Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. MAÍ, 1950 iögtjerg Gefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA TJtanáskrift rttstjórans: EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbla Press Ltd. 69 6 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada. Authorised as Second Class Mall, Post Offlce Department, Ottawa Tveimur íslenzkum prófessorum boðið til utanfarar Blöð frá íslandi, sem nýlega hafa borist hingað, en gefin voru út í byrjun aprílmánaðar láta þess getið, að tveimur íslenzkum prófessorum hafi verið boðið til utanfarar í sumar; brezkir háskólar standa að boði dr. Sigurðar Nordals, og mun hann fara í fyrirlestra er- indum til Englands í öndverðum júlímánuði; dr. Sigurð- ur er hugsuður mikill, afburðasnjall rithöfundur og einn víðskygnasti bókmentafræðingur íslenzku þjóðarinnar frá upphafi íslandsbygðar; smásögur hans, Fomar ást- ir, eru þannig að innsæi og stílfágun, að þær eiga al- gera sérstöðu í slíkri grein íslenzkra bókmenta, og rit- gerð hans, Samhengið í íslenzkum bókmentum á eng- an sinn líka í bókmentasögu þjóðarinnar; af öðrum snildarverkum dr. Sigurðar má til telja menningarsögu hans og leikritið Uppstignin, sem farið hefir sigurför um landið; dr. Sigurður hefir auk þessa samið ógrynni ritgerða og fyrirlestra, sem mótast af skarpskygni og fjölþættri fræðimensku. J. J. Bíldfell áttræður Þú komst að heiman allslaus, eins og flestir; en íslendingar þóttu starfsmenn beztir: Þó ekkert kynnu, alt á svipstund lærðu, og alla þraut í tekjudálkinn færðu. Þeir stundum gættu erfiðleika engra, en áfram vildu brjótast — komast lengra. Og þú varst altaf einn í þeirra liði, sem áfram keptu að bezta fiskimiði. Og þú varst gæddur þreki, trú og vonum með þjóðararf frá gömlu Víkingunum. Til Klondike, þar sem jörðin gullið geymdi lá gatan — En þig margt og fagurt dreymdi. En hversu mikið gull þér gafst á spaðann 4 það greinir ekki’ — En ríkur komstu þaðan. Þú tefldir djarfan, hvað sem koma kynni; þinn kjarkur hafði bjargað heilsu þinni. Og sá er ríkur, sem að græddi hreysti og sjálfs síns heilsu að fullu endurreisti. — Þú áttir margan góðan dag og glaðan, er gafst þér seinna, er rekja mátti þaðan. Við munum enn þín störf við frónska flotann, með fé og ráðum til að skapa’ og nota’ hann: Og það er víst að eimskip íslands verða um alla framtíð vígð til heillaferða. Og þó að kreppan klipi þig sem aðra — — Hún kleip og beit og reif, sú eiturnaðra — Þá stóðst þú upp og gerðist Grænlandsfari, með gamla þrekið — flestum hugrakkari. Sig. Júl. Jóhannesson. Heimsókn dr. Sigurðar verður Vestur-íslendingum lengi minnisstæð, og munu þeir lengi búa að hinum ítur- hugsaða og stórsnjalla fyrirlestri, er hann þá flutti í Fyrstu lútersku kirkju hér í borg, en hingað kom hann frá Harvardháskólanum þar sem hann árlangt var ráð- inn til fyrirlestrahalda og gat bæði sjálfum sér og þjóð sinni frægðarorð. — Að því er dagblaðið Tíminn skýrir frá, hefir sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík kunngert, að núverandi rektor Háskóla íslands, dr. Alexander Jóhannessyni, verði boðið til Ameríkufarar í sumar; er boð þetta gert, að því er áminstu blaði segist frá, samkvæmt sérstök- um lögum, er 80 þingmenn Bandaríkjanna áttu frum- kvæði að með það fyrir augum, að auka kynni milli Bandaríkjanna og annara ríkja; nú hefir því verið lýst yfir, að dr. Alexander þiggi boðið, og muni leggja af stað vestur síðustu dagana í ágústmánuði; hann mun dveljast í Bandaríkjunum nálægt þremur mánuðum, heimsækja fjölda háskóla og flytja nokkra fyrirlestra; hvort honum veitist kostur á að heimsækja íslend- inga hér um slóðir, skal ósagt látið, þó víst sé um það, að hann yrði þeim kærkominn gestur; auk þess gæti það borið gagnkvæman og æskilegan árangur, að hann gæti haft viðræður við forseta Manitobaháskólans, dr. Gillson, með hliðsjón af væntanlegri stofnun kenslu- stólsins í íslenzku og íslenzkum fræðum við þá menta- stofnun. Dr. Alexander er lærdómsmaður mikill, er einkum hefir getið sér frægðarorð á vettvangi málfræðilegra rannsókna; hann hefir eigi alls fyrir löngu samið gagn- merka bók á ensku, sem gengur undir nafninu Origin of Language — uppruni mannlegs máls; í ýtarlegri grein- argerð um bók þessa í október-desember hefti Eimreið- arinnar, lýsir dr. Jón Stefánsson megin sérkennum bók- arinnar, og kemst meðal annars svo að orði: „Það er óvenjulegt, að íslendingur heima á Fróni riti bók á ensku, en merkilegra er, að enskan er svo góð og að efnið er: Uppruni mannlegs máls, þ. e. uppruni allra mála á jarðarhnettinum“. Áminst bók hefir til brunns að bera f jórar hávísinda- legar ritgerðir um uppruna mannlegs máls, og þess get- ið til að þar hafi fyrst komið til greina eftirhermur, sem átt hafi rót sína að rekja til látæðishreyfinga á tungu og vörum mannsins. „Mannlegt mál er því í sínu insta eðli beint áframhald af pati og látæðishreyfingum frum- mannsins". Að því er dr. Jóni segist frá í áminstri ritskoðun þessarar merku bókar, lagði dr. Alexander í það fjórtán ára verk, „að rekja uppruna Indo-evrópisku málanna og nú semitisku málanna í viðbót“. Ennfremur farast dr. Jóni þannig orð í áminstum ritdómi: „í annari ritgerðinni sýnir hann (dr. Alexand- er) — fyrstur allra — að sumar undirstöður orðmynd- unar eru jafngildar í íslenzku og hebresku, en íslenzkan geymir fleiri indo-evrópísk frumorð, en nokkuð annað lifandi mál“. Niðurlagsorð dr. Jóns eru á þessa leið: „Dr. G. R. Driver, prófessor í semitískum málum við Oxford, hefir ritað formála fyrir bókinni. Fór hann að halda fyrir- lestra um hana nokkru áður en hún kom út. Má segja, að hinn mentaði heimur hefir þegar veitt bókinni mikla eftirtekt. Er það sómi, ekki einungis fyrir höfund henn- ar, en líka fyrir alla íslendinga, að íslendingi skuli auðn- ast að gerbreyta skoðun mentaheimsins á öllu mann- legu máli“. Mikið fagnaðarefni er það í sjálfu sér, og ætti að verða okkur Vestur-íslendingum til nokkurrar hjarta- styrkingar, er ættbræður okkar, vegna frábærs lær- dóms og framtaks, afla sér sjálfum og hinum íslenzka stofni slíks álits út um heim, eins og tveir áminstir fræðimenn hafa gert og eru að gera; það er ein af mörg- um, óhrekjanlegum sönnunum þess hvað í íslenzka stofninn er spunnið, og hve mikils um vert það er fyrir okkur, afkvisti hans í þessari álfu, að láta eigi auðveld- lega okkur úr greipum ganga þau menningarlegu verð- mæti, sem hann býr yfir. Fró Selkirk 27. apríl 1950 Að nafninu til, er sumarið komið. Gá, öllu má nafn gefa; stöðugir kuldar og hörkufrost á hverri nóttu. Bændur eru von- daufir með sáningu í lönd sín, ekki sízt þeir, sem hafa orðið fyrir áflæði. Hér í bænum er byrjað að byggja og miklar lík- ur til að hér verði talsvert um smíðavinnu í sumar. Fyrir tveimur árum var byggt hér nýtt hreyfimyndahús. Full- yrt er að þar sé húsfyllir iðu- lega. Flest af því börn og ungt fólk. Mest er aðsóknin að mið- nætur sýningunum, sem því mið ur eru ekki eins hollar og skyldi. Mest af því góðgæti, sem þar er borið á borð eru glæpa-, morð- og misindis-sýningar. Það er ekki nein furða, þó að ungling- arnir lendi út á glapstigu, þeim er vissulega sýnd aðferðin, og afleiðingin er sú, að unglingar á aldrinum frá 15—19 ára leiðast út í allslags vandræði og verða að sæta þungri refsingu fyrir af- brot sín. Væri ekki ráðlegt fyrir stjórn- arvöld landsins, að líta eftir slík um iðnrekstri, eða skyldu for- eldrar barnanna aldrei þreytast á að leyfa börnum sínum að gang í svarta skóla til Gyðing- anna? Það eru kennarar svarta skólans, sem þarf að dæma, en ekki börnin. Vonandi opnast augu almennings fyrir þessu al- varlega máli, svo að í taumana verði tekið og hættunni, fyrir æskulýðinn, sem frá þessu staf- ar afstýrt. Það ætti að vera sam- eiginlegur áhugi allra, sem þetta land byggja, að standa á verði gegn slíkri óhæfu. í grein minni í Lögbergi fyrir skömmu síðan, gat ég um járn- verkstæðin í Selkirk. Hið fyrra þeirra, járnverkstæðið, var sett á stofn árið 1914. En hið síðara, stálverkstæðið, tveimur árum síðar, eða árið 1916. Því stóra verkstæði hefir íslendingur stjórnað nú síðari árin; heitir hann Jón Hinriksson, hann er Borgfirðingur og án efa ættmað- ur Egils Skallagrímssonar á Borg. Að vallarsýn er Jón með allra stærstu mönnum og má segja um hann hið sama og sagt var um Skallagrím, föður Egils, að hann væri höfði hærri flest- um öðrum mönnum. Jón er mesti myndarmaður og val- menni. Áreiðanlegur í öllum við skiptum og vel látinn af öllum, sem kynni hafa af honum. Kona hans er María, dóttir Gunnlaugs Oddsonar snikkara og konu hans. Voru þau með fyrstu Is- lendingum sem settust að í Sel- kirk. Nú eru þau góðu hjón geng in til hinztu hvíldar, en minning þeirra lifir hjá öllum þeim, sem þektu þau. Úr því að ég fór að minnast á sérstaka menn, þá hefi ég til- hneigingu til að minnast á fleiri en einn eða tvo. Maðurinn, sem í huga mér er, auk þeirra, sem nefndir hafa ver ið, er Jóhannes Sigurðsson kaf- teinn — elzti og bezti skipstjóri á Winnipegvatni, enda er hann oft fenginn til að prófa þá, sem að kafteinspróf taka á Winnipeg vatni. Jóhannes kafteinn hefir alltaf stjórnað stærstu fólksflutninga- skipunum, sem um vatnið ganga. Langt mál mætti rita um Jó- hannes og ekki ófróðlegt, en í þetta sinn verður eftirfarandi saga að nægja sem sýnir í hvaða áliti að hann er hjá þeim, sem að þekkja hann bezt. Tveir ungir menn voru eitt sinn á skipi með honum norður á Winnipegvatni og var illt í veðri og öldurót mikið. Annar maðurinn var frá Selkirk. Hinn var aðkomandi og óvanur ólgu- sjóum. Aðkomni maðurinn hafði orð á að hann væri hræddur við þessi ósköp. Þá svarar Selkirk- maðurinn: „Það er ekkert að ótt- ast. Jóhannes kafteinn stendur við stýrið og engin ástæða til að æðrast“. Svo var ferðinni haldið áfram æðrulaust. Jóhannes kaf- teinn er eyfirzkur að ætt, og bú- inn að vera kafteinn á Winnipeg vatni í 45 ár. Hann er kvæntur Steinunni dóttur Sigvalda Nor- dal, mestu myndarkonu, eins og að hún á ætt til. Hún er forseti Lúterska kvenfélagsins í Sel- kirk. Sigvaldi Nordal er kominn á tíunda tug aldurs ára, en er enn ungur í anda og ber aldur- inn með prýði. Bus. Phone 27 989—Re». Phone 36 151 Rovalzos Flower Shop Our Speelaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlsa K. Chrlstle, ProprMtreas Formerly wlth Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Fundist hafa 10 hrygningar- stöðvar Fasaflóa síldarinnar Rannsóknum haldið áfram á svæðinu frá Hornafirði iil Akraness FUNDIZT HAFA 10 hrygningarstöðvar Faxaflóasíldarinnar, og eru stöðvarnar flestar í námunda við Vestmannaeyjar. Söfnun sýnishorna af eggjum síldarinnar verður haldið áfram eftir því, sem tíðarfar leyfir; en svæðið, sem rannsðknin er framkvæmd á, er allt frá Hornafirði til Akraness. í fréttatilkynningu, sem blað- inu hefir borizt frá Árna Frið- rikssyni fiskifræðingi, segir m. a. um þessar rannsóknir: Undanfarna daga hefir verið aflað margra sýnishorna af sjáv- arbotni í námunda við Vest- mannaeyjar til þess að leita síld- areggja, og hefir einnig verið lagt kapp á rannsókn á ýsumög- um, þar sem kunnugt er, að ýs- an er mjög sólgin í síldarhrogn- in. Söfnun sýnishorna er nú haldið áfram eftir því sem tíðar- farið leyfir, og gerðar hafa ver- ið ráðstafanir til þess að safna ýsumögum á öllu svæðinu frá Hornafirði til Akraness. Þó að þessi liður fiskirannsóknanna sé rétt í byrjun, hefir þegar náðst árangur, sem gefur beztu vonir um, að takast megi að fá yfirlit um hrygningarstöðvar síldarinn- ar. Síldaregg hafa þegar fundizt á botninum á fjórum stöðum, og voru tvö egg í einu sýnishorn- inu, 9 í öðru, 225 í því þriðja og 330 í því fjórða. Þess skal getið, að botngreipin, sem notuð er til þess að ná sýnishornunum, grípur yfir einn tíunda hluta af fermetra, svo að eggjafjöld- inn á hverjum fermetra hlýtur að vera að minnsta kosti tíu sinnum meiri en eggjafjöldinn í sýnishornunum. Þá hafa fund- izt síldarhrogn í ýsumögum á 6 stöðum, og hafa því fundizt 10 hrygningarstöðvar samtals hing- að til. Sumir magarnir voru út- troðnir af hrognum og voru 12 til 15 þúsund í einum, Síldin virðist hafa byrjað að hrygna í kringum miðjan marz, en nán- ari rannsókn á eggjunum síðar mun leiða það betur í ljós. Hrygning virðist hafa farið fram sums staðar mjög nálægt landi allt í kringum Vestmannaeyjar, og þaðan út á 100 m. dýpi eða meir. Botninn á öllum hrygningar- stöðvunum, sem fundizt hafa, er svört möl, blönduð sandi, og er mölin fíngerð, kornastærðin langoftast aðeins örfáir milli- metrar. Við malarvölurnar eru svo síldareggin límd. Ýsan, sem gæðir sér á þeim, verður að gera sér að góðu að éta mölina með, að öðrum kosti nær hún ekki eggjunum, sem aðeins eru 1,2— 1,3 mm. í þvermál. Líklegt er, að aðalhrygningar- stöðvarnar hafi ekki fundizt enn, að þær séu á harðari botni, sem erfitt er að ná sýnishornum af. Rétt er að lokum að taka það fram, að hér er ekki að ræða um Norðurlandssíldina, sem merk- ingarnar hafa nú sýnt að gengur í stórum stíl til Noregs, þar sem hún hrygnir á veturna, heldur er hér á ferðinni sá hluti „Faxa- flóasíldarinnar", sem hrygnir á vorin. — Alþbl. 5. apríl Kennarinn: „Hvaða dýr geng- ur næst manninum?“ Nemandinn: „Lúsin“. Vor tízkan er blómný blómbjört í EATON'S Vor og Sumar VERÐSKRÁ Blaðstða eftlr blaðstðu af töfr- andi ttzku hjá EATON’S á sanngjörnu verði. <*T. EATON C°u.,T.. EATONS KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVIK Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.