Lögberg - 20.04.1950, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAÍL, 1950
Hogbrrg
Gefi8 út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögbergr’' is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Land hinnar miklu framtíðar
Það má ljóslega ráða af öllum eyktamörkum, að
Canada bíði glæsileg framtíð eftir því sem fólkinu fjölg-
ar og náttúrufríðindi landsins verða betur nytfærð, og
það liggur alveg í augum uppi, , að hér vanti svo miljón-
um skipti fleiri og meiri menn til að hrinda af stað stór-
iðnaði og taka auðsuppspretturnar í þjónustu almenn-
ings; þessi unga og harðgerða þjóð á að verða fyrir-
myndarþjóð, og hún verður það óhjákvæmilega yinm
hún í einingu að velferðarmálum sínum og stefni að á-
kveðnu marki.
Það er harla lærdómsríkt, hve hinum mörgu og mis-
munandi þjóðarbrotum, sem land þetta byggja, hefir
lánast vel sambúðin, og hve samstilt þau eru í átökum
sínum, er mest reynir á þolrif; vel mættu aðrar þjóðir
taka sér þetta til fyrirmyndar, og myndi þá drjúgum
tryggara um velfarnan þeirra, en nú er raun á.
Með hverju árinu, sem líður, gefast æ gullnari tæki-
færi til samræmdrar þjóðeiningar í þessu landi; fólk-
inu verður það æ ljósara hve mikilsvarðandi það sé,
að erfa land eins og Canada, þar sem mannfrelsið er
sett öllu ofar og persónuhelgin nýtur hinnar æðstu virð-
ingar.
Tvent er það einkum, sem á liðnum árum hefir stað-
ið canadískri þjóðeiningu í vegi, og má þar tilnefna
herskyldumálið og sérhagsmunatogið milli hinna ýmsu
landshluta; þetta tvent hefir tíðum verið gert að póli-
tískum fótbolta, og jafnan haft veiklandi áhrif á ein-
ingu þjóðarinnar og hagsmunalega þróun hennar.
Austurfylkin, einkum Quebec og Ontario, sém borið
saman við Sléttufylkin, eru auðug og gömul í hettunni,
hafa verið kröfuhörð í viðskiptum sínum við stjórn-
arvöldin, og litu lengi vel Vesturlandið óhýru auga og
vildu tíðum að þeim væri skamtað úr hnefa; nú er þetta
áreiðanlega mjög mikið tekið að breytast til hins betra;
nú er flokksforingjunum farið að skiljast, að margt búi
í vestrinu, er þess sé vert að gefinn sé fullur gaumur;
að þar sé ekki aðeins kornforðabúr heimsins, heldur og
nálega ótæmandi olíulindir, mikilvæg timburtekja, kola-
námur og fiskiveiðar, að ekki sé fleira tilnefnt, er gefi
af sér ríkulegan arð; nú er svo komið, að eins og sagt
var, að allir vildu Lilju kveðið hafa, svo vilja nú og allir
stjómmálaprélátar koma sér vel við Vesturlandið, að
minsta kosti þegar sambandskosningar eru í nánd.
1 þessu landi hefir enginn stjórnmálaflokkur farið
eins lengi með völd og Liberalflokkurinn, og enginn
flokkur unnið canadískri þjóðeiningu jafn alment gagn;
nægir í því efni að vitna í Laurier, Mackenzie King og
núverandi formann flokksins, Mr. St. Laurent, og var
þó aðstaða þessara miklu manna engan veginn öfunds-
verð meðan deilt var um þátttöku Canada í tveimur
heimsstyrjöldum og herskyldumálið skipti þjóðinni í
tvo andvíga flokka; nú hefir svo mikið unnist á, að
þjóðin deilir sennilega aldrei framar um það mál; augu
almennings hafa opnast fyrir þeirra staðreynd, að vam-
ir þjóðarinnar komi jafnt við öllum þegnum hennar; að
þar komist forréttindi eigi framar að, heldur beri öllum
þegnum þjóðfélagsins að inna á þeim vettvangi sömu
skyldur af hendi. Hinar miklu deilur um varnaraðferðir
þjóðarinnar em úr sögunni og eiga ekki afturkvæmt,
en með því hefir þjóðin í rauninni unnið sinn mesta
innbyrðissigur.
Fullveldi canadísku þjóðarinnar hefir í rauninni ekki
verið lengi í sköpun borið saman við stjórnarfarslega
þróun annara þjóða; nú getur þjóðin fyrir atbeina sam-
bandsþings breytt stjórnarskrá sinni eftir þörfum og
afnám áfrýjana mála til hæztaréttar Breta hefir verið
gert að lögum, og nú hefir þjóðin rétt til þess, að velja
sinn eigin fána; á öllum sviðum er hún á öm þróunar-
skeiði, og hefir þegar haft víðtæk áhrif viðhorf heims-
málanna; þjóðin er samsett af mörgum þjóðræknisleg-
um tígulsteinum, er á sínum tíma skapa traust heildar-
musteri, er stendur af sér storma alla. Nú hefir það
fólk, sem þetta mikla framtíðarland byggir, öðlast cana-
dísk þegnréttindi, en með því var stigið óendanlega
mikilvægt skref í áttina til varanlegrar þjóðeiningar.
Náttúrufríðindi þjóðar eru engan veginn einhlýt;
þau þurfa að fallast í faðma við almennar manndygðir,
ef það samræmi á að skapast, sem eitt getur gert þjóðir
miklar; að þessu marki ber oss Canadamönnum að
stefna, og verður þá eigi efað, að þjóð vor eigi glæsilega
framtíð fyrir höndum.
Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk á helgast afl um heim,
alt hátt, sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim.
Það er æskan, sem erfa skal landið, stolt og alfrjáls
æska!
Spor í rétta ótt
Frá því er stuttlega skýrt á öðrum stað hér í blaðinu,
að Truman Bandaríkjaforseti hafi tekið sér fyrir hend-
ur að knýja fram lækkanir útflutningstolla á 2,500 ame-
rískum vörutegundum; er þetta í beinu samræmi við
itrekaða og yfirlýsta stefnuskrá forseta, þar sem hann
tjáist þeirrar skoðunar, að með sem allra frjálsustum
viðskiptum þjóða á milli, megi gera sér von um varan-
Höft á
fiskinnflutningi
Lækkandi verð og mótmæli
fiskimanna stöðvuðu ísfisks-
sölur okkar í Frakklandi
ísfiskssölur íslenzku togaranna
tveggja í Boulogne í Frakklandi
fyrir skömmu urðu vandamál
fyrir efnahagsstofnun Vestur-
Evrópuríkjanna (OEEC), að því
er skýrt er frá í New York
Times. ísfiskssala þessi var því
að eins möguleg, að Frakkar
höfðu rýmkað allmjög á influtn-
ingshöftum sínum í samræmi við
samþykktir OEEC, þótt aðrar
ástæður yrðu til þess að sölu-
ferðum til Frakklands var þegar
hætt.
Það hefur verið stefna Marsh-
allríkjanna að leyfa frjálsan inn-
flutning á sem flestum vöru
flokkum, og hefur þessi stefna
orðið til þess að auka milliríkja
viðskipti og meðal annars opnað
nýja markaði fyrir íslendinga
(saltfiskur í Portugal ofl.), þótt
viðskiptasamningum við Frakka
hefur ekki verið gert ráð fyrir
ísfisksölu, heldur aðeins freð-
fiski. Þegar Frakkar afnámu
innflutningshömlur á allmörg-
um vörum, var ísfiskurinn þar á
meðal, og sköpuðust þar mögu-
leikar til ísfiskssölu í Frakk-
landi. Togararnir Maí og Ingólf-
ur Arnarson fóru til Boulogne,
en vegna mótmæla sjómanna og
útgerðarmanna og lækkaðs
fiskverðs í Frakklandi, voru ekki
farnar fleiri ferðir.
Vandamálið, sem New York
Times skýrir frá í þessu sam-
bandi í frétt frá Genf, er, að
Frakkar leyfðu fiskinnflutning
frá íslandi, Svíþjóð og fleiri
löndum, en ekki frá Noregi.
Norðmenn mótmæltu þessu og
töldu sig misrétti beitta.
íslendingar hafa ekki treyst
sér til að taka þátt í því að leysa
hömlur milliríkjaverzlunar,
eins og Marshalllöndin hafa sam-
þykkt að gera sín á milli. Munu
íslendingar og Grikkir vera einu
Árið 1949 yar gott atvinnu-
ór og otvinnuleysi ekkert
Vinrj,umiðlunarskrifstofan
útvegaði flestum vinnu
á árinu
Vinnumiðlunarskrifstofan í
Reykjavík hefir sent Vísi yfirlit
yfir eða greinargerð um atvinnu-
ástandið í bænum á s.l. ári ásamt
yfirliti yfir skiftingu vinnu milli
atvinnugreina.
Árið 1949 verður í heild að telj
ast gott atvinnuár, þó hins veg-
ar samdráttur hafi orðið á at-
vinnu manna í ýmsum greinum
frá því sem áður var, segir í
skýrslu um þetta efni frá Vinnu
miðlunarskrifstofunni.
Byggingarvinna var að vísu
allmikil á árinu, en þó minni en
áður. Erfiðleikar um fjárfestingu
og efnisskortur áttu þar í megin-
þátt.
Vinnan við frystihúsin var
þjóðirnar, sem ekki hafa gert imikil á árinu. Framleiðsla frysti
innflutning á neinum vöruflokk-
það sé enn ekki í stórum stíl. í um frjálsan. —Alþbl. 22. marz
Fiskmatsstjóri beitir sér
fyrir samræmingu á fiskmati
Fundum, sem haldnir voru í þessu skyni, nú nýlokið
Laugardaginn 10. þessa mánaðar lauk fundum, er fiskmatsstjóri
hafði boðað til með yfirmatsmönnum úr öllum umdæmum lands-
ins. Fundir þessir hófust föstudaginn 2. þ. m. og höfðu því staðið
í 9 daga er þeim lauk s.l. laugardag. Átti tíðindamaður blaðsins tal
við Bergstein Bergsteinsson freðfiskmatsstjóra af þessu tilefni.
Þessir fundir eru einn liður í
þeirri ákvörðun fiskmatsins að
efla mjög alla vöruvöndun og
herða á eftirliti með vörugæðum
þeirrar útflutningsframleiðslu
er fiskmatið hefir eftirlit með og
metur til útflutnings.
Þessa daga voru því mörg at-
riði tekin til meðferðar sem
þessi mál varða og ýmsar ákvarð
anir gerðar um starfsemi fiski-
matsins. Nokkuð af tímanum
var notað til þess að gera athug-
anir á framleiðslu bæði á söltun-
arstöðvum og í hraðfrystihúsum,
til þess að tryggja samræmi í
störfum yfirfiskmatsmanna og
kynna þeim nýjungar. öðrum
tíma var varið í umræðufundi
sem fóru fram á skrifstofu fisk-
matsstjóra. Á einn þeirra funda,
er rætt var um freðfiskfram-
leiðslu og freðfiskmat, var boð-
ið fulltrúum frá Sölumiðstöð
Hraðfrystihúsanna og Sambandi
ísl. samvinnufélaga, og mættu
þar fyrir S. H. hr. Elías Þor-
steinsson, stjórnarformaður S.
H., og fyrir S. .1. S. hr. Valgarð
J. ólafsson, fulltrúi. Sömuleiðis
var fulltrúa frá S. í. F. boðið á
einn af þessum fundum er rætt
saltfiskmat, og mætti hr. Krist-
var um saltfiskfarmleiðslu og
ján Einarsson, framkvæmda-
stjóri fyrir þeirra hönd.
Það er kunnara en um þurfi
að ræða, hvað við íslendingar
eigum mikið undir sölu fisks og
fiskafurða, en fyrsta skilyrði
þess að vel gangi með verzlun
svo góð að við séum vel sam-
framleiðslunnar er vöruvöndun
keppnisfærir á öllum mörkuð-
um. Margt hefir gert öllu eftir-
liti og fiskmati örðugt um að
framkvæma störf sín undanfar-
Fyrst stríðsárin og eftirstöðvar
in ár, en þó einkum tvennt:
þeirra, en þó einkum hin svo-
kallaða ríkisábyrgð útflutnings-
framleiðslunnar, eða nánar til-
tekið ábyrgðarverð það, sem rík-
issjóður hefir ábyrgzt á fram-
leiðsluna. Þetta síðartalda hefir
áreiðanlega gert framleiðslunni
og starfsemi fiskmatsins miklu
erfiðara fyrir um alla vöruvönd-
un, heldur en erfiðleikar stríðs-
áranna á því sviði, og er vonandi
að slíkar ráðstafanir verði lagð-
ar niður sem fyrst, jafnvel þó
ekki væri nema af þessum á-
stæðum,' sem hér hafa verið
nefndar.
Það er vonandi, að allir þeir,
sem á einhvern hátt vinna við
fiskframleiðslu til útflutnings
sýni fullan skilning á nauðsyn
þess, að vanda vöruna svo sem
verða má.
TÍMINN, 14. marz
húsanna hefir ekki verið jafn-
mikil fyrr sem á þessu ári. Auk
frystingar á fiski voru frystar
milli 50—60 þús. tunnur af síld
til beitu.
Á árinu var mikil eftirspurn
um menn til sjósóknar og réði
skrifstofan á fjórða hundrað
manna til þeirar starfa, bæði há-
seta, vélstjóra, matsveina og
stýrimenn. í byrjun ársins og
framan af því voru meginhluti
þessara ráðninga bundnar við
ýmsar verstöðvar við Faxaflóa
og annarsstaðar hér nærlendis.
En er fram á sumar kom voru
íáðninga bundnar við ýmsar
verstöðvar við Faxaflóa og ann-
arstaðar hér nærlendis. En er
fram á sumar kom voru ráðning-
ar þessar nær eingöngu vegna
síldveiðanna fyrir Norðurlandi.
Hvalveiðar voru stundaðar á
þessu ári af H.f Hvalur, sem
bæðistöð hefir í Hvalfirði. Voru
veiðarnar reknar með svipuðu
sniði og s.l. ár, en þá hóf félag
þetta starfsemi sína. Veiðin var
stunduð af 4 hvalveiðibátum, en
veiðitíminn var stunduð af 4
hvalveiðibátum, en veiðitíminn
var 6 mánuðir, alls öfluðust á
4. hundrað hvalir. Þarna unnu
um 80 menn. Skriftofan réði
margt manna þangað.
Félagsheimilasjóður hefur veitt
styrki til 34 félagsheimila
Styrkveitingin hefur numið
hátt á aðra milljón krónur
Úr félagsheimilasjóði hefir
samtals verið veitt röskulega
1800 þúsund krónur frá því er
hann var stofnaður og hafa 34
félagaheimili notið úr honum
styrks.
Svo sem kunnugt er voru á
Alþingi 1947 samþykkt lögum
aðstoð við byggingu og endur-
bætur á samkomuhúsum í sveit-
um og bæjum og jafnframt var
ákveðið að 50% af skemmtana-
skatti hvers árs skyldi renna í
félagsheimilasjóð, en þó ekki
fyrr en 1. jan. 1948.
Á þessu hefir þó orðið sú
breyting, að seint á þingtíma
Alþingis 1949, varð ríkisstjórnin
að bera fram frumvarp til breyt-
inga á lögum um skemmtana-
skatt, til þess að afla að nýju
tekna til lúkningar byggingu
Þjóðleikhússins og skerða þar
með þann skerf allverulega, sem
annars átti að renna í félags-
heimilasjóð. Þegar lokið hefir
verið að greiða byggingarkostn-
aðinn við Þjóðleikhúsið hverf-
ur þessi skerðing að sjálfsögðu.
Með gildistöku laganna um
félagsheimili varð íþróttanefnd
ríkisins aðili að stjórn félags-
heimilasjóðs, ásamt fræðslumála
stjóra.
Á þessu tímabili, sem félags-
heimilastjóður hefir starfað, hef-
ir Fjárhagsráð ekki talið sér
fært að veita fjárfestingarleyfi
fyrir byggingum félagsheimila,
nema mjög takmarkað og hefir
því. minna orðið úr bygginga-
framkvæmdum, en fjármagn
umsækjenda og vilji hefur stað-
ið til.
Alls munu nú um 120 aðilar
hafa leitað til sjóðsstjórnar um
Á árinu unnu á flugvölluum,
í Reykjavík og Keflavík, nær 200
íslenzkir menn að ýmiskonar
vinnu, en þeim fækkaði þó nokk
uð er á árið leið.
Hjá Reykjavíkurbæ og hinum
ýmsu fyrirtækjum hans, var mik
il vinna allt árif svo sem verið
hefir undanfarin ár. Alls munu
hafa unnið til jafnaðar rúmlega
800 manns á mánuði, allt árið,
hjá bænum.
Hjá símanum — lands- og bæj-
arsíma — unnu um 40 menn
mánaðarlega allt árið, að ýmis-
konar vinnu svo sem m. a. við
jarðsímalagningu, hjá efnisvör-
slu landssímans, Gufunesstöðina
o. fl.
Hjá vegamálastjórninni unnu
um 20 menn allt árið, að vega-
gerð og vegaviðhaldi í nágrenni
bæjarins.
Á árinu var mikil eftirspurn
eftir stúlkum til húshjálpar, en
framboð til þeirra starfa lítið,
og hefir svo verið um skeið, ráðn
ingar skrifstofunnar í þessu
skyni námu alls tæpum 60.
Á árinu var enginn skráður at
vinnulaus á skrifstofunni, þar eð
henni tókst að útvega þeim er til
hennar leituðu um aðstoð, vinnu,
ýmist í bænum eða utanbæjar.
Alls réði skrifstofan á árinu
3333 karla, konur og unglinga í
24 'starfsgreinar. Af ráðningum
verkamanna eða 1284. Megin-
hluti þessara manna réðist í
byggingarvinnu, til frystihús-
anna og hvalstöðvarinnar, ýmis-
konar annarar vinnu, sem til féll
yfir styttri eða lengri tíma.
—Vísir, 16. marz
sérfræðilega aðstoð og styrki, en
eins og að framan getur hafa 34
félagsheimili hlotið úr honum
styrk, að upphæð kr. 1.819.020.70.
Af þessu fé var veitt úr sjóðnum
árið sem leið 580 þús. kr., en
rúml. 1200 þús. kr. árið 1948, eða
allt sem féll þá til hans af
skemmtanaskatti.
Gísli Halldórsson arkitekt hef-
ir verið sjóðsstjórninni til að-
stoðar um leiðbeiningar um gerð
félagsheimila. Og nú hefir sjóðs-
stjórnin látið semja upplýsinga-
rit um byggingu félagsheimila,
sem mjög mun auðvelda uplýs-
ingastarfsemina í þessum efnum.
Rit þetta er fullsett og bíður nú
prentunar. —Vísir 15. marz
Hörmulegt og
sérstætt slys
Síðastliðinn sunnudag vildi
það slys til, að ungur flugmaður,
sem ætlaði að lenda vél sinni á
Stevenson flugvellinum, varð
fyrir vélarbilun og lenti á bif-
reiðaskýli á College Avenue í
St. James, þar sem eigandi skýl-
isins, Laurimer Fairhall, 41 árs
að aldri, var að laga til, en beið
bráðan bana; flugmaðurinn, V.
E. Barkers, sætti alvarlegum
meiðslum og liggur á sjúkrahúsi;
slys af þessu tagi, er sérstætt í
Winnipeg og grend.
legt, hagsmunalegt öryggi. Telja má víst, að uppá-
stunga Mr. Trumans í áminsta átt sæti þungum ágjöf-
um í þjóðþinginu af hálfu íhaldsaflanna, er jafnan hafa
talið tollvernd hvorki meira né minna en hagsmuna-
legt sáluhjálparatriði; mun andspyrnunnar einkum að
vænta úr flokki Republicana, sem og úr herbúðum
þeirra Demokrata, sem íhaldssamastir eru; en þrátt
fyrir það, má þess þó með nokkrum rétti vænta, að Mr.
Truman vinnist eitthvað á, og víst er um það. að tilraun
hans er í alla staði virðingarverð. Vitaskuld ætlast Mr.
Truman til þess, að aðrar þjóðir fari að fordæmi hans og
hrindi í framkvæmd hliðstæðum tollívilnunum; að
minsta kosti ætti canadískum stjórnarvöldum að verða
ljúft að gera það.
OGOFW.C