Lögberg - 05.10.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
U«"*e
i^Ot«4 c««
cTS
Þa'u' f-o* st
Gt
A Completo
Cleaninct
Instiíuiior:
PHONE 21 374
S°XÁ
U^e
p(i^eT
a cteaT
*íoB’ ’a
Cleaning
ínsiitution
63. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓBER, 1950
NÚMER 40
Dr. J. B. Rollit aðstoðarmaður Dr. Gillsons forseta Manitoba-
háskólans, og Dr. Alexander Jóhannesson rektor háskóla íslands
og víðkunnur fræðimaður.
Heimsókn þjóðkunns fræði-
manns, er seint mun gleymast
Vinsamleg tilmæli
Km hirm fyrirhugaða kenslustól í íslenzku og íslenzk-
um fræðum við Manitobaháskólann, hefir verið næsta hljóii
upp á síðkasíið, að minsta kosti hvað íslenzku vikublöðin
áhrærir; þó væri það fjarri sanni, að halda því fram, að
unnendur málsins, sem eru margir, hafi sofið á verðinum,
því mikið hefir unnist á, og skal slíkt að makleikum melið.
Við komu dr. Alexanders Jóhannessonar, rektcrs við
háskóla íslands, hefir aí skiljanlegum ástæðum vaknað nýr
áhugi fyrir framgangi málsins því svo fagurlega útlistaði
hann tilgang þess og menningarlega nauðsyn; hann kom, sá
og sigraði.
Nú er svo komið, að forustumenn Maniiobaháskólans
hafa lýst yfir því, að eins fljótí og því verði við komið, eftir
að 150 þúsundir dollara hafi safnast í sjóðinn, verði prófes-
sorsembælti komið á fót, íslenzkum menningarerfðum til
haftís og trausis í þessu landi, en með því hefir þá fegursti
draumur Vestur-íslendinga rætzt.
Enn vaniar sjö þúsund dollara upp á, að áminstri lág-
marksupphæð verði náð, en slíkt má ekki, úr þessu, dragast
á langinn; það eru þess vegna vinsamleg tiimæli f jársöfnun-
arnefndarinnar, að nú verði brugðist skjótt við, þannig að
áminst uppjhæð verði komin í hendur forsiöðunefndarinnar
þann 12. yfirsíandandi mánaðar, en þá verða liðin 75 ár frá
þeim tíma, er hinir fyrstu, íslenzku frumherjar siigu á land
í þessari borg og festu hér rætur; verður þessa söguríka at-
burðar minst með fljölbreyiiri skemlisamkomu í Fyrstu
lútersku kirkju fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins.
Mikið og ógleymanlegi ánægjuefni yrði forstöðuneínd
kenslustólsmálsins það, ef hún gæti skýrt frá því á áminstri
minningarsamkomu um landnámið í Winnipeg, að þá hefði
lágmarki f jársöfnunarinnar verið náð.
Verum samtaka um að varðveita helgidóma hinnar is-
lenzku þjóðmenningar, lunguna og bókmentirnar.
Fjárhæðirnar sendist annaðhvort til formanns fjár-
söfnunarnefndar, DR. P. H. T. THORLAKSON, Winnipeg
Clinic, Vaughan and St. Mary's, eða skrifara, MARGRÉTAR
PÉTURSSON, 45 Home Street, Winnipeg.
Það mun jafnan til meirihátt-
ar viðburða teljast í menningar-
sögu okkar Vestur-Islendinga,
er rektor háskóla íslands, dr.
Alexander Jóhannesson nýver-
ið sótti okkur heim; og þó við-
dvöl hans yrði drjúgum
skemmri, en flestir myndu hafa
kosið, varð hún þó engu að síð-
ur lærdómsrík og líkleg til fram
búðaráhrifa; það er ekki ein-
asta að dr. Alexander sé djúp-
skygn fræðimaður, heldur er
hann og valmenni, er ann ís-
lenzkri tungu og þjóðmenningu
hugástum, enda báru ræður
hans þess fagran vott, að á bak
við orðin stæði persónuleiki
sannmentaðs manns, er fæddur
væri til forustu um fræðslustörf;
að hann væri mikill og hjarta-
hlýr kennari, blandaðist víst fá-
um hugur um er á hann hlýddu.
Dr. Alexander dvaldi aðeins
hér í borg í liðugan vikutíma,
og var eins og vænta mátti, önn-
um kafinn dag út og dag inn;
hann átti margar og ítarlegar
viðræður við forustumenn Mani-
tobaháskólans varaðandi stofn-
un hins væntanlega kenslustóls
í íslenzku og íslenzkum fræðum
við þá miklu og vaxandi menta-
stofnun, bæði hvað viðvék skipu
lagningu kenslunnar og vali pró-
fessors; má víst telja, að viðræð-
urnar hafi í öllum megin atrið-
um borið tilætlaðan og æskileg-
an árangur.
Manitobaháskólinn var heppinn
í vali, að eiga þess kost, að ráð-
faera sig við jafn lærðan og vitr-
an mann sem dr. Alexander er í
tilefni af skipulagningu hinnar
fyrirhuguðu, íslenzku kenslu-
deildar, og þá var; það vitaskuld
ekkert smáræðis fagnaðarefni
fyrir þá íslendinga hér í álfu, er
unnið hafa að framgangi þessa
niikilvæga menningarmáls. —
Dr. Alexander flutti snjalla og
áhrifamikla ræðu fyrir fjöl-
nienni úr nemendahópi Mani-
tobaháskólans um efni bókar
sinnar Origin of Language —
uppruni mannlegs máls, er vakti
feikna athygli; seinna efndu for-
ustumenn háskólans til veglegs
heiðurssamsætis við hann í sal-
arkynnum Fort Garry hótelsins,
er nokkrum íslendingum var
boðið til, og flutti hann þar
einnig stórfróðlega ræðu.
Á föstudagskvöldið var efndi
^jóðræknisfélag íslendinga í
Vesturheimi til veizlu í virðing-
arskyni við hinn* ágæta og kær-
^omna gest, er fór um alt hið
ezta fram. Forseti Þjóðræknis-
félagsins, séra Philip M. Péturs-
son, hafði veizlustjórn með hönd
um. Dr. Rúnólfur Marteinsson
flutti borðbæn. Dr. P. H. T.
Thorlakson, formaður fjársöfn-
unar- og kenslustólsnefndar,
skýrði viðhorf málsins og þakk-
aði meðnefndarmönnum sínum
ágæta samvinnu. Einar P. Jóns-
son kynti heiðursgestinn og
mintist með nokkrum orðum
hans margþætta menningar-
starfs. Frú Elma Gíslason skemti
með yndislegum söng, en við
hljóðfærið var Gunnar Erlends-
son; þá flutti heiðursgesturinn
innblásna og stórhrífandi ræðu
um höfuðkosti íslenzkrar menn-
ngar, og fangvídd íslenzkrar
tungu; dáði hanp mjög helgi
ljóðsins og hið sérstæða form
þess; ræðan var ekki löng, en
þeim mun fegurri og mergjaðri;
að henni lokinni, þakkaði W. J.
Lindal dómari heiðursgestinum
fyrir komuna, fræðsluna og
þann þjóðernislega styrk, er
ræða hans hefði veitt.
Ánægjulegt var það, að Ás-
mundur P. Jóhannsson, sá er
grundvöllinn lagði að fram- ^
kvæmd kenslustólshugmyndar-
innar, skyldi vera viðstaddur
þennan mannfagnað ásamt frú
sinni, en Ásmundur hefir, eins
og vitað er, átt við langvarandi
vanheilsu að stríða;. en þegar ís-
lenzk málefni eiga í hlut, halda
honum engin bönd.
Grettir L. Jóhannsson ræðis-
maður og frú, höfðu dagverð^r-
boð á Fort Garry hótelinu til’.
heiðurs við dr. Alexander; eru
ávarpsorð Grettis birt á öðrum
stað hér í blaðinu; ríkti þar andi
hinnar sönnu gestrisni þar, sem
allir voru eins og heima hjá sér.
Dr. Alexander lýsti í fáum, en
fögrum dráttum, helztu verk-
efnum hins væntanlega prófes-
sors í íslenzku við Manitobahá-
skólann eins og hann hafði hugs-
að sér þau, og laut eitt atriðið
að útgáfn safnrits um íslenzk-
ar bókmentir hliðstætt við Is-
landica, sem dr. Halldór Her-
mannsson hefir áratugum sam-
an safnað til og gefið út; að lok-
um mælti Einar P. Jónsson
nokkur orð, þakkaði heiðurs-
gestinum komuna og árnaði
honum góðs brautargengis.
Nýting
uppskeru tefst
Vegna óhagstæðs tíðarfars,
hefir nýting uppskerunnar vest-
anlands tafist til muna og korn-
tegundir rýrnað að verðgildi; þó
er nú staðhæft, að No. 4 Nort-
hern hveiti verði hæft til mölun-
ar; tegundir þar fyrir neðan
verða aðeins notaðar til skepnu-
fóðurs.
ÁVARP
G. L. Jóhannssonar
ræðismanns
til dr. Alexanders Jóhannes-
sonar rektors í hádegisboði,
er ræðismannshjónin héldu
honum og álitlegum hópi
annara vinu í Fort Garry
hóteli á sunnudaginn var.
Dr. Alexander Jóhannesson
rektor háskóla íslands,
Kæri herra!
MÉR ÞYKIR persónulega mikið
fyrir því, að hafa ekki átt
þess kost, að eyða með þér
nokkrum stundum, kynnast þér
nánar og ræða eitthvað við þig
um áhugamál okkar Vestur-
íslendinga, svo sem um stofnun
kenslustólsins í íslenzkum fræð-
pm við Manitoba háskólann, og
með hvaða hætti bezt mætti
styrkja bræðraböndin milli ís-
lendinga austan hafs og vestan;
ég fann til þess, og slíkt hið
sama munu fleiri hafa gert er
hlýddu á þína sfórfróðlegu og
afar snjöllu ræðu á föstudags-
kveldið, hve mikil styrkur okkur
er af slíkri fræðslu og hve á-
þreifanlega hún treystir þá
menningarlegu brú, er tengja
skal saman stofninn begja meg-
in hins breiða hafs.
Við finnum til þess hve mikð
lán það var okkur, að þú skyldir
verða fyrir valinu, sem sá mað-
urinn, er sakir sérþekkingar
þinnar og reynslu, mundi verða
okkur hollráðastur, varðandi val
prófessors í hið fyrirhugaða em-
bætti við háskóla þessa fylkis,
ásamt leiðbeiningum þínum við
skipulagningu hinnar fyrirhug-
uðu kensludeildar; okkur er það
ljóst hve mikið veltur á, að und-
irstaðan rétt sé fundin.
Mikið fagnaðarefni hefði það
orðið okkur og mikill þjóðrækn-
islegur gróði, ef ástæður hefðu
leyft að hið dásamlega erindi
þitt um íslenzka málsmenningu
og íslenzka ljóðagerð hefði bor-
ist af vörum þínum til allra
hinna íslenzku bygða hér í álfu,
þó víst sé að gróðinn af slíku
hefði orðið einhilða, okkur
Vestur-lslendingum einum í vil;
en ég er þess fullviss að árangur-
inn af komu þinni verði mikill-
vægur og varanlegur þó dvölin
yrði eigi lengri en raun varð á.
Þú hefur með löngu, göfugu og
áhrifamiklu æfistarfi, opnað
aygu okkar flestum mönnum
fremur fyrir ódauðlegum vprð-
mætum vors ástkæra móður-
máls, sem við hér vestra, fáir og
dreifðir, viljum standa vörð um
í lengstu lög; það er holt fynr
okkur og örvandi, að fá í heim-
sókn slíka menn sem þig, sem
lýsa frá sér sem brennandi vitar.
Eg er sannfærður um, að þú, þeg-
ar heim kemur, hugsar hlýtt til
okkar, þó viðdvölin væri eigi
Hannes Kjariansson
ræðismaður
Flytur ræðu hér
í borg
Eins og vikið var að í síðasta
blaði, er ræðismaður Islands í
New York, væntanlegur hingað
til borgarinnar á næstunni, flyt-
ur ræðu og skilar kveðju frá
ríkisstjórn Islands á samkomu,
■sem haldin verður í Fyrstu lút-
ersku kirkju þann 12. þ. m. í
minningu um 75 ára landnám
íslendinga í Winnipeg. Hannes
ræðismaður hefir eigi fyr hing-
að komið, hann er hæfileika-
maður mikill og höfðingi í lund; í
för með honum verður hin glæsi
lega kona hans, Elín Jónasdóttir
prests Sigurðssonar, en hún er
vinmörg hér um slóðir. Lögberg
fagnar komu þessara góðu gesta
og býður þá velkomna, og treyst
ir því jafnframt, að heimsóknin
verði þeim til ánægju.
Skemtiskrá er auglýst á öðr-
um stað hér í blaðinu og er að-
gangur að samkomunni ókeypis.
löng og sendir okkur orð, er
styrkja okkur að mun í barátt-
unni fyrir sameiginlegum erfð-
um, tungunni og bókmentunum.
Konan mín og ég undirbjugg-
um þennan fámenna dagverð í
þeim tilgangi að verða aðnjót-
andi, þó eigi væri nema svo að
segja í nokkur augnablik, nær-
veru þinnar og fræðslu; því mið-
ur gat faðir minn ekki verið hér
í dag, en hann er hér í anda,
þakkar þér komuna og drengi-
legt æfistarf þitt í þágu íslenzkr-
ar menningar og þjóðarinnar
norður í Atlandshafi, sem við
svo einlæglega unnum.
Þeir gestir aðrir, sem hér eru
viðstaddir hafa allir lagt á sig
mikið og óeigingjarnt starf í
þágu háskólamálsins okkar;
þetta starf er unnið í fullri ein-
ingu með það takmark eitt
framundan, að reisa íslenzkri
tungu og bókmenningu það
virki, er standi af sér storma
komandi alda.
Svo þökkum við hjónin þér
innilega fyrir komuna og árnum
þér heillar heimkomu til sifja-
liðs og ættlands.
Guð blessi þig æfinlega.
Suður-Kórea
frelsuð
Á sunnudaginn lýsti General
MacArthur því yfir, að Suður-
Kórea hefði verið frelsuð úr
ránsklóm kommúnista, að hin
löglega stjórn landsins væri kom
in aftur til hinnar fornu höfuð-
borgar, Seoul, og að síðustu
leyfar Norður-Kóreu hersins
hefðu verið hraktar inn yfir sín
eigin landamæri; skoraði hann
jafnframt í útvarpsræðu á stjórn
Norður-Kóreu, að gefast skil-
yrðislaust upp, en við því hefir
svar enn eigi fengist. Hersveitir
Suður-Kóreu lýðveldisins eru
komnar yfir fimmtíu mílur inn
í norðurlandið, og tjást eigi
munu linna sókn fyrri en kom-
ið verða að landamærum Man-
sjúríu.
Brezk stjórnarvöld eru því
meðmælt, að öll Kórea verði
sameinuð í eitt ríki undir eftir-
liti sameinuðu þjóðanna, og er
svo að sjá, sem mikill fjöldi
annara þjóða líti sömu augum
á málið.
Mr. Magnús Pétursson frá
Gladstone, Man., hefir dvalið í
borginni nokkra undanfarna
daga.
Fjölsótt’
guðsþjónusta
Hin sameiginlega guðsþjón-
usta í Fyrstu lútersku kirkju
síaðstliðinn sunnudag var afar
fjölmenn. Báðir söngflokkar
kirkjunnar tóku þátt í söngnum
undir stjórn Mrs. E. ísfeld. Mrs.
Pearl Johnson söng, „Come
unto him“ eftir Handel.
Forseti safnaðarins, Mr. Vic-
tor Jónasson flutti vingjarnlegt
ávarp. Dr. Alexander Jóhannes-
syni var boðið að ávarpa söfn-
uðinn og flutti hann snjalt er-
indi um íslenzkar erfiðr og skil-
aði kveðjum frá Hr. Sigurgeir
Sigurðssyni, biskupi yfir Islandi;
séra Ásmundi Guðmundssyni,
prófessor, o. fl. Þá steig sóknar-
presturinn, séra Valdimar J.
Eylands í stólinn og flutti fagra
og djúphugsaða prédikun.
Að lokinni guðsþjónustu sýndi
cand. theol. Helgi Tryggvason
frá Reykjavík undurfagrar lit-
myndir frá íslandi og útskýrði
þær jafnframt. Höfðu allir hina
mestu ánægju af þessu. Árni G.
Eggertson, K.C. þakkaði Mr.
Tryggvason fyrir myndasýning-
una með hlýjum orðum.
Að því búnu safnaðist fólk
saman í fundarsal kirkjunnar,
þáði rausnarlegar veitingar og
skemti sér við samtal.
Forsætisróðherra
í bílslysi
Rétt eftir að stjórnarskipu-
lagsfundinum í Quebec lauk í
fyrri viku, lenti hinn íslenzki
forsætisráðherra British Colum-
bia-fylkis, Hon. Byron Johnson
í bílslysi á þjóðveginum milli
Quebec og Montreal ásamt frú
sinni; að því er fyrstu fregnir
af bílaárekstrinum skýrðu frá,
var svo að heyra sem Mr. John-
son og frú hefðu sætt alvarleg-
um meiðslum; voru þau flutt í
sjúkrahúsið í Quebecborg; en að
því er síðast fréttist, voru
meiðsli þeirra minni en hugað
var, og er nú víst talið, að þau
leggi af stað heimleiðis innan
fárra daga.
Reklor Háskóla íslands heimsæklr ríkisháskólann í Norður-Dakoia. —
Frá vinstri til hægri: Dr. Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla íslands, dr. John
C. West, forseti ríkisháskólans í Norður-Dakota, og dr. Richard Beck, vararæðis-
maður Islands í Norður-Dakota.