Lögberg - 07.09.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 07.09.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. SEPTEMBER, 1950 Úr borg og bygð Samferða Skúla Sigfússyni frá Reykjavík til Gander í fyrri viku, voru þeir Filippus Filippus son byggingameistari frá Palo Alto, Cal., er hingað kom úr heimsókn frá íslandi, og Einar E. Sæmundsson skógræktarfræð ingur og skáld úr Reykjavík, er fór til New York og þaðan til Alaska; hann er bróðir frú Sig- ríðar, ekkju séra Guðmundar Árnasonar á Oak Point, og mun væntanlegur hingað að áliðnu hausti. ☆ Veitið athygli auglýsingunni um ársþing Bandalags lúterskra kvenna, sem haldið verður í Lundarbæ; eins og starfsskráin ber með sér hefir mjög til alls undirbúnings verið vandað. ☆ Mr. Grettir Eggertson rafur- magnsverkfræðiní;ur kom heim sunnan frá Nev/ York á sunnu- daginn var, en þar hafði hann dvalið nálægt hálfsmánaðar- tíma í viðskiptaerindum. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja NOW! THE MOTOR YOU'VE ; BEEN WAITING FOR! OARD MOTOR Here is the outboard motor that gives you both mile-an-hoor trolling ond breafhlöísly; swíft jíruising! Instant starting . Virtually flood-proof .. Supreme quality . . : Completely de pendable... Sparliling performance Ifs easy to lift and a cinch to operate The secret? Mechamcally-controlled poppef valves! They said “it couldn't be done” in a two cyde motor—but MARTIN hos done it! SEE THE NEW MODELS 100 (10 h.p.) and 66 at your Martin Dealers or ask for particulars. DISTRIBUTORS: A\umford, Meplanp, IlMITED, 576 Wall St., Winnipeg - Ph. 37 187 Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Árdegismessur á ensku hefj- ast á sunnudaginn kemur, 10. sept. kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 12:15. ísl. guðsþjónusta kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 10. sept. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ☆ — Argyle Prsstakall — Sunnud. 10. sept. Brú — kl. 11 f. h. Glenboro — kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar ☆ Arborg-Riverton Prestakall 10. sept. — Framnes, messa kl. 2 e. h. — Ar’oorg, íslenzk messa kl. 8 e. h. 17. sept. — Iindusa, messa kl. 2 e. h. — Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason ísland stendur engu landi að baki á sviði framfara Rælt við Skúla Sigfússon, fyrrum fylkisþingmann í Kanada SKÚLI SIGFÚSSON, fyrrum þingmaður í St. George-fylki í Canada hefir dvalið hér á landi undanfarna mánuði, heimsótt æskustöðvar' sínar á Austfjörðum og farið víða um landið. Er hann föðurbróðir þeirra Sigfúsar kaupmanns Sveinssonar í Nes- kaupstað, Jóns Sveinssonar verzlunarmanns og frú Ólafar, konu dr. Ólafs Daníelssonar, en öll eru þau systkinin fallin frá. Skúli verður áttræður í næsta mánuði og ber aldurinn með prýði, þrátt fyrir erfitt og erilsamt ævistarf. Stjórn Þjóðræknisfélagsins hélt Skúla samsæti í fyrrakvöld, en hann er í þann veginn að hverfa héðan af landi. Stjórnaði herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, samsætinu og hélt ræðu fyrir minni heiðursgestsins, en hann svaraði og árnaði landi og þjóð allra heilla. Að loknu borðhaldi hafði frétta- ritari Vísis tal af Skúla og innti hann eftir, hvernig honum hefði litist á land og þjóð. Kvaðst Skúli hafa horfið héð- an af landi 16 ára gamall og ekki komið hingað í rösk 60 ár. „En nú er allt orðið breytt og ekkert eins og það var, nema háfjöllin. Gömlu moldarbæirnir eru horfn ir og er mér tjáð, að búið sé að mestu að byggja upp sveitirnar — aðeins sé eftir að byggja upp á sem svarar tíu af hundraði sveitabýlanna. Ræktun hefir tekið hér stórfelldum framför- um, og stendur ísland engum öðrum löndum að baki í fram- förunum, a. m. k miðað við þau skilyrði, sem fyrir hendi voru“. Hvað teljið þér að helzt megi verða hér til framfara í bún- aðinum? „Mér þykir sennilegt, að naut pening mætti bæta, með inn- flutningi erlends hreinræktaðs kyns, en nautpeningur hér er smærri en annars staðar. Inn- fluttan nautpening mætti hafa You can whip our cream, but you con't beat our milk PHONE 201 101 Modern DAIRIES LTD. MILK - CREAM - BUTTER - ICE CREAM Börn læra öryggi af þeim fullorðnu. Það er yðar skylda að skapa fagurl fordæmi með eigin hegðun. AKIÐ með enn meiri varkárni í grend við skóla, skemtigarða og leikvelli. Farið gælilega framhjá börnum á reiðhjólum. Munði að barnið, sem þér bjargið . . . gelur verið yðar eigið barn. Vitið þér að 24 börn létu lífið af slysíörum í Manitoba, en 541 meiddust árið. sem leið! PRIVINC ANP WAI.KINC Be Safety-Wíse VOUR NCXT MISTAKE . . . MAV 8t YOUR LAST Thi$ mc» nge publishcd in the public interest by the SAFETY DIVISION, TAXATION BRANCH, PROVINCE OF MANITOBA einangraðan um þriggja mán- aða skeið eða lengur, en annars er engin hætta á, að hann flytji með sér skæðar sóttir, með því að t. d. í Canada er hann undir stöðugu eftirliti dýralækna og þaðan fluttur út ti'l Bandaríkj- anna og víðar og þykir kosta- kyn. Hins vegar tel ég litlar lík- ur til, að íslenzka sauðfénaðinn megi eða eigi að kynbæta. Hann er sérstæður stofn, sem hentar íslenzkum skilyrðum betur en erlendar fjártegundir, þótt kosta meiri séu taldar. Þá þykir mér sennilegt, að hér megi rækta jarðarber eftir vild, og ennfrem- ur ýmsar aðrar berjategundir, sem ræktaðar eru í Canada. ís- lenzkur jarðvegur býr yfir ýms- um efnum, svo sem leirtegund um og málmefnum, er mætti nýta frekar en gert er, og ekki þykir mér ósennilegt, að hrafn- tinnu mætti flytja með góðum hagnaði á erlendan markað, einkum, ef hana mætti saga nið- ur í plötur til skreytingar hús- um. Er mikið magn af slíkum steintegundum flutt inn bæði til Bandaríkjanna og nokkuð til Canada og eru þær eftirsóttar. Þá mætti vafalaust rækta hér sykurrófur og fleiri nytjajurtir, sem gefið geta góða raun og gert afraksturinn fjölþættari". Teljið þér líkindi til að um þetta mætti ná samvinnu við íslendinga vestan hafs? „Ég geri ráð fyrir, að Canada- þjóðin í heild myndi sýna slík- um tilmælum fulla vinsemd, og þá að sjálfsögðu ekki sízt ís- lendingar, sem þar eru búsettir. Hér á árunum kom til tals, að korn yrði flutt óunnið frá Can- ada til íslands, en það síðan mal að hér og sent á Evrópumark- að, auk þess, sem landinu yrði séð fyrir mjölvöru. Ég tel eðli- legt, að slík samvinna tækist þannig, að báðar þjóðirnar gætu hagnast af, og yrði það íslend- ingum á marga lund til stór- aukins hagræðis“. Þér eruð sjálfir bóndi? „Ég var það, en hefi nú afhent syni mínum jörðina. Hann hefir um 200 nautgripi, en stundar auk þess akuryrkju. Við höggv- um skóginn ekki að neinu ráði, en ræktum hann heldur og hefi ég sjálfur gróðursett um 14— 15 000 trjáplöntur á heimajörð- inni síðustu árin, enda hefi ég kynnt mér trjárækt sérstaklega. Er þar um ýmsar trjátegundir að ræða, sem of langt yrði upp að telja. Er mér ánægjuefni, að mikill áhugi virðist vera fyrir skógrækt hér á landi, en þá starf semi þyrfti að efla til mikilla muna“. Þér hafið lagt gjörva hönd á margt fleira en búskap um ævina? „Víst er svo. Um 10 ára skeið var ég eftirlitsmaður með fiski- veiðum á vötnunum fyrir hönd stjórnarinnar, en ég hefi alltaf viljað vera óháður, og sagði því stöðunni lausri, þótt þar hefði getað verið um lífstíðarstarf að ræða. Ég kaus heldur búskap- inn og sjálfstæðið. Þingmaður hefi ég verið fyrir St. Georgs- fylki í 26 ár og stutt frjálslynda flokkinn að málum. Annars hefi ég verið vel látinn af andstæð- ingunum, og átti þess kost að sækja ísland heim 1930 hefði ég viljað, en ég vildi ekki verða til að vekja deilur um málið og skoraðist því undan förinni. Kvaðst ég heldur kjósa að fresta förinni, þar til ég væri þess um- kominn, að bera kostnaðinn af henni sjálfur. Árið 1936 ætlaði ég að draga mig út úr stjórn- málabaráttunni, en á mig var skorað að gefa kost á mér til framboðs árið 1940. Gerði ég það og sat á þingi til 1945, en lét þá af þingstörfum“. Þér hafið unnið nokkuð að ritstörfum? „Er saga íslendinga 1 St. George-fylki var samin, en hún er rituð á ensku, bætti ^g við hana, samkvæmt beiðni, öðru bindi, varðandi fyrstu landnem- ana og ættarskrár þeirra. Fjall- ar það bindi um árin 1887—1910. Var þetta mikið verk og erfitt, með því að flestir voru frum- byggjarnir fallnir frá, en kunn- ugleiki yngri kynslóðarinnar á ættfræðinni ekki svo sem skyldi. Reyndist þetta því tafsamt verk. Bókin var fullprentuð rétt um það bil, sem ég lagði í ferð mína hingað til lands og átti ég von á að fá hana senda mér, en af því hefir enn ekki orðið. Þá hefir allmikill tími farið til þing- starfanna, þannig að ekki hefi ég haft aðstöðu til að stunda önnur ritstörf sérstaklega, fyrr en nú á síðustu árum“. Hefir för yðar hingað til lands verið ánægjuleg? „Mér hefir verið hún til ó- blandinnar ánægju og héðan fer ég með margar hlýjar minn- ingar. Mér er óhætt að fullyrða, að við íslendingar, sem dvelj- um vestan hafs, elskum ekki að- eins heimalandið ísland, heldur engu síður þjóðina í heild og viljum mikið á okkur leggja, til þess að kennarastóll verði mynd aður í íslenzkum fræðum við háskólann í Manitoba, og þótt Staðarkirkja í Steingrímsfirði Staður í Steingrímsfirði hefir verið kirkjustaður og prestsetur frá öndverðri kristni og er svo enn. Þar var kirkja helguð Maríu og öllum heilögum. Sátu þar í kaþólskum sið jafnan tveir prestar og tveir djáknar að auki og var staðurinn ríkur af eign- um, bæði föstum og lausum. Þaðan mun hafa verið sungið á kirkjur í Kálfanesi annan hvern helgan dag og að Kirkju- bóli og að bænhúsi á Ási, en þar voru fluttar tólf messur á ári. Staðarkirkja í Steingrímsfirði er byggð árið 1855, en afhent söfnuðinum til umsjónar og fjárhalds árið 1909. Kirkja þessi er timburkirkja með járni a þaki. Fór fram mikil viðgerð á kirkjunni árið 1908. Af gripum kirkjunnar ma telja altaristöflu mjög forna og altarisklæði frá 1722. —Kirkjublaðið, 10. júlí allir íslendingar vestra séu þess ekki umkomnir að leggja fram þúsundir dollara í því augna- miði, vilja allir leggja fram fé eftir getu. Hinir, sem lagt hafa fram drýgsta skerfinn, eru jafn- framt reiðubúnir til þess að bæta við, þannig að þessi ráð- stöfun tefjist ekki að óþörfu. Ég óska að lokum þjóð minni gæfu og gengis, en ef út af ber, myndu engir frekar en íslend- ingar í Canada vera reiðubúnir til þess að styðja heimaþjóðina með ráðum og dáð“. VÍSIR, 26. ágúst SMART SHORT HAIR || FASHIONS Combined With Amazing Neiv.- VITAMIZED FLUID COLD WAVE Regular $10.00. SJC.OO Now Half Price J OIL MACHINELESS PERMANENTS Now $4'75 Open Wednesdays the Year 'Round . Evenings by Ap'pointmnit WILLA ANDERSON WILL LOOK AFTER YOU She Is Efficient and Artistic ette? lefíof BEAUTV StLON PHONE 924 137 206 TIME BUILDING, 333 Portage Ave. Corner Hargrave *<=>« ÞINGBOÐ «<=>* HIÐ TUTTUGASTA OG SJÖTTA ARSpING BANDALAGS LÚTERSKRA KVENNA verður haldið að LUNDAR, MAN. 15., 16. OG 17. SEPT. 1950 Föstudag, 15. sepl. — ÞINGSETNING — kl. 2 e. h. STARFSFUNDUR til kl. 6 e. h. Fundur kl. 8 e. h. Skemliskrá: ERINDI: MRS. O. STEPENSON ERINDI: — Ágrip af sögu Álftavatnsbygðar MISS SALOME HALLDÖRSON Laugardag, 16. sept. — STARFSFUNDUR — kl. 9.30 til kl. 12 STARFSFUNDUR — kl. 2 til 3 e. h. HANNYRÐSÝNING — kl. 3 til 4 STARFSFUNDUR — kl. 4 til 6 Fundur kL 8 e. h. — SKEMTISKRÁ: — “MY IMPRESSIONS OF ICELAND” MRS. V. J. EYLANDS “OUR LAMP” MRS. H G. HENRICKSON Sunnudag, 17. sept. — GUÐSÞJÓNUSTA KL. 2 E. H. Vandað söngprógram hefur verið undirbúið af bygðar- fólki. — CHARTERED BUS fer frá Fyrstu lútersku kirkju, Victor St., Wpg., kl. 9.15 að morgni fösludags. 15. septeber. FJÖLA GRAY, Forseti

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.