Lögberg - 05.10.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.10.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓBER, 1950 5 ÁIÍIJ6AM/ÍL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON BRAUTIN, Deild Kvennasambandsins, VII. ár 1950 Ritstjóri: MRS. S. E. BJÖRNSSON Sjöunda hefti af ársriti hins Sameinaða kirkjufélags íslend- inga í Norður-Ameríku, Brautin. barst mér nýlega í hendur. Kvennasambandið á deild í rit- inu sem jafnan hefir flutt fjöl- breytt efni og fróðlegt. Fyrsti ritstjóri þessarar deildar var Guðrún H. Finnsdóttir skáld- kona, en að henni látinni, Marja Björnsson. Bróðurhlutann af efni Kvenna deildarinnar þetta ár hefir Sveinn E. Björnsson læknir og skáld, lagt til: Þýðingar kvæð- anna, „Uppskeruhátíð“ eftir E. Pauline Johnson, og „Hanna gamla“ eftir Alexander Mc Lachlan. Þá hefir hann þýtt á- gæta grein um Elizabeth Black- well, sem fyrst kvenna útskrif- aðist í læknisfræði í Ameríku og ruddi kynsystrum sínum braut inn á starfssvið heilsufræðinnar. Aðra lærdómsríka grein hefir hann valið og þýtt, „Hvernig öðl- ast má sönnust lífsverðmæti“. Elinborg Lárusdóttir, skáld- kona, skrifar um barnavinafé- lagið „Sumargjöf“ í Reykjavík, tilgang þess og starfsemi. Guð- rún Hallson á prýðilega grein í ritinu „Hjálparstarfsemin“. Bendir hún réttilega á, að um- bótalöggjöfin, svo sem ellistyrks, ekknastyrks, atvinnuleysislög- gjöfin o. s. frv. eigi rót sína að rekja til hjálparstarfsemi kven- félaganna og annara líknarfé- laga.“ Öll umbótaklöggjöf, sem hefir bætt kjör einstaklings og fjöldans svo óumræðilega mikið síðustu 25 árin voru í fyrstu fagrar hugsjónir manna og kvenna, sem höfðu það hjarta- lag, að geta fundið til með þeim, sem nauðulega voru staddir, sem höfðu þá sannfæringu, að eitt- hvað væri hægt að gera til þess að bæta úr raunum þeirra, og þann viljakraft að sjá málinu borgið“. Vegna mikils og giftudrjúgs starfs í þágu Kvennasambands- ins, hafa þrjár konur verið kjörn ar heiðursfélagar þess: Mrs. Ásta Straumfjörð Sigurðsson: Sigurrós Vidal, hjúkrunarkona °g Hlaðgerður Kristjánsson. Um þessar konur eru hlýjar greinar eftir, Björgu Björnsson, Guð- rúnu Skaptason og Marju Björns son. Séra E. J. Melan skrifar fallega afmæliskveðju til Mrs. Ólínu Benson og minningargrein nm Mrs. Snjólaugu Sigurbjörns- son. Marja Björnsson skýrir frá h'knarstarfi Unitarian Service Committee of Canada, sem er orðið afarvíðtækt síðan það var stofnað 1945. Skýrslan frá Win- ^ipeg-deildinni sýnir að á þessu ári hafa safnast 38,290 pund af fötum, sem send hafa verið til Evrópu, og er það meira en frá fiokkurri annari deild í Canada. Auk þess er safnað fé, sér- staklega til hjálpar sjúkum hörnum í Evrópulöndunum. Hefir deildin í Winnipeg safn- ah 31 þúsundi dollara á þessum hmm árum. Dr. Lotta Hitsch- ^anova segir í ársskýrslu sinni: ”Hversu mikil vinna, trúmenska °§ fórnarlund er á bak við þær ^ölur, sem hér hafa verið taldar, vÚa einungis þeir, sem setja sig í hvað hér er að gerast“. »Mannlífsmyndir“, eru kaflar bréfum, sem borist hafa frá Peim, sem notið hafa styrks úr Pessum líknarsjóði U. S. C. of anada. Hefir S. E. Björnsson laeknir þýtt þá. Naest er skýrsla um 23. ársþing ambands Kvenfélaganna eftir °rseta þess, Marju Björnsson. Síðast en ekki sízt, ber að ^jinnast erindis, „Til hinna 0 dnu“ eftir Guðrúnu H. Finns- dóttur, skáldkonu, þótt sú grein sé að vísu ekki í Kvennadeild- inni. Erindi þetta fjallar um ís- lenzk þjóðræknismál og var flutt að Lundar 1942. Ritgerðin er frábærlega rökföst, innviða- styrk og fáguð í stíl; slíkri hug- vekju er holt að kynnast. ☆ Blaðaummæli um komu íslendinga. í tilefni þess að í næstu viku verða rétt 75 ár liðin síðan fyrsti íslenzki innflytjendahópur inn ko*m til Winnipeg, þykir ekki úr vegi að birta það, sem þá var um þá sagt í dagblaði Winnipegborgar, „Free Press“. Ekki er seinni greinin með öllu rétt, því hér í borginni dvaldi þessi hópur í nokkra daga, og ein eða tvær fjölskyld1 ur urðu hér eftir ásamt mörgu einhleypu fólki, og varð það vís- irinn að íslenzkri byggð í Winni- peg- Á fimtudaginn, 12. okt., verð- ur landgöngu Islendinga í Win- nipeg minst með vandaðri sam- komu í Fyrstu lútersku kirkju. Aðal-ræðumaður þar verður Hannes Kjartansson, ræðismað- ur Islands í New York. Hátíðahald þetta er undir um- sjón Þjóðræknisfélagsins. ☆ OUR ICELANDIC COLONISTS The Grand Forks Plaindealer speaks thus of our Icelandic Colonists: „The Icelanders that went down on the last trip of the Internatioanl are the best and neatest appearing batch of emigrants that have gone down tþe river into Manitoba this season.“—Free Press 11 Oct. 1875 THE ICELANDERS The first instalment of these people arrived on the Interna- tional last evening. There are in all 285 souls, in which number is included 216 adults, 60 fam- ilies, and 80 men. They are smart looking, intelligent, and excel- lent people, and are a most val- uable acquisition to the popula- tion of our province. The Icelandic experience, supple- mented with some experience with our mode of life, is quite sufficient to give them that peculiar off-hand manner of overcoming obstacles, and an energy of character, which will ensure their success here, and make their settlement, in a very few years, one of the best in the Province. This pioneer party rendezvoused at Toronto, and are principally from Ontario; they were joined en route by about a dozen from Wisconsin. They will leave tomorrow for their reserve on Lake Winnipeg, where they will immediately engage in the erection of a vill- age, which will doubtless be the nucleus of a future large town and which will be a sort of a depot, or headquarters, for the thousands of their countrymen who will join them next season. Rev. Mr. Taylor, their indefat- igable leader, has determined to take up his abode with them, in their new home, and deserves, not only at the hands of his new flock, but at the hands of the Province at large, the great- est credit for his energy and devotion in bringing about the settlement of these excellent people in our Province. It is understood that the Dom- inion Government are to make an advance to the Icelanders, to assist them in settling them- selves. In the meantime the Hudson’s Bay Company are their purveyors.“ —Free Press, Oct. 12, 1875. Landnámshátíð 1950 Eftir H. THORGRÍMSSON Svo sem kunnugt er verða í haust liðin sjötíu og fimm ár frá stofnun íslenzku nýlendunnar á Gimli. Þessi atburður markar stór tímamót í sögu okkar hér í fylki og mun flestum þjóðræknum Vestur-íslendingum hafa fundist það sjálfsagt að minnast hans á viðeigandi hátt. Víst er um það, að Þjóðræknisfélagið tók málið á dagskrá í fyrra og skipaði nefnd til þess að athuga, hvernig því yrði bezt borgið. Þá hafði þetta tilvonandi afmæli auðvitað ekki farið framhjá Ný-íslendingum sjálfum; en auk þess höfðu blöðin, bæði hér og á íslandi haldið málinu vakandi og hvatt til þess að hátíðahöld færu fram á Gimli á þessu sumri. Fyrstu framkvæmdirnar í hátíðamálinu munu þó hafa komið frá íslendingadagsnefndinni, en hún er skipuð ellefu mönnum frá Wpg. og fjórum frá Gimli. Á fundi, sem þessi nefnd hélt seint á hausti 1949, var afráðið að leita sam- vinnu við Lýðveldishátíðarnefndina í Norður- Nýja-Islandi og var Gimli-mönnum falið að semja við norðanmenn. Þetta tókst vonum betur og var afráðið að hætta við Is- lendingadaginn og Lýðveldishátíðina þetta ár en halda sjötíu og fimm ára landnámshátíð á Gimli 6. og 7. ágúst 1950. Þegar hér var komið voru kosnir fjórir menn frá Winnipeg, tveir frá Gimli, sex frá Norður Nýja-íslandi og einn frá Selkirk og skyldu þeir standa fyrir undirbún- ingi hátíðarinnar með hjálp Islendingadags- og Lýðveldis- hátíðarnefndanna. Forseti Islendingadagsnefndarinnar, séra Valdimar J. Eylands, var kosinn formaður hátíðarnefndar- innar og tók hún til starfa upp úr síðustu áramótum. Allir fundir voru haldnir á Gimli og var samvinnan hin bezta og spáir góðu fyrir framtíðina. Hátíðahöldin hófust, með guðsþjónustu, kl. 2 e. h., sunnudaginn, 6. ágúst, í skautaskáia Gimli-bæjar. Var þar samankominn mikill mannfjöldi. Þessari mikilfenglegu at- höfn stjórnaði séra Valdimar J. Eylands. Las hann tvo Ritningarkafla, Jes. 40:1—9 og Matt. 5:1—9, og flutti bæn. Ræður fluttu þeir séra Rúnólfur Marteinsson, D.D., á ís- lenzku, og séra Philip M. Pétursson, á ensku. Fjórir sálmar voru sungnir: „I fornöld á jörðu“, „Faðir andanna“, „God of our Fathers“, „Our God, our help in Ages Past“. Við þetta tækifæri söng blandaður kór frá Norður-Nýja-Islandi, undir stjórn Jóhannesar Pálssonar frá Geysi. Auk sálm- anna söng þessi flokkur hátíðarsöng, „O send Thy Light“. Um kl. tvö eftir hádegi næsta dag hófust hátíðahöldin á ný með skrúðgöngu til skemtigarðsins frá járnbrautar- stöðinni á Gimli. Hljómsveitin „La Verendrye“ frá St. Boni- face gekk fyrir en þar næst kom Fjallkona dagsins og hirð- meyjar hennar í fagurlega skreyttum bíl, en í kjölfar hans skriðu ótal farartæki sömu tegundar. Þegar í garðinn kom var Fjallkonan leidd til hásætis og setti þá séra V. J. Ey- lands, forseti dagsins, hátíðina og fylgdi þá skemtiskrá, sem stóð yfir á fjórða klukkutíma. Að lokinni skemtiskrá var gengið að minnisvarða landnemanna, sem stendur skamt frá skemtigarðinum, og lagði Fjallkonan blómsveig á varð- ann, svo sem siður er til á Islendingadögum. Nú varð nokk- urt hlé, en í rökkrinu kom fólk aftur saman og skemti sér við að syngja ýms uppáhalds lög ensk og íslenzk, undir stjórn Páls Bardal þingmanns. Klukkan níu byrjaði dans- inn og þegar dimt var orðið voru sýndar íslenzkar kvik- myndir undir beru lofti og mæltist þetta nýbrigði vel fyrir, einkanlega hjá eldra fólki sem ekki gat eða vildi dansa. Eftir því sem næst verður komist, sóttu um fimm þús- und manns þessa miklu hátíð. Fjallkona dagsins var frú Steinunn Somerville en hirð- meyjar þær Margaret Stefanía Anderson og Esther Hilda Stevens og eru þær allar afkomendur fyrstu landnáms- manna N. íslands. Fjallkonan sómdi sér ágætlega og flutti ávarp sitt vel og sköruglega. Fulltrúi íslands á hátíðinni var Pálmi Hannesson, rektor Mentaskólans í Reykjavík. Hann flutti fagrar kveðjur frá ættlandinu og var öll hans framkoma mjög lofuð af þeim sem til hans heyrðu. Ýmsir aðrir fluttu einnig kveðjur svo sem Grettir L. Jóhannsson, ræðismaður; Douglas Campbell, forsætisráðherra Manitobafylkis; Garnet Coulter, borgar- stjóri í Winnipeg; Barney Egilson, bæjarstjóri á Gimli; Sigurður Vopnfjörð, oddviti Bifrastarsveitar; W. E. Gordon, bæjarstjóri í Selkirk. Aðalræður dagsins fluttu þeir prófessorarnir Thorberg- ur Thorvaldson og Skúli Johnson. Thorbergur mælti á ís- lenzku fyrir minni landnemanna, en Skúli á ensku og nefndi erindi sitt „Our Heritage“. Báðar ræðurnar voru vel hugs- aðar og vel samdar, sem við var að búast. Fimm skáld fluttu kvæði og voru það: Þ. Þ. Þorsteinsson, „Minni Landnem- anna“; E. P. Jónsson, „Hugsað til Islands“; G. O. Einarsson, „Landnemaljóð“; Frank Olson, „Willow Point“ og Albert Halldorson, „A Toast to Canada“. Kvæði Þ. Þ. Þ. má óefað skipa í flokk með Sandy Bar Guttorms og beztu kvæðum Stephans G., þeirrar tegundar. Kvæði Einars túlkaði fagur- lega tilfinningar íslenzku útlaganna til ættlands síns enda hafa ekki aðrir hér þýðlegar um þá strengi strokið. Söngflokkur Nýja-íslands undir stjórn Jóhannesar Páls- sonar frá Geysi söng þarna mörg lög af mestu snild og sögðu þeir sem vit hafa á, að sjaldan hafi blandaður kór sungið betur á útisamkomum á þessum slóðum. Þá skemti þau lög, sem hann fór með og er raddmaður mikill. Þessari miklu landnámshátíð stjórnaði séra Valdimar J. Eylands af skörungsskap og lipurð sem ekki er á allra færi. Víst er um það að landnámshátíð þessi tókst ágætlega og varð forstöðunefndinni og öðrum, sem að henni stóðu, til stórsóma. Hitt er annað mál að hún hefði gjarnan mátt vera margbreyttari. Til dæmis hefði farið vel á því að sýna eftir- einnig Ólafur N. Kárdal með einsöng og túlkaði hann vel líkingu af fyrstu bjálkakofum landnemanna, sýnishorn af innanhússmúnum, landbúnaðarverkfærum o. s. frv. Fyrir- myndina var ekki langt að sækja. Hana þekktu allir sem sóttu 60 ára landnámshátíð Lundar- og Grunnavatnsbyggða sem haldin var 6. júlí, 1947. Sameiningin Finnbogi Hjálmarsson 90 ára (AFMÆLISVÍ SUR) Gamli vinur, gefðu hljóð, gel ég þér í tómi vœngjastýft og láfleygt Ijóð, — lag með haustsins rómi. Það er ekki um það að fást, — þetta hlýðir aldri; útför blóma dldrei brást undir fanna valdi. Nú eru fölnuð blöð á björk blása haustsins vindar, skrauti rúin skelfur mörk skauta hvítu tindar. Ýmsum verður ellin þung yzt á tímans bárum; sálin þín er ennþá ung undir hvítum hárum. Við sagnabrot þú sazt í ró — samtíð gleymt og fargað; þú hefir ýmsu undan éjó upp á fjörur bjargað. Sumir Ijóða sitja dóm sumar bœði og vetur; þú gazt metið muna-blóm mörgum lærðum betur. Aldrei sástu svíkja lit — sanngifninni að bjarga, greindin þín og glöggskygnt vit gaf þér vini marga. Líttu heill, og hress í önd hlýr í sál og muna. Flýt þér ekki að Furðuströnd. Fleygri stund skal una. JÓN JÓNATANSSON. SvaðiJför suður við heimskaut Framhald af bls. 4 hans farið kl. 8 að morgni þessa dags, 29. janúar, en Mawson kom að vörðunni kl. 2, — eða sex tímum síðar. Hann hrestist dálítið við að fá betri mat. Hér var skriðjöklin- um tekið að halla niður að ströndinni og ísinn var háll. Hann settist á sleðann og lét vindinn bera sig. Þannig komst hann yfir 20 kílómetra, en upp götvaði þá, að hann var á rangri leið. Næsta dag var hann veður- teptur á ný. Að morgni 1. febrúar var versta veður, hvassviðri og hríð. Seint um daginn birti þó til og Mawson gat eygt næsta forða- búr. Kl. 7 síðdegis þann dag náði hann þangað. Þar höfðu félagar hans útbúið skýli með því að höggva holu í ísinn, og skilið eftir matvæli og áhöld, meðal annars þrjár appelsínur og dós með niðursoðnum ávöxtum. Eft- ir þessu var birgðarskipið kom- ið! Hann lagði þegar af stað til aðalstöðvanna undan brekkunni, en bylur skall á enn á ný og hann varð að hverfa aftur og setjast að í skýlinu. — Hríðin hélzt í heila viku. Hinn 8 febrúar batnaði veðrið og hann gat hald- ið áfram. Nú sá hann loks til hafs. Augu hans leituðu ákaft um allan fló- ann eftir birgðaskipinu. Allt í einu kom hann auga á dökkan blett úti við sjóndeildarhring- inn. Það var skipið á leið til hafs! Hafði flokkurinn yfirgef.'ð hann, skilið hann einan eftir til að deyja? Hann hélt áfram, — og kom brátt auga á menn! Það voru nú liðnir 33 dagar síðan hann hafði séð menn. Hann veifaði. Þeir veifuðu líka og komu hlapandi á móti honum. Þeir reyndu að kalla skipið upp með loftskeytatækjum sín- um og segja því að koma aftur. Það tókst, en skipið gat ekki komizt að landinu vegna íss og óveðurs. Að lokum varð skipið að sigla burt, og kom ekki aftur fyrr en í desember. Þannig komst Mawson til fé- laga sinna, 91 degi eftir að hann hafði ásamt þeim Mertz og Ninnis lagt í þessa eftirminni- legu ferð, 28 dögum síðar en gert hafði verið ráð fyrir að þeir komu til baka í síðasta lagi cg 33 dögum eftir að Mertz dó. Hann var gersamlega þrotinn að kröftum, grindhoraður, allur í sárum og fleiðrum. En hann var að líkamsbyggingu mjög hraust- ur maður, og hresstist furðulega fljótt. Nú fór vetur í hönd. Þeir voru 5 félagarnir, sem dvöldust þenna vetur með Mawson á hinum eyði lega stað: 4 úrvals menn úr leið- angrinum, sem boðist höfðu til þess að verða eftir og gera til- raun til þess að finna þá þrem- enningana lífs eða liðna, og einn lofskeytamaður. Þeir fundu sér ýmislegt til að hafa fyrir stafni og leið vel. Skipið kom eftir þeim í desember það ár og til Ástralíu komust þeir 26. febrúar 1914. Mawson var sleginn til ridd- ara af Englandskonungi það ár og tók þátt í fyrri heimsstyrjöld- inni við hinn bezta orðstír. Að styrjöldinni lokinni tók hann upp fyrra starf sitt við háskól- ann í Adelaide. Hann er enn á lífi þar og hefur verið sýndur mjög mikill heiður af vísinda- félögum í Ástralíu, Englandi, Frakklandi, ítalíu, og Banda- ríkjunum. —Alþbl. Mo/temT-LessMom Here is a big, stordy, and lower-priced furnace — made to deliver more heat from less fuel — more efficient, radiates faster. One piece radiator cannot possibly leak dust, fumes or gas. 18" all-steel furnace with casing only $117 and up For details and free estimates write us or a Gilson dealer. Distributors: a (Standard Importing & Sales) 78 PRINCESS ST. 9851 JASPER AVE. WINNIPEG, MAN. EDMONTON. ALTA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.