Lögberg - 25.05.1950, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. MAÍ, 1950.
löeberg
GefiP út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 696 8ARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” le printed and publiehed by The Columbla Prese Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Mælt til íslands að tilmælum
ríkisútvarpsins
Eins og lesendum Lögbergs er kunnugt um frá fyrri
viku, sneri hr. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri íslenzka
ríkisútvarpsins, sér til ritstjóra blaðsins í því augna-
miði, að afla nokkurra upplýsinga varðandi flóðin miklu
í Suður-Manitoba og Winnipegborg, og þá ekki sízt með
hliðsjón af ástæðum Vestur-íslendinga eins og nú hag-
aði til; var tilætlunin sú, að útvarpa mætti á íslandi
þeim upplýsingum, sem með þessum hætti kynnu að
fást; ættartengslin milli íslendinga austan hafs og vest-
an eru viðkvæm, og það því ofur eðlilegt, að heima þjóð-
inni léki hugur á, að fræðast eitthvað um ástandið
vestra eins fljótt og auðið mætti verða, undir þeim
kringumstæðum, sem skapast hafa vegna hins geig-
vænlega áflæðis.
Þeir G. L. Jóhannsson, ræðismaður, séra Valdimar
J. Eiylands og ritstjóri þessa blaðs, tóku sig þegar sam-
an um, að veita áminstum tilmælum einhverja úrlausn.
Grettir ræðismaður var ekki seinn í svifum, og fékk í
sömu andránni leyfi hjá canadíska útvarpinu til undir-
búnings að útvarpsplötu, er senda mætti jafnskjótt til
íslands; þeir séra Valdimar og ritstjóri Lögbergs,
sömdu það lesmál, sem nú er hér birt, en Grettir ræðis-
maður flutti inngangs- og kveðjuorð; þessi útvarpsþátt-
ur stendur yfir í hálftíma; hann hefst með þjóðsöng ís-
lands, en honum lauk með þjóðsöng Canada.
Tilmælin frá ríkisútvarpinu bárust ritstjóra Lög-
bergs á miðvikudagsmorguninn, en talplatan var kom-
in áleiðis til íslands á föstudagskvöldið um hendur ís-
lenzka sendiráðsins í Washington.
Einar P. Jónsson ritstjóri Lögbergs mælti á þessa
leið:
Kæru þjóðbræður og systur!
Þau tíðindi hafa gerst í Manitobafylkinu, þessum
fagra gróðrarreit í Vestur-Canada, þar sem ellefu þús-
undir íslendinga ala aldur sinn, er vakið hafa athygli
um allan hinn siðmannaða heim, ásamt djúpri samúð
vegna þeirra erfiðleika, sem fólk á þessum stöðum á
nú að etja afli við; það er engu líkara en þrjár ár —
Rauðá, Assiniboine og Seine áin, sem fellur um kaþólska
bæinn St. Boniface austan við Winnipegborg og tengd-
ur er við hana með brúm — hafði stofnað til samsæris
sín á millum með það fyrir augum, að þjaka kosti hinna
friðsömu íbúa, sem undu glaðir við sitt, þó þar séu vit-
anlega alveg eðlileg öfl að verki; síðastliðinn vetur var
afar snjóþungur hér um slóðir, og þó enn meira fann-
kyngi í miðvestur fylkjum Bandaríkjanna, er að Mani-
toba liggja, en sunnan landamæranna á Rauðá upptök
sín.
Undanfarnar þrjár vikur, hafa vextir í áminstum
ám svo færst í aukana, einkum þó í Rauðá, að þar sem
áður blöstu við auga víðflæmi gróðursæls akurlendis,
þar sem áður rann lifandi kornstangamóða, minnir um-
hverfið á stöðuvatn.
Á sjötíu mílna svæði milli Winnipeg og Elmerson-
bæjar, sem liggur rétt norðan við landamæri Banda-
ríkjanna, eru sex hundruð fermílna gróðurmagnaðs
hveitiræktarlands á kafi, og engin von um að í það
verði sáð í sumar, nema ef vera skyldi örlitlu af byggi
og höfrum; um þrjú þúsund bændabýli á stöðvum þess-
um mega teljast í kafi, og um tíu þúsundir sveitafólks
hefir orðið að hyerfa þaðan; búpeningstjón er orðið
geisimikið, þó að nokkru hafi verið úr því bætt vegna
fóðursflutnings með flugvélum.
Einn seytjándi hluti Winnipegborgar hefir sætt
þungum búsifjum af völdum vatnavaxtanna, sem síður
en svo er enn séð fyrir endann á. Winnipegborg nær
yfir sextíu fermílna svæði.
Útjaðrahverfin sunnan við Winnipeg, St. Vital og
Fort Garry, eru nú nálega mannlaus, en þar áttu búsetu
allmargir íslendingar, sem fengið hafa bráðabirgða
húsaskjól annars staðar; nokkrir tugir íslendinga í Nor-
wood og St. Boniface urðu einnið að hverfa frá heimil-
um sínum; skemdir á húseignum íslendinga í Winnipeg
eru orðnar allmiklar. En hvað eru efnahagstruflanir
borðið saman við þann fögnuð sem því er samfara að
vita alla hérlenda íslendinga heila á húfi, brynjaða
kjarki og skapstillingu, en slíkt hefir jafnan einkent
hinn norræna mann, er í krappan kom og á þolrif
reyndi.
Svo segja vísir menn og fróðir, að áminst áflæði í
Manitoba, sé hið allra umfangsmesta og geigvænleg-
asta, sem sögur fara af í Norður-Ameríku.
Undanfarinn hálfan mánuð hefir herinn haft að öllu
leyti umsjón flóðvarnanna og leyst það vandaverk af
höndum með ágætum; til liðs við hann hafa svo komið
þúsundir manna, kvenna og unglinga úr borgarastétt-
unum, er skiptst hafa á um verk og vökur jafnt nótt sem
nýtan dag; hefir slíkt starf vitanlega reynt á taugar,
því veðurfar hefir verið óþjált, kalt og rigningasamt.
Rauðárdalurinn hefir tíðum réttilega verið nefndur
eitt hið mikilvægasta kornforðabúr heimsins; hann
verður það ekki í sumar, þó víst megi telja að þess verði
ekki ýkjalangt að bíða unz hann skipi á ný sinn fyrra
tignarsess. Rauðárnafnið er viðkvæmt nafn í sögu
Vestur-íslendinga, og í raun og veru óaðskiljanlegt frá
Flóðið mikla í Winnipeg
(Lesið á lalplöiu)
Eftir SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS
Winnipegborg, sem stundum
er nefnd höfuðborg Islendinga í
Vesturheimi, og þar sem talið er
að álíka margir Islendingar búi
og á Akureyri, er nú í einskon-
ar hernaðarástandi. óvinurinn
sem herjar á borgina 'og ná-
grenni hennar, á sextíu mílna
svæði Canada megin í suðurátt,
er þó enginn útlendur óvinur
sem kemur með hávaða og
sprengjur úr lofti. Það er bara
Rauða áin, þessi gamla lífæð
landsins, og vinur landnemanna
sem flutti þá, þeim að mestu
fyrirhafnarlaust, inn í þessi hér-
uð í öndverðu, og hefir veitt frjó
semi og búsæld yfir sveitirnar
frá ómuna tíð. Oft hefir snjó-
magn Manitoba vetrarins verið
meira en svo að hún hafi getað
kyngt því með góðu móti á vor-
in, og hefir hún því nokkrum
sinnum flætt yfir bakka sína og
valdið nokkrum skemmdum. En
þessi umliðni vetur var bæði ó-
venjulega langur og snjóþung-
ur, enda hefir áin aldrei í manna
minnum farið slíkum hamförum
sem nú. Að vísu hefir flóðið ekki
komið óvænt, það hefir mjakast
áfram hægt, og hefir gert nægi-
legt boð á undan sér. En menn
hafa setið lengur en sætt var á
bújörðum sínum og heimilum í
bæjum og þorpum, í þeirri trú
að ekkert óvenjulegt mundi
koma fyrir. En hvort sem hér er
um að ræða oftraust manna á
háttalag árinnar, eða trú þeirra
á eigin mátt sinn og megin til
að standast ágang hennar, þá er
það eitt víst að hún hefir brugð-
ið venju sinni og unnið sigur,
hrakið þúsundir manna frá heim
ilum sínum, valdið nokkru líf-
tjóni á mönnum, og eignatjóni á
húsum manna og skepnum, sem
talið er að nemi hundruðum mil-
jóna í dollurum. Eignatjónið
verður að sjálfsögðu bætt á sín-
um tíma að því leyti sem auðið
er með almennum samtökum
allra landsmanna, og stjórnar-
innar. En hrakninga fólksins,
vosbúð og veikindi, sem af þessu
stafa nú og síðar, verður erfitt
að bæta. Rauðarárdalurinn, sem
lengi hefir verið rómaður fyrir
fegurð og frjósemi, þar sem
blómlegir bæir og bújarðir
stóðu báðu megin árinnar er nú
á botni stöðuvatns, sem er meira
en sjötíu enskar mílur á lengd,
og frá fimm til tuttugu mílur á
b r e i d d, Járnbrautarlínurnar
tvær sem liggja suður með daln-
um áleiðis til Bandaríkjanna,
eru nú horfnar í flóðið og sömu-
leiðis steinsteypti þjóðvegurinn.
Einu farartækin á þessu svæði
eru nú mótorbátar, og önnur
fljótandi tæki hersins. En með
þessum tækjum var fólki bjarg-
að úr háskanum, stundum á síð-
ustu stundu út um glugga hý-
býla sinna. Að vísu standa marg-
ar eyjar enn upp úr þessu hafi
hér og hvar þar sem hærra ber
á en venjulega. Þangað safnast
gripir og standa þar í hópum,
unz yfir lýkur ef ekki er unt að
bjarga þeim. Flugvélar eru send-
ar daglega yfir flóðsvæðið, og
láta þær oft heysátur falla niður
á þessar eyjar þar sem gripirnir
standa. Til þessa verks eru vald-
ir menn sem á stríðsárunum
voru æfðir í að kasta loft-
sprengjum. Stundum miða þeir
of vel, og verður þá lítið úr þeim
skepnum sem fyrir fallinu verða.
En hinar, sem eftir standa láta
það ekki á sig fá, en taka til
matar síns með beztu list. Aftur
á móti fellur sátan stundum 1
vatnið, og verður þá hin hungr-
aða hjörð litlu nær.
Og svo skeði það ótrúlega.
Flóðið mikla kom til Winnipeg,
stærstu borgarinnar á sléttum
Canada, borgar sem telur um
350,000 íbúa, og hefir nú síðast-
liðinn hálfan mánuð verið að
leggja hana undir sig, hægt og
hægt að vísu, en með ómót-
stæðilegu afli. Talið er að yfir
hundrað og tíu þúsundir manna
hafi nú þegar flúið borgina, og
útflutningurinn heldur áfram
eins ört og farartækin geta kom-
ið fólkinu undan. Einskonar
loftbrú liggur nú um Winnipeg.
Flugvélar koma úr ýmsum átt-
um, með poka, dælur og vaðstíg-
vél, en hefja sig til flugs með
fullfermi af fólki, einkum kon-
um og börnum. Þúsundir manna
og jafnvel kvenna og barna
vinna daga og nætur á flóðgörð-
unum, og við dælurnar. Þá koma
vaðstígvélin að góðu haldi, ann-
ars sézt slíkur fatnaður hér al-
drei á venjulegum tímum. Nú
er talað um það í gamni og al-
vöru að vaðstígvélin og vinnu-
jakkinn séu heiðursbúningur
borgaranna. í sumum hlutum
borgarinnar hafa allir spítalar
verið tæmdir, sömuleiðis barna-
og gamalmennahæli. Allir vinnu
færir menn eru áminntir um að
standa á verði, og liggja ekki á
liði sínu. Enda dettur víst eng-
um slíkt í hug. Hér er nú enginn
manna- eða kjaramunur sjáan-
legur. Embættismaðurinn, og
hinn ríki, sé hann annars vinnu-
fær, stendur við hlið verka-
mannsins, mokar sandi og ber
sand í pokum, og hleður, hleður.
Það er uppihaldslaust kapphlaup
við tímann og ána, sem þegar
þetta er ritað er 30 fetum hærri
en venjulega. Konur og börn
bera stórar körfur af brauði, á-
vöxtum og sígarettum til þeirra
sem vinna á flóðgörðunum, því
ekki gefst tími til matar — þarna
er bilun í garðinn, og hér er
byrjað að seytla. Þannig hefir
það gengið dag eftir dag, og nótt
eftir nótt, unz menn hverfa frá
örþreyttir, og aðrir koma í stað-
inn. Fyrstu dagana stóð aðalbar-
áttan um að vernda aflstöðvarn-
ar, því öllum var það ljóst að ef
rafmagnið þryti þá væri bardag-
inn tapaður, og þá yrðu allir að
flýja borgina. Um hríð leit helzt
út fyrir að svo mundi verða, og
voru ráðstafanir gerðar í þá átt.
En nú virðist sú hætta vera liðin
hjá, a. m. k. í bili.
í gær var ég staddur í stóru
sambýlishúsi, sem stendur all-
langt frá hinum venjulega far-
vegi árinnar. Af þriðju hæð
hússins hafði ég gott útsýni yfir
nágrennið og ána, sem er þarna
eins og breiður fjörður. Mörg
smærri hús, sem standa nær
ánni, eru nú hálf á kafi í vatni,
og sumsstaðar sjást engin hús,
þar sem maður átti þeirra von.
Þau eru annaðhvort flotin í
burtu eða öll í kafi. Skólahús eitt
flaut af grunni sínum og strand-
aði undir einni brúnni yfir ána.
Voru kafarar sendir niður í það
með sprengju og það sent í loft
upp, svo að það hefti ekki
straum árinnar um of. En þetta
sambýlishús, sem er eign Islend-
ings eins hér í borginni, hefir
verið verndað með sex til átta
feta háum og margföldum garði
af sandpokum, sem hefir verið
hlaðið hvorum ofan á annann.
Fyrir framan flóðgarðinn bólar
á kollinum á sex feta hárri
myndastyttu, sem stendur á
grasfleti ármegin við húsið, en
þó í nokkrum halla frá því. Hús-
ið er mannlaust með öllu, en á
flóðgarðinum allt í kringum það
eru menn á verði til að gæta þess
að straumurinn raski ekki garð-
inum; en innan hans eru fjölda
margar dælur í fullum gangi til
að taka á móti vatni sem óhjá-
kvæmilega sýjast í gegnum sand
garðinn, og senda það aftur út
í ána. Á göngunum á efri hæð
hússins er naumast hægt að
þverfóta fyrir húsgögnum, rúm-
stæðum og rúmfatnaði sem hef-
ir verið borinn þangað til að
vernda hann skemmdum, ef áin
skyldi eftir allt saman vinna sig-
ur, eins og hún hefir gert svo
víða þar sem líkt hefir verið á-
statt. Flestir leygjendanna hafa
fyrir löngu flúið úr þessari bygg-
ingu, sumir til vina sinna á
„hærri stöðum“ í bænum, sumir,
enginn veit hvert.
Þessi sama saga er að gerast
í stærri og smærri stíl víðsvegar
í borginni þessa daga, og enn er
óvíst hvern enda þetta fær.
Bærinn er lamaður. Skólar
eru lokaðir, margar kirkjur
flæddar og sömuleiðis lokaðar,
og einnig leikhúsin. Viðskipta-
lífið er að mestu stöðvað, og
samkvæmislífið með öllu. Stórir
vatnsstrókar standa úr kjallara-
gluggum banka og stórverzlana
á aðalstrætunum, nær allir kjall-
arar eru fullir af vatni, lyftivél-
ar hafa stöðvast, og hitunartæki
eru óvirk.
Ég keyri bíl minn eins langt
og komist verður áleiðis út í eitt
hverfi borgarinnar þar sem all-
margir Islendingar, og meðlimir
safnaðar míns, dvöldu fyrir flóð-
ið. Af hæð nokkurri get ég séð
yfir þetta hverfi. Þar er ekki
lengur nokkur lifandi sál, enda
er þessi hluti bæjarins eins og
fjörður á að líta. Sums staðar
sést á þök húsanna, en annars-
staðar leikur straumurinn um
glugga efri hæðar. Ég reyni að
koma auga á hús vina minna,
þar sem ég skírði barn fyrir mán
uði síðan. Jú, það stendur þarna
enn, en straumurinn fellur um
það í miðju. Lítill róðrarbátur
er á ferð á strætinu þar rétt hjá.
Fjölskyldan sem þarna bjó slapp
nauðulega undan flóðinu, þeg-
ar flóðgarðurinn sem hafði verið
hlaðinn í kringum það brast.
Lögregluþjónn sem fór þarna
um nýlega í bát sagði húsráð-
anda að húsgögnin og annað
lauslegt væri á floti í stöðugri
hringiðu í dagstofunni, og að
dýrmætt píanó þeirra hjóna
væri að mestu í kafi.
Ég sný við, og pem staðar fyr-
ir framan eitt af stórhýsum
borgarinnar — sönghöllina
miklu sem tekur um fjögur þús-
und manns í sæti. Stórar dælur
þeyta strókum af vatni upp úr
neðstu hæð hússins á allar hlið-
ar. Þarna má á venjulegum tím-
um sjá stóra skara af fínasta
fólki bæjarins, sem á vissum
tímum sækir söngskemmtanir
og hljómleika frægra manna
sem koma úr ýmsum áttum.
Samkvæmisföt, pelsar og gull-
stáss er það eina sem við á á
slíkum stað. En nú hugsar eng-
inn um slíkt. Hér er nú miðstöð
Rauða Krossins. Hermannarúm
standa í löngum, margföldum
röðum eftir endlangri -bygging-
unni miðri, en meðfram veggj-
um, og á svölum hússins eru
staflar af fatnaði, rúmfötum o.
þ. h., og svo eldavélar, matar-
borð, og skrifborð þar sem þjón-
ustufólkið situr, en það gefur og
tekur á móti upplýsingum fyrir
fólk. Þarna sameinast oft ást-
vinir og fjölskyldur sem hafa
tvístrast, en stundum finnst ekki
sá sem týndur er. Þúsundir
flóttamanna fara hér um dag-
lega, fá hér þurran fatnað, hvíla
sig um stund, eða stundum næt-
urlangt, og fá svo, fyrir atbeina
Rauða Krossins tilvísun um ein-
hvern dvalarstað í bili, þangað
til það getur aftur horfið til
heimila sinna, eða fundið annan
varanlegan samastað. Þetta fólk
stendur í löngum röðum, og
mjakast áfram hægt og hægt,
unz komið er að hverjum fyrir
sig. Hér eru konur með smá-
börn á örmum sér, gamalmenni
og fólk á öllum aldri. Þetta fólk
er illa til fara sem von er, og
örvænting og uppgjöf er rituð á
andlitsdrætti þess. Margt af því
hefir tapað öllu sínu jarðneska
gózi á svipstundu.
Ég tek sérstaklega eftir öldr-
uðum hjónum. Þau haldast í
hendur er þau mjarkast áfram í
mannþrönginni. Ef til vill eiga
þau nú ekkert eftir í veröldinni,
nema hvort annað. Þau eru
bændur hér sunnan úr dalnum.
En heimili þeirra stendur nú á
djúpum vatnsbotni. Gamli mað-
urinn maldar í móinn er starfs-
mær Rauða Krossins fær honum
þurran og hreinan fatnað og vís-
ar honum á klefa þar sem hann
skuli skipta um föt. Hann hefir
aldrei þurft að þiggja neitt frá
neinum fram að þessu, og það
að Vera orðinn gjafaþurfi virð-
ist vera metnaði hans ofraun.
Gamla konan brestur í grát er
hún segir sögu sína: „Hænsnin
mín! Hænsnin mín!“ andvarpar
hún, „þau drukknuðu öll“.
En hér eru líka börn á ýmsum
aldri. Þau hlaupa um salinn og
skemmta sér hið bezta. Þau hafa
aldrei áður leikið sér í svo stór-
um húsakynnum. Á slíkum tím-
(Frh. á bls. 8)
hinum dramatísku landnámserfiðleikum íslenzkra frum
herja í þessu landi.
Winnipegborg telur um þrjú hundruð og fimtíu þús-
undir íbúa; nú telst yfirvöldunum svo til, að þriðjungur
þeirra sé á brott úr borginni, ýmist í sumarbústöðum
við vötnin, svo sem Winnipegvatn, eða þá á víð og dreif
um landið alt frá Quebec til Kyrrahafsstrandar; megin
þorri þess fólks, sem leitað hefir sér hælis utan vé-
banda borgarinnar, eru konur og börn; ýmis sjúkrahús
í Winnipeg standa nú auð, og hafa sjúklingar þaðan
verið fluttir til helztu bæja í Saskatchewan og Alberta,
svo sem Regina, Saskatoon og Calgary; svipaða sögu
er um elliheimili Winnipegborgar og nágrennis að segja.
Borgin er fullbirg af matvælum, því langflestar járn-
brautarlestir hafa fylgt fram að þessu áætlun, þó mis-
brestur hafi á þessu orðið á stöku stað; víðtækar var-
úðarráðstafanir hafa verið gerðar gegn útbreiðslu sjúk-
dóma og innsprautingar fyrirskipaðar til varnar tauga-
veiki.
Allir eru önnum kafnir við að ráða fram úr yfirstand-
andi vanda, sem og við það, að reyna að búa svo um
hnúta, að þessi harmsaga ekki endurtaki sig; og nú al-
veg nýverið befir verið sett á laggir nefnd verkfræð-
inga, er rannsaka skuli til hlýtar skilyrðin fyrir því, og
kostnað í því sambandi, að grafa tuttugu mílna langan
skurð austan við St. Boniface og norður eftir, er veita
mætti í nokkru af vatnsmagni Rauðár, þannig, að hún
skiptist í tvo farvegu.
Nú hefir verið hafist handa um stofnun viðreisnar-
sjóðs um land alt í því augnamiði, að koma á ný fótum
undir þær mörgu þúsundir manna, kvenna og barna,
sem orðið hafa að flýja heimili sín; úr sjóði þessum
verður einungis veitt fé til öflunar innanstokksmuna,
fata og hluta, sem nauðsynlegir eru til heimilishalds.
Sambandsstjórn hefir kunngert, að hún sé við því
búin, að veita Manitoba fjárhagslegan stuðning á hhð-
stæðum grundvelli við þá aðstoð, er hún veitti British
Columbiafylki fyrir tveimur árum vegna búsifja Fraser-
árinnar.
E’járhagstjón það í Manitoba, sem af áflæðinu staf-
ar, er ekki unt að meta að svo stöddu, en sýnt þykir, að
það muni nema hundruðum miljóna dollara.
Rauði krossinn, þessi sívökula lífæð mannúðarinnar,
sem hríslast út til allra þjóða, hefir svipmerkt björgun-
arstarfið í Manitoba svo fagurlega, að seint mun fyrn-
ast yfir.
Við viðreisnarstarfið í Manitoba, eins og raunar svo
víða annars staðar, þar sem mönnum veitast þungar á-
gjafir, þarf mannvit og mannkærleiki að fallast í faðma,
og þá fer allt vel.
Guð blessi fsland og íslenzku þjóðina.