Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. MAI, 1950 Drottningin, sem varð bjarg- vættur munaðarleysingjanna „Fólksflóttinn úr sveitinni, sem ég bý í, hefir stöðvast Grísku konungshjónin eru ástsæl af þegnum sínum BANDARÍKJAMAÐUR hafði í nokkrar mínútur beðið í setu- stofu konugshallarinnar í Aþenu þegar ung stúlka, búin léttum klæðnaði, kom inn. — Hárskrýf- ingin, uppbretta nefið og brosið allt var í samræmi við hvað annað. Gesturinn endurgalt bros hennar og heilsaði kankvíslega. Hún svaraði kveðjunni með gleðiblæ. „Eg á að fá áheyrn hjá Grikklandsdrottningu“, — sagði gesturinn nýkomni. — Stúlkan hló glettnislega. „Eg er hún.“ Og það var sannarlega engin furða, þótt gestinum skjátlaðist, um hver komin var. Frederika Louse Thyra Victoria Marguer- ite Sophie Olga Cecilae Isabelle Chriete, fædd prinsessa af Bruns vick og þriggja barna móðir, lít- ur hreint ekki út fyrir að vera eldri en 25 ára, enda þótt hún sé 33. Hún var í Parísarfötum, reyt- ir ekki augnabrúnirnar og hefír þann yndisþokka og persónu- leika, sem mörg filmdísin mætti öfunda hana af. Samt sem áður heldur hún há- tílegl 11 ára hjúskaparafmæli sitt um þessar mundir. Hún er yngsta drottning Evrópu (Eng- landsdrottning er 39 ára, Hol- landsdrottning er 40, Danadrottn ing er 39). Grikkir, sem ; fyrir skömmu umbáru rétt kónung- dóminn, eru hreyknir af honum nú. Frederika er undrið holdi klætt í augum hinna stríðs hrjáðu og sundurþykku Grikkja. Bóndi hennar, Paul, tók við af bróður sínum, Georg II, fyrir 2 árum. Þá hafði konungdómur í Griklandi staðið á heljarþröm síðan 1917, er útlegð Constan- tines konugs olli ýmsum óhappa- verkum. Paul og Frederika breyttu þessu öllu. Konungurinn, sem er hár vexti, fríður og vingjarnlegur, beitti allri orku sinni til að berj- ast gegn kommúnistum. En drottningin valdi sér það hlut- verk að hugsa um grísku börnin. þau sem kommúnistarnir höfðu ekki komist höndum undir að ræna, munaðarleysingjana. Eitt sinn komst hún svo að orði í útvarpsræðu: „Eg skora á grísku þjóðina. Við verðum að bjarga börnunum“. Fólkið hlýddi á hana, sá mynd hennar á götun- um og brást vel við. Á hálfum mánuði var gefin yf- ir ein miljón punda í sjóð drottn- ingarinnar, sem hún stjórnaði sjálf, og vann hún þá 18 tíma á sólarhring. Verkalýðsfélögin í Aþenu báðu félaga sína-að gefa eins dags laun í sjóð drotnning- arinnar, svo að hún gæti komið ahugamáli sínu á rekspöl. Vá- tryggingarfélag í borginni reit henni: „Látið okkur vita, hve mikið 200 börn þurfa til fæðis og skæðis. Við skulum greiða nauðsynlegan kostnað“. Fyrir atbeina drottningarinn- ar var tekið að safna börnunum saman í sérstakar búðir, sem komið var upp í snatri. Þess kon- ar barnaborgir eru nú 54 um ger- valt Grikkland, þar sem 18,000 börn eiga sér hæli. Drottningin er ánægð með það, sem áunnist hefur: „Þessu höfum við áorkað án þess stjórnin legði fram græn- an eyri. — Ekki höfum við held- ur fegnið neina hjálp til þess arna erlendis frá“, segir drottn- ingin. í viku hverri heimsækir Frederika að minnsta kosti eina barnaborgina. Sjaldan fer hún svo til baka, að einhver litli ang- inn hafi ekki klístrað snyrting- una hennar út með einhverju sælgæti. Drottningin hélt aftur útvarps ræðu fyrir nokkru síðan til að hjálpa særðum hermönnum. Þessu sinni talaði hún til allra þeirra, er vindlinga reykja. Lát- ið mig fá verðmæti tveggja vindl inga úr hverjum pakka, sem þið reykið“, sagði hún. Aftur hlóðust að henni peningarnir. Ýms fleiri mál lætur hún sig skifta. Starf hennar er þrungið ósjálfráðum hlýleik og þeirri skipulagningar- hæfni, sem ráðherrar dást oft sð. Tsaldaris utanríkisráðherra fórust orð á þessa leið: „Það er hvort tveggja, að hún hefur skiln ing og þekkingu til brunns að bera.“ Þegar grísku hersveitirnar brutust inn í Konista, þar sem rauk úr húsarústunum og virkin voru sundurskotin, þá lá Paul konungur á sóttarsæng í Ioann- ina. Þá gekk drottningin með tvo herráðsmenn í för með sér í þrjár stundir um grýtt fjalllendi og fór síðan ríðandi á áburðar- hesti nokkrar mílur í viðbót. Þannig kom hún fyrst og sagði við hermenn, sem aðra óbreyttra borgara inn í Konitsa, meðan skothríð kommúnista dundi enn á borginni: „Bóndi minn er veikur, og ég á að standa honum við hlið. En ég held helst, að hann elski ykkur meir en mig, því að hann sendi mig til að vera með ykkur.“ Gleggsti votturinn um vinsæld ir Pauls og Frederiku kom fram í haust, sem leið, þegar hjónin fóru í heimsókn til eyjarinnar Makroneses, en Grikkir kenna þar þúsundum manna úr skæru- liðssveitum kommúnista að verða nýtir þegnar. —Þau skildu jeppann (léttivagninn) sinn eft- ir álengdar og gengu hjá þyrp- ingu þessara þurru manna sem áður voru skæruliðar. Þá voru þau hafin upp og borin á gull- stóli áleiðis, hermennirnir kváðu þeim kvæði og buðu þau velkom in. Frederika, sem er í ætt við b r e s k u konungsfjölskylduna, hlaut menntun sína í kvenna- skóla í Kent. Enn er hún minnug þeirra áhyggjulausu daga, þeg- ar hún sigldi þar og veiddi að vild. Hún talar góða ensku, en grískan var henni torsóttur hjalli að klífa í þá daga, er hún var nýgift. I styrjöldinni var hún í útlegð í Suður-Afríku, og þá lagði hún mikið kapp á grísku- námið. Nú talar hún grísku með lítilsháttar erlendum hreim. Faðir hennar er hertoginn af Brunsvick. Hann er 62 ára að aldri og býr kyrrlátu lífi í fögr- um kstala á hernámssvæði Breta einu sinni komið til Grikklands. í Þýskalandi. Hann hefur aðeins Drottningin eyðir ekki mikl- um tíma í eigin þarfir. Hárgreið- sjan er einföld. Hún gengur oft- ast berhöfðuð. Föt hennar eru ekki íburðarmikil, en lagleg. Hún klæðist einkum silki- eða ullar- fötum þegar hún er í borg- inni. Hún er um of önnum kafin- við málefni ríkisins til að geta lifað venjulegu heimilislífi. — Hún segir: „Eg ver deginum ekki eft- ir neinum föstum reglum, en ég reyni þó að vera með börunum mínum, að minnsta kosti einu sinni á dag, við miðdegisverð eða kvöldverð“, Nú orðið hittir hún litla ríkisarfann, Constantine, sem er 8 ára, ekki nema einu sinni eða tvisvar í viku hverri, því að hann er í heimvistarskóla fyrir drengi í Kifisia, sem er eitt úthverfi Aþenu. Konungsdæturn ar eru hinsvegar báðar með for- eldrum sínum. Sophie er 11 ára, en Irene 7 ára. Um flestar helgar dvelst gríska konungsfjölskyldan í Tatio, sem er um 15 mílur frá Aþenu. Tatoi, er í einkaeign Grikkjakonungs og fékk staður- inn hina verstu útreið, fyrst hjá Þjóðverjum í styrjöldinni, og nú seinna hjá uppreisnarmönnum, svo að hann var seinast að mestu brunninn til ösku. Húsin hafa nú verið reist á ný, en eyðilegt er þar nú samt enn, því að trjá- grþðurinn hefur ekki náð sér. Frederika, sem hefur mikið dá læti á sveitalífinu og að fara í útreiðartúra, gerði Tatio þegar að sínu heimili. — Allsstaðar eru arnar nema í borðstofunni. Og þar sem hún hefur mesta yndi af að sjá skíði loga á arni, þá vill hún helst fá sér arinn í borð- stofuna líka. Hún hefur búið her bergin húsgögnum, svo að eng- inn efast um heimilisbraginn og hlýju hans og á gólfunum eru handofnar gólfábreiður frá Makedoníu. I hinni stóru konungshöll í Aþenu, þar er vítt til veggja að vísu, én kalt. Þar getur andrúms- loft heimilislífsins aldrei orðið ríkjandi. En Frederika hefur samt gert breytingar þar, svo að þar er miklum mun hlýlegra en áður var. En Frederika vinnur verk sitt Þá er nú veturinn liðinn og apríl er á enda, en varla er hægt að segja að vorið sé komið, því apríl hefir verið mjög umhleyp- ingasamur og snjóað við og við allt að þessu, og að undanförnu hafa verið sólarlitlir dagar. Vor- vinna er því hvergi byrjuð hér enn. Veturinn var allharður, en þó skaplegur; í febrúar var góð- ur kafli, en janúar og marz voru harðir og frekir á fóðri og elds- neyti, en menn voru vel við vetrinum búnir, og ekki var neinsstaðar tilfinnanlegur skort- ur, og yfirleitt líður öllu fólki hér sem bezt má verða, eins og á að vera í frjálsu og góðu landi, hafa menn lært mikið af margra ára reynslu, og með því að hag- nýta reynsluna er hægt að fyrir- byggja mörg óhöpp. Annars hygg ég að fólki líði óvíða í þess- um heimi betur en hér og yfir- leitt í Canada, nema ef vera skyldi í Paradísinni handan við „járntjaldið" eftir því sem að sumum vitringunum segist frá, en einhver var svo ósvífinn að segja: „Sá segir mest af Ólafi konungi, sem hvorki hefir heyrt hann eða séð; annars er margt skrítið í Harmoníum. Altaf þykir mér vænt um ísl. blöðin, og gaman af því þegar þau koma. Þau eru sterkasta tengitaugin, sem bindur íslend- inga saman hér í dreyfingunni. Þau koma ævinlega með eitt- hvað nýtt af nálinni, þó þau séu ekki eins herská og þau voru hér fyrrum. Maður hefir gaman af mörgu því sem skrifað er, jafn vel þó maður sé ekki á sama máli, já, jafnvel þó það sé lof- söngur um helstefnuna. Eitt það bezta, sem ég hefi séð lengi, er greinin hans Jóns J. Bíldfells í Lögbergi nýlega, „Litið um öxl“. Það er fjörlega og hressilega skrifuð grein og lífræn — meira af því lífræna, en minna af dauðum bókstaf. Þá þótti mér allmerkileg ritgjörð Stefáns Einarssonar ritstjóra í Hkr. „Andrarímur og Passíu- sálmarnir". Er þar vel á penna haldið og viturlega. Annars er það víst að séra Hallgrímur Pét- ursson og Passíusálmarnir, þó ékki séu að öllu gallalausir, verði slegnir niður í einu höggi, til þess hafa þeir of mikið trúar og skáldskaparlegt gildi; og víða held ég megi leita um bókmenta heiminn til að finna fegurri og lífrænni útfararsálm en „Alt eins og blómstrið eina“ eftir þann sama Hallgrím Pétursson, jafnvel þó hann sé máske ekki alveg gallalaus. Þá er að minnast helztu frétta: Þann 13. febrúar s.l. andaðist hér í bænum, að heimili dóttur sinn ar, önnu Johnson, Kristjana Soffía Jóhannsdóttir Backman, 87 ára gömul ekkja eftir Giið- mund Backman, er hér dó 1935. Kristjana var vönduð kona og vel látin, iðjusöm og trygglynd. Hún var fædd á ísólfsstöðum á Tjörnesi. Kom vestur snemma á tíð, hefir lengi verið hér í bygð, þó var hún nokkur ár í byrjun. aldarinnar í Vatnabygðum Sask. þar sem þau hjón voru frum- herjar. Hún var jarðsungin af séra E. H. Fáfnis 17. febrúar. í febrúar fóru þau Mr. og Mrs. C. Dalman úr Argyle-byggðinni vestur á Kyrrahafsströnd og suð ur um Bandaríki. Þau ferðuðust í bíl og munu nú vera komin heim aftur. Hér voru á ferð í heimsókn til af elju og alúð, hvort sem er í hlutverki drottningar eða, hús- móður. Eitt sinn sagði hún við gest sinn: „Það er bæði æsandi og skapandi starf, sem ég hefi í hlutverki Grikklandsdrottning- ar.“ Hún er sama sinni og Paul um það, að heilbrigð konung- stjórn, og hún ein, geti bjargað Griklandi frá stjórnleysi. Með bros á vör, hlýtt hjartalag og hæfileikann til að hugsa í dag það, sem þjóð hennar hugsar á morgun, þá hefur henni á sinn hátt orðið vel ágengt með að fá Grikkjum aftur heilbrigði sálar og líkanna. (Úr ,JIews Review) ættingja Mr. og Mrs. W. J. Ánd- erson frá Edmonton, eru þau upphaflega héðan úr þessu byggðarlagi, en hafa nú lengi bú ið í Edmonton. í byrjun marz voru hér á ferð þau Mr. og Mrs. Thor Frede- rickson, sem lengi hafa búið í Jasper, þar sem þau hafa stjórn- að matsöluhúsi. Áður fyr voru þau í Melville, Sask. og Carman, Man. (Tom er sonur þeirra 01- geirs Frederickson og Vilborgar konu hans, er lengi bjuggu í Ar- gyle), kona Toms er hérlend. Skapti Sigvaldason frá Minne- sota var hér einnig á ferð seint í marz í heimsókn til ættingja. Hr. Goodie Einarsson bóndi í Argyle fór til San Fransico snemma í vetur og dvaldi þar í nokkra mánuði hjá dóttúr sinni (Mrs. Christopherson). Hann er nýlega kominn heim aftur; synir hans tveir fóru einnig í kynnisferð til Bandaríkjanna, Henry með föður sínum, en Lloyd til Longmont, Colorado, þar sem móðurbræður hans búa, Frank og Jón Sigvaldasynir. í byrjun marz kom séra Eric H. Sigmar heim frá Vancouver, B.C., þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur; h e f i r hann átt mjög a n n r í k t síðan hann kom heim og lagt mikla rækt við starf sitt. Á páskunum hafði h.mn mjög hátíðlega guðs- þjónustu, var söngflokkurinn sérstaklega æfður og söngurinn hátíðlegur sem bezt gat verið, var kirkjan fullskipuð. Á mánudagskvöldið e f t i r páska var samkoma í kirkjunni þar sem söngflokkurinn söng páska kantötuna, „Christ Vic- torius“ við mikinn orðstír. Var sérstaklega vandað til æfinga og söngkraftar góðir. Auk safnaðar söngflokksins voru nokkrir með úr Frelsissöfnuðinum, og einir tveir hérlendir. Síðan hefir kan- tatan verið sungin í Cypress River og Baldur, alls staðar við góða aðsókn, þrátt fyrir vonda vegi, og stendur til að hún verði sungin í Ninette seinna í vor. Þá hafa verið hér kærkomnir gestir núna þessa síðustu daga langt að komnir, þær frú Ben- tína Hallgrímsson frá Reykjavík og dóttir hennar frú Thóra Fawdry með tvö börn sín. Þær áttu heima í þessari byggð frá 1903—1925, það tímabil sem hinn vinsæli og góði prestur, séra Friðrik Hallgrímsson þjónaði í Argyle prestakalli. Eftir fráfall séra Friðriks á s.l. sumri kom frú Bentína vestur og hefir dval ið hjá dóttur sinni áðurnefndri í Toronto vetrarmánuðina; er hún bráðlega á förum aftur heim til ættjarðarinnar. Frú Thora er gift brezkum manni sem nafnið bendir til, hafði hann ábyrgðarstöðu í brezka hernum á Islandi og víð- ar á stríðsárunum, síðan þau giftust hafa þau búið í London, Gíbraltar og Toronto, eru þau nú á förum aftur til Englands, þar sem Col. Fawdry skipar mikla ábyrgðarstöðu hjá stóru verzlunarfélagi. Sem stendur er hann í Suður-Ameríku í verzl- unarerindum. Þessir góðu gestir eiga fjölmarga vini hér, þó 25 ár séu liðin síðan þær fluttu til Islands. Á þriðjudaginn 2. maí voru þær á Baldur, slógu þau Mr. og Mrs. S. A. Anderson húsi sínu opnu og buðu íslendingum og öðrum vinum þeirra allan síð- og ég tel það mest að þakka þeirri auknu bjargræðistrú, sem menn hafa fengið við tilkomu nýja fjárstofnsins“, sagði Jóhannes E. Levý, odd- viti í Þverárhreppi. JÓHANNES E. LEVÝ, oddviti í Hrísakoti í Þverárhreppi í Vestur-Húnavatnssýslu hefir ver ið hér í bænum undanfarna daga i erindum sveitar sinnar, og hitti tíðindamaður Tímans hann að máli í gær. — Veturinn hefir verið afburðagóður, sagði Jó- hannes. Bændur hafa komizt af með mjög lítil hey, en hins vegar gefið talsverðan fóðurbæti. —Þið skiptuð um fjárstofn fyrir tveim árum. Hefir nýi stofn inn ekki reynzt ykkur vel? —Jú, ekki er hægt annað að segja, og sums staðar er hann þegar kominn hér um bil upp í þá fjártölu, sem áður var, og alls staðar er fjölgunin á góðum vegi. Það er líka óhætt að full- yrða, að þessi nýi og hrausti stofn hefir gefið mönnum nýja og aukna bjargræðistrú, og það er áreiðanlega mest honum að þakka, að fólki er hætt að fækka í sveitinni. Það er komin stöð- vun, þar sem áður var flótti, og ef til vill má vona, að aftur fari að fjölga. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund, hve mikið vonleysi hinn sjúki fjárstofn skapaði né hve lamandi áhrif mæðiveikinnar voru á bjarg- ræðistrú manna. —Hafa margar jarðir farið í eyði í sveit þinni síðustu ára- tugina? —Já, ekki er hægt annað að segja. Síðustu tvo áratugina munu ellefu jarðir í hreppnum hafa farið í eyði og sumar þeirra góðar jarðir. En nú er fólkinu hætt að fækka, og vonandi byggj ast sumar eða flestar þessar jarð ir aftur. I vor mun hin fyrsta þeirra byggjast á ný, og er það fagnaðarefni. Nauðsyn að halda fjárskiptum áfram. —En er nýi fjárstofninn ekki i sýkingarhættu frá öðrum lands hlutum, sem ekki hefir verið skipt í? —Jú, fé Húnvetninga og Borg- firðinga hefir löngum gengið saman suður á heiðum, þótt nú sé það ekki lengur, og gerðar ari hluta dags að mæta þeim þar og endurnýja forna vináttu. Heimsóttu þær um daginn um 70 menn og konur. Á fimtudags kvöldið var gleðimót til að fagna þeim í ísl. kirkjunni í Glenboro. Þar var ofurlítið prógram, söng- ur og stuttar ræður. Forsetar safnaðanna, F. Frederickson (Glenboro), H. S. Sveinsson (Fríkirkju) og B. S. Johnson (Frelsis), ávörpuðu frú Bentínu, og S. A. Anderson (Immanuel Baldur) sendi kveðju. Auk þess töluðu Mrs. P. A. Anderson fyr- ir hönd kvenfólksins og G. J. Oleson fyrir hönd byggðarinnar. Þeir séra Eric, A. Sigmar, O. Josephson og O. Sigurðson Bréf frá Glenboro 24B—26V2 sungu fjórraddað tvisvar. Séra Eric söng einsöng og hafði sam- komustjórn og flutti ræðu, bæði á ensku og íslenzku. Frú Bentína flutti ágæta ræðu að lokum og mintist á margt frá liðinni tíð og þakkaði fyrir þessa kvöld- stund og alla vináttu. (Því mið- ur gat frú Thóra ekki verið þarna viðstödd, varð á síðustu stundu að fara til baka til Win- nipeg). Á milli þátta voru ætt- jarðarsöngvar sungnir af öllum með mikilli hrifningu. Þrátt fyr- ir afskaplegt hrakviðri var kirkj an alskipuð. Á eftir voru ljúf- fengustu veitingar í neðri sal kirkjunnar, og gafst frú Ben- tínu þar tækifæri til að endur- nýja fornan vinskap og heilsa upp á nýja vini. Þessi kvöld- stund vakti upp margar hugljúf- ar endurminningar frá löngu lið inni tíð og var í alla staði vel skipulögð og hin ánægjulegasta. G. J. Oleson hafi verið girðingar milil afrétta. Við þessar girðingar er auðvitað reynt að hafa öflugar varnir, en vafamál má telja, hvort hægt er að tryggja slíkar varnir að fullu, og mikið er í húfi. Eg tel því, að fjárskiptum í þeim landshlutum, sem enn búa við mæðiveiki, verði að hraða mjög, bæði veg- na afkomu þeirra héraða sjálfra og sýkingarhættunnar, sem nýir stofnar í öðrum héruðum eru í. Hér er of mikið í húfi til þess að nokkru megi hætta. —Annars vil ég geta þess í sambandi við endurbyggingu jarða, sagði Jóhannes, að ég tel nauðsyn bera til að breyta ábúð- arlögunum á þá lund, að eigend- ur jarða geti ekki haldið þeim ó- nytjuðum að miklu eða öllu leyti árum saman, þótt unga bændur vanti jarð næði. Tel ég nauðsyn- legt að gefa hreppsnefndum rýrnri hendur til að ráðstafa slíku jarðnæði, ef það er ónotað. Það er óverjandi, að eigendur, sem ekki búa á jörðunum, nytji kannske aðeins veiðirétt þeirra, en þær leggist í órækt og niður- níðslu að öðru leyti. Þannig má ekki halda jörðunum, ef til eru bændur, sem vilja búa á þeim. —Hvernig eruð þið staddir í vegmálum? Sæmilega að því er telja má. Þó vantar nú herzlumuninn á, að vegur komist umhverfis Vatnsnes, en vonandi verður það á næsta sumri. Með honum næði saman hringur vegakerfis um vestanverða sýsluna á því svæði, sem sækir verzlun til Hvamms tanga, og yrðu allir flutningar þá miklu hagfelldari. Ef mjólkurbú verður reist á Hvammstanga, sem þegar hefir verið hreyft, yrði hægt að ná til alls svæðisins um flutninga að og frá verzlun- arstaðnum í einni hringferð. Það mundi og verða all-fjölfarin ferðamannaleið, því að það er fallegt og sérkennilegt á Vatns- nesinu. Annars vantar okkur nú að fá bættan svokallaðan Ásbæjaveg, sem nú er sýsluvegur. Þyrfti þá brú á Víðidalsá gegnt Stóru- Borg. Þessi vegur liggur fram hjá Borgarvirki, sem nú er verið að endurreisa, og verður það fjöl sótt af ferðamönnum. Þarna er talið ágætt brúarstæði á ánni. —Vantar víða síma í hreppn- um? —Hann vantar enn á 10 bæi, og er það nú eitt mesta áhugamál okkar að fá hann, svo að sími verði á hverjum bæ. Var ég að reyna að þoka því máli áleiðis, en í mörg horn virðist að líta í því efni og því erfitt um vik. Þó vil ég treysta því fastlega, að það dragist ekki lengi úr þessu. Síminn er ómisandi. —Hefir mikið verið ræktað? —Já, allmikið. Þó hefir verið sá hængur á, að beltisdráttarvél sú, sem við áttum að njóta, hef- ir staðið aðgerða laus síðan snemma í fyrrasumar, vegna þess, að í hana vantar lítið vara- stykki. Er slíkt óþolandi, og til iítils að kaupa dýrar vélar, ef ekki er hægt að halda þeim gang andi. Ein skurðgrafa hefir starf- að á þessu svæði, en það er of lítið og stendur á framræslu. Lít- ið er byggt, en margir hafa hug á að byggja bæði íbúðarhús og peningshús og hafa sótt um fjár festingarleyfi, en enginn veit, hvort þau fást. —Hefir kaupfélagið staðið í miklum framkvæmdum að und- anförnu? —Já, allmiklum. Það hefir lok ið byggingu hraðfrystihúss og og verið er nú að byggja íbúðar- hús fyrir kaupfélagsstjóra. Nú verður ekki lengur hjá því kom- izt að byggja verzlunarhús, því að starfsemi félagsins er vaxin upp úr húsastakknum fyrir löngu. Hinn nýi kaupfélagsstjóri, Karl Hjálmarsson, sem kom að félaginu fyrir tveim árum, er mjög ötull maður og vel látinn, og hefir verzlun héraðsmanna við kaupfélagið vaxið mjög hin síðari ár. —Tíminn, 4. apríl Bréf fré Glenboro

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.