Lögberg - 05.10.1950, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓBER, 1950
Fimm dauðir
menn
Eftir ANTHONY STONE
J. J. BILDFELL, þyddi
Hardy rétti úr sér op sýndist sækja í sig
veðrið.
„Ég var að tala við Luttie Foster í morgun,
stúlkuna, sem þeir kalla Waterloo Maud, á
spítalanum. Þeir létu mig sjá hana að síðustu.
Þú veist hvers vegna að þeir gjörðu það? Hún
er að deyja — að deyja, Sútró. Heyrirðu það.
Þeir segja að hún vilji ekki lifa lengur. Jæja,
hún talaði við mig — og sagði mér allt. Ol-
land leikur tveimur sverðum. Hann var ó-
þokkinn, sem gekk undir nafninu Pardoe. Hann
átti alla bygginguna, sem var á bak við Cosmos
myndasýningarhúsið. Hann hafði vinnustofu
þar, sem hann bjó til allslags falsmuni í og
sem hann svo seldi. Þetta var honum innan
handar. Hann var meistarinn og maðurinn,
sem kunni að meta gildi hlutanna; því hlærðu
ekki Sútró? Olland, matmeistarinn, og Pardoe
„The King Reciver“ er einn og sami maðurinn.
Mennirnir fimm, sem myrtir voru, voru myrtir
að boði hans, vegna þess, að þeir sáu myndina
af honum, sem birt var í blöðunum og hann ótt-
aðist að þeir mundu þekkja sig. Ungfrú Foster
sagði mér að það hefði verið Olland, sem hefði
leitt sig inn á glæpaferilinn. Hann náði haldi
á henni og notaði sér það miskunarlaust. Það
var Olland, sem sendi hana í veginn fyrir mig,
því hann vildi ná haldi á mér, og svo í gegnum
mig á systur minni. Hún hlýddi þessari skipun
Ollands fyrst í stað, en svo fór henni að þykja
vænt um mig. Ef að þú hlærð að þessu, þá drep
ég þig! Hún fékkst ekki til að hlýða honum
lengur, og hann myrti hana, eða útsendarar
hans, sem er það sama. Þú sérð hvað ég hefi
gjört systur minni, en ég hefi nú afplánað það,
Sútró. Ég hefi drepið hann. Hann getur ekki
unnið henni mein lengur. Hann vinnur engum
mein lengur“.
Hardy fór með hægri hendina í barm sér
og dróg út kníf með löngu bognu blaði og henti
honum á gólfið við fæturnar á sér. „Þetta er
verkfærið, sem ég gjörði það með. Ég keyrði
þetta í hjartað á honum og ég er glaður yfir
að hafa gjört það. Hvað svo sem fyrir kemur
er ég glaður yfir því“.
Sútró tók knífinn upp og skoðaði hann hugs-
andi.
„Þú stakkst hann með þessu?“ Og þegar
Hardy svaraði ekki spurði Sútró hvers vegna
það væri ekki blóð á honum.
„Já, ég þurkaði það af. Ég held að minsta
kosti að ég hafi gjört það“.
„Þér hefir tekist að þurka vel af honum“.
Sútró gekk yfir að glugganum.
„Með hverju þurkaðir þú af honum?“
„ Ávasaklátnum mínum, eða á fötum mín-
um, eða máske á stúkutjöldunum, þar sem að
hann var. Ég veit það ekki. Ég veit satt að segja
ekki hvað ég gjörði“.
Sútró gekk til Hardy og þreif í öxlina á
honum.
„Hardy“, sagði hann seint og alvarlega og
horfði fast á hann. „Er það mögulegt að þú
hafir stungið Olland með þessum kníf, eða
er það hugarburður þinn?“
„Nei“, svaraði Hardy, „ég drap hann. Ég
stakk knífnum á kaf í hann og hann valt um“.
„í myndasýningarhúsinu?“
„Já, í „A“-stúkunni, þar sem að hann sat.
Ég teygði mig yfir frá svölunum og stakk hann
áður en að hann varð var við mig“.
„Gaf hann frá sér hljóð?“
„Ég man það ekki. Ég held ekki“.
„Sá nokkur þig? Varð nokkurt uppþot?“
„Nei, það sá mig enginn“.
„Er hann ennþá í stúkunni?“
„Ég býst við því“.
Sútró stóð upp og gekk í áttina til dyranna.
„Veit systir þín um þetta?“
„Ég sagði henni hvað ég ætlaði að gjöra. Ég
veit ekki hvort að hún hefir trúað því“.
„Og hún kallaði í mig í síma fyrir klukku-
tíma síðan. Dowd talaði við hana af því að ég
var ekki heima. Hún sagði að sér riði á að ná
tali af mér“.
Hardy kinkaði kolli.
„Já“, sagði hann daufur í bragði. „Já, það
hefir sjálfsagt verið í sambandi við mig“.
Sútró tók yfirhöfn sína fór í hana og setti
á sig hatt sinn.
„Ég ætla að fara strax til myndasýningar-
hússins. Það er bezt fyrir þig að koma með
mér“.
„Það get ég ekki. Ég ætla að fara 'annað“.
„Þú ætlar að flýja landið? Jæja . . . .“
„Nei, ég ætla að fara og sjá Lottie. Ég vil
vera hjá henni . . . . Ég ætla að vera hjá henni“.
Þeir fóru út, og að bílnum, sem Hardy hafði
komið í. Sútró ók bílnum til sjúkrahússins,
Því að Hardy var ekki fær um að gjöra það.
Ungfrú Foster var enn á lífi var þeim sagt,
en máttur hennar og viljaþrek fór þverrandi.
Þeir spurðu að hvort þeir gætu fengið að
sjá hana.
Já, herrunum var það velkomið.
Þeir fóru þangað, í spítalanum, sem að her-
bergið, er hún lá í var, þar sem hjúkrunar-
kona tók á móti þeim og fór með þá inn í her-
bergið.
Waterloo Maud lá þar föl eins og nár, svift
öllum fegurðarmeðulum og hinu svellandi lífs-
fjöri sínu. Hárið, sem var hrokkið, lá í bylgj-
um á koddanum í kringum höfuðið á henni,
og frá andliti hennar stafaði ný og undursam-
leg fegurð.
Sútró tók í hendina á henni og sagði:
„Þekkirðu mig, ungfrú Foster?“
Það leið dálítil stund, þangað til að hún
svaraði:
„Já, mér þykir vænt um að sjá þig“.
Eftir að hún hafði litið framan í Sútró, hélt
hann augnaráði hennar föstu.
„Hlustaðu á mig“, sagði hann; „þú verður
að lifa. Drengurinn hérna hann Clive Hardy —
hann ann þér. Hann þarf þín með. 4.n þín er
hann glataður. Þú verður að lifa. Við erum
vinir þínir. Við getum ekki án þín verið“.
Veikt bros lék um varir stúlkunnar.
„Þið erum að gjöra að gamni ykkar“.
Sútró endurtók það, sem hann var búinn
að segja.
Hjúkrunarkonan, sem stóð og horfði á þessa
einkennilegu viðureign þeirra, tók glas með
meðali í, sem stóð á borðinu í herberginu.
„Þú tekur þetta meðal nú, gjörirðu ekki?“
Það var ljóst, að ungfrú Foster hafði neitað
að taka meðalið áður. Nú lét hún hjúkrunar-
konuna lyfta á sér höfðinu og tók meðalið
möglunarlaust. Hún hafði litið til Hardy og
tók ekki augun af honum á meðan að hún
drakk úr glasinu.
Sútró var farinn og skildi þau eftir ein.
Þegar að hann kom út í tígulsteinaganginn og
sóttvarnarsvækjuna, slagaði hann eins og
dauða drukkinn maður. Það virtist eins og
handtak stúlkunnar hefði dregið úr honum all-
an mátt.
Hann vonaði og trúði að hann hefði vakið
von hennar til lífsins.
16. Kapíluli
SÚTRÓ LEITAR AÐ JESSICU
Þegar Sútró kom til Casmos myndasýning-
arhússins, þá var hann ekki enn orðinn sann-
færður um sannleiksgildi sögu Hardy. Hann
var alveg viss um, að það hafði ekkert blóð
komið á knífinn, sem Hardy var með. En samt
hafði sagan ýmislegt sennilegt til síns ágætis.
Umsjónarmaðurinn nýi í myndasýningar-
húsinu lagði engar torfærur á veg Sútró til að
komast inn í myndasýningarhúsið. Sútró fór
upp á loft og settist niður á svölunum, eins
nærri „A“-stúkunni, eins og hann gat komist
og undir eins og tækifæri gafst klifraði hann
fyrir framan veggendann, sem var á milli sval-
anna og stúlkunnar og inn í stúkuna.
Einn eða tveir menn, sem sátu niðri í hús-
inu, sáu til hans og héldu að hann væri hand-
verksmaður, sem að tilheyrði húsinu, eða þá
að hann væri að ná sér í sæti, þar sem vel gæti
farið um hann. En hvað svo sem að þeir hugs-
uðu, þá létu þeir ekki til sín heyra. Það var
enginn í stúkunni. Þrátt fyrir vantrú sína á
sögusögn Hardy, þá bjóst hann við að finna
Olland dauðan í henni. Hann fór út úr stúk-
unni og ofan í húsið. Hann fór inn eftir gólf-
inu niðri og inn að tjöldunum, sem voru fyrir
framan sýningarsviðið og hljómsveitin sat á
bak við. Hann ýtti tjöldunum lítið eitt til hlið-
ar og fór inn fyrir þau.
Hann furðaði sig á, að enginn skyldi skipta
sér af honum, þó hann væri ekki í því skapi,
að láta nein afskipti hefta fyrirætlanir sínar,
en hvað sem því leið, þá hélt hann áfram eftir
göngunum undir leiksviðinu og upp hringstig-
ann. Þegar að hann fór þá sömu leið áður, var
hann vopnlaus. Nú var hann með litla skamm-
byssu í vasanum. Hann tók byssuna úr vasa
sínum með annari hendinni, en opnaði hurðina
við stigauppgönguna með hinni. Það var eng-
inn í herberginu, þó voru rafljósin þar á, og
hann sá enda af vindling í öskubakka á borð-
inu, sem enn var lifandi í. Þegar að hann lét
dyrnar aftur á eftir sér, varð hann var ein-
hverrar hreyfingar, sem kom úr áttinni frá
öryggisskáþnum, er stóð í horninu á herberg-
inu. s
Sútró hlustaði, aðstaða hans var óþægileg
að því leyti, að hann vissi ekki, hvaðan að at-
lagan, sem að hann átti von á, mundi koma.
„Ég skýt og skýt til dauða“, sagði hann.
Málrómur hans var harður og einbeittur.
í mínútu, eða svo, bar ekki neitt á neinu,
svo heyrðist lítið þrusk á bak við skrifborðið
og lítill loðinn haus gægðist upp fyrir skrif-
borðsröndina.
Það var api. Sútró lét byssuna aftur í vasa
sinn og gekk að borðinu.
„Það ert þá þú, þorparinn litli“.
Apinn hélt á litlum fílabeinskassa. Það virt-
ist að hann hefði komið með það frá einhverj-
um felustað til athugunar við skrifborðið í ró
og næði.
Sútró strauk apanum þar sem að hann var
við athuganir sínar, og tók upp lokið af kassan
um sem fallið hafði upp í loft á borðið. Um leið
og hann tók það upp tók hann eftir áritun
á latínu innan í lokinu, sem farin var að mást.
Hann leit fyrst sem snöggvast á letrið án þess
að veita því nána eftirtekt, svo óx athygli hans.
Hvað var það sem þeir höfðu sagt honum?
Að giftingarhringur Jessicu hefði verið gam-
all ítalskur hringur. Gamall ítalskur! Herra
minn! Þetta var þá kassinn, sem hringurinn
hafði verið geymdur í. — Eitraður hringur. Eft-
irstöðvar frá eiturtímabili Borgianna alræmdu.
Það virtist ekki líklegt að eitur myndi hald-
ast óeytt, eða óskert í hundruð ára; en Olland
hafði auðsjáanlega ekki efast um það. Hann
hafði haft einhverja ástæðu til þess að nota
einmitt þennan hring.
Sútró var orðinn náfölur í andliti. Andlits-
svipur hans var ákveðinn og grimmur. Hann
settist í stólinn, sem stóð við skrifborðið og
las áletrunina aftur frá byrjun til enda og
sneri henni á ensku.
Apinn gerði sig heimakominn og klifaði upp
á öxlina á honum.
Hann hristi apann af sér eftir litla stund,
reis á fætur, fór ofan hringstigann og út á
götu. Hann náði í síma og símaði til Quantock
House og ein af þjóustustúlkunum sagði hon-
um að frú Olland hefði farið að heiman þá um
morguninn og væri ekki komin til baka. Hann
spurði stúlkuna, sem hann talaði við, hvort hún
vissi hvert að húsmóðir hennar hefði farið.
Hann var ákafur með að ná í Jessicu til að
segja henni að taka hringinn af hendi sér.
Stúlkan hélt að frú Olland hefði farið á
j árnbrautarstöðina.
Sútró gekk í hálfgerðu ráðaleysi aftur í átt-
ina til leikhússins. Hann var að hugsa um,
hvort að Jessica hefði komist að ásetningi
bróður síns að myrða Olland; ef að hann hefði
í raun og sannleika nokkurn tíma ásett sér að
gjöra það. Hann sá og þekti mann, sem stóð
við bifreið, er stóð í hliðargötu rétt hjá mynda-
sýningarhúsinu, því að hann hafði oftar en einu
sinni ráðið hann til flutninga.
„Sæll, Charles“, sagði hann. „Hvernig stend-
ur á að þú ert hérna“.
Charles bar hendina upp að húfunni.
„Ungfrú Hardy, herra. Ég ætti líklega að
segja frú Olland. Hún fékk mig til að aka með
sig hingað á leikinn. Skemtiskráin sýnist ekki
vera á marga fiska, en svo er smekkur fólks
óútreiknanlegur“.
„Hvað er langt síðan að þið komuð?“ spurði
Sútró.
„Ég veit ekki, herra minn, svo sem tuttugu,
eða tuttugu og fimm mínútur líklega“.
„Og hún hefir ekki komið til baka ennþá?“
„Ég hefi ekki orðið var við hana“.
Sútró gekk þangað sem aðgöngumiðarnir
voru seldir, lýsti Jessicu fyrir stúlkunni, sem
aðgöngumiðana seldi og spurði hana að, hvort
hún hefði séð hana. Hún mundi vel eftir henni,
því að hún hafði verið betur klædd, en flest
fólk, sem þangað kom og svo hafði hún beðið
um aðgöngumiða í stúku „A“.
„Þú ert viss um, að hún fór upp í stúku A?“
spurði Sútró.
Umsjónarmaðurinn hafði heyrt þessa spurn-
ingu Sútró.
„Ertu að spyrja um frúna, sem fór upp fyrir
svo sem hálfum klukkutíma?"
„Já“, svaraði Sútró.
„Hún fór upp í stúku A. Mér er vel kunn-
ugt um það, því að ég tók hana þangað sjálfur“.
Sútró rétti honum krónu.
„Máske, að þú viljir vera svo góður að fylgja
mér upp þangað líka“, spurði Sútró. Ég ætla
ekki að vera þar, aðeins að líta í kring“.
Umsjónarmaðurinn hikaði við, en Sútró leit
fast á hann og nærri ógnandi, svo hann lét und-
an síga, fór með Sútró og opnaði fyrst ytri
dyr stúkunnar og svo hinar innri.
Undir eins og Sútró var kominn inn í stúk-
una, tók hann vasaljós sitt og fór að líta í
kringum sig, og hann sá undir eins ferkantaða
hlerann í gólfinu.
Hann sneri sér að umsjónarmanninum og
sagði:
„Láttu mig vera einan í nokkrar mínútur“.
Umsjónarmaðurinn sagði að hann mundi ó-
efan koma ofan þegar að hann væri búinn og
fór.
Sútró lyfti upp hleranum í stúkugólfinu og
leit ofan í þrönga uppgöngu með járnstiga fest-
an í opið öðru meginn.
Hann vissi vel að það var ekki hættulaust
að fara þarna ofan, en hann gerði það nú samt,
þegar að hann kom niður úr stiganum taldist
honum svo til að hann væri beint undir þeim
parti leikhússins, sem upphleyptu sætin voru á.
Gólfið þar sem að hann stóð var mjög ryk-
ugt, og leyfum af byggingarefni var stráð þar
víðsvegar og við ljósið frá vasaljósinu sá hann
mannaför í rykinu, sem lágu í áttina til leik-
tjaldsins. Sútró fór í sömu áttina og förin lágu
og varð að beygja sig til að rekast ekki upp
undir, unz að hann kom að hringstiganum, sem
lá upp í bakherbergið. Hann hafði uppgötvað
nokkuð, sem honum hefði ekki þótt ónýtt fyr-
ir nokkrum dögum, eða jafnvel klukkutímum
síðan — nefnilega, að það var samband á milli
A stúkunnar í leikhúsinu og leyniherbergja
Ollands á bak við. En nú var þessi uppgötvun
einskis virði, því að upplýsingarnar, sem að
Hardy hafði gefið honum eftir sögusögn Water-
loo Maud nægðu til þess að sanna, að minsta
kosti sumt af glæpunum, sem framdir höfðu
verið af Olland. Það, sem honum lá nú þyngst
á hjarta var Jessica. Hún hafði komið á mynda-
sýninguna, og farið inn í A stúkuna, og hann
var sannfærður um að hún hefði annað hvort
af frjálsum vilja, eða verið neydd til að standa
á staðnum þar sem að hann stóð.
Hvað hafði komið fyrir?
Aftur notaði hann vasaljósið. Beint fram
undan honum var hringstiginn og rétt við hlið-
ina á honum sá hann dyr, sem mátti heita að
væru faldar. Þær voru læstar. Sútró setti fót-
inn af öllu afli á dyrnar svo að hurðin hrökk
upp. Hann hélt á rafljósinu í vinstri hendinni
en skammbyssu sinni í þeirri hægri.
Fyrir innan hurðina var þröngur gangur
og var lítill og óhreinn gluggi á endanum á
honum. Hann gekk eftir ganginum og að hurð,
sem var á enda gangsins og opnaði hana og
kom inn í lítið herbergi. Vaxdúkur var á gólf-
inu í því, gömul eldavél, kommóða og skólp-
rensluskál.
Dyrnar, sem að hann hafði komið inn um,
voru auðsjáanlega partur af matargeymslu-
klefa. Hann opnaði hurð, semvar á eldhúsinu
og kom inn í annan þröngan gang og sá að
hann lá að stiga sem lá upp á loft. I ganginum
var hattastandur og nokkrar óhreinar myndir.
í enda gangsins var önnur hurð með glerrúð-
um í, Sútró opnaði þá hurð og frá henni lágu
steintröppur ofan á götuna. Hann áttaði sig
undir eins á, að gatan sem steintröppurnar lágu
að, var gatan, sem lá á bak við myndasýningar-
húsið. Hann gekk ofan steintröppurnar og að
hliðinu sem vissi út á götuna, svo sneri hann við
og leit til baka og sá, að hann hafði komið út
úr gamaldags húsi, sem auðsjáanlega var prí-
vatmanns eign.
Hann var í þann veginn að snúa til baka,
þegar þokkalega klæddur jnaður kom þar að
og ávarpaði hann vingjarnlega.
„Fyrirgefðu mér, herra, er konan heima?“
Sútró sagðist skyldi koma til hennar skila-
boðum.
Maðurinn hikaði við.
„Ég vildi heldur tala við konuna sjálfur.
Það er prívatmál“, og svo, „því er þannig varið
herra minn, eins og að þú máske veist — það
hefir verið dauðsfall í húsinu þarna. Við get-
um auðvitað skilið, að eins og á sténdur, þá er
óþarft að hrópa um það fjöllunum hærra. Við
höfum ekkert á móti því, að undirbúa þetta á
síðustu mínútunni. Ekki hið allra minsta. En
aðalatriðið er (ég vona, að þú vitir um þetta
allt saman) að áður en að við getum opnað
grafhvelfinguna, þá verðum við að fá skilríki.
Ef að ég gæti aðeins talað við konuna“.
Sútró var orðinn órólegur.
„Dauðsfall!" sagði hann. „Hvað meinarðu?“
„Ég hélt herra minn, að þú mundir vita um
ungu konuna, sem bjó þarna í húsinu“.
„Úr hverju dó hún?“
„Úr lungnabólgu, skilst okkur. En það er
nú atriðið. Við . . . .“
Sútró greip í axlirnar á manninum.
„Hvað kom fyrir? segðu mér það fljótt“.
„Fyrirgefðu, herra, þú ert nokkuð harðleik-
inn. Ég vona að hér sé ekki um nein rangindi
að ræða. Konan kom til okkar fyrir svo sem
hálfum klukkutíma síðan, og spurði okkur
hvort við gætum flutt lík til Finsbury Park
tafarlaust. Það er nú ekki algjörlega eins og
það á að vera, herra minn, en okkur var sagt,
að graftrunarsamningar, sem áður hefðu verið
gerðir, hefðu farist fyrir. En atriðið er, herra
minn, að við getum ekki jarðsett, nema við fá-
um nauðsynleg skilríki til þess. Þau skilríki
verðum við að fá. Læknisvottorð og allt hitt.
Ef að þú gætir komið okkur í samband við fé-
lagið, sem bjó til líkkistuna.
„Hvaða líkkistu?“
„Líkkistuna sem að líkið hvílir í nú sem
stendur“.
„Hvar er hún?“
„Sem stendur er hún heima hjá okkur i
Essex Road“.
„Fylgdu mér þangað undir eins. Þú ert
flæktur inn í glæpsamlegt athæfi“.
Sútró greip í handlegginn á manninum, sem
honum skildist nú aðð vera mundi grafari, eða
útfararstjóri, og dróg hann með sér fram fyrir
myndasýningarhúsið. ,
" Charles, bifreiðaðrstjóri beiðð þar enn í bn-
reið ðsinni.
Sútró dreif útfararstjórann inn í bifreiðina
og sagði Charles, að aka til Essex Road, og
bætti við:
„Og flýttu þér eins mikið og þú getur“. ,
Eftir tíu mínútur var Sútró kominn inn i
bakherbergi í lítilli líkgeymslustofu. Það var
hálf skuggsýnt þar inni, því tjaldað var fynr
gluggana, en nógu mikil skíma samt til þess,
að hann sá líkkistu standa þar á tréstöplum.
„Við höfum ekki skrúfað lokið á ennþa ,
sagði útfararstjórinn, „vegna þess . . •
Sútró hafði rykkt lokinu af kistunni og tek-
ið um slagæðina á stúlkunni, sem lá alveg
hreyfingar- og meðvitundarlaus í kistunni-
Hann varð ekki var við neitt lífsmerki hja
henni.
„Farðu og sæktu læknir“, sagði Sútró.
„Meinarðu“, spurði útfarararstjórinn, „a
stúlkan sé ekki dauð?“