Lögberg - 07.09.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.09.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. SEPTEMBER, 1950 9 ÁHLGAAÚL rVENNA Ritstjóri: ENGIBJÖRG JÓNSSON Á FERÐ OG FLUGI Frú Marja Björnsson, sem um þessar mundir dvelur í heimsókn á Islandi ásamt manni sínum, sýndi ritstjóra kvennasíðunnar þá velvild, að senda henni eftirfarandi grein, sem verða mun les- endum Lögbergs næsta kærkomin: Raufarhöfn 1. ágúsl 1950 Kæra vinkona! Það er nú liðinn meir en mán- uður síðan ég kvaddi vini mína í Vesturheimi, og ýmislegt hefir drifið á dagana síðan, sem mætti segja frá. Eins og áætlað var tókum við hjónin okkur far með T. T. C. A. flugvél þ. 15. júní og var fyrsta daginn flogið til Toronto, þar sem skift var um flugskip og þá haldið áfram ferðinni til Montreal. Komum við þangað þegar áliðið var dags og gistum á Mount Royal Hóteli. þá nótt. Næsta dag þ. 16. var svo flogið til Gander, og eru þrjár viðstöður á þeirri leið, en til Gander komum við kl. 6 að kveldi. Var þar íslenzk kona fyrir, sem beið komu okkar og tók okkur heim til sín, þar sem við nut- um alíslenzkrar gestrisni fram undir kvöld næsta dag. Má geta þess að íslendingur að nafni Ól- afur Hallsson frá Ericksdale átti þarna einnig heimboð ásamt okkur. Er þessi vinkona okkar, Margrét Miller, dóttir Bjarn- þórs og Margrétar Lifmann í Árborg, nú gift James Miller, sem er umsjónarmaður Ameri- can Overseas Airways í Gander. Voru þessi ágætu hjón samtaka í því að gera okkur stundina á- nægjulega, og að láta ekkert ó- gjört til þess að okkur gæti lið- ið sem bezt. Var nú næsti áfang inn yfir Atlantshafið, og var lagt af stað um kl. 7:30 um kvöld ið 16. júní. Má nærri geta að ekki var mikið sofið þá nótt, en það fór vel um okkur og má segja að okkur liði vel. Snemma um morguninn var komið glaða sólskin og fór nú óðum að líða að því að skipið ætti að lenda. Út að sjá fyrir neðan okk- Ur var þó eitt skýjahaf eins langt og augað eygði og brátt fór það að kvisast að þokan muni vera of nálægt jörðinni til þess að haegt sé að lenda. Vissu okkar um þetta fengum við þó ekki fyrr en hátalarinn sagði frá því að við værum yfir Keflavík, þok an væri svo lá að ekki yrði hægt að lenda sem stæði. Væri ákveð ið að fljúga yfir um klukkutíma, °g ef engin breyting yrði, yrði tafarlaust haldið til Prestvick. Stundu síðar kom svo kafteinn- inn til okkar og sagði að þeir hefðu ákveðið að hætta við að lenda, og að nú væri fluginu stefnt til Prestvick. Um þetta höfðum við auðvitað ekkert að Segja, og þá var sjálfsagt að láta sér þetta vel lynda. Komum við svo á nefndan lendingarstað eft- lr fjögra stunda ferð, og var þar tekið vel á móti okkur og okk- Ur fengin herbergi og veittur all Ur beini. Voru í hópnum 5 Vest- Ur-Islendingar, 4 ísl. stúdentar á heimleið, og ein íslenzk kona með tvö börn. Varði nú dvölin Þarna í þrjá sólarhringa og var •Á- O. A. að senda sérstaka flug- Vel til þess að flytja þennan hóp úl Islands. Kl. 6 að morgni þ. júní var svo haldið áfram terðinni í ágætu veðri, og meðan við biðum í Skotlandi var okkur gefið tækifæri til að ferðast út s lundsbyggðina, og sáum við Par meðal annars heimili Ro- erts Burus, sem hefir verið aldið við eins og það leit út á ^eðan skáldið dvaldi þar. Einn- Jg sáum við heimili Harry Laud- er, sem einnig var heimsfrægur yúr list sína. Landið sjálft er ^lóg frjósamt og hvert sem lit- er sér maður ræktað land og ^rýðilega vel unnið. Við keyrð- m síðasta daginn til Edinburg og fórum í gegnum Glasgow á þeirri leið, en því miður gafst okkur ekki tími til að nema stað ar þar, því að við urðum að nota þann tíma, sem við höfðum til þess að skoða okkur um í Edin borgh. Við höfðum ásett okkur að skoða kastalann fræga, og fór mest af deginum í það, því þar er margt að sjá og tíminn er horfinn áður en varir. I þessum kastala er svo margt að sjá; þar á meðal eru hermannabúningar og vopn sem hafa geymst þarna frá fyrstu tíð sögunnar. Er þetta auðvitað af ýmsri gerð og sniði, en mjög smekklega fyrir komið. Edinborgarkastali stendur á hæð sem er 443 fet yfir sjávarmál og um 270 fet hærra en dalurinn, þar sem eru „West Princes Street Gardens og Kieep Stables Roads“. Með nokkrum undan- tekningum eru þessar byggingar á hæðinni ekki gerðar með stíl- föstu sniði. Þær voru reistar eft- ir því sem þörfin krafði og raðað niður eftir því sem rúmið leyfði. Aðal-byggingaþyrpingin, sem umkringir ferhyrning, sem kall- ast Place Yard, stendur á Suð- austur horni hæðarinnar. Er þessi hluti kastalans ásamt spildu þar norður frá, kallaður „Citadel" kastalans. Hallargarð- urinn, sem áður nefndist „The Close“, var myndaður með því að byggja upp klettavegginn og á undirstöðuna settur í hallann framan í hæðinni. Utan að séð er kastalinn og veggir bygging- anna, sem gengið er um í, þar sem hallargarðurinn er að aust- an, sunnan og norðan, afar hár til að sjá, og hallarbyggingarnar eins og kletturinn sjálfur sýn- ast gerðar af náttúrunnar hendi. Veggurinn, sem umlykur kast- alann og kapellu hans, er eins og áframhald af klettinum, og í þessum vegg eru fallbyssu- pallarnir. Stærstu byggingarnar eru í hallargarðinum og er sú elzta þeirra, St. Margarets Kap- ellan, bygð fyrir meir en 6 öld- um síðan. Sjást enn menjar af David turninum, sem byrjað var að reisa árið 1367. Leifar þessa turns, sem myndar aðalstöðvar hálfmána virkisins, voru aftur endurbyggðar árið 1913, en þeim hafði verið lokað í 300 ár. Því næst kemur 15. aldar hluti hall- argarðsbygginganna. Kastala- byggingarnar, að undanskildri St. Margarets kapellunni, voru eyðilagðar árið 1314, og var það Randolph, Earl of Moray, sem þetta gerði, til aðstoðar Bruce, til þess að kastalinn yrði ónot- hæfur ef ske kynni að Englend- ingar næðu honum á' sitt vald. Nú er ekki lengur til neitt af þeim byggingum, sem voru reistar milli 1314 og 1367. Lög- regluturninn, sem stóð nálægt „Lang Stairs“ var eyðilagður í umsát, árið 1573. Fyrstu götur til kastalans eru nú alveg horfn- ar. Ein þeirra leiddi til suður- dyra hjá Davíðsturni, önnur ná- lægt því, sem nú er gengið inn í kastalann og sú þriðja að höll- inni frá vesturhllð hæðarinnar. En nú er leiðin til kastalans gegnum hlið, sem bygt var í tíð Victoriu, og var þessi inngangur notaður við hermannaæfingar. Styttur af Wallace og Bruce standa meðfram innganginum. Voru þær settar þarna árið 1929. 1 bogagöngunum eru tvær stein- töflur frá 16. og 17. öld, og meðal annars er þarna „Mons Meg“, sett á langan vagn með tveim hjólum til minningar um fyrri tíma afrit. Þegar inn í kastalann kemur sér maður hina háu veggi hálfmána virkisins, en á bak við það eru leyfar af hinum fallna Davíðsturni. Vegurinn liggur í gegn um „Portcullis" hliðið sem var bygt árið 1574. Á vinstri hönd er „Lang Stairs“, sem er stiginn upp að efra varnarvirk- inu. Þar er í veggnum andspæn- is steinlíkan af Randolph, Earl of Moray. Og við norðurhlið göt- unnar er sexbyssu virkið eða Argyle virkið frá 18. öld. Þarna eru spilabyggingar, og litlu neð- ar „Queens Post“, sem er partur af kastalaveggnum en hærra aftur er „The Governers House“ sem var byggt á 18. öld. St. Margarets kapellan er eftirtekt- arvert dæmi á norrænni bygg- ingarlist. Hún stendur á hæstu brún þess kletts. Hún var byggð á 11. eða 12. öld. Einnig einn gluggi hennar er þó frá fyrstu tíð, og er það sá vestasti af þrem á suðurhlið, í allt annað er síð- ari tíma gler notað. Öll kirkjan er prýðileg innan og hefir verið haldið við að því elzta er enn við líði eftir öll stríðin, sem yfir hana hafa geisað. Eftir siðabót- ina var þessi kapella notuð fyrir geymsluhús eða vopnabúð her- manna. Var þá bætt væng við hana, sem nú hefir verið rifinn niður aftur. Þá er þarna ein mik- il fallbyssa, sem kallast, Mens Meg“ og var hún látin þarna á 15. öld og er hún byggð líkt og önnur fræg fallbyssa sem kall- ast „Mad Marjory“. Hún er úr járni og 13 fet og 4 þuml. og öll eftir þessu. Hlaupið er 1 fet og 8 þuml. og eftir gömlum annál- um má sjá, að ef hún var hlaðin með 105 pundum af púðri vel þjöppuðu inn i hólkinn og látin vera með 45 gráða halla upp á við, þá gat hún sent járnkúlu 1408 yards og steinkúlu 2867 yards. Árið 1454 var hún tekin til London Tower þar sem hún, sat þangað til 1829. Var hún þá aftur tekin og send til Leith. 1 fylgd með henni til kastalans voru þrír flokkar riddaraliðs og heilt Regiment með pipers í far- arbroddi. Afar mikil viðhöfn og fögnuður. Langi stiginn I austur frá St. Margarets kap- ellunni er stigahöfuðið. Á 15. öld var stiganum lokað með járnhliði sem hét „Margarets Yett“. Frá þessum stiga til suð- urs er „Grand“ eða Framveggs- virkið, þar sem nú eru á þrepum 18 punda fallbyssur frá tíð Georgs III. Brunnurinn Á milli framveggsins og hálf- mána virkisins er sá gamli „Fore Well“. Brunnur þessi er 110 feta djúpur, og neðstu 90 fetin eru höggvin niður í klettum. Var vatni úr honum dælt upp í geymslukeröld, sem voru sett upp í leyfum Daviðsturnsins. Hálfmánavirkið Hálfmánavirkið var byggt af Morton ráðsmanni, og stendur það á palli að nokkru leyti inn- an Davíðsturnsins, og þá einnig á gamla vegnum vatnsgeymis- ins. Það er girt með þykkum hringmynduðum vegg, sem myndar ytri vörð kastalans og eykur á prýði og styrkleik hans utan að sjá. i Davíðsturninn Inngangur í turn þennan er næst baki við hálfmánavirkið. Hann stendur á klettasnaga tals- vert fyrir neðan efsta klettinn og varði hann inngöngu í kast- alann frá austurhlið. Það er sagt að þessi turn hafi verið 60 feta hár, hafði hann 6 fallbyssur er sneru til austurs. Þá er norður af, lögregluturninn og niður frá honum er stigi með 40 tröppum niður í kastalann. Ljónagryf jan Þegar turninn hrundi stóðu einar dyr, sem leiddu inn í neðri part hans frá kastalanum. Innan þessara dyra var tamið ljón geymt á ríkisárum Jakobs VI. og nafnið er því þaðan komið. Þá er konungsheimilið, bygg- ing, sem hefir verið marg endur- bætt, en í fyrstu byggt á 15. öld og kostaði það 25.000 pund. Eru þarna geymdir ýmsir merkileg- ir munir frá öllum tímum, og þar með gullkórónur og veldis- sprotinn ásamt gimsteinum drottningarinnar, sem öllum er leyft að sjá, en enginn má snerta. Þá er og herbergi Maríu Stuart drotningar í annari en eldri byggingu, en það var son- ur hennar, James, sem varð fyrst konungur yfir Englandi, Skotlandi og Irlandi. Hér er eikarstóll frá 17. öld og er hann hið eina í þessu herbergi frá tíð Maríu drotningar. Saga kastal- ans er í raun og veru saga Skot- lands. Kastalinn var ekki ein- ungis virki, heldur einnig kon- ungshöll, þjóðarbanki, heimili þjóðskjalasafns, iðnaðarstofnun og geymslubúr fyrir vopn og vistir. Hann var skjól og skjöld- ur konunganna, sem ósigur biðu í baráttunni um stundarsakir, hann var betrunarhús fyrir ó- vinina, og þrautalending þegar öll önnur sund voru lokuð...... Kl. 6 að morgni þ. 18. júní var svo haldið áfram ferðinni í á- gætu veðri og eftir 4 stunda flug var lent á flugvellinum í Kefla- vík. Með okkur á ferðalaginu frá Gander voru Ólafur Hallsson, eins og áður getur, og Ottó Krist jánsson og kona hans frá Ger- aldton, Ont. Voru bræður Ottós þarna til þess að mæta þeim hjónum, og reyndust svo vel- viljaðir að taka okkur með á- samt öllum okkar farangri og koma okkur til skila til frænd- fólks okkar í Reykjavík. Þórar- inn Björnsson, frændi Sveins, hafði boðið okkur bústað í húsi sínu, og var svo keyrt þangað með okkur þar sem við fundum frændfólkið allt úti fyrir dyr- um til þess að heilsa okkur. Var þarna fagnaðarfundur, því nú var fólk að mætast, sem ekki hafði sést í yfir 40 ár, þar á með- al Rannveig Lund, systir mín frá Raufarhöfn og dóttir henn- ar, Björn Stefánsson og Margrét kona hans Jónsdóttir, sem við þektum fyr á Vopnafirði, og þá mesti fjöldi af yngri kynslóð- inni börn þeirra og barnabörn. Býr allt þetta fólk, Björns og Margrétar, í sama húsinu á sinni hæð hver fjölskylda og fer vel á því. Og nú vorum við þá kom- in heim og hjá þessu fólki höfð- um við svo heimili þann tíma sem við dvöldum í Reykjavík og vorum þar eins og partur af þessari ágætu fjölskyldu. Veðr- ið var yndælt með sólskin hvern dag og hjálpaði það til þess að gera okkur heimkomuna minnis- stæða. Þó ótrúlegt megi virð- ast, var þreytan ekki mjög á- berandi, eftir þetta langa ferða- lag, og kom það sér vel, því nú var ekki til setunnar boðið Heimboðum rigndi yfir okkur, og auðvitað reyndum við að gera þeim skil eftir því sem hægt var, en dagarnir reyndust stuttir þó nú væri júní og því miður var ekki hægt að sinna öllum heim- boðunum. Eigum við því mörg þeirra til góða þangað til okk- ur gefst annað tækifæri til að heimsækja höfuðborgina. Á þeim tíma sem við dvöldum í Reykjavík höfðum við tæki- færi til þess að skoða nýja Há- skólann, stóð þá svo á að þar var prestastefna, og mættum við þar biskupi íslands og þá einn- ig tveim prestum, sem dvalið hafa í Vesturheimi, þeim séra Benjamín Kristjánssyni og séra Þorgeiri Jónssyni. En í kvöld- boði vorum við hjá séra Jakob Jónssyni og frú og þá drukkum við eftirmiðdagskaffi hjá séra Ásmundi Guðmundssyni og frú Steinunni, en hann var sá mað- ur, sem sýndi okkur háskólann, sem er hið prýðilegasta bygg- ing og nú nýlega fullgjörð. Þá fór einn daginn Dr. Ófeigur með okkur á Elliheimilið Grund og fór hann ásamt Gísla Sigur- björnssyni forstjóra, með okkur svo að segja í hvert herbergi. Virðist öllu þar haganlega fyr- ir komið og sýndist mikill á- hugi fyrir því að gera allt sem þægilegast og haganlegast fyrir vinnufólk og um leið fyrir heim- ilisfólkið. Voru læknir og for- stjóri óþreytandi að útskýra allt fyrir okkur viðvíkjandi þessari nauðsynlegu stofnun. Svo var það þ. 29. júní að húsbændurnir í húsinu, sem við bjuggum í, buðu okkur með sér í bíl til Eyrarbakka. Þau heita Þórar- inn Björnsson og Kristín Hall- dórsdóttir. Voru þau að heim- sækja foreldra hennar, sem dvelja þar í sumarbústað sínum. Höfðum við mikla ánægju af þyí ferðalagi og Þórarinn reynd- ist vera góður bílstjóri. Áttum við hinum beztu viðtökum að fagna og dvöldum þar lengi dags. Á heimleiðinni skoðuðum við gróðurhúsin í Hveragerði, þar sem margs konar trjáplönt- ur og blóm og vínber eru rækt- uð. Þar er heitt vatn í jörð alls staðar, og er það merkilegur staður af þeim ástæðum. En hér verður einnig farið stutt yfir sögu. Einn daginn vorum við sótt í bíl frá Hafnarfirði snemma morguns og dvöldum við lengi d'ags hjá Ragnari Stefánssyni og frú. Og af því að“hann þurfti að gegna daglegum störfum tók frúin okkur að sér og sýndi okk- ur allan blómagarð bæjarins, sem er einkennilegur að því leyti, að hann hefir verið rækt- aður í brunahrauni, sem hefir einhverntíma myndast í kring- um eldgíg. Er gengið eftir mjög myndarlegum trjágarði og ofan í dældina, þar sem búin hefir verið til lagleg vatnsþró 1 miðj- unni. Hér eru talsvert há tré. Garður þessi er 25 ára gamall og í honum má finna tré af mörgum mismunandi tegundum. Reyniviður, birki, lævirki, gull- regn, heggur og kastaníutré o. s. frv. I miðjum pollinum, sem áður getur um, er líkan af dreng eftir Ásmund Sveinsson, eins- konar tákn um hið unga sem er að þroskast. Laugardaginn 30. júní fórum við með Dr. Ófeigi til Þingvalla og vorum þar í sumarhúsi hans yfir nóttina. Það stóð svo á að þar var verið að halda upp á 20 ára afmæli Skógræktarfélags íslands, og var okkur boðið að sitja á fund- um þess, og einnig að sitja að miðdegisverði með þeim. Hafði þingheimur þarna einnig skemti kvöld sem við vorum boðin til og sett sitt hvoru megin við forsetann, sem var Valtýr Ste- fánsson ritstj. Morgunblaðsins. Fóru hér fram ræðuhöld, kvæða upplestur og söngur, sem allir tóku þátt í. Eftir þetta kvöld- boð fórum við ásamt Dr. Ófeigi heim til hans og hafði hann boð- ið nokkrum gestum. Var því haldið áfram söngnum enn um stund, og þá gengið til hvíldar eftir mjög skemtilegan dag. A sunnudaginn dvöldum við þarna enn um stund eftir miðjan dag- inn og var svo haldið heim um kvöldið. Næsta dag kvöddum við Reykjavík og fórum í rútu- bíl, sem kallað er hér, til Akur- eyrar. Er þetta góð dagleið og komum við þangað um kveld- verðarbil. Var þar frænka mín, Anna Laxdal, sem hafði búist við okkur og dvöldum við í gisti- vináttu hennar næstu nótt. Tím inn var stuttur og er því ekki frá mörgu að segja. Við heimsótt- um Björgvin og frú og Ólaf Metúsalemsson og frú, en þeir eru Vopnfirðingar og okkur kunnir áður. Halldór Swan ligg- ur í húsi ólafs, og virtist hann vera á batavegi, en batinn verð- ur auðvitað að taka langan tíma. Næsta dag var keyrt til Húsa- víkur og gistum við þar hjá séra F. Friðrikssyni og frú Gertrude, og morguninn eftir vorum við boðin í morgunverð til Mr. og Mrs. Bjarni Benediktsson póst- meistara. Hingað komum við 5. júlí og höfum nú verið að reyna að hvíla okkur. Af því þetta er nú orðið nokk- uð langt bréf, verð ég að slá botn í það. Marja Björnson Fjörutíu óra vígsluafmæli Dómprófasturinn í Reykjavík, séra Bjarni Jónsson vígslubisk- up, átti 40 ára prestsvigslu- afmæli hinn 26. júní s.l. Hefir hann alla þá tíð gegnt prestsem- bætti við Dómkirkjuna í Reykja vík og sennilega unnið fleiri prestsverk en nokkur annar prestur á Islandi. Mjög gest- kvæmt var á heimili þeirra hjón anna þenna dag, og bárust þeim ýmsar gjafir. Borgarstjórinn 1 Reykjavík tilkynnti, að bæjar- ráð hefði ákveðið að gefa hon- um málverk af honum og konu hans, frú Áslaugu Ágústsdóttur, og sóknarnefndirnar í Reykjavík lýstu yfir því, að þær mundu sameiginlega láta gera brjóst- líkan af séra Bjarna, sem vott um vinsældir hans í söfnuðun- um í Reykjávík. —Kirkjublaðið, 10. júlí TIL BÚNAÐARUMBÓTA Búnaðarbótalán má nota til að raflýsa bæi yðar, hlöður og önnur útihús. Upphæðir, sem nema alt að $3,000 eru fáanlegar samkvæmt þar að lútandi ákvæðum, og um afborganir má semja til eins, tveggja eða fleiri ár, og vextir nema aðeins 5%. Upplýsingar hjá næsta útibúi. BÚNAÐARLÁNI má elnnlg verju 111 Nýrra véla. og búáhalda. Nýrra kjallara eða til Uaui)'i hreinrækta?)s búpeninKS. Nýrra byggingra eía viBgeríia viS eldri hús ft býlinu. Raflagna á býlinu. GirSinga, afrenslis eða ann- ara umbóta. Biðjið um eintak al þessum bœklingi, er skýrir frá öllu varðandi búbótalán. THE ROYAL BANK OF CANADA Þér megið treysta “Royal"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.