Lögberg - 13.07.1950, Síða 8
3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. JÚLÍ, 1950
Úr borg og bygð
Malreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunk-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar-
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði, send
ist:
Mrs. H. Halldórson
1014 Dominion Street
Mrs. L. S. Gibson
4 Wakefield Apts.
eða til The Columbia Press Lid.,
695 Sargent Ave. Winnipeg
☆
Leiðrétiing
í grein minni „Kveðja til sjó-
mannadagsins“ í „Lögbergi“ 29.
júní hafa línubrengl orðið í
byrjun 3. málsgreinar í 2. dálki.
Fallið hafa úr eftirfarandi upp-
hafsorð málsgreinarinnar: „En
sjómannadagurinn gerir“. Þess
má einnig geta, að greinin er
endurprentuð úr „Sjómanna-
dagsblaðinu“ í ár.
Með þökk fyrir birtinguna.
R. Beck
☆
Ungfrú Ólína Guðjónsson frá
Reykiavík á íslandi, er stödd
hér í borginni í heimsókn til
frænda síns hr. Jóns Guðlaugs-
sonar, að 68 Kingston Row, St.
Vital, Man. Býst ungfrúin við
að dvelja hér um óákveðinn
tíma.
☆
Mr. G. F. Jónasson forstjóri
og eigandi Keystone Fisheries
Limited, gekk nýlega undir upp-
skurð á Almenna sjúkrahúsinu
hér í borginni; hann kom heim
á þriðjudaginn, og líður eftir á-
stæðum vel, þó hann vafalaust
þarfnist nokkurrar hvíldar áð-
ur en hann tekur til starfa á ný.
Mr. Jónasson er frábær elju- og
athafnamaður.
☆
Mr. og Mrs. Victor Thordar-
son frá Los Angeles, Cal., ásamt
ungri dóttur, eru nýkomin til
borgarinnar í heimsókn til for-
eldra Mrs. Thordarson, þeirra
Dr. og Mrs. K. J. Backman.
Enn 29 íslenzkir sjó-
menn og einn farþegi
fórust á sjónum á
sama tíma
í TTATÍU OG ÁTTA íslenzk-
um og erlendum sjómönnum
hefur íslenzkum skipum og
björgunarsveitum . tekizt að
bjarga úr bráðum sjávarháska fá
því á sjómannadaginn í fyrra,
en 30 íslenzkir menn, 29 sjómenn
og einn farþegi, hafa farizt á
sjó á sama tíma, og þar af 22
frá síðustu áramótum. Eru það
óvenjulega miklir mannskaðar á
ekki lengri tíma.
Þrátt fyrir þessa miklu mann-
skaða síðustu mánuðina, hefur
þó tekizt að bjarga miklu fleiri
mönnum úr sjávarháska en fór-
ust, ef litið er á allt árið.
Björgun heppnast.
Aðfaranótt 17. október strand-
aði færeyski kútterinn Havfruen
við Almenningsnöf nyrðra.
Tókst björgunarsveit slysavarna
deildarinnar á Siglufirði að
bjarga allri áhöfninni, 18 manns.
Togarinn Vörður frá Patreks-
firði sökk í hafi á leið milli
Bretlands og Islands 29. janúar.
Togaranum Bjarna Ólafssyni
tókst að bjarga 14 af áhöfninni,
en 5 fórust.
Brezka olíuflutningaskipið
Clam rak á land við Reykjanes
28. febrúar. Björgunarsveit úr
Grindavík heppnaðist að bjarga
23 mönnum, en 27 fórust.
Vélbáturinn Skiði frá Reykja-
— HEILLAÓSKASKEYTI —
lil Ásmundar P. Jóhannssonar
á 75 ára afmæli hans
Winnipeg, Manitoba, 8. júlí 1950
Hr. Ásmundur P. Jóhannsson,
910 Palmerston Ave., Winnipeg.
Kæri félagsbróðir:
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
félags Islendinga í Vesturheimi
flytur þér, í tilefni af 75 ára af-
mæli þínu, hugheilar árnaðar-
óskir.
Stjórnarnefndin þakkar þér
hið mikla starf þitt í þágu félags
ins frá stofnun þess og biður ís-
lenzkar hollvættir að gleðja þig
og styrkja.
Fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins,
Virðingarfylst,
Ingibjörg Jónsson
vara-skrifari.
London, 5. júlí, 1950.
Johannson
910 Palmerston Avenue
Winnipeg.
Congratulations Seventyfifth
Anniversary.
Eggerlson
Reykjavík, 5. júlí 1950
Ásmundur Jóhannsson
910 Palmerston Ave.
Winnipeg, Man.
Um leið og vér sendum yður
vorar beztu heillaóskir á 75 ára
afmælinu þökkum vér yður öll
störf yðar í þágu félags vors fyrr
og síðar og áhuga yðar fyrir
vexti og viðgangi félagsins alt
frá stofnun þess.
Eimskipafélag íslands
London, 5. júlí 1950
Johannsson
Winnipeg.
Heartiest Congratulations and
Greetings.
Kristín, Guðmundur
Vilhjálmsson.
☆
Frú Soffía Bildfell og dóttir
hennar frú Hrefna McRae, komu
heim á þriðjudaginn eftir mán-
aðardvöl í Montreal.
☆
Miss Guðrún Jóhannsson
hjúkrunarkona kom nýlega hing
að vestan úr Saskatchewan í
heimsókn til stjúpmóður sinnar
fru Rósu Jóhannsson og ætt-
menna sinna; hún brá sér suður
til Minneapolis, Minn., um helg-
ina og dvelst þar í nokkra daga.
☆
Mr. G. A. Williams kaupmað-
ur frá Hecla, lagði af stað bíl-
leiðis vestur á Kyrrahafsströnd
vík fékk áfall í rúmsjó í óveðr-
inu 3. marz. Vélbáturinn Vonin
kom honum til hjálpar, og dró
hann til hafnar. Var sex mönn-
um með því bjargað.
Vélbáturinn Ingólfur Arnar-
son frá Reykjavík strandaði 14.
marz austur við Þjórsárós.
Björgunarsveit frá Stokkseyri
bjargaði allri áhöfninni, 10
mönnum.
Brezki togarinn Preston North
End strandaði við Geirfuglasker
14. apríl. Björgunarskipinu Sæ-
björgu, vélbátnum Fróða frá
Njarðvíkum og mönnum úr
björgunarsveitinni í Grindavík
lánaðist að bjarga 16 af áhöfn-
inni.
Þannig hefur 87 mönnum ver-
ið bjargað og svo er björgun
matsveinssins af m.b. Mugg, sem
afreksverðlaun sjómannadagsins
eru veitt fyrir nú.
Mannskaðar
Vélbáturinn Helgi frá Vest-
mannaeyjum fórst 8. janúar við
Vestmannaeyjar og með honum
10 menn, 9 sjómenn og einn far-
þegi.
Vélbáturinn Jón Magnússon
frá Hafnarfirði fórst í óveðrinu
3. marz með 6 manna áhöfn.
Þá hafa fjórir menn fallið út-
byrðis og drukknað, fjórir
drukknað, fjórir drukknað í
höfnum og einn farizt af slys-
förum á skipi sínu, auk þeirra
fjögurra skipverja, sem drukkn-
uðu, þegar Vörður sökk.
—Alþbl. 4. maí
á miðvikudaginn í fyrri viku á-
samt fjölskyldu sinni, ferðafólk
þetta gerði ráð fyrir að verða um
mánaðartíma að heiman.
☆
Mr. Norman Valgardson frá
Moose Jaw, Sask., kom til borg-
arinnar á sunnudagskvöldið á
leið til sumardvalar norður í
Mikley.
Þakkláfi
Rauðskinninn
Endur fyrir löngu á frumbýl-
ingsárum hvítra manna í Ný-
Englandsríkjunum hér í álfu, og
fjandskapurinn var sem mestur
milli kynflokkanna, bar svo við
að hvítur maður féll í hendur
Indíánaflokks, og var hann sett-
ur í prísund, mat hann nú ekki
líf sitt mikils eins og nú var
komið, og átti hann von á því
á hverri stundu að hann yrði af
lífi tekinn. Bar ekki til tíðinda
fyr en einn sólbjartan morgun
árla að hann var kallaður og
honum skipað að tygja sig til því
í langferð skyldi halda. Leggur
hann nú af stað með einum Indí-
ána höfðingjanum, myndarleg-
um og hraustlegum manni, sem
vel var búinn að vopnum. Ferð-
uðust þeir tveir einir um skóga
og sléttur, lágu úti um nætur
undir berum himni, og bar ekk-
ert sérstakt til tíðinda. Eftir að
þeir höfðu þannig ferðast í
nokkra daga, var það síðla dags
að þeir voru staddir í nánd við
þorp eitt í Connecticutríkinu,
þar sem hinn hvíti maður var
kunnugur, að Rauðskinninn nem
ur staðar og ávarpar félaga sinn
og segir: „Fyrir óralöngu síðan
var það kvöld eitt síðla að ég
kom hér í þorpið, hungraður og
illa á mig kominn og peninga-
laus, fór ég til gestgjafans og
fór þess á leit við hann, að hann
gæfi mér máltíð, en hann sner-
ist illur við og neitaði, og skip-
aði mér sem skjótast að hafa mig
á burt, þú og þínir líkar eiga
ekkert erindi hingað. En þá varst
þú þar staddur og snerir þér til
gestgjafans og sagðir: „Gefðu
manninum máltíð, ég skal borga
fyrir hana“. Fékk ég þarna á-
gæta máltíð, sem þú borgaðir
fyrir og varst mér hinn drengi-
legasti. Nú erum við komnir
hingað, og nú getur þú farið
hvert á land sem er, þú ert frí
og frjáls maður“, og svo hafði
hann ekki fleiri orð. Hinn hvíti
maður fagnaði frelsinu, sem kom
flatt upp á hann. Hann rétti hon
um hendina og þakkaði hjartan-
lega. Rauðskinninn hneigði sig
göfugmannlega, og hvarf síðan
inn í skóginn.
Kærleikur og réttlæti er
máttarmesta aflið, sem að heim-
urinn þekkir og þau öfl eru ætíð
sigursæl, sverðið og hefndin hef
ir verið og verður æfinlega
manninum „skammgóður verm-
ir“; hefndin og hatrið eitra líf
hvers manns og gefur aldrei
frið.
Hinir frumstæðu menn, sem
bygðu þetta land, er hvítir menn
komu hér fyrst, komu með út-
rétta hendi friðar og vináttu, og
það mun sannleikur að hvítir
menn áttu meiri sök á því en
Indíánar, að upp úr logaði, heift
og hatur magnaðist svo allt
flaut í blóði; og okkar kæru for-
feður, er fyrstir komu hér til
lands, munu ekki hafa kunnað
hina „Gullnu reglu“, og af þeim
ástæðum orðið að hrekjast burtu
úr þessu landi. Indíánar voru
grimmir þegar þeir voru komnir
í vígamóð, og þeir voru beittir
órétti eða ofsókn, en þeir voru
eins og dvergarnir í sögunum
fornu, „tryggða tröll“ og eru ótal
dæmi þess að þeir launuðu vel-
gjörðar mönnum sínum eins og
söguhetjan í þessari stuttu
grein, og er það nú í raun og
veru manneðlið bæði hjá hinum
svokölluðu siðuðu þjóðum svo
sem og hjá hinum frumstæðu,
að launa gott með góðu. En á
hinn bóginn eru flestir þannig
innrættir að launa ilt með illu,
og dregur það jafnan illan dilk
á eftir sér. Það þekkja allir sög-
una af William Penn og Indíán-
unum í Pennsylvania og friðar-
88 íslenzkum og erlendum
sjómönnum bjargaS hér
Fréttir fró Churchbridge, Sask
Eftir séra JÓHANN FREDRIKSSON
Séra Sigurði Christophersyni
var haldið veglegt samsæti á
sunnudaginn þann 2. júlí. Séra
Sigurður hefir þjónað Konkor-
dia, Lögbergs og Þingvallasöfn-
uðum í nær tuttugu ár. Söfnuð-
irnir slógu sér saman og helg-
uðu gamla prestinum sínum
sunnudaginn þ. 2. júlí, buðu
honum að hafa guðsþjónustu í
Konkordia kirkjunni. Kirkjan
var þéttskipuð af vinum og
kunningjum víða að. Séra Jó-
hann Fredriksson, núverandi
prestur prestakallsins, þjónaði
fyrir altari. Séra Sigurður sté í
stólinn. Hann tók fyrir texta
I. Her. 15:1.—10. og prédikaði
bæði á ensku og íslenzku. Hug-
vekjan var tímabær, kjarnorð og
af hjarta runnin. Það duldist
engum að presturinn vildi
hvetja gömlu sóknarbörnin sín,
Kannske í síðasta sinn, að leita
til frelsarans, „Guðs lambs sem
ber heimsins synd“. Honum lá
þungt á hjarta velferð safnað-
anna, sem hann hefir þjónað í
tuttugu ár.
Öllum var boðið til kaffi-
drykkju, út í Konkordia sam-
komuhúsið, strax eftir guðs-
þjónustuna. Þar var þéttskipað.
Björn Hinriksson, forseti Kon-
kordia-safnaðar, tók fyrstur til
máls, bauð alla velkomna og
sagði hópinn saman kominn til
að heiðra séra Sigurð og þakka
honum fyrir margra ára starf.
Björn sagði að fáir af yngri
prestunum myndu vilja feta í
fótspor Sigurðar. Á frumbyggja-
árunum var ekk^rt glæsilegt að
vera prestur úti á landsbygð:
vegir voru slæmir eða engir og
erfitt umferðar. Hann var dug-
legur, samvizkusamur og heim-
sótti safnaðarbörn sín gangandi
vetur og sumar, hvernig sem
viðraði. Launin voru oft lítil,
smámunalega lítil, en séra Sig-
urður mintist aldrei á peninga,
bað aldrei um launahækkun og
kvartaði aldrei. Hann var nægju
samur og gleði hans var fólgin í
því að vera hugsjón sinni trúr.
Hannes Egilsson, forseti Lög-
bergssafnaðar, og Valdi John-
son, forseti Þingvallasafnaðar,
sögðu vel valin orð til séra Sig-
urðar, þökkuðu honum fyrir
samvizkusamlegt starf og ósk-
uðu honum allra heilla í fram-
tíðinni. Séra Jóhann þakkaði
séra Sigurði fyrir góða viðkynn-
ingu: — „Churchbridge presta-
kall er akur sem þú hefir sáð í
mörgum fögrum hugsunum, —
Churchbridge er ennþá akur
þinn, þú munt elska sóknarbörn-
in þín gömlu til síðustu stund-
ar. Haltu áfram að hlúa að akr-
inum þínum í bæn til safnað-
anna og prestsins sem tekur við
af þér. — Drottinn blessi þig og
gefi þér farsæla framtíð“. Kven-
félag Konkordíu-safnaðar veitti
kaffi og góðgerðir af mikilli
rausn. Eftir góðgerðirnar voru
séra Sigurði afhentar fagrar
gjafir. Söfnuðirnir í sameiningu
gáfu honum fallegan göngustaf
með nafni hans áletruðu á gull-
plötu; Kvenfélag Konkordia-
safnaðar afhenti honum áletrað
peningaveski með tuttugu og
fimm dollurum í; séra Jóhann
afhenti honum skrifborðslampa
— gjöf frá presti til prests. Séra
Sigurður þakkaði vel fyrir sig
og árnaði söfnuðunum allra
heilla.
Innan fárra daga mun séra
Sigurður flytja alfarinn úr þess-
ari bygð. Nýja heimilið hans
verður á 58 Pearl St., Winnipeg,
Man. Hann er hraustur, hress í
anda og mun ekki ætla að setj-
ast í helgan stein. í prestsekl-
unni mun hann gefa kost á sér
ríki það sem hann stofnaði þar,
og sem stóð um langan aldur.
Það sem Penn gat gjört ættu aðr
ir að geta gjört, hann var eins og
aðrir menn; mismunurinn að-
eins sá, að hann þekti mátt hinn-
ar „Gullnu reglu“ og stjórnaði
og lifði samkvæmt henni.
G. J. Oleson
til að þjóna prestslausum söfn-
uðum eftir því sem kraftar
leyfa. Við óskum séra Sigurði
farsællra daga.
____*____
Kvenfélag Konkordiasafnað-
aðar gaf úr sjóði $50.00 til „The
flood relief fund“.
Söngflokkur Konkordiu-safn-
aðar, undir forustu Mr. og Mrs.
Marvin, hafði söngsamkomu í
kirkjunni sunnudagskvöldið þ.
18. júní. Nærliggjandi söfnuðum
var boðið að taka þátt í þessari
samkomu. Kirkjan var troðfull.
Það óska allir að fleiri samkom-
ur af þessu tagi verði haldnar í
náinni framtíð. Samskot voru
tekin $59.75 og send til „The
Flood Relief Fund“.
Hér er dásamleg veðurblíða,
grasspretta frámunalega góð og
uppskeruhorfur í allra bezta
lagi . . . „Gleðin skín á vonar-
hýrri brá“ á öllum bændaheim-
ilum.
Nokkrir vinir úr fjarliggjandi
héruðum hafa heimsótt okkur í
sumar: Mrs. Hermann Sigurd-
son frá Vancouver, B.C. er hér
stödd að heimsækja bróður sinn,
Magnús Bjarnason póstmeistara
og vini. Mr. og Mrs. Bjarni
Bjarnason vélstjóri hjá C. P.R.
í Minnidosa, Man., er hér í sum-
arfríi með fjölskylduna og Pet-
rínu móður Mrs. Bjarnason. Þau
tóku aðsér heimili og bújörð
Mr. og Mrs. Sveins Gunnarsson-
ar en sendu þau til Tribune,
Sask. Ætli Bjarna finnist ekki
mismunur að keyra lítinn „Case
tractor“ í staðinn fyrir stóran
eimketil? Hann hefir boðið mér
að koma og hjálpa sér við bú-
skapinn. Mrs. Björg Bjarnason,
ekkja Sigurðar heit. Bjarnason-
ar, er nýkomin úr ferðalagi vest-
an frá hafi. Hún segir söguna
vel að vestan og ber kveðju frá
mörgum gömlum og góðum vin-
um. Eirika dóttir Mr. og Mrs.
Magnúsar Bjarnasonar var
heima í þriggja vikna sumar-
leyfi. Eirika er að stunda hjúkr-
unarfræði á almenna spítalan-
um í Winnipeg. Mr. og Mrs.
Steini Einarsson og dóttir þeirra
AnnaMae frá Regina hafa dvalið
hjá skyldfólki sínu í Church-
bridge og Calder um þriggja
vikna tíma. Mr. og Mrs. H. Mar-
vin keyrðu til Ninette, Mani-
toba að heimsækja bróðurdóttur
Mrs. Marvins, Miss Helen Joseps
son. Við erum að hlakka til að
Helen komi og heimsæki okkur
í sumar heil heilsu og alfarin af
hælinu.
Allir heilir unz við sjáumst
næst.
Bæjarráð heiðrar
elzta borgara
bæjarins
Á fundi sínum s.l. fimmtudag
samþykkti bæjarráð að veita
Önnu Sigríði Jónsdóttur á Naust
um, sem átti 100 ára afmæli fyr-
ir skemmstu, 3000 krónur „til
viðurkenningar fyrir atorku og
eljusemi á langri starfsæfi“.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda.
Heimili 776 Vif'tor Street. Sími
19017. —
Engar guðsþjónustur í júlí-
mánuði.
☆
Árborg-Riverion prestakall
16. júlí — Árborg, íslenzk
messa og ársfundur kl. 2. e. h.
Geysir, messa kl. 8.30 e. h.
23. júlí — Vídir, íslenzk messa
kl. 2. e h. — Framnes, messa kl.
8.30 e. h.
B. A. Bjarnason
☆
— Churchbridge Prestakall —-
Sunnudaginn þann 16. júlí
ferming og altarisganga í Kon-
kordia-kirkjunni kl. 1 síðdegis.
Messað verður í Konkordia-
kirkjunni alla sunnudaga kl. 1
síðdegis fram að 6. ágúst. Allar
messurnar verða á ensku.
J. Fredriksson
☆
— Tantallan, Sask. —
Messað verður í Hóla-sam-
komuhúsinu sunnudaginn þann
23. júlí kl. 4.30 síðdegis á ensku.
Bygðarbúar eru beðnir að gjöra
svo vel að auglýsa þessa messu.
J. Fredriksson
☆
Messað verður í Sambands-
kirkjunni á Lundar sunnudag-
inn 16. júlí, kl. 2 e. h.
E. J. Melan.
Kæruleysi
Mörg þó bifist gæfu gnoð,
græðis hrifin fangi,
skal ei rifa raka voð,
Rán þó yfir gangi.
Hótíðohöld við
Borgarvirki 23. júlí
Húnvetningafélagið í Reykja-
vík ákvað fyrir nokkru að láta
hlaða upp Borgarvirki hið forna
í Húnavatnssýslu. Fékk félagið
til þess nokkurn ríkisstyrk, en
sér um fjáröflun að öðru leyti.
Verkinu er nú langt komið og
verður virkið vígt með hátíða-
höldum hinn 23. júlí næstkom-
andi. Eru þá ráðgerðar hópferðir
þangað úr Reykjavík og víðar
að. Unnið verður að því í sum-
ar að laga veginn að virkinu.
DAGUR, 7. júní
Minnist
CETEL
í erfðaskrám yðar
DAGUR, 7. júní
Business Gollege Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Traimng Immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AVI', WINNIPEG