Lögberg - 24.08.1950, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. ÁGÚST, 1950
Fimm dauðir
menn
Eftir ANTHONY STONE
J. J. BtLDFELL, þyddi
„Þú áttir kollgátuna", svaraði Sútró ákafur.
„Þú ert snjall maður, hr. Footner, þú segir
nokkuð. Já, þessi Olland er eins ólíkur og frek-
asi er hægi að hugsa sér".
„Þú getur ekki komist fram fyrir Banda-
ríkjamann að því er vitsmuni snertir“, sagði
Footner nokkuð hróðugur.
Sútró lét ávísunina upp á tvö þúsund doll-
arana í vasa sinn og fór að hitta Barnaby í
Scottland Yard.
Barnaby, þótt hann væri enn ekki hátt sett-
ur í hefðarstiga þeirrar stéttar, var sýnilega á-
hrifaríkur í stöðu sinni, því hann hafði skrif-
stofu út af fyrir sig.
Þegar Sútró kom inn til hans sagði hann:
„Það var gott að þú komst. Ég þarf að spyrja
þig nokkurra spurninga“.
Sútró brosti.
„Ég var hræddur um, að þú mundir þurfa
þess“, svaraði Sútró. Hann settist niður á stól
og bauð Barnaby vindil. Barnaby tók við vindl-
inum og stakk honum í vestisvasa sinn.
„Ég geymi hann þangað til að ég kem á kvik-
myndasýningu“, sagði hann. „Ef ég kveikti í
honum hérna, þá héldu þeir að ég hefði verið
á næturklúbb".
Hann brosti glaðlega, en áttaði sig fljótt,
eins og hann allt í einu myndi eftir embættis-
stöðu sinni.
„Hvar varstu í gærkvöldi klukkan átta?“
„Verð ég að svara þeirri spurningu?“ spurði
Sútró.
„Nei, en ég hélt að þú mundir vilja svara
henni“.
Sútró hristi höfuðið.
„Ekki núna, ef þér er sama“.
„Mér skilst“, sagði Barnaby, „að þú hafir
verið tvisvar, síðan í gær á St. George sjúkra-
húsinu, að spyrja eftir konu sem þar liggur
veik. Þér er máske umhugað um hana?“
„Það segir sig sjálft“, svaraði Sútró.
„Veistu hvað hún heitir?“
„Ég veit um sum nöfnin, sem hún gengur
undir. Ég þekki hana undir nöfnunum frú Stock
ton og ungfrú Foster“.
„Og við“, sagði Barnaby og leit á minnis-
blað sem lá fyrir framan hann á borðinu —
„við þekkjum hana undir nafninu Waterloo
Maud. Hún á glæpaferil að baki sér“.
„Já ærið eftirtektarverðan feril. Þér þætti
ef til vill gaman að sjá hann“. Barnaby rétti
Sútró búnka af blöðum.
Sútró leit á blöðin með eftirtekt. Á meðal
þeirra voru tvær myndir af stúlkunni önnur
fullkomin andlitsmynd, en hin hliðarmynd og
við báðar myndirnar var fest spjald sem tölur
voru krítaðar á. Sútró fór yfir sögu stúlkunn-
ar með mestu nákvæmni, frá byrjun til enda.
Hún var eins og hann hafði átt von á, — glæpa-
ferilssaga. Sargent Barnaby tók ekki augun af
Sútró á meðan að hann var að lesa.
„Hún er mikið meidd“, sagði Barnaby. „Lít-
ur út fyrir að hún hafi verið nörruð á staðinn
af einhverjum. Við tókum tvo menn fasta, en
það fæst ekki orð út úr þeim. Þriðjastigs pynt-
ing er ekki lengur liðin hér í landi og við stönd-
um ráðalausir. Mér datt í hug“ — Barnby
horfði fast á Sútró. — „Mér datt í hug, að
spyrja þig að, hvort að þú gætir ekki hjálpað?“
Sútró svaraði: „Jú, ég get skýrt þetta nokk-
uð, en í staðinn verður þú að segja mér dá-
lítið. Ég veit hver ginnti Waterloo Maud. Það
sem að ég vil að þú gjörir fyrir mig er, að kom-
ast að, hvort að peningar, svo um muni hafi
verið sendir til Paul George Lanchester, sem
átti heima í Yorkshire Country, og gegndi þar
lögreglustörfum, en á nú heima í Suður-Ástra-
líu.“
Barnaby hringdi borðbjöllu hjá sér. Lög-
regluþjónnn í einkennisbúningi kom inn.
„Náðu fyrir mig skjalasafni númer sextán,
sjö, þrjú og fimm“, sagði Barnaby við lögreglu-
manninn.
„Jæja“, sagði Barnaby, „hver var það sem
ginnti Waterloo Maud?“
.^The King Receiver“.
„Og hver er þessi „King Receiver?“
„Ég veit það ekki?“
„Þú veist ekki hvar við getum fundið hann?“
„Ekki fyrir víst, en það get ég sagt þér, að
hann var maðurinn sem átti vöruhúsið, sem
stóð niður við „Lawer Pool. Ég get sagt þér
meira. Hann stendur í einhverju sambandi við
Casmos myndasýningarhúsið í Islington".
Barnaby hlustaði á þetta með áhuga.
„Þú veist mikið, hr. Sútró. Ég er farinn að
halda, að ég hafi gjört mér ranga hugmynd um
þig. Við höfum haft grun um þig. Ég hefi jafn-
vel heyrt því fleygt fram, að þú sjálfur værir
þjófahöfðinginn".
Hann bandaði frá sér með hendinni til merk-
is um, að hann vonaðist ekki eftir svari.
„Jæja, ég hefi hvorki rétt né löngun til að
þaulspyrja þig um þinn eiginn verkahring. Þú
gafst mér upplýsingar, nú ætla ég að gefa þér
mínar upplýsingar“.
Lögregluþjónninn, sem Sútró var búinn að
sjá, kom inn með stóran bréfabúnka og lagði
hann á borðið hjá Barnaby.
„Þér þykir máske undarlegt að heyra“,
sagði Barnaby, „að lögreglan sleppir aldrei hug-
anum með öllu af þeim mönnum sem hlotið
hafa þann heiður að heyra henni til, þegar þeir
fara úr þeirri þjónustu, án réttmætra ástæðna,
eða eru móttakendur peninga eftir að þeir eru
farnir. Lanchester gerði þetta hvorttveggja,
síðan að hann sagði lausri stöðu sinni. Við höf-
um orðið varir við fjórar stórar ávísanir, sem
voru sendar af banka hér og hljóðuðu upp á
reikning Lanchester í banka hans í Ástralíu.
Allar ávísanirnar voru undirritaðar af —
Eúgene Pardoe“.
„Eugene Pardoe“.
„Þú munt ekki þekkkja þann mann?“
„Nei, ég þekki hann ekki“.
„Þú veist eitthvað um hann?“ sagði Barnaby
og horfði hvasst á Sútró. „Hvað er það?“
Sútró hikaði við.
„Heyrðu mér Sargent Barnaby, ef að ég
segi þér meira, þá legg ég sjálfan mig þér í
hendur. Ert þú sá maður, sem hægt er að reiða
sig á, að ekki misbjóði slíku trausti?“
Barnaby sagðist vera það.
„Þá“, hélt Sútró. áfram, „skal ég segja þér,
að þú fannst dauðan mann sem Stockton hét i
íbúð 49 í Harpington Mausions. Ég fann þann
mann á undan þér, og þegar óg fann hann, þá
var hann enn á lífi. Hann var aðframkominn
en ekki dauður. Hann sagði mér í andaslitrun-
um að það hefði verið Pardoe, sem hefði ráðið
niðurlögum sínum, og að hann hefði gjört það
sökum þess að hann vissi og mikið“.
„Vissi of mikið um hvað?“
„Um fim mmennina dauðu“.
Sútró stóð upp, gekk einbeittur með hend-
urnar í vösunum upp að borðinu.
„Sérðu ekki þetta Sargent? Hvert þetta
stefnir? Þessir fimm menn sem að dóu — dóu
vegna þess að þeir höfðu séð framan í þjófinn —
sá þjófur var ,The King Receiver!1 það er eins
ljóst og dagur“.
Eftir að samtalinu við Barnaby lauk, fór
Sútró og heimsótti skrautmunasalann, sem
seldi Hardy menið. Búð þeirra var ekki stór, en
vel haldin og fullkomin og var í Southampton
Rou. Yfir dyrunum á svörtum grunni í gullnu
letri stóð Parks and Daniels forstjórar. Sútró
fór inn í búðina og bað um viðtal við forstjór-
ana.
Ráðsmaður búðarinnar kom til hans.
„Ég held herra minn að Parkis sé ekki við-
látinn. Get ég nokkuð hjálpað upp á sakir?“
Sútró fékk honum nafnspjald sitt. Á því
stóð Maximillian Sútró umboðsmaður.
„Ef að þú vildir gjöra svo vel að fá hr. Parkir
þetta nafnspjald, þá er ég viss um að hann veit-
ir mér viðtal".
Búðarráðsmaðurinn sagðist efast um það,
en fór samt með það, ekki sízt vegna þess,
hversu ákveðinn að Sútró var.
Ráðsmaðurinn gekk inn eftir búðargólfinu
og innst inn í búðina, drap þar á litlar mahóni
dyr og hvarf inn um þær. Eftir örstutta stund
kom hann aftur og tilkynnti Sútró að hr. Parkir
væri í of miklum önnum til að sinna honum.
„Segðu honum“, sagði Sútró, að um lögreglu
mál sé að ræða“.
Það dugði. Honum var fylgt til stofu Parkers
með viðhafnarkurteisi og viðhöfn eins og verið
væri að leiða hann fyrir konunginn sjálfann.
Parks var aldraður maður, líkur afdönkuð-
um söngstjóra. Hárið var sítt og hvítt og illa
liirt, sem auðsýnilega þurfti að klippa neðan af.
Hann var fölur í andliti, og andlitið nokkuð
þrútið, hann var í dökku vesti, sem matarblett-
ir voru á. Hann var að fægja gullspangargler-
augu með óhreinum vasaklút, þegar Sútró kom
inn.
„Þú ert frá lögreglunni“, sagði Parks og
benti með hendinni á stól. „Viltu ekki setja
þig niður?“
Hann var yfirlætismikill og sjálfsálitið yfir-
gnæfandi.
„Ég kem ekki beint í lögregluerindum“,
sagði Sútró. „En kem þó til að tala við þig um
hluti, sem lögreglunni er kunnugt um“.
Parks endurtók síðustu orðin, „sem lögregl-
unni er kunnugt um“, og ræskti sig mikilmann-
lega. „Já, ójú — hvað meinar það?“
„Fyrir nokkrum vikum síðan“, sagði Sútró,
„þá seldirðu kostbært hálsmen til ungs manns
sem heitir Hardy“.
Aftur tók gullsmiðurinn upp síðustu orðin.
„Til ungs manns, sem heitir Hardy“. „Nú rétt.
Ég vissi ekki um það; en það er mögulegt".
„Nokkru seinna“, hélt Sútró áfram, „krafðir
þú Hardy um fulla borgun fyrir menið“.
Parks lagaði á sér gleraugun og horfði á
Sútró með frekar heimskulegu augnaráði.
„Nú jæja, hr — Sú — Sútró. Það er svo.
Og hvað er svo meira um það?“
„Ég vil fá að vita“, sagði Sútró, „hvernig að
stóð á því að þú seldir þessum ungling menið í
fyrstunni og lést hann fara með það í burtu
úr búðinni án þess að borga meira niður í því,
en að hann gerði, og í öðru lagi . . . .“
Parks ræskti sig aftur.
„Þetta er allt mjög merkilegt; en má ég
spyrja . . . Ég vona að þú takir það ekki illa upp,
þó ég spyrji hvað þetta komi þér við? Með öðr-
um óvaldari orðum — hvað varðar þig um
þetta?“
„Ég er búinn að segja þér það“, svaraði
Sútró. „Ég hefi verið í sambandi við lögregl-
una út af þessu. Ég er umboðsmaður. Þú hefir
þarna nafnsjaldið mitt. Ég vinn stundum fyrir
banka og ábyrgðarfélög. Ég hefi einnig verið
í þjónustu H. M. Home Office“.
Parks kinkaði kolli órólegur.
„Á ég að skilja það svo að lögreglan hafi
sent þig til viðtals við mig?“
Sútró sagði að hún hefði ekki gjört það.
„En“, bætti hann við, „ef hún vissi allt það
sem ég veit, að þá væru lögreglumennirnir
sjálfir að tala við þig núna“.
Parks reisti sig snögglega upp í stólnum.
„Ég skil ekki hvað þú meinar með því, herra
minn, en ef þú heldur að ég hafi ástæðu til að
óttast lögregluna, þá er bezt fyrir þig að fara
og segja henni hvað það er. Og svo hefi ég ekki
meiri tíma til að eyða“.
„Jafnvel þó“, sagði Sútró, „að það sem ég
hefi að segja henni snerti konu sem heitir ung-
frú Lattie Foster, eða Waterloo Maud?“
Með yfirdrifnum þóttasvip, rétti skraut-
gripasalinn frá sér hendina og hringdi bjöllu,
sem stóð á borðinu.
Búðarráðsmaðurinn kom inn til þeirra að
vörmu spori.
„Veston“, sagði Parks, „fylgdu þessum herra
til dyra“.
„Sútró hreyfði sig ekki.
„Jafnvel ekki þó það snerti mann, sem Par-
doe heitir", hélt Sútró áfram.
„Ég þekki engan með því nafni“, svaraði
Parks og hætti við að reka Sútró út.
„Ég hefi hugmynd um, að til þín hafi verið
símað og tilkynnt að til þín kæmi, eða í búð
þína kæmi ungur maður sem Hardy héti og
stúlka sem héti Waterloo Maud til að kaupa
vissan hlut, og að það væri óhætt að treysta
þeim“.
Það er ekki hægt að segja með vissu hvort
að Parks gaf ráðsmanni sínum bendingu eða
ekki, en hann fór út frá þeim og lét skrifstofu-
hurðina aftur á eftir sér.
Sútró sá að hann hafði hitt í mark.
„Neitar þú“, hélt Sútró áfram, „að þú hafir
fengið tilkynningu frá Pardoe um það?“
,Já, sannarlega neita ég því“.
„Ef satt skal segja“, hélt skrautmunasalinn
áfram seinlega, þá þekki ég ekki þennan Par-
do. Hefi aldrei heyrt hans getið um mína daga“.
Sútró horfði lengi fast og þegjandi á Parks.
„Þú ætlar þér að standa við þá staðhæfingu“,
sagði Sútró að síðustu — „að þú þekkir ekki
Pardoe“.
„Já, það ætla ég að gjöra. Vissulega ætla ég
að gjöra það“.
Sútró tók upp úr vasa sínum bók með óút-
fylltum ávísnablöðum í. Skrifaði á eitt þeirra,
reif það úr bókinni og rétti Parks það yfir
borðið.
„Ég held“, sagði hann, „að Hardy skuldi þér
fjögur hundruð pund. Hér eru þau fjögur hundr
uð. Ég hefi umboð frá Hardy til að borga þau.
Þú gefur mér viðurkenningu fyrir að hafa tek-
ið á móti þeim stílaða upp á nafn Hardy. Það
dugir til að byrja með .
Þessi aðstaða Sútró var farin að hafa ó-
þægileg áhrif á taugar Parks kaupmanns.
„Byrja með“, endurtók Parks. „Byrja hvað
með?“
„Þá fyrirætlun okkar, að draga þig og Par-
doe fyrir dómararétt“, sagði Sútró.
Skrautmunakaupmaðurinn reyndi að hlægja
sem ekki tókst sem bezt.
„Þú getur aldrei spyrðað mig við Pardoe,
eða hvað helzt svo sem hann heitir“.
„Þú gleymir", sagði Sútró ísmeygilega, „að
það er tengiliður á milli ykkar. Ég meina stúlk-
una, hana Waterloo Maud“.
• Skrautmunakaupmaðurinn sagði með nokkr
um þjósti. „En hún er . . . .“
Sútró brosti óþægilega.
„Já, ég veit að hún er mikið veik, en það
er ágæt ástæða fyrir hana að segja frá því,
sem að hún veit. Og, það eru fleiri ástæður, sem
þú veist ekkert um. Ég skal skýra eitt leyndar-
mál fyrir þér. Hardy var narraður til þess að
kaupa af þér handarmenið, til þess, að Pardoe
gæti náð valdi yfir honum. Hann notaði Water-
loo Maud sem milligöngumann í því ráðabruggi,
en það fór allt út um þúfur. Á ég að segja þér
hvers vegna að það fór út um þúfur, hr. Parks?
Það fór forgörðum sökum þess, að Waterloo
Maud fékk ást á Hardy. Sérðu nú ekki“, spurði
Sútró, „hvernig að þú ert flæktur inn í þetta?“
Parks var orðinn fölur í framan og daufleg-
ur.
„Þú getur ekki flækt mig inn í þetta. Það
er óhugsanlegt að bendla mér saman við Par-
doe, eða Waterloo Maud, fyrir þá einföldu á-
stæðu, að ég þekki þau ekki“.
Sútró veifaði hendinni.
„Þú getur sparað þér allt þetta, hr. Parks“,
sagði Sútró. „Þú hefir viðurkennt að þú þekkir
þau“.
„Að því er Pardoe snertir“, hélt Sútró á-
fram, „þá held ég að lögreglunni væri ekki ó-
kært að vita um samband þitt við hann. Skraut
munasali slíkur sem þú ert, væri ekki óþarfur
fyrir þjófahöfðingjann“.
Sútró lét þetta læsa sig inn í huga og hjarta
Parks. Svo bætti hann við:
„Máske að það sé satt sem þú segir. Máske
að ég ætti að segja lögreglunni frá þessu“.
Skrautmunakaupmaðurinn hristi sig. Eftir
dálítið hik stóð hann upp, gekk í áttina til dyr-
anna.
„Þú fyrirgefur í mínútu — eina mínútu. Ég
ætla að líta eftir kvitteringunni“.
Sútró hallaði sér til baka í stólnum.
„Sjálfsagt, hr. Parks. Og þegar þú ert að
síma til Pardo . . . .“
„Hvað“, sagði hr. Parks, „hvað meinarðu?“
„Fyrirgefðu. Ég hélt að þú værir í þann veg-
inn að síma til Pardoe. Segðu mér nú ekki fram
ar að þú þekkir hann ekki, því að ég gæti al-
drei trúað því“, sagði Sútró og hélt upp hend-
inni.
Skrautmunakaupmaðurinn stóð með hend-
ina á hurðarhúninum og reyndi að hugsa upp
áhriíamikið svar. Tókst það ekki svo að hann
fór út og skellti hurðinni á eftir sér.
Sútró gekk yfir gólfið í skrifstofunni og að
borði kaupmannsins og leit yfir það. I litlum
bókaskáp, sem á því stóð, sá hann almanak,
járnbrautarferðatöflu og innbundna bók, sem
á var ritað „heimilisföng“. Sútró leitaði í bók-
inni að nafni Pardoes, en fann það ekki. Þegar
að hann var að láta bókina aftur flettist við
blað í henni og nafn Ralfs Olland blasti við
honum.
Skrautmunakaupmaðurinn kom aftur inn i
skrifstofu sína. Hann var nú allt annar maður,
en þegar að hann fór út — var aftur búinn að
taka á sig mikilmensku og stærilætiskápu sína.
Hann hafði auðsjáanlega heyrt eitthvað hress-
andi eftir að hann fór út úr skrifstofu sinni.
Þegar að hann kom inn skildi hann hurðina
eftir opna.
„Fólk mitt í búðinni fær þér kvitteringuna11,
sagði hann. „Ég verð að segja, að það er stór-
furða að þú skyldir koma hér með þessar fárán-
legu ákærur. Ég veit — ég segi það satt, þá
veit ég ekki — hvað þú meinar með því“.
Sútró brosti.
„Svo Pardoe fullvissaði þig um, að frá mér
stafaði engin hætta. Það væri vissara fyrir þig
að síma Ralf Olland og vita hvað hann segði“
Það var ánægja fyrir Sútró að vita, þegár
að hann gekk út úr búðinni, að hann hafði skil-
ið við hr. Parks í angist og örvæntingu.
„Nafn Ollands'1, sagði hann við sjálfan sig,
„hafði meiri áhrif á hann, en nafn Pardoes.
Hvers vegna?“
12. Kapítuli
HRINGURINN
Sútró fór með kvitteringuna upp á vasann
til þess að leita Hardy uppi. Þegar að hann kom
á verkstæðið þar sem Hardy vann, sagði for-
stjórinn sem var stuttur í spuna honum, að Har-
dy hefði ekki komið til vinnu þann dag, og hann
vissi ekkert hvar hann væri.
Sútró fékk upplýsingar um heimilisfang
Hardy, fór þangað og beið í hálfan klukkutíma
þar til Hardy kom heim, þreytulegur og niður-
dreginn. <(
„Þú hefir auðvitað verið á sjúkrahúsinu?“
sagði Sútró.
„Og því skyldi ég ekki hafa verið þar?“
spurði Hardy. Hann hallaði undir flatt sem
minnti Sútró á Jessicu systur hans.
„Heyrðu mig, þú ert bezti náungi hr. Sútró,
en það er eitt sem ég get ekki gjört fyrir þig
eða neinn annan, ég get ekki snúið bakinu við
henni. Mér er sama um, hvað hún er, eða hvað
hún hefir gjört. Ég ann henni. Þú heldur máske
að ég sé asni?“
Sútró hristi höfuðið. „Nei“.
„Ég á von á að ég sé flón, en ég get ekki að
því gjört. Þegar þeir tóku hana á spítalann 1
gærkvöldi, þá fundu þeir bréf til hennar frá
mér í handtöskunni hennar, svo að þeir gjörðu
mér aðvart. Það var hryllilegt. Ég sofnaði ekki
dúr í alla fyrrinótt. í dag hefi ég ekki getað
smakkað bita af mat. Ef að hún deyr, þá skal
ég . . . .“
Sútró tók undir hendina á honum.
„Drengur minn, ég ætla aftur að brjóta a
móti siðferðisreglunum og gefa þér vænt staup
af víni“.
Sútró tók Hardy með sér á vínsöluhús og
keypti tvö glös af víni handa honum. Svo fékk
hann sér leiguvagn og fó rmeð Hardy á mat-
söluhús.
Hardy sagðist ekki hafa lyst á mat.
Sútró fékk hann til að smakka á matnum-
Hardy sagðist mundi kafna ef hann reyndi-
Hann gjörði það samt ekki, og hann borðaði a
meðan að Sútró talaði við hann um leiki og
leikfimi.
Eftir það tók Sútró hann heim og lét hann
hátta ofan í rúm og var hjá honum þangað til
að hann var sofnaður.
Sútró hafði áður sagt Hardy frá heimsókn
sinni til Parks kaupmanns og kvitteringunni
fyrir borgun á handarmeninu. Þegar hann var
orðinn viss um að Hardy mundi sofa um tíma
slökkti hann ljósin og fór.