Lögberg - 06.04.1950, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. APRÍL, 1950.
5
Átl II WtAI
l\lNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
GÓLFÁBREIÐA DROTTNINGARINNAR
Nýkominn er til þessa lands
Hon. Angus McDonnell með
gólfábreiðuna frægu, sem henn-
ar hátign, María ekkjudrottning
Bretlands saumaði og gaf bresku
stjórninni sem sitt tillag til að
bæta úr dollaraþurð þjóðarinn-
ar.
Ábreiðan er gerð með kross-
saum (needle-point); í henni eru
miljón nálspor í 448 mismunandi
l'tum. Hún er 12 fet, 2 þumlunga
á lengd og 6 fet, 9% þumlunga
á breidd, og er gerð úr tólf dúk-
um með mismunandi mustrum.
I alla nema einn dúkanna er
saumað nafn drottningarinnar,
“Mary R” og árið sem hann var
fullgerður. Hin áttatíu og tvegg-
ja ára drottning varði níu árum
til þess að fullgera ábreiðuna.
Ákveðið er að sýna þess fá-
gætu ábreiðu í sex borgum í
Canada og sextán borgum í
Bandaríkjunum. Hún hefir þeg-
ar verið sýnd í Ottawa við
feikna aðsókn. Hún verður sýnd
í Vancouver 29. og 30. apríl, en
í Winnipeg, 2., 3. og 4. maí. Að
gangur er ókeypis, en mynda-
hafði fullgert þá og sauma út
borða í kringum ábreiðuna.
Að öðru leyti er hvert einasta
spor í ábreiðunni gert áf drottn-
ingunni. Hún valdi alla hina
mjúku liti og vandaði sérstak-
lega til samræmis í litunum og
til réttu litana fyrir hvert ein-
asta blóm og hvert einasta lauf
í hverju munstri. Grunnlitirnir
eru ljósbleikir og ljósgráir. Hún
lauk við fyrsta dúkinn í maí,
1941, og síðast dúkinn átta árum
seinna.
María drottning nýtur mikills
ástríkis hjá þjóð sinni. í þúsund
ára sögu konunglegu ættanna
hefir enginn konungur eða
drottning náð eins háum aldri
eins og hún nú hefir náð. En
þrátt fyrir hinn háa aldur rís
hún jafnan árla úr rekkju —
stundvíslega klukkan 7:15 á
hverjum morgni og tekur virkan
þátt í stjórn heimilis síns.
Hún breytir aldrei sinni dag-
legu háttsemi. Að morgunverði
loknum, skrifar hún bréf og ráð-
Snjolaug Sigurdson
Gives Piano Recital
, stafar ýmsu varðandi stjórn
spöld og bæklingar eru seldir og hallarinnar. Að því búnu er kom
gengur arðurinn af því í fluttn-
mgs- og ferðakostnað. Tilboðum
um kaup á ábreiðunni verður
veitt móttaka og eina skilyrðið í
því sambandi er það, að hún
verði keypt til notkunnar í ein-
liverri opinberri stofnun
Norður-Ameríku.
María drottning byrjaði að
sauma ábreiðuna snemma á ár-
um annarar heimsstyrjaldarinn-
ar, þegar enginn staður á Bret-
landi var óhultur fyrir hinum
ægilegu loftárásum Nazista. Hún
varði níu árum í að búa hana
til og vann að henni sex til sjö
stundir á dag, saumaði að meðal-
tali fjögur nálspor á mínútu.
Hún hafði upphaflega ættlað sér
að gefa einhverjum í hinni kon-
unglegu fjölskyldu ábreiðuna og
að hún yrði erfðagripur ættar-
innar, en þegar harnaði í ári á
Bretlandi og dollaraskorturinn
svarf að, ákvað hún að gefa þjóð-
inni ábreiðuna í því augnamiði
að afla dollara erlendis frá. Með
þeim hætti vildi hún og skapa
inn tími til að sauma. Hún sezt
við einn hinna háu glugga Marl-
borough hallarinnar tekur hann-
yrðapoka sinn og byrjar á vinnu
sinni. Á meðan hún þræðir hin
vandasömu munustur hlýðir hún
1 á þjón, sem situr hjá henni og
les dagblöðin upphátt fram að
hádegi.
Seinni part dags, hamli gigtin
benni ekki hreyfingar, heimsækj
ir hún oft hinar og þessar likn-
arstofnanir, er hún einkum og
sér í lagi ber fyrir brjósi, því í
sh'kum heimsóknum finnur hún
mikla nautn. Þegar hún kemur
heim aftur til hallarinnar, tek-
ur hún aftur til starfa við út-
saum sinn, og undirbýr morgun-
dagsstarfið.
Hið undraverða minni hennar
er orðlagt. Þegar hún er við-
stödd hin fjölmennu boð í
Buckingham hallargarðinum,
kemur oft fyrir að hún þekkjir
fólk, sem hún hefir ekki séð í
tuttugu til þrjátíu ár. Við eitt
Miss Snjólaug Sigurdson
An afternoon of tasteful and
refined piano playing was pre-
sented yesterday in Times Hall
by Snjolaug Sigurdson, who of-
fered a program largely made up
of standard items in the reper-
toire. In such music as a Bach-
Rummel transcription, Franck’s
Prelude, Chorale and Fugue, a
short Brahms group, Hinde-
mith’s Second S o n a t a and
Ravel’s “Jeux d’eau”, Miss Sig-
urdson showed a fluent tech-
nique allied to musical sensitiv-
ity.
She is neither a powerful
pianist nor an oversentimental
one. She phrases clearly, articu-
lates neatly, and possesses a
warm, agreeable tone. For the
most part Miss Sigurdson was
fully in command of her total
resource, and it was only in the
massive fugue of the Franck
piece that the notes got a little
out of hand.
Miss Sigurdson was best in
works of a mild romantic nature,
where she could emphasize a
singing line. Music like the
Hindemith sonata was a little
beyond her; she tinkled prettily
over the surface, but there was
little force to the playing, and
not too much belief in the idiom.
Primarily a miniaturist, she
brought color and delicacy to the
smaller pieces under her fingers.
When the pianist was occupied
with thóse—and her program
was wisely made up mostly of
such pieces—the results were al-
ways commendable. —H.C.S.
—New York Times,
March 13th, 1950.
ments with a secure sense of
style. Her discourse of Franck’s’
Prelude, Chorale and Fugue was
not without moments of true
perceptiveness, although the
interweaving of themes in the
closing pages of the finale over-
taxed her technical resources,
and her conception as a whole
wanted in breadth and fluidity.
There was sensitivity, too, if not
quite the poetic insight and in-
tensity demanded, in her inter-
pretations of Brahm’s Inter-
mezzo, Op. 116, No. 6; Ballade,
Op. 118, No. 3, and Capriccio,
Op. 116, No. 7. Hindemith’s
Second Sonata was accorded an
intelligent, if rather small-scaled
account, a n d Ravel’s “Jeux
d’eau” was well, if not brilliantly
set forth with considerable tac-
tile sensibility. —J.D.B.
—New York Herald Tribune,
March 13th, 1950.
fordæmi og leggja áherslu á þá
fórnfýsi, sem þjóðin yrði að láta
í ljós varðandi dollara söfnun
sína.
María drottning hefir haft
mikinn áhuga fyrir útsaumslist í
síðastliðin tuttugu ár og hún er
iyrir löngu kunn fyrir að bera
gott skyn á fagrar listir. Hún
hefir gert aðra ábreiðu, minni að
stærð, sem hún notar í móttöku-
stofunni í höll sinni, Marlbor-
°ugh House, í London. Hún hefir
°g saumað sex dúka fyrir stóla-
sæti, sem hún gaf hjúkrunnar-
stofnun þar í borg og sem síðar
v°ru seldir í Bandaríkjunum
fyrir $10,000 og eru þeir nú í
Metropolitan listasafninnu í
New York.
María drottning öðlaðist kunn-
attu sína í vönduðum útsaum við
Royal School o/ Needlework í
London, en þann skóla stofnaði
Kristjana prinsessa, dóttir Vik-
toríu drottningar, árið 1872. Þar
er kennurum í útsaumi veitt til-
sögn í hinni fornu útsaumslist,
sem verið hefir við líði á Bret-
landi í 900 ár. Til þessa skóla
átti rót sína að rekja mikið af
hinum fegursta útsaum á tjöld-
unum og skrautklæðunum, er
notuð voru við hinar litauðugu
krýningar-athafnir konungana
E-dwards sjöunda, Georgs fimm-
ta og Georgs sjötta. Skólinn hef-
ir og haft hönd í bagga með gerð
gólfábreiðu drottningarinnar;
hann lét henni í té munstrin,
sem hún valdi úr; voru þau öll
tekin eftir enskum áttjándu ald-
ar veggtjöldum. Ennfremur fól
drottningin skólanum að sauma
saman hina tólf dúka þegar hún
slíkt tækifæri kannaðist hún við
prest í hinum mikla mannfjölda,
er beið þess að hún gengi fram-
hjá, og hafði hún þó ekki hitt
hann síðan hún hlýddi á hann
í gamalli sveitarkirkju þegar
hún var ung stúlka. — Þrátt
fyrir hinn háa aldur er sjón
hennar góð og hún þræðir saum-
nál sína án gleraugna.
María drottning hefir mikla
ánægju af því að safna forngrip-
um; hún ber svo gott skyn á
forna skrautmuni að stjórnar-
menn forngripasafna leita oft
til hennar um upplýsingar varð-
andi muni sem þeim berast.
Henni þykir sérstakléga vænt
um safn gamalla blævængja,
sem hún á, og söfn kínversks
postulíns og jade steina. Hún
hefir einkum áhuga fyrir að
safna munum frá áttjándu öld,
það er því engin tilviljun að hún
valdi munstrin fyrir gólfábreið-
una frá því tímabili.
Margar drottningar hafa á
undanfórnum öldum getið sér
orðstýr fyrir listrænan útsaum,
alt frá Margréti, hinni engil-
saxnesku drottningu Skota, sem
uppi var á tíundu öld, til
Viktoríu drottningar Breta, er
réði ríkjum á nítjándu öldinni.
Hannyrðir Katrínar frá Aragon,
drottningar Hinriks áttunda, og
dóttur hennar, Maríu Skota-
drottningar, eru enn til sýnis í
breskum höllum og aðalsmanna-
setrum. En gólfábreiða Maríu
drottningar, sem hér hefir verið
sagt frá, er sennilega mesta
þrekvirkið, sem unnið hefir ver-
io af tveimur drottningar hönd-
um.
Nýja symfóníu-
hljómsveitin
vakti hrifningu
Svo stór og fullkomin íslenzk
hljómsveit hefur aldrei
fyrr heyrzt í Reykjavík
Sjö menn fórust í Faxaflóa í
afspyrnu stórviðri um helgina
Pianist in Debut
Snjolaug Sigurdson, pianist,
made her local debut in recital
in Times Hall yesterday after-
noon. Her program had as its
m o s t extended n u m b e r s ,
Franck’s Prelude, Chorale and
Fugue; Hindemith’s Second Son-
ata and Chopin’s Fantasie and
included compositions by Bach,
Rummel, Brahms, Barbara Pent-
land, Ravel and Debussy.
Miss Sigurdson has a well
schooled technique and is a
musician of substantial attain-
Symfóníuhljómsveitin nýja
hélt fyrstu hljómleika sína í
Austurbæjarbíói í gærkveldi
fyrir troðfullu húsi og við mikla
hrifningu áheyrenda. Hefur
aldrei áður heyrzt svo stór og
íullkomin íslenzk hljómsveit
hér. Róbert Abraham stjórnaði
hljómsveitinni á þessum fyrstu
hljómleikum hennar.
Áður en hljómleikarnir hófust
ávarpaði Páll Isólfsson áheyr-
endur, en á meðal þeirra var
fjöldi boðsgesta, svo sem alþing-
ismenn og bæjarfulltrúar, og
hvatti til öflugs stuðnings við þá
tilraun, sem hér væri verið að
gera með stofnun fullkominnar
symfoníuhljómsveitar, svo að
hún mætti verða varanlegur
þáttur í tónlistarlífi höfuðstaðar-
ins og landsins yfirleitt. Að lokn-
um ávarpsorðum Páls lék hljóm-
svetin „Ó, guð vors lands“ undir
stjórn hans, en áheyrendur risu
úr sætum sínum á meðan.
Eftir það tók Róbert Abraham
við stjórn hljómsveitarinnar, og
hófust hljómleikarnir á hinum
stórbrotna Egmontforleik Beet-
hovens, en lauk með hinni unaðs
legu „Ófullgerðu symfóníu"
Schuberts. Auk þessara tveggja
aðalviðfangsefna lék hljómsveit-
in sjö rúmenska þjóðdansa eftir
Béla Bartok og „Divertemento“
fyrir fimm blásturhljóðfæri,
flautu, óbó, klarinett, fagott og
horn, eftir Haydn.
Leik symfóníuhljómsveitar-
innar var tekið með dynjandi og
langvarandi lófaklappi að loknu
hverju viðfangsefni hennar, og
mátti heyra það á mörgum, er út
kom, að þeim þótti þessir hljóm-
leikar hafa verið mikill viðburð-
ur í tónlistarlífi höfuðstaðarins.
Alþb. 10. marz
Rit íslendinga-
sagnaútgáfunnar
við lækkuðu verði
Fyrir nokkru síðan ritaði ég í
vestur-íslenzku vikublöðin grein
um hið góða boð, sem íslendinga
sagnaútgáfan h.f. 1 Reykjavík
hafði gert íslendingum hérlend-
is um kaup á íslendingasögun-
um og öðrum ritum, sem út-
gáfan hefir gefið út.
Með tilliti til þess, að nú hefir
lögfest verið verðfelling á ís-
lenzku krónunni, hefir umrætt
útgáfufélag ákveðið að lækka
verð á bókum sínum um 50%
frá 1. apríl þessa árs að telja,
eða sem hér segir:
íslendinga sögur I.—XIII., ó-
bundið $17.50. Innbundið $22.50.
Skrautband (Luxus) $35.00.
Biskupa sögur, Sturlunga,
Annálar og nafnaskrá, 7 bindi ó-
bundið $12.50. Innbundið $17.50.
Skrautband (Luxus) $22.50.
Riddarasögur I.—III., óbundið
$6.00. Innbundið $7.50. Skraut-
band (Luxus) $10.00.
Eddukvæði, Snorra-Edda o. fl.
óbundið $7.50. Innbundið $10.00.
Skrautband (Luxus) $13.75.
Er mér ljúft að verða við til-
mælum útgáfunnar um að koma
þessari tilkynningu á framfæri
til landa minna hérna megin
hafsins, og vil hvetja þá til að
notfæra sér það ágæta boð, sem
hér er um að ræða. Skal það þó
jafnframt tekið fram, að verð
þetta gildir aðeins gagnvart
greiðslu í erlendri mynt.
Bækurnar geta menn pantað
um hendur undirritaðs eða beint
frá útgáfunni:
Islendingasagnaútgáfan h.f.,
P. O. Box 73, Reykjavík
Richard Beck
Mb. Jón Magnússon talinu af
Vélstjórann á Mb. Fylki tók út
Frá áramótum hafa 22 lslending-
ar drukknaö hér við land
Hækkun farm-
gjalda mófmælf
Þrjú fylki, Manitoba, Sask-
atchewan og British Columbía,
hafa mótmælt þeirri hækkun
farmgjalda með járnbrautum,
er járnbrautarráðið heimilaði
þann 1. yfirstandandi mánaðar;
hækkunin nemur sjö og einum
fjórða af hundraði; líklegt þykir
að Albertafylki muni einnig
taka sömu afstöðu; eins og í lið-
inni tíð kemur hækkun farm-
gjalda jafnan þyngst niður á
V esturf ylkj unum.
The General Election in Britain has been accompanied by an
old London ceremony. The Royal Proclamation dissolving Par-
liament was read from the steps of the Mansion House, the Lord
Mayor’s Residence. It was signed by His Majesty the King at
Sandringham and brought to London, where the Great Seal, which
gives itTegal authority, was affixed. In this picture the Common
Cryer and Sergeant at Arms, Commander J. R. Poland, R.N., reads
the Royal Proclamation to the assembled crowds.
7
Þrír Skotar lentu í sjávarhá-
ska og þegar öll von var úti,
sagði einn þeirra:
—Kann hvorugur ykkar nokk-
ra bæn ?
Ekkert svar.
—Og ekki heldur sálm ?
Steinhljóð.
—Já, eitthvað andlegt verðum
við að hafast að. Við hefjum
fjársöfnun — og ég tek á móti
fénu.
☆
Hann: „Þú getur ekki ásakað
mig fyrir forfeður mína“.
Hún: „Nei, ég ásaka þá fyrir
þig“-
Forlögin haga því þannig að
skammt er stórra högga milli.
Enn hefur hin íslenska sjómanna
stétt orðið að færa miklar fórn-
ir. — I suðvestan stórvirðri er
geisaði um síðustu helgi, drukkn
uðu sjö sjómenn. — Vélbáturinn
Jón Magnússon frá Hanfarfirði
er talinn af. Með honum fórust
sex menn. Síðari hluta dags í
gær fór að reka á fjörur brak úr
bátnum. .— Sjöundi maðurinn
var skipverji á vélbátnum Fylki
frá Akranesi. Skipverjann tók
út, er ólag reið á skipið.
Tveir þeirra manna er létu líf-
ið nú um helgina, voru heimilis-
feður, er láta eftir sig konu og
citt barn hvor. Aðrir voru ein-
hleypir menn. Með þessum
tveim sjóslysum, er tala íslend-
inga er drukknað hafa hér við
liand á þessu ári komin upp í 22.
Auk þess eru svo þeir 27 útlend-
ingar er fórust með breska olíu-
ílutningaskipinu.
Skipverjar á Jóni Magnússyni
Á vélbátnum Jóni Magnússyni
írá Hafnarfirði voru þessir
menn:
Halldór Magnússon skipstj.,
Norðurbraut 11 í Hafnarfirði.
Hann var tæplega 52 ára. Fædd-
ur 4. apríl 1898.
Sigurður Guðjónsson, stýri-
maður, Hellisgötu 7 Hafnarfirði
Hann lætur eftir sig konu og 10
ara barn. Sigurður var nýflutt-
ur til Hafnarfj., vestan frá ísa-
firði. Hann var 37 ára að aldri.
Fæddur 20. nóv. 1912.
Gunnlaugur H. Magnússon,
vélstjóri, Vesturbraut 13 Hafn-
arfirði, 19 ára, fæddur 4. apríl
1930.
Hafliði Sigurbjörnsson, mat-
sveinn. Hann mun hafa búið í
gistihúsi Hjálpræðishersins hér
í Reykjavík. Ókunnugt er um
aldur hans.
Jónas Tómasson háseti, Skúla
skeiði 20, Hafnarfirði. — Hann
var 22ja ára. Fæddur 21. ágúst
1927.
Sigurður P. Jónsson háseti,
Ilnífsdalsvegi 6 á ísafirði. —
Hann var yngstur þeirra félaga,
16 ára að aldri. — Hann var
fæddur 8. ágúst 1933.
Skipverjinn á Fylki frá Akra-
nesi hét:
Kristján Kristjánsson vélstj.
Hann var 20 ára og lætur eftir
sig konu og barn. Hann var fyrir
skömmu fluttur til Akraness
norðan af Skagaströnd, en þaðan
var hann.
—Mbl. 7. marz
HAGBORG
PHONE 2ISSI
5®^
Business College Education
I
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Traininglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21804
695 SARGENT AVE., WINNIPEG