Lögberg - 25.05.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.05.1950, Blaðsíða 1
63. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. MAÍ, 1950. NÚMER 21 Nú lækkar Rauðá svo óðum að sérfræðingar telja megin hættuna um garð gengna Smátt og smátt tekið að lækka í Rauðá Um 10 þúsund heimili í Winnipegborg hinni meiri, að því er borgarstjóri skýrir frá, hafa sætt meiri og minni skemdum. Fyrstu daga yf irstandandi viku breyttist veðurfar hér í fylkinu mjög til hins betra; kom þá sólfar og sumarblíða með hægum andvara, þó smáskúra yrði vart annað veifið; þessi breyting á veðráttunni gerði það að verkum, að brátt tók að þorna nokkuð um, og dálítið að lækka 1 Rauðá, Assiniboine og Seine- anni; sérfræðingar virðast þeirr- ar skoðunar, að flóðin hafi nú náð hámarki sínu, þó enn geti þess orðið alllangt að bíða, eink- nm ef til stórrigninga kæmi, að árnar nálguðust sitt eðlilega horf; gizkað er á, að í suðurfylk- mu séu um þrjú þúsund bænda- býli á kafi og landið umhverfis þau, eitthvað um sex hundruð fermílur, ónothæft til ræktunar i sumar; þó er þess nú getið til, að ekki sé með öllu óhugsanlegt, að í eitthvað af þessu landflæmi kunni að mega sá hrjúfum korn- tegundum, svo sem höfrum og kyggi; með hlýnandi veðri og haekkandi sól, stælist sá fram- soknar- og baráttuhugur manna hér Um sióðir, er helgaður skal því mikla hlutverki, að hefja þrotlaust endursköpunarstarf á rústum hruninna halla. Að því er borgarstjóranum í Winnipeg, Garnet Coulter, seg- lst frá, hafa um tíu þúsundir heimila í borginni og útjaðra- hverfum hennar, sætt meiri og o^inni skemdum, en heilbrigðis- yfirvöldin hafa lagt strangt bann við því, að fólk flytti aftur í þau hús, er það hafði flúið frá, fyr en þau hafi verið grandskoðuð °g úrskurðuð hæf til íbúðar frá heilsufarslegu sjónarmiði; nú er siglt héðan á alls konar kæn- um lengst suður í St. Vital. Vinna tvennar aukakosningar Nýlega eru um garð gengnar tvennar aukakosningar til sam- bandsþings í Ontariokjördæm- Síðastliðinn sunnudag heim- sótti Winnipegborg og áflæðis- svæðin í suðurfylkinu, forsætis- ráðherra þjóðarinnar, Louis St. Laurent til þess að kynnast með eigin augum viðhorfinu eins og því þá var háttað; fanst honum mikið til um þreklund þess fólks og þol, er unnið hafði nótt sem nýtan dag að flóðvörnum hvernig sem viðraði, án þess að berja sér eða blása í kaun; um fjárhagslega aðstoð sambands- stjórnar við fylkið, endurtók for- sætisráðherra ummæli sín í þinginu, er í þá átt hnigu, að slík aðstoð yrði veitt á hliðstæð- um grundvelli við aðferðina, sem beitt var gagnvart British Columbia fylki fyrir tve.imur ár- um vegna áflæðis Fraser árinn- ar; í för með St. Laurent, var Dr. Thorbergur Thorvaldson Sæmdur doktors- nafnbót í lögum Háskóli Saskatchewanfylkis hefir, við virðulega athöfn, sæmt hinn víðkunna vísindamann, Dr. Thorberg Thorvaldson, doktors- nafnbót í lögum. Dr. Thorberg- ur hefir í meir én þrjátíu ár gegrít prófessorsembætti í efna- Stuart S. Garson dómsmálaráð- herra sambandsstjórnar. Frá því hefir áður Verið skýrt, að sett hafi verið á laggir nefnd manna, með það mark- mið fyrir augum, að safna tíu miljónum dollara í sjóð með frjálsum samskotum, þeim til aðstoðar á ýmsan hátt, er flóðið hefir sorfið harðast að; frá reglu- gerð sjóðsins hefir einnig verið áður skýrt, svo í því efni, er þar engu við að bæta; sjóðurinn nemur nú þegar nálega miljón dollara; stórfenglegasta tillagið fram að þessu er frá T. Eaton- félaginu og starfsfólki þess, en sú upphæð nemur $307,034. Dr. P. H. T. Thorlakson, sem sæti á í sjóðsöfnunarnefndinni, hefir tilkynt, að læknar í borginni hafi þegar lagt sjóðnum til 15 þús- undir dollara, og að von sé á meiru úr þeirri átL Viðreisnarstarfið verður lang- vint og umfangsmikið; að því verða allir jafnt að vinna og þar má enginn skerast úr leik. vísindum við Háskólann í Sask- atchewan við mikinn orstír og vaxandi; en nú er hann fyrir aldurssakir leystur frá embætti með fullum eftirlaunum; það er ekki einasta, að Dr. Thorbergur sé viðurkendur brautryðjandi á vettvangi efnavísindanna, held- ur hefir hann engu síður reynst frábær fræðari við mentastofn- un sína, og haft djúp og holl á- hrif á skapgerð nemenda sinna. Sigurður Nordal heiðursdokf-or í Oxford Sigurður Nordal prófessor hef ir verið kjörinn heiðursdoktor við háskólann í Oxford og fer athöfn í tilefni af því fram 16. maí. Nordal fór fyrir skömmu til Bretlands til að flytja fyrirlestra við fjóra háskóla þar í landi. Áður hafði honum verið tilkynt, að hann væri kjörinn heiðurs- doktor við háskólann í Oxford, hina f r æ g u menntastofnun Breta. —Alþbl. 15. apríl Haraldur Westdal Bræður Ijúka Inngangsorð Grettis L. Jóhannssonar ræðis- manns, að útvarpsræðum þeirra séra Valdimars J. Eylands og Einars P. Jónssonar, er talaðar voru á plötu hjá C. B. C., og sendar til íslands að tilmælum íslenzka ríkisútvarpsins. Kæru íslendingar! Þessar raddir, sem nú berast til yðar vegna tilmæla ríkisút- varpsins á íslandi, koma frá Winnipeg, og erindi þeirra er það, að skýra fyrir yður í nokkr- um dráttum það viðhorf, sem skapast hefir í Winnipegborg og suðurhluta fylkisins af völdum áflæðis í Rauðá, Assiniboine og Seine-ánni. Þetta er gert með stuttum fyrirvara, en þó vonast til að það veiti yður nolíkra fræðslu um það vandamál, sem íbúum fylkisins, þar á meðal eigi allfáum Islendingum, hefir borið að höndum. Ræðismannsskrifstofa yðar í Winnipeg hefir snúið sér til Canadian Broadcasting Corpor- ation og leitað aðstoðar hennar um að taka það, sem hér verður sagt á plötu og brást stofnunin vel við þessu, og skal það hér með að makleikum þakkað. Platan er send ríkisútvarpinu um hendur íslenzka sendiráðsins í Washington. Fyrst tekur til máls séra um og lauk þeim báðum á þann veg, að frambjóðendur íhalds- flokksins gengu sigrandi af ríólmi; í Toronto-Broadview kjör dæmi var kosinn George Hees, 39 ára að aldri, um éitt skeið þjóðkunnur fótboltaleikari; kjör úæmi þetta hefir venjulegast átt ^haldsmenn á þingi, og í síðast- liðin fimtán ár samfleytt Mr. Church, er lézt á öndverðum síð- astliðnum vetri; í West Hamilton Hjördæminu náði kosningu Mrs. ^ilen Fairclough, 46 ára, en vann þ^tta þingsæti úr höndum Libe- hún er eina konan, sem ram að þessu öðlast sæti í nú- Verandi sambandsþingi; þrír frambjóðendur af hálfu C. C. F,- ^luna og Labor-Progressive °mmúnista), töpuðu trygging- arfe sínu. ^ingstyrkur stjórnmálaflokk- anna er á þessa leið: Liberalar 186, íhaldsmenn 42, S. C. F.-sinn- ar f3, utanflokka 5, óháðir Libe- ralar 3, en þrjú þingsæti eru auð fem stendur; í þeim fara fram kosningar hinn 15. júní næst- komandi. RÁÐHÚS WINNIPEGBORGAR Tákn tímanna: I fyrir viku stóðu letruð á framstafn ráðhúss Winnipegborgar þessi orð: “We’re Weary and Wet” — Við erum þreyttir og holdvotir. —“But We’ll Win”. — Við sigrum samt. Sveinn Wesldal háskólaprófi Við nýlega afstaðin háskóla- próf í Manitoba, útskrifuðust þeir bræðurnir Haraldur og Sveinn Westdal með hinum á- gætasta vitnisburði; eru þeir góðum hæfileikum gæddir og ástundunarsamir að sama skapi. Páll, Haraldur, Aðalsteinn, Njáll, h 1 a u t mentagráðuna Master of Science; hann er fæddur í Wynyard, Sask., 5. nóvember 1921. Hann er kvænt- ur Mae Gillis frá Wynyard; þau eru búsett í Brandon, þar sem Haraldur starfar í þjónustu sam- bandsstjórnar. Sveinn Nielsson Hallgrímur Westdal, er einnig fæddur í Wynyard, og hlaut nú í vor mentastigið Bachelor of Agri- culture; hann er kvæntur og á tvo sonu; hann er eins og bróðir hans búsettur í Brandon, og gegnir það stöðu fyrir sambands stjórn. Þessir efnilegu bræður eru synir þeirra Páls og Helgu Niels- son Westdal, er í mörg ár ráku búskap sunnan við Wynyard, en nú eiga heima hér í borginni. Valdimar J. Eylands, prestur Fyrsta lúterska safnaðar og fyrr- um forseti Þjóðræknisfélagsins, en næstur honum ávarpar yður Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lög- bergs. Samúð og bænir heimaþjóðar- innar með okkur á þessum al- varlegu tímum er Vesturíslend- ingum og öllum öðrum mikið fagnaðarefni og ómetanlegur styrkur. Vestur-íslendingar senda heimaþjóðinni hugheilar bless- unaróskir og hjartfólgnar kveðj- ur. Grettir Leo Jóhannsson hefir talað þessi orð. Guð blessi ykkur öll. Harðorðir í garð Mr. Campbells Capt. Fernand Viau, Liberal þingmaður fyrir St. Boniface- kjördæmið í sambandsþinginu, veitist þunglega að Campbell forsætisráðherra Manitobafylkis fyrir hik hans í svörum varð- andi fjárhagslega aðstoð við þau sveitahéruð, er sorfið hafi harð- ast að vegna áflæðisins; telur hann þá uppástungu Mr. Camp- bells, að nauðlíðandi fólk leiti til bankanna um lán, bæði furu- lega og fáránlega; bankarnir séu því ekki vanir að lána allsleys- ingjum peninga, en þeir, er slík lán kynnu að geta fengið, yrði að greiða af þeim venjulega bankavexti, í stað þess sem fylk- isstjórnin ætti að veita þesskon- ar lán vaxtalaust; „hugur al- mennings gagnvart Mr. Camp- bell“, sagði Mr. Viau, er alt ann- að en vingjarnlegur um þessar mundir; maðurinn sýnist með öllu vera sneydur þeim forustu- hæfileikum, sem nauðsynlegir eru þegar háska ber að höndum og á þolrif reynir. Þá var bæjarráðsmaður C. E. Simonite engu mildari í garð forsætisráðherra, og taldi hik hans og úrræðaleysi ganga glæpi næst gagnvart því fólki, sem hann hefði verið kjörinn til að þjóna. Minnismerki um Stephan G. Stephanson verður afhjúpað í haust Alþjóðarnefnd sú í Canada, sem gengur undir nafninu Historic Sites and Memorial Board, hefir ákveðið, að reisa Stephani G. Stephanssyni skáldi minnismerki, er afhjúpað verð- ur á verkamannadaginn næst- komandi þann 4. september. Að minningarathöfninni stendur sambandsstjórn og fylkisstjórn- in í Alberta; minnismerkið verð- ur af þeirri gerð, sem nefnist „Standard Monuments and Tablets with Inscription“. Þá hefir og verið ákveðið, að nýr skemtigarður í fylkinu, skuli bera nafn Stephans G. Stephans- sonar. Prófessor Skúli Johnson, sem unnið hefir manna mest og bezt að framgangi þessa máls, flytur hálftíma ræðu um skáldið við minningarathöfnina. Fyrir hönd Albertastjórnar mætir Hon. David Ure landbúnaðarráðhr. en í kjördæmi hans liggur Marker- villebygðin, þar sem skáldið átti heima, en af hálfu sambands- stjórnar sækir athöfnina pró- fessor M. Long, yfirkennari í sagnfræði við háskólann í Al- berta. Ljúka prófi við háskólann Fleira námsfólk útskrifaðist frá Manitoba-háskólanum í ár en nokkru sinni áður — alls 1,551. Hér fara á eftir nöfn þeirra íslendinga er útskrifuð- ust. Fólk er vinsamlega beðið að tilkynna blaðinu, hafi einhverj- um verið slept af listanum. Fred Ruppel hlaut gullmeda- líu háskólans í pharmacy, silfur- medalíu Pharmaceutical Associ- ation, og verðlaun forseta þess félags. Master of Arts: Haraldur Victor Vidal. Master of Science: Paul Harold Aðalsteinn Niel Westdal, Patrick Ólafsson. Bachelor of Science in Engineering (Civil Engineering) Ásgeir Ingvar Fjelsted, Joseph Norman Stevens, Orville Roy Thorsteinsson. Bachelor of Science in Engineering (Electrical Engineering) Frederick Willard Bergaman. Bachelor of Science in Engineering (Mechanical Engineering) Wilmar Herbert Finnbogason, Thomas Dalton Johannson, Stefán Thorsteinn Johnson, Clifford Ásmundur Martein- son, (Framhald á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.