Lögberg - 20.04.1950, Qupperneq 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAÍL, 1950
FORRÉTTINDI
JEftir GILBERT PARKER
J. J. Bildfell þyddi. — Ljóöin i þcaaari aögu eru
þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
Fólkið stóð úti fyrir óttaslegið og
beið. Viðirnir yfir kórnum sýndust vera
í þann veginn að brotna niður, og enn
voru þessir tveir menn þar inni. Fólkið
kallaði, presturinn krepti hnefana of
skefldur til að biðja. Svo komu þeir út
úr eldinum með fangið fult af dýrmæt-
um munum kirkjunnar. Þeir voru sviðn-
ir, fötin á þeim loguðu, og skeggið var
brunnið af þeim báðum, en aðþrengdir
og að þrotum komnir slöguðu þeir út úr
eldinum með byrðar sínar og afhentu
þær í hendur fólksins sem úti beið
Hróp heyrðist úr mannþrönginni:
„Krossinn litli! litli járnkrossinn“, svo
annað, „Rósalie Evanturel! Rósalie
Evanturel!“
„Rósalie Evanturel fór inn í eldinn
eftir litla járnkrossinum, sem hékk á
stoðinni. Hún er þarna inni í eldinum og
dyrnar eru fallanar og hún kemst ekki
út aftur“.
Charley hljóðaði upp, þaut aftur inn í
kórdyrnar og þó það væri ekki nema
ein og hálf mínúta, sem að hann vár
inn í eldhafinu, fanst þeim, sem úti biðu
það vera óratími, þangað til að hann
kom aftur út í dyrnar og sýndist þá
standa í ljósum loga, og hann var ekki
einn — hann bar stúlkuna í fanginu.
Hann hikaði í dyrunum og raftarnir yfir
höfðinu á honum svignuðu en með þverr
andi kröftum og með vitund reif hann
sig í gegnum dyrnar og var gripinn af
þeim, sem úti voru áður en hann hné
niður. Þau voru vafin í ábreiður, sem
komið hafði verið með að heiman frá
prestinum og lögð niður á grasflötina
við mannhringinn. Það hafði liðið yfir
Rósalie inni í eldhafinu í kirkjunni, en
hann hné máttvana og meðvitundarlaus
niður.
Þeir losuðu um hálsmálið á fötum
Charley og urðu meira en lítið hissa, er
þeir fundu litla járnkrossinn, sem Rósa-
lie hafði náð af stoðinni í kirkjunni í
barmi hans, og lág þar á örinu eftir
þann sama kross í höndunum á Louis
Trudel.
Presturinn bað fólkið að draga sig
til baka, því að það þyrptist í kringum
þau. Hann reisti höfuðið á Charley. Á-
bóti Rossignol, sem var rétt nýkominn,
ásamt bróður sínum, tók krossinn af
brjósti Charley, sem lág meðvitundar-
laus.
Honurn brá þegar að hann sá örið.
En mintist brátt sögunnar, sem að hann
hafði heyrt í því sambandi. Hann leit
alvarlegur til bróður síns. „Var það
krossinn eða konan, sem hann fór að
sækja?“ spurði hann.
„Guð minn góður! Þarftu að spyrja
að því?“ svaraði signorinn kuldalega.
„Og hann verðskuldar hana“, sagði
hann eins og við sjálfan sig.
Charley opnaði augun. „Er hún ó-
hult?“ spurði hann og settist upp.
„Óskemd, sonur minn“, sagði prest-
urinn.
Var ekki þessi skraddari sonur
hans? Hafði hann ekki þyrst eftir sálu
hans, eins og hjartdýrið þyrstir eftir
vatninu?
„Ég er hryggur þín vegna, monsie-
ur“, sagði Charley.
„Það er vilji Guðs“, sagði prestur-
inn klökkur. „Það verða mörg ár þang-
að til við eignumst aðra kirkju — mörg
mörg ár“.
Þakið brotnaði niður og turninn féll
ofan í eldhafið.
Fólkið stundi.
„Það kostar sjálfsagt sextíu þúsund
dollara, að byggja hana upp aftur“,
sagði Filion Lacasse.
„Við höfum þrjú þúsund dollara, sem
við græddum á leiknum“, sagði prest-
urinn. „Það gæti hjálpað til“.
„Við eigum tvö þúsund dollara á
bankaönum“, sagði Maximilian Cour.
„En það hlýtur að taka mörg ár“,
sagði söðlasmiðurinn ólundarlega.
Charley leit til prestsins, sem var
raunalegur á svipinn, dasaður, en ró-
legur. Hann sá signorinn þungbúinn og
þögulann, standa einan skamt frá.
Hann sá fólkið í smáhópum hér og þar,
með meiri vonleysissvip en þó það hefði
tapað heimilum sínum. Sumir stóðu
steinþegjandi, aðrir voru með allmikilli
æsingu að geta sér til, hvort þetta hefði
verið tilviljun, eða með ásetningi gjört,
og þótti það síðara nærri áreiðanlega
víst.
„Ég sagði að ekkert gott mnydi hljót
ast af leiknum“, sagði hestamaður sign-
orsins, en Filion Lacasse greip hann og
fleygði honum ofan í skurðinn.
Eftir dálitla stund reis Charley á
fætur með einbeittnissvip. Þetta fólk
frá prestinum og signornum og alt ofan
til þorpsbúans, sem minst skilyrði hafði
til að gjöra sér grein fyrir hlutunum var
vandræðalega úrræðalaust. Metnaður
lífs þess var lamaður.
„Kallaðu fólkið saman“, sagði Char-
ley við friðdómarann og Filion Lacasse.
Svo sneri hann sér að prestinum og
signornum. „Með ykkar leyfi, monsie-
urs“, sagði hann, „þá skal ég reyna að
inna af hendi erfiðara verk heldur en
ég hefi nokkurntíma áður leitast við að
vinna. Ég skal talá við fólkið“.
Hissa og undrandi kölluðu þeir fólk-
ið saman og smátt og smátt kom það
allt saman á staðnum, sem presturinn
tiltók.
Charley stóð ásamt leiðandi mönn-
um þorpsins á bakka eða ávala fyrir
ofan götuna.
Það hafði verið farið með Rósalie
heim til prestsins. Á hinni ægilegu ör-
lagastund í kirkjunni þegar að hún féll
meðvitundarlaus í arma Charley,, hafði
alveg ný kend hreyft sér hjá henni. Hún
unni honum af heilum huga, en hún
hafði eitthvert einkennilegt hugboð um,
að hún mundi aldrei aftur hvíla í faðmi
hans. Hún hafði vafið örmunum um háls
honum og varir þeirra mættust og hún
sagði: „Við skulum deyja saman“. Þar
sem hún nú lág í húsi prestsins hugsaði
hún aðeins um það augnablik.
„Fyrir hverju eru þeir að húrra?“
spurði Rósalie þegar að hún heyrið há-
vaða mikinn í gegnum gluggann.
. „Farðu og sjáðu“, sagði systir prests
ins við frú Flynn. Frú Flynn flýtti sér út.
Rósalie reis upp, svo að hún gat séð
út um gluggann. „Ég get séð hann“,
sagði hún.
„Séð hvern?“ spurði systir prests-
ins.
„Monsieur“, svaraði Rósalie í breytt
um málróm. „Hann er að tala og þeir
eru að húrra fyrir honum.
Tíu mínútum síðar komu prestur-
inn og friðdómarinn inn til þeirra. Prest
urinn kom til Rósalie og tók í hendina
á henni.
„Þú hefðir ekki átt að gjöra þaö“,
sagði hann.
„Ég vildi gjöra eitthvað“, svaraði
hún. ,,A‘ð bjarga krossinum sýndist vera
eina endurgjaldið, sem ég gæti greitt fyr
ir alla umhyggjuna, sem þú hefir borið
fyrir mér“.
„Það nærri því kostaði þig lífið —
og annars líf líka“, sagði presturinn og
hristi höfuðið raunalega.
Húrrahrópin dundu aftur við frá
kirkjubrunanum.
„Því eru þeir að húrra?“ spurði
Rósalie.
„Því eru þeir að húrra? Vegna þess,
að maðurinn, sem við höfum öll verið
hrædd við, monsieur Mallard —“
„Ég hefi aldrei verið hrædd við
hann“, sagði Rósalie mjög lágt.
„Vegna þess, að hann hefir sýnt
þeim veg til að eignast nýja kirkju —
og það undir eins — undir eins barnið
mitt“.
„Dásamlegur maður!“ sagði Nar-
cisse Dauphin. „Það hefir aldrei verið
flutt önnur eins ræða. Aldrei hefir mál
í nokkrum réttarsal verið eins kröftug-
lega og vel flutt“.
„Hvað gerið hann?“ spurði systir
prestsins, sem hélt í hendina á Rósalie.
„Hann gerði allt“, svaraði prestur-
inn. „Hann stóð þarna í fatagörmunum
sínum meir en hálfbrunnum, með
brunnið skeggið, hendurnar eldskornar
og augun blóðstokkin og hann talaði —“
„Með tungu manna og engla!“ tók
M. Daupin fram í hugfanginn.
Dálítill þóttasvipur kom á andlitið
á prestinum, en hann hélt áfram: „Lít-
ið þið á veggina þarna fyrir handan, sem
eru að brenna“, sagði hann, „og eruð
hugsjúkir út af því, hvenær þeir muni
aftur rísa á hæðinni fyrir handan, sem
er helg gjör með greftran ástvina
ykkar, skírn barnanna ykkar, gifting-
unum, sem hafa verið stofn farsælla
heimila og sakramentunum, sem eru
ykkur lög lífsins. Þið gáfuð einn tuttug-
asta af tekjum ykkar til kirkjunnar —
gefið nú einn fertugasta part af öllum
eigum ykkar og innan mánaðar verður
byrjað á að endurreisa kirkjuna ykkar.
Áður en ár er liðið hjá komið þið aftur
á þennan geðþekka stað, og gangið inn
í hina nýju kirkju hér. Meðheit ykkar,
endurminningar ykkar og vonir hreins-
aðar og eldvígðar. Allar eigur ykkar
verða helgaðar af fórnum ykkar, sem
fram eru bornar af frjálsum vilja og
gleði. Ef að ég aðeins gæti munað hvað
næst kom! Það var allt málsnild, drengi
legar og göfugar hugsanir“.
„Hann talaði um þig“, sagði friðdóm
arinn. Hann sagði sannleikann, og fólk-
ið fagnaði. Hann sagði, að menn, sem
væru utan veggja, gætu stundum sagt
þeim, sem innan þeirra væru hvar lausn
ina væri að finna. Ég heyri slíka ræðu
aldrei aftur“.
„Hvað ætla þeir að gjöra?“ spurði
Rósalie og slepti hendinni á maddömu
Dungal.
„Þeir byrja strax í dag á að koma
með ,,offur“ sín á skrifstofuna tií
mín“, svaraði M. Dauphin. „Það er ekki
maður í Chaudiere, sem ekki tekur sokk
inn úr veggjarholunni, peningabudduna
úr kystunni, inneign sína úr bankan-
um, kornið af fjósloftinu, eða gefur
handveð fyrir einum fertugasta parti af
öllu sem hann á, til að endurreisa kirkj-
una“.
„Handveð eru ekki peningar“, sagði
systir prestsins, því hún var skýr á öll
viðskipti.
„Þau verða öll innleyst með glærum
peningum“, sagði friðdómarinn. „Sign-
orinn ætlar að stofna nokkurs konar
banka, og borga út öll handveðin og
gefa canadíska bréfpeninga í staðinn.
Ég fer í dag til Quebec, til að sækja pen-
ingana“.
„Hvað segir Rossignol ábóti um
þetta?“ spurði systir prestsins.
„Kirkjan og söfnuðurinn, er okkar
eigið“, svaraði presturinn djarflega.
„Við gerum skyldu okkar og skiptum
okkur ekki af ábótanum“.
„Það er rétt!“ sagði Dauphin. „Hann
er alltaf með nefið niður í öllu. Ég sá
hann fara til Jó Portugais áðan. —
„Gleymdu ekki!“ sagði hann. — Ég get
ekki ímyndað mér hvað hann meinti.
En við höfum nú nóg að hugsa um í
dag, það er þó satt bezt að segja!“
„Það getur haft eitthvað gott í för
með sér máske“, sagði presturinn og
leit raunalega á rústirnar af kirkju
sinni.
„Sjáið þið, sólin er að rísa“, sagöi
frú Flynn, sem stóð við austurgluggann.
LVIII. KAPÍTULI
Króaður við vegginn
Tíu þúsund dollarar voru borgaðir á
skrifstofu friðdómarans, af fólkinu í
Chaudiere, á fyrstu fjórum dögunum.
Presturinn og signorinn voru þar á
hverjum degi, til að veita offrinu við-
töku, sem var einn fertugasti partur af
öllum eignum manna. — Einn fertug-
asti af húsi viðarhöggsmannsins og
matjurtagarði ekkjunnar. Matsmenn-
irnir voru presturinn og þrír efnuðustu
bændurnir í söfnuðinum og létu þeir
jafnt yfir alla ganga, ríka og fátæka,
volduga og vesæla, eins og þeir höfðu
gjrt fyrsta daginn í sambandi við sign-
orinn, sem borgaði fjögur þúsund doll-
ara.
Charley hafði verið rúmfastur í þrjá
daga, vegna meiðsla, sem hann hafði
orðið fyrir í sambandi við kirkjubrun-
ann, og svo hafði hann fengið þungt
kvef. Enginn hafði skipt sér af honum
nema frú Flynn, sem alltaf færði hon-
um súpu og aðrar matartegundir, sem
Rósalie hafði matreitt, og hann hafði
list á. Rósalie gjörði þetta af innri hvöt.
Hún þurfti að beita hörðu við sjálfa sig
til þess að halda sér frá því að fara til
hans og hjúkra honum. En hún fann, að
hinn fyrri innri eldur og áræði var ekki
eins máttugt og áður var. Örin hafði
flogið of djúpt — hún hugsaöi sér að
bíða þar til að hún sæi hann aftur, og
hefði horft í augu hans. Það var ein-
hver þungi, sem yfir hana lagöist og
örlagaþrungin óvissa, svo hún ásetti
sér að bíða eins rólega og hún gæti,
eftir einhverju sem hún vissi ekki hvað
var. Það lagðist í hana að dagur reikn-
ingsskaparins væri í nánd og að hún
yrði að vera þess búin að aðstoða hann,
þegar að hann þyrfti þess mest. með.
Fyrst þegar að hún fékk hugboð um, að
endalokin væru að dragast nær, varð
hún æst í huga, og hafði sterka þrá til
að fara til hans, hvað sem hver segði,
og biðja hann að koma með sér í burtu
— eitthvað í burtu! En hún hafði hætt
við það eftir nánari athugun og af djúp-
settri innri hvöt, sem ekki var óskild
hugarhreysti Charley, er kom henni til
að bíða. Hún veitti fólkinu, sem var að
fara á skrifstofu friðdómarans með off-
ur sín nána eftirtekt, og henni sýndist
það vera eins og fólk á leiksviði og eins
og á stóð átti hún ekkert sameiginlegt
með því. Það var draumur, sem ekki var
þýðingarmikill og mundi bráðum.enda.
Hún var haldin því, sem er að baki alls
þess er lifir. Það gat auðvitað ekki orð-
ið varanlegt, en það var nú þar, og hún
gat ekki samlagast, eða sætt sig við
hið breytilega og daglega unz að þess-
um skugga örlaganna var lyft. Hún var
alltof ung, til að líða þannig, en það eru
einmitt þeir ungu, sem sárast finna til.
Á fjórða degi sá hún Charley. Hann
kom út úr búð sinni og fór á skrifstofu
friðdómarans. Henni brá fyrst við að
sjá hann, því að hann hafði rakað af
sér skeggið. Hann var allt annar mað-
ur að sjá, sem auðsjáanlega átti ekki
heima í mannfélaginu, sem þau bæði
voru þó í — sérstæður og einkennileg-
ur. Hann var fölur, og augnaglerið á
nýrökuðu andlitinu gaf til kynna siðfág-
un. Hún vissi ekki að þau báru bæði
sama yfirborðið. Hún horfði á hann
þangað til að hann fór inn í skrifstofu
friðdómarans, en þá var talað til henn-
ar, svo að hún fór að gæta verka sinna.
Charley hafði komið til að afhenda
einn fertugasta af eignum sínum. Þeg-
ar að hann kominn í skrifstofuna, stóð
signorinn, sem þar var inni, og friðdóm-
arinn upp og heilsuðu honum. Þeir ósk-
uðu honum til heilla með bata sinn, en
fundu á sama tíma til aðstöðu sinnar
gagnvart honum. Þegar Charley lagði
fram skrá yfir eigur sínar og tekjur, og
offur sitt af einum fertugasta parti af
því, kom vandræðasvipur á friðdómar-
ann og signorinn, og þeir vissu ekki
hvað gera skyldi. Það lág næst þeim að
afþakka það. Charley var ekki kaþólsk-
ur, og það hvíldi engin skylda á honum
til þess að taka nokkurn þátt í skaðan-
um, sem orðinn var. En þá bar prestinn
þar að og hann sá undir eins hvernig á
stóð og tók þakksamlega á móti offrinu.
„Gug blessi þig!“ sagði hann, og tók
við offrinu, en Charley fór út. „Það skal
borga fyrir hurð og dyr á kirkjunni
minni“. Síðar um daginn sendi prestur-
inn eftir Charley. Það voru mörg al-
varleg mál, sem fram úr þurfti að ráða,
og þeir þurftu á ábyggilegum og hag-
kvæmum ráðum að halda, en þegar svo
stóð á, þá höfðu menn komist upp á að
leita til skraddarans, því dómgreind
hans hafði aldrei brugðist þeim.
„Það hefir alltaf mátt reiða sig á
það“, sögðu þeir. Þeir áttu honum þetta
sérstaka framtak að þakka, sem myndi
verða allri nútíðar kristninni til fyrir-
myndar. Þeir sögðu honum þetta. En
hann svaraði því engu.
Það tók hann lítiö meira en klukku-
tíma, að benda á hagkvæmt fyrirkomu-
lag í sambandi við byggingu nýju kirkj-
unnar, og þá sem byggja skyldu, gera
blýantsteiknimynd af henni, með að-
stoð prestsins, og benda þeim á nauð-
synlegt atriði ísambandi við alla samn-
inga.
Svo kom peningaspursmálið —
hvernig geyma skyldi peningana, sem
að safnast höfðu, og svo var sendimað-
ur signorsins kominn frá Quebec með
tuttugu þúsund dollara, sem signorinn
notaði til að borga út handveðin, sem
gefin höfðu verið. Allir þessir peningar,
tuttugu þúsundir dollara, höfðu verið
borgaðir til forstöðumanna kirkjubygg-
ingarsjóðsins, svo að þeir höfðu í allt
þrjátíu þúsund dollara á hendi, þar að
auki geymdi presturinn heima hjá sér
þrjú þúsund dollarana, sem að inn komu
fyrir leikinn (The Passions Play). Það
var stungið upp á að senda þessa miklu
peningaupphæð á banka í Quebec eftir
svo sem tvo daga, þegar að fjársöfnun-
inni væri lokið. En svo var að geyma
alla þessa peninga í tvo daga og tvær
nætur og um það kærði M. Dauphin sig
ekki. Óþekktir menn voru alltaf að
koma, sem ekki vissu að leiknum hafði
verið hætt, og sumir þessara manna
myndu komast að, sagði Dauphin, að
þessi peningaupphæð væri geymd í þorp
inu og í mínu húsi. Það væri þess vegna
. betra sagði hann, að annað hvort sign-
orinn eða presturinn tækju að sér að
geyma þá.
Presturinn benti á, að á riði að halda
því leyndu hvar peningarnir væru
geymdir, og að bezt mundi vera að
geyma þá í sem allra ólíklegustu plássi
og í umsjá einhvers sem ekki væri opin-
berlega við söfnunarmálið riðinn.
„Ég veit hvar vi$ skulum geyma þá,
sagði signorinn. Við skulum geyma þá í
öryggisskápnum hans Louis gamla Tru-
del í veggnum í skraddarabúðinni“.