Lögberg - 26.10.1950, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, OCTÓBER 26, 1950
5
AH l < AMÍI
KVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
AMMA VAR EINS OG ENGILL
FIRST PICTURE OF BABY PRINCESS
Her Royal Highness PrincesS Anne was born at
Clarence House, the London home of her parents. The
baby Princess is to be called Her Royal Highness
Princess Anne Elizabeth Alice Louise of Edinburgh.
During the sittings for the recent photographs, His
Royal Highness Prince Charles was present. This
picture shows: Her Royal Highness Princess Anne
being held by her mother while H.R.H. Prince Charles
looks on.
Gullbrúðkaup
Samvinnufélag stofnað meðal
sjóndapurs fólks í Vancouver
Við systkinin fimm vorum
.fjögra til átján ára að aldri þeg-
ar faðir okkar dó og amma
flutti til okkar. Hún var víst um
sjötugt, holdskörp og seigluleg
í sjón. Augnaráð hennar var
hvast en þó ástúðlegt og hún
var fremur ,hrjúg‘ í viðmóti.
Daginn, er hún kom, leyfði
hún okkur þremur óþolinmóð-
lega að kyssa sig, en sneri sér
sVo hvatlega að mömmu og
sagði: „Jæja, Hattie mín, ef ein-
hver vill vísa mér til herbergis
míns, skal ég taka af mér yfir-
höfnina og litast svo um“. Um
leið og ég gekk á undan henni
upp á loft, sagði hún: „Nú, svo
þú ert Helen! Hvað ertu
gömul?“
„Ég er átta ára“, svaraði ég.
„Viltu ekki að ég beri töskuna
fyrir þig?“
„Nei, blessuð vertu“, sagði
hún og bros hennar var ótrú-
lega yndislegt. „Ég get borið
.hana sjálf. Þú gengur á skóla,
ekki svo?“
Og áður. en ég vissi, var ég
farin að trúa henni fyrir öllu,
sem mér bjó í brjósti — hve
kennarinn minn væri leiðinleg-
ur; hve það hefði verið ástæðu-
laust fyrir pabba að fara að
deyja, og margt fleira. — Ég
horfði á hana frá mér numin
meðan hún var að taka dótið úr
töskunni, laga til á kommóðunni,
taka af sér spari-hárkolluna og
setja á sig hversdags-hárkolluna,
sem ekki var eins vel krulluð
og hin. Og á meðan skaut hún
að mér hverri spurningunni á
fætur annari, og þess á milli,
gaf hún mér þessi litlu leiftr-
andi bros sín. Hún var alls ekki
af þessum heimi, fannst mér; ég
varð alveg hugfangin af henni.
„Svona nú“, sagði hún að síð-
ustu, „nú skulum við fara niður
og vita hvað hún mamma þín
hefir í kveldmatinn".
Amma virtist samlagast heim-
ilinu, sem allt var í upplausn,
ótrúlega fljótt og hávaðalaust,
°g innan skamms, var allt farið
að ganga eins og í sögu. Við
systkinin höfðum læðst um hús-
ið, stilt og hljóðlát, svo að við
trufluðum ekki mömmu í henn-
ar þungu sorg. En amma virtist
okki hafa nokkra hugmynd um
hina „þungu sorg“. Hún bara
ieiddi hana hjá sér.
„Svona nú, Hattie“, sagði hún
við mömmu, „þú flysjar nú kar-
töflurnar og afhýðir baunirnar
ureðan ég útbý kjötið“. Og
Hattie gerði það. Við horfðum
°11 á mömmu með undrun, og
bráðlega byrjuðum við aftur að
ieika okkur um í húsinu, og
stundum hlógum við og ærsluð-
umst.
Áður en langt um leið virtist
það eðlilegt að öll vandamál
ieystust þegar amma tók þau til
athugunar. Ef eitthvert okkar
systkinanna hagaði sér illa, svo
að öll fjölskyldan ræddi um
Það, tók amma jafnan málstað
sökudólgsins. Mömmu bloskraði
stundum ýmislegt, sem við höfð-
umst að, en ömmu fannst, að við
Vaerum öll góð börn. Smám sam-
an komst ég að því að amma elsk
aði lífsgleði, vinsemd og um-
burðarlyndi.
Og þannig liðu árin, amma,
■^Ueð sína festu, skarpskyggni og
astúð, var sem bakhjallur okk-
a^ allra. Ég sá aldrei ömmu taka
ser hvíld; í tómstundum sínum
hafðist hún ávalt eitthvað að:
as bækur, heimSótti vini sína,
orfði sjáandi augum á umhverf
°g dáðist að fegurð blómanna
trjánna, eða skemti sér með
° ^Ur hinum. Þetta var hennar
”.yíld“. Hún kunni að meta og
u.l°ta þess, sem h'fið og um-
verfíð veitti henni.
Amma hafði sérlega gaman að
piltunum okkar; þeir máttu
heimsækja okkur á kveldin um
átta leytið, en áttu að vera farn-
ir stuttu eftir klukkan tíu, því
mamma sagði að enginn kurteis
maður dveldi lengur en það.
Mér þótti gaman að láta þá bíða
meðan ég var að dubba mig upp,
og sjá þá í huganum pínast
vegna þess að tíminn var að
líða.
Svo sveif ég niður, en fann
þá þó oftast í hrókaræðum við
ömmu; þeir voru að segja henni
frá síðasta knattleiknum, og
amma vissi jafnan eins mikið
um leikinn og þeir, og talaði af
þekkingu og með myndugleika
um íþróttir, íþrótt^menn og
methafa. Ó, hve mér þótti vænt
um þetta — að þeim þótti vænt
um ömmu.
Loks innritaðist ég í miðskól-
ann og amma var hreykin, þvf
„mentun er dásamleg“. Brátt
mynduðu skólasystkini mín
dansklúbb og réðu prúða pipar-
mey, sem eftirlitskonu og dans-
kennara. Snotur ungur piltur
bauð mér á fyrstu skemtunina;
ég var frá mér numin af hrifn-
ingu.
Ég hentist heim í gleðivímu,
og bjóst lítið við því hneyksli,
sem þetta olli heima. Mamma
horfði á mig með vandlætingar-
svip. Hvernig gat nokkurt „barri
hennar“ látið sér eihu sinni
detta annað eins glapræði í hug
eins og að fara á dansleik!
Þá tók amma til máls: „Hvað
er þetta, Hattie mín“, sagði hún
rólega, „lofaðu barninu að dansa
ef hana langar til þess; það skað-
ar engan“. Svo brosti hún —
þessu töfrándi og máttuga brosi
— og það þurfti ekki meira, það
var samþykkt að Helen mætti
dansa. Ég varð gagntekin af ást
og þakklæti; elti ömmu út í eld-
hús um kveldið og kepptist svo
mikið við að þurka diskana að
kímnisglampi kom í augu ömmu.
Ári eftir að ég lauk prófi kom
dapur sársauka-dagur. Amma
varð veik í fyrsta skipti. Hún
lá í rúminu í tvo daga og dó svo
snögglega.
Rétt fyrir andlátið, sat ég ein
hjá henni í litla herberginu.
Hún var meðvitundarlaus, kinn-
arnar rjóðar og andardrátturinn
hraður. Ég hélt í vinnuslitna
hönd hennar og mér var þungt
niðri fyrir. Amma að deyja? Nei!
Amma mátti ekki deyja!
Tilfinningarnar hertóku mig,
en það var ekki sorg: Ég fann
til sársauka, og hann veitti mér
þá innsýn að ég skildi nú, að
amma var sigurvegari — mikil-
fenglegur sigurvegari. Hún var
yfir áttrætt, þessi litla gamla
kona, og var lítt kunn utan heim
ilisins. Samt fannst mér sem
fagnandi lofsöngur um lífssigur
hljómaði í kringum litla rúmið
þar sem hún lá.
Þetta er skrifað af ástríkri
virðingu fyrir ömmu. Ekki í ást-
ríkri „minningu" um hana, því
ég man hana ekki greinilega,
eins og hún var frá degi til dags.
Maður man heldur ,ekki að
hjarta manns hafi verið að slá —
eða að maður hafi verið að anda.
En það var samt í hinum rólega
styrk ömmu og kærleika henn-
ar til alls og allra, sem hjartaslög
og andardráttur æsku minnar
hvíldu.
Nei, maður „man“ ekki fólk
eins og ömmu, því slíkt fólk
verður óaðskiljanlegur hluti í
lífi þess fólks, sem það um-
gengst. Allt sem maður getur
gert er að heiðra það, virða og
dá til æviloka. (Þýil)
Sunnudaginn 20. ágúst 1950
kom saman í Parsh Hall á Gimli
um 300 manns til þess að heiðra
Guðmund Sólmundsson og eig-
inkonu hons Lovísu Pétursdótt-
ur Sólmundsson, í tilefni þess
að þá voru liðin 50 ár síðan þau
gengu í hjónaband. Þessi stóri
hópur vina og vandamanna
stefndi á þennan stað úr bæn-
um og nærliggjandi byggðum og
einnig frá fjarri stöðvum svo
sem Riverton, Húsavík, Selkirk;
og Winnipeg.
Stór hópur vina og ættingja
hafði undirbúið brúðkaupssam-
sæti og má þar fremst telja syst-
urnar Magnúsínu og Júlíönnu
Halldórson og Mrs. Dóri Péturs-
son og fleiri. Veizlustjóri var
Frank Olson, sem er systursonur
brúðgumans. Samsætið var sett
með því að allir sungu sálminn
Hve gott og fagurt og inndælt
er. Þar næst var lesin bæn af
Miss Magnúsínu Halldórson.
Veizlustjóri ávarpaði þá heiðurs
gestina og mælti einnig fyrir
minni brúðarinnar og las upp
frumsamið kvæði á ensku til-
einkað heiðursgestunum. Því
næst skemmtu með þrírödduð-
um söngvum Mrs. T. R. Thor-
valdson, Miss Evelyn Thorvald-
son og Mrs. Mabel McGowan.
Mr. Frank Olson aðstoðaði við
píanóið. Mrs. (Dr.) F. E. Scribner
ávarpaði þar næst brúðurina
fyrir hönd kvenfélaganna á
Gimli svo sem Women’s Insti-
tute og Kvenfélags lúterska
safnaðarins og afhenti brúður-
inni blómsveig. Mrs. Lorna Ste-
fánsson söng nokkra einsöngva
og aðstoðaði Mrs. Sylvia Kardal
við hljóðfærið.
Mr. Valdi Thorvaldson, sem
er systursonur brúðgumans
mælti fyrir minni brúðgumas og
fórst það framúrskarandi vel úr
hendi eins og að vanda.
Söngvarinn góðkunni óli Kar-
dal söng nokkur lög með að-
stoð Mrs. Sylviu Kardal við
hljóðfærið. Mrs. Kardal hafði
undirbúið samsöngvasafn (Com-
munity Singing) sem hún stýrði
með venjulegri listfengi sinni.
Mrs. T. R. Thorvaldson og Miss
Evelyn Thorvaldson sungu sam-
söngva og aðstoðaði veizlustjóri
við hljóðfærið. Að öllum þessum
söng var hinn bezti rómur gerð-
ur.
Veizlustjóri las þar næst upp
alúðar ávarp til heiðursgest-
anna frá séra Skúla og Sigríði
Sigurgeirssyni, sem orsaka
vegna gátu ekki verið viðstödd.
Síðan las veizlustjóri upp mik-
inn fjölda af símskeytum frá
vinum og ættingjum heiðiurs-
gestanna úr flestum hlutum
aústur og vestur Canada, og sem
vottaði heillaóskir og vinaþel til
brúðhjónanna.
Fyrir hönd Gimli Old Timers’
Association, sem brúðguminn
hefir veitt forstöðu í meir en
síðastliðin tuttugu ár, flutti Mr.
A. C. Baker heiðursgestunum
árnaðaróskir og afhenti þeim
peningagjöf.
Fyrir hönd barna heiðursgest-
anna, sem eru fjórar dætur og
fimm synir, mælti sonur þeirra,
Jóseph Sólmundsson, og afhenti
þeim gjöf frá börnum og barna-
börnum. Síðar afhenti veizlu-
stjóri heiðursgestunum peninga-
gjöf frá vinum og ættmönnum
sem vott um þann hlýhug og þau
ítök sem brúðhjónin eiga í hjört
um þeirra mörgu vina.
Fyrir hönd heiðursgestanna
þakkaði Mr. Edward Evans frá
Winnipeg, tengdasonur þeirra,
með snjallri ræðu, öllum þeim
vinum og ættingjum, sem hefðu
heiðrað og glatt brúðhjónin með
gullbrúðkaupi þessu.
Veizlustjóri benti á hve þýð-
ingarmikil og sögurík athöfn
hefði hér átt sér stað þar sem á
meðal yngstu íslenzku kynslóð-
arinnar væru þarna samankomn
4 4 4
Eitthvað um eitt þúsund
mannp og kvenna er talið að
vera blint í Vancouver og út-
hverfunum. í þessu landi er fólk
talið sem blint ef það hefir einn
tíunda eða minna af meðal sjón.
Á síðari árum hefir smátt og
smátt vaxið sannfæring þeirra,
sem kynna sér þetta málefni,
að það sé klaufalegt að telja fólk
blint þegar það hafi næga sjón
til að vera sjálfbjarga. Fram-
andi fólk eins og til dæmis hin
nafnkunna blinda kona í Banda
ríkjunum, Hazel Hurst, telur
fólk ekki lengur blint, heldur
fatlað á sjóninni, (Visually
Handicapped) mun það kveikja
meiri hugsun og kjark meðal
þeirra, sem eru fatlaðir að
hrinda allri hugsun frá sér um
það að vera blindur.
Sá sem þetta skrifar hefir
unnið að því í British Columbia
og víðar í Canda að ryðja götu
þessa nýja skilnings meðal fólks,
sem fatlað er á sjón og jafnvel
meðal fólks yfirleitt. Einnig hefi
ég verið frumkvöðull í því að
stofna hér í Vancouver Sam-
vinnufélag meðal sjónleysingja,
sem að nefnist Co-Operative
Society of Visually Handicap-
ped. Er það hugmynd þessa fé-
lagsskapar að eignast verksmiðj-
ur þar sem bæði sjóndapurt og
staurblint fólk getur starfað í.
Slíkar verksmiðjur eru náttúr-
lega til núna, en í allt of smáum
stíl. Með þessari samvinnu get-
ur fólk sem fatlað er á sjón
haft þá tryggingu að vera hlut-
eigendur í sínu eigin fyrirtæki.
Slík trygging er eitt hið bezta
til að vekja þrek og kjark þeirra
sem fatlaðir eru.
Þetta nýja félag heldur sýn-
ingu og sölu á vörum og mun-
um, sem framleiddar eru nú
þegar af sjónlausu fólki í hin-
um helztu borgum í Canada, til
dæmis þarna mun gefa að líta
eitt stykki af húsmunum frá
blindum manni í Edmonton, sem
í sinni eigin trésmiðju framleið-
ir framúrskarandi góða innan-
húsmuni. Hefir hann til dæmis
selt kommóður á annað hundr-
ir sumir af elztu frumbyggjum
nýlendunnar, þar á meðal „Fúsi“
Arason, aldavinur brúðhjónanna
sem kom hignað árið 1875. Síð-
an fór fram sköruleg veizla, og
var skemmt sér við samsöng af
íslenzkum og enskum lögum
fram eftir kvöldi. F. O.
4 4 4
að dali. Þessi sýning verður hald
in í Steeleworkers Hall, 185 E.
lOth Ave. fimtudaginn 9. nóvem-
ber og byrjar kl. hálf þrjú e. h.
Verður hún opnuð af bæjarráðs-
konunni Ald. Anna Sprott. Sýn-
ingin stendur yfir til miðnættis.
Ég vildi eggja landa mína hér
á að koma á sýninguna þann 9.
nóvember, því að fróðlegt verð-
ur að sjá margt, sem þar verður.
Ég vil bæta því við, að einn ann-
ar íslendingur er í okkar frain
kvæmdarnefnd, Þorsteinn Da-
víðsson, sonur Þorsteins Davíðs-
sonar og konu hans, sem lengi
bjuggu í grend við Chilliwack í
Frazer-dalnum.
Magnús Elíasson
Fró Mountain,
N. Dakota
Þjóðræknisdeildin B Á R A N
stóð fyrir samkomu, sem haldin
var á Mountain mánudagskvöld-
Ið 9. okt.
Eru svipaðar samkomur haldn
ar víða í bygðum íslendinga hér
vestra í sambandi við komu Dr.
P. V. G. Kolka læknis úr Húna-
vatnssýslu, sem hér er á fyrir-
lestrarferð og ræðir um bók-
mentir og menningu íslenzku
þjóðarinnar fyr og nú.
Formaður Bárunnar, G. J.
Jónasson setti þessa samkomu,
eins og áður er sagt 9. okt. ,bauð
gesti alla velkomna, og sungið
var af öllum „Hvað er svo glatt“.
Þá tók sóknarpresturinn séra
E. H. Fáfnis við fundarstjórn,
bauð læknirinn velkominn til
Mountain, einnar elztu og um
leið fjölmennustu byggðar Is-
lendinga í Bandaríkjunum, einn-
ig bauð hann velkomha, Konsúl
G. A. Jóhannsson frá Winnipeg
og Dr. Richard Beck frá Grand
Forks. Dr. Beck flutti stutt en
kjarnyrt erindi, þakkaði Dr.
Kolka fyrir góða viðkynningu
og bar fram óskir um farsæla
heimkomu.
Forseti kallaði á Konsúl Jó-
hannsson, sem kynti fyrirlesar-
ann með nokkrum orðum, en
hann er, sem kunnugt er, á veg-
um Þjóðræknisfélagsins.
Erindi læknisins um íslenzka
lega vel samið og flutt; mun það
menning fyr og nú, var prýði-
satt vera, sem hann sagði til-
heyrendum sínum, að ungur
hefði hann lagt sig eftir sögu
þjóðar sinnar — þegar tími
vanst til — frá skyldustörfun-
um.
I ræðulok var lækninum
þakkað af forseta.
Mrs. Jónasson söng undur
fallega Draumalandið eftir Sig-
fús Einarsson. Mrs. Fáfnis var
við hljóðfærið.
Dr. Kolka hafði iheira í fórum
sínum en fyrirlesturinn, því enn
var kallað á hann. — í það sinn
flutti hann kvæðaflokk eftir
sjálfan sig um Jón biskup Geir-
reksson og sveina hans. Lýsir
kvæðið hver urðu ævilok þeirra.
Að síðustu sýndi hann myndir
frá íslandi, sem voru vel teknar
og sýndu ýmsa merka staði og
margt úr athafnalífi þjóðarinn-
ar.
í samkomulok voru ágætar
veitingar bornar fram í neðri
sal kirkjunnar.
Samkoman fór hið bezta fram
og á Dr. Kolka og aðrir gestir
þakklæti allra, sem hana sóttu.
A. M.
Álitlegur
gestahópur
Þrátt fyrir flóðin miklu í maí-
mánuði síðastliðnum og mikil
íþjöll á bílvegum, nam þó tala
ferðamanna, sem til Manitoba
komu frá ársbyrjun til septem-
berloka $307,000. Er þetta
nokkru1 láegri tala en í fyrra.
Upplýsingaskrifstofu fylkisins
telst svo til, að fylkisbúar hafi
hagnast nálægt átján miljónum
dollara af komu þessara gesta.
To Guðmundur and Lovisa Sólmundsson on their
50th Wedding Anniversary, August 20th, 1950,
with Special Dedication to The Bride.
Man’s crowning glory in this life,
A gentle and devoted wife,
Endureth till the end of time
Ennobled, matchless, and sublime.
The helping hand of tenderness
Is there to comfort and caress;
To shear the thorn along the way
And ease the burden of the day.
The loving heart that bears all pain,
The smile that sets things right again;
The pal who’s there to pay the price,
Or make the willing sacrifice.
The patient mother, kind and fair,
Who gives her all, with more to spare;
Such blessings come to mortal men
Whose wedded years are five times ten.
Each day’s a hallowed memory;
The years, a sacred rosary;
Each, a bead that links the past
With cherished dreams—and then at last,
Life’s twilight shadows gather ’round;
Hushed, is the bustle and the sound;
The golden sunset years descend
Serene and peaceful to the end.
It is the prayer of loved ones here,
Your friends and neighbors far and near,
That God for you may e’er preserve
The bounteous blessings you deserve.
FRANK OLSON.