í Lansing Michigan. Jarðarförin fór fram frá heimili og kirkju að Gardar þann 25. júlí 1949, að viðstödd- um nánustu ættingjum og vin- um auk fjölda samferðamanna. Minningarorðin mæltu sr. E. H. Fáfnis sóknarprestur hans og sr. E. H. Sigmar, D.D. Hann hvílir í Gardarkirkju grafreit. Mátti vel um Thorleif segja: „Að það sem refum eign er í var ekki til í brjósti því“. (Þ. E.) E. H. F. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJ ÖRN GUÐMU N DSSON SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVIK —Framhald Ljósprentuð útgófa merkisréts Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.