Lögberg - 26.10.1950, Blaðsíða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN, OCTÓBER 26, 1950
3
Allir vita, að þar er átt við
þann arnfleyga anda, sem flaug
„fugla hæzt“ í fjölmennum ís-
lenzka skáldahópnum vestur
hér, við Klettafjallaörninn,
Stephan G. Stephansson, sem
landnemi var í Garðar-byggð ná-
lega áratug, og orti þar sum á-
gætiskvæði sín, svo sem „Við
verkalok".-Rústir frumbýlings-
heimilis hans sjást þar enn, og
verður hinum góða gesti vafa-
laust sýndur hinn gamli bústað-
ur skáldsins. 1 Garðarbyggðinni
íslendingar í
suðurgöngu í
næsta mánuði
Pílagrímamir leggja upp
frá Kaupmannahöfn 8.
október.
IIÓPUR KAÞÓLSKRA manna
á Norðurlöndum leggur upp
í pílagrímsför til Rómar frá
Kaupmannahöfn hinn 8. næsta
mánaðar, þar á meðal 6—8 fs-
lendingar.
Pílagrímsför þessi er hin
þriðja og síðasta, sem kaþólskir
Norðurlandabúar leggja upp í á
þessu helga ári kaþólskra
manna, en íslendingar hafa ekki
tekið þátt í hinum tveim fyrstu.
Vísir hefir átt stutt tal við
séra Hákon Loftsson, prest við
kaþólska söfnuðinn hér, og feng-
ið hjá honum upplýsingar þær,
er hér fara á eftir.
Þeir Islendmgar, sem héðan
fara í pílagrímsförina fara hver
í sínu lagi, en í Kaupmannahöfn
safnast svo saman pílagrímar frá
Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Fararstjóri íslenzku þátttakend-
anna verður séra Ubaghs, holl-
enszkur maður, sem er sóknar-
prestur í Landakoti. Jóhann
Gunnarsson biskup fer héðan á
undan til þess að undirbúa för-
ina. Förin frá Kaupmannahöfn
og þangað aftur mun taka 14
daga.
Frá Kaupmannahöfn verður
farið að morgni hins 8. október
með járnbrautarlest, og verður
flutt heilög messa á leiðinni.
Farið verður um Padborg,
Flensborg, um Bad Oldesloe,
Hamborg og Göttingen. Á öðr-
um degi verður farið um Bebra,
Frankfurt við Main, Heidelberg,
Karlsruhe, Offenburg og Basel
til Luðern í Sviss. Síðan verður
haldið áfram til Italíu, farið um
Chiasson, Milano Verona og
Padua til Feneyja, en þar verður
dvalið í einn dag. Þar verður
morgunmessa í Markúsarkirkj-
unni, en um eftirmiðdaginn stutt
guðsþjónusta í Frari-kirkjunni.
Þaðan verður svo farið til Padua,
en þar verður stutt guðsþjónusta
við gröf hins heilaga Antonius-
ar; ennfremur verður farið til
heilagrar Giustínu-kirkju. Síðan
verður haldið áfram til Bologna
og loks til Rómar.
í Rómaborg verður svo dvalið
í fimm daga eða svo, skoðað hið
markverðasta í borginni, svo
sem flestar höfuðkirkjur og
gengið á fund páfa.
Frá Rómaborg verður farið til
Assíssi, en þar verður heilög
messa flutt í Fransískusarkirkj-
unni. Síðan verður haldið þaðan
um Perugia og Terontola til
Plórens. Þaðan verður haldið
um Bologna og fleiri borgir um
Brennerskarð til Innsbruck í
Austurríki. Frá Innsbruck verð-
ur haldið til Garmisch-Parten
kirchen, en þar geta þátttakend-
ur farið með hinni einstöku
braut á hátind Zugspitzen, hæsta
fjalls Þýzkalands, yfir 2900 m.
á hæð. Þá verður haldið áfram
um Augsburg, Wurzburg, Gött-
ingen, Hannover, Hamborg,
Plensborg og til Danmerkur.
Prá aðal-brautarstöðinni í
Höfn verður farið í hópgöngu til
Jesú Hjartakirkjunnar í Stenos-
götu, þar sem pílagrímaförinni
lýkur með Te deum og blessun
^eð hinu Allrahelgasta Sakra-
flfienti.
—Vísir 11. Sept.— j
bjó einnig lengi sá merki og ;
mikilhæfi klerkur, séra Friðrik
Bergmann, og ritaði þar sína
víðlesnu ritdóma, „Undir Lindi-
trjánum". |
Úr þessum byggðum eru marg
ir þeir íslendingar sprottnir
vestan hafs, sem hæzt hafa bor-
ið merki íslenzks manndóms hér ■
í Vesturvegi. Hér voru þeir
smalar á æskuárum Vilhjálmur
Stefánsson landkönnuður og
Hjörtur Thordarson hugvitsmað-
ur, og þóttu víst fremur slakir
við smalamennskuna, því að
hugurinn var við annað.
Hér á þessum slóðum slitu
þeir barnsskónum dr. Rögnvald-
ur Pétursson, dr. B. J. Brandson,
Hjálmar Bergmann yfirréttar-
dómari, Guðmundur Grímsson
hæstaréttardómari, Sveinbjörn
Johnson prófessor og séra Krist-
inn K. Ólafsson; og hér dvaldi
einnig á yngri árum Emile
Walters listmálari, að nokkrir
séu nefndir úr þeim stóra og
glæsilega hópi, sem héðan er
sprottinn. Og það ætla ég, að
íslenzk menningaráhrif hafi
verið djúptæk í lífi og afrekum
þeirra allra, svo sem raun ber
vitni.
Og þá er ekki síður skylt að
geta landnemanna sjálfra, feðra
og mæðra þeirra, sem ég taldi
upp og sérstaklega hafa gert
garðinn frægan, og annara, karla
og kvenna, sem nú eru stoð og
stytta íslenzku byggðanna hér,
eða starfandi utan þeirra. Heið-
ur og þökk sé landnámsmönn-
unum og landnámskonunum,
sem hér háðu sína hörðu en sig-
ursælu frumherjabaráttu! Og
vel sé frumherjadætrunum, sem
haldið hafa á lofti minningu
feðra sinna og mæðra með því
að reisa þeim að bautasteini
Grettistakið, sem stendur hérna
skammt frá kirkjunni. Ekkert
sæmir betur minningu þeirra né
íslenzkum anda. Þeir lyftu
Grettistaki og sýndu í verki
þann hetjuanda, sem einkennt
hefir íslenzku þjóðina um alda-
raðir. Þeir stóðu djúpum rótum
í menningarlegum jarðvegi ætt-
lands síns, en voru jafnframt
hinir ágætustu þegnar síns nýja
lands. Milli ástar þeirra á því,
sem íslenzkt var, og trúnaðarins
við kjörlandið varð aldrei neinn
árekstur. Þeir greiddu lands-
skuld sína í þrotlausu og trúu
starfi, kjörlandi og afkomendum
í hag, og ættjörðinni til sæmd-
ar. Og sáttmálinn við nýja land-
ið hefir verið innsiglaður með
blóði afkomenda þeirra í tveim
styrjöldum. En eins og vér vit-
um af eigin reynd og gesturinn
frá íslandi segir réttilega í kvæði
sínu um Jón Arason, frelsis-
hetju fslendinga og forföður vor
margra:
„Það heimtar oft tár og hjarta-
blóð
að halda skyldur við land og
þjóð“.
Hér ertu því, kærkomni ^jest-
ur heiman um haf, staddur á
söguríkum íslenzkum stöðvum,
og sómi er mér að því, sem ís-
lenzkum vararæðismanni hér í
ríkinu, að bjóða þig innilega vel-
kominn; og svo vel þekki ég vini
mína og landa á þessum slóðum,
að hlýtt mun um þig anda, þó
að haust sé nú í lofti, skógur
hafi skipt um lit og akrar séu
litverpir og slegin tún.
En við oss sjálf vildi ég segja
það, að ræða, ljóð og myndir
hins góða gests og koma hans
ætti að glæða oss skilning á ís-
lenzkri menningararfleifð, fram-
sóknarhug og framtíðartrú.
Svo bið ég þér blessunar, á-
gæti landi, á ferðum þínum og
óska þér í fararlok heillrar heim
komu. Og ég bið þig, í nafni vor
allra, fyrir kveðjur heim til ætt-
jarðarinnar í orðum K.N. skálds:
„Biðja skal þig síðsta sinn:
Svani og bláum fjöllum,
hóli, bala, hálsi og kinn
heilsaðu frá mér öllum“.
CYCLE SPRINT CHAMPION AT FORT DUNLOP
Reg. Harris rode at Liege recently against the
Dutchman A. Van Vliet in the final of the world
professional cycle sprint. He beat the Dutchman in two
straight runs to retain the title. He is the^first Britain
to hold the title for two years in succession. Tires pro-
duced at Fort Dunlop are exported to almost every
country in the world. This picture shows Bob Carlisle
(left) handing Reg Harris the 50,000,000th tire maae
at Fort Dunlop since the end of the war.
Bréfaskifti yfir hafið
Unaðslegt er að birta þessar ljúfu kveðjur, sera hér fara á
eftir, og gott er að viðhaldist vinsamleg gagnskifti milli
tslendinga á œttjörðinni og Islendlinga í Vesturhedmi. ■—
Minnugur þess, að honum hafði verið boðið sem gesU og
ræðumanni á Hóladaginn I Islandsferð sinni lýðveldishátíðar-
sumarið, sendi dr. Richard Beck prófessor formanni Hðla-
nefndar eftirfarandi bréf í sambandi við hátíð þá, sem haldin
var í ágústmánuði að Hólum í Hjaltadí 1 I minningu um
400 ára ártið Jóns biskups Arasonar:
Grand Forks, North Dakota, 31. júlí 1950.
Séra GUÐBRANDUR BJÖRNSSON prófastur,
Formaður Hólanefndar,
Hofsósi, ísland.
Kæri herra prófastur!
Sem afkomandi Jóns biskups Arasonar vil ég í nafni
okkar hjónanna (því kona mín, þó fædd sé vestan hafs, er
einnig afkomandi hans) senda yður og öllum þeim, sem
þar eiga hlut að máli, hugheilustu kveðjur okkar og þakkir
í tilefni af vígslu minnisvarða hans að Hólum í Hjaltadal
þ. 13. ágúst næstkomandi. Viljum við með þeim hætti vera
í hópi hinna mörgu, sem þann söguríka dag leggja leið sína
„heim að Hólum“.
Og vissulega á sá stórbrotni leiðtogi og forfaðir okkar
svo margra nútíðar íslendinga það fyllilega skilið, að minn-
ingu hans sé jafnfagurlega og eftirminnilega á lofti haldið
og þið gerið með hátíðahaldi ykkar á vígsludegi hans; með
því hafið þið sýnt bæði holla ræktarsemi og glöggan skiln-
ing á sögulegum erfðum og áhrifum þeirra. En hverjum
sem kynnir sér að marki sögu íslands, hlýtur að verða það
ljóst, að Jón Sigurðsson forseti fór ekki villur vegar, frem-
ur en vænta mátti, þegar hann nefndi Jón biskup Arason
síðasta Islending, og hafði þá auðvitað í huga baráttu hans
fyrir þjóðréttindum lands síns. Fyrir það eitt, þó eigi væri
annari menningarstarfsemi hans til að dreifa, vérðskuldar
hann ríkulega þann fagra minnisvarða, sem honum er nú
reistur að Hólastað á vígsludegi hans. Megi klukkuturninn
í minningu hans hringja út yfir landið og inn í hjörtu lands-
lýðsins aukna þjóðrækni og ættjarðarást í dýpsta skilningi
orðsins, svo að rætast megi orð skáldsins, er hann leggur
Jóni Arasyni í munn á aftökustaðnum:
„Herra, láttu spretta,
upp af okkar blóði
allt hið sanna’ og rétta:
trú og frelsið forna,
frægð og þrek og trygðir".
í þeim anda sendi ég Hólanefnd, hátíðargestum öllum
og heimaþjóðinni í heild sinni, hlýjar kveðjur yfir hið
breiða haf.
Með vinsomd og virðingu.
Yðar einlægur,
RICHARD BECK
Ofanskráð kveðja hefir sýnilega fallið í frjóan jarðveg,
að dæma af eftirfarandi þakkarbréfi frá Guðbrandi prófasti
Björnssyni:
Skagaf j arðarpróf astsdæmi
Hofsósi, 21. ágúst 1950.
Kæri prófessor Richard Beck!
Innilega þakka ég yður bréf yðar dags. 31. júlí 1950
og votta yður í nafni Hólanefndar hjartanlegar þakkir fyrir
hlýleg ummæli yðar í garð okkar, sem stóðum að því, að
Jóni biskupi Arasyni yrði reistur minnisvarði að Hólum
í Hjaltadal.
Minnisvarðinn, sem er turn, var vígður af biskupi ís-
lands 13. ágúst s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Við vor-
um svo lánsöm, að þann dag var veður þurrt og bjart og
Skagafjörður í sumarskrúða.
Athöfnin var öll hin virðulegasta. Ég las bréf yðar fyrir
veizlugestunum um kvöldið heima að Hólum og vakti það
mikinn fögnuð og aðdáun fyrir ræktarsemi til gamla
landsins.
Ég votta yður og frú yðar okkar innilegustu blessunar-
óskir og vona, að tengslin milli þjóðar vorrar og Vestur-
íslendinga megi haldast sem lengst.
Með vinarkveðju.
Yðar einlægur,
GUÐBRANDUR BJÖRNSSON
Business and Professional Cards
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningar- rör ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið slmið til KELL.Y SVEINSSON 625 WaU Street, Winnipeg Jnst north of Portage Ave. Símar: 33-744 — 34-431 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg" Phone 924 624 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OÍ FICE 929 349 Home 40» 288
l Offlce Ph, 925 668 Res, 4C4 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. t Barrlster, Solicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson 8UITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtalsttmi 3—5 efUr hádegl
^ /iHBBBMMkV . . Also ÍMEÐSTÍ™! tenth st. BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON »04 EVELINE STRKEl Selkirk. Man Office nre. 2.10—-6 p.m Phones: Office 2« - Ree 2*0
Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insnlated áidlng — Repairs Conntry Orders Attended To 632 Simcoe St. Wlnntpeg, Man. Offlce Phone Res Phont 924 762 7*« 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Offlce Houra: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment
DR. A. V. JOHNSON Dentlst 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO OEN. TRU8TS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t Phone 926 952 WINNIFEQ
l Talsimi 925 826 HeimiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOingur í augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 tll 6.00 e. h. Office 933 587 Res. 444 389 s. A. THORARINSON BARRISTER and SOLICITOR 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEQ CANADA
DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslmi 923 851 Heimasíml 403 794 1 SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE
^ífiV HAGBORG FUEl/Vy PHOME 2ISSI J~i 1 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 808 AVENUE BLDQ WPQ. Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldeábyrgð. bifrelðaábyrgð, o. e. frv. Phone 927 5*8
GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Uanager T. R. THORVALDSON Vour patroriage wlll be appreclated Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræóingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Oarry St. Phone 928 291
G. F. Jonasson, Pres. & Mac. Dir. Keystone FisTieries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi 925 127 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Whoiesale Distributors of Fraeh and Frozen Fish. »11 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPBG CLINIC 8t. Mary's and Vaughan, Wpg. Phome 926 441 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um *t- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Helmtlis talslmi 26 444
Phone 927 023 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON A CO. Chartered AccountanU 606 ConfederaUon Llfe Bldg. Wlnnipeg Manltoba Phone 23 996 761 Notre Dtme Ave. Just West of New Matemity Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cnt Flowers Funeral Designs. Corsages Bedding Plants NeU Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790