Lögberg - 07.09.1950, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. SEPTEMBER, 1950
Fimm dauðir
menn
y
Eftir ANTHONY STONE
J. J. Btt.DFBI.ti, þýddi
Sútró kallaði á leiguvagn og fór inn í hann
og bað bílstjórann að aka með sig heim til sín
til Barons Court. En hann var kominn tiltölu-
lega stuttan spöl, þegar að hann bað bílstjór-
ann að stansa, fór út úr bílnum og sneri sömu
leið til baka þangað sem hann skildi við ill-
ræðismennina. Hann nærri því rak sig á þá,
en gat þó komist inn í kvenfatabúð, áður en
þeir sáu hann, og komst í hálfgerð vandræði
með að afsaka komu sína þangað inn, ekki
sízt sökum þess, að hann þótti ekki kvenhollur
maður vera. Hann sá mennina ganga fyrir búð-
ardyrnar niðursokkna í tal sitt. Hann beið í
mínútu eða svo og fór svo á eftir þeim. Þeir
fóru inn í strætisvagn. Hann sá að þeir fóru út
úr vagninum þegar þeir komu til Angel og
þóttist vita, að ferð þeirra væri heitið til Cos-
mos myndasýningarhússins. Fékk sér leiguvagn
og komst þangað á undan þeim. Hann fór út
úr leigubílnum nokkuð frá myndasýningar-
húsinu og virti það nákvæmlega fyrir sér. Um-
sjónarmaðurinn risavaxni, sem hann hafði áður
séð, var á verði fyrir utan húsið. Sútró vildi
komast inn í húsið án þess, að varðmaðurinn
sæi. En spursmálið var, hvernig að hann ætti
að fara að því. Hann kom auga á tvo drengi,
rifna og rykuga, sem voru að rífast, rétt hjá
honum. Hann gekk til þeirra.
„Ég skal gefa ykkur hálfa krónu hvorum, ef
þið farið til mannsins sem stendur þarna fyrir
framan myndasýningarhúsið og sparkið í fót-
leggina á honum“.
Drengirnir litu hvor til annars, og svo á
dyravörðinn. „Það er ekki árennilegt“, sagði
annar þeirra hugsandi og leit til Sútró.
Sútró sagði: „Ég skal gefa ykkur fimm
krónur“.
„Meinarðu, að þú skulir gefa hvorum okk-
ar fimm krónur?“
„Já, hvorum ykkar fimm krónur“.
„Hvers vegna viltu að við spörkum í hann?“
„Mér fellur ekki liturinn á einkennisbún-
ingnum hans. Viljið þið gjöra þetta fyrir mig?“
Drengirnir voru óákveðnir. En fyrir Sútró
var um að gera að koma þessu í framkvæmd
fljótt. Hann reyndi annað ráð.
„Heyrið þið drengir, ég er; leynilögreglu-
maður og þarf að draga athygli þessa manns
frá dyrum myndasýningarhússins og komast
inn í það, án þess að hann sjái mig“.
Drengirnir litu á hann stórum augum og
óttaslegnir.
„Þú ert þó ekki Sexton Blake, ertu?“
„Nei, ég er ekki Sexton Blake, en ég er
leynilögreglumaður samt“, svaraði Sútró, en
hélt svo áfram: „Það verður að gjörast fljótt“
Hann tók tíu krónu seðil upp úr vasa sínum
og veifaði honum framan í drengina.
„Hérna sjáið þið, tíu krónur handa ykk-
ur báðum“.
„Þú meinar, að við fellum hann og hlaup-
um svo?“
„Það er nú allt, sem þið þurfið að gjöra“,
svaraði Sútró.
Annar drengjanna rétti út hendina og sagði:
„Jæja, herra minn, við skulum gjöra þetta,
ég og félagi minn“. Hann sneri sér glettnislegur
til félaga síns og sagði:
„Við skiptum á eftir“.
Drengirnir lögðu af stað í áttina til um-
sjónarmannsins. Fyrst hugrakkir og hvatir, svo
fóru þeir smátt og smátt að hægja á sér eftir
því sem nær honum dró. Að síðustu stönsuðu
þeir á rennusteininum og horfðu báðir á um-
sjónarmanninn, sem þeir sannfærðust um, að
var enn óárennilegri en þeim hafði sýnst áður.
Annar þeirra leit vandræðalega til Sútró, en
hann benti honum á umsjónarmanninn. Strák-
ur sá, að ekki var um neina vægð að ræða frá
hans hendi, herti upp hugann og réðst ásamt
félaga sínum eins og reið geit á umsjónarmann-
inn og rákust á hann miðjan með öllu því afli
sem þeir áttu yfir að ráða.
Umsjónarmaðurinn, sem ekki átti sér neins
ills von, skall endilagur á stéttina stynjandi og
æjandi og strákarnir ofan á hann. Þeir spruttu
á fætur aftur, eins og hjartdýr, og hlupu í
burtu.
Umsjónarmaðurinn staulaðist á fætur, tók
upp höíuðfat sitt sem hrokkið hafði af honum,
og hljóp spölkorn frá dyrunum, stansaði til að
ná andanum, og hélt svo áfram á eftir strák-
unum.
Sútró flýtti sér allt sem hann gat til að ná
til myndasýningarhússins, áður en umsjónar-
maðurinn kæmi til baka eða liti við. Sútró sá
ekki hvernig að leiknum lauk á milli umsjónar-
mannsins og drengjanna. En hann var sann-
færður um, þegar að hann tók sæti á áhorf-
endasvölunum í myndasýningarhúsinu, að hann
hefði komist inn án þess að nokkur hefði séð
hann; hann var að minsta kosti viss um, að
umsjónarmaðurinn hefði ekki gjört það. Hann
gekk hálfboginn fram hjá stúlkunni, sem seldi
aðgöngumiðana, breytti málrómi sínum og var
allt öðruvísi en að hann átti að sér að vera, og
hann vonaðist eftir að hún mundi ekki hafa
kannast við sig, minsta kosti ekki til þess að
hafa orð á því. Hann valdi sér sæti á svölum
hússins rétt við hliðina á stúku „A“ og sat þar
í tíu mínútur á meðan að hann var að venjast
hálfdimmunni, því að skuggsýnt var í mynda-
sýningarhúsinu, en í aftari partinum á stúku
„A“ var ljós vel skyggt, sem þó gaf nægilega
birtu til þess, að hann hefði séð ribbaldana tvo,
ef þeir hefðu komið þangað.
Tíu mínútur liðu; en þá var kveikt á loft-
ljósunum á meðan að skipt var um myndir, sá
hann þá sitja í innstu sætaröðinni niðri í hús-
inu. Honum fannst þeir sitja óþægilega nærri
tjaldinu til þess að geta notið myndanna og
hann var sannfærður um, að þeir hefðu ekki
valið sér þau sæti til þess, og hann spurði sjálf-
an sig að, hversvegna skyldu þeir hafa valið sér
þau sæti?
Það var hægt að komast ofan í húsið þaðan
sem hann var án þess að þurfa að fara yfir aðal-
ganginn í hújsinu; svo Sútró fór ofan. Hann
sýndi stúlkunni sem til sætis leiddi miða sinn
og sagði henni að hann hefði ráðið við sig að
skipta um sæti, og að hann skyldi sjálfur velja
sér sæti, og þegar ljósin voru aftur slökkt,
valdi hann sér sæti rétt fyrir aftan mennina,
sem að hann var að veita eftirför. Hann var
rétt nýsestur, þegar að mennirnir stóðu upp og
gengu að myndasýningartjaldinu og hurfu á
bak við tjöldin, sem voru fyrir neðan mynda-
tjaldið og hljómsveitin sat á bak við.
Eftir stutta stund fór hann á eftir þeim.
Fyrir innan tjaldið sat stúlka við píanó og
tveir menn, annar var með stórt koparlitað
hljómhorn, hinn með banjó. Þau litu ekki við
honum. Hann gekk eftir göngum, sem lágu und
ir leiksviðinu, dimm og drungaleg. Yfir göngun-
um heyrði hann að gengið var á hörðu gólfi.
Hann leitaði fyrir sér með höndunum og
fann fyrir sér rið úr járni og eftir nána athug-
un varð hann þess vís, að það var byrjun á
stiga. Hann heyrði drepið á dyr, einhvers stað-
ar fyrir ofan sig. Það brá ljósbjarma fyrir í
svip, svo var hurð látin aftur og bjarminn
hvarf. Hann gekk upp stigann hljótt og varlega.
Þegar að hann kom upp úr honum fann hann
fyrir sér dyr. Hann hikaði við — var óráðinn í
hvað hann skyldi gera, halda áfram og berja
á dyrnar, eins og að hann var viss um, að byssu-
berserkirnir höfðu gjört, eða opna hurðina að-
vörunarlaust. Hann hafði ekki alllitla þrá til
að gjöra einmitt það, en hann hætti við það.
Hann hafði uppgötvað nokkuð, sem gat verið
þýðingarmikið. Það var því álitlegra fyrir hann
að halda áfram að lifa til þess að færa sér upp-
götvunina í nyt. Hann var viss um, að á bak við
hurðina biðu byssuvargarnir, og hann minnt-
ist þess, að annar þeirra hafði verið að því kom-
inn að skjóta sig niður á alfaravegi. Hann var
vopnlaus. Ef að hann réðist til inngöngu til
þeirra nú; þá gæti hann ekki komist hjá, að
vera skotinn. Hann réði við sig að eiga það
ekki á hættu. Fór aftur ofan stigann og út úr
myndasýningarhúsinu, sem hann áleit sér holl-
ast að gjöra sem fyrst.
Hann fór út um hliðardyrnar.
Þegar að hann lauk upp hurðinni, sem opn-
aðist út rak hann hana nærri því í andlitið á
miðaldra konu. Hún spurði hann hvort að þetta
væru dyrnar á myndasýningarhúsinu, en hann
sagði henni, að einu dyrnar á því, sem að hann
vissi af, væru að framan. Þetta virtust vera
vonbrigði fyrir stúlkuna, sem sagðist heldur
hefði viljað fara inn um hliðardyr. Það var í
henni einhver órói. Hún var vel klædd. Hún
hafði eitt af þessum óbreytanlegu flötu and-
litum, sem engin tilfinning fær hrært, og aug-
un sýndust eins áhrifa- og líflaus, eins og í
freðnum fiski. Þegar að Sútró sagði henni að
eini inngangurinn í húsið væri að framan kom
hik á hana.
„Ég vildi ekki fara inn um fram dyrnar',
sagði hún, „ég — það er maður hérna, sem ég
þurfti að tala við — bara að tala við“.
„Þú rneinar", spurði Sútró, „einhver leik-
gestanna?“
Hún tók aftur upp sömu orðin: „Maður, sem
ég þurfti að tala við“.
Sútró var ekki á móti skapi að taka þátt í
kjörum þeirra, sem að leyndardómsfull stefnu-
mót áttu við einhverja í Cosmos. Hann leit á
hurðina aftur sem fallið hafði að stöfum sínum
á eftir honum.
„Ég held, að hurðin hafi ekki læsts. Ég skal
sjá, hvort að ég get opnað hana aftur. Þú vilt
fremur fara inn þann veginn?“
Konan sagði að hún vildi það. Sútró tókst
að opna hurðina og komast inn. Hún kom á
eftir honum og hann fylgdi henni til sætis.
Þau voru varla sest niður, þegar á þau var
stefnt björtu vasaljósi. Ein af stúlkunum, sem
til sæta leiddi, hafði orðið þeirra vör, þegar að
þau komu inn. Hún krafði þau um aðgöngu-
miða.
Sútró fékk henni sinn miða, sem hann hafði
keypt nokkru áður. „En konan þessi“, sagði
hann, „hefir ekki aðgöngumiða. Þegar að hún
sá mig fara inn þá kom hún með mér. Viltu
vera svo góð að útvega henni aðgöngumiða
fyrir sætið sem hún situr í?“
Stúlkan hafði látið ljósið leika um Sútró.
„Þú áttir ekki að fara inn um þessar dyr“,
sagði hún.
Sútró bætti hálfri krónu við verð aðgöngu-
miðans, sem að hann var að rétta stúlkunni.
„Ég veit, að ég gerði það í ógáti“, sagði
Sútró, „en þú gjörir svo vel að gleyma því“.
Stúlkan slökti á ljósinu og tók á móti skild-
ingunum af Sútró.
„Þú áttir samt sem áður ekki að fara inn um
þessar dyr“, sagði hún.
Sútró hafði varla séð stúlkuna sjálfa, en
honum fannst málrómur hennar viðfeldinn.
Þegar að hún fór frá þeim og gekk í áttina
til dyranna til þess að ná í aðgöngumiðann
handa félaga Sútró, fór hann á eftir henni.
„Eina mínútu“, sagði hann lágt.
Stúlkan sneri sér að honum, og beið.
„Það leggst í mig“, sagði hann lágt, „að þú
gætir sagt mér ýmislegt. Ef þú gjörir það þá
skaltu ekki skaðast á því“.
„Hvað áttu við?“ spurði stúlkan hljótt.
Sútró svaraði með annari spurningu.
„Hvað hefir þú verið hér lengi?“
„Um tvo mánuði. Hvað er svo meira um
það?“
„Jæja, þú hefir þá verið nógu lengi til þess
að vita, að það fer eitthvað einkennilegt hér
fram. Hérna er nafnspjaldið mitt, ef þú vildir
koma og tala við mig.
Stúlkan tók við nafnspjaldinu og leit á það.
Sneri því svo á milli fingranna.
„Ég máske gæti það“, sagði hún.
„Ég býst við að þetta sé með feldu“, sagði
hún hugsandi. „Það er ekkert gabb í sambandi
við það. Er það? Ég er ekki sú manntegund.
Sútró fullvissaði hana um, að ekkert væri
að óttast í því efni og hvatti hana til að koma
til viðtals við sig. En bað hana að minnast ekki
á samtal þeirra við neinn, og gekk aftur til
sætis síns.
Frá myndinni, sem verið var að sýna, stafaði
nokkur birta svo að Sútró gat litið í kringum
sig.
Konan, sem hjá honum settist var horfin.
Eftir örstutta stund kom stúlkan aftur með að-
göngumiðann, sem Sútró hafði keypt handa
henni.
„Kunningjakona þín er farin“, sagði hún.
„Mér þætti vænt um“, sagði Sútró lágt, „e£
þú gætir sagt mér hvert að hún fór. Það er eitt
af því, sem ég vildi að þú segðir mér“.
Sútró spurði hana að hvenær að hann mætti
vonast eftir henni, og stakk upp á að hún heim-
sækti sig þegar að myndasýningunni væri
lokið.
Hún lést verða alveg hissa.
„Hvað þá? Klukkan tólf í nótt? Ég held nú
ekki“.
„Hvernig væri þá að koma í fyrramálið?“
spurði Sútró.
Hún sagði að það væri líklegra.
Sútró beið þarna í myndasýningarhúsinu í
klukkutíma. Hljómsveitin tók saman föggur
sínar og fór, en hljómplötumúsik kom í stað-
inn. Bandarísk talmynd hátöluð og hljómskræk
var sýnd til enda og ekkert bar á konunni, sem
hann hafði hjálpað til að komast inn, eða á
byssuvörgunum, sem hurfu í gegnum tjaldið
fyrir framan leiksviðspallinn. Hann sá ekki inn
í „A“ stúkuna frá sæti sínu, en hann hafði á-
stæðu til að halda, að hún væri ekki mannlaus,
því hann hafði séð bíl Ollands standa skammí
frá varadyrnunum sem að hann fór inn um.
Coalboys, sem vanalega stjórnaði bílnum, hafði
máske farið að fá sér hressingu, eða þá að hann
var inni í húsinu að horfa á myndirnar.
Hann mintist þess að konan, sem hann hafði
hjálpað til þess að komast inn í myndasýningar
húsið, hafði verið hálf hikandi, þegar að hún
sagðist vilja finna einhvern, sem væri inni á
myndasýningunni og hafði gotið hornauga til
bíls Ollands, og honum datt í hug, að hún hefði
ætlað sér að finna manninn í „A“ stúkunni
Hann færði sig yíir að hinum vegg hússins,
þar sem að hann gat séð inn í stúkuna. Jú,
Olland var þar, en hann- var einn. Ef að hún
hafði farið til viðtals við hann þar þá var hún
farin, og hafði komist út án þess, að hann yrði
var við, í gegnum fram-dyrnar.
Sútró fór út um hliðardyrnar og gekk bak
við húsið til að virða bakpart þess fyrir sér,
því stiginn, sem hann hafði farið upp, .benti til
þess, að það væru herbergi á bak við mynda-
sýningarhúsið, og hann hélt að hann gæti feng-
ið hugmynd um stærð þeirra og lögun. Hann
gat séð bakpartinn af húsinu frá götunni þar
sem hann stóð, það var hár múrsteinsveggur
með gluggaröðum á fremur smáum. Á milli
hússins og götunnar þar sem að hann stóð var
autt pláss, og svo á milli þess auða pláss og
götunnar var hár veggur með tréhliði og upp
úr veggnum stóðu glerraðir, sem festar voru
í hann. Á tréhliðinu var lítil hurð.
Sútró var í þann veginn að snúa sér í burtu
frá þessum athugunum, þegar að hliðinu var
lokið upp og kona kom út um það og lét það
gætilega aftur á eftir sér. Svo stansaði hún og
leit upp og ofan götuna fyrir utan, frekar flótta-
lega, eins og hún vildi vera viss um, að enginn
tæki eftir að hún hefði komið út um hliðið.
Sútró skaust inn í afkima í skjóli við mynda-
sýningarhúsið og veitti henni nákvæma eftir-
tekt, því að konan var sú sama og að hann
hafði keypt aðgöngumiðann handa. Hann gaf
konunni sérstakar gætur, sökum þess, að hún
hafði verið hikandi þegar að hún kom, eins og
hún efaðist um að hún væri velkomin, en hafði
nú eftir heimsókn sína til hins dularfulla leyni-
höfðingja verið metin svo, að hún var látin
fara í gegnum leynidyr og eftir prívatstíg, sem
lá á bak við húsið.
Það hefir hlotið að vera Olland, sem hún
var að finna, hugsaði Sútró, og með því hve
þessi bakleið var henni kunn hafði hún stað-
fest hugboð hans um samband Ollands við
myndasýningarhúsið. Það var ekki þýðingar-
lítið. Sútró veitti henni eftirför. Hún fór rak-
leitt til Liverpoolstrætis-stöðvarinnar, og hon-
um tókst að komast svo nærri henni, að hann
heyrði hana segja þegar að hún bað um far-
bréf:
„Fyrsta pláss-far til Braintree“.
Braintree var næsta járnbrautarstöð við
Quantock House.
Sútró mundi eftir að Olland hafði ráðskonu,
sem hann hafði þó aldrei séð. En hann hafði
heyrt henni lýst. Hann þóttist viss um að þetta
væri hún, og að hún hefði verið að heimsækja
húsbónda sinn.
Hann nagaði sig í handarbökin út af að hafa
látið hana sleppa, án þess að spyrja hana og
hann var að því kominn að fara með sömu lest-
inni til þess að ná tali af henni.
Hann gerði sér 1 hugarlund, að hún mundi
vera bæði einföld og heimsk og að hann hefði
máske getað veitt eitthvað upp úr henni.
En þar skjátlaðist Sútró. Tækifæri hans til
að veiða nokkrar upplýsingar upp úr ráðskonu
Ollands var sáralítið eða ekkert, og Jessica
Hard yhefði getað sagt honum það, en jafnvel
hún hafði engan grun um hverslags kona að
frú Danmark var.
Bæði Jessica og Sútró fengu að reyna það,
áður en langt leið svo eftirminnilega, að þau
gleymdu því aldrei.
Þegar konan var komin inn í lestina, og
Sútró stóð og horfði á þana í gegnum lestar-
gluggana leita að sæti sínu, varð hann þess var,
að hann var ekki sá eini, sem að augun hafði á
henni. Hann tók eftir manni, sem stóð við hlið-
ina á honum og sem að hann hafði orðið var
við nærri sér, þegar að konan keypti farbréf
sitt. Sá maður var líka aú veita ráðskonu Ol-
lands eftirtekt.
Þegar konan var horfin sneri þessi maður
sér að Sútró og brosti.
„Fyrsta pláss. Hún er svo sem ekki að skera
við neglur sér“.
Sútró vissi ekki hvað hann átti að hugsa
um manninn.
„Þú átt við konuna, sem fór rétt áðan inn i
lestina?" spurði hann.
„Já“, sagði hinn. „Fylgdi henni eftir frá
Cosmos-myndasýningarhúsinu, eins og þu-
Okkur hefir ekki orðið mikið ágengt“.
„Þú veist hver hún er?“
„Ég held nú það. Það er frú Danmark og
hún kom til að heimsækja Olland", svaraði
maðurinn.
Lestin fór á stað og mennirnir fóru frá girð-
ingunni.
„Þú veist hver ég er, gjörirðu ekki? Lög-
regluþjónn. Vinn með Sargent Barnaby. Skip-
un um að líta eftir Olland og athöfnum hans.
Sútró fór með lögregluþjóninn inn í veitinga
hús og keypti honum glas af öli. Hann var á-
nægður yfir að Barnaby hefði að síðustu sann-
færst um, að það væri þess virði, að líta eftir
Olland.
„En, það er ekki líklegt, að Olland verði að
hitta á myndasýningunni nú sem stendur, að
minsta kosti“, sagði lögregluþjónninn að síð-
ustu.
Sútró spurði hvers vegna.
„Heldurðu að það sé ekki eðlilegt. Er hann
ekki á giftingartúr?“
„Á giftingartúr?" endurtók Sútró.
„Já, hann gifti sig í morgun fyrir svo sem
tveimur klukkutímum með sérstöku giftingar-
leyfisbréfi“.
13. Kapítuli
LAUNSÁTUR
Stúlkan, sem Sútró hafði talað við á Cosmo»
myndasýningarhúsinu, kom ekki til að finna
hann morguninn eftir samtal þeirra. Eftir mið-
dagsverð, þegar að hann gekk að því sem visu.
að hún myndi vera komin til verks síns í mynda
sýningarhúsinu og lítil líkindi til að hún myndi
koma, þá fór hann út og gekk eina míluna a
eftir annari, án þess að hafa nokkuð ákveði
í huga. Hann hafði hugmynd um, að hann gmt1
losnað við sitthvað af hugsanaóróanum, sem
ásótti hann, með áreynslunni.
En hugsarnirnar, sem ásóttu hann sömdu sig
eftir fótfalli hans og hreyfingum, eins og söng'
lag eftir hljómfalli. „Jessica gift Olland. Jessica
gift Olland", hljómaði aftur og aftur í huga
hans. „Jessica gift 011and“.