Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21374 -Tc v>te< n»f ho% dcTeTS J§>3!U' * Lttutl y\3^ a Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 Cl.ett1veTS n«*,2S-ssí&* LttU S A Complele Cleaning Instilulion 63. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. MAI, 1950 NÚMER 19 Tuttugu þúsundir húsviltra manna, kvenna og barna í Manitoba vegna áflæðis Ægilegasta áflæði, sem sögur fara af þjakar kosti tuga þúsunda Manitobabúa Áflæði af völdum Rauðár, sverfur hart að íbúum Manitoba fylkis um þessar mundir, og það svo mjög, að eigi eru dæmi til annars slíks; einkum er þó suð- urhluti fylkisins sárast leikinn, þar sem tíu bæir eru umflotnir, og sumir á bólakafi svo sem Emerson, en þaðan hafa allir íbúnar, um ellefu hundruð að tölu, verið fluttir í burtu, flest allir til Winnipeg; úr útjaðra- hverfunum við Winnipeg, svo sem St. Vital, Fort Garry og Kildonan, hafa um fimtán hundr uð manns orðið að flýja heimili sín, og í Winnipegborg sjálfri aukast flóðin svo að segja á hverri stundu, en að sama skapi vex hættan; spjöll í borginni eru þegar orðin geisimikil, vöru- skemdir tilfinnanlegar og þús- undir manna húsviltir; horfurn- ar eru afar ískyggilegar, og þess brýn þörf, að almenningur sýni skapfestu og kjark, því hér er hvorki um meira né minna en ulþjóðarvanda að ræða. Hjá smábænum St. Jean, er liggur liðlega þrjátíu mílur suð- ur af Winnipeg, er Rauðáin um tuttugu mílur á breidd, en gizk- uð er á, að um tvö hundruð þús- uridir ekra af ræktuðu landi séu í kafi af völdum áflæðisins; á stöðum þessum hefir meginþorri haenda orðið að hverfa frá óðul- um; búpeningstjón er orðið all- mikið, þó allar hugsanlegar ráð- stafanir hafi verið til þess gerð- ar, að bjarga skepnum frá druknun eða hungurdauða. Á laugardaginn sá fylkis- stjórnin þann kost vænstan, að fela yfirherstjóra Sléttufylkj- anna, Brigadier Morton, alla skipulagningu flóðvarna á hend- ur, og hefir hann, ásamt fót- gönguliði, lofther og flotaliði, leyst af hendi hið umfangsmikla og vandasama starf sitt með þeim hætti, að aðdáun hefir hvar vetna vakið; samvinna hans við almenning hefir verið hin ákjós- anlegasta, því auk hersins ræð- ur hann yfir þúsundum sjálf- boðaliða. Forsætisráðherar Ontario, Saskatchewan og British Colum- bia, buðu Manitobastjórn jafn- skjótt og flóðin ágerðust, alla þá aðstoð, er frekast væri unt, og var slíkt vitaskuld með þökkum þegið. Herlið frá Calgary og British Columbia er nú komið til Win- nipeg til aðstoðar við flóðvarn- irnar, en af hálfu sambands- stjórnar kom dómsmálaráðherr- Hrikalegur eldsvoði veldur ægilegu tjóni Síðastliðið laugardagskvöld kom upp eldur í bænum Rimou- ski í Quebecfylkinu, sem sýndist ætla að verða með öllu óviðráð- anlegur og eigi tókst að slökkva fyr en þriðjungur bæjarins, sem taldi um 40 þúsundir íbúa, var brunninn til ösku; þrjú hundruð og tólf íbúðarhús brunu til kaldra kola, auk skóla og verzl- unarhúsa; herlið var kvatt á vettvang til aðstoðar lögreglu og slökkviliði; manntjón varð ekk- ert svo vitað sé, en eignatjónið er metið á tuttugu miljónir doll- ara. ann, Stuart S. Garson, fiugieiðisjVerkfolli lokið vestur, til að kynnast með eigin ' augum ástandinu eins og því þá væri háttað. Allir sjúklingar hafa verið fluttir burt úr St. Boniface sjúkrahúsinu, og hliðstæðar ráð- stafarir hafa verið teknar við sum sjúkrahús í Winnipeg. Verzlunarfyrirtæki, félags- stofnanir og einstaklingar hér í borginni, hafa lagst fagurlega á eitt um líknarráðstafanir og lagt fram feiknin öll af matvæl- um og fatnaði, en heimilin hafa opnað dyr sínar í þúsunda tali fyrir þeim, sem ekki áttu skýli yfir höfuðið. Aðalforusta líknarráðstafana er í höndum Rauða Krossins. Nú hefir sambandsstjórn form lega kunngert, að Manitobafylki verði veitt fjárhagsleg aðstoð á hliðstæðum grudvelli við þá að- stoð, er British Columbia varð aðnjótandi 1948 vegna áflæð- anna, sem þar urðu af völdum Fraserárinnar. Hundrað daga verkfallinu í Chrysler bifreiðaverksmiðjun- um í Detroit, Mich., er nú lokið á þann hátt, að verkamenn fengu flestum kröfum sínum framgengt; menn, sem verið hafa þrjátíu ár í þjónustu verk- smiðjanna og náð hafa 65 ára aldri, fá hundrað dollara eftir- laun á mánuði, auk þess sem fyrirtækið rýmkar allmjög til um sjúkratryggingar starfs- manna sinna. Launatap verkamanna meðan á verkfallinu stóð, nemur til jafnaðar þúsund dollurum á mann. Með þessu lýkur einnig Chrys- ler verkfallinu í Windsor, Ont. Upplausn með lögum Robert G. Menzies, forsætis- ráðherra í Ástralíu, hefir borið fram í þinginu frumvarp um það, að leysa upp með lögum kommúnistaflokkinn í lan(Jinu, og útiloka með öllu samtök hans hvar, sem þau kynni að skjóta upp trjónu; þetta var eitt af stefnuskrár atriðum Mr. Men- ies í síðastu sambandskosning- um; líklegt þykir að meiri hluti verkamannaflokksins, sem nú er í st j órnarandstöðu, muni fylgja Mr. Menzies að málum. Verður undir í kosningum Við nýafstaðnar bæjarstjórn- arkosningar í Glasgow og Aber- deen, fór verkamannaflokkurinn brezki mjög halloka fyrir íhalds- mönnum, er komust í meiri- hluta í stjórnum beggja borg- anna; síðan 1938; höfðu verka- menn ráðið lofum og lögum í Glasgow, en notið meirihluta valds í Aberdeen síðastliðið kjör tímabil; eru íhaldsmenn eins og vænta mátti næsta kampagleiðir yfir þessum síðustu sigurvinn- ingum. að málum sem óskeikulum post- ula sannrar þjóðrækni. Utan- ríkisráðherrann, Lester B. Pear- son, sem eins og allir vita, er síður en svo hlyntur kommún- istum stóð á öndverðum meið við Mr. Drew, og kvað uppá- stungu hans auðveldlega geta orðið tvíeggjað sverð; hins bæri líka að gæta, að hegningarlög þjóðarinnar hefðu slíkt þenslu- míjgn, að þau næðu yfir hvers konar landráðastarfsemi sem væri, og að í slíkum tilfellum yrði þeim vitaskuld að fullu beitt hver, sem í hlut ætti og undir hvaða nafni, sem hann gengi; hann kvaðst ennfremur sannfærður um það, að núver- andi forsætisráðherra, Mrs. St. Laurent, væri engu síður ljós sú hætta, sem af kommúnismanum stafaði, en Mr. Drew, þó hann greindi á um þær varnarráð- stafanir, sem beita skyldi. Mr. Pearson lagði áherzlu á það, að réttlætið yrði að ganga fyrir öllu öðru, hvað sem tilfinn- ingum liði. Á leið í heimsókn til íslands é laugardaginn kemur Birgja sig upp að vistum • Að því er fregnir frá London herma, hefir svissneska stjórn- in skorað á íbúa landsins að birgja sig upp að öllum þeim vistum, er þeir framast hafi ráð á að kaupa; þetta sé óumflýjan- legt vegna þeirrar óvissu, sem hvarvetna ríki varðandi örygg- ismál mannkynsins; telja ýms brezk blöð þetta minni óbæri- lega á ráðstafanir Svisslendinga árið 1939. Vill ólöghelga kommúrcisfa Leiðtogi íhaldsflokksins, Ge- orge Drew, hefir mælt með því í sambandsþinginu, að ólöghelga kommúnista í þessu landi með því að þeir séu manna skaðleg- astir lýðræði og frjálsum stjórn- arstofnunum; ýmsir aðrir íhalds- þingmenn fylgdu foringja sínum Tveir nýir senatorar Forsætisráðherrann, Mr. St. Laurent, kunngerði þann 3. þ. m., að tveir nýir Senatorar hefði verið skipaðir, báðir frá Nova Scotia; hinn fyrnefndi er Gordon Isnor, um langt skeið Liberal- þingmaður fyrir Halifax, en hinn síðarnefndi, Charles G. Hawkins, formaður Liberalsam- takanna í Nova Scotia; þðr eru báðir dyggir flokksmenn og hafa nú hlotið trúrra þjóna verð- laun. Kvikmyndahúsum lokað Þær öryggisráðstafanir hafa verið gerðar, að loka öllum kvik- myndahúsum í Winnipeg unz flóðhættan verður um garð geng in, hvað svo sem þess verður langt að bíða; margir barnaskól- ar eru einig lokaðir af sömu ástæðu. Vill afnóm söluskatts Senator W. D. Euler krafðist þess nýverið í efri málstofu hins canadíska þjóðþings, að sölu- skattur á smjörlíki yrði afnum- inn hið bráðasta; hann lagði á- herzlu á það, að eins og smjör- verði nú væri háttað, ættu lág- launastéttirnar í borgum og bæj um ekki annars úrkosta en að bjargast af við smjörlíki, sem í rauninni væri ekkert neyðarúr- ræði, en þeim ætti þá líka að verða gert kleift að afla sér þess. Eins og vitað er, var það lengi vel óheimilt, að búa til eða selja smjörlíki í þessu landi, en Sena- tor Euler var um langt skeið í fararbroddi þeirra þingmanna, er létta vildu slíku banni af. Hvernig uppástungu Senators Eulers reiðir af í efri málstof- unni, er eftir að vita, því löngum hafa verið skiptar skoðanir um þetta smjörlíkismál, þar sem sérhagsmunastreita hefir verið að verki. Joseph B. Skaptason 14/11 1873 — 27/4 1950 Fornu kynnin þér ég þakka þegar hér bjó íslenzkt fjör, hægur, varfær varstu ætíð, viti grunduð spurn og svör, þéttur fyrir, þrótti gæddur þeim, er stýrði í trygga vör þótt á lífsæ brattar bárur brytu á þínum mikla knör. Þú varst grein af gildum stofni glæsimanna í vorri þjóð, og í kappleik allra landa íslenzkt rann þér hetjublóð. Frjáls og glaður gæfumaður gekstu þína beinu slóð bæði í kirkju- og konungs-málum. — Konan þér til hægri stóð. Hún var stoðin sterkiíst allra, styrkur þinn um ævitíð: vonar-, ástar-, verndar-engill, viðkvæm, réttlát, ströng og blíð. — Það er gæfa að geta saman grætt upp sína æskuhlíð, og við skilnað skoða 1 anda skrúði þroskuð blómin fríð. Vertu sæll við söknuð kvaddur, sólskins minning fylgir þér. Lifðu heill í þökkum þjóðar þó að flestir gleymist hér. — Þegar lengur glatt ei geta gjafir lífs og máttur þver, svefnsins mikla sæli friður, sumargjöfin bezta er. Árni G. Eggerlson, K. C. Ungfrú Ólöf Eggerlson Frú Maja Eggertson Þ. Þ. Þ. Á laugardaginn kemur leggja af stað héðan úr borg áleiðis til íslands, Árni G. Eggertson, K.C., frú Maja Eggertson, dóttir þeirra Ólöf, og Halldór M. Swan verksmiðjueigandi; þau Árni og frú eru boðsgestir Eimskipafé- lags íslands, og munu, auk heim- sóknar sinnar til ættjarðarinnar, ferðast nokkuð um meginland Norðurálfunnar; frú Maja á eina systur á íslandi. •Halldór M. Swan er frá Bust- arfelli í Vopnafirði og á tvo bræður á lífi á Fróni. Lögberg árnar farfuglum þess- um þessum góðs brautargengis. Telur aukaþing óþarft E. A. Hansford, foringi stjórn- arandstöðunnar í fylkisþinginu í Manitoba, hefir fjargviðrast all- mjög yfir því síðustu daga hve brýna nauðsyn bæri til að fylk- isþing yrði þegar kvatt til funda vegna þeirra dapurlegu atburða, sem gerst hefðu innan vébanda fylkisins af völdum vatnavaxt- anna; nú hefir Campbell svarað þessari kröfu á þann eina veg, sem hægt var að svara henni; hann telur aukaþing óþarft eins og sakir standi, en hitt sé annað mál hvort þingi verði stefnt saman eftir að flóðunum linni, og unt hafi verið að meta tjónið til fullrar hlýtar; þá fyrst en ekki fyr, sé unt að taka nauð- synlegar ráðstafanir til viðreisn- ar og úrbóta, þetta virðist svo augljóst, að ágreiningi ætti naumast að valda; það er síður en svo að stjórnin hafi sofið á verðinu því allir hennar sér- fræðingar hafa unnið að bjarg- arráðstöfunum nótt sem nýtan dag. Forsætisráðherrar Ontariofylk is, Saskatchewan og British Columbia, hafa boðið Manitoba alla hugsanlega aðstoð til lausn- ar þeim erfiðleikum, sem fylkið á nú við að stríða. Halldór M. Swan Bann gegn atómvopnum Frá Geneva barst sú fregn þann 3. þ. m., að sérstök nefnd alþjóðarauðakross samtakanna, hafi sent stjórnarvöldum allra þjóða heims, áskorun þess efnis, að beita sér fyrir um það, að hrundið verði í framkvæmd al- geru banni gegn notkun atóm- vopna; formaður áminstfar nefndar, Paul Rugger, lét þess getið, að erindisbréf um þetta efni hefði vierið sent hlutaðeig- andi þann 20. apríl síðastlið- inn, þó eigi væri frá þessu skýrt fyr en nú. Nýtt barna- heimili. Nýlega hefir borgarstjóri und- irritað fyrir hönd bæjarstjórnar samning við Barnasumardvala- félagið Oddfellowa. Aðalefni samnings þessa er það, að bærinn fær leigulaust til afnota um 15 ára skeið húseign félagsins að Silungapolli, ásamt innanstokksmunum í því skyni að reka þar dvalarheimili árið um kring fyrir 30 börn 3—7 ára gömul, sem ráðstafa þarf af hálfu hins opinbera. Eins og áður segir er samning- ur þessi gerður til 15 ára, en hann framlengist sjálfkrafa um 5 ár í senn, ef honum verður ekki sagt upp af hálfu samnings- aðila með 6 mánaða fyrirvara. VISIR, 3. apríl SÁNING HAFIN Á ýmsum stöðum í Alberta og Saskatchewan er sáning hveitis nýlega hafin, en í Manitoba, jafn vel'utan flóðsvæðanna, er jarð- vegur víðasthvar enn svo rakur, að ekki hefir þótt kleift að byrja

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.