Lögberg - 24.08.1950, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. ÁGÚST, 1950
íögberg
GefiC út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utandakrift ritatjórana:
EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg" ls printed and publlehed by The Columbia Press Ltd.
696 Sargent Avenue, Winnipeg, M&nitoba, Canada.
Authorized as Second Clase Mail, Post Office Department, Ott&wa
Minnisstæð heimsókn
Naumast verða skiptar skoðanir um það, að nær-
vera þeirra Pálma Hannessonar rektors og frú Ragn-
hildor, setti sérstæðan og eftirminnilegan svip á hina
veglegu landnámshátíð á Gimli, sem nú er nýlega um
garð gengin; fólk mun alment hafa fundið til þess hvert
drengskaparbragð það var af ríkisstjórn Islands, að
senda okkur Vestmönnum á þessum söguríku tímamót-
um jafn ágæta fulltrúa og raun varð á; fulltrúa, sem
með yfirlætisleysi sínu og drengilegu viðmóti, komust,
ef svo mætti að orði kveða, inn að hjarta Vestur-íslend-
inga, og gróðursettu þar fögur minninga- og menning-
arblóm, er eigi sölna á næstunni, þótt tíðum fenni í
sporin og ræktarleysið fái yfirhönd.
Menning hverrar þjóðar mótast að miklu af máls-
menning hennar; íslenzkan er aðalauðlegð íslenzku
þjóðarinnar; það er hún, sem mann fram af manni
klæðir íslenzkar hugsanir í hátíðarbúning og setur á
þær sinn frumlega blæ.
Hinn mikli hugsuður dr. Helgi Péturs., komst svo
að orði í einni hinna ágætu bóka sinna, að til væri
tvenns konar danska, vond danska og verri danska;
um íslenzkuna má segja, að hún sé góð íslenzka og
betri íslenzka; að minsta kosti hljómaði hún það fagur-
lega af vörum Pálma rektors í hipni undurfögru ræðu
hans á Gimli og hvar annarsstaðar, sem hann tók til
máls á hinni stuttu dvöl sinni hér vestra; maður fékk
það fljótt á vitund, að þar sem Pálmi rektor var, stæði
merkur, mætur, heill, maður á bak við orðin.
Breitt er það djúp, sem staðfest er milli góðs máls
og hrognamáls, fagurrar íslenzku og afskræmdrar ís-
lenzku, og aldrei verður of mikil áherzla á það lögð, að
vanda málfar sitt jafnt í ræðu og riti; kæruleysi í þeim
efnum er synd, sem hefnir sín grimmilega.
Margir menn tala í samferðasveit sína kjark, en
aörir draga úr henni kjark. Pálmi rektor talaði í okkur
kjark, og fyrir það verður honum seint fullþakkað; við
gerum aldrei þjóðræknisgarð okkar frægan með upp-
gjöf og undanhaldi, heldur með styrkum og órjúfandi
trúnaði við þau menningarverðmæti, sem við fengum í
arf og berum ábyrgð á að vaxta.
Þau Pálmi rektor og frú Ragnhildur voru okkur
aufúsugestir og við búum lengi að komu þeirra.
Pólmi Hannesson rektor og frú hans heimsækja
ísiendingabyggðir í Norður-Dakota
Eítir dr. Richard Beck, vararæðismann Islands í N. Dakota
íslendingar í Norður-Dakota áttu aufúsugestum að
fagna, þegar Pálmi rektor Hannesson og frú Ragnhild-
ur, heimsóttu byggðir þeirra fimmtudaginn 17. ágúst,
þó að dvöl þeirra hjóna væri, af óhjákvæmilegum á-
stæðum, miklu styttri en vinir þeirra og landar þeirra
alment hefðu kosið.
Grettir L. Jóhannsson, ræðismaður íslands í
Winnipeg, og frú hans fylgdu hinum kærkomnu gestum
suður að landamærum Bandaríkjanna, en þar tóku á
móti þeim séra Egill H. Fáfnis, sóknarprestur íslend-
inga í Norður-Dakota og forseti Lúterska kirkjufélags-
ins, og dr. Richard Beck, vararæðismaður íslands í
Norður-Dakota, sem einnig var þar mættur sem per-
sónulegur fulltrúi herra Fred G. Aandahl, ríkisstjóra í
Norður-Dakota*
Var nú haldið til Mountain, og ferðinni hagað þann-
ig, að leiðin lægi sem mest um byggðir Íslendinga, er
blöstu við augum í gróðursæld sinni í fegursta sumar-
skrúða.
Þegar til Mountain, kom, var sest að ríkulegum
miðdegisverði á prestsheimilinu, og voru þar meðal
gestanna þau F. M. Einarsson ríkisþingmaður og frú
hans. Yfir borðum tók Beck vararæðismaður til máls,
bauð rektorshjónin velkomin til Norður-Dakota í nafni
ríkisstjórnarinnar og las upp faguryrta símkveðju til
þeirra frá Aandahl ríkisstjóra. Þakkaði Pálmi rektor
hina hlýju kveðju ríkisstjórans.
Að loknum miðdegisverðinum voru skoðaðir merkir
og sögulegir staðir í íslendingabyggðunum. Var fyrst
numið staðar við legstað og minnisvarða K. N. skálds
við Eyford-kirkju, og þótti gestunum frá íslandi sveit-
ungar skáldsins og aðrir velunnarar hafa vel og virðu-
lega haldið á lofti minningu hans.
Lá leiðin nú til Garðar, en þar bættist í hópinn
hinn sí-ungi öldungur og fróðleiksmaður, Gamalíel Þor-
leifsson, er vísa skyldi aðkomumönnum veginn þangað,
sem Stephan G. Stephansson skáld bjó á frumbýlings-
árum sínum í Norður-Dakota, og var þar staðnæmst
um stund. Mótar enn fyrir grunni hússins, og höfðu
gestirnir orð á því, hve fagurt bæjarstæði skáldið hefði
valið sér. En fleirum í hópnum en greinarhöfundi mun
hafa fundist sem hér stæði hann á vígðri grund, er hann
minntist þess, að hér hafði skáldið ort sum af sínum
ágætu kvæðum, og vafalaust ósjaldan á andvökustund-
um að loknum löngum og erfiðum starfsdegi frumherj-
ans.
Eigi var til langrar setu boðið, og var nú ekið aust-
ur að Pembinahæðunum, eða „Fjöllunum“, eins og Is-
lendingar nefndu þær, minnugir síns svipmikla og hug-
Yndislegt að sjó gamla landið
eftir meira en 40 ára fjarveru
Rætt við Svein E. Björns-
son lækni, Marju Björns-
son, jorseta Sambands ísl.
jrjálstrúarkvenfélaga, og
Ólaf Hallsson, kaupmann.
FYRIR NOKKRUM DÖGUM
komu hingað til lands fimm
Vestur-íslendingar í einum hópi.
Voru það Sveinn E. Björnsson
læknir og Marja kona hans,
Ólafur Hallsson kaupmaður frá
Eriksdale og Ottó Kristjánsson
frá Geraldton og kona hans.
Ætlaði fólk þetta að koma hing-
að fyrir þjóðhátíðina, en sökum
þoku treystist hin ameríska
flugvél, er það var í, ekki að
lenda, heldur sneri til Skotlands,
þar sem ferðafólkið varð að bíða
dögum saman.
Gestirnir
Tíðindamaður frá Tímanum
hefir haft tal af þeim Sveini og
Marju og Ólafi Hallssyni. Sveinn
E. Björnsson var lengi læknir
í Árborg í Nýja-íslandi, en síð-
an í Ashern og víðar. Hann er
skáld gott. Hann fór vestur um
haf árið 1904 með foreldrum sín-
um, Eiríki Björnssyni, er ættað-
ur var úr Fáskrúðsfirði. og Aðal-
björgu Jónsdóttur, ættaðri úr
Mývatnssveit og Vopnafirði, og
bjuggu þau síðast að Ljótsstöð-
um í Vopnafirði. Marja, kona
Sveins, er dóttir Sveinbjargar
og Gríms Laxdal, er var verzl-
unarstjóri á Vopnafirði og Akur-
eyri, og fór vestur 1909. Hún hef-
ir tekið mjög mikinn þátt í fé-
lagsmálum kvenna og síðustu
tuttugu árin hefir hún verið for-
seti Sambands ísl. frjálstrúar-
kvenfélaga í Norður-Ameríku og
síðustu ár ritstjóri tímaritsins
Brautarinnar. Meðal annars sem
hún hefir beitt sér fyrir, eru
sumarbúðirnar að Hnausum í
Nýja-íslandi. — Marja er systir
Maju, konu Árna Eggertssonar
lögmanns, og er heimili þeirra
Sveins kunnugt svo að segja
hverjum heima-íslendingi, er
komið hefir til Manitoba síðustu
áratugi. — Þau Sveinn og Marja
dvelja á Hrefnugötu 10 hjá
Margréti Jónsdóttur og Birni
Stefánssyni, en þeir Björn og
Sveinn eru systkina synir.
Ólafur Hallsson, kaupmaður í
Eriksdale, er sonur Halls Ólafs-
sonar frá Efri-Hömrum í Holt-
um og Guðrúnar Kristjönu
Björnsdóttur Þorleifssonar ríka
í Bíldudal. Hann fór fyrst vestur
frá Seyðisfirði 1903, en kom
aftur heim 1907 og vann þá í
þrjú ár hjá Thomsensverzlun í
Reykjavík, en fór síðan alfarinn
vestur 1910 og gerðist landnemi
í Eriksdale — byggði þar fyrsta
húsið. Hann dvelur nú hjá Gísla
Johnsen í Túngötu. 7.
Fögnuður í sál okkar
— Við höfum lengi þráð aö
sjá Island aftur, sögðu Sveinn og
Marja Björnsson við tíðinda-
manninn, og nú hefir sá draum-
ur rætzt. Það er fögnuður í sál
okkar. Það er yndislegt að sjá
gamla landið eftir meira en f jör-
utíu ára fjarveru, og verða þess
áskynja, hversu örar framfarii
hafa orðið — miklu meiri en
okkur grunaði, enda þótt við höf
um öll þessi ár reynt að fylgj-
ast sem bezt með öllu hér heima.
— Eg hefir gegnt læknistörf-
um vestra í þrjátíu og fimm ár,
sagði Sveinn ennfremur, og okk-
ur fannst við þarfnast hvíldar og
hressingar um skeið, og væntum
okkur hvergi betri og ánægju-
legrar hvíldar en hér heima. Við
förum innan fárra daga norður
í land, og munum dvelja um
skeið á Raufarhöfn, hjá Rann-
veigu Lund, einu systur Marju
konu minnar, hérlendis. Annars
er ætlun okkar að verða hér ár-
langt, svo að við vonumst til,
umkæra fjallalands. Staðnæmst var uppi á bæðarbrún-
inni norður af Mountain, og var það fögur sjón að borfa
þaðan yfir gróðursæla byggðina, því veðrið var inndælt
og útsýnin víðfeðm að sama skapi. Gestirnir frá ís-
landi voru einnig mjög hrifin af landslagsfegurðinni og
gróðursæld byggðarinnar, eins og hún hló við sjónum
á þessum bjarta hásumardegi.
Var nú haldið aftur til Mountain og rakleiðis heim
á Elliheimilið „Borg“, en þar hafði vistfólk allt og nokkr-
ir aðrir úr hópi byggðarbúa safnast saman í hinum
stóra og veglega samkomusal heimilisins.
Fór nú fram stutt skemmtiskrá undir stjórn séra
Egils, er bauð hina virðulegu gesti velkomna í nafni
byggðarinnar, stýrði almennum söng og söng sjálfur
einsöng. Síðan bað hann hljóðs dr. Beck, er kynnti þau
rektorshjónin, og var þeim ákaft fagnað af tilheyrend-
um.
Tók Pálmi rektor síðan til máls og flutti sérstak-
lega hlýja og fagra kveðju frá ríkisstjórn íslands og
íslenzku þjóðinni, og beindi einkum orðum sínum til
eldra fólksins, landnemanna. Lýsti hann síðan í stuttu
máli hinum miklil verklegu framförum og breytingum,
sem orðið hafa á íslandi á síðari árum, en minnti jafn-
framt á, að óbreytt væri tign og fegurð landsins sjálfs.
Var ávarpi rektorsins tekið með miklum fögnuði.
Eftir að rektorshjónin höfðu heilsað öllu vistfólki
og öðrum viðstöddum, sem margs höfðu að spyrja heim-
an af ættjörðinni, var sest að rausnarlegum veitingum
og Elliheimilið síðan skoðað, og dáðust þau Pálmi rektor
og frú Ragnhildur mikið að því, hve allt væri þar með
miklu nýtízku sniði, myndarlegt og smekklegt.
Heimsókninni að Mountain lauk síðan með því,
að komið var í Víkurkirkju þar á staðnum, elztu kirkju
íslendinga í Vesturheimi, og einnig skoðaður minnis-
varði íslenzkra landnema, sem félag Frumherjadætra
Pembinahéraðs hefir látið reisa af mikilli ræktarsemi
og sambærilegum myndarbrag.
Frá Mountain var farið til Grand Forks, kvöld-
verður snæddur á heimili íslenzku vararæðismanns-
hjónanna þar í borg, og síðan skemmt sér við samræð-
ur fram eftir kvöldinu.
Fyrir hádegið á föstudaginn skoðuðu rektorshjón-
in ríkisháskóla Norður-Dakota í Grand Forks og heim-
sóttu forseta hans, dr. John C. West, er tók þeim með
miklum virktum, enda hefir hann áður með mörgum
hætti sýnt í verki hlýhug sinn til íslendinga. Seinna um
daginn héldu þau áfram ferð sinni til Chicago og þaðan
lengra austur á bóginn.
Við, sem áttum því láni að fagna, að eiga samveru-
stundir með þeim Pálma rektor og frú Ragnhildi, þökk-
um þeim innilega komuna, en hörmum það, að svo fljótt
varð að fara yfir. Og allir, sem kynntust þeim á þess-
um slóðum, eru á einu máli um það, að þau hafi verið
landi sínu og þjóð hinir ágætustu fulltrúar. Þau hafa
treyst ættar- og menningarböndin milli íslendinga yfir
hafið. Góðhugur vina þeirra og landa fylgir þeim á
ferðum þeirra vestan hafs og í heimförinni til „gamla
landsins góðra erfða“.
að við fáum tækifæri til þess að
kynnast landi og þjóð rækilega
og átta okkur á nýja tímanum.
Hlýjan, sem streymt hefir á
móti okkur frá öllum, er við höf-
um kynnzt, fegurð landsins og
blíða veðurfarsins, er okkur fyr-
irheit um ánægjulega dvöl hér
heima.
Hinar heitu lindir hjartans
—Við, þessir Vestur-íslend-
ingar, erum glaðir og reifir og
og yrðum á alla, sagði Ólafur
Hallsson frá Eriksdale. En fólk-
ið hér heima er líkt landinu
sjálfu. Það kann að virðast
hrjúft við fyrstu sýn, en hin
kalda skýla þiðnar brátt, og þá
er bein leið að hinum heitu lind-
um hjartans.
Heiður œttstofnsins
Annars langar mig mest til
þess að drepa á eitt atriði, sagði
Ólafur ennfremur. Þegar ég
fluttist vestur um haf, fundum
við íslenzku landnemarnir til
þess, hve við Islendingar vorum
fáir og smáir. En við vorum ein-
huga um það, að koma vel fram,
bregðash ekki ættemi okkar,
gera ekkert, er varpaði skugga á
íslenzka kynstofninn. Við gerð-
um þetta ekki af metnaði heldur
ást og umhygju fyrir þjóstofn-
inum. Einmitt þetta hygg ég, að
hafi verið mesta lán. Þetta tel
ég undirrót þess, að við erum
nú í metum hafðir í þjóðadeigl-
unni vestanhafs. Það var bjarg-
föst hugsun alls fjölda útflytj-
endanna íslenzku, að þeir væru
meðlimir sérstaks bræðralags,
er ekki mætti bregðast né gera
neina hneysu.
Útvörðunum fækkar.
Hinum gömlu útvörðum ís-
lands landnemunum í Vestur-
heimi, fækkar nú óðum, sagði
Ólafur að lokum. En við viljum
ógjarna hverfa af verðinum fyrr
en maður kemur í manns stað.
En það er víst óviðráðanlegt lög-
mál, að bilið milli Islendinga
heima og vestra breikkar, eftir
því sem árin líða.
—Tíminn, 30. júní
íslenzkir sjómenn rændir og stungnir
í hafnarborgum yið Miðjorðarhaf
Betra að fara varlega
í Alsír og Palermo.
Fréttir hafa borizt um það að
íslenzkir sjómenn hafi tvívegis
orðið fyrir árásum í erlendum
hafnarborgum í sumar.
í öðru tilfellinu voru það skip-
verjar á Foldinni, er skipið var
statt suður í Miðjarðarhafi og
kom við í Algier á Afríkuströnd.
Fóru skipverjar í land og inn í
Arabahverfi þar í borginni. En
þangað er ókunnugum Evrópu-
búum almennt ráðlagt að fara
ekki nema þá í stórum hópum
eða í fylgd kunnugra manna.
Vísir hefir ekki getað aflað sér
nákvæmra frétta af þessum at-
burði, en svo mikið er víst að
ráðist var að þremur Islending-
um með hnífum og voru þeir
allir 'stungnir. Ekki voru sár
þeirra þó hættuleg. Tóku land-
arnir það til bragðs að bjarga
sér á flótta og má segja að þeir
hafi átt fótum fjör að launa.
Hitt atvikið kom fyrir skip-
verja á Vatnajökli, þegar skipið
kom til hafnar einnar á Sikiley
— sennilega Palmero — í vor.
Var stolið af skipverjum, þar
sem þeir voru á göngu í borginni
og einnig munu einhverjir hafa
verið lokkaðir á afvikna staði,
þar sem þeir voru neyddir til
að láta af hendi fjármuni sína,
ef þeir vildu sleppa við annað
verra.
Ætti ekki að þurfa að segja
sjómönnum, að betra er að fara
varlega í erlendum hafnarborg-
um, þar sem alls konar trantara-
lýður situr um tækifæri til að
hagnast með einhverjum hætti
á hrekklausum aðkomumönn-
um og þeir mega þakka sínum
sæla, ef þeir sleppa heilir á lífi
og limum. VJSIR, 22. júlí