Lögberg - 25.05.1950, Blaðsíða 7
7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 25. MAÍ, 1950.
Björn Jónsson Mathews
(Frh. af hls. 2)
Þetta sást bezt á því, þegar hann
var að vinna fyrir Hugh Arm-
strong að fiskikaupum, við-
skiptamálum og samgöngubót-
um. Þá vann hann fyrir tvo í
einu, og báðir höfðu hag af því.
Björn hafði beggja traust og gat
því komið á viðskiptum meðal
ókunnura aðila, sem hefði tekið
aðra langan tíma. Hann sýndi
það oft, að hann var laginn að
koma á samvinnu og samkomu-
lagi milli æðri og lægri, þótt
hann vildi aldrei vera undir aðra
gefinn, nema sem einráður fram
kvæmdastjóri. Allir báru fullt
traust til Björns, sem reyndan
að drenglyndi og dugnaði.
Börn Björns fæddust öll á
Siglunesi. Þau voru þessi: Otto
Wathne, Sigurður Jón, Guð-
mundur, og tvær dætur: Mar-
grét og Aðalbjörg. öll voru börn-
in efnileg og þá á þroskaaldri.
Það mætti skrifa langt mál um
Björn og verk hans á Siglunesi,
en hér verður nú staðar numið.
En nú verður að minnast nokk
uð á æfistörf hans síðan hann
fór af Siglunesi. — Þess er áður
getið, að Björn var fluttur al-
farinn til Winnipeg. Hafði keypt
þar hús og bjóst við að búa þar
framvegis og bjóst við að geta
fengið þar atvinnu við sitt hæfi.
En þetta fór öðruvísi en ætlað
var. Það lét illa í ári með bygg-
ingar og önnur stærri verk þessi
næstu ár, svo að ég hygg að þau
tvö ár, sem Björn dvaldi í Win-
nipeg, hafði hann átt hörðust um
sína daga. Húsið, sem hann
keypti, varð hann að láta aftur
hálfborgað, og lítið var um at-
vinnu .Hann flutti því til Lund-
ar, sem er lítill bær í Álftavatns-
nýlendu við Manitobavatn. Þar
dvaldi hann 3 ár og leið sæmi-
lega. Þar var myndað félag, sem
hafði tekist á hendur að smíða
fiskikassa úr heimafengnu efni.
Það hafði fengið viðarleyfi norð-
ur með braut og vélar til að
vinna viðinn, en höfðu engan
verkstjóra. Björn var því sjálf-
kjörinn til þess, því að hann var
öllu slíku kunnugur. Hann átti
að ráða allri vinnu og vera ein-
ráður um allt starfið, þar til bú-
ið væri að saga viðinn og koma
honum í braut. Þetta gekk allt
sæmilega í 3 ár, en þá hætti fé-
lagið störfum, og þá var ekki
meiri vinnu að fá á Lundar. Það-
an fluttist hann til Oak Point,
sem er smábær nærri suðurenda
Manitobavatns.
Þar hefði getað verið fiskiver
mikið, en þó samhliða gripaland
gott. Var á þeim árum lítt þrosk-
uð nýlenda, og margt af Indíán-
um og kynblendingum á næstu
grösum. Þar settist Björn að og
dvaldi þar síðan meðan hann
lifði. Nú voru börn hans orðin
þroskuð og drengirnir orðnir
vinnufærir, svo að hagur hans
tók að léttast. Oftast munu þeir
hafa stundað fiskiveiðar á vetr-
um en ýmis önnur störf á sumr-
um, en veiði hefir heppnast mis-
jafnlega og oft gefið lítið í aðra
hönd. En þá hafa þeir leitað
lengra í burtu eftir tækifærum.
Annars hefur atvinna Björns og
starfsemi oft verið lík og áður,
en aðeins í smærri stíl. Hann
hefur oft tekið smærri verk og
ráðið menn til að vinna með sér.
Hann hefur verið jafn hjálp-
samur og vinsæll eins og áður,
og á engan hátt breytt athöfn-
um sínum eða geðslagi. Þar var
allt svo fastmótað, að engu varð
breytt, hvað sem efnahagnum
leið, enda mun hann aldrei hafa
verið mjög þröngur nema árin,
sem hann var í Winnipeg.
Það vildi stundum til að fiski-
veiðin brást við Oak Point, en
þá varð að leita á öðrum stöðum.
Það varð því ráð þeirra, þegar
brást heima, að leita til Winni-
Pegvatns. En þar er leyfð veiði
á auðu vatni á haustin, en ekki
í Manitobavatni. — Eitt haust
vildi það slys til er þeir bræður
voru að leggja þar net í stormi,
a® bátur sá, sem Guðmundur var
1 kafaði undir og sökk hlaðinn
af uetjum. Sá, sem með Guð-
mundi var, gat fleytt sér þar til
hinir bræðurnir komu og björg-
uðu honum, en Guðmundur kom
aldrei upp. Var hann þó ágætur
sundmaður eins og þeir bræður
allir. Það var álitið að hann
mundi hafa flækt sig í netjun-
um áður en hann náði sundtök-
unum. Þetta var harmur sár
fyrir hjónin öldruðu, því að sá
var ef til vill bezt og mest manns
efni af þeim bræðrum, og hvers
manns hugljúfi. Það heyrði ég
haft eftir gömlum manni, sem
tók eftir mörgu, að það hefði al-
drei orðið illindi á milli barna í
skólanum á meðan Guðmundur
var þar, því að þar hefði hann
verið sáttanefndarmaður sjálf-
boðinn, og svo vinsæll, að börnin
hefðu ætíð látið að orðum hans.
Oft unnu þeir bræður einir
sér, eftir að Guðmundur dó, en
Björn í öðru lagi. Oftast munu
þeir hafa haft eitthvað af grip-
um, en aldrei marga, og um eitt
skeið var Björn búinn að koma
upp góðum sauðfjárstofni. Það
var á þeim tíma, sem sauðfé var
sem óðast að stíga í verði og leit
því vel út íyrir honum. En þá
var landið, sem hann hafði áður
leigt, keypt af öðrum, svo að
hann varð að hætta. Þannig
brugðust honum vonir oft eins
og gengur, en Björn var jafn
léttur í lund og öruggur á hverju
sem gekk. Var hann þó við-
kvæmur og raungóður fyrir ó-
förum annarra.
Það var fyrir fáum árum, að
illa leit út með veiði í Manitoba-
vatni, því að þurrkar höfðu ver-
ið miklir undanfarin sumur. Var
því álitið að tekið hefði fyrir
fiskigöngur frá stærri vötnum.
Þá var mikið látið af því, að stórt
vatn væri lengst norður í óbyggð
um, sem kallaðist Reendev Lake
(Hreindýravatn), sem væri fullt
af verðmiklum fiski af mörgum
tegundum. Þá var Björn því nær
70 ára, en þó vaknaði fram-
kvæmdahugurinn gamli í hon-
um. Hann réðist því til ferðar
fleiri hundruð mílur norður í ó-
byggðir með þeim af drengjum
sínum, sem eftir lifðu. Sú ferð
tók langan tíma og mikinn kostn
að og að endingu flugvélaflutn-
ing. En alla útgerð og veiðar-
færi þurfti að flytja með sér.
Þeir höfðu fiskað þar allvel, en
kostnaðurinn varð svo mikill, að
fiskverðið borgaði hann ekki að
fullu. Þeir vildu samt reyna aft-
ur og töldu nú víst að betur
gengi, því að nú voru net þeirra
og allur flutningur norður frá.
En það varð víst litlu betra, því
að ekki lögðu þeir af stað í
þriðju ferðina. Þessi ferð sýndi,
að ekki bilaði áræði Björns þótt
sjötugur væri.
Þeir eru nú kvæntir fyrir
mörgum árum, synir Björns.
Otto er kvæntur Emelíu, dóttur
Andrésar Skagfelds bónda í Oak
Point (hún er dáin). Þau eignuð-
ust 4 börn, 2 drengi og 2 stúlkur.
Sigurður Jón er annar sonur
Björns. Hann er kvæntur ann-
arri dóttur Andrésar, er Dóra
heitir. Þau eiga líka 4 börn á
lífi, 2 drengi og 2 stúlkur. öll
eru þessi börn sérlega efnileg
og vel gefin. Björn á einnig tvær
dætur: Stefanía Margrét (ógift),
hefur unnið í morg ár hjá T.
Eaton stórkaupmanni í Winni-
peg, og hefur þar yfirumsjón í
stórri söludeild. Aðalbjörg er
gift hérlendum járnbrautar-
stjóra, er William Lochard heit-
ir (barnlaus). Yngstur barna
þeirra var Guðmundur, sá er
áður er getið að drukknaði í
Winnipegvatni.
Það var seint í júlí á síðastl.
ári að hingað bárust allmörg
bréf frá leiðandi mönnum í Oak
Point. Okkur gömlu sveitungum
Björns var boðið 1 gullbrúðkaup
þeirra Guðrúnar og Björns Mat-
hews. Margir sátu það boð, þrátt
fyrir miklar annir um það leyti.
Samsætið fór vel fram og var
vel stjórnað. Mátti á öllu sjá,
að þar fylgdi hugur hendi og
orðum, og að þessi hjón höfðu
unnið sér sömu vinsældir og álit
þar eins og meðan þau dvöldu
hjá okkur. Þau voru bæði hraust
leg og glaðleg og mátti sjá að
þau kunnu vel að meta heiður
þann og vinsemd, sem þeim var
sýnd.
Svo leið rúmur mánuður. —
Þá barst okkur aftur bréf, frá
sömu mönnum. — Þá var okkur
boðið að fylgja Birni til grafar.
—Hann hafði orðið bráðkvadd-
ur í rúmi sínu.
ítför Björns fór fram frá Oak
Point 8. september 1948. Líkið
var flutt til Winnipeg og jarðað
þar, því að þar hafði Jón, faðir
Björns, keypt grafreit handa
fjölskyldu sinni fyrir mörgum
árum, þegar synir hans drukkn-
uðu í Manitobavatni. En þá var
enginn grafreitur í byggðinni.
Síðan hafa allir, er dáið hafa hér
af ættingjum Jóns, verið grafnir
í þessum grafreit. — Það hefði
mátt rita langt mál um Björn
Mathews og störf hans, en ég
er ekki fær um það. Hér verður
því staðar numið. Ég vona þó
að þeir, er þetta ágrip lesa, fái
rétta hugmynd um dugnað hans
og mannkosti. Ég hef verið fjöl-
orður um ætt hans, sérstaklega
Möðrudalsættina, vegna þess, að
í þeirri ætt hafa verið stærri
og hreinræktaðri mannkostir en
í öðrum ættmn, sem ég hef
þekkt. Sú ætt er sérstaklega tal-
in frá Jóni Sigurðssyni frá Teigi,
er fyrstur varð sjálfseignarbóndi
í Möðrudal, eftir að hann keypti
jörðina 1798. Eftir það bjuggu
afkomendur hans á jörðinni og
áttu hana í nær 100 ár. Þeim
hefur verið lýst svo hér að fram-
an, að kalla má, að sú lýsing hafi
átt við þá alla. Einkenni þeirra
eru í stuttu máli þessi: Höfð-
ingsskapur, hjálpsemi, dreng-
lyndi og dugnaður. Hver sem er
vel að þessum kostum búinn,
hann þarf ekki meiri mannkosti.
Þessir mundu fela í sér marga
smærri mannkosti, sem flestir
mundu verða að láta sér nægja.
Þeir mundu líka hylja fjölda af
smærri yfirsjónum, sem verða
meðalmönnum erfiðar. Björn
Mathews var enginn meðalmað-
ur. Hann var mikilmenni. Hann
„var maður hátt og lágt“, eins
og skáldið kvað.
Vogar, 27. febrúar 1949.
. —Nýjar kvöldvökur
MINNINGARORÐ:
Jóhannes Líndal Sigvaldason
Straumur.
Langt hlýtur að vera síðan
athygli manna fór að beinast að
straumnum í sjónum. Meðan
þekkingin var ennþá skammt á
veg komin og fljótandi farkostur
frumstæður, hefur athyglin eðli-
lega hlotið að beinast eingöngu
að þeim þætti straumanna, sem
greinilega kom í ljós þétt upp við
landsteina ár og síð og alla tíð.
Þetta voru og eru auðvitað enn
þann dag í dag sjávarföllin. Eft-
ir því sem aldir liðu og þekking
óx, færðu menn sig jafnframt
upp á skaftið með athuganir og
rannsóknir á straumum úthaf-
anna. Þar var þó við ramman
reip að draga og er að mörgu
leyti enn, þrátt fyrir hina miklu
tækni, og það var ekki fyrr en
um aldamótin 1800 að menn kom
ust á lagið með að afla sér veru-
legrar þekkingar á þessu sviði.
Skipstjórar langferðaskipanna
og aðrir leiðangursmenn vinna
þarna mikið starf á ferðum sín-
um um heimshöfin. Annars hafa
hafrannsóknarmennirnir komið
ósleitilega að þessu mikilvæga
verki og orðið mikið ágengt víðs
vegar um hnöttinn, þótt mikið
skorti á að hægt sé að reikna
með nákvæmri stærð þar sem
hafstraumarnir eru að verki, þar
er ennþá um sennilegan slumpa-
reikning að ræða á mörgum stöð
um. Hvað er það, sem veldur
þessu rennsli í sjónum, mun
margur spyrja, og hvers vegna
heldur sjórinn ekki kyrru fyrir?
Orsakirnar munu vera margvís-
legar og aðeins vísindamennirnir
kunna þar á góð og glögg skil.
Okkur er sagt, að jörðin með
öllu sem á henni er renni áfram
braut sína um geiminn eftir fast
ákveðnu lögmáli. Við erum því
öll heimsborgarar á þann hátt
og ferðamenn á sama bátnum.
Efnið, sem í jörðinni er, fast og
fljótandi, myndar þennan far-
kost okkar. Þar á sjórinn miklu
hlutverki að gegna. En hann
hefur eigin hreyfingu miðað við
sjávarbotninn og fasta landið.
Það er þessi breyting, sem kall-
ast straumur. Vindarnir valda að
sumu leyti straumunum á yfir-
borði hafsins. Þegar vindurinn
blæs í langan tíma úr sömu átt,
kemst yfirborð sjávarins við það
á hreyfingu og straumur mynd-
ast. Dæmi um þetta eru stað-
vindarnir og straumarnir, sem
þeir orsaka. Snúningur jarðar-
innar um möndu sinn veldur því,
að vindinum tekst ekki að reka
yfirborð sjávarins beint á undan
sér. Straumurinn rennur því
ekki alveg í sömu átt og vindur-
inn fer. Á norðurhelmingi jarð-
ar liggur yfirborðsstraumur, sem
orsakast af vindi, 45 gráður til
vinstri við áðurnefnda stefnu.
Straumarnir niðri í sjónum og
líka yfirborðssjónum og mismun
andi þyngd. Snúningur jarðar-
innar um möndul sinn hefur
lögun sjávarbotnsins áhrif á
neðanssjávarstraumana. Haf-
straumarnir eru sterkari á lá-
rétta átt, en lóðréttra strauma
gætir minna. Sjórinn er alltaf
á sífelldri hreyfingu. Þar er um
mikla hringrás að ræða, eins og
annars staðar í náttúrunnar ríki.
Þetta virðist vera skilyrði fyr-
ir því, að líf geti þrifist. Héldi
sjórinn kyrru fyrir, yrði dauð-
inn brátt öllu ráðandi í djúpun-
um. Sjávarfallastraumana kann-
ast víst flestir við, minnsta kosti
þann þátt í fari þeirra, sem lýsir
sér í því, að sjórinn hækkar og
lækkar við ströndina á reglu-
bundinn hátt. Aðdráttarafl
tungls og sólar og verkanir þess
á vatnsmagnið í höfum jarðar-
innar veldur sjávarföllum. Þess-
ara verkana gætir ekki úti á
hafi, svo að greint verði. Vatns-
magnið kemst á hreyfingu án
þess að verulegs straums verði
vart. Upp við land er landið
sjálft að miða við. Þar sést, að
sjórinn hækkar og lækkar á lög-
málsbundinn hátt og rennur í
ákveðna átt. Við Island rennur
aðfallið með sólinni, en útfallið
öfugt.
Straumur og alda.
Þegar gustur kemur á spegil-
sléttan hafflöt, verða litaskipti á
sjónum þar sem gusturinn fér
um. Sjórinn verður dekkri á því
svæði, sem snertingin nær yfir.
Sé maður staddur í logni og sjái
þessi litaskipti á sjónum, er þá
vitað hvar vindurinn er, hvaðan
hann kemur og hvert hann fer
í takmörkuðum skilningi. Vaxi
nú þessi gustur og verði að
kalda, koma gárar á sjóinn, sem
verða að öldum. Þær fara stækk-
andi eftir því sem kaldinn vex.
Þegar kominn er stormur, og sé
hann búinn að standa um stund,
eru venjulega jafnframt komnar
stórar öldur, sem brotna í topp-
inn. Sé þetta nærri landi og blási
stormurinn ofan af því, eru öld-
urnar ekki í neinu hlutfalli við
storminn. Sjórinn getur verið
sléttur, þótt ofsarok sé, og þar
er þá „landvar“. Stundum eru
stórar Öldur þar sem logn er. Þar
er þá venjulega stormur í nánd
eða stormur er nýbúinn að blása
yfir það svæði. Sjólagið er oft
mjög misjafnt. Venjulega fer
það eftir veðurhæðinni og af-
stöðunni til lands og árstíðum,
en straumur og grunnsævi hafa
mjög spillandi áhrif á sjólagið að
öllu öðru jöfnu. Sjávarfalla-
straumarnir verka mest á sjólag-
ið úti fyrir ýmsum andnesjum
hér við land og kallast „rastir“.
Verst er sjólagið í röstunum þeg-
ar svo stendur á að straumurinn
rennur á móti vindi og öldu. Þar
sem grunnsævi bætist við, mynd
ast háar og brattar öldur, sem
verða að brotsjóum.
Kunnustu og verstu straum-
lastir hér við land af þessari
gerð eru Reykjanesröst, Látra-
röst og Langanesröst. Straum-
rasta mikilla gætir þó út. af mik-
lu fleiri andnesjum hér á landi.
Ein Kambanesið á Austfjörðum.
Þar er eiginlega um ófæru að
ræða í vondum hafáttum. Veld-
ur því sennilega bæði straum-
harkan og grynningarnar, sem
þar eru um allar trissur. í sumum
tilfellum er talið að rastirnar séu
beztar yfirferðar sem næst landi,
því þar sé þá sjólagið bezt og
straumur minnstur. Til dæmis
svokölluð Gatleið við Bjartanga,
sem er mjög næri landi. Þetta er
vafalaust rétt, sé um strekking
eða jafnvel um mikinn strekking
að raeða, en ef það er stormur
eða rok, þá er um að gera að vera
langt frá landinu. Þar er meira
dýpi og minni straumur. Þar er
aldan hvorki eins brött eða há
og brotnar ekki jafn hroðalega
eins og upp á grunnsævinu nærri
landi. Stundum eru öldurnar á
sjónum þykkar og miklar um sig
úti á hafinu. Er þá talað um und-
iröldu upp við land. Er ‘ þetta
hin kunna brimalda, sem brotn-
ar með miklum gný og gaura-
gangi þegar hún kennir grunns.
Þegar öldugangur hafsins er
með þessum hætti, þá er langt
á milli öldutoppanna. Hafa öldu-
lengdir allt að 400 metrar verið
athugaðar. Ölduhraðinn er venju
lega ekki eins mikill og vind-
hraðinn. Þegar stormur er á haf-
inu, þá er ölduhraðinn um 10 til
12 metrar á sekúndu.
Jarðskjálftar og eldgos á sjá-
varbotni valda stundum miklum
öldum á sjónum. Þær öldur kall-
ast flóðbylgjur, vegna þess að
þær valda óeðlilega miklum flóð
um þegar þær koma að landi.
Þar ganga þær langt á land upp
og sópa burt öllu, sem á vegi
þeirra verður.
Til viðbótar því sem sagt var
um sjávarfallastraumana við út-
skaga og andnes hér á landi, er
svo það að þeir gera sums stað-
ar vart við sig inn á flóum á
þann hátt, að rastir myndast,
sem eru ekki skipgengar meðan
starumurinn stendur. Leita verð
ur þar lags til að komast leiðar
sinnar þegar strauminn lægir
eða áður en hann vex, en það er
um eða nálægt flóði eða fjöru.
Rastir þessar myndast við það,
að sjórinn með að og útfalli veð-
ur að renna í gegnum þrengsli,
en kemst ekki óhindraður leiðar
sinnar á nógu stóru svæði. Ekki
er slæmu sjólagi fyrir að fara
í þessum innfjarðarröstum, því
þar er „landvar" í öllum áttum,
en straumharkan er slík, að
jafnvel skip með miklu vélaafli
fá ekki rönd við reist, en eiga á
hættu að kastast upp á klettana
og verða þar til, gerist þau svo
djörf að leggja út í strauminn.
Ófæra þessi stafar þó að nokkru
leyti af þrengslum, sem eru það
mikil, að varla má geiga til
hvorrar handar, en væri svigrúm
nóg kæmust kraftmikil skip þar
ferða sinna, þrátt fyrir straum-
inn. —Grímur Þorkelsson
Sjómannablaðið Víkingur
Hann andaðist að heimili Jak-
obs Sigvaldasonar bróður síns
og Unnar konu hans, að Víðir,
Man., 28. marz 1948, eftir lang-
varandi heilsubrest. Hafði hann
verið lengst af sínum veikinda-
tíma hjá systur sinni, Mrs. önnu
Austman og manni hennar, Hall-
dóri Austman, og naut þar hinn-
ar beztu aðhlynningar, en sök-
um veikinda Mrs. Austman
dvaldi hann hina síðustu daga
ævi sinnar hjá Jakob bróður sín-
um.
Jóhannes var fæddur að Lækj-
arkoti í Víðidal í Húnavatns-
sýslu 11. desember 1876. For-
eldrar hans voru Sigvaldi Jó-
hannesson frá Gröf á Vatnsnesi
og Guðrún Þorsteinsdóttir frá
Vatnshorni á Vatnsnesi. Ungur
fór hann til fósturs til Jóhanns
Jóhannssonar og Guðrúnar konu
hans á Gauksmýri á Vatnsnesi
og var hann hjá þeim til tvítugs
aldurs, en þá fluttist hann til
Canada og settist að hjá Sig-
valda föður sínum og Ingibjörgu
Magnúsdóttur konu hans. —
Bjuggu þau þá á Grund í Víðir-
nesbygð í Nýja-íslandi.
Árið 1903 fór Jóhannes ásamt
bræðrum sínum, Birni og Jak-
ob þangað, sem nú er Víðirbygð
og voru þeir fyrstir manna að
nema þar lönd. Það var mörgum
örðugleikum bundið fyrir þá
eins og fleiri frumbyggja, er setj
ast að úti í óbygðum með tvær
hendur tómar, en þeir voru ung-
ir og hraustir og fullir af áhuga
að hafa sig áfram, enda tókst
það eftir vonum.
Björn er látinn fyrir nokkrum
árum, var um eitt skeið oddviti
í Bifröstsveit, Jakob býr enn í
Víðirbygð.
Jóhannes mun, eins og fleiri
frumbýlingar hafa stundað fiski-
veiðar fyrstu árin á Winnipeg-
vatni á vetrum, en unnið landið
á sumrið. Mest af tímanum var
hann einbúi eða þar til árið 1919
að hann giftist Þorbjörgu Davíðs
dóttur frá Kötlustöðum 1 Vatns-
dal í Húnavatnssýslu, en hann
misti hana í febrúar 1931. Eftir
lát konu sinnar hélt hann áfram
búskap ásamt syni sínum Jó-
hanni þar til hann seldi landið
1941. Keypti þá blett af Hall-
dóri tengdabróður sínum og bjó
þar um tíma, flutti síðan til Ár-
borg og var þar meðan heilsan
leyfði.
Jóhannes lifa, einn sonur, Jó-
hann að nafni, sem nú er í On-
tario; þrír bræður, Jakob, áður-
nefndur, Sigurður kaupmaður í
Víðirbygð og Ólafur í North
Battleford, Sask. og ein systir
Anna Austman í Víðir.
Jóhannes var lagtækur smið-
ur og hirðumaður hinn mesti,
sást það á allri umgengni á heim
ilinu, að hann var sístarfandi,
þrifinn og smekkvís. Kunningja
átti hann marga, en fáa mun
hann hafa talið til vina, en vin-
um sínum var hann trúr og vildi
alt fyrir þá gjöra.
Vinur
„Hvað eru góðir siðir, Jimmi“.
„Góðir siðir er hávaði, sem
maður gerir ekki þegar maður
er að borða súpuna".
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TrainingImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PKESS LIMITED
PHONE 21804
695 SARGENT AVE., WINNIPEG