Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.05.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. MAÍ, 1950 Úr borg og bygð The Dorcas Society of the First Lutheran Church is pub- lishing a Cook Book similar to the well known edition publish- ed some years ago by the Ladies’ Aids of this chureh. This attrac- tive book of recipes which costs $1.50 plus postage is expected to be available by the first of May. Advance orders are now being received by: Mrs. Margret McDonald, 11 Regal Ave., St. Vital, Manitoba. Miss Jenny Olafson, 22 Fermor Avenue, St. Vital, Manitoba. ☆ _ — HJÓNAVÍGSLUR — framkvæmdar af séra Valdi- mar J. Eylands, í Fyrstu lút- ersku kirkju. 8. apríl: William Douglas Wat- son, og Norma Victoria Hannes- son, dóttir Jóns Hannessonar, kaupmanns í Langruth. 29. apríl: Herold Patson, og June Shirley Friðfinnsson, dótt- ir Kristjáns heit. Friðfinnssonar, sonar Jóns Friðfinnssonar, tón- skálds. 6. maí: Eugene Henry Zakala, og Beverley Kristjana Einarson, dóttir Kristjáns Einarsonar, og konu hans Olive Chiswell Ein- arson. 29. apríl voru gefin saman að 17 Buckingham Apts., í Winni- peg, þau Heybert Gunnlaugur Henrickson, og Kathleen Esau. Mr. Henrickson hefir um nokkur ár verið féhirðir og skrifari Sunnudagaskóla Fyrstu lútersku kirkju, og móðir hans Þjóðbjörg (Swanson) Henrickson er vel þekkt meðal íslendinga í Winni- peg og víðar. 22. apríl: Herbert Eiric Eyjólfs son og Kathleen Mooney, bæði til heimilis í Riverton, Man. ☆ TILKYNNING — Allir, sem hafa á höndum út- sölu ársritsins Árdís síðastl. ár (1949), og hafa ekki gjört skil eru beðnir að gjöra það nú þegar. Það er mjög áríðandi að hvert hefti seljist, og borgun sé kom- in til mín 27. maí, í tíma fyrir yifirskoðun bókanna og fyrir Kvennaþingið, sem haldið verð- ur að Lundar, Man. 2., 3. og 4 júní næstkomandi. Ef einhver óskar eftir að koma æviminningum og myndum í næsta hefti Árdísar (1950), ætti það að sendast sem fyrst til Mrs. B. S. Benson Columbia Press Wpg. og borgun látin fylgja fyr- ir myndamót, $4.00 vanaleg stærð. Vinsamlegast, I. GILLIES The Annual meeting of the Icelandic Canadian Club will be held in the lower Auditorium of the Federated Church on Man- dy May 22nd, 1950. Flood con- ditions permitting. Announce- ment in next weeks issue. ☆ Frú Bentína Hallgrímsson, sem dvalið hefir hér um slóðir í undanfarinn hálfsmánaðar- tíma, og heimsótt íslenzku bygð- arlögin í Argyle, lagði af stað á- leiðis til Islands síðastliðið mánu dagskvöld; hún siglir með Trölla fossi, sem fer frá New York þann 20. yfirstandandi mánaðar; frú Bentína er vinmörg, meðal íslendinga vestan hafs, þeir þakka henni komuna og árna henni góðs brautargengis. ☆ Herra Grettir Eggertson raf- urmagnsverkfræðingur k o m heim um helgina ásamt frú sinni eftir alllanga dvöl í New York. ☆ DON’T gamble your life and limbs and those of others for the sake of a few seconds ”gained“ time. DON’T drive when you’ve had a drink, or are feeling ill or over-fatigued. Driving re- quires a 100% efficiency. DON’T overtake on hills or cur- ves, ”cut in”, or change lanes or pull from the curb, suddenly. DON’T count on the other fel- low; act for your self. DO obey traffic laws, signs and signals; they were planned for your protection. DO give the standard signals of your intentions, whep driv- ing. Place your insurance with J. J. Swanson & Co. Ltd., 308 Avenue Building, Winnipeg, Manitoba, Phone 927-538. Skuggsjá Veitingamaður einn í borginni 1 Budapest brá sér nýlega á cirkus sýningu. En sú skemtun varð honum dýr. Hann hafði með sér veski með miklu af peningum í og lagði það hjá sér á meðan hann borgaði inngangseyrinn. En taminn fíll kom auga á vesk- ið og greip það með rananum með svo miklu snarræði, að eig- andinn náði því ekki. Dýratemj- arinn neytti nú allra bragða að ná því, en ekkert dugði, fíllinn, át það upp til agna og kyngdi með beztu lyst allri seðlatugg- unni. Veitingamaðurinn fór í mál, en hafði ekkert upp úr því, fíllinn var sýknaður með þeim forsendum, að ekki kæmi til mála að setja fílinn í hegningar- húsið. 680 Banning St. Winnipeg, Man. Gg kaupi hæzta verBi g-amla íslenzka muni, BVO sejn tóbaksdöalr og pontur. hornspæni, útakornar brlkur, einkum af Auaturi&ndl, »g væri þ& æskilegt, ef unt værl, ferB yrCi grein fyrir aldri mun- inna og hverjir hefBu smiBað þ*.. HALLDÓR M. SWAN, 912 Jessie Avenue, Winnipeg - Simi 49 958 Ladies! PERMANENTS! Latest Paris, Hollywood and New York styles. Lasting. Guaranteed. Golden Cream Oil Waves, $3.50 Golden Cold Waves $4.95 (Prices include a bottle of exquisite perfume.) The finest permanent wave you’ve ever had. Remember, you’ll be at your loveliest in 1950 with a GOLDEN permanent wave —given by professional experts only. No appointment necessary at the— Golden Beauiy Salon (In the Goiden Drugs) St. Mary’s at Hargrave, Winnipeg Back of Eaton’s Mail Order—1 block south of Bus Depot—across from St. Mary's Cathedral. PHONE 925 902 ☆ Þegar fyrri heimsstyrjöldin baruzt út átti þýzki herinn 21000 bréfdúfur, sem skipt var niður á landamæraherdeildirnar. ☆ Við landamæri Persíu búa Selim Agar og kona hans. Þau halda því fram, að þau séu elztu hjón í heimi, þar sem þau eru búin að vera gift í yfir 100 ár. * ☆ „Hvaða afl í heimi gat fengið þig til að fara aftur til konunn- ar þinnar, þegar allir samþyktu, að hún hefði haft rangt?“ „Vatnsafl". „Vertu nú einu sinni alvar- legur“. „Ég meina það. Ég þoldi ekki hvernig hún grét“. ☆ Helmingur kvenna heimsins gerir menn að fíflum — hinn helmingurinn gerir menn úr fíflum. ☆ Á Ceylon er auðvelt fyrir hjón að fá skilnað. Þegar maðurinn segir eða skrifar til konu sinnar: „Þú ert skilin“, eru þau skilin, hvort sem henni líkar betur eða ver. Þegar kona nokkur nýlega mótmælti skilnaðinum fyrir rétti og hélt því fram, að hún hefði ekkert bréf móttekið, veitti rétturinn manninum fylgi sitt. Fyrst hann bara skrifaði orð in, skipti það engu máli, hvort hún hefði fengið bréfið. Þjóðhótíðir og þýðing þeirra. Framhald af bls. 5 III. Tímar líða. Svo dreifðust Islendingar út um alla þessa álfu, beggja megin landamæranna, stofnuðu ný- lendu hér og nýlendu þar. Þeir mættu ýmist gæfu og gengi eða vansælu og vonbrigðum. Hug- urinn var þó altaf heima, og það svo mjög að margir áttu í hinu mesta hugarstríði vegna heim- þrár og leiðinda. Þeir eru ótald- ir, sem enga hugsun áttu eins á- kveðna og þá að vinna sér inn nægilega mikla peninga til þess að geta komist heim aftur. En þá var kaupið lágt og til þess þurfti langan tíma að safna í fargjaldið. Meðan sá langi tími var að líða, sljófgaðist heimþrá- in smátt og smátt og leiðindin minkuðu. Rökfærsla og skyn- semi náði smám saman jafnvægi við tilfinningarnar. Um það var þá hugsað, hvílík sneypuför, hví- líkt aprílhlaup það hefði verið að fara frá öllu heima, með alls konar bollaleggingum um glæsi- legan sigur, en hverfa svo heim aftur og koma með tvær hendur tómar. Nei, þeir gátu það ekki — fjölskyldufólkið — fólkið með barnahópinn — átti þess engan kost vegna fátæktar; einhleypa fólkið gat það ekki sóma síns vegna — jafnvel þótt það hefði verið því mögulegt efnalega. Niðurstaðan hjá flestum varð því sú að eyða æfinni hér úr því hingað var komið og láta kylfu ráða kasti. Enda var það sýnilegt að hagur fólksins, yfir höfuð að tala, fór smábatnandi, þó hægt færi. Þannig liðu árin þangað til andi Milwaukee hátíðarinnar reis upp einn góðan veðurdag og minti menn á þann viðburð sög- unnar að nú væru nálega liðin fimmtíu ár — hálf öld — síðan hann lét til sín heyra. Þeir menn, sem vöknuðu við þennan boð- skap, fengu formann íslendinga- dagsnefndarinnar á Gimli til þess að grenslast eftir því, hvern ig hugafar fólks væri yfir höfuð viðvíkjandi fimmtíu ára minn- ingarhátíð. Þessi maður var Bergþór Thordarson. Tók hann sig til og ferðaðist um allar bygðir Nýja-íslands — sem munu hafa verið tíu, og kom aftur heim með þær fréttir að allir væru hlyntir hátíðarhug- myndinni. Var þá kosin fárra manna nefnd, sem smám saman bætti við sig. Þessi nefnd birti í íslenzku blöðunum áskorun til allra íslenzkra bygða hér í álfu að taka þann þátt í hátíðahald- inu, sem þeim væri mögulegt. Sérstaklega var skorað á þær bygðir, sem væru á líkum aldri og Nýja-íslad — fimtíu ára, að vera með. Allar jafnaldra bygð- ir. IV. Fyrsta kveðja að heiman. Það var margt, sem skeði ein- mitt þetta sama ár, sem hvatti til þessa hátíðahalds. Eitt af því — og það, ef til vill, fremur en alt annað — var það að hér vestra var staddur góður gestur, sem allir vissu að skapa mundi hátíðinni sérstakan og aðlaðandi blæ. Það var skáldið og rithöf- undurinn Einar H. Kvaran. Hann hafði verið einn af oss og var áreiðanlega vinsælastur hér allra þeirra manna, sem að heim an höfðu komið. Hann var ekki einungis staddur hér sem prívat maður, heldur átti hann einnig að mæta hér á hátíðinni sem fulltrúi frá þjóð og stjórn á ís- landi, flytja blessunar- og bróð- urkveðjur, virðingar- og viðáttu orð. Var þetta í fyrsta skipti* sem stjórnin á íslandi hafði falið það nokkrum sérstökum manni að flytja kveðju í hennar nafni og þjóðarinnar til Vestur-íslend- inga. Var því mjög fagnað, og mun fátt hafa spunnið styrkari streng í bræðrabrúna milli ís- lendinga vestan hafs og austan. V. Ræða Coolidge Þá lyfti það einnig undir á- huga manna að þetta sama sum- ar héldu Norðmenn hundrað ára landnámsminningu í Minnea- polis. Þar mætti Thos. H. John- son ráðherra fyrir hönd forsætis ráðherrans í Canada og sem full- trúi íslendinga norðan landa- mæranna. Var það mikill heið- ur að skipa þar sæti æðsta manns landsins, sem boðinn var á hátíðina, en gat ekki mætt. Annar merkur Islendingur mætti sem fulltrúi íslendinga sunnan landamæranna. Var það hinn mikli og snjalli blaðamaður Gunnar B. Björnsson. Báðir fluttu þessir menn hinar ágæt- ustu ræður og fóru ekkert dult með það að þeir væru.íslending- ar. Hafa þær ræður óhjákvæmi- lega hækkað íslendinga allmikið í áliti hérlends fólks. Á Norðmanna hátíðinni mætti Calvin Coolidge, þáverandi for- seti Bandaríkjanna og flutti þar langa ræðu og mikla. Þar er stórmerkur kafli beinlínis um Is- land og íslendinga, og finst mér það eiga við að birta hann hér: „Stund eins og þessi leiðir fram fyrir sjónir vorar liðnar tíðir, sem anars er hætt við að gleymist — jafnvel sagnfræðing- unum. Þessar minningar hátíðir knýja oss til þess að athuga — á sérstakan hátt — vora eigin sögu. Alt það liðna er endurlif- að í framtíðinni. öll verk og allar hugsanir þeirra, sem gengn ir eru til hinnar hinstu hvíldar, hafa sett mark sitt á það, sem við gerum og hugsum. Leifur Eiríksson virðist hafa fundið Vesturheim 500 árum á undan Columbusi. Það virðist ekki hafa verið nokkrum vafa bundið að nokkrum hundruð- um ára áður en Columbus fædd- ist, þá fæddist hér í álfu svein- barn af norrænum foreldrum, sem síðar varð nafnkendur stærð- og stjörnufræðingur, og sem að líkindum átti ekki lítinn þátt í því að útbreiða þá þekk- ingu, er Columbus átti yfir að ráða. Á meðal hinná allramest að- laðandi kafla nokkurs tímabils er saga íslands. Svo öldum skipti varðveitti þetta litla, norðlæga lýðveldi, ljós hinnar fornu menn ingar, þegar menningarleg birta í öllum heimi virtist vera að því komin að formyrkvast. Vér höfum lengi þekt hinar göfugu íslenzku bókmentir, sem framleiddar voru á þeim hálí- rökkurs mannsöldrum; en vér vitum of lítið um það hlutverk, sem íslendingar unnu, sem for- vígismenn norrænnar menning- ar með því að brúa það dimma djúp, sem liggur á milli hins gamla og nýja tímabils sögunn- ar. Þessir synir Þórs og Óðins og hinna frjálsu Norðurlanda, eru í huga vorum sem aðalbornir æfintýramenn. Spor þeirra liggja frá Noregi til íslands, frá Islandi til Grænlands og frá Grænlandi til meginlandsins". íslendingum þótti vænt um þessa ræðu, eins og vænta mátti. Og þá hitnaði þeim ekki síður um hjartaræturnar, þegar þeir lásu í blöðunum ræður landa sinna — Thos. H. Johnsons og Gunnars B. Björnssonar á Norð- manna hátíðinni: I ræðu Thóm- asar var þessi setning meðal annars: „Hæfileikar mínir eru takmarkaðir, þegar leysa skil slíkt vandastarf af hendi, að mæla fyrir hönd forsætisráð- herrans í Canada, og mér mundi fallast hugur, ef ég ætti ekki því láni að fagna að vera Canadamaður, sem er af nor- rænu bergi brotinn og íæddur íslendingur. Séra B. B. Jónsson sótti þessa fjölmennu Norðmanna hátíð (Hana sóttu um hundrað þúsund manns). Hann hefir þetta að segja um framkomu Johnsons: „Ég kem mér ekki að því að ljúka verðungu lofsorði á fram- komu Johnsons við þetta tæki- færi; en það má ég segja íslend- ingum, að nafn hans var á hvers manns vörum þar syðra eftir þetta“. Þá hafði ekki síður verið glæsi leg framkoma Gunnars B. Björnssonar, sem mætti á Norð- manna hátíðinni fyrir hönd Bandaríkja íslendinganna. Með- al annars fórust honum orð á þessa leið: „Noregur hefir verið vagga frelsis og sjálfstæðis, frá því að geislar hinnar fyrstu mið- nætursólar vörpuðu dýrðar- ljóma sínum á ásjónu hins inn- fædda lýðs. En það var innan vébanda hins íslenzka lýðveldis — á íslenzkri mold — að Eiríki hinum rauða fæddist sonur, sem Leifur var nefndur og fann Ame ríku árið eitt þúsund. Eiríkur rauði var innfæddur Norðmað- ur — útlagi, sem leitaði öryggis á Islandi, og fann það þar. Eftir nokkurra ára dvöl á ís- landi kvæntist Eiríkur og gekk að eiga innfædda konu — að sjálfsögðu þó af norskri ætt. Fyrir þessum hjónum átti það að liggja að eignast son, sem fann meginland það hið mikla, sem nú byggjum vér“. Því má nærri geta hvernig alt þetta fylti menn áhuga og skapaði hjá þeim eldmóð og nýtt líf við undirbúning íslenzku há- tíðarinnar. (Framhald) „Vesalings Lola. Hún var illa svikin á að giftast Goldrox gamla“. „Nú, átti hann enga peninga eftir allt saman?" „Jú, jú, fullt af peningum, en hann er tíu árum yngri en hann sagðist vera“. ☆ Stærsta orðabók í heimi kom út í Lundúnum árið 1928. Hún gefur allar upplýsingar um 414,000 ensk orð, sem notuð hafa verið síðan árið 1200. Fimtíu ár hefir það tekið að semja þessa orðabók, sem er 12 bindi, og koma henni út. Hún kostar 7500 dollara. ☆ „Hvað er að konunni þinni? Hún er svo sorgmædd á svip- inn“. „Hún fékk hræðilegt áfall“. „Hvernig þá?“ „Hún fór til að hjálpa til við basar, sem var haldinn fyrir kirkjuna, tók af sér nýja hatt- inn, sem kostaði 200 krónur, og einhver seldi hann á tíkall“. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eyland*. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ — Argyle presiakall — Sunnudaginn 14. maí, mæðradaginn. Baldur, kl. 11 f. h. Brú, kl. 2.30 e. h. Glenboro, kl. 7 e. h. Eric H. Sigmar ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 14. maí (Minningardagur mæðra) Ensk messa kl. 11 árd. Foreldrar og börn sérstaklega beðin að fjölmenna. Enginn Sunnudagaskóli íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ☆ Guðþjónuslur í Lútersku kirkjunni í Langrulh: Sunnudaginn, 21. maí, íslenzk guðsþjónusta, kl. 2 e. h. Á Hvítasunnu, 28. maí, ensk guðsþjónusta, kl. 2 e. h., ferming og altarisganga. Komið og hvetjið aðra til að koma. Rúnólfur Marieinsson ☆ — Churchbridge prestakall — Sunnud. 14. (Mæðradagur). Messað verður í Konkodia kirkjunni á ensku kl. 1 síðdegis. Öll fermingarbörnin eru beðin um að mæta strax, í kirkjunni, eftir guðsþjónustuna. J. Fredriksson ☆ Árborg-Riverion prestakall 14. maí — Hnausa, messa kl. 2 e. h. — Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. 21. maí — Geysir, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason DATE, DEPTH AND RATE OF SEEDING BARLEY Barley is more responsive to variation in the date, depth and rate of seeding than most of the other grain crops. These variations affect both the yield and quality of the crop. Daie of Seeding In general, eariy seeding increases the yield, improves the quality and usually makes possible the early harvesting of the crop. Of course, it must not be planted so early that it emerges before “killing frosts” have passed, as barley is very susceptible to damage from spring frosts. In the control of weeds, late seeding is necessary; when barley is used for this purpose, the yield will be low and the quality poor. Montcalm and OAC 21 respond to early seeding better than most of the other varieties. In general, early seeding of these varieties produces the best malting barley. Where barley is used for weed control and one or more crops of weeds are to be killed before planting, Gartons would give better results. When used for this purpose Gartons usually produces barley of only feed quality. Depth of Seeding Barley is frequently planted too deep to give the best yields and produce good quality. This is often the case with Montcalm and OAC 21; when sown on summerfallow or after row crops. When planted early with moisture near the surface of the soil, one to one and a half inches deep, give the best results, When planted late and when the surface soil is dry, deeper seeding is necessary. Under these conditions barley should be planted 1% to 2% inches deep. Rate of Seeding The rate of seeding depends upon the available soil moisture throughout the growing season. When sown on summerfallow or row crop land, with a large amount of reserve moisture, the seeding should be at from 1 Vz to 2 bushels per acre. If sown on stubble land with a little or no reserve moisture, the rate of seeding should be reduced to from about one to one and a half bushels per acre. The rate will also depend upon the viability of the seed. If the seed germinates íess than 80 per cent, increased amounts of seed should be sown. The increased amount will depend upon the percentage germination. Thus, if it germinates 60 per cent the rate should be increased about V\ to % bushel more per acre. For further information, write for circular on “Cultural Practices in Barley Production” to the Barley Improvement Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg, Manitoba. Seventh of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-255

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.