Lögberg - 13.07.1950, Side 2

Lögberg - 13.07.1950, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. JÚLÍ, 1950 BROÐURMINNINGAR Eftir GUTTORM GUTTORMSSON í Minnesota (FRAMHALD) -------------- VI. Til gagns og gamans. Báðir voru þeir lagtækir bræð ur. Bjuggu til alls konar leik- föng og aðra smíðisgripi þegar ég fyrst man eftir mér. Jósef tálgaði fugla og dýr úr horni eða ýsubeini. Þeir smíðuðu báð- ir ofurlítil skip og bjuggu þau út með rá og reiða í líkingu við seglskipin sem sigldu inn eftir firðinum á hverju sumri. Gripir þeir voru sýndir gestum af og til og þóttu vel gjörðir. Létu þeir bræður skipin sigla þvert yfir allstóra tjörn fyrir neðan túnið og beittu þeim „upp í vindinn“ sem allra mest. Alls konar leikjum og íþrótt- um man ég eftir, sem við æfð- um undir berum himni á ýms- um tímum árs, oft á kvöldin og stundum fram á nótt. Voru þá elztu bræðurnir leiðtogar að jafnaði. Það var hrein, svalandi skemtun að leika sér úti á vetr- arkvöldum, þegar veður var kyrt og bjart. Þær stundir blasa enn við mér í orðum skáldsins: „Heiðstirnd bláa hvelfing nætur, hreinu lýst af mánaskini, norðurljósa logum glæst“. Þá voru vorkvöldin ekki síð- ur unaðsrík og æfintýrakend, þótt mikið væri annríkið á þeirri tíð ársins. Þessir bræður mínir höfðu þá margt fyrir stafni, í aukaverkum. Fóru þá oft fram með sjó og klifruðu í björg eft- ir eggjum, eða til að „steypa undan“ hröfnum sem hreiðruðu sig í nánd við æðarvarp lítið í landareign föður okkar. Stund- um réru þeir út í sker og snör- uðu fugla, eða lögðu nokkuð út á fjörðinn í fiskileit, þegar gott var veður. Eftir að við fórum að stálpast, yngri bræðurnir, fengum við af og til að fara með. Mikill æíintýrabragur var á ferðum þeim eins og nærri má geta. Hafi vetrarheiðríkjan verið fögur að kvöldi dags á íslandi, hvað skal þá segja um vornæt- urnar, þegar sólsetur og aftur- elding runnu saman úti við hafs brún og sveipuðu landið í draum kendum og friðsælum bjarma, sem engin orð geta lýst? — Einu mannvirki þeirra bræðra má ég ekki gleyma. Það var sundpollur, sem þeir bjuggu út, skamt fyrir vestan túnið. Faðir okkar mun hafa hjálpað þeim til; hann var sundmaður. Þeir stífluðu gróf í fitjunum og veittu þangað vatni úr bæjarlæknum þegar hlýtt var veður. Seitlað- ist sá straumur yfir haglendið, og var glóðvolgur þegar í gróf- ina kom. Þar svömluðum við oft á sumrin, drengir, helzt á sunnu dögum. VII. Skakkaföll. Þegar ég renni huganum yfir minningar þessar, dáist ég mest að því, hvað sveitalífið gat ver- ið frjálslegt og tápmikið á ís- landi, þrátt fyrir fátæktina. En hörð var sú viðureign; því verð- ur ekki neitað. Árferði var ó- heyrilega stirfið, þegar leið á öldina síðustu — eldgos og ösku- fall austan lands, og síðan harð- ir vetrar og hafísavor hvað ofan í annað. Menn urðu dauðþreytt- ir á þeim skakkaföllum, eins og von var. Rétt þegar svo stóðu sakir, var þjóðin á framfaraskeiði; en sönn framför er jafnan erfiðis- auki; hún heimtar gífurleg á- tök, einkum í byrjun, og setur mönnum torræð úrlausnarefni. Auk þess leitar hún áleiðis í En gagnstætt þessu var við- horfið heima á íslandi, þegar ég var barn. Hugsun og þekking á þroskaskeiði, en verkunum skil- aði lítt áfram. Hugir fólksins voru yfirleitt glaðvakandi, það hefi ég þegar sýnt. Og þetta var ný vakning, sannur vorgróður. Orðið „framför“ var í hvers manns munni. Oft heyrði ég tal- að um úreltar venjur og kredd- ur „gamla fólksins“; en svo nefndu menn næstu kynslóð á undan sér og aðrar þaðan af eldri. Vakningunni fylgdu svo aukn ar kröfur, vitaskuld. Alþýðan þráði betra húsnæði, betri klæðn að, breytilegra fæði, meiri vega- gjörðir ög jarðabætur, meiri þekkingu, meiri mentun fyrir sig og börnin sín. Menn vildu fegnir ,gleyma gömlum dauða en glæsta framtíð seilast í“, eins og skáldið segir. En „gamli dauðinn“ var ekki laus fyrir tilraunum öllum til úrbóta hrektu alls konar örð- ugleikar. Sumt var misreiknað í byrjun; margt fór út um þúf- ur í framkvæmdinni, eins og von var; viðleitnin var í barn- dómi mestöll. Landslag og tíð- arfar sátu við sinn keip; þúf- urnar skutu upp höfðum aftur von bráðar, þar sem sléttað hafði verið. Og svipað var um búnað- arbætur aðrar. Ef eitthvað vanst á í bili, þá kom slæmt ár og eyddi gróðanum. Átökin gáfu lítið í aðra hönd nema skuldir og vonbrigði. Nóg var um þessa hluti skegg- rætt og bollalagt; ekki vantaði það. Sökinni var slengt á fólkið sjálft að öllum jafnaði. Leið- togar flestir létu dæluna ganga, um ódugnað álþýðunnar, eyðslu semi, trassaskap, og svo fram- vegis. Ávíturnar kváðu við tón í ræðum og ritum endalaust, ein mitt þegar ljúfari hvatningar þurfti við; og mun sá kórsöng- ur hafa talsverðu til leiðar komið í því að draga kjark úr þjóðinni. Það var eins og þegar ökumaður pískar uppgefinn hest. tvennu lagi — á sviði andans og á sviði verkanna. Fari þeir liðs- armar ekki samsíða nokkurn veginn, þá er sízt á góðu von, eins og reynslan sýnir. Andinn hefir nú um langa hríð verið að dragast aftur úr verkunum hér á landi, þrátt fyr ir öll mentunartækin — eða svo finst mörgum hugsandi mönn- um vestur hér. VIII. Ameríkuhugur. Rétt þegar dimmast var uppi yfir á þessum árum, varð mörg- um manni starsýnt á skýjarof mikið í vesturátt. „Ameríku- bréfin“ gegnu bæ frá bæ og voru lesin með áfergju. Eins var með vikublöðin íslenzku frá Winni- peg. Hugir manna komust í mikla hrifningu við þanp lestur, og höfðu þó höfundarnir yfir- leitt, að ég frekast man, gjört sér far um að segja bæði kost og löst af sínum nýju heimkynn- um. Mönnum varð ákaflega tíð- rætt um fréttir og lýsingar vest- an að. En það sem áhrifaríkast var í þessum blöðum og bréfum var þó ekki sjálft efnið, eða bók- stafurinn, heldur andinn — bjart sýnin og öruggleikurinn, og þessi dansandi spriklandi sigur- gleði sem einatt hleypur í menn, þegar þeir eins og yngjast upp í nýjum landsvistum. Landarnir vestan hafs virtust vera komnir út yfir amstrið og vonar-dauð- ann, sem um þær mundir þjök- uðu frændur þeirra úti á íslandi. Þeir höfðu enn alls konar þraut- ir að glíma við, en kærðu sig kollótta, því framtíðin brosti við þeim. Og þetta reið baggamun- inn. Ameríkuhugurinn fór í al- gleyming. Miklu færri komust vestur en vildu. IX. Vesiur um haf. Ekki var það af dugleysi, að foreldrar okkar fóru að hugsa til vesturferðar. Þau voru bæði sívinnandi. En börnin voru tíu; jarðnæði lítið og fátt um vinnu- fólk, en árferðið eins og fyr var sagt. Ekki voru þeir slakir við vinnu, bræður mínir, þeir elztu, þótt þeir gerðu sér ýmislegt til gamans í tómstundum. Allir unnu dag eftir dag, sem vetlingi gátu valdið, en ekkert hrökk til Að verjast vaxandi skuldum reyndist erfiðara með ári hverju. Vel man ég það, að fað- ir minn talaði oft með gremju um ástandið og horfurnar, síð- ustu árin; og var hann þó ekki skapstyggur maður að upplagi. Sumarið 1893 seldi faðir minn jörð og búslóð og flutti með móð ur okkar og níu börnin vestur um haf. Þorsteinn varð eftir heima. Hann kom ekki vestur fyr en eftir aldamótin. Enskur byrðingur var látinn safna vesturförum við strendur norðanlands það sumar; en línu- skipið Lake Huron tók við öll- um á Seyðisfirði og sigldi það- an beint vestur til Quebec. Hreptum við ágætt veður alla leiðina, sólskin og sléttan sjó. Var þá reynt að nota tímann og æfa sig í „málinu“. Yrtum við því oft á skipverja, bæði Jó- sef og við hinir; en skröfuðum eipna mest við vikadreng ensk- an, sem fræddi okkur heilmikið um orðtök alls konar og nöfn á hlutum; en ekki var framburð- urinn sem ábyggilegastur hjá stráksa; hann var Cockney frá Lundúnum. Skipstjórinn var frábærlega góður í okkar garð, landanna. Hann hafði aldrei séð íslending áður og bjóst því ekki við góðu, þegar hann var sendur til Seyð- isfjarðar eftir farþegum; en hann skipti fljótt um skoðun, og hældi íslendingum á hvert reipi í viðtali við blaðamenn, þegar til Quebec var komið. Komust þau ummæli fljótt í vikublöðin íslenzku í Winnipeg, eins og geta má nærri. Frá Quebec fórum við með innflytjendalest eins og leið ligg ur um óbygðir Vestur-Ontario áleiðis til Winnipeg. Áður en til borgar kæmi, mætti hópnum Jón Ólafsson ritstjóri. Hann var glæsimenni, búinn vel, íturvax- inn og fyrirmannlegur í sjón; gekk við göngustaf eins og þá tíðkaðist. Hann yrti á okkur með valdsmanns-rödd, fáeina smádrengi, sem stóðum á út- palli framan við vagninn einn — en lestin var á fleygi-ferð: — „Farið þið inn í vagninn, strák- ar. Þið getið fótbrotið ykkur!“ Við auðvitað hlýddum strax yfirvaldinu. Mörgæsir eru mjög merkilegar skepnur ÞAÐ VAR EINHVERN DAG, skömmu eftir að Byrd aðmíráll kom til Suðurskautslandsins, þar sem enginn maður haíði áður stigið fæti sínum, að hann var einn á gangi á ísnum, alllangt frá félögum sínum. Varð honum það þá eigi lítið undrun- arefni að móttökunefnd kom þar til að fagna honum. Ekki voru þessir íbúar heim- skautslandsins háir í lofti, þeir voru minni heldur en dvergarn- ir í frumskógum Afríku. En það var munur að sjá hvað þeir voru vel til fara, allir á kjól og hvítu. Og þarna gengu þeir hægt og virðulega til móts við aðmírál- inn, þangað til svo sem 50 fet voru á milli þeirra. Þá stað- næmdist hópurinn, en einn gekk fram. Var það sýnilega foringi móttökunefndarinnar. H a n n gekk fram fyrir Byrd og — hneigði sig. Byrd fanst þetta bæði kátlegt og kurteislegt, svo að hann hneigði sig líka. Og þá hneigðu sig allir hinir. Enginn landkönnuður hefur fengið jafn virðulega móttöku hjá íbúum í ókunnu landi. Og þetta var þeim mun merkilegra, sem hér var ekki um menn að ræða, heldur fugla — mörgæsir. Þessir íbúar Suðurskautslands ins eru meðal glæsilegustu, gáf- uðustu og vingjarnlegustu jarð- arbúa. Fáum dögum seinna var einn af förunautum Byrds á ferð á þessum sömu slóðum. Þá kom einnig móttökunefnd að fagna honum. Og nú var haft meíra víð en áður, því að forseti nefndar- innar kom með stein í nefinu og lagði fyrir fætur hans. Var það sú dýrmætasta gjöf, sem mörgæsirnar gátu gefið. Steinar eru fágætir þarna, því alt er X. Til Nýja-íslands. Þegar til Winnipeg kom „Imigrantahúsið“, skaut upp höfðinu vandi mikill og helzt til óvæntur. Við vorum komnir til Ameríku — en hvert átti nú að halda? Faðir okkar hafði talað um að fara suður til Minnisota; sveitungar hans allmargir voru búsettir þar. En honum bárust illar fréttir að sunnan, um banka hrun, verzlunardeyfð, atvinnu- leysi og annan ófögnuð slíkan, sem lítt mun hafa fegrast í frá- sögninni. Honum leizt ekki á blikuna. Ekki vissum við börnin til þess, að faðir okkar hefði mikið af peningum til að leggja á banka. Og vinnuleysi — hver þremillinn gat það verið? Að fá ekki neitt að gjöra? Þetta var nokkuð sem við höfðum aldrei þekt á íslandi; þar hafði vinnu- kvöðin rekið á eftir okkur dag eftir dag, og helzt aldrei látið okkur í friði. — En bernskan verður að taka við rökum og ráðum eldra fólksins, hvað sem skilningi líður. En hvað sem þessu leið, þá var úr vöndu að ráða, því að sami geigurinn gjörði vart við sig Canada-megin líka. Rétt í þessu kom á Imigranta- húsið öldungur frá Nýja-Islandi, alskeggjaður, greindur í tali. Ekki man ég nafn hans. En hann flutti mál sinnar bygðar fyrir- taks vel. „Það er líklega satt“, segir karl, „að bygðin okkar sé nokk- uð sein á sér í þessum svo köll- uðu framförum. Hún liggur ut- an við skarkala heimsins og læt- ur lítið yfir sér. En raungóð er hún og friðsamleg, og verður að lokunum farsælasta nýlend- an“. Var þá afráðið að fara til Nýja-íslands. Við lögðum af stað til Selkirk, Krossvíkingar og ýmsir fleiri, og fengum þaðan far með gufubátnum Colville norður til nýlendunnar. Faðir okkar settist að með sinn hóp á Gimli. Landsvistin var alls ekki illa valin, eins og sakir stóðu. I Nýja-íslandi vár ekki banka- hrun að óttast — þar var enginn banki. Bygðin var eins og nýtt Island; bar því nafn með rentu. En árferði var sýnu betra hér en í átthögum austur, og jörðin gjafmildari. Þó var lítið um sölu afurðir, nema helzt fisk úr vatn- inu; en bjargir góðar að öðru leyti, bæði kvikfénaður, veiði- föng, og svo skógurinn til elds- neytis og húsagjörðar. Akur yrkjan var sama sem engin á þeim árum. Þegar menn skorti fé til að- fanga, fóru þeir „út í vinnu' til stórborganna, í fiskiver „norður á vatni“, í „harðvist' eða þreskingu, o. s. frv., en kven fólkið „í vist“ á efnaheimilum Kæmi svo atvinnuskortur, þá var það slæmt að vísu, en flest- ir gátu vel bjargast við heima- föngin þangað til „tímar“ bötn- uðu. Svona var Nýja-ísland á þeim árum; þoldi hnjóð úr öllum átt- um fyrir ófögnuð ýmis konar, sem hér var við að stríða, eins og fluguna, vatnagang og veg- leysur að vorlagi, og sein-rudd- an skóg. Verklega framförin var sein á sér; en andinn fékk notið sín furðu vel þar norður í myrk- viðinum, eins og raun gaf vitni bæði þá og síðar. Faðir okkar og þau börnin, sem vinnufær voru, komust brátt í vistir hjá bygðarmönn- um. Jósef vann fyrir sér nálægt Gimli það ár, að mig minnir, en gekk á Gimli skólann um vet- urinn í nokkrar vikur til að full- komna sig í ensku máli. — Bygð- in var enn ramm-íslenzk, jafn- vel í alþýðuskólunum; kenslu- bækurnar voru enskar vita- skuld, en kenslan að mestu leyti á íslenzku. Næsta sumar réðst Jósef í fiskiver „norður á_vatni“, en svo kölluðu menn noðurhluta Win- nipegvatns, fyrir norðan Mikl- eyjarsundin. Hann vann þar sumarlangt hjá fiskifélagi, sem kent var við Robinson kaup- mann í Selkirk. (Framhald) þakið ísi og jökli. En steinar eru mörgæsunum bráðnauðsynlegir, því að þær verða að gera hreið- ur sín úr þeim, hlaða dálítinn hringmyndaðan pall á ísnum undir eggin, því að öðrum kosti gæti þær ekki klakið eggjunum út. Þegar karlfuglinn biður sér konu, krefst hún þess að hann sýni að það sé gert í alvöru og einlægni. Það gerir hann með því að leggja stein við fætur hennar. Og sé hann reglulega ástfanginn ög vilji sýna það í verki, þá hleypur hann burt og sækir annan stein, sem hann hefur falið einhvers staðar. Það fær engin ungfrú staðist, því að þetta er full sönnun þess að bið- illinn sé áreiðanlegur og elski hana. Ekki vill hún þó láta und- an þegar í stað. Hún horfir hvast á biðilinn og virðir hann fyrir sér frá hvirfli til ilja, en hann teygir úr sér, skýtur fram brjóst inu og gerir sig sem tígulegast- an. Og þá tekur hún bónorði hans með því að reka upp skræk, sem þýðir „já“. Þetta segir Worth E. Shoults í „National Geographical Magazine“. En þegar málið er nú þannig út- kljáð halda þau upp á trúlofun- ina með því að dansa og syngja ástarsöngva og horfa upp til suð- urljósanna. Af þessu er það auðsætt hve þýðingarmikið atriði það var, er f o r i n g i móttökunefndarinnar lagði stein fyrir fætur mannsins. Steinarnir eru auður mörgæs- anna. Þeir eru geymdir og not- aðir ár eftir ár og kynslóð fram af kynslóð. Þess vegna er enginn stærri glæpur til í mörgæsaland- inu, en að stela steini. Það er engu betra en sauðaþjófnaður á íslandi. Stundum kemur það þó fyrir að undirförull og samviskulaus karlfugl kemur sér í mjúkinn hjá ístöðulítilli giftri mörgæs einungis í þeim tilgangi að stela steini frá henni. Og þegar hon- um hefur tekist það, hleypur hann heldur hnakkakertur með steininn til þeirrar, sem hann hefur fengið augastað á og þyk- ist meiri fyrir það að geta fært henni rændan stein. En þetta tekst sjaldan. Fáar giftar mörg- æsir eru svo ístöðulitlar að þær gangist upp við fagurgala og flekunartilraunir spjátrunga. Flestar verja heimili sitt og steina sína með oddi og egg eins og valkyrjur. En ekki er því að neita að sumar hafa gaman að gullhömr- um og ástleitni annara — það liggur í kveneðlinu, ef ekki er of langt gengið. En komi þá bóndinn svo nærri að hann sjái til þeirra, læst hún verða fjúk- andi reið og hjálpar honum til þess að reka hinn ósvífna dufl- ara á flótta. Húsbóndinn hefur þá skyldu hér eins og annars staðar, að sjá fyrir heimilinu. Hann leggur á stað til fanga eldsnemma á morgnana. Hann kveður konu sína með því að hneigja sig fyrir henni og fer svo út á haf. Þar veiðir hann aðallega rækjur til matar. Hann kyngir fengnum jafnharðan og hættir ekki fyr en hann er kominn að því að springa. Svo segir Robert Cush- man Murphy í „Oceanic Birds of South America“: „Þegar hann kemur heim aft- ur er hann svo úttroðinn, að það er eins og hann sé með ístru. Hann verður að ganga eins fatt- ur og hann getur til þess að steypast ekki á hausinn, vegna þess hvað hann er framþungur. En vegna þessa getur hann ekki séð niður fyrir fæturnar á sér niður fyrir fæturnar á sér og er því altaf að reka tærnar í“. Á heimleiðinni hefur hann engan frið fyrir krökkunum í nágrenninu. Þau þyrpast utan um hann og sníkja og sníkja eins og krakka er siður, þegar um sælgæti er að ræða. En hann stenst freistinguna og staulast heim að hreiðri sínu. Þegar þangað kemur glennir ungi hans upp ginið og faðirinn spýr niður í hann fæðunn í smágus- um. Svo tekur hann að sér að sjá um ungann á meðan konan skreppur fram á sjó að fá sér máltíð. Eins er hann ákaflega hugulsamur við hana meðan á útungun stendur. Þá er hann altaf bóðinn og búinn til þess að liggja á egginu, svo að konan geti lyft sér upp og náð sér í fæðu. Unginn stækkar fljótt og áð- ur en langt um líður er hann orðinn alveg óseðjandi átvagl. Þá kemur bóndinn að máli við konu sína og segir eitthvað á þessa leið: „Þetta getur ekki gengið lengur. Eg vinn baki brotnu, og samt get ég ekki fætt bæði mig og ungann. Það er kom inn tími til þess að við setjum hann í barnaheimili, svo að við getum bæði stundað veiðar.“ En hvort sem hann segir nú þetta með berum orðum eða eigi, þá er sú venjan hjá mörgæsun- um, að þegar ungarnir eru orðn- ir svo gráðugir að annað foreldr- ið hefur ekki undan að bera mat í þá, er þeim komið í fóstur. Er það þá ýmist, að barnlaus hjón taka að sér unga, eða þá að mörgum ungum er safnað sam- an í nokkurs konar barna heim- ili, þar sem þeirra er gætt af gömlum mörgæsum, sem varla eru orðnar færar um að ganga sér til matar. Eru þarna stund- um 12—20 ungar saman í heim- ili, en fullorðnu mörgæsirnar fara allar til veiða og ala í fé- lagi önn fyrir þeim og fóstrun- um. Þá verður líka önnur mikil breyting á. Þá slitnar upp úr hjúskapnum og faðir og móðir kannast ekki lengur við sitt eigið afkvæmi. En þau telja það borg- aralega skyldu sína að sjá barna- heimilinu fyrir þörfum þess þangað til ungarnir eru orðnir sjálfbjarga. Mörgæsirnar eru félagslyndar og lifa í sérstökum „bygðum“, en hver bygð hefur sitt barna- heimili út af fyrir sig og ræður sjálf sínum eigin málum. Aldrei mundi ein bygð hjálpa annari með framfærslu barnanna. En ef svo skyldi til vilja að ungi viltist frá sínu heimili til annars mundi honum verða tekið vel og hann alinn þar upp. Samheldni mörgæsa í hverri bygð er svo mikil, að þær fylgj- ast að í dauðann. Hefur dr. Murphy sagt sögu af því. Það var þegar hann var í rannsókn- arför á eynni Suður-Georgia. Hann var þá að furða sig á því hvað yrði af mörgæsum þeim, sem dræpust, því að hvergi fann hann ræfla af þeim. Hitt var áreiðanlegt að þær dóu úr elli Framhald á bls. 7 Lad ies! PERMANENTS! Latest Paris, Hollywood and New York styles. Lasting. Guaranteed. Golden Cream Oil Waves, $3.50 with 50c bottle of fine exquisite French perfume. Golden Cold Waves, $4.95 with $1.00 bottle of fine exquisite French perfume. The finest permanent wave you’ve e v e r had. Remember, you’ll be at your loveliest in 1950 with a GOLDEN permanent wave —given by professional experts only. No appointment necessary at the— Golden Beauty Salon (ln the Golden Drugs) St. Mary’s at Hargrave, Winnipeg Back of Eaton’s Mail Order—1 block south of Bus Depot—across from St. Mary's Cathedrai. PHONE 925 902

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.