Lögberg - 25.05.1950, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. MAÍ, 1950.
Guðmundur Jónsson frá Húsey:
Björn Jónsson Mathews
(Niðurlag)
Björn sat nú að búi sínu í eyj-
unni um nokkur ár, og mun hafa
grætt vel, því að þá voru góð ár
og stofninn álitlegur. Þá kyntist
ég Birni fyrst hér í landi. Sást
þá óvíða eins myndarlegt heim-
ili í nýlendum. Það var mikill
gróðahugur í honum þá, en ég
skildi það seinna, að hann hugs-
aði þá mest um að safna fé til
þess að geta unnið sér og byggð-
inni sem mest gagn síðar.
Ég hlýddi þá á kappræöu, er
hann átti í við gamlan og greind-
an bónda, nýlega kominn að
heiman. Bóndinn var gramur
við auðfélögin og stóreignamenn
flesta. Sagði að þeir hirtu allan
gróðann, en létu bændur bera
kostnaðinn. Björn sagði að auð-
mennirnir væru nauðsynlegir til
þess að koma stórum fram-
kvæmdum af stað, og til þess
ættu bændur að hjálpa. Tók
hann til dæmis nýlendur, þar
sem enginn hefði nægilegt fé
eða þekkingu til þess að ráðast í
nokkurt stórræði. „Við þyrftum
að fá stórauðuga menn til að
brjóta ísinn, byrja í einhverju
stærra verki, þá kæmi fleira á
eftir í samkeppni. Hærra verð-
lag á vörum okkar. Vegir og
járnbrautir. Meðan enginn af
þeim stóru leggur fé í neitt hjá
okkur, þá skapast engin sam-
keppni, og það verða aðeins dáð-
lausir prangarar, sem til okkar
koma“. Þetta varð talsvert hörð
kappræða, og Björn átti erfitt
með að verja sína skoðun.
Ég skildi hann ekki vel þá, en
ég skildi hann síðar. Hann vildi
nota auðmennina til að byrja á
framkvæmdum og enda hjálpa
þeim til að ná tökum á ýmsu,
en gæta þess þó, að verða þeim
ekki háðir. Þetta hefur líka
reynzt svo. Hérlendir auðmenn
náðu fyrst því nær allri verzlun
nýlendubúa, en þeir kepptu sín
á milli um viðskiptin og hættu
flestir eftir fá ár. Nú eru flestir
kaupmannanna landar á þessu
svæði og lítil samkeppni.
Ég kynntist Birni lítið fram
að 1907. Þá var hann orðinn stór-
auðugur bóndi eftir íslenzkum
mælikvarða, og hafði stærri út-
gerð til fiskiveiða en flestir aðr-
ir við Manitobavatn. En ég flutt-
ist í nágrenni við hann 1908 og
bjó þar í 12 ár meðan hann bjó
á Siglunesi. Við áttum mikil við-
skipti, og ég vann hjá honum
við smíðar á hverju ári. Þá voru
vandræði mikil með aðflutninga
og verzlun alla, því að engir veg-
ir voru færir á landi, nema þeg-
ar allt var þurrt, og engar báta-
ferðir um vatnið, sem að gagni
gætu komið fyrir bændur. Hér
var því nóg af stórum verkefn-
um fyrir áræðinn dugnaðar-
mann.
Það, sem Björn mun hafa á-
litið að bráðust þörf væri á fyrir
bændur, var unnið timbur til
smíða og bygginga, og mundi
einnig vera sala fyrir það í ná-
lægum sveitum. Hann fékk því
auðugan bónda í lið með sér og
keypti sögunarmyllu með öllum
áhöldum og setti hana upp í góðu
skógarlandi nærri heimili sínu.
Mun hann hafa fengið leyfi
stjórnarinnar til þess, með því
skilyrði, að hann gæfi Indíánum
vinnu jafnt hvítum mönnum, —
því að Indíánarnir áttu landið.
Þetta leit vel út í byrjun, þeir
unnu þar í þrjú ár og gjörðu
mikið að, en salan gekk tregt
vegna samgönguleysis. Þeir
höfðu því keypt gufubát síðasta
árið, og leit þá betur út með
flutninga. En þá kom það upp,
að Indíánar vildu ekki láta eyða
meiru af skógarlandi sínu. Var
því ekki um annað að gjöra en
að flytja burtu mylluna með öllu
saman. En þá vildi félagi Björns,
Mat Hall, ekki vera með lengur.
Mun hann hafa efast um hagn-
aðinn, þegar sá kostnaður lagð-
ist á. Þá réðist annar maður í
félagið, Ásmundur M. Frímann,
ungur bóndi, smiður góður og
dugnaðarmaður með afbrigðum,
og keypti af Mat Hall hans
hluta. Nú var nóg að starfa að
flytja mylluna með öllu saman
og mikið af unnum við vestur
á Siglunes, því að þangað hafði
Björn ákveðið að flytja. Hafði
hann því fengið heimilisrétt á
næsta landi við land föður síns
og setti þar niður mylluna. Þessi
flutningur var allur fluttur á
sleðum um veturinn vestur á
Siglunes og búizt um eins og
hægt var, en lítið var sagað það
sumar. Næsta vetur fóru nokkr-
ir menn með þeim félögum norð-
ur til Krane River til að höggva
þar skóg. Þar er skógur álitinn
bæði stórvaxnari og viðbetri en
hér syðra og átti að draga við-
inn á flekum suður vatnið með
vorinu. Þá varð sú breyting á
þessu, að Ásmundur gekk úr fé-
laginu. Mun hann ekki hafa get-
að borgað Mat Hall á ákveðnum
tíma, en ekki fengið lengri frest.
Þá var það Gyðingafélag frá
Oak Point, sem keypti. Sá hét
Robert Smith, sem var formað-
ur með Birni. Nú voru nógir
peningar og mikið að starfa.
Myllan var gjörð upp að nýju.
Stjórnin lét grafa nýja höfn upp
að myllunni, svo að taka mætti
trén í vatninu með vélakrafti að
söginni. Búð var byggð og sett
upp talsverð verzlun. Báturinn
flutti vörur og timbur á víxl, og
mikið var gjör^um sumarið, en
þá var Smith ófáanlegur til að
halda áfram lengur. Var þá ekki
um annað að gjöra en að skipta
eigninni. Fékk Björn sögunar-
mylluna með öllum áhöldum,
búðina og fleiri kofa, en Smith
bátinn og mestan hluta af timbr-
inu. Óvíst er hvernig útkoman
var, en líklega hafa báðir tapað,
því að illa innheimtust timbur-
skuldirnar.
Um veturinn var ekkert að-
hafzt, nema tekið út talsvert af
trjábolum á löndum þeirra. Um
vorið voru þau tré flest söguð,
sem til voru, en að því loknu
brann myllan með öllum áhöld-
um og nokkru af söguðum viði,
og var engin ábyrgð á neinu, en
skaðinn mörg þúsund.
Nú hugðu flestir að Björn
væri búinn að vera sem stór-
virkur athafnamaður. En það
var ekki því líkt. Hann var sá
sami, bæði að sjón og raun og
aldrei duglegri en nú, og nóg
að starfa. Hann var áður byrj-
aður á að byggja stórt íbúðar-
hús úr steyptum steini og hafði
rutt þar frá stórum harðviðar-
skógi á stóru svæði, sem skyldi
vera akurblettur. Var nú unnið
að byggingu þessari allt sumar-
ið, og næsta sumar fram á haust,
og komst hún þá undir þak. Hús-
ið er 30x60 fet að grunnmáli, ef
ég man rétt. Tvær hæðir voru
gjörðar til íbúðar með bröttu
þaki og nú nýlega lagt hellu-
þak yfir þakspóninn, sem þó var
lítið tekinn að bila.
Þá hafði Björn fleira í takinu
en húsið. Hann hafði komizt i
kynni við Hugh Armstrong, er
síðar varð ráðherra, og náð
trausti hans. Hann hafði því
undanfarin ár keypt talsvert af
fiski fyrir félag það, er kennt er
við Armstrong og séð um flutn-
ing á fiskinum til járnbrautar,
sem þá var óðum að lengjast
norður með Manitobavatni. Mun
það hafa verið að ráðum Björns,
að félagið Armstrong Treading
Co. byggði fiskitökubúð, fyrst á
Siglunesi, og verzlaði þar nokk-
ur ár með ýmsar vörur, og einn-
ig á hverri járnbrautarstöð, jafn-
ótt og brautin lengdist. Eftir því,
sem næst varð komist, þá mun
Björn hafa verið ráðunautur fé-
lagsins og framkvæmdastjóri að
þessum störfum öllum.
Með þessu vann hann nýlend-
unni mikið gagn. Hann kom á
fiskiverzlun fyrstur manna og
samhliða vöruverzlun, bæði fyrr
og hagfelldari en annars hefði
orðið. Enginn ókunnugur hefði
getað komið svo fljótt trausti á
viðskiptin frá báðum hliðum.
Þess utan mun hann hafa haft
góð laun hjá félaginu fyrir störf
sín. Það var fullkomið vinfengi
milli þeirra Björns og Arm-
strongs ráðherra, sem hélzt með-
an þeir lifðu báðir. Björn reynd-
ist trúr og starfsamur fyrir fé-
lagið og kom því til leiðar, að
það náði viðskiptum við norður-
hluta vatnsins á undan öðrum,
og hann vann að kosningum með
flokki þeim er Armstrong fylgdi.
Armstrong kom þar aftur á móti
til leiðar ýmsum umbótum í ný-
lendunni , þar á meðal föstum
bátaferðum eftir endilöngu
Manitobavatni, bátahöfnum á
hentugum viðkomustöðum, og
fjárframlögum til vegagjörða,
sem þó urðu ekki að tilætluðum
notum fyrir óviturlega meðferð
þingmannsins, sem studdur var
til kosninga hér. Björn fékk þar
litlu að ráða um meðferð fjárs-
ins og fór því margt í handa-
skolum.
Þannig liðu nokkur ár. Björn
bjó búi sínu á Siglunesi og hafði
bæði gripabú og fiskiveiðar. Auk
þess keypti hann fisk fyrir Arm-
strongfélagið og hafði að ýmsu
leyti umsjón með stofnun verzl-
ana félagsins í byrjun, þótt aðr-
ir væru verzlunarstjórar að
nafninu til. Stefán bróðir Björns
var verzlunarstjóri við eina af
þeim um nokkur ár. En svo fór
um verzlanir þær eins og geng-
ur, að þær urðu arðsamar fyrstu
árin, en samkeppnin eyddi þeim
þegar frá leið, og nú eru þær
flestar eign nýlendubúa eða
stjórnað af þeim.
Samhliða þessum störfum og
búinu hafði Björn ætíð tíma til
að sinna stærri verkum utan
heimilis. Ef eitthvað slíkt þurfti
að vinna, sem tvísýnt þótti að
heppnaðist, þá var Björn ætíð
maðurinn, sem leitað var til, og
ég vissi honum aldrei misheppn-
ast það, sem hann byrjaði á. Eins
var ef vandræði bar að höndum,
ef einhver þurfti hjálpar með, þá
var Björn ætíð fyrsti maður þar,
og sá stórtækasti. Sama mátti
segja um þá alla feðga, að þeir
voru manna hjálpsamastir og
vildu allra vandræði leysa.
Sveitarstjórn var hér stofnuð
1917. Hafði Björn unnið að því
ásamt öðrum. Hann var sjálf-
kjörinn fyrsti meðlimur hennar
fyrir sitt umdæmi, Siglunes- og
Vogar-pósthéruð. 1 henni sat
hann rúm tvö ár, eða þar til
hann flutti burtu úr sveitinni.
Sveitin hlaut nafnið: „Muni-
cipality of Siglunes", svo að það
FLEIRIEKRUR A GALLONU
er þér akið
MASSEY HARRIS
Þegar þér berið saman dráttarvélar, og hafið í
huga að kaupa eina slíka, er ekkert eins áríðandi og
það, að athuga starfrækslukostnaðinn . . . hvað ein
tankfylli af eldsneyti nái yfir margar ekrur . . . og
hvað mikla olíu dráttarvélin þurfi unz breytt er um.
Við ráðleggjum yður að finna að máli Massey-Harris
eiganda, sem eins er ástatt og um yður. Það stendur á
sama hvort hann ekur hinni miklu „55“ vél eða „Pony“,
eða einhverri hinna þriggja stærða þar á milli, hann
mun segja yður með fullri vissu, að kostnaður við
eldsneyti og olíu sé lægri, en hjá nokkurri annari drátt-
arvél, sem hann hefir notað. Hann mun einnig fullvissa
yður um, að þér getið ekið Massey-Harrys dráttarvél
allan liðlangan daginn án þess hún láti bilbug á sér
finna, því hún fer auðveldlega af stað, henni er auð-
stýrt og þægilegt að sitja á henni Úr Massey-Harris teg-
undum getið þér valið hina réttu stærð og hina réttu
gerð dráttarvéla fyrir býli yðar og búnaðarstarf. Finnið
Massey-Harris og leitið frekari upplýsinga.
MASSEY HARRIS DRATTARVELAR
5 STÆRÐIR GASOLÍNORKA.2 STÆRÐIR DIESELORKA
minnir á fyrstu landnámsmenn-
ina.
Það var í ársbyrjun 1920, að
það kom til orða, að Björn væri
að búast til brottfarar úr sveit-
inni og væri nú þegar búinn að
gjöra samninga um sölu á eign-
um sínum á Siglunesi. Þetta
þóttu illar fréttir; allir mundu
sakna þeirra hjóna, enda þeir,
sem höfðu oftast haft horn í síðu
hans, því að öfundarmenn hafði
Björn átt, eins og flestir, sem
bera af fjöldanum. Það var því
strax ákveðið að halda þeim
hjónunum kveðjusamsæti og
kosnir þrír menn til að stjórna
því. Það voru: Jón Jónsson frá
Sleðbrjót, Jónas K. Jónasson, og
sá, er þetta ritar. Þetta átti að
fara dult, en þó mun Björn hafa
frétt um það, því að við fréttum
eftir honum, að hann vildi engar
lofræður hafa í húsi sínu, enda
væru þær oftast tómir gullhamr-
ar. Okkur kom því saman um,
að láta koma krók á móti bragði.
Við sömdum fáort ágrip af því,
sem við vildum sagt hafa, og
sendum einu orðhagasta skáldi
ckkar, og báðum hann að snúa
því í ljóð (Þ. Þ. Þ.). Þetta heppn-
,aðist ágætlega, og kvæðið fékk
góða áheyrn. Læt ég það því
fylgja hér með. Ýmsum ókunn-
ugum þótti of mikið hól 1 kvæð-
ið borið, en þeir, sem kunnugir
voru, litu ekki svo á.
Til Mrs. og Mr. B. J. Maiihews
pakkarkveðja frá sveitungum
15. apríl 1920.
Brautryðjandi byggðar
Björn, þá vegir skilja,
héðan hlýjar kveðjur
heiman fylgja þér.
Sveitungarnir, sem (að) með þér
sungu, og þeir er móti kváðu,
samankomnir í einum anda,
óska nú í huga sér:
Verði s^fin þér og þínum gæfa,
þróttrík hugsjón, dagsverk stórt
og fagurt.
Verði allar æfistundir þínar
eins og þær, sem beztar liðu hér.
Þér mun þakka lengi
þessi sveit, og minnast
meta, að þú varst Mathews,
maður, hátt og lágt,
forsöngvari framkvæmdanna,
félagsbróðir áhættanna,
harri þreks og þors og starfa,
þar sem lýð var ráðafátt.
Bjargvættur og hjálparhella
smárrá,
höndin reiðubúna að mýkja og
bæta.
Höfðingslund þín holl var ætíð
vinum.
Hinum mót, þó eins ei léki dátt.
Ómi heilla hróður,
húsfreyjunnar mætu,
garð, sem frægan gjörði
glöð við bóndans hlið.
Rausn og alúð öllum mætti
eins og bezt í systur ranni.
Mannkærleikans arineldur
auga gestsins brosti við.
Eins og ljós í glugga leiðir, birtir,
líf og ylur sálar þinnar streymdi,
Guðrún, starfi göfgu frá, varð að
geislum þeiip, er senda á veginn
frið.
Hljóma hátt og lengi
hörpustrengir beztu
hugarfars og hjarta,
hvar sem byggðin er.
Það er lífsins segin saga —
sjást og kveðjast. Mestu varðar
að það séu hreinir hljómar
hörpu frá sem minnig ber.
Hreinir tónar hækka þjóð og
stækka,
hundraðfalt þeir auka lífsins
gildi.
Hreina tóna, hjón, þið eftir
skiljið.
Hreinum tónum ykkur kveðjum
vér.
Þ. Þ. Þ.
(Þetta kvæði geymir ekkja
Björns eins og það kom frá
hendi skáldsins skrautritað, fag-
urlega).
Björn fluttist alfarinn frá
Siglunesi þetta vor (1920) til
Winnipeg. Hafði hann keypt þar
hús og bjóst við að geta haft
þar atvinnu í stærri stíl en í ný-
lendunni. Hann var ætíð meira
gefinn fyrir stærri verk en smá-
vik. Þá var gripaeign bænda orð-
in álitleg, enda aðaltekjustofn
þeirra. Gripakaupmenn fóru um
nýlenduna árlega, en ekki þótti
samkeppni þeirra í milli bænd-
um hagkvæm. Björn hafði því
ásett sér að bæta úr því og fór
víða um byggðina um sumarið
og festi kaup á gripum. Mun
hann hafa boðið hærra verð en
aðrir gripakaupmenn, og festi
því kaup á allmörgum gripum.
En nú var heppnin ekki með
eins og oft áður. Það gekk seint
að koma gripunum til markað-
ar það haust, og ennþá verr að
koma þeim í verð, því að verð-
fall á þeim varð meira en dæmi
voru til. Það töpuðu því allir
gripakaupmenn stórfé það haust,
•og Björn þó mestu, því að hann
mun hafa gefið hærra verð en
flestir aðrir. Þetta var meira á-
fall en hann þoldi, því að eignir
sínar hafði hann selt með gjald-
fresti og varð ekki við verði
þeirra hreyft og húsið hafði
hann borgað að hálfu. Mun hann
því hafa lent í fjárþröng þá í
fyrsta sinni. Og þess beið hann
aldrei fullar bætur. Þá lét illa í
ári um mörg ár, og lítið um
stærri framkvæmdir. Þó var
Björn í Winnipeg í tvö ár, og þau
ár hygg ég að honum hafði orð-
ið erfiðust.
Hér eru tímamót í æfiferli
Björns, er hann flutti alfarinn
úr Siglunesbyggð. Ég hef að
nokkru leyti lýst störfum Björns
og er þó margt ótalið, sem hann
vann bæði sveitinni og einstök-
um mönnum til gagns. Því að
ætíð var hann þar kominn, er
hann vissi um einhvern í vanda
staddan, gekk í lið með honum
og tók við stjórn til bjargar.
Björn var í hærra lagi meðal-
maður á vöxt. Réttvaxinn, þrek-
lega byggður og vel limaður;
fríður í andliti, sviphreinn og
djarflegur, en þó góðmannlegur.
Geðríkur var hann, en kunni þó
oftast að stilla skap sitt. En að
láta af sannfæringu sinni fyrir
cftölur annarra kunni hann
ekki. Þó gat hann vel varið skoð-
un sína án þess að lenda í ill-
deilum, og misvirti ekki þótt
andstæðingur gjörði eins, því að
hann virti ætíð kjark og hrein-
skilni. Björn var manna vinsæl-
astur og mest metinn í byggð
sinni, og þótt einstöku menn
litu vinsældir hans öfundaraug-
um, þá voru þar ætíð fleiri til
varnac- en sóknar, og við næg
rök að styðjast. Oftast var hon-
um fundið það til foráttu, að
hann væri svo ráðríkur að eng-
inn gæti unnið í félagi með hon-
um. Satt er það, að Björn vildi
ráða orðum sínum og gjörðum,
en ekki áttu sveitungar hans að
lasta það, því að flest voru verk
hans þar, eins mikið þeim til
hagsmuna og honum. Það var á
orði haft að þeir, sem með Birni
unnu við sögunarmylluna,
hefðu ekki þolað ráðríki hans.
Það má vel vera. En hvað bar
þeim á milli? Björn Vildi gefa
bændum vinnu með hæfilegu
kaupi og unnin við hæfilegu
verði. Hinir voru ekki að hugsa
um hag bænda, en vildu nota
sér þörf þeirra og einangrun.
Þetta mun hafa átt við um tvo
af félögum hans, en ekki um
einn þeirra, Ásmund Frímann.
Hann varð að hætta vegna þess,
að hann gat ekki borgað Mat
Hall að fullu hans hluta í félaé*
inu. En það mun vera satt, að
Björn var ekki laginn á að vinna
í félagi með öðrum. Björn var
einráður og ráðríkur, en ekki
eigingjarn. Hann var höfðing-
legur í allri framkomu, og bar
sig vel á mannamótum. Þó var
hann laus við yfirlæti. Hann var
glaður og léttur í viðræðu við
hvern sem á hann yrti. Hann var
manna gestrisnastur og skemmti
legur heim að sækja. Þar var
hann líka á réttum stað. Hann
var eins og skapaður til að vera
einráður. Húsbóndi, skipstjóri,
einráður foringi en engum háð-
ur. Að vera annarra hjú, gat
hann ekki. Hann gat að sönnu
tekið að sér verk fyrir aðra; en
um alla stjórn og tilhögun á því
varð hann að vera einráður.
Framhald á bls. 7