Lögberg - 06.04.1950, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. APRIL, 1950.
3
LITID UM ÖXL
(Niðurlag)
II.
í Winnipeg
Winnipegborg var lítið breytt
frá því árið 1887. Þar voru sömu
göturnar, harðar og hrjúfar, þeg-
ar veðrið var þurt; en eitt forar-
endemi, sem mátti heita ófært
bæði mönnum og skepnum yfir
ferðar, þegar rigndi. Vatnspump
urnar á götunum og gatnamót-
unum þær sömu, kofarnir ein-
lyftu hingað og þangað þeir
sömu — allt það sama, nema Is-
lendingar. Þeir voru mörgum
sinnum fleiri þá, en þeir voru
árið 1887 og breyttir að því er
lífsaðstöðu þeirra snerti. Það er
allt annað en leikur að athafna
sig og átta í framandi landi, þar
sem menn eru mállausir, ókunn
ugir, óvanir verkum og viðfangs
efnum og það er einn af hinum
risavöxnu viðburðum í sögu ís-
lenzku þjóðarinnar, hve vel og
myndarlega að þeim tókst það.
Kvíðinn, sem í hugum margra
var, þegar þeir lentu í Winnipeg.
var horfinn hjá flestum. Auð-
vitað voru menn hér, og hafa
alltaf verið, sem litu dimmum
augum á framtíðina og nutu sín
hér aldrei, en þeir voru tiltölu-
lega fáir og þeirra gætti tiltölu-
lega lítið í samanburði við hina,
sem voru svo miklu fleiri, er
Jjneð föstum ásetningi, vonbjört-
Um vilja og órjúfgjalegu öryggi
litu fram á veginn hér, þó erfið-
leikarnir væru auðsjáanlegir, og
Það er alveg merkilegt, þegar
maður fer að hugsa um það, og
athuga allar kringumstæður;
hversu fáir það voru, ef annars
það var nokkur á meðal alls
þessa íslenzka fólks, sem komst
hér á vonarvöl, eða varð ósjálf-
hjarga og þó var það engan veg-
inn auðvelt að ryðja sér braut
a fyrstu árunum í Winnipeg
Ástæðuna fyrir þessu var ekki
erfitt að finna og hún var sú, að
þeir héldu saman og þroskuðu
menningararf þann, sem þeir
fluttu með sér að heiman — rétt-
látan metnað, svo þeir létu ekki
aðra troða sér um tær, hugrekki
til þess að hopa ekki á hæl þegar
a þá var leitað, löghlýðnir, svo
Þeir komu ekki inn fyrir lög-
regluhúsdyr hér í borg svo tug-
Um ára skifti, áreiðanlegir í við-
skiptum og orðheldnir, svo að
Þeir vöktu sérstaka eftirtekt.
gleymi aldrei svari skosks
aupmanns, er ég á þessum ár-
nm> spurði hann að (það verzlaði
fjöldi Islendinga við hann)
vernig að honum félli að verzla
við Islendinga. „Ágætlega, svar-
^hi hann. Mér er alveg sama,
vort að ég bókfæri úttekt
Þeirra eða ekki, þeir koma alltaf
°g borga“.
Á meðan að Islendingar héldu
°pinn eins og að þeir gjörðu á
yrstu árum sínum í Winnipeg,
Þa urðu þessir kostir þeirra svo
* ^rilegir, að þeir vöktu al-
eftirtekt og voru grund-
„ 0 mrinn að áliti því og orðstír,
Scth þeir hafa notið hér ávalt síð
an- Því miður gjörðu íslending-
arnir sér eki grein fyrir þessu
ment, því strax, á þeirri tíð,
Voru Þeir farnir að tala um að
verfa |nn j hérlent þjóðlíf, sem
Þa var i bernsku, og gengu jafn-
ve svo langt að breyta nöfnum
sinum til þess að verða torkenni-
egir og nær fjöldanum inn-
enda eða þjóðargrautarpottin-
ym, sem þegar var farið að sjóða
h en það voru hér menn, sem
®áu það og skildu, og sáu líka
asttuna, sem frá því stafaði fyr-
lr fslendinga að sökkva ofan í
eða inn í það samsafn af þjóð-
flokkabrotum, sem hér var fyrir
a byrjunar eða lægsta stigi
Þeirra. Til hvers skyldi séra Jón
jarnason hafa valið kirkjuriti
Því, sem að hann stofnaði og
stjórnaði, nafnið „Sameiningin“
hema til þess að brýna fyrir
mönnum nauðsynina á, að halda
Saman um þessi verðmæti sín.
^enn litu þá alment á, að Sam-
einingarnafnið og sameiningar-
ugsjón hans væri bundin við
inn kirkjulega arf þeirra. Vita-
shuld var það bundið við hann,
en sameingarhugsjón hans náði
miklu lengra. Hún náði út yfir
allar dygðir og drengskap íslend
inga. Eða nafnið á íslenzka viku-
blaðinu „Lögberg“, sem var
hjartapunktur íslenzks þjóðlífs,
þroska og athafna í 868 ár, var
heldur ekki valið af handahófi.
I skjóli þessara sameiningar-
hugsjónar sóttu íslendingar í
Winnipeg fram, sem nokkurn
veginn samtaka lið, að því er hin
utanaðkomandi áhrif snerti. Þeir
bygðu vandaða og dýra kirkju,
sem rúmaði tólf hundruð manns
í sætum og kostaði $4682,85, og
var það djarftækt framtak á
þeirri tíð, þegar „flesti áttu ekk-
ert“, og var sú kirkja vígð til
notkunar 26. des. 1887 Þeir hófu
bindindisstarf hér í borg, fyrstir
manna, seint á árinu 1884, að
tilstilli frú Láru Bjarnason og
hafa haldið henni við með mikl-
um myndarskap í 65 ár, og halda
enn. Þeir þreyttu kappgöngu
við hóp innlendra manna og
báru sigur úr býtum — Jón J
Hörgdal fyrstu verðlaun — gekk
101 mílu á 24 klukkutímum.
Þórarinn Jónsson og Gísli J.
Bíldfell önnur verðlaun, sitt í
hvort sinnið, og Magnús Mark-
ússon 3ju verðlaun.
Þeir stofnuðu fyrstir manna
alment verkamannafélag í Win-
nipeg, sem gjörði sérstaklega
tvent. Fyrst að bæta launakjör
verkamanna, sem alment voru
12 Vz cent á klukkutímann, áður
en félagið var myndað, en sem
fyrir bein áhrif frá félaginu
komust upp í 15 cent á klukku-
tímann við skurðarvinnuna, sem
flestir íslendingar stunduðu hér
þá, eða $1 og 50 cents á dag í 10
cent á dag fyrir þá, sem bygg-
ingavinnu stunduðu. 1 öðru lagi
kom þessi aðstaða í beint ber-
högg við vinnuveitendur bæjar-
ins, sem beittu allra bragða, ekki
aðeins til þess að brjóta kröfur
íslendinga á bak aftur, heldur
líka til þess að eyðileggja félag
þeirra, en árangurslaust, því þeir
stóðu öruggir saman, þrátt fyrir
glæsileg loforð og ginningaragn,
sem vinnuveitendur reyndu að
tæla einn og einn þeirra með.
íslenzka verkamannafélagið í
Winnipeg var stofnað árið 1901,
mest fyrir ötula framgöngu Jóns
Júlíussonar, og það var fyrsta
félag íslendinga í Winnipeg, sem
verulega lét til sín taka og finna
í viðskiptum sínum við innlent
afl og sýndi, svo að um varð
ekki villst, að þeir höfðu bæði
vit og hug til að gæta réttar
síns, þegar að á hann var leitað,
og þeir voru einnig fyrstu menn
irnir, sem komu því til leiðar,
að alment verkamannafélag var
stofnað í Winnipegborg. Þessi
samtök og önnur fleiri, svo sem
framsókn íslenzkra námsmanna
í skólum í Winnipeg, þegar Ste-
fán Guttormsson, Guttormur
Guttormsson, Hjörtur Leo, Run-
ólfur Fjelsted og máske fleiri,
sópuðu öllum námsverðlaunum
æðri skólanna í vasa sína, og
Skotinn stóð agndofa og gat ekki
að gert, en sagði þó: „Látum Is-
lendingana taka verðlaunin, við
tökum stöðurnar“. Öll slík fram-
sókn var háð , skjóli sameining-
arhugsj ónarinnar.
En þótt sameiningarhugsjónin
væri sönn, hrein, heilbrigð og á-
hrifarík út á við, þá fékk hún al-
drei notið sín til fulls, að því er
þá sjálfa snerti, inn á við. Það
er eins og íslendingar séu þeim
ógæfuálögum háðir, að geta
sjaldan verið samtaka og ein-
huga, þegar um þeirra eigin vel-
ferðarmál er að ræða, hvorki hér
í Ameríku eða heima á ættland-
inu, þráft fyrir það, þótt þeir
hljóti að sjá og skilja, að slík að-
staða, slíkur skortur á samtaka-
einingu, hlýtur ekki aðeins að
veikja þá, heldur líka að eyði-
leggja þá að síðustu, og það ekki
sízt nú, þegar svo er komið, að
þeir eiga við alheimsafl að etja.
Hér vestra hefst skiptingin út
af trúmálunum, og það einkenni
lega við það er, að það eru ekki
Islendingar sjálfir, sem hefja
hana, heldur innlend trúar-
bragða- eða trúarstefnufélög.
I Winnipeg voru það presbytri
anir, undir forustu Dr. Bryce,
forseta Manitoba College, sem
að hófu trúboð á meðal íslend-
inga í Winnipeg og bygðu kirkju
eða trúboðsstöð á horninu á
Kate stræti og McDermo Avenu,
en sá galli var á gjöf njarðar, að
Bryce kunni ekki íslenzku, og
íslendingar ekki ensku, svo hann
varð að vera sér úti um íslend-
ing til að reka trúboðið, og til
þess valdi hann ungan mann
Jónas Jóhannsson, sem var ný-
kominn til Winnipeg frá New
York, þar sem að hann hafði
starfað að kristnidómsmálum í
félagi, sem hét og heitir Seamens
Union. Þennan mann tók Dr.
Bryce upp á sína arma, kendi
honum, útskrifaði hann og vígði
til trúboðsstarfs á meðal Islend-
inga í Winnipeg. Jónas þessi var
ekki óalmennilegur maður, en
hann var daufgerður, bæði lík-
amlega og andlega — hár vexti
og grannvaxinn með söðulbak-
aðar axlir, langan háls og upp-
mjótt höfuð. Hann var aldrei
kallaður séra á meðal íslend-
inga, heldur postuli. Hann var
áhrifalítill prédikari, og menn,
sem komu til að hlusta á hann,
gerðu sér oft dælt við hann, jafn
vel í stólnum eins og eftirfar-
andi vísa, sem að Stefán Schv-
ing orti út af ókyrð, sem menn
vöktu frammi í kirkjunni, er
Jónas var að prédika og varð
að hætta og hasta á, sýnir:
Fullir með fals og smán
fantar mig blama.
En þegar ég kom down
ekkert stóð heima.
Þó tókst Jónasi að safna nokkr
um hóp íslendinga í kringum
sig, helzt öldruðum konum, en
aldrei var sá hópur nefndur
söfnuður, heldur kerlingarnar
hans Jónasar. Eftir dálítinn tíma
kom bróðir Jónasar, Lárus, til
að aðstoða hann við trúboðið.
Lárus var ólíkur bróður sínum
í öllu. Hann var ákafa maður,
talsvert mælskur, meira en með-
almaður á hæð, bar sig allra
manna bezt, kraftamaður mik-
ill og einhver sá skrokkfalleg-
asti maður, sem»að ég hefi séð.
Hann var einarður maður og
nokkuð orðfrekur, er honum
þótti fólk nokkuð afskiptalítið,
eða trúboð þeirra bræðra illa
ganga. Einu sinni fórust honum
orð á þessa leið út af þeirri
tregðu: „Að svíkja hinar æðstu
skyldur lífsins, er ekki aðeins
rangt, heldur veldur það hinni
mestu ógæfu. Júdas frá Kariot
reyndi það einu sinni og hafði
ekki gott af, en hann hafði þó
mann skap í sér til að fara og
hengja sig, en þið hýmið og
hangið þangað til fjandinn sæk-
ir ykkur“.
En þó að brokkgengt væri tíð-
um hjá þeim bræðrum, og að
boðskapur þeirra og Dr. Bryce,
næði aldrei verulegu haldi á ís-
lendingum, þá samt var hann
tilraun til þess að rjúfa hina
trúarlegu sameiningarhugsjón
þeirra.
Um líkt leyti, eða ofurlítið
síðar, hófst Unitara-boðskapur-
inn á meðal íslendinga í Winni-
peg, var Björn Pétursson frá
Hallfreiðarstöðum í Norður-
Múlasýslu á íslandi, frummæl-
andi þeirrar stefnu og hélt fyrsta
fyrirlestur sinn um þau efni í
júlí 1889 og var sá fyrirlestur
bygður á bók Kristofers Jensens
um Þrenningarlærdóminn. „Har
orþodoxien ret“. Björn var allra
bezti karl. Hann var 63 ára þeg-
ar að hann hóf þetta starf sitt,
ljúfur og aðúðlegur í viðmóti,
meira en meðalmaður að vexti,
en orðinn nokkuð lotinn í herð-
um, þegar að ég sá hann. Hvers-
dagslega var hann prúður og
hógvær og óáleitinn við aðra.
Hann kom frá íslandi árið 1876,
bjó á Gimli í þrjú ár, fluttist til
Dakota árið 1876 og bjó þar í
nokkur ár. Misti þar konu sína
Ólafíu ólafsdóttur, systur Jóns
Ólafssonar skálds og ritstjóra, en
kom til Winnipeg árið 1886. Ekki
efast ég um einlægni Björns 1
sambandi við boðskap þann, er
hann flutti. Unítaraboðskapur-
inn gekk tregt fyrstu árin, þó
var söfnuður myndaður á meðal
íslendinga árið 1891 og kirkja
bygð fyrir söfnuðinn á Pacific
Ave. árið eftir, eða árið 1892,
sem gárungarnir kölluðu folald-
ið hennar Gránu, en Gránu köll-
uðu þeir lútersku kirkjuna, sem
stóð beint á móti við sömu göt-
una. Björn Pétursson dó árið
eftir að kirkjan var bygð, eða í
september árið 1893. Tók þá við
þjónustunni séra Magnús J.
Skaptason, sem sagt hafði skilið
við lúterska trú og lúterska
kirkju.
Magnús var allra skemtileg-
asti karl. Naumast meðalmaður
á hæð, snar í hreyfingum og
fjörmaður allmikill, opinskár og
lét allt flakka í sínum hóp. Hann
var talsvert mælskur en fram-
burður hans í ræðustól syngj-
andi og heldur leiðinlegur. Hann
var gleðimaður mikill, nokkuð
ölkær, og þótti gaman að spilum
einkum L’homber. Man ég allt-
af eftir, einu sinni er hann,
Björn bróðir hans, Þorbergur
Félsted og ég sátum einn jóla-
dag inni hjá Stefáni Hrútfjörð,
sem hélt gestgjafahús að 504
Ross stræti 1 þá daga, og spiluð-
um L’homber. Við vorum allir
kátir, en auðvitað allir algáðir
og skemtum okkur hið bezta.
Það var siður séra Jóns Bjarna-
sonar á stórhátíðum að messa
eina messu á dag, kl. þrjú, og
það gerði hann þennan jóladag.
Tíminn leið fljótt hjá okkur og
gætti ég ekki að honum fyr en
klukkuna vantaði 7 mínútur í
þrjú, en ég hafði ásett mér að
fara í kirkju til séra Jóns, svo
ég sagði: Nú hætti ég, ég ætla
að fara í kirkju.“ „Hvað?“ segir
séra Magnús (sem nýbúinn var
að tapa fimm bitum í kaupa-
nóló). „Hvað er klukkan?"
Framhald á bls. 7
NEW HEAD-DRESS FOR THE W.R.A.F.
Models for the new Women’s Royal Air Force airwomen’s cap
were submitted recently by twelve of London’s leading fashion
designers. Her Royal Highness the Duchess of Gloucester, Air
Chief Commandant of the Women’s Royal Air Force, presided over
a committee of five which selected three of the 32 caps submitted.
The three caps chosen will be tried out under Service conditions
before a final choice is sent to the Air Council for approval by His
Majesty the King. This picture shows Her Royal Highness being
handed one of the hats for her examination, watched by Air Chief
Marshal Sir George Pirie and Dame Felicity Hanbury, D.B.E.,
A.D.C., the Director of the Women’s Royal Air Force, during the
selection. ✓
Business and Professional Cards
SELKIRK METAL PR0DUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
<>g ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum — Skrifið slmið til
KELLÝ SVEINSSON
187 Sutherland Ave., Winnipeg
Slmi 54 358
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORFORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipog
Phone 924 624
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barristers - Solicilors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN,
M.D.. Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 288
Office Ph, 925 668 Res, 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Solicitor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG . CANADA
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST.
ViCtalstlml 3—6 eftir hfidegrl
AUo
123
TENTH ST.
BRANDON
447 Portage Ave, Ph, 926 885
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDS0N
Asphalt Roofs and Insulated
Sldlng — Repalrs
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
-----i--------------------
DR. A. V. JOHNSON
DentUt
606 SOMERSET BUILDINQ
Telephone 97 932
Home Telephone 202 396
Talslmi 925 826 HeimlUs 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOingur i augna, eyrna, nef
og kverka ajúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
SérfrœBingur < aupna, eyrna,
nef og hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusíml 923 851
Heimaslmi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenakur lyfsali
Fðlk getur pantað meðul og
annað með pösU.
Fljöt afgreiðsla.
flBDSIÍIU
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslml 27 324
Heimills taistml 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St, Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 827 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. i. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
505 Oonfederatlon Life Bldg.
Winnipeg Manitoba
Phone 49 469
Radio Servlce Speciallsts
ELECTRONIC LABS,
H. TBORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
592 KRIN St. WINNIPEG
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Offlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Ofítee 26 — Re». 230
Offlce Phone Res Phone
924 762 72« 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
406 TORONTO GEN. TRUST8
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Phone 926 952 WINNIPEO
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend"
Ph: 26464
297 Princsss Strbet
Half Block N. Logan
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Faatelgnasalar. Lelgja hú*. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgC.
bifreiOaábyrgC, o. e. fry.
Phone 927 588
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœCingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG
Portage og Garry 8t.
Phone 928 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 92 8211
Manager T. R. THORVALDBON
Your patroriage wlll be appreclated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fraeh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 78 917
Q. F. Jonasaon, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slml 9M 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH