Lögberg - 24.08.1950, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. ÁGÚST, 1950
BRÉF
frá Reykjavík í lok júlímánaðar
Góðir Vestur-íslendingar!
ÁLMI rektor HANNESSON
þarf ekki meðmæla, er hann
nú sækir hina merkilegu minn-
ingarhátíð Ný-íslendinga. Hann
er ykkur aufúsugestur og verð-
ur, hvort sem ég legg þar orð
til máls eður eigi. En það ber
vmislegt til þessr að ég hefði,
að gömlum og góðum íslenzk-
um sið, viljað syngja hann héð-
an úr hlaði.
Hans fólk hefur verið mitt
fólk, að því leyti, að sýslur okk-
ar liggja saman, og forfeður
okkar hafa kynslóðum saman
verið þar landamæramenn,
tengdir vináttuböndum og
venzla.
Hér er hvorki tími né rúm til
að rekja ættir rektors. En allir
Skagfirðingar og flestir Hún-
vetningar — og þó reyndar all-
ir, sem nokkuð vita frá sér —
kannast við garpinn afa hans,
Pétur í Valadal og börn hans.
Pétur og synir hans þóttu at-
gerfismenn um margt og af-
renndir að afli, en fóru vel með,
sem venjulegra er um slíka
menn. Mest orð fór þó þar af
fóður Pálma rektors, Hannesi í
Skíðastöðum, er dó mjög fyrir
aldur fram, úr lungnabógufári,
er geisaði um Húnavatns- og
Skagafjarðar-sýslur snemma í
mínu minni.
Hannes á Skíðastöðum féll
svo frá, fyrstur utanhéraðs-
manna, að festist mér í minni,
ungum dreng. Þetta rifjaðist
upp fyrir mér, er ég nýkominn
frá Malajalandi, sá þann föngu-
lega son hans, er hér um getur,
á útmánuðum 1922, ungan stúd-
ent í Kaupmannahöfn.
Mér var því meinlaust til hans
að óspurðu. Sá þokki, sem mér
þótti standa af Pálma Hannes-
syni, rýrnaði ekki er ég frétti
að hann læsi náttúrufræði —sem
ég unni, þótt afrækt hefði ég
hana — né heldur, er ég af
kynningu varð þess var, að hann
virti tungu sína og þjóðerni,
enda gæddur þeirri skaphöfn,
sem hatar illt en er annt um
gott og fagurt.
Hvað ungur nemur gamall
temur. í vöggugjöf fékk Pálmi
Hannesson hagleik á mál og blæ
ljóðrænnar fegurðar yfir stíl
sinn, er hann síðar fágaði vand-
fýsni menntaðs manns. Og það
vitni mundu bera honum nem-
endur þeir, er hann hefur braut-
skráð nú um tvo tugi ára, að
hann vildi hafa eflt þá til allrar
mannprýði; brýnt þá jafnt til
drenglundar og hófsemi.
Islenzk tunga hefur síðan um
heimsstyrjöldina fyrri verið í
sí-vaxandi hættu stödd. Á málið
hafa sótt og sækja, í ræðu og
riti, erlendir sýklar úr öllum
áttum, lagðir á brjóst af fáfræði
og kæruleysi, en bornir fram
til fulls þroska af innlendum
ambögusnillingum, svo að varla
er tungan nú í minni háska,
nema meiri sé, en á síðari hluta
átjándu aldar og fram til endur-
reisnar Bessastaðamanna. Það
hefur verið mikill styrkur góðu
málefni, að forráðamenn beggja
menntaskóla vorra, Sigurður
skólameistari Guðmundson norð
anlands, en lærisveinn hans,
Pálmi rektor Hannesson, sunn-
anlands, hafa látið sér jafn annt
um tunguna og raun ber vitni.
Þá gæfu eigum vér íslending-
ar sameinginlega með öðrum
þjóðum, að flestir náttúrufræð-
ingar vorir hafa verið í úrvals-
flokki umbótamanna. En þótt
vér, frá endurreisn vorri á 18.
öld, ættum jafnaðarlegast ein-
náttúrufræðinga. Einn hinn
fyrsti og kunnasti meðal þeirra
jafningja er Pálmi rekt.or
Hannesson að flytja ykkur þá
sögu, lýsta með kvikmyndinni,
allt að hinum greypilega loka-
þætti er líf sitt lét starfsbróðir
hans og vinur, Steinþór stjörnu-
maðurinn á fætur öðrum kosið
sér stað í fylkingu íslenzkra
hvern afbragðsmann meðal nátt-
úrufræðinga, þá þótti sá lær-
dómur ekki arðvænlegur hér-
lendis fram að heimsstyrjöldinni
fyrri. En sfðan hefir hver efnis-
meistari Sigurðsson, einn hinn
mesti og bezti í fríðu föruneyti
íslenzkra nátturufræðinga.
1 von og vissu um það, að þið
látið Pálma rektor Hannesson og
ágæta konu hans ekki gjalda
mín heldur njóta sín og sinna,
kveð ég ykkur öll ástarkveðjum,
hvert mannsbarn meðal Vestur-
Islendinga.
Reykjavík, 31. júlí, 1950.
Ykkar einlœgur,
Sigfús Halldórs frá Höfnum
Þjóðræknisdeildin Aldan er
jafn gömul íslenzka lýðveldinu.
Hún er að vísu ögn eldri í árinu
og var það hennar fyrsta verk
að fagna lýðveldinu við fæðingu
þess, hinn 17. júní, með almennri
samkomu. Hefir hún haldið
þeim sið síðan. Brá hún ekki
þeirri venju þettað ár og efndi
til mannfagnaðar í samkomusal
Fríkirkjunnar í Blaine 17. júní.
Skemtiskrá var ágæt. Ræður
fluttu; Þórður Ásmundsson,
ungur lögfræðingur í Belling-
ham og séra G. P. Johnson.
Frumort kvæði flutti Jónas
Stefanson frá Kaldbak og annað
Úr borg og bygð
— GIFTING —
Laugardaginn 12. ágúst s.l.
voru gefin saman 1 hjónaband,
þau Margaret Helen Beck og
Paul Hvidston. Er brúðurin
dóttir þeirra Dr. og Mrs. Ric-
hard Beck 801 Lincoln Drive
Grand Forks, N. Dak., en brúð-
guminn er af norskum ættum.
Giftingarathöfnina framkvæmdi
Rev. L. E. Tallakson í hinni mik-
ilfengu og fögru lútersku kirkju
í Grand Forks, og var athöfnin
hin virðulegasta. Setin var
frumort kvæði, eftir Gunnbjörn
Stefansson, las frú Anna Krist-
jansson. Einsöngva sungu þau
frú Freyja Bourne og Elias K.
og Jón Breidford. Við píanóið
voru þær frú Emily Magnusson
Reed og frú Ted Hanson. Að síð-
ustu sungu allir nokkur íslenzk
lög, undir stjórn H. S. Helgason-
ar, tónskálds. Ekki þar að taka
ar, tónskálds. Ekki þarf að taka
bestu. Eftir veitingar og vina-
kynni, hvarf svo hver til síns
heima, hress í huga og endur-
nærður andlega og líkamlega.
—A.E.K.
STEINARNIR TVEIR í TUNGU
(flutt á íslendingadaginn í Blaine, 30. júlí 1950) »
Hvað bíður þín Island í brimróti alda?
Eg bið um, en fæ ekkert svar.
1 sveitina mína því heim skal nú halda,
Og hjala við steinana þar.
Hann Háássteinn hreyfist hvergi;
Á hjallanum stendur hann enn;
Hann brot er af Islenzku bergi,
Þar byggð eiga huldu menn.
Á steininn ég klappa, og kona
Kemur til dyranna brátt.
Hún ímynd er alls sem ég vona,
Og ennið er bjart og hátt.
„Hvað heitir þú“? Heill minnar farar
í hendur þínar er seld.
„Eg heiti Sóley“, hún svarar,
„Um sveit þína vörð ég held.
Eg veit hvað þér veldur kvíða;
Eg veit hvað þitt hjarta sker.
Renn sjónum til sólbjartra hlíða
Og settu þig niður hjá mér.
Þér virðist nú tvísýnt um taflið,
Og töfrum seld mannanna börn.
En trúðu að andlega aflið
Enn muni reynast þeim vörn.
En örlögum illlum að hamla,
Og ólögum stefna á þing,
Við áttum hann Ingimund gamla
Og Einar minn Þveræing.
Að firra menn fjörláti stríðu
og fáráði í dómsins hring
Við höfðum hann Háll minn af Síðu
Og hofgoðann Ljósvetning.
Og ílla er okkur þá skotið
I ætt, ef fátím ei við
Af frelsinu fjötrana brotið
Og fest okkar sættir og grið.“
t
Margt fleira hún Sóley mér sagði
Um sælu og friðar von.
Og hendur um háls mér hún lagði,
Sem heimti hún týndan son.
Eg legg mína leið fram til sjáfar,
Er löðrar um gjögur og hlein.
Þar dotta nú dökkklœddir máfar,
Og dríta á hann Torfastein.
Þó öldurnar á honum brjóti,
Fær ekkert bifað þeim vom.
Hann er ekki úr íslenzku grjóti
Og enginn veit hvaðan hann kom.
En utan að vísu er hann
Ærið mjúkur og þjáll.
Er löðrandi lögurinn ber hann,
Hann lítur upp svartur og háll.
Eg vona hann verði ekki að meini;
En vert er að hafa á því gát,
Að stýra sem lengst frá þeim steini,
Ef stýra vill heilum bát.
Svo haltu upp að Háássteini, J
* Því hollvættir byggja þann rann;
En trúðu ekki Torfasteini,
Því tröll hafa magnað hann.
—A. E. KRISTJANSSON
17. júní í Biaine, Washington
veizla á eftir í samkomusal
kirkjunnar. Aðkomandi gestir
voru:
Mr. and Mrs. J. T. Beck, Ms$.
V. Beck, Mrs. Richard L. Beck,
Miss Joan Beck, Mr. and Mrs.
B. J. Sammons Sr., Mr. and Mrs.
B. J. Sammons'Jr., Miss Naomi
Samson, Mr. and Mrs. Wathne,
Miss Thora Vigfusson, Miss Jo-
hanna Palsson, Mrs. Harry Steel,
V. Palsson, and Mrs. Pat Ram-
sey, all of Winnipeg; Mr. and
Mrs. Robert Hvidston and chil-
dren of Waukon, Iowa; Mrs. A.
M. Landby, Mrs. Martin Landby
and Miss G. Martha Landby of
Swift, Minn.; Miss Isabella
Landby, James P. Landby, Mr.
and Mrs. Lenus Landby and
Mrs. Hans Slang, all of War-
road, Minn.; and Mr. and Mrs.
A. Hvidston and Alden Hvidston
of Fargo.
☆
Mr. Ronny Hafliðason dvelur
í borginni um þessar mundir á-
samt frú sinni og tveimur börn-
um; kom hann hingað í heim-
sókn til foreldra sinna, þeirra
Mr. og Mrs. Jón Hafliðason.
Mr. Hafliðason er útskrifaður
í verkfræði af Queensháskólan-
um, og er framkvæmdarstjóri
við námufyrirtæki í Quebeck-
fylki.
☆
Gefin saman í hjónaband að
heimili prestsins í Selkirk þann
16. ágúst, Marino Kristinn Guð-
mundur Johnson og Betty Rose
Smyth sama stað. Við giftinguna
aðstoðuðu Jean Irene Smyth,
systir brúðarinnar, og Allan
Peterson. Brúðurin er af ensk-
um ættum úr Saskatchewan-
fylki, en brúðguminn er sonur
Mr. og Mrs. Gunnar J. Johnson,
Gimli, Man.
☆
Samkvæmt nýkomnu bréfi til
Arna G. Eggertsonar, K. C., er
Halldór M. Swan verksmiðju-
eigandi á sæmilegum batavegi,
en hann hefir, eins og vitað er,
legið allþungt haldinn á Akur-
eyri síðan í maímánuði.
☆
Mrs. Sigurður Arngrímsson
frá Blaine, Wash., var stödd í
borginni fyrri part vikunnar;
kom hún vestan frá Elfros,
Sask., þar sem hún hefir dvalið
um hríð hjá dóttur sinni og
tengdasyni.
☆
Jóns Sigurðssonarfélagið, I. O.
D. E. heldur sinn fyrsta fund á
haustinu í salarkynnum sínum í
Winnipeg Auditorium þann 1.
september næstkomandi, kl. 8
að kvöldi.
☆
Miss Snjólaug Sigurðsson út-
varpar píanótónleikum frá C. B.
W. útvarpsstöðinni á föstudags-
kvöldið þann 1. september næst-
komandi, kl. 11.15 e. h.
☆
Mr. Grettir Eggertson rafur-
magnsverkfræðingur lagði af
stað suður til New York á sunnu
dagskvöldið var; hann ráðgerir
einnig að bregða sér til Was-
hington, og bjóst við að verða
að heiman nálægt hálfsmánaðar-
tíma.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eyland*.
Heimili 776 Viotor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á íslenzku á
sunnudagskvöldum kl. 7:00.
☆
Árborg-Riverion prestakall
27. ágúst — Hnausa, messa kl.
2 e. h. — Riverton, ensk messa
kl. 8 e. h.
3. sept. — Geysir, ferming og
altarisganga, kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason
Miðaldra íslenzk kona æskir
eftir að fá íbúð í Winnipeg með
konu á líku reki, eða vinnandi
stúlku. Sími 724 277.
☆
Mr. Egill Egilsson kaupmaður
frá Brandon, leit inn á skrifstofu
Lögbergs ásamt frú sinni á heim
leið frá landnámshátíðinni á
Gimli.
Nú í f yrsta Sinni!
BÝÐST ý.
LÆKNINGAFYR-
IRKOMULAG
AN HÓPS • é/
MYNDUNAR! mi . 1 j
Öllu fólki í Manitoba!
Um tvö plön er aS velja!
1. UPPSKURÐAR OG FÆÐINGAR
— Með takmarkaðri læknis aðstoð.
2. UPPSKURÐAR OG FÆÐINGAR
— Með fullkomnari læknis aðstoð.
ÖNNUR ÞJÓNUSTA FYRIR YÐUR—
Sem að læknafélagið í Maniioba og Canada slyður.
KLIPPIÐ ÞENNAN UPPLÝSINGAMIÐA ÚR BLAÐINU
Og SENDIÐ HANN í DAG
M-M-S
I
■
I
■
■
I
|/|' DAriíÍC Þii'i emð okki undir neinni ábyrgð þó
IVlippiO og rosrio að þið fylllð út (>K sendlð þennun miðn
Ég hefi áhiiftu á, að fá npplýsingar um inntökuskilyrði
Nafn ..........................................................
Heimilisfang
Fæðingardagur
(mánuður)
Ég er í (fyrsta flokki)
Ögiftur □
ögift □
Ég er I (fyrsta flokki)
Vinn fyrir aðra □
Nafn félagsins ...............
(dagur)
Giftur □
Gift □
Sjálfan mig □
(ár)
EkkjumaSur □
Ekkja □
Vinnulaus □
Tala
Áritun þess .......................... verkamanna
MANITOBA MEDICAL SERVICE
Sameiginleg læknisþjónusta,
án hagnaðar
I
I
149 PORTAGE AVE. E.
WINNIPEG, MAN.